Tíminn - 05.09.1939, Page 4

Tíminn - 05.09.1939, Page 4
TÍMINN, þrigjudagiim 5. sept. 1939 102. blatS 408 Ctr bænijm Yfir landamærín 1. Blað kommúnista fellir eftirfarandi dóm um hina nýbyrjuðu heimsstyrjöld: „Evrópa sér nú enn einu sinni afleið- ingarnar af undanlátsseminni við fas- ismann." Blaðið getur þess samt ekki, að Hítler byrjaði loftárásirnar á óvíg- girtar borgir í Póllandi og sendi árás- arher inn í landið daginn eftir að þýzk- rússneski vináttusamningurinn gekk í gildi. Það eru húsbændurnir í Moskva, sem eiga sök á þeirri undanlátssemi, er orsakað hefir styrjöldina í Póllandi. Það sýnir þrælsótta og undirgefni kommúnistablaðsins, að vilja ekki játa þetta, en reyna í þess stað að koma sökinni á Chamberlain og Daladier! 2. Alþýðublaðið varpar því fram í gær, hvort einhverjum muni ekki þykja ástæða til að skipta friðarverðlaunum Nobels milli Stalins, Hitlers, von Papen og Molotoffs. Það væri fróðlegt að heyra, hvort Brynjólfur Bjarnason og Einar Olgeirsson muni ekki vilja styðja þessa hugmynd, þar sem þeir hafa talið þýzk-rússneska samninginn stórkost- legan ávinning fyrir heimsfriðinn. 3. íhaldsmenn og kommúnistar hafa komið sér saman um að kjósa nýjan bæjarstjóra á Norðfirði. Hvað segir Vísir nú? 4. Kommúnistablaðið birtir grein á sunnudaginn undir gleiðletraðri fyrir- sögn, sem hljóðar á þessa leið: „í anda Liebknechts og Luxemburg gegn Hit- ler!“ Finnst Einari Olgeirssyni virkilega að þýzk-rússneski samningurinn sé í anda Liebknechts og Luxemburg! 5. Sú saga er til um Pétur mikla Rússakeisara, að hann hafi refsað manni, sem skrifaði óvingjarnlega bók um stjórn hans, á þann hátt, að láta hann éta bókina í augsýn margra manna. Reyndist bókarátið manninum mjög óhollt og lá hann nær dauða en lífi margar vikur á eftir. Stalin er ákafur dýrkandi Péturs mikla, enda er margt svipað í fari þeirra, viss dugnaður og greind, óvenjuleg grimmd og hugleysi, sem birtist í sjúkri hræðslu við andstæðingana. Stalin hefir líka tekið upp fordæmi Péturs með bókar- átið. Hann er alltaf að láta kommún- istaforingjana utan Rússlands éta of- an í sig það, sem þeir eru að skrifa, en aldrei hefir hann samt gert það í jafn stórum stíl og seinustu dagana í sambandi við þýzk-rússneska vináttu- samninginn. Fordæmi um jafn stór- fellt ofaníát fyrri skrifa og yfirlýsinga mun ekki til í allri veraldarsögunni. x-y. ípróllir (Framh. af 3. síðu) landsmeisari varð Ingvar Ólafs- son, sem kastaði 47.93 m., en ís- lenzka metið, 58.78 m., setti Kristján Vattnes 1937. Hástökk: Bezti Norðmaðurinn stökk 1.90 m. og sá þriðji 1.85 m. ís- landsmeistari varð Sigurður Sigurðsson, sem stökk 1.75 m., en íslenzka metið, 1.83 m., setti hann í fyrra. Langstökk: Bezti Norðmaðurinn stökk 7.37 m. og sá fjórði 6.73 m. ís- landsmeistari varð Jóhann Bernhard, sem stökk 6.25 m., en íslenzka metið, 6.82 m., setti Sig- urður Sigurðsson 1937. Stangarstökk: Bezti Norðmaðurinn stökk 4.00 m. og sá þriðji 3.70 m. ís- landsmeistari varð Hallsteinn Hinriksson, sem stökk 3.20 m. og er 25 cm. skemmra en ís- lenzka metið. Þrístökk: Bezti Norðmaðurinn stökk Sundnámskeið hófst í gær í sundhöllinni og eru kennslutímar fyrir og eftir hádegi bæði fyrir börn og fullorðna. Einnig er hægt að fá einkatíma í sundnámi. Umsóknir um skólavist í Gagnfræðaskólanum i Reykjavík, eiga að vera komnar til skólastjórans fyrir 15. september. — Kennsla hefst í skólanum með byrjun októbermánaðar. Bifreiðaárekstur. Tveir árekstrar bifreiða urðu í gær- rnorgun í bænum. Annar þeirra varð á horni Tryggvagötu og Grófar og rákust þar á vatnsbíll bæjarins og bíll frá B.P. Skemmdust báðir nokkuð og valt sá fyrrnefndi á hliðina. Hinn áreksturinn átti sér stað á horni Grettisgötu og Frakkastíg og urðu skemmdir á bif- reiðunum litlar. Færeyjafararnir. Knattspyrnumennirnir úr öðrum flokki K.R., sem fóru utan til Færeyja 21. ágúst, komu heim aftur í gærmorg- un. Alls kepti íslenzka liðið fimm kapp- leiki, tapaði tveim, vann tvo og gerði eitt jafntefli. Þrír leikjanna voru háðir í Þórshöfn og enduðu tveir með sigri íslendinga, 3:0 og 9:2, en einum töpuðu þeir með 1:3: Áttu þeir í það sinn við fyrsta flokks lið. Einn kappleikur var háður í Klakksvík, og töpuðu íslend- ingar með 0:2. í Tvöroyri í Trongis- vági var einn kappleikur háður og varð þar jafntefli, 1:1. Þrem þýzkum skipum, sem leitað hafa hér hafnar síðustu daga, vegna styrjaldarinnar, var í gær siglt inn á sund og lagt þar. Var á einu þeirra, er legið hefir hér nokkra daga, hollenzk áhöfn og höfðu Hollending- arnir allir gengið brott af skipinu í gær. Sundmót í. S. í. verður háð í Reykjavík dagana 4.— 13. september. Tekur það til karla, kvenna og ungiinga. 15.49 m. og sá þriðji 13.98 m. ís- landsmeistari varð Sigurður Sig- urðsson, sem stökk 12.92 m., en íslenzka metið, 14.00 m., setti hann 1936. 110 m. grindahlaup: Bezti Norðmaðurinn varð 15.2 sek. og sá þriðji 15.4 sek. ís- landsmeistari varð Sveinn Ing- varsson, á 17.2 sek og er aðeins 0.2 sek. lakara en íslenzka metið. Tíminn hefir ekki til saman- burðar árangur Norðmanna í 10 km. hlaupi, en íslandsmeistari í því varð Indriði Jónsson á 35 mín. 45.7 sek. og er það 1 mín. 39.6 lakara en íslenzka metið. Á þessum samanburði sézt að við stöndum Norðmönnum tals- vert að baki í frjálsum iþTóttum og standa þeir þó ekki framar- lega í þessum efnum. Miðað við fyrri árangra íslenzkra íþrótta- manna má hinsvegar telja meistaramótið spá góðu, því að sumir íslandsmeistararnir, sem náð hafa einna beztum árangri, eru ungir menn, sem vænta má góðs af í framtíðinni. Jarðhitamálið (Framh. af 2. síðu) jarðhiti er í landi jarffarinnar. Svona var það 6. des. f. á., en 13. júní s. 1. er þessi mikli jarð- hiti orðinn að volgru í Grafar- túninu, sem Laxá muni renna Hversvegna aistýrðu Rússar ekki styrjöld ? (Framh. af 1. síðu) Það er líka talið fullvíst, að síðasta atriðið sé rétt. Öll þessi lönd, sem að meira eða minna leyti hafa legið undir Rússland áður, óttuðust að Rússar myndu ekki draga her sinn til baka, ef þeim væri leyft að fara með hann inn í landið. Þau minnt- ust hinna frægu orða Pilsud- skis frelsishetju Pólverja, „að Rússinn væri jafnmikill heims- veldissinni, hvort- heldur sem hann væri stuðningsmaður keis- arans eða kommúnisti“. Hinn þýzk-rússneski sáttmáli hefir líka skapað þann ugg i þessum löndum, að fyrir Rússum vaki að láta rússneska heimsveldið a. m. k. fá sömu landamæri og það hafði 1914, en þá tilheyrðu því allt Finnland, Lettland, Estland og Lithauen, meginhluti Pól- lands og nokkur hluti Rúmeníu. Að svo komnu máli verður ekki dæmt um það, hvort þessi „lína“ skýrir raunverulega rétt frá fyrirætlunum Rússastjórnar eða hvort henni er ætlað það eitt, að mýkja skap kommúnistaforingj - anna utan Rússlands og reyna að fá þá til að sætta sig við samninga Hitlers og Stalins. Rússland hefir þegar lýst yfir hlutleysi sínu, en samdráttur þess og Þýzkalands virðist samt alltaf vera að aukast. Rússa- stjórn hefir nú um helgina skip- að nýjan sendiherra í Berlín og lét Hitler sækja hann í flugvél til Stokkhólms og ræddi síðan við hann lengi dágs. Það eitt er víst, að Rússar eiga meginsök hins nýbyrjaða ó- friðar og að það er í beinu sam- bandi við heimsveldisdrauma (imperialisma) þeirra. Þeir gátu afstýrt ófriðnum með því að heita Póllandi sama stuðningi og Bretar og Frakkar. Hitler hefði þá ekki þorað að byrja styrjöldina, sem hann hóf í trausti þess, að Bretar og Frakk- ar myndu bregðast Pólverjum, þegar þeir væru orðnir vonlaus- ir um stuðning Rússa. Rússa- stjórn vissi hinsvegar að Bretar og Frakkar myndu ekki bregðast þessum skuldbindingum sínum. Hún vissi því, að hún var að koma af stað blóðugri stórvelda- styrjöld, er hún var að undirrita þýzk-rússneska samninginn. Sú vitneskja um ábyrgð rúss- nesku einræðisstjórnarinnar á styrjöldinni mun verða henni örðugur þröskuldur til aukinna valda í Evrópu. í áður en langt líður. Að vísu telur H. St., að Gröf muni eiga eitthvert tilkall til hitaréttinda í Hvammslandi, en allt sé í ó- vissu um, hvers virði þau kunni að vera. Mér er reyndar sagt, að þessi jarðhiti sé í óskiptu landi milli Grafar, Hvamms og Högna- staða, og er það dálítið annað viðhorf. Frh. Vinitið ötullega fyrir Tírnann. Ný heimsstyrjöld (Framh. af 1. síðu) tekið endanlega afstöðu vegna ágreinings innan ríkisstjórnar- innar. Hertsog forsætisráðherra vildi lýsa yfir hlutleysi fyrst um sinn, en Smuts hershöfðingi og varaforsætisráðherra vildi láta slíta stjórnmálasambandinu við Þýzkaland. Þingið hefir sam- þykkt tillögu Smuts. Nýfundnaland hefir lýst fylgi sínu við Breta. Fjörutíu og fimm furstar í Indlandi hafa lýst fullu fylgi sínu við Breta. Mikla athygli vekur það, að Gandhi hefir lýst yfir samúð sinni með Pólverjum. Gyðingar í Palestinu hafa lýst yfir fylgi við Breta og efnt til sérstakrar liðssöfnunar. Tyrkir hafa lýst yfir því, að þeir muni halda allar skuldbind- ingar sínar við Breta, og allir stjórnmálaflokkar í Egiptalandi hafa lýst yfir einhuga stuðningi við Breta. En afstaða þessara tveggja landa hefir meginþýð- ingu fyrir stöðu Breta í Mið- jarðarhafinu. ENSKA STRÍÐSRÁÐUNEYTIÐ. Chamberlain hefir endur- skipulagt stjórn sína og tekið í hana nokkra nýja menn. Þekkt- astir þeirra eru Churchill, sem er flotamálaráðherra, Eden, sem er samveldismálaráðherra, og Hankey lávarður, sem ekki hef- ir sérstakt ráðuneyti, en hann var einkaritari ensku stríðs- stjórnarinnar 1914—18. Alls eiga 23 menn sæti í stjórn- inni, en níu ráðherranna mynda sérstakt stríðsráðuneyti, sem mestu ræður um styrjöldina. í því eiga sæti: Chamberlain for- sætisráðherra, John Simon fjármálaráðherra, Halifax utan- ríkismálaráðherra, Churchill flotamálaráðherra, Chatfield landvarnarmálaráðherra, Hore Belisha hermálaráðherra, King- sley Wood flugmálaráðherra, John Anderson loftvarnarmála- ráðherra og Samuel Hoare inn- siglisvörður konungs. Eden hefir rétt til að mæta á fundum stríðsráðuneytisins til þess að hafa betri aðstöðu til að gefa samveldislöndum Breta skýrslu. HERNAÐARAÐGERÐIR. Herstjórnir Bretlands og Frakklands hafa tilkynnt, að hernaðaraðgerðir væru þegar hafnar i lofti, á sjó og á landi. Fyrsta hernaðaraðgerð Breta var að taka þýzka Ameríkufarið „BTemen“ og fara með það til hafnar í Englandi. „Bremen" er eitt af stærstu skipum heims- ins. Gerðist þetta á sunnudag. Nokkrum stundum síðar gerð- ist sá atburður, að kafbátur skaut á enska Ameríkufarið „Athenia“, 320 km. vestur af Hebridaeyjum og sökk það á skammri stundu. Kafbáturinn skaut fyrirvaralaust. Nokkrir farþegar fórust strax við spreng- inguna, en hinir komust í bát- ana, en talið er að margir þeirra hafi farizt. Farþegar voru 1400, mest Kanadamenn. Um 300 þeirra voru frá Bahdaríkjunum. Skipið var á vestur leið. Fullvíst þykir að kafbáturinn hafi verið þýzkur og hafi þetta verið hefnd fyrir töku „Bremen". Atburður þessi hefir vakið mikla gremju í garð þjóðverja vestan hafs. í gær vörpuðu enskar flug- vélar 6 miljónum seðla yfir Vestur-Þýzkaland. Urðu Þjóð- verjar þeirra ekki varir fyrr en þær voru komnar á brott. Á seðlunum stóð, að þýzka þjóðin vildi frið og England væri reiðu- búið að semja strax frið við fnðsama þýzka ríkisstjórn. í gærkvöldi gerðu enskar flug- vélar árásir á þýzkar herskipa- hafnir, en voru hraktar á brott eftir að hafa orðið fyrir nokkru tjóni. Segjast Þjóðverjar hafa skotið fimm þeirra niður. Bret- ar telja að árásir þeirra hafi heppnast vel. Frakkar segja að þeir hafi flogið þýðingarmikil könnunar- flug yfir Þýzkaland og séu að búa sig undir sókn á landamær- um Frakklands og Þýzkalands. Bæði Þjóðverjar, Bretar og Frakkar hafa lagt tundurdufl- um á stórum svæðum, m. a. hafa Bretar lagt tundurtuflum í norðanverðum Norðursjó. Þjóð- verjar hafa hinsvegar lagt tund- urduflalínu innan við dönsku sundin. Tundurdufl grandaði í gær grísku skipi í Eystrasalti og dönsk fiskiskúta rakst einnig í 222 William McLeod Raine: — Ég ýkti þá, sagði hann glaðlega. — En ég skal segja þér eitt, maður getur gleymt sumum konum, en öðrum ekki. Ég hugsa stundum hugsanir, þegar ég ligg hér, sem þú myndir ekki geta ann- að en hlegið að, ef ég segði þér þær. — Komdu þeim í Ijóð, sagði hún ert- andi. — Má vera að ég geri það einhvern- tíma. Ég ætla þá að nefna þau „Æsku heimsins", og þau verða öll um ungan lævirkja, sem þreytir vængina og syng- ur ákaft söngva um þann dásamlega heim, sem hann lifir í. Þegar maður hlustar á hann, getur maður heyrt lífið ólga í sínum eigin æðum. Walsh hló að sinni eigin vanstillingu. Getur vel verið, að hann hafi ekki fyllilega trúað sinni eigin sögu sjálfur. En Molly langaði til að trúa á þetta, ef hann bara gæti fullvissað hana. — Þú ert ekki öruggur um þetta sjálfur, sagði hún. — Bara að þú segðir mér hvað þú átt við með „öryggi", svaraði hann kæru- leysislega. — í gær lastu fyrir mig kvæði um öryggi og þau svör hljóta að vera afar óljós, sem sú sál fær, er hefir það til að bera. — Ég á við — þú veizt ekki hversu lengi þetta muni haldast. Ef til vill kemur sá dagur að tilfinningar okkar Flóttamaðurinn frá Texas 223 verða ekki þær sömu og núna, sagði Molly hikandi. — Ég hefi aldrei nefnt orðið „eilífð“ í sambandi við þetta, Molly, og ég bið þig ekki að nota það. Er það ekki nóg ef þér þykir vænt um mig núna? Við lifum aöeins einn dag í einu, og við skulum láta morgundaginn sjá um sig sjálfan. Við skulum ekkert brjóta heilann um það. Molly leit alvarlega, en efandi á hann, og þó fannst henni þessi heimspeki einkar viðkunnanleg. Hún hafði búist við því að heitbinding yrði að vera svo óendanlega endanleg. En Steve virtist ekki hugsa þannig. Hann brosti með þessu töfrandi kæruleysi, sem konur voru svo hrifnar af. Ef til vill var ástin svona, fremur glöð og sanngjörn en tryllt, áköf og upprunaleg ástríða. Molly var í þann veginn að láta undan, en samt fann hún til efa. Hún kom til hans, að minnsta kosti að nokkru leyti, til þess að hann bjargaði henni, eins og konur, sem hafa syndgað og fara svo í klaustur. En hún myndi ekki komast undan ást Steve Walsh. Henni fannst allt í einu, að ef hún giftist honum, myndi sá dagur renna upp, að hún findi ást til hans seitla um æðar sér. Molly féll á knén við rúmið og Steve tók utan um grannan, hlýjan líkama Adolí sem þjónn Framúrskarandi fjörug og fyndin sænsk söng- og gamanmynd, gerð undir stjórn hins vinsæla og bráðskemmtilega Svía, ADOLF JAHR er sjálfur leikur aðalhlut- verkið óviðjafnanlega. Víctoría míkla Englands- drottníng Söguleg stórmynd, sem er mikilfengleg lýsing á hinni löngu og viöburða- ríku stjórnaræfi Viktoríu ! drottningar, og jafnframt lýsir hún einhverri aðdá- ■ unarverðustu ástarsögu j veraldarinnar. í Viðtalstími ráðherranna verður fyrst um sínn á míðviku dögum kL 10-12 f. h. Vöruafgreiðsta Raftækjaeinkasölunnar verffur lokuff eftir hádegi í dag vegna vöruupptalningar. RaStækjaeinkasala ríkisins. HAVNEM0LLEN KAIÍPMAMAHÖFN mælir með sínu viffurkermda RÚGMJÖLI OG HVEITI. Meirf vörugæði ófáanleg. S. í. S. skiptir eingöngu við okkur. Jafnvel ungft fólk eykur vellíðan sína með |iví að nota hárvötn og ilmvötn Við framleiðum: EAIJ DE PORTUGAL EAU DE OUINIÍVE EAU DE COLOGNE BATRHUM ÍSVATN Verðið í smásölu er frá kr. 1,10 til kr. 14,00, eftir stærð. — Þá höfum viff hafiff framleiffslu á ILMYÖTNUM úr hinum beztu erlendu efnum, og eru nokkur merki þegar komin á markaffinn.-- Auk þess höfum við einkainnflutning á erlendum ilmvötn um og hárvötnum, og snúa verzlanir sér því til okkar, þeg ar þær þurfa á þessum vörum að halda.-u Loks viljum vér minna húsmæðurnar á bökunardropa þá, ♦ sem vér seljum. Þeir eru búnir til með réttum hætti úr * r é 11 u m efnum. — Fást allsstaffar.- r Afengisverzl. ríkísins. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦« gær á tundurdufl í Norðursjó. Sökk hún og drukknuöu fjórir menn. HLUTLAUSU LÖNDIN. Þrjú stórveldi, Bandaríkin, Japan og Rússland hafa lýst yf- ir hlutleysi sínu. Þessi smáríki hafa lýst yfir hlutleysi sínu: Norðurlöndin öll, Eystrasaltsríkin þrjú, Holland, Belgía, Sviss, Luxemburg, Portú- gal, Spánn og Jugoslavía. Búist er við að Ungverjaland, Rúmen- ía, Búlgaría og Grikkland gefi samskonar yfirlýsingu. Hlutlausu löndin hafa gert margháttaðar ráðstafanir til að tryggja hlutleysi sitt. M. a. hafa Danir lagt tundurduflum til að hindra óvinveitt skip í því að fara í gegnum dönsku sundin. Svíar hafa lagt tundurduflum utan við Gautaborg og víðar. Skóli minn er fluttur frá Hávallagötu 33 á Hringbruat 181 og byrjar 15. september. Sigríðtir Magnúsdóttir. Sími 2416.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.