Tíminn - 14.09.1939, Page 4

Tíminn - 14.09.1939, Page 4
424 TÍMIM, fimmtudagmn 14. sept. 1939 106. blað Lögtök. Eflir kröfu tollstjórans í Reykjavík, f. li. ríklssjóðs oj»' að uiidangengnum ór- skurði í dag verða lögtök látin fram fara fyrir ógreiddum tekju- og eign- arskatti, fasteignaskatti, lestagjaldi, liundaskatti, lífeyrissjóðsgjaldi og námsbókagjaldi, sem féllu í gjalddaga á manntalsþingi 1939, gjöldum til kirkju, sóknar og háskóla, sem féllu I gjalddaga 31. desember 1938, kirkjugarðsgjaldi, sein féll í gjalddaga 15. jiilí 1939, bif- reiðaskatti, skoðunargjaldi bifreiða og vátryggingariðgjaldi ökumanna bif- reiða, sem féllu í gjalddaga 1. jiilí 1939, og' vitagjöldum fyrir árið 1939. — Lög'- tökin fara fram á ábyrgð ríkissjóðs en á kostnað gjaldenda að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar aug'lýs- ingar. Lögmaðurinn í Reykjavík, 12. sept. 1939. BJÖRN ÞÓRÐARSON. Yfir landamærin 1. Kommúnistablaðið heldur áfram tilraunum sínum til að verja þýzk-rúss- neska samninginn. í gær segir blaðið að „friðarstefna Sovétríkjanna hafi ekki breytzt." Hún „sé engin undanláts- semi við þá, sem reyna að særa fram styrjöld og kúga aðrar þjóðir." Það er næsta hryggilegt, að til skuli vera svo heimskir menn hér á landi, að þeir haldi að fólk fáist til að trúa þessu meðan styrjöldin í Póllandi stendur sem hæst og það er ferskast í minni, að hún er bein afleiðing af undanláts- semi Stalinsstjórnarinnar við nazism- ann. 2. Kommúnistablaðið bætir því við þessa röksemdafærslu sína, að Sovét- stjórnin „styðji frelsisbaráttu kúgaðra þjóða“. Það þarf vissulega mikla ó- svífni til þess að geta tekið sér slík orð í munn meðan Stalin horfir -hlutlaus á hina blóðugu og grimmdarfullu til- raun þýzka nazismans til að undiroka Pólverja og hefir meira að segja neitað að hjálpa þeim um flugvélar og her- gögn, sem myndi hafa gert þeim mögu- legt að stöðva sókn innrásarhersins. 3. Þá heldur blaðið áfram að heimska sig á þeim þvættingi Halldórs Kiljans, að þýzk-rússneski sáttmálinn hafi bjargað 400 milljónum Kínverja undan yfirgangi Japana. Sannleikurinn er sá, að samningurinn hefir gert aðstöðu Kínverja langtum lakari, þar sem þeir hafa misst hjálp Breta og geta ekki fengið neitt í staðinn, því hjálp sú, sem Rússar geta veitt þeim, takmarkast af lélegum samgöngum. Það eru heldur ekki nein líkindi til þess að Rússar ætli að hjálpa Kínverjum, þar sem fregnir herma að þeir hafi boðið Japönum hlutleysissamning og forráðamenn Kínverja munu heldur ekki kaupa hjálp Rússa því veröi, að efla komm- únismann í landinu. x+y. Tilhögun akömmtunarínnar (Framh. af 1. síðu) skömmtunarvörum hjá kaup- manni þeim eða kaupfélagi, sem þau skipta við. Jafngildi ávísan- anna sé síðan klippt af seðlum heimilismanna áður en þeir eru afhentir og afhent verzlun þeirri, sem látið hefir úti vörurn- ar gegn framvísun ávísananna. 8. gr. Hver skömmtunarseðill gildir fyrir einn mann í einn mánuð (að undanskildu því, að fyrsti skömmtunarseðillinn gild- ir til 1. okt. 1939, og er um helm- ing af því magni, sem hér fer á eftir). Skiptist hann í stofn og 30 reiti. Eru 12 reitir fyrir hveiti eða hveitibrauð, hver fyr- ir 200 g. af hveiti eða 250 g. af hveitibrauði, 6 reitir fyrir rúg- mjöl eða rúgbrauð, hver fyrir 500 g. af rúgmjöli eða 750 g. af rúgbrauði, 4 reitir fyrir hafra- grjón, hver fyrir 250 g., 2 reitir fyrir hrísgrjón, baunir og allt annað kornmeti en það, sem hér er talið að framan, nema fóður- bygg, hafra og fóðurmaís, hvor fyrir 250 g., 2 reitir fyrir kaffi, hvor fyrir 125 g. af brenndu og möluðu eða 150 g. af óbrenndu kaffi og 4 reitir fyrir sykur, hver fyrir 500 g. Má klippa seðlana í sundur og skulu reitirnir af- hentir jafnóðum og kaup fara fram, en stofninn skal geyma þar til næsta afhending fer fram. Skal honum þá skilað, og verða nýjir seðlar aðeins afhent- ir gegn eldri stofni. 9. gr. Heimilt er að kaupa bygggrjón út á haframjölsseðla ÚR B/EiVl M Kolakaupmenn í Reykjavík hafa auglýst, að hér eftir muni þeir einungis láta kol af hendi gegn staðgreiðslu. Hámarksverð. Viðskiptamálaráðuneytið hefir ákveð- ið, að verðlagsnefnd skuli setja há- marksverð og ákveða hámarksálagn- ingu á allmörgum nauðsynjavörum til viðbótar þeim, sem slíkum verðlags- kvæðum hefir áður verið beitt um. Þessar vörur eru brauð, kornvörur, ný- lenduvörur, sítrónur, hreinlætisvörur, kol, benzín og brennsluoliur. Hjónaband. Hinn 16. september verða gefin sam- an í hjónaband frú Edith Resberg og Herluf Clausen forstjóri. Hjónavígslan fer fram á heimili brúðarinnar, Oscars- ratan 53 í Oslo. Sölusambandi íslenzkra fiskframleiðenda hefir tekizt að leigja tvö skip til fisk- flutninga til Portúgal og Ítalíu, en um fisksölu til þessara landa hefir nýlega verið samið. Vegna erfiðleika og á- hættu, er af stríðinu leiðir, er miklum vandkvæðum bundið að fá skip til flutninga. Hinn fyrirhugaði bazar nemendasambands kvennaskólans i Reykjavík til styrktar fimleikahúsbygg- ingu skólans, verður haldinn í byrjun desember næstkomandi. Námsmeyjar skólans, sem ætla að senda muni, eru beðnar að senda þá fyrir 20. nóvember. Helgi Tryggvason, cand. phil., hefir ákveðið að starf- rækja í vetur á eigin vegum skóla, er veitir kennslu í almennum gagnfræðum og hraðritun. Vínsalar hafa verið dæmdir í lögreglurétti Reykjavikur, Þuríður Jónsdóttir og Gestur Guðmundsson, bæði til heimilis á Bergstaðastræti 10 A, hér í bæ. Þau ráku lögbrot sín hvort í sínu lagi. Sam- kvæmt lögregludóminum, var lögð á þau 700 króna sekt og 10 daga skilorðs- bundið fangelsi. Bæjarbílastöðin hefir rétt til næturaktsurs í nótt. Drangeyjarsund. íþróttasambandsstjórnin hefir nú staðfest Drangeyjarsund Hauks Einars- sonar, sem hann leysti af höndum í á- gústmánuði í sumar, og tíma þann, er hann náði á því sundi, sem hinn bezta, er náðzt hefir svo kunnugt sé. ef óskað er. Ef svo er ástatt, að maður má eigi borða rúgmjöl eða rúgbrauð samkvæmt lækn- isráði, getur hann sent skömmt- unarskrifstofunni beiðni um skipti á þeim seðlum fyrir hveitiseðla, og skulu rúgmjöls- seðlarnir, er óskað er skipti á, fylgja beiðninni ásamt læknis- vottorði. 10. gr. Auk hinnar venjulegu skömmtunar er leyfð auka- skömmtun á rúgmjöli til notk- unar í slátur. Skulu þeir, sem kaupa slátur, sýna skilríki frá seljanda um kaupin. Þeir sem hafa látið slátra heima, skulu gefa drengskaparyfirlýsingu um það, hve mörg slátur þeir hafi tekið þar. Smásöluverzlunum er heimilt að afgreiða rúgmjöl samkvæmt þessum skilríkjum, sem þeir afhenda síðan hrepps- nefndum á sama hátt og segir i 12. gr., og fá innkaupsleyfi í stað- inn. 11. gr. Skömmtunarskrifstof- an afhendir brauðgerðarhúsum ávísanir til innkaupa á þeim skömmtunarvörum, er þeim kann aö verða leyft að nota í annað en hveitibrauð og rúg- brauð eftir reglum, sem rikis- stjórnin setur henni. Á sama hátt afhendir skömmtunarskrif- stofan öðrum iðnfyrirtækjum á- vísanir til innkaupa á þeim skömmtunarvörum, sem þau kunna að nota. Ennfremur mat- söluhúsum, sjúkrahúsum og öðrum svipuðum stofnunum. 12. gr. Smásöluverzlanir (og brauðgerðarhús) afhenda hreppsnefndum eða bæjar- stjórnum þá skömmtunarseðla, er þeir fá fyrir seldar vörur, og eigi síðar en 5. dag næsta mán- aðar, og fá í staðinn hjá þeim vottorð um, hve miklu þeir hafi skilað. Frá sama tíma eru eldri seðlar ógildir. Vottorð þessi, eitt eða fleiri, sem jafnframt eru leyfi til innkaupa, skulu þeir láta fylgja pöntunum sínum til heild- söluverzlana. Hafi smásöluverzl- un eigi fengið nægilegt seðla- magn til þess að fá þær vörur, er hún þarf, sökum þess, að hún hefir upphaflega haft of litlar vörubirgðir, er hreppsnefndum og bæjarstjórnum heimilt að gefa út innkaupsleyfi fyrirfram, en leyfi þessi skulu þær bók- færa og gæta þess vandlega, að seðlum sé síðan skilað fyrir þeim. Ef smásöluverzlun er inn- flytjandi, má eigi afhenda henni skömmtunarvörur til sölu frá af- greiðslu skipsins eða annarri geymslu, sem hreppsnefnd eða bæjarstjórn samþykkir og hefir eftirlit með, nema með leyfi hreppsnefndar eða bæjarstjórn- ar, sem þær gefa eigi nema smá- söluverzlunin hafi skilað sam- svarandi seðlamagni, eða svo stendur á, sem hér segir á und- an. — Hreppsnefndir og bæjar- stjórnir skulu síðan senda skömmtunarskrifstofunni seðl- ana, ásamt skýrslum um inn- kaupsleyfi þau, sem þær hafa gefið út. 13. gr. Ef smásöluverzlanir eða neytendur þykjast órétti beittir af hreppsnefndum og bæjar- stjórnum geta aðilar áfrýjað gerðum hennar til skömmtunar- skrifstofunnar, sem síðan úr- skurðar málið í samráði við rík- isstjórnina. 14. gr. Heildsöluverzlunum er bannað að afgreiða skömmtun- arvörur til smásöluverzlana nema gegn innkaupsleyfi hreppsnefnda, bæjarstjórna eða skömmtunarskrifstofu. Þær skulu framkvæma birgðataln- ingu 16.—17. sept og senda skömmtunarskrifstofunni skýslu um hana og ennfremur um öll innkaup sín jafnóðum. Inn- kaupsleyfi smásöluverzlana, út- gefin af hreppsnefndum eða bæjarstjórnum, skulu þeir senda skömmtunarskrifstofunni er þeir hafa afgreitt pantanir þær, sem voru sendar með. 15. gr. Nú telur skömmtunar- skrifstofan nauðsynlegt að flytja einhverja vörutegund, er reglu- gerð þessi fjallar um, frá einum landshluta til annars, en eig- endur varanna vilja eigi láta þær lausar, er ríkisstjórninni þá heimilt að taka vörur þessar eignarnámi og selja þær aftur á þeim stað, er skömmtunarskrif- stofan telur nauðsynlegt. 16. gr. Skömmtunarskrifstofan veitir smásöluverzlunum inn- kaupsleyfi aukalega fyrir venju- legri rýrnun á skömmtunarvör- um vegna flutnings og sölu, og ennfremur hafi vara farizt eða skemmzt svo að hún er ekki sölu- hæf til manneldis, enda verði sönnun færð á þetta, sem skömmtunarskrifstofan tekur gilda. 17. gr. Brot á reglugerð þessari varða sektum allt að 10.000 krónum, og skal farið með mál út af þeim sem almenn lög- reglumál. 18. gr. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi. Aðrar fréttir (Framli. af 1. síðu) af er, hafi aðeins verið um und- irbúningssókn hjá Frökkum að ræða. Flutningur enskra hermanna og flugvéla til Frakklands held- ur áfram og er hermönnunum fagnað mikið. Enskir hermenn eru þó enn ekki komnir til víg- stöðvanna. Æðsta herráð Breta og Frakka hélt fyrsta fund sinn í París á þriðjudaginn. Mættu þar Cham- berlain forsætisráðherra, Chat- field hermálaráðherra, Daladier forsætisráðherra og Gamelin yfirhershöfðingi. í Talið er að Bretar og Frakkar vinni að því að fá Ítalíu til að taka ákveðna afstöðu og helzt að ganga í lið með sér. Hafa sendiherrar þeirra í Róm rætt iðulega við Ciano greifa sein- ustu dagana. ítölsk blöð eru ekki eins fjandsamleg Bretum og Frökkum og þau voru áður en styrjöldin hófst. Andúð gegn Þjóðverjum virð- ""‘“"‘GMIl BÍÓ—1*'’* Ástmey ræningjans Gullfalleg og hrífandi stórmynd, eftir óperu Puc- cinis „The girl of the gol- den West“. Aðalhlutverk leikur og syngur: JEANETTE MC DONALD og NELSON EDDY. nýjA bíó—— Póstrseiiiiigjariiir frsi Goldeii Creek Spennandi, skemmtileg og æfintýrarík amerísk Cow- boy-mynd. Aðalhlutverkið leikur af miklu fjöri mest dáða Cowboy-hetja nútím- ans DICK FORAN, ásamt undrahestinum Tony. Aukamynd: • Teiknimynd um Robin- son Cruzoe á eyjunni. 238 William McLeod Raine: — Ég trúi því, sagði hún og það líkt- ist mest hrópi. — Ég trúi því úr því að þú segir það. — Ég er mjög þakklátur, ungfrú, sagði hann hranalega og snéri sér undan. En augu hans höfðu sagt annað en raddhreimurinn. í þeim hafði hún lesið háðlaust þakklæti og meira en það. Hann hafði snúið sér í aðra átt vegna mannorðs hennar. Hann gat aldrei orðið henni annað en kvöl. Hann vildi ekki stofna til þess, að farið væri að bendla nafn hans við hana í slúðursög- um. Það skildi hún. Molly snéri þegar við og hvarf inn í húsið aftur. Hún gekk þangað, sem sá maður lá, er hún var heitbundin. Hjarta hennar barðist eins og hún hefði hlaup- ið sér um megn. Hún hafði ákveðið að berjast vonlausri baráttu. — Þú ert þá ekki farin ennþá, Molly, sagði Steve, er hún opnaði hurðina. — Ekki ennþá, Steve! Ég hefi ekki viljað angra þig á meðan þú varst sem veikastur, en eitt verð ég þó að fá að vita, og það er hver skaut þig. Steve sá, að andlit hennar sýndi á- kafa geðshræringu. Fyrir fimm mínút- um hafði hún farið hlæjandi út. Hvað hafði komið fyrir? — Seztu niður, Molly, sagði hann al- varlega. Flóttamaðurinn frá Texas 239 — Ég hefi einmitt viljað tala um þetta við þig. Satt að segja veit ég það ekki almennilega sjálfur. — Skaut þessi maður — þessi Taylor, þig af hestbaki? — Nei, þaö gerði hann ekki. Hann skaut á mig tvisvar eða þrisvar án þess að hæfa. Ég henti mér af baki, til þess að gabba hann og smaug svo gegn um runnana niður lækjarbakkann. Fjögur orð hrukku af vörum Molly: — Hvað ég er fegin! Steve skildi ekki hvers vegna hún gat glaðst svo af þessu. Hann spurði hana samt ekki, því að hann vissi að hann myndi fljótlega komast að því. — Hann kom stökkvandi niður í læk- inn og ég miðaði á hann. — Taylor, spurði hún. — Já. Síðan kallaði einhver á mig. Ég hélt að það væri Dug og kleif aftur upp lækjarbakkann, en miðaði samt enn á Taylor. Þetta skeði allt svo að segja í einu andartaki. Síðan skaut ein- hver á mig og svo veit ég ekki meira af mér, fyr en ég opnaði augun og sá Taylor standa yfir mér. Þá vorum við alveg niður við lækinn. — Þá veizt þú ekki hvort hann hefir skotið þig? — Það er einmitt það, sem ég ekki skil almennilega, Molly. Ég sé ekki Auglýsing um að verðla^sákvæði nái til kornvara, brauða, nýlendiivara, cítróna, hreinlæt- isvara, kola, Iireiiusluolía oj*' beuzíus. Samkvæmt 3. gr. Iaj>'a nr. 70, 31. des. 1937, um verðlag á vörum, liefir ríkis- stjórnin ákveðið að verðlagsnefnd skuli ákveða hámarksverð eða liámarksálagn- ingu á kornvöruin, brauðum, nýlenduvör- um, cítrónum, lireinlætisvörum, kolum, brennsluolíum og benzíni, eftir því sem nefndinni þykir ástæða til. Viðskiptmálaráðuneytið, 12. sept. 1939. Eysteimi •Ióibssoii Torfi Jóhannsson. Tilkyiining' frá rikisNtjóeniiini Allar verzlanir, sem verzla með vörur þær, sem taldar eru I bráðabirgðareglu- gerð útg'. 1. sept. þ. á. skulu í síðasta lagi að kvöldi föstudagsins 15. september leggja I póst til viðskiptamálaráðuneytis- ins skýrslur þær, sem g'etið er í 6* gr. nefndrar reg'lugerðar, en það eru: 1) Skýrslur uni birgðir 1. sept. 1939. 2) Skýrslur um innkaup á tímabilinu 1.—15. sept. 3) Söluskýrslu, þ. e. skrá um við- skiptamenn og' sölu til þeirra, er séð verð- ur af, bve mikið hver einstakur hefir keypt. Reykjavlk, 13. sept. 1939. Tilkynning til íbúa Seltjarnarneshrepps. Heimilisfeður í Seltjarnarneshreppi eiga að mæta í þinghúsi hreppsins laugardaginn 16. þ. m., en þar verður þann dag kl. 1—5 síðdegis úthlutað skömmtunarseðlum fyrir síðari hluta þessa mánaðar samkv. reglugerð frá 9. þ. m. um sölu og úthlutun á nokkrum matvörutegundum. Jafnframt verða heimilisfeður að undirbúa sig undir að gefa þar upp birgðir sínar af umræddum matvörum og undirrita skýrslu þar um. Helgafelli, 13. september 1939. Oddvitinn. ist fara vaxandi í Slóvakíu. Hafa slóvakiskar herdeildir neitað að berjast móti Pólverj- um og talið er að 10 þús. slóvak- iskir hermenn hafi flúið til Ungverjalands. Milli Slóvaka og Ungverja hefir jafnan verið góð sambúð. Bretar telja sig nú hafa komið á því fyrirkomulagi, að kaupför þeirra sigli mörg saman og njóti verndar herskipa. Var þetta fyrirkomulag haft seinustu ár heimsstyrjaldarinnar. Telja þeir að þýzkum kafbátum hafi tek- izt að sökkva nokkrum enskum skipum, vegna þess að þau voru dreifð um öll höf, þegar styrj- öldin hófst, oé var því ekki strax hægt að koma við þessu fyrirkomulagi. Franska stjórnin hefir verið endurskipulögð. Daladier gegnir störfum forsætis-, hermála- og utanríkismálaráðherra. Vtboð. Tilboö óskast í húsið Strand- götu 30 í Hafnarfirði (Berg- mannshúsið) til niðurrifs og burtflutnings. — Húsið er timb- urhús 15X8 metrar, 2 hæðir og ris og allt járnklætt. Þess skal getið, að búið er að rífa öll skil- rúm innan úr húsinu, og er allt timbrið i því, hurðir, gólfborð, panel, fleiri þús. fet, og fylgir það húsinu. — Tilboðin séu komin til undirritaðs, sem gefur allar upplýsingar, í síðasta lagi fyrir 19. þ. m. Áskilinn réttur til að hafna öllum tilboðunum. Hafnarfirði, 13. sept. 1939. Árni Þorsteinsson, Kirkjuveg 3. Étbreiðið T 1 M A IV IV

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.