Tíminn - 05.09.1939, Qupperneq 3
102. blað
TÍMINN, |»riðjudagiiui 5. sept. 1939
407
ÍÞRÓTTIR
R Æ K T R
MeistaramótifS liér
og í Noregi.
Fyrir íslenzka íþróttamenn er
á margan hátt fróðlegt að bera
saman árangur i frjálsum í-
þróttum á meistaramótinu hér
og í Noregi, en þau fóru fram í
báðum löndum um seinustu
mánaðamót:
100 m. hlaup:
Fyrsti maður Norðmanna varð
10.6 sek., sá fimmti 11.1 sek. ís-
landsmeistari varð Sveinn Ing-
varsson á 11.6, en íslenzka metið,
10.9 sek., setti Sveinn í fyrra.
200 m. hlaup:
Fyrsti maður Norðmanna varð
21.5 sek. og þriðji 22.4 sek. ís-
landsmeistari Sveinn Ingvarsson
á 23.4, en íslenzka metið, 23.1
sek., setti Sveinn í fyrra.
400 m. lilaup:
Fyrsti Norðmaðurinn varð
49.8 sek. og sá fjórði 50.3 sek. ís-
landsmeistari varð Sigurgeir Ár-
sælsson á 53.2 sek. og er það 0.6
sek. lakari árangur en íslenzka
metið.
800 m. hlaup:
Fyrsti Norðmaðurinn varð 1
mín. 54.5 sek. og sá fimmti 1
mín. 57.2 sek. íslandsmeistari
varð Sigurgeir Ársælsson á 2
mín. 2.2 sek og er það ísl. met.
1500 m. hlaup:
Fyi'sti Norðmaðurinn varð 3
mín. 56.8 sek. og sá sjötti 4 mín.
0.6 sek. íslandsmeistari varð
Sigurgeir Ársælsson á 4 mín. 11.1
sek. og er það bezti timi, sem
náðst hefir hér á landi.
5000 m. hlaup:
Fyrsti Norðmaðurinn varð 14
mín. 53.6 sek. og sá fjórði 15 mín.
11.8 sek. íslandsmeistari varð
Siguxgeir Ársælsson á 16 mín.
06.4 mín. og er það sæmilegur
íslenzkur tími.
1000 m. boðblaup:
Fyrsta sveit Norðmanna varð
1 mín. 59.2 sek. og sú þriðja 2
min. 0.8 sek. íslandsmeistari varð
sveit K. R. 2 mín 09.7 mín. og er
það mjög góður íslenzkur tími.
Sleggjukast:
Bezti Norðmaðurinn kastaði
46.58 m. og sá þriðji 44.32 m. ís-
landsmeistari varð Vilhjálmur
Guðmundsson, sem kastaði 41.24
m. og er íslenzkt met.
Kringlukast:
Bezti Norðmaðurinn kastaði
49.42 m. en sá þriðji 45.09 m.
íslandsmeistari varð Kristján
Vattnes, sem kastaði 41.07, en
Landnám Ingólfs.
Af safni til sögu landnáms
Ingólfs, sem félagið Ingólfur
kostar útgáfu á, eru nú komin
út tvö ný hefti, er falla inn í II.
og III. bindi.
í hefti þvi, er nú bætist við
II. bindi, er áframhald á lýs-
ingu Þórbergs Þórðarsonar á
lifnaðarháttum í Reykjavík á
síðara helmingi 19. aldar. Er
frásögn Þórbergs lokið með
þessu hefti. Þessi ritgerð hans
er merkileg á ýmsan hátt,
skemmtileg aflestrar og víða
komið við.
í viðbótinni við III. bindið eru
gamlar sóknalýsingar. Aftan við
þar er ýtarleg nafnaskrá. Fyrst
er lýsing Garðaprestakalls frá
1842, þá lýsing Mosfells- og
Gufunessókna frá 1855 og loks
lýsing Reynivailasóknar árið
1840
Félagið Ingólfur hefir áður
gefið út, auk nokkurra þessara
sóknalýsinga og ritgerðasafns-
ins, lýsingu Gullbringu- og
Kjósarsýslu og þætti úr sögu
Reykjavíkur.
íslenzka metiö, 43.46 m. setti Ól-
afur Guðmundsson í fyrra.
Kúluvarp:
Bezti Norðmaðurinn kastaði
15.34 m. og sá þriðji 13.80 m. ís-
landsmeistari varð Sigurður
Finnsson, sem kastaði 13.18 m.,
og er það 30 cm. skemmra en ís-
landsmetið.
Spjótkast:
Bezti Norðmaöurinn kastaði
61.73 m. og sá þriðji 59.19 m. ís-
(Framh. á 4. síðu)
u
éröbréfabankim
n
y
C Á<JSluvstr. ó sum 5652 .Opið M.11-12o<)1.5,
Annast kaup og sölu verðbréfa.
skipagrúa, sem breiddi úr sér
um allan sjó milli Blönduóss og
Vatnsness og norður með öllum
Skaga, svo langt sem augað
eygði.
Aðeins var drukkið kaffi í
skólanum að Reykjum, en síðan
ekið stanzlaust suður í Reykholt.
Af Holtavörðuheiði sá nú
glöggt austur til jökla, en Borg-
arfjarðarhéraðið tók á móti
manni með lognkyrru kvöldi og
„Alpaglóð" á suðurfjöllum.
Góður beini, góður svefn,
gufubað og sundsprettur í
skólalauginni bjó mann vel
undir Kaldadalsferðina næsta
dag. Hélzt sæmilegasta veður
þar til komið var á sjálfan dal-
inn, en þá mætti okkur þoku-
rigning og suöaustan kalsa-
stormur.
Þingvöllur galt þessa veður-
fars. Þó sást þar vel um allt
undirlendi. Og svo er þar sér-
kennileiki náttúrunnar stór í
skörðum, að hann festir sig í
minni, hversu sem ástatt er um
veðurlag, þótt flestir kunnugir
muni telja,að Þingvellir séu ekki
nema svipur hjá sjón í slíku
veðurfari. En betri en sólskin
voru ræður þeirra Pálma Hann-
essonar og Bögholms blaða-
manns. Tókst þeim að skapa þá
útsýn um náttúrufar, sögu og
helgi Þingvalla, sem líkleg er til
að verða áheyrendum torgleym-
anleg, og þar með náði þessi
Kaldadalsdagur sínu ákjósan-
lega hámarki. Enn var sezt í bif-
reiðarnar, ekið um hina breyti-
legu og fögru leið vestan Þing-
vallavatns allt til hins vina-
lega Þrastalundar.
VI.
Þar voru komnir fulltrúar
Reykj avíkurbæj ar, borgarritari,
hagfræðingur bæjarins og raf-
magnsstjóri, en næsta dag voru
blaðamenn gestir höfuðstaðar-
ins. Eftir góða nótt streymdi
sunnlenzk stórrigning í svo
stríðum straumum niður eftir
gluggunum, meðan drukkið var
morgunkaffið, að ekki^var laust
við að kviðið væri fyrir að kom-
ast út í bifreiðarnar. En — þeg-
ar til þess kom, datt ekki dropi
úr lofti. Var nú ekið að orku-
verinu við Sog og það skoðað
undir leiðsögn Steingríms Jóns-
sonar rafmagnsstjóra. En snúið
að Þrastalundi aftur og snædd-
ur morgunverður. Að því búnu
var ekið að Gullfossi og síðan til
Geysis. Brá nú svo við, að upp
létti, sólin hellti geislaflóði yfir
héraðið, en Geysir heilsaði
gestunum með drunum í und-
irdjúpum, sem hlaut að verða
skilið á þann hátt, að hann
mundi ætla að veita blaðamönn-
unum „viðtal“. Enda kom að því.
Gaus hann þarna einu af sínum
óviðjafnanlegu gosum og undir
hinum ákjósanlegustu kring-
umstæðum. Hægur andvari af
suðri greiddi gufumökkinn frá
gosinu, sem hófst æ hærra og
sólin skein uppljómandi á hinn
fegursta hátt, en regnbogi mynd
aðist í úðanum, eins og sérstök
og óvenjuleg vinsemdarkveðja
til hinna sjaldgæfu, mikils-
mestu gesta.
Gragufræðaskoliiiu
i Rcykjavik
byrjar eins og áður 1. október. Umsóknir um skólavist næsta
vetur verða að koma til mín fyrir 15. september. Eldri nemendur
verða einnig að tilkynna fyrir þann tíma, hvort þeir halda áfram
námi, því að allmargir bíða eftir sæti, ef það kynni að losna. —
Heima kl. 7—9 síðdegis.
Ingimar Jónssou
Vitastig 8 A. — Sími 3763.
ACCUMULATOREN-FABRIK,
DR. TH. S0NNENCHEIN.
Kaupcmlur
Tímaus.
Gjalddagi Tímans var
1. júní sl. Margir hafa enn
ekki gert nein skil til blaðs-
ins fyrir yfirstandandi árg.
Væri æskilegt að kaupend-
ur greiddu blaðið hið
fyrsta, annaðhvort í póstá-
vísun beint til innheimt-
unnar í Reykjavík eða til
innheimtumanna blaðsins,
sem eru í nær öllum hrepp-
um og kaupstöðum. Þeir
kaupendur, sem ekki greiða
yfirstandandi á r g a n g
blaðsins, mega búast við að
hætt verði að senda þeim
blaðið um næstu áramót.
„Gullfoss”
fer í kvöld 5. september ,um
Vestmannaeyjar til Leith og
Kaupmannahafnar.
,,Brúarfoss“
fer frá Kaupmannahöfn 5. sept-
ember að kvöldi beint til Vest-
mannaeyja og Reykjavíkur.
Húseignir
til sölu, stærri og smærri, á góð-
um stöðum í bænum með laus-
um íbúðum 1. október.
Upplýsingar gefur
HANNES EINARSSON,
Óðinsgötu 14 B. Sími 1873
ÞÉR ættuð að reyna kolin og
koksið frá
Kolaverzlun
Sigurðar Olafssouar.
Símar 1360 og 1933.
Hraðferðir B. S. A.
Alla daga nema mánudaga um Akranes og Borgarnes. —
M.s. Laxfoss annast sjóleiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á
Bifreiðastöð íslands, sími 1540.
Bifreiðastöð Aknreyrar.
Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag.
IViðnrsuðnverksmiðja. — Bjjúgnagerð.
Reykluis. — Frystíhús.
Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niðursoðið kjöt
og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurð á brauð,
mest, og bezt úrval á landinu.
Ilangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt
allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútíma-
kröfum.
Egg frá Eggjasölusamlagi Reykjavíkur.
Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um
allt land.
Skrifstofnr
Stj ornarráðNins
Sjúkramáladeild og örkumla, sem
verið hafa í Austurstræti 14, eru
fluttar á Fríkirkjuveg 11.
Húðir og skinn.
Ef hændur nota ekki til eigin þarfa allar
HÉÐIR og SKITVIV. sem falla tíl ú lieimilum
þeirra, ættn þeir að biðja KAUPFÉLAG sitt
að koma þesstun vörnm í verð. — SAMRAIVD
ÍSL. SAMVINIVTJFÉLAGA selur AAIJTGRIPA-
niJÐIR, IIROSSIIÉÐIR. KÍLFSKEVA, LAMR-
SKIJVJV og SELSKEVN til útlanda OG KALPIR
ÞESSAR VÖRUF TIL SÉTUTVAR. - JVAUT-
GRIPAHÉÐIR, RROSSHÚÐIR og KÁLFSKIIVJV
er bezt að salta, en gera verðnr það strax að
iokinni slátrun. Fláningn verðnr að vanda
sem bezt og þvo úhrelnindl og blóð af sklnn-
unum, bæði úr holdrosa og hári, áðnr en salt-
að er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum
vörnm sem öðrnm, borgar sig.
Var þetta verðugur lokaþáttur
á hinni glæsilegu för hinna
dönsku blaðamanna um landið,
sem nú hafði staðið í viku.
Var enn ekið til Þrastalundar
og þar snæddur miðdegisverður
undir forsæti borgarritara og
annarra fulltrúa Reykjavíkur-
bæjar, en í þeirri veizlu safnaði
Gunnar Nielsen stjórnmálarit-
stjóri Poletiken, geislabrotum
leiðangursins í þessa þegar
landskunnu setningu:
„Þið hafiö átt einn sendiherra
í Danmörku, nú eigið þið tíu!“
Menn kunna nú að ætla, að
þetta sé venjulegt skálaræðu-
orðatiltæki. En við landarnir í
förinni, sem kynntumst þessum
mönnum, vissum hve skrum-
lausir, orðprúðir og orðvarir þeir
voru, við hljótum að skilja þetta
á annan veg.
Þessi setning er ekkert þakk-
arávarp fyrir það,sem fyrir þessa
menn var gert. Þetta er útrás
þeirra áhrifa, sem þeir urðu fyr-
ir af landinu sjálfu, náttúrufari
þess, möguleikum þess, sögu
þess og fólksins, sem það bygg-
ir, uppgerðarlaus, áherzlulaus og
í ejnlægni mælt.
Á þann hátt er ég viss um að
hún settist í okkur alla, íslenzku
samferðamennina.
Um kvöldið var haldið til
Reykjavíkur. Framh.
224 William McLeod Raine:
hennar. Hárlokkur, mjúkur sem silki,
straukst um kinn hans. Og eins og áður:
„Titrandi varir hennar mættu vörum
hans.“
XXIV. KAFLI.
Þegar Clem Oakland og Flamigan voru
horfnir í hæðunum, snéru þeir ekki suð-
ur á taóginn til Picket Wire, heldur héldu
áfram lengra eftir Black Buttes högun-
um. Reiði Clem var rénuð svo, að hann
gat sagt frá fyrirætlunum sínum.
— Ég ætla að hinkra við hjá Mosley
gamla meðan þú nærð i læknir til að
gera við löppina á mér, sagði hann. — Að
því búnu mun ég hefjast handa. Ef þess-
ir þöngulhausar halda að þeir geti gert á
hluta minn, án þess að ég endurgjaldi,
þá skulu þeir komast að öðru áður en
langt um líður.
Flamigan gaut hvítmatandi augunumá
á Oakland. — Hvað ætlar þú að gera
Clem?
— Margt. Ég skal sýna þeim hver það
er, sem hefir töglin og hagldirnar hér
um slóðir.
Flamigan glotti djöfullega svo sá í
svört tannbrotin. Honum þótti ekkert
fyrir því, þó húsbóndi hans hefði fengið
kúlu í lærið. „Gamli maðurinn", eins og
Flamigan nefndi húsbónda sinn, var
harðstjóri. Flamigan var því auðvitað
Flóttamaðurinn frá Texas 221
hún lézt vera. Hún hafði alltaf dáðst
að honum. Síðustu dagana hafði hún
hjúkrað honum og verið honum móðir,
auk þess að vera vinur hans. Vellíðan
hans hafði legið henni mjög á hjarta,
og það þvi fremur, sem henni fannst að
hún bæri ábyrgð á því, sem skeð hafði.
Væri ekki skynsamlegast að binda endi
á vandræði hennar, með því að taka
honum, ef hann lagði hug á hana í al-
vöru? Það myndi hrífa hana úr greip-
um þeirrar heimsku, sem hafði haft svo
mikil áhrif á hana síðustu dagana.
Hann var fallegur og elskulegur, —
og hann var svo mikill karlmaður.
— Erum við að gera að gamni okkar,
— Ekki ég.
— Er þetta ekki það, sem kallað er að
daðra, sagði Molly. — Varstu ekki að
segja mér einu sinni hvað hjartað væri
fljótt að ná sér?
— Þetta er það sem kallað er bónorð.
— Einmitt, já, ég var ekik viss.
Molly fann hlýja bylgju streyma um
sig. Brúnu augun horfðu svo fast inn í
bláu augun hennar. Hún hélt samt á-
fram gamninu, eins og til þess að verja
sjálfa sig.
— Hvað er langt síðan að þú síðast
varst dauðskotinn í stúlku eina viku,
en hafðir svo gleymt henni i næstu
viku?