Tíminn - 31.08.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.08.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavík, fimmtudagmu 31. ágúst 1939 100. blað Ráðstafanir vegna styrjaldarhættunnar Undírbúníngur ríkísstjórnarínnar um skommtun nauðsynja, aukna notkun innlendra matvæla, breytta búnaðar- háttu og fleira Ríkisstjórnin hefir undir- búið ýmsar víðtækar ráð- stafanir, sem gripið verður til jafnskjótt og styrjöld hefst. Ráðstafanir þessar stefna fyrst og fremst að því, að gera þjóðinni kleift að búa sem mest að eigin framleiðslu, ef aðflutningar til landsins teppast að minna eða meira leyti. í tilkynningu, sem ríkisstjórn- in hefir sent blöðum og útvarpi, segir hún þannig frá þessum fyr- irætlunum: Undanfarið hefir ríkisstjórnin í samráði við nefnd þá, sem skipuð var á árinu 1938 vegna yfirvofandi ófriðarhættu, haft með höndum ýmsan undirbún- ing að þeim ráðstöfunum, sem nauðsynlegt yrði að gera, ef til ófriðar kæmi, og gert nokkrar ráðstaíanir með það fyrir augum að styrjöld kynni að brjótast út. Þykir rétt að gefa yfirlit um nokkrar þeirra. Náttúrufræðirannsóknanefnd- inni hefir verið falið að rann- saka, hvort hægt sé að framleiða hér vörur, sem þjóðinni eru nauðsynlegar og fluttar eru frá útlöndum, ef svo kynni að fara að aðflutningar á þeim tepptust, eða aðrar vörur, sem nota mætti í þeirra stað. Hefir nefndinni Happdrættí um réttlætíð Bergur Jónsson bæjarfógeti er nú í ferðalagi um kjördæmi sitt. Vegna þess að háannatími stendur nú yfir, ætlaði hann ekki að halda neina fundi, en ferðast um og finna kjósendur sína að máli. Vegna áskorana í- haldsmanna á Patreksfirði, mætti hann samt á fundi þar í fyrrakvöld og áttust þeir við all- an fundartímann, hann og Gísli Jónsson fyrrv. vélstjóri, sem var frambj óðandi Sj álfstæðisflokks- ins í kjördæminu í seinustu kosningum. Fundurinn stóð í fjórar klukkustundir. Málalok urðu þau, að íhalds- menn á Patreksfirði eru mjög orðfáir um viðureign þessa og láta lítið yfir því, að hafa efnt til fundarins. Gísli lýsti því með mörgum orðum á fundinum, að Fram- sóknarmenn hefðu verið mjög tregir í samningum um stjórn- armyndunina síðastliðinn vetur og einkum hefðu þeir krafizt þess með mikilli óbilgirni, að viðskiptamálaráðherrann væri úr hópi þeirra. Þetta hefði Sjálfstæðisflokknum fallið verr en flest annað. Nefndi Gísli það sem dæmi um óbilgirni Framsóknarmanna, að Sjálf- stæðismenn hefðu boðið það til samkomulags, ' að dregið skyldi um það, hvaða ráðu- neyti hver flokkur ætti að hafa, og taldi Gísli að með slíkum hætti hefðu flokkarn- ir auðveldlegast getað unnt hverjir öðrum þess réttlætis, sem samvinna þeirra ætti að hvíla á! En Framsóknarflokkurinn hefði skilyrðislaust hafnað þessu til- boði um fullnægingu réttlætis- ins og ekki fengizt til þess með neinu móti að falla frá kröfunni um viðskiptamálaráðherrann. Gísli sagði margt fleira skringilegt og verður kannske sagt nánar frá því síðar. sérstaklega verið falið að athuga á hvern hátt heppilegast væri að fullnægja feitmetisþörf þjóðar- innar, ef aðflutningar á hráefni til smjörlíkisgerðar takmarkast. Búnaðarfélagi íslands hefir verið falið að gera tillögur um, hvaða breytingar á búnaðar- háttum kynnu að verða nauð- synlegar ef til ófriðar dregur og aðflutningar teppast, hvað unnt sé að gera til þess að undirbúa þá breytingu, og jafnframt hvaða ráðstafanir eðlilegt myndi að gera þegar siglingateppa væri fyrirsjáanleg og líkleg til að standa til langframa. Hefir Bún- aðarfélagið þegar gert nokkrar tillögur um þetta og mun unnið að því af kappi að gera heildar- yfirlit um þetta efni. Ríkisstjórnin hefir ritað land- lækni og falið honum í samráði við nefnd þá, er skipuð var til þess að hafa með höndum mat- vælarannsóknir, að gera tillögur um það, hversu heppilegast myndi vera að breyta mataræði þjóðarinnar, ef erfitt reyndist að fá erlend matvæli, og hvaða fæðutegundir skuli leggja mesta áherzlu á að framleiða innan- lands, ef slíkt ástand stæði til langframa. Ríkisstjórnin gaf á sínum tíma út sérstaka áskorun til manna um að auka garðrækt, og hefir hún nú séð um að Búnaðarfélag íslands vinnur að því að fram- leiðendur leggi til hliðar nægi- legt útsæði af framleiðslu þessa árs til þess að tryggja áfram- haldandi aukna kartöflurækt, þótt aðflutningar til landsins yrðu erfiðleikum bundnir. Ríkisstjórnin vann að því á sínum tíma, að innkaupum til sjálfrar framleiðslunnar yrði hraðað fyrir sumarið, og upp úr mánaðamótunum júlí-ágúst átti hún viðræður við innflytjendur slíkra vara um að hraðað yrði innkaupum til vetrarins. Með bráðabirgðalögum og reglugerð, sem öðlaðist gildi í dag, hefir verið bannaður út- flutningur vissra vörutegunda, nema með sérstöku leyfi stjórn- arinnar. Ennfremur er með þess- um fyrirmælum komið í veg fyrir að seld séu út úr landinu kol og aðrar nauðsynjavörur. Ríkisstjórnin hefir undirbúið ráðstafanir til þess að skammt- aðar verði helztu nauðsynjavör- ur erlendar, ef til ófriðar kemur. Er allt undir það búið, að slíkar ráðstafanir geti orðið fram- kvæmdar. Þó mun það taka nokkurn tíma að koma þeim að fullu í framkvæmd, og hefir rík- isstjórnin því tilbúnar ráðstaf- anir til bráðabirgða, sem fram- kvæmdar yrðu unz hinni endan- legu skömmtun yrði komið á. Eru þessar skömmtunartillög- ur fyrst og fremst miðaðar við það, að birgðir þær af erlendum vörum í landinu, sem fyrir eru og flytjast kunna til landsins, skiptist sem jafnast milli manna. Þegar skömmtunin hefst verður það nákvæmlega athug- að, hversu miklar vörubirgðir eru til, ekki aðeins í verzlunum, heldur einnig á heimilum manna og tillit tekið til þess við úthlut- un skömmtunarseðla, enda er því hér með sérstaklega beint til kaupfélaga og kaupmanna að varna því, að nokkur óeðlileg viðskipti eigi sér stað á meðan sú óvissa ríkir, sem nú er. Ríkisstjórnin telur sérstaka á- stæðu til þess að taka það fram að lokum, að hún álítur ekkert tilefni til þess að óttast skort nauðsynlegra matvæla, þótt að- flutningar kynnu að verða erfið- ir á ófriðartímum, þótt hitt sé jaínframt vitanlegt, að undir slíkum kringumstæðum yrðu menn að neita sér um margt, er menn venjulega telja þarft. Væntir rikisstjórnin þess, að ráðstafanir þær, sem nauðsyn- legar kunna að þykja, mæti skilningi og velvilja manna. Herstyrkur Póllands Ætla Rússar og Líthauar að ráðast á Pólverja jafinhlíða Þjóðverjum ? í alþjóðamálum hafa horf- urnar ekkert breyzt síðustu dag- ana. Styrj aldarviðbúnaðurinn hefir haldið áfram í ölium lönd- um álfunnar af sama kappi og áður. Hitler sendi nýja orðsend- ingu til ensku stjórnarinnar á þriðjudaginn og fékk aftur svar við henni seint í gærkvöldi. Enn er ókunnugt um það, hvað ensku stjórninni og Hitler hefir farið á milli. Tveir atburðir hafa vakið sér- staka athygli. Annar er sá, að Rússar hafa stórum eflt herlið sitt við pólsku landamærin. Telja ýmsir, að þetta geti bent til þess, að Rússar ætli að ráðast á Pólland jafnhliða Þjóðverjum og hafi í hyggju að endurheimta það land, sem þeir misstu til Pól- verja í seinustu heimsstyrjöld. Hinn er sá, að enski sendi- herrann í Berlín hefir nokkrum sinnum rætt við sendiherra Lit- hauen. Telja sumir, að Bretar óttist árás Litháa á Pólland, ef til styrjaldar kemur, og sé það ætlun þeirra, að endurheimta hina fornu höfuðborg sína, Vilna, sem Pólverjar tóku her- námi nokkru eftir heimsstyrj- öldina. Aðrir telja, að í tillögum ensku stjórnarinnar til Hitlers sé gert ráð fyrir, að Pólverjar fái aukin hlunnindi í Lithauen fyrir utanríkisverzlun sína, ef þeir verða að afsala sér ein- hverj um réttindum • sínum í Danzig. Þessa síðari ályktun draga menn m. a. af því, að tals- maður þýzku stjórnarinnar hef- ir sagt, að Þjóðverjar væru því ekki mótfallnir, að Pólverjar hefðu aðgang að sjó, ef það væri ekki yfir þýzkt land. PÓLSKI HERINN. Um þessar mundir er mikið rætt um her Pólverja og hvaða mótspyrnu Þjóðverjar gætu vænzt, ef þeir réðust á Pólland. Liðstyrkur Pólverja á friðar- tímum hefir verið ákveðinn frá ári til árs. Árið 1937 var hann um 300 þús. manns, en talið er Eins og kunnugt er keypti danskur maður, Kristian Kirk, jörðina Hauka- dal í Biskupstungum í fyrra sumar og gaf ríkinu. Jafnframt var land jarðar- innar girt og friðar á kostnað gefand- ans. Nú í sumar hefir hinn danski ís- landsvinur látið gera stórfelldar um- bætur og framkvæmdir í Haukadal og mun hann nú hafa lagt um 50 þús- undir króna í þessa gjöf sína. Meðal annars hefir hann látið endurreisa kirkjuna, svo að hún er nú hið prýði- legasta guðshús. Ennfremur hefir skóg- ur í landi jarðarinnar verið grisjaður og verið höggnir um 900 hestburðir af viði. Hefir viður þessi verið notaður við varnir gegn sandfoki á þess- um slóðum. Jafnframt þessu hafa rof verið stungin niður, þar sem jarð- lög voru að blása burt. t t t Birkifræ mun yfirleitt ekki þroskast vel í sumar, sízt norðan lands. Verður fremur lítið um þroskað birkifræ í Hallormstaðaskógi og Vaglaskógi í sumar. Sunnan lands er útlitið betra. Um miðjan septembermánuð mun verða byrjað að safna fræi í Bæjar- staðaskógi til skógræktarinnar. Ástæð- an til þess, að birkifræið þroskast treg- lega í sumar, þrátt fyrir öll hlýindin og blíðu veðurlagsins, er sú, að þar veltur mest á veðurfari sumarsins næsta á undan. En í fyrra var sumarið tæpiega nógu hlýtt, og víða mikið af skógarmaðki. Hins vegar ætti sumar- blíðan í ár að tryggja mikið og vel þroskað fræ í birkiskógunum að hausti. tekur um 90 manns í sæti. Ákveðið er að vígsla kirkjunnar fari fram sunnu- daginn 10. september. Sigurgeir Sig- urðsson biskup framkvæmir athöfnina. A. KROSSGÖTUM Framkvæmdir í Haukadal. — Birkifræ er tregþroskað í ár. — Prestafundir. — Flokksfundur Framsóknarmanna í Dölum. — Kirkjuvígsla að Núpi. — Mæði- _______ veikin. — -------- Undirdeildir Prestafélags íslands halda aðalfundi sína um þessar mund- ir. Um síðastliðna helgi hélt Prestafé- lag Suðurlands aðalfund sinn í Vík i Mýrdal og var jafnframt messað í kirkjum í Vestur-Skaftafellssýslu á sunnudaginn. Næstkomandi sunnudag hefst aðalfundur Prestafélags Hóla- stiftis á Akureyri. En þann dag munu hinir norðlenzku prestar skipta sér niður til messugerðar í öllum kirkjum í grennd við Akureyri. 9. september heldur hin svonefnda Hallgrímsdeild, en það er félag presta í Borgarfjarðar- sýslu og á Vesturlandi sunnan Vest- fjarða, aðalfund á Hvanneyri. 10. sept- ember hefst aðalfundur Prestafélags Vestfjarða að Núpi í Dýrafirði. Austan lands munu eigi starfandi samtök með- al presta. r r r Framsóknarmenn í Dalasýslu héldu flokksfund við Sælingsdalslaug síðast- liðinn sunnudag. Sátu hann um sextíu manns aðallega úr norðurhluta sýsl- unnar, þar á meðal úr Saurbæ og af Skarðsströnd. Eysteinn Jónsson við- skiptamálaráðherra og Hilmar Stefáns- son bankastóri sátu fundinn með Dala- mönnum. Á fundinum kom fram ein- dreginn áhugi fyrir því að efla og treysta sem bezt fylgi Framsóknar- manna í héraðinu. r r r Að Núpi í Dýrafirði hefir ný kirkja verið í smíðum tvö undanfarin sumur og er nú smíði hennar að verða að fullu lokið. Hún er byggð úr steinsteypu og Níels P. Dungal prófessor hefir und- anförnu verið á ferðalagi vestan lands til þess að kynna sér útbreiðslu mæði- veikinnar og hvernig hún nú hagar sér á þessum slóðum og framkvæma ýms- ar rannsóknir á gangi hennar. Sam- kvæmt skýrslu, er hann hefir gefið um för sína, kveður nú mest að veikinni á jaðarsvæðunum, til dæmis í Dalasýslu, vestanverðri Mýrasýslu og í Bitru. Þar sem veikin breiðist út til áður ósýktra bæja, veldur hún yfirleitt miklu tjóni: þegar hún hefir náð að grípa um sig í fénu. Á þeim slóðum, sem veikin hefir lengst verið, virðist hún í rénun og veldur minna tjóni nú en áður, enda það fé fallið frá, sem næmast var og mótstöðuminnst. Þar eð viðnámsþol fénaðarins gegn sýkinni virðist ótvf rætt erfanlegur eiginleiki má ætla, að lömbum undan ám, sem lifað hafa af, þótt veikin hafi geisað í fé á sama bæ sé lítt hætt við sýkingu. Segir Níels Dungal, að bændur, sem fengið hafi lömb til ásetning frá bæjum í Borgar- firði, þar sem veikin sé búin að drepa allt, er hún hefir unnið á, hafi, að því leyti sem sér sé kunnugt um, ekkert af þeim misst úr mæðiveiki og virðist von um, að þannig megi ala upp fjárstofn sem sýkin ekki bítur á. r r r RYDZ-SMIGLY ÆSsti stjórnandi pólska hersins og „hinn sterki maður Póllands." að hann hafi verið um 500 þús. manns fyrstu mánuði þessa árs, en síðan hefir hann verið auk- inn. Herskylda hefir verið i Pól- landi síðan ríkið var stofnað, og er tálið að með litlum fyrir- vara sé hægt að kveðja til vopna röskar fjórar miljónir manna, sem hafa verið í her- þjónustu í 1V2 ár. Langflestir þeirra, sem verið hafa í herþjón- ustu, hafa síðan lagt stund á ýmsar heræfingar sem þátt- takendur í ýmsum landvarnar- félögum. Pólski herinn hefir á að skipa 19 þús. liðsforingjum og 35 þús. undirforingjum eða npkkrum þúsund fleirum lærð- um yfirmönnum en ítalski her- inn. Er það talið mjög mikils- vert, sökum þess hversu herinn þarf að vera margskiptur, ef til styrjaldar kemur. Pólski herinn skiptist aðallega í fótgönguliðssveitir og riddara- liðssveitir, en hefir lítið af bif- reiða- og mótorhjólasveitum líkt og Þjóðverjar. Telja margir þetta mikinn ókost, en Pólverj- ar benda á, að vegir séu víða mjög slæmir í landinu og inn- rásarher þurfi á stórum svæð- um að fara í gegnum mikla skóga, yfir mýrarfláka, óbrú- aðar stórár o. s. frv. Telja þeir, að slíkir staðhættir henti ridd- araliði (þ. e. mönnum, sem nota hesta), miklu betur en her, sem notar bifreiðar og mótorhjól. Pólverjar hafa jafnan þótt góðir hermenn, hugrakkir, ráð- slyngir og þolnir. Einkum hefir pólskum riddurum verið við- brugðið og fullvíst þykir, að pólsku riddaraliðssveitirnar séu þær beztu í álfunni. PÓLSKI FLUGHERINN. í marzmánuði í vetur töldu ensk blöð að pólski herinn réði yfir 2000 flugvélum, þar af voru 500 árásarflugvélar. Síðan hefir þeim fjölgað mikið, því fjórar flugvélaverksmiðjur eru í land- inu og hafa þær verið látnar starfa dag og nótt í sumar. Pólsku herflugvélarnar eru tald- ar mjög fullkomnar, t. d. geta árásarflugvélar þeirra flutt meiri farm en ensku og frönsku árásarflugvélarnar. í Póllandi eru 25 þús. fulllærð- ir flugmenn, en miklu fleiri stunda flugnám. Ætti því ekki að þurfa að óttast hörgul á flug- mönnum. Frá Póllandi geta árásarflug- vélar flogið á tveimur klst. eða skemmri tíma til allra helztu stórborga Þýzkalands. Getur pólski flugherinn því orðið Þjóð- verjum hættulegur. HRÁEFNI OG HERGAGNA- FRAMLEIÐSLA. Hergagnaiðnaðurinn pólski er talinn standa á mjög háu stigi, enda stendur iðnaður Pólverja á gömlum merg. T. d. er talið, að hvergi séu framleiddar jafnfull (Framh. á 4. síðu) A víðavangi Engin skynsamleg ástæða er til að efast um sannindi fornra sagna um skóggróður á íslandi til forna. Hafa skógarnir þá verið bæði víðlendir og þroska- miklir. Á að minnsta kosti tveim stöðum í landinu, í Svarfaðardal og Botnsdal, voru haffær skip smíðuð úr hinum íslenzka viði. Margar síðari tíma heimildir eru til um mikla skóga og nytsama, þar sem nú er enginn. Meðal annars eru af því glöggar lýsing- ar í jarðabók Árna Magnússonar. * * * Margvíslegt er það grand, sem skóginum íslenzka hefir verið búið. Gegndarlaus ágangur beit- arpenings, sauða og jafnvel nauta og geitfjár, hefir leikið þá illa í vetrarharðindum. Þeir hafa vægðarlaust verið höggnir til kolagerðar, eldsneytis, í refti og til hvers kyns annarra nota, sem landsmönnum upphugsuðust. Er því engin furða, þótt um síðir gengi á skógana. Auk þessa hafa náttúruöflin og ýms sjaldgæf fyrirbrigði valdið tjóni á skóg- unum, svo sem hraunflóð, á- gangur vatna, brunar, snjó- þyngsli og fleira. Árið 1607 ger- eyddist til dæmis á einum degi að Möðruvöllum í Eyjafirði mik- ill raftskógur, með þeim hætti, að stofnarnir þverbrotnuðu í froststormi, er skall á að afstað- inni krapahríð. * * * Enn í dag eru þó víða mikil skóglendi hér á landi, þótt víð- asthvar sé skógurinn lágvaxinn og kræklóttur og raunverulega kjarr eitt.Svo lífseigt hefir birkið verið í landinu. Ætti það að vera landsmönnum dýrmæt eign og þeir nokkuð vilja á sig leggja til þess að hindra aleyðingu fleiri skóglanda. Mikið brestur þó á, að sómasamlega sé með suma okkar skóga farið. Hefir sá mað- ur, sem einna kunnugastur er meðferð skóganna, látið þau orð falla, að sízt hafi hún batnað síðasta áratuginn. Vitanlega eru það margir, sem skilja til fulls hvers virði skógurinn er, hinir þó ærið margir, sem haga sér svo sem þeim sé ósárt um hinar síð- ustu leifar. Mætti nefna mörg dæmi um slíkt. * * * Reynslan hefir sýnt, að séu hinir sárt leiknu kjarrskógar friðaðir, rétta þeir mikið við á undra skömmum tíma. Reynslan hefir einnig sýnt, að sé friðað land, þar sem gamlar birkirætur liggja í jörðu, duldar en lifandi, skjóta nýjar hríslur óðar upp kollinum og mynda skóg á skömmum tima. Ánægjulegt dæmi um þetta er til frá Eiðum og Vöglum á Þelamörk í Eyja- firði. * * * Til þessa hefir fé til skógrækt- arframkvæmda verið svo af skornum skammti, að ekki hefir verið unnt að friða nema mjög lítinn hluta íslenzkra skóglenda, hvað þá að hægt hafi verið að stofna til nýgræðslu, sem nokkru nemur. Alls munu hin friðuðu skóglönd vera um 2320 hektarar að stærð. Fyrst um sinn verður því mest að eiga undir hagsýni og hollustu einstaklinga urn meðferð meginhlutans af skóg- unum, jafnvel þótt meira af al- menningsfé verði lagt til þessa en verið hefir og skógræktarfé- lög og önnur samtök, sem vilja sinna skógræktarmálunum, efl- ist til muna. Það er því nauðsyn- legt, að brýna góða meðferð skóga fyrir öllum. Sauðfjárbeit- in er lang hættulegust í þessu efni, ef hún gengur úr hófi. fram. Að hleypa beitarfé í skóglendi í vetrarhörkum, þegar hjarn er og jarðbönn, eða því sem næst, nálgast það að vera skemmdar- starfsemi. Féð stýfir toppana af hríslunum, en þær bera aldrei síðan barr sitt. Nóg hafa íslend- ingar að gert í eyðingu skóg- anna, þótt nú verði reynt að hindra frekara tjón en orðið er. 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.