Tíminn - 31.08.1939, Síða 4
400
TÍMIM, fimmtndagiim 31. ágást 1939
100. blað
Yfir landamærin
1. Árni frá Múla heldur áfram
óráðsruglinu um launalækkun og
skattalækkun hjá ríkinu. Öllum sæmi-
lega greindum mönnum mun ljóst, að
það er raunverulega enginn lækkun
heildarlaunanna að lækka laun hjá
ríkinu og lækka síðan ríkisskattana,
sem því svarar. Skattalækkunin þýðir
ekki annað en launahækkun hjá þeim,
sem skattana greiða. Afleiðing þessara
ráðstafana yrði því sú, að sú launa-
lækkun, sem yrði hjá ríkinu, kæmi
fram sem launahækkun hjá öðrum
launaþegum og þýddi því aukið mis-
rétti og ranglæti í launamálum, þar
sem laun ýmsra einkafyrirtækja og
hálfopinberra stofnana eru nú þegar
miklu hærri en hjá ríkinu. Þetta hlýtur
Árna að vera ljóst, en hann hefir há-
launaða húsbændur í Pisksölusamlag-
inu og er það mannlegt að þeir vilji
láta Árna skrifa um lækkun skattanna.
En hversu margar og langar greinar,
sem Árni skrifar, mun það ekki hagga
þeim vilja míkils þorra þjóðarinnar, að
lækka eigi háu launin allsstaðar og
það verður ekki gert öðruvísi en með
sköttum.
2. Árni lepur upp þá marghröktu
Gróusögu, að atvinnufyrirtækin beri
sig ekki vegna skatta. Það er furðu-
legt, að maður, sem á sæti á þingi,
skuli gera sig uppvísan að slíkri ósann-
sögli, því ekki verður honum ætlað slíkt
þekkingarleysi, að hann viti ekki, að
ríkisskattar leggist aðeins á hreinan
arð atvinnufyrirtækja og eignir þeirra
umfram skuldir.
3. Fullkomið ósamræmi kemur fram
i frásögnum Vísis og Mbl. um Rauðku-
málið. Mbl. tekur afstöðu á móti brölti
kommúnista og æsingafundinum á
Siglufirði, en Vísir ber blak af þeim á
allan hátt. Samt þykist blaðið vera
hreint af öllu samneyti við kommún-
ista og læzt fyllast heilagri reiði, ef
minnst er á samstarf íhaldsmanna og
kommúnista á Norðfirði og í Hafnar-
firði.
4. Blað, sem nefnist „Frjáls verzlun",
getur talizt áreiðanlegt, ef menn reyna
að leggja þann skilning í skrif þess, að
þau séu alltaf í mótsögn við sann-
leikann. Þannig segir blaðið nýlega,
„að enginn maður muni hafa verið
þjóðinni óþarfari en núv. viðskipta-
málaráðherra með stefnu sinni í verzl-
un og fjármálum undanfarið". Blaðið
á hér við, að takmarkaður hefir verið
innflutningur til landsins á undan-
förnum árum, en það er einmitt sú
stefna, sem reynzt hefir fjárhagslegu
sjálfstæði þjóðarinnar gagnlegust á
undanfömum árum.
x+y.
DÆCDJDJiŒl
í Bofors í Svíþjóð er stœrsta vopna-
verlcsmiðjan á Norðurlöndum. Hún
hefir um 6000 starfsmenn og eru 400
þeirra lœrðir verkfrœðingar.
Hversu stórkostlega framleiðsla verk-
smiðjunnar hefir aukizt á síðari árum
má marka á því, að 1933 nam sala
hennar 24,5 milj. kr., en 1937 166 milj.
kr.. Á síðastliðnu ári ókst framleiðsla
hennar þó hlutfallslega mest. Fjöl-
mörg ríki skipta við Bofors verksmiðj-
una.
Um tíma átti þýzki vopnahöldurinn
Krupp talsvert mikið í Boforsverk-
smiðjunni, en hann varð að selja þessa
eign sína fyrir fjórum árum, sökum
nýrra laga, sem þá voru sett í Svíþjóð.
Eignir hans voru keyptar af Axel
Wenner-Gren óg ýmsum sænskum
fjáraflamönnum. Axel Wenner-Gren
hefir nýlega gengizt fyrir að byggð
yrði herflugvélaverksmiðja við Troll-
hdttan og er hún tekin til starfa. Er
henni œtlað að geta framleitt nóg af
varnarflugvélum handa Norðurlöndum.
* * *
í ýmsum greinum stendur Bofors-
<JR BÆNUM
SíffsumarmótiS viff Þrastalund.
Samkoma Framsóknarmanna í Ár-
nessýslu og í Reykjavík við Þrastalund
á sunnudaginn verður sett klukkan 1.
Eins og áður hefir verið auglýst fara
þar fram ræðuhöld, söngur, glíma, reip-
tog og loks dans í Þrastalundi. Allar
veitingar, sem fólk æskir fást í Þrasta-
lundi. — Héðan úr Reykjavik verður
farið bæði á laugardagskvöld kl. 6 og
á sunnudagsmorgun kl. 10. Hægt verð-
ur að sjá þeim fyrir ódýru fari, sem
láta vita um þátttöku sína í dag eða
á morgun. Á móti slíkum pöntunum
er tekið á afgreiðslu Tímans og í síma
2353. Jafnframt þarf fólk að taka fram,
hvort það ætlar á laugardagskvöldið
eða að sunnudagsmorgni. Þeim, sem
jafnhliða skemmtuninni ætla að huga
að berjum, er ráðlegra að fara á laug-
ardaginn. Á laugardagskvöldið verður
ýmiskonar gleðskapur eystra, varðeld-
ur og fleira, ef veður leyfir.
Félagrsdómurtnn
tekur til starfa að nýju á mánu-
daginn kemur og tekur þá meðal ann-
ars deilumál Hafnfirðinga til dóms-
úrskurðar.
Umferffaleiffbeiningar.
í næstu viku verður efnt til allum-
fangsmikilla umferðarleiðbeininga og
umferðarkennslu með líkum brag og
gert var í fyrra sumar, meðal annars
í samvinnu við barnaskólastofnanir
bæjarins. í mörgum greinum verður
þessari starfsemi hagað svipað og í
fyrra, en þó ýms nýmæli upptekin.
Eitt af þeim er að í Rafskinnu Gunn-
ars Bachmanns verða sýndar leiðbein-
ingamyndir um umferð.
Kjötverfflagsnefnd
auglýsti í fyrradag verðlækkun á
kindakjöti. Nemur hún 20 aurum á
hverju kílógrammi. Kjöt það, sem bor-
izt hefir á markaðinn síðan sumar-
slátrunin hófst að þessu sinni, þykir
góð vara og dilkamir holdmiklir eftir
því, sem um er að gera um þetta leyti
sumars.
Gestir f bænum.
Jóhann Skaptason sýslumaður á
Patreksfirði, Jón Emil Guðjónsson
kennari frá Kýrunnarstöðum, Sveinn
Sæmundsson á Hvanneyri, Þorsteinn
Jónsson kaupfélagsstjóri á Reyðarfirði.
Framsóknarf ólk!
Fjölmennið á síðsumarssamkomuna
í Þrastalundi. Upplýsingar um sam-
komuna fáið þið á afgreiðslu Tímans
eða í síma 2353. Farið austur verður
mjög ódýrt.
verksmiðjan í allra fremstu röð. Það
er jafnvel talið, að hún framleiði
öeztu loftvarnarfallbyssur heimsins.
Þœr geta sent sjálfkrafa 120—150 skot-
um á minútu. Verksmiðjan hefir einn-
ig hlotið mikla frœgð fyrir tvíhleypta
fallbyssutegund, sem skýtur sjálfkrafa
400 skotum á mínútu. Einna mesta
furðu liefir þó vakið fallbyssutegund,
sem œtluð er til varnar gegn skrið-
drekum. Hún getur skotið í gegnum
3 cm. þykka stálplötu, sem er í 1000 m.
fjarlœgð.
Skrifstofa
Framsóknarflokksins
í Reykjavík
er á Lindargötu 1D
Framsóknarmenn utan af
landi, sem koma til Reykja-
víkur, ættu alltaf að koma
á skrifstofuna, þegar þeir
geta komið því við. Það er
nauðsynlegt fyrir flokks-
starfsemina, og skrifstof-
unni er mjög mikils virði
að hafa samband við sem
flesta flokksmenn utan af
landi.
Sumarstarisemí
Barnavinafélagsins
(Framh. af 3. siðu)
annarsstaðar en á götunni, þar
sem bæði er óhollusta og hætta
af umferðinni. Á dagheimilun-
um læra börnin að umgangast
hvert annað kurteislega, þau
eru látin leika sér saman, læra
saman og reynt að vekja áhuga
þeirra fyrir vinnu og góðri hegð-
un. Margir foreldrar finna og
virða þau góðu áhrif, sem vera
barnanna á þessum uppeldis-
stofnunum hefir á þau, bæði
andlega og- lílcamlega, og vilja
hafa þau þar sem lengst.
Mikið vantar þó enn á það, að
almennur skilningur sé á starf-
semi „Sumargjafar“ og barna-
heimilanna og sérstaklega vant-
ar þó félagið fjármagn til frek-
ari framkvæmda, t. d. til þess að
reisa eina „borgina" í viðbót, þar
sem þau börn, sem enn leika sér
í rykinu á götunni, gætu fengið
athvarf og aðhlynningu góðra
manna. „Sumargjöf“ hefir nú
fengið í þjónustu sína unga
stúlku, ungfrú Bryndísi Zoéga,
sem hefir lært rekstur dagheim-
ila og barnaheimila erlendis, og
má vænta góðs af starfi hennar
í framtíðinni. Bæjarbúar mega
áreiðanlega vera „Sumargjöf“
þakklátir íyrir starf hennar og
ættu að styðja það meira en
gert hefir verið hingað til. í borg
eins og Reykjavík, er mikil þörf
á stofnunum, sem dagheimilum
„Sumargjafar“, til þess að ann-
ast börnin, sem enga leikvelli
hafa og enga umsjá manna, sem
hefir tíma eða getu til að beina
hugum þeirra að því, sem gott
er og gagnlegt. E. B.
Herstyrkur Póllands
(Framh. af 1. síðu)
komnar varnarfallbyssur gegn
skriðdrekum og í Póllandi. Full-
víst þykir, að hin innlenda fram-
leiðsla muni íullnægja þörfum
hersins á styrjaldartímum, ef
undanskildir eru skriðdrekar og
flugvélar.
Hergagnaverksmiðjurnar eru
aðallega í Mið- og Suður-Pól-
landi og munu því ekki falla í
hendur innrásarhersins fyrr en
heita má að vörn pólska hersins
sé orðin vonlaus.
í landinu er nóg af kolum, olíu
og öllum hráefnum til iðnaðar-
ins, öðrum en járni. Verður að
flytja inn talsvert af járnmálmi,
og yrði að flytja hann frá Rúm-
eníu, ef Þjóðverjar hindruðu
flutninga um Danzig og pólska
ganginn.
Eins og sjá má af framan-
greindu, er pólski herinn að
mörgu leyti öflugur og vel settur
og ekki þarf að efast um einingu
og samhug meðal þjóðarinnar,
þar sem öllum er ljóst, að frelsi
hennar er í húfi og langvar-
andi undirokun hefir kennt
henni að meta frelsið. En hins er
líka að gæta, að þýzki herinn er
enn öflugri og sameiginleg
landamæri Þýzkalands og Pól-
lands exu 1800 km. löng. Þess
vegna er hætt við því, að Þjóð-
verjum heppnist fljótt að mynda
skörð í varnarlínu pólska hers-
ins.
214 William McLeod Raine:
heyrði ég skot frá kofanum og þessi
Barnett kom þjótandi þaðan út, eins og
óður maður.
— Með riffil?
— Já, með riffil. Klárinn hans Steve
prjónaði, og satt að segja fældust öll
hrossin. Baggahesturinn þaut af stað
og klárinn minn reif af mér taumana
og geystist gegn um runnana á brekku-
brúninni.
— Svo þú tókst alls ekki þátt í skot-
hríðinni?
— Jú. Það gerði ég sannarlega. Ég
skaut á þennan náunga, undir eins og
ég gat komið skammbyssunni minni við.
Það var áður en klárinn varð vitlaus.
— Hæfðir þú hann?
— Wagner læknir segir að ég hafi
ekki hæft hann, þar sem hann hafi
fengið kúluna aftan frá.
— En þú sást Barnett skjóta á Steve?
— Já, herra. Skot hans lyfti Steve
bókstaflega úr hnakknum.
— Skaut Steve nokkuð sjálfur?
— Hann hafði ekkert ráðrúm til þess,
skotið hæfði hann áður en hann kom
því við.
— Hvað skeði svo?
— Spurðu mig ekki að því, sagði
Peters ólundarlega. — Eins og ég sagði
varð klárinn minn vitlaus, ég datt af
baki, stakkst á höfuðið niður í lækinn
Flóttamaðurinn frá Texas 215
og vissi ekki neitt um neitt góða stund.
Þegar ég raknaði við aftur, hélt ég upp
með læknum og mætti þessum Bar-
nett, þar sem hann kom niður með
læknum. Ég skaut á hann aftur og
hann henti rifflinum. Við fórum svo
þangað, sem Steve lá og okkur kom
saman um, að ég yrði að hraða mér til
bæjar, sem mest ég mætti, til að sækja
hjálp handa Steve.
— Hvers vegna tókst þú ekki þennan
mann með þér?
— Einhver þurfti að líta eftir Steve
og það var nú það, sem mestu máli
skipti. Ég varð einhvernvegin viss um
að hann myndi ekki gera Steve neitt
illt meir, og að hann myndi bíða hjá
honum og hjúkra honum þangað til við
kæmum. Það varð annaðhvort að
hrökkva eða stökkva, ég hafði engan
tíma tíl að vera smámunasamur.
— Dug breytti rétt, sagði húsbóndi
hans ákveðinn.
Peters leit þakklátum augum til hans.
— Það kann að vera, að ég hafi far-
ið asnalega að, en þetta kom mér nú
svona fyrir sjónir. Auðvitað vissi ég að
ég tapaöi tveim þrem þúsundum doll-
ara, við að taka náungann ekki með
mér.
— Þú tapar því ekki öllu, Dug. Ef
nokkur verðlaun verða greidd, skalt þú
Skíp brennur
Seint á mánudagskvöldið kom
eldur upp í vélskipinu Unni frá
Akureyri, sem þá var statt út af
Rauðunúpum á leið austur fyrir
Melrakkasléttu.
Eldurinn kom upp í vélarúm-
inu og reyndu skipverjar að kæfa
hann, en fengu ekki ráðið við
hann. Forðuðu þeir sér þá í
nótabátunum, en skipið eyði-
lagðist. Skipverjum var bjargað
úr nótabátunum um borð í vél-
skipið Stellu, en björgunarskipið
Sæbjörg, sem kvatt var á vett-
vang um nóttina, flutti þá til
Siglufjarðar á þriðjudaginn.
Skipið, sem brann, var 36 smá-
lestir að stærð, eign Karls Frið-
rikssonar og Jakobs Jónssonar á
Akureyri.
Sítrónusaga Vísís
Vísir birtir í gær einhverjar
tröllasögur um það, að talsvert
lægra verð sé nú á sítrónum en
síðastliöið voi' og þakkar hann
það „frílistanum“. Sannleikur-
inn er hinsvegar þessi:
Síðastliðinn vetur setti verð-
lagsnefndin hámarksálagningu
á sítrónur, en fyrirmæli nefnd-
arinnar giltu aðeins tiltekinn
tíma, þar sem tæpast var gert
ráð fyrir stöðugum innflutningi
á þessari vöru.
í vor fengu kaupmenn að
flytja inn sítrónur. Verðlags-
nefndin fylgdist þá með verð-
laginu, en þótti að athuguðu
máli rétt að leyfa kaupmönnum
hina háu álagningu, sem þeir
höfðu þá, þar sem sítrónurnar
voru mikið skemmdar og þeir
urðu fyrir talsverðu tapi vegna
þess. Kaupmönnum var vel
kunnugt um þessa athugun
nefndarinnar,
Kaupmenn hafa nýlega feng-
ið sítrónur aftur og er nú eng-
um skemmdum til að dreifa.
Máttu þeir því telja víst, að
verðlagsnefnd myndi nú beita
sömu fyrirmælum og síðastlið-
inn vetur, og hefir þeim því þótt
æskilegra að verða fyrri til og
hafa álagninguna svipaða því,
sem nefndin fyrirskipaði þá.
Síðan hefir þótt hentugt að búa
þá sögu til, að verðlækkunin,
sem orðið hefir frá því í vor, sé
frílistanum að þakka!
Hefir þá verið gefin skýring á
tröllasögu Vísis um verðlækkun
vegna „frílistans".
Tvær athugasemdir.
“~~“GAML BÍÓ*”—°—°~~
Söngur
móðurínnar
Áhrifamikil og hrífandi
fögur söngmynd.
Aðalhlutvekin leika og
syngja:
BENJAMINO GIGLI
og
MARIA CEBOTARI.
°—°—■ NÝJA BÍÓ-~
Tvífarinn
Dr. Clítterhouse
Óvenju spennandi og sér- |
kennileg sakamálakvik- |
mynd frá Wamer Bros.
Aðalhlutv. leika:
Edward G. Robinson,
Claire Trevor,
Humphrey Bogart o. fl. |
Börn, yngri en 16 ára, fá j
ekki aðgang.
Vöruaígreiðsla
Raítækj aeinkasölunnar
verður lokuð eftir hádegi fimmtudag og
föstud. í þessari viku sökum vörutalningar
Raftækjaeínkasala ríkisins.
Garðyrkjumaður
seni er vanur gróðurhúsaræktun óskast frá miðjum
október næstkomandi.
Umsóknir ásamt kaupkröfu og meðmælum sendist
Tímanum auðkennt »Garðyrkjumaður«.
Lærið að synda!
Sundnámskeið í Sundhöllinni hefjast að nýju
mánudaginn 4. sept. Þátttakendur gefi sig fram í dag
og á morgun kl. 9—11 f. hád. og 2—4 e. hád. Upp-
lýsingar á sömu tímum í síma 4059.
Sundhöll Reykjavikur.
Allt á sama stað.
Hefí opnað 1. fl. hús fyrír bílasmurníngu.
Allar iegundir bíla smurðir.
Allt á sama stað.
í 83. tölublaði Tímans þ. á. í
„krossgötu“-klausu er rætt um
laxgengd í ám í Þistilfirði. í
henni segir: „Gekk þá (fyrir
fimm árum) alls enginn lax í
sumar þeirra, s. s. Svalbarðsá,
Sandá og Hölkná, en lítilsháttar
í aðrar t.d. Laxá og Hafralónsá."
í öllum þessum ám, nema Laxá,
hefir laxveiði verið stunduð ár-
lega, mest með ádrætti, þar til
Fiskiræktar- og veiðifélag Þistil-
fjarðar var stofnað. í Svalbarðsá
hefir veiðin verið nokkuð árviss
og við Sandá var enskur stang-
1 arveiðimaður eitt sumar og
veiddi rúma 100 laxa.
Það er rétt, að hér var byrjað
á laxaklaki fyrir fimm árum í
mjög smáum stíl, en aukið mik-
ið síðan, og í fyrrasumar varð
vart við smálax í Laxá, þar sem
ekki hefir verið lax vart í manna
minnum.
í sumar hafa ekki sést nema
örfáir laxar enn, og er það að
vonum, því að sökum hinna
langvarandi þurka er áin ekki
nema eins og lítill lækur að
vatnsmagni. Nú í sumar hefir
nokkuð verið stunduð stanga-
veiði í öllum ánum, nema Laxá.
Laxárdal í ágúst 1939.
Eggert Ólafsson.
í 76. tbl. Tímans, 4. júlí þ. á„
er sagt frá aðalfundi Vatnafé-
lags Rangæinga í fréttapistli „Á
krossgötum." Er þar sagt, meðal
annars: „Tvær eða þrjár jarðir
við Markarfljót, sem taldar eru
í nokkurri hættu vegna þessara
framkvæmda, hefir ríkið keypt,
auk þess sem það hefir heimild
til þess að kaupa jörðina Tjarn-
ir í Austur-Landeyjum."
Ríkið hefir þegar keypt þrjár
' jarðir hér í hreppi, sem settar
eru í hættu með fyrirhleðslunni,
sem eru Brúnir, Tjarnir I. og
Tjarnir II. Um það, að ríkið hafi
heimild til að kaupa jörð í Aust-
ur-Landeyjum er mér ókunnugt
H.f. Egill Vilhjálmsson
Laugavegi 118 — Sími 1717.
TOIMATAR
verða seldir mcð lækkulSu verði næslu dag’a.
HÚSMÆÐIJR,
íioliA yður þessa verðlækkun og kaupið
t o m a t a .
Ráðskonu vantar
viff heimavistarbarnaskólann í
Hveragerði í Ölfusi frá 1. október
n. k. Skrifleg tilboff sendist til
Guffjóns A. Signrðssonar, Gufu-
dal í Ölfusi, sem fyrst.
VtMMÍð ötullcfia ftjrir
Tímunn.
og þar er engin jörð, er heitir
Tjarnir. Þetta bið ég, að sé leið-
rétt.
Tjörnum undir Eyjafjöllum,
11. júlí 1939.
Einar Jónsson.
Tíminn leiðréttir að sjálfsögðu
góðfúslega þessar tvær frásagn-
arskekkjur og biður velvirðingar
á þeim. Stafar hin fyrri af mis-
sögn heimildarmanns, en sú síð-
ari af vöntun á kunnleika á
hreppamörkum þar eystra. Er
blaðið þakklátt þeim, er á
skekkjurnar hafa bent.
Núðfn
austur um land til Sigluf jarffar
laugardag 2. sept. kl. 9 síffd.
Pantaffir farsefflar óskast sótt-
ir og flutningi skilaff á morgun.