Tíminn - 12.09.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.09.1939, Blaðsíða 3
105. blað TÍMINJV, þriðjMdagiim 12. sept. 1939 419 ÍÞRÓTTIR A N N A L L Færeyjaför II. flokks K. R. Um mánaðamótin seinustu fór 2. fl. Knattspyrnufélags Reykjavíkur (keppendur í 2. fl. mega ekki vera eldri en 18 ára) til Færeyja og kepptu þar nokkra leiki. Urðu úrslitin þessi: Fyrsti kappleikurinn var við II. fl. Havnar Boltfelag í Thors- havn og sigraði K. R. með 3:2. Annar kappleikurinn var háð- ur við knattspyrnufélagið í Klakksvik og töpuðu K. R. með 2:0. Var lið Klakksvíkinga styrkt með 1. fl. mönnum. Þriðji kappleikurinn var háð- ur við styrkt 2. fl. lið H. B. í Thorshavn og vann K. R. með 9:2. Fjórði kappleikurinn var háð- ur við 1. fl. úr H. B. og tapaði K. R. með 1:3. Fimmti kappleikurinn var háður við styrkt II. fl. lið í Trángisvog og varð þaT jafntefli 1:1. Lið K. R. var Færeyingum mun fremra í samleik og með- ferð knattarins, en hraði og dugnaður Færeyinganna var mikill og bætti að nokkru kunn- áttuleysi þeirra. Geta má þess, að lið K. R. hafði verri aðstöðu sökum erfiðra ferðalaga. Eins og áður hefir verið sagt frá vann þessi flokkur II. flokks mótið í sumar. Knattspyrnnmót iii. fi. Nýlega er lokið III. fl. mótinu hér í bænum og urðu úrslitin þau, að Valur vann með 11 stig- um, K. R. fékk 8 stig, Fram 3 og Víkingur 1. Virðist Valur vel að þessum sigri kominn, því lið hans skoraði 11 mörk, en eng- um af keppinautunum tókst að setja mark hjá því. í III. fl. mega ekki vera yngri keppendur en 14 ára. Hafa |>eir engu gleyint og' ekkert lært? Framh. aj 2. síðu) urinn, sem hyggði á meira sjálf- stæði þjóðinni til handa. Stau- ning segir um þetta atriði, að ég hafi í frammi „undirróður" í blöðum í þeim tilgangi, að ís- land nái fullu sjálfstæði. Sér- staklega hafi ég barizt gegn sameiginlegum konungi fyrir bæði löndin. Ráðherrann bætir við, Dönum til huggunar, að ég muni standa einn míns liðs í Framsóknarflokknum í þessu efni, því að margir samflokks- menn séu algerlega mótfallnir Afrnæli. Jónína Halldórsdóttir á Ekru í Neskaupstað í Norðfirði átti níræðisafmæli 7. september. Hún var gift Einari Jónssyni, fyrrum hreppstjóra í Norðfirði. Jónína er alsystir Guðnýjar, konu Benedikts heitins á Auðnum, móður Unnar Bjarklind skáld- konu. Ólafur Einarsson vélfræðing- ur í Reykjavík átti fimmtugsaf- mæli 4. september síðastliðinn. Hann hefir undanfarin ár verið skoðunarmaður skipa og véla. Hann er maður vel virtur. Pétur Georg Guðmundsson ritari í Reykjavík átti sextugs- afmæli 6. september. Hann er Borgfirðingur að ætt, en flutt- ist snemma til Reykjavíkur og sinnti þar iðnnámi. Hann hefir lengst af tekið mikinn þátt í félagssamtökum verkalýðsins og var ritstjóri fyrsta blaðsins, sem gefið var út á þeirra vegum. Klemens Samúelsson kennari í Gröf í Miðdölum átti sextugs- afmæli 27. ágúst. Sesselja Daðadóttir að Gröf, kona Klemensar, verður fimm- tug 13. september næstkomandi. Silfurbrúðkaup áttu þau hjón í sumar. skoðunum mínum í þessu efni. Þegar fréttin um þessar orð- ræður Staunings bárust til ís- lands, þótti það furðu sæta, að hann skyldi ámæla mér fyrir að vinna fyrir frelsi og sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar. Engum fs- lendingi myndi hafa komið til hugar að ámæla Stauning fyrir að vinna fyrir frelsi og sjálf- stæði Danmerkur. Sendiherra Dana í Reykjavík hefir auðsýni- lega orðið var við, að íslending- um þóttu þessar orðræður Staunings nokkuð einkennileg- ar. Hann birti síðan í íslenzk- um blöðum leiðréttingu frá Stauning þess efnis, að hann hefði viljað segja, að ég beitti mér fyrir skilnaði, en ekki sjálfstæði íslands. Telja má að næsta lítill munur sé á þessum tveim orðum. Auk þess er ólik- legt, að stjórnarblað Staunings hafi afbakað orð hans. Gera mætti ráð fyrir, að Stauning hefði leiðrétt orð sín strax, er hann sá samtaiið í blaðinu, ef honum hefði fundizt máli hall- að. Allt bendir þess vegna á, að Stauning sjálfur sé á móti því að íslendingar njóti fullkomins sjálfstæðis. Hann lýsir því al- veg sérstaklega hátíðlega yfir, að hann vilji viðhalda sam- bandinu milli þjóðanna. Reynsl- an sýnir þess vegna, að Stau- ning ætlar viðvíkjandi frelsi ís- Mínni Vestfjarða Ræða flutt á héraðsmótínu að Núpi 9. júlí 1939. „Til ills fórum vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta.“ Karli þræll Ingólfs. Pistillinn er norrænn, en ekki hebreskur. Hann felur í sér van- trú á afkomumöguleikum út- nesjanna. Þið þekkið öll íslandskortið. Þið vitið, hvernig sá hluti lands- ins, sem við byggjum, sker sig frá hinum landshlutunum og hangir við meginlandið á eið- inu milli Gilsfjarðar og Bitru. Værum við rík þjóð, myndum við sennilega grafa skipaskurð gegnum þetta eiði til hagsbóta fyrir hin „góðu héruðin“ og stytt þannig siglingaleið milli aðal- landsfjóTðunganna. Vestfirðir yrðu þá eyja, að- skildir frá meginlandinu. — Þótt svona sé það ekki raun- verulega, hefir eigi að síður ein- att kennt þess keims meðal norðan- og sunnanmanna, að við Vestfirðingar værum sér um siði, þjóðháttu, venjur og jafn- vel tungutak, og að við vegna einangrunar stæðum þar öðrum landsmönnum að baki. Nokkuð kann að vera hæft í þessu. En einræni er ekki ávallt sama og einhæfni, og dulræni minnir einatt á dýpt. Mér koma sjaldan svo í hug hin tilvitnuðu orð Karla, Ingólfs þræls, að ég gleðjist ekki yfir skyldleikanum milli afstöðu Ingólfs sjálfs til þeirra og skoð- unarháttar þess, sem ríkt hefir meðal beztu manna Vestfjarða fram á þennan dag. Vestfjarðakjálkinn er sann- nefnt „útnes“. Hábrýndar heið- ar, snarbrött fjöll, víða þver- hnýptir hamrar í sjó fram, eru hin áberandi einkenni. Vorkunn þeim, sem áður hafa farið um hin frjósamari héruð, ef þeim kynni að detta í hug „að byggja útnes þetta!“ Þeir geta þvi með fyllsta rétti spurt: Hvers vegna eigið þið hér heima? Hvers vegna veljið þið ykkuT ekki byggilegri staði á þessu blessaða landi okkar? Og hefir ekki á öllum öldum verið á sama hátt spurt? Hvers vegna yfirgáfuð þið ekki þetta „út- sker“, sem ísland er kallað, þeg- ar hungur og harðrétti þjökuðu þjóð þessa? Hvers vegna fluttuð þið ekki á Jótlandsheiðar eða til Alaska, — nær heimsmenning- unni, — þegar þær tillögur voru á ferðinni, heldur en að þola hörmungar og dauða hér heima? Myndi svarið hjá hinum „trú- uðu“ sonum þessa lands ekki verða líkt og hjá landsföður þeirra: Það er af því, að önd- vegissúlur okkar hafa rekið hér. Það er fingur forsjónarinnar, ACCUMULATOREN-FABRIK, DR. TH. SONNENCHEIN. Ankorun irá ríkísstjórnínní um sparnað á eldsneyti Á þeim erfiðu tímum, sem nú fara í hönd, er afkoma þjóðarinnar undir því komin, að atvinnuvegirnir geti haldið í horfinu. Eitt megin skilyrði þess er, að ekki verði þurrð á olíu og kolum. Enginn veit, hvernig tekst með innflutning á þess- um nauðsynjum, en víst er þó, að hann verður erfið- leikum bundinn, og að nýjar birgðir af vörum þessum verða dýrari en verið hefir. Þess vegna er það áskorun ríkisstjórnarinnar til allra, að þeir spari eldsneyti eins og unnt er. í því sam- bandi má benda mönnum á eftirfarandi: 1) Leggið ekki í miðstöðvar þegar hlýtt er í veðri. 2) Notið rafmagnsofna í stað kolakyndingar þar sem það er hægt. 3) Lokið fyrir miðstöðvarofna í öllum þeim her- bergjum, sem lítið þarf að nota, fyrst og fremst í kjöllurum, á göngum og loftum. 4) Ef lokað er fyrir helming ofnanna, minnkar kolaeyðslan um nærri helming. 5) Gætið sparnaðar við notkun á heitu vatni. 6) Komið yður upp hitakössum til suðu. Þeir spara mjög mikið eldsneyti. Hraðferðir B. S. A. Alla daga nema mánudaga um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjóleiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á Bifreiðastöð íslands, sími 1540. Bifreiðastöð Akureyrar. Húðir og skinn. Ef biendur nota ekkl til eigin þarfa allar HIJÐIR or SKIIVIV, sem falla til á heimilum þeirra, ættu þeir að biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessum vörum í verð. - SAMBAND ÍSL. SAMVKVNUFÉLAGA selur AAUTGRIPA- HÚÐIR. HROSSUÚÐIR, KÁLFSKEVIV, LAMB- SK.UVJV og SELSKEVIV til útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUP TUL SÚTUIVAR. - IVAUT- GRIPAHÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KÁLFSKEVTV er bezt að salta, en gera verður það strax að lokiimi slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinn- uiiuin, bæði úr holdrosa og hári, áður en salt- að er. Góð og hreinlcg' meðferð, á þessum vörum sem öðrum, borgar sig. lands að feta í fótspor hinna frjálslyndu samlanda sinna, Orla Lehmanns og I. C. Christ- ensen, eftir því sem aldarand- inn leyfir. Framh. J. J. ¥ Sígurður Olason & Egíll Sígurgeírsson Málflutningsskrifstofa Austurstræti 3. Sími 1712. sem hefir bent okkur hingað. Guðirnir sjálfir hafa sett okkur á þenna stað. Héðan skal því hvergi hvika. Ætli verkin, störfin, skyldu- ræknin, samhygðin, skilningur- inn á viðfangsefnunum verði ekki skýrari, ef allar kynslóðir litu lífsköllun sína af slíkri sjónarhæð og Ingólfur Arnar- son gerði? Og ég hygg, að Vesfirðingar hafi á öllum öldum skilið þetta lífsviðhorf betur en aðrir lands- menn, meðfram og fyrir það, að þeir lærðu það af landinu sjálfu. Fórnfýsi Auðar Vésteinsdótt- ur, er hún fylgdi manni sínum i útlegð; skörungsskapur Þor- bjargar digru, er hún barg Gretti; speki Gests í Haga og Snorra goða, sem báðir voru V estf irðingar; göf ugmennska Hrafns Sveinbjarnarsonar og fastlyndi Hrafns Oddsonar, dótt- ursonar hans; fræðimennska Brynjólfs Sveinssonar biskups og hálfbróður hans, Jóns Gizurar- sonar, er gerði þann garð fræg- an, sem nú stöndum vér á, og loks þann, sem bar höfuð og herðar yfir aðra menn og alla tíma: Jón forseta Sigurðsson, — allir þessir menn, karlar og kon- ur, eru lifandi greinar þess þjóð- armeiðs, sem um aldir standast eyðingu axar og báls. Og rætur þess meiðs „standa afar breitt“. Þær enda í þeim Mímisbrunni, sem dáð, mannvit og speki er fólgið í, og guðstrú streymir frá, — sú trú, sem einkenndi lands- föðurinn Ingólf, þá er hann (Framh. á 4. síðu) ÞÉR ættuð að reyna kolin og koksið frá Kolaverzlnn SignrÖar Olafssonar. Símar 1369 og 1933. SALTFISKUR TIL NEYZLU INNANLANDS Eftir fyrirmælum atvinnumálaráðherra höfum vér tekið að oss að sjá svo um, að jafnan fáist góður salt- fiskur til innanlandsneyzlu með lægsta útflutnings- verði. Fiskurinn fæst pakkaður í: 50 kg. pakka nr. 1 og kostar . kr. 25.00 50 — 50 — 25 — 25 — 25 — 2 — — 2 — — — 22.50 — 20.00 — 12.75 — 11.50 — 10.25 Fiskurinn verður seldur og afgreiddur til kaup- manna og kaupfélaga frá H.f. Kveldúlfur, Reykjavík, Verzlun Einars Þorgilssonar, Hafnarfirði. Sölusamband ísl. fískframleiðenda. 236 William McLeod Raine: Flóttamaðurinn /rá Texas 233" Slim hló. — Lakara að Dug slsyldi sjá þig gera það, sagði hann. — Þú kemst ekki á- fram með þetta. Molly leit ekki af fanganum og lét sem hún hefði ekki heyrt hvað kúrek- inn sagði. — Hvaö átt þú við, spurði hún. — Oakland miðaði á mig skamm- byssu. Ég varð að látast skjóta á hann — sýslumanninn á ég við. Ég hæfði hann ekki, en Oakland skaut hann seinna. Molly hafði ekki trúað þessu þegar aðrir sögðu henni það eftir Taylor, en hún trúði þvi núna. Henni datt ekki í hug að efast um það. Hún fann til full- vissu, sem gladdi hana, þegar hún horfði i þessi stálgráu augu, sem erfið- leikarnir höfðu sett skugga sína undir. Hún vissi, að hann var Webb Bamett, glæpamaðurinn, sem hafði drýgt tvö svívirðileg morð í Texas. Rás viðburð- anna, sem hún hafði fylgst með í blöð- unum, talaði sínu skýra máli gegn hon- um, allt frá því að ránið var framið og þar til hún hitti hann í bylnum. Hann hafði flúið særður frá því að drýgja glæp sinn. Hann hafði sést á ýmsum stöðum á flóttanum norður eftir. Það var ómögulegt annaö en að vera viss um, að hann var maðurinn, mig, er að Texas er svo langt í burtu að ég get ekki verið viðstaddur. — Slæmt aö Walsh sýslumaður skyld ekki deyja, sagði Taylor napurt. — Þ£ hefði Montana haft forgangsréttinn. Það leit helzt út fyrir, að Timming: ætlaði að stökkva á Taylor yfir borðið. — Ef Steve hefði dáið, lagsmaður, þ£ hefðir þú aldrei komizt lifandi burt fr£ bænum, hrópaði hann. — Við hefðun bara lokið þessu litla verki formála- laust hér á staðnum. Þannig hefði þa< getað farið hvort sem var, ef að Clin hefði ekki aftrað því. Þú skalt ekki lát£ á því bera, að þú óskir þess, að þú hefð- ir verið öruggari í viðureigninni vi'< Steve, lagsmaður. Ég er vinur hans. — Skrepptu út. Buck, og dýfðu þér tjörnina til að kæla þig, sagði Peter: góðlátlega. — Hann átti ekki við að þa< væri ósk hans, að Steve hefði dáið, eð£ skilur þú ekki háð? Og meðal annarn orða, úr því að ég minntist á tjörn Sagði ekki Clint að þú ættir að faTa ti Teatherhead og vaka þar á móti Frank' — Ég legg af stað eftir kveldverð inn, svaraði Buck. — Það liggur ekk ert á, Dug, ég á að vaka við stifluní yfir nóttina. — Jæja, piltar, sagði Martin um leii og hann stóð upp frá borðum, — þí leggjum við af stað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.