Tíminn - 16.09.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.09.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavík, laugardagiim 16. sept. 1939 107. klað Ávarp nkisstjórnarinnar til almennings Fólk vcrður að sætta síg víð þá röskun, sem hlýtur að verða á líisvenjum þess Aístaða Itala í óiriðnum Hver verðnr árangurinn af þeim viðræðum, sem nú fara fram milli ítala og bandamanna? Ríkisstjórnin hefir birta látið í útvarpinu ávarp til almennings, þar sem rætt er um ýms atriði varðandi matvælaskömmtunina, til- ganginn með henni og þá röskun á lífsvenjum fólks og þau óþægindi, er það fyrir- komulag kann að hafa í för með sér. Ávarpið hefst á því, að taka fram, að höfuðtilgangurinn með matvælaskömmtuninni sé sá, að koma í veg fyrir, að vörum þeim, sem daglega<-eru notaðar, en þó getur orðið hörgull á, verði misskipt milli fólks. Við matmælaskömmtunina verður miðað við það, að fólk fái litlu minni skammt af rúg- mjöli, hafragrjónum, hrísgrjón- um og baunum en notað hefir verið í landinu að meðaltali að undanförnu. En af hveiti, sykri og kaffi verður verulegum mun minna látið úti heldur en und- anfarið hefir verið notað að meðaltali. Þegar þetta er ráðið, er allt í óvissu um aðflutninga til lands- ins og ekki að fullu vitað, hve miklax vörubirgðir eru í land- inu. Því er ekki unnt að full- yrða um það, hvort hægt verður að veita fólki aðgang að kaup- um á þeim skammti öllum, sem til ex vonazt, að fólkið geti feng- ið, og ætlazt er til, samkvæmt matvælaseðlunum. Gagnsemi skömmtunarinnar kemur bezt í ljós, þegar ófrið- urinn hefir staðið til langframa. Jafnframt því, sem fólki er bent á, að ekki er að fullu vitað, hvort nægar birgðir séu til í landinu, svo að hægt sé að fá keyptar vörur samkvæmt skömmtunarseðlunum, skal tek- ið fram, að ríkisstjórnin hefir gert allar hugsanlegar ráðstaf- anir til þess að tryggja aðflutn- inga á vörum, sem eru bráðnauð- synjar til neyzlu og framleiðslu- starfsemi. Svo mun og verða gert framvegis. Jafnvel þótt ekki komi til vöruskorts mun skömmtunin hafa í för með sér mikla rösk- un á venjum manna. Því verða allir að taka með jafnaðargeði og minnast þess, að matvæla- skömmtunin er upp tekin til þess að forðast ástand, sem væri margfalt verra við að búa. Ríkisstjórnin skorar á menn að sýna fullan drengskap við Frá fundum sam- bandslaganefndar Fundir hinnar íslenzk-dönsku sambandslaganefndar stóðu yf- ir í Kaupmannahöfn 24. ágúst- mánaðar til 4. septembermán- aðar. Meðal annars var þar rætt um verzlunarviðskipti Dana og íslendinga og leiðréttingu á þeim, þannig, að íslendingar fái meiri markaði í Danmörku.eink- um fyrir karfamjöl, síldarmjöl, hesta og niðursoðnar fiskiaf- urðir. Annað höfuðmálið, sem nefnd- in fjallaöi um, var endurheimt íslenzkra handrita, skjala og safngripa frá Danmörku. Það mál var upp tekið í fyrra og náðist enn ekki samkomulag um það. Var því vísað til ríkisstjórn- anna til frekari aðgerða og samninga. skýrslugerð og annað það, er af þeim verður krafizt í sambandi við þessa óvenjulegu ráðstafan- ir. Hún minnir á, að svo geti farið að gera verði fyrirvara- lausa dreifikönnun á heimilum manna til þess að komast að raun um, hve ábyggilegar skýrsl- ur manna um vörubirgðir eru. Þeir, sem brotlegir reyndust, myndu þá látnir sæta fullri á- byrgð. í ávarpinu eru leidd rök að því, að ekki var unnt að hefja skömmtunina fyrr en þetta. Hún þurfti að hefjast samtímis um allt land og krafðist mikils und- isbúnings að öðru leyti. Loks er að því vikið, að óhjá- kvæmilegt sé að baka hrepps- nefndum og bæjarstjórnum verulega fyrirhöfn við fram- kvæmd matvælaskömmtunar- innar, og þess sé vænzt, að þær geri sitt til að leysa vel úr þess- um málum. Að endingu segir: . „Ríkisstjórnin væntir fastlega að góð samvinna takist um þessi mál, en lætur þess jafnframt getið, að óhjákvæmilega verður að taka hart á brotum þeim, sem framin verða gegn þessum fyrir- mælum." tthlntnn matvælaseðla. Úthlutun matvælaseðla fer fram í dag og á morgun hér í Reykjavík. Allir heimilisfeður og einstaklingar, sem borða ann- arsstaðax en þeir búa, eiga þá að mæta í skólum bæjarins með út- fylltar birgðaskýrslur og veita matvælaseðlum sínum móttöku. Birgðaskýrslurnar verða að vera mjög samvizkusamlega gerðar og þeir, sem undan því víkjast, munu sæta þungri ábyrgð. Hver maður á að mæta í skóla þess skólahverfis, er hann býr í. Um takmörk skólahverfanna (Framh. á 4. síðu) Fréttamaður Tímans hefir átt sím- tal við Ólaf Jónson framkvæmdarstjóra á Akureyri. Hann hefir í sumar sem endra nær haft með höndum tilrauna- starfsemi og mikla ræktun á vegum Ræktunarfélags Norðurlands. Mest hef- ir tilraunastarfsemi hans beinzt að ræktun grænfóðurs og belgjurta. Hefir þessi starfsemi borið góðan árangur og komið greinilega í ljós í sumar yfir- burðir þess að rækta smára með í stað hafragrass einvörðungu. Ólafur hefir einnig gert tilraunir um ræktun kart- afla, bæði með breytilegan áburð og margvísleg afbrigði, þar á meðal úr- val úr íslenzkum kartöflum. Ólafur býst við, að kartöfluuppskera sín í haust muni nema um eða yfir 200 tunnum. Áður hefir hún mest orðið 160 tunnur. í fyrra sumar fengust 60 tunn- ur af kartöflum úr sama landi og nú er öll von til að gefi 200 tunnur eða meira. t t t Að Hvanneyri er nú langt komið að taka upp kartöflur úr garðlöndum skólabúsins. Var garðrækt þar í ár að miklum mun umfangsmeiri en verið hefir. Fréttamaður Tímans hefir átt símtal við Runólf Sveinsson skóla- stjóra og býst hann við að kartöflu- uppskeran í haust muni nema um 200 tunnum. Sprettan í garðlöndunum hef- ir orðið langt yfir meðallag. Auk kar- taflanna býst hann við að fá rófna- uppskeru, sem verður nær 200 tunnur, mörg hundruð kílógrömm af allskonar káljurtum og rabarbara, gulrætur og Ræktun hörjurtar og hamps Árangur af tilraun- unum í sumar Tíðindamaður Tímans hefir kynnt sér þann árangur, sem náðzt hefir við tilraunir um ræktun hörs og hamps hér á landi í sumar. Yfirleitt virðist, að hör hafi náð dágóðum þroska og, eftir því sem enn er vitað, myndað sterkar og nothæfar trefjar. En eins og kunnugt er, er hörinn þræðir, sem fást úr stöngli hörjurtarinnar. Um ræktun hampjurtarinnar virðist hafa tekizt miður. Allar þessar tilraunir hafa að sjálfsögðu verið gerðar við góð vaxtarskilyrði og mikla aðhlynn- ingu. Að Sámsstöðum í Fljótshlíð hefir Klemenz Kristjánsson gert tilraunir um höryrkju í tvö ár. Hefir hörinn þroskazt í ár og mun gefa nothæfar trefjar. í fyrrasumar þroskaðist hann aft- ur á móti ekki. Klemenz sáði til hörjurtarinnar hinn 7. maímán- aðar í vor, en 1. júní í fyrra- sumar. Ingólfur Davíðsson magister gerði í sumar tilraunir með hör og hamp á vegum atvinnudeild- ar háskólans. Hörinn, sem Ing- ólfur ræktaði, er danskrar teg- undar, og var sáð til hans í maí- lok. Hann hefir þrifizt vel og mun gefa góðar hörtrefjar. Hampurinn er mun lakar þrosk- aður, enda of seint til hans sáð. í gróðrarstöðinni að Laugar- vatni hefir Ragnar Ásgeirsson garðyrkjuráðunautur reypt tvær hörtegundir. Hafa þær báðar náð nær fullum þroska. Til þeirra var sáð laust eftir miðjan maímán- uð. Hamptegund, sem reynd hef- ir verið, mun mynda trefjar, en hefir eigi náð vexti nema sem svarar þxem fjórðu af eðlilegum þroska. í tilraunastöð Ræktunarfélags Norðurlands hefir Ólafur Jóns- son framkvæmdastjóri látið gera höryrkjutilraunir. Er þetta í annað sinn, sem hann hefir þær með höndum. Tilraunirnar hafa ekki gefið góða raun og er hör- inn fremur vanþroska, að nokkru (Framh. á 4. síðu) ýmislegt fleira. — Að Hólum í Hjalta- dal hefir spretta í görðum og orðið ágæt í sumar. Er verið að taka þar upp kartöflurnar. Kristján Karlsson skóla- stjóri hefir tjáð Tímanum, að hann búist við 100 tunna uppskeru af kar- töflum, 200 tunnum af rófum, auk mik- illar uppskeru af káli og fleiri garð- jurtum. / t t Samkvæmt símfregn frá Laugarvatni hefir kartafla, sem var 950 grömm að þyngd, komið upp úr garði gróðrar- stöðvarinnar þar. Hún var tegundar, sem nefnd er „Áspotato". Yfirleitt er kartöflusprettan langt um fram meðal- lag og framúrskarandi góða uppskeru gefa tegundimar Rogalandsrauður og Áspotato. r r r Allar horfur eru á, að soyabaunirnar, sem gerðar hafa verið tilraunir um að rækta að Laugarvatni í sumar, nái ekki æskilegum þroska. Fram eftir sumrinu leit dável út um vöxt þeirra, en síðan í ágústmánuði hafa þær mjög lítið þroskast. í lítilsháttar frosti í fyrrinótt biðu jurtimar mikið áfall. Þar sem ekki hefir náðst æskilegri árangur en þetta, enda þótt sumar- veðráttan væri eindæma góð og öll ræktunarskilyrði og aðbúð að jurtun- um hin ákjósanlegasta.sem veitt verður hér á landi, þykir sýnt, að soyabaunir geti ekki þrifizt hér. r t r Tíminn hefir átt tal við Jón Loftsson kaupmann og leitað hjá honum upp- ViðræSur þær, sem undan- farna daga hafa farið fram milli Ciano greifa, utanríkismálaráð- herra ítala, og Sir Percey Lor- raine, sendiherra Breta í Róm, vekja mikla athygli, svo sem vonlegt er, og menn bíða þess með eftirvæntingu, hvað af þeim kann að leiða. Áður hafði sendi- herra Frakka í Rómaborg flogið þaðan til Parísar í mikilvægum erindagerðum. Ýmsum getum er að því leitt, hvort ítölum muni takast að vera hlutlausir, þar til stríði því lyktar, sem nú er hafið, eða hvort bandameiin muni knýja þá til að ganga í lið með sér eða Þjóðverjum ella. Sjálfir hafa ítalir margvegis lýst yfir því, að þeir æski einskis ann- ars en vera hlutlausir og starfa í sínu landi í friði. En í fregnum, sem fluttar hafa verið síðustu daga, hefir þó verið látið skína í það, að svo geti málin hverfzt, að þeir velji þann kostinn að veita bandamönnum lið, ef þeir fá í staðinn þá umbun, sem þeir telja sér samboðna. Bandalag ítala og Þjóðverja átti rót sína að rekja til Abessi- níustríðsins. Þegar Þjóðabanda- lagið gerði sina hikandi tilraun til að hindra ítali í landvinn- ingaframkvæmdum sínum, sáu valdhafar Þýzkalands sér leik á borði að styðja þá í nýlendu- hernaðinum. Síðan hafa Þjóð- verjar og ítalir verið djarfyrtir um fyrirheit um gagnkvæman stuðning um framkvæmd stór- veldishugsjónanna, sem þeir hafa alið með sér. Það bandalag veitti Þýzkalandi Austurnki, Tékkoslóvakíu og Memel, en ít- alíu Albaníu og studdi Franco til sigurs á Spáni. Til skamms tima hefði þess mátt vænta, að ítalir stæðu við öll orð og heit um stuðning við bandalagsríki sitt. í vor höfðu þeir í frammi freklegar hót- anir við Frakka i krafti hins nána bandalags síns við Þjóð- verja. En því nær sem dró hinu pólska æfintýri, því meiri vafi tók að leika á um afstöðu ítala. Þegar stríðsaldan skall yfir, lýsinga um vikurnámið á Snæfellsnesi. Hafa tíu menn unnið að staðaldri að vikurnáminu þar vestra í sumar. All- miklar birgðir eru nú til fyrirliggjandi af vikri, bæði vestur við Arnastapa, þar sem útskipun þess fer fram, og hér syðra, þar sem komið hefir verið upp vinnustöð og þurklijöllum, er taka 10 þúsund teningsmetra af vikri. Hefir komið í ljós, að betra er að vikrið þorni vel áður en steyptar eru úr því ein- angrunarplötur. Sala á vikurplötum til einangrunar í húsum eykst, enda ódýr- ara öðru efni til slíkra hluta og von um að þær reynist endingarbetri. En auk þess er gjaldeyrissparnaður að notkun þeirra. Ef unnt verður að halda áfram framkvæmd hitaveitunnar er líklegt, að vikurplötur verði notaðar til bæjarkerfisins til hitaeinangrunar. Einnig mun vera markaður erlendis fyrir vikrið, en miklum erfiðleikum bundið að fá það flutt út nú, vegna ófriðarins. í sumar var seldur stór skipsfarmur af vikri til Svíþjóöar og þótti vel gefast. t t r í lok ágústmánaðar var lokið bygg- ingu vitahúss á Miðfjarðarskeri í Borgarfirði, framundan Belgsholti í Melasveit. Var byrjað á byggingunni um miðjan júlímánuð. Sker þetta er úti í firðinum nær miðjum. Vitabygg- ingin er 10 metra há, en skerið sjálft rís 7—8 metra yfir sjávarmál. Ljóssvið vitans verður 7—8 sjómílur. Ljóstæki í vitanum eru væntanleg í októbermán- (Framh. á 4. síðu) hafði sá grunur víða gripið um sig, að ítalski herinn myndi hvergi á sér bæra. Mussolini hafði reynt að bera sáttarorð á milli deiluaðilanna og ekki hafði svo stórfelldur hernaðarundir- búningur átt sér stað í Ítalíu, að líkur þættu til að hann hyggði á styrjöld. Þegar Hitler svo loks sendi Mussolini þakkarskeyti og kvaðst ekki þurfa á hjálp hans að halda og vera einfær um að sigra i hildarleiknum, þá var sýnt, að ítalir höfðu endanlega neitað að ganga út í ófrið, sem hafði það markmið að efla Þjóð- verja til áhrifa og valda suður og austur á bóginn og var að öðru leyti áhættusamur fyrir þá. Enn létu þó hin ítölsku blöð það uppi, að samúð þeirra, og þar með ítölsku valdhafanna, væri öll með Þjóðverjum og engum öðr- um. Það er fróðlegt að athuga þær tilkynningar og yfirlýsingar, sem Mussolini og stjórn hans hefir látið frá sér fara í sambandi við deilu Þjóðverja og Pólverja, og umsagnir ítalskra blaða. Hinn 11. ágúst áttu von Ribbentrop og Ciano með sér fund í Salzburg, þar sem þeir ræddust við í níu klukkustundir samfleytt. Daginn eftir áttu þeir viðræður við Hitler. Næstu daga var það opin- berlega tilkynnt, að fulkomin eining hefði ríkt á fundi stjórn- málamannanna og að Þýzkaland og Ítalía myndu halda saman. Litlu síðar létu ítölsk blöð svo um mælt, að vel gæti svo farið, að ítalir fengju lítið ráðrúm til end- anlegra ákvarðana. 22. ágúst barst út vitneskjan um sáttmála Rússa og Þjóðverja. ítölsku blöð- in kalla hann frægan stjórn- málasigur. Tveim dögum síðar ræddi Mussolini við yfirmenn hersins, og um sama leyti er ritað í blöðin á þá leið, að Dan- zigdeilan sé svo lítilfjörlegt mál, að hún geti aldrei leitt til ófriðar. Enn að tveim dögum liönum ræð ir sendiherra Þjóðverja í Róma- borg tvívegis við Mussolini, sem sendir Hitler langorðan boðskap og fær svar samdægurs. Nú eru ítölsku blöðin hin vonbeztu um frið. 28. ágúst tekur að bóla á stríðskvíða á Ítalíu, varúðarráð- stafanir eru gerðar og Signor Gayda boðar, að ítalir standi við hlið Þjóðverja um að knýja fram réttlátar kröfur þeirra. Þessa daga og hina næstu gerir Musso- lini allt, sem unnt er, til þess að forða styrjöld. 1. september heldur ríkisstjórn Ítalíu auka- fund. Að honum loknum var til- kynnt, að Ítalía myndi ekki efna til hernaðarlegra aðgerða að fyrra bragði. Litlu síðar er birt þakkarorðsending Hitlers, og Mussolini gerir hina síðustu sáttatilraun. Enn láta blöðin öðru hverju í ljós samúð sína með Þjóðverjum, jafnframt koma opinberar tilkynningar um friðarvilja ítala og ýmsar fregn- ir um vonir þeirra um sérfrið Þjóðverja við einstök óvinalönd. Nú í fyrradag birtir eitt af (Framh. á 4. siðu) Styrj aldar f r egnir. í Rússlandi fer fram mikil hervæðing og eru þar eigi færri en 3—4 miljónir hermanna und- ir vopnum. Almennt er búizt við, að rússneskur her muni áður en mjög langt um líður hefja inn- rás í Pólland. Rússnesk blöð birta greinar um kúgun og of- beldi, sem Hvítrússar og Ukra- niumenn eigi við að búa í Pól- landi. í Þýzkalandi er talað um skiptingu Póllands og myndun leppríkis milli landamæra Rúss- lands og Þýzkalands. Bardagarnir í Póllandi eru á- kafir enn sem fyrr. Þjóðverjar leitast við að slá hring um Var- (Framh. á 4. siðu) A víðavangi Kartöfluuppskeran verður mjög mikil í ár og kemur þetta sér vel eins og á stendur, þar eð ófriður er skollinn á og illfært hefði verið að ná þessari nauð- synjavöru frá öðrum löndum öðruvísi en með óbærilegum til- kostnaði. Má því ekkert koma fyrir, sem spillt gæti gagnsemi kartöflu-uppskerunnar. — En hætturnar þar eru aðallega tvær. Önnur sú, að ekki verði náð upp úr görðunum í tæka tíð. Hin, að út af beri með geymsluna. Árið 1925 fraus mikið af kartöflum í görðunum. Eftir 25. september pað ár náðist engin kartafla upp úr görðum, og ónýttist, þannig allt, sem þá var óupptekið. Er frá iessu skýrt til þess, að menn séu varir um sig, flýti upptekt, og eigi ekki eftirkaup við tíðarfar- ið, en fyrir sprettu þurfa menn ekki að gangast héðan af. * * * Ánægjulegt er að veita því eftirtekt, t. d. hér í Reykjavík, hversu allir eru einhuga um að spara kol. Veldur þar meðal annars endurminningin um verðlagið á kolunum eins og það varð í síðustu heimsstyrjöld, eft- ir að kafbátahernaðurinn kom til sögunnar. Ríkisstjórnin hefir mælt svo fyrir, að enginn ein- staklingur eða stofnun megi kaupa kol fyrr en birgðir eru þrotnar, og þá eigi meir en birgðir til mánaðar. Undan- tekning frá þessu má þó veita þeim, sem svo eru í sveit settir, að illmögulegt er fyrir þá að ná að sér kolum eftir að kemur fram á vetur. En undantekning- ar eiga sér þó því aðeins stað, að nægar birgðir séu á .verzlun- arstað hlutaðeiganda, eða í hlut- falli við þær og komi jafnframt samþykki til frá dómkvöddum trúnaðarmanni, sem falið er að úrskurða um allar slíkar beiðnir. Miða allar aðgerðir stjórnar- valda að því, að kolabirgðir hvers byggðarlags dreifist sem jafnast milli manna, og jafn- framt að hinu, að menn fái þær við sanngjörnu verði á hverjum tíma. * * * Sjálfsagt er að ganga út frá að styrjöld sú, sem nú er hafin, verði langvinn, og er þá segin saga, að við verðum að hagnýta sem bezt allt það, sem til fellst í landinu sjálfu. Þegar til elds- neytis kemur, verður það mór- inn, sem verður algengasta úr- ræðið. Ættu þorp, bæir og ein- staklingar, sem mólönd eiga, að búa í haginn fyrir móvinnslu í vor, með því að ræsa fram mó- mýrar þegar í haust. Flýtir það mikið fyrir seinna verkinu. En jafnframt skyldu þeir gera það á þann hátt, að lönd þessi gætu orðið notuð til ræktunar eftir á, þar sem vel til hagar. Til er svo góður mór á einstöku stöðum, að talið er að unnt sé að nota einvörðungu í miðstöðvar. Ætti að mega treysta því að mark- aður yrði nægur fyrir slíka vöru, þar sem með hagsýni væri unnið að framleiðslu, flutningskostn- aður hófsamlegur og ekki allt of langt á notkunarstað. * * * Nákunnugur maður sjávarút- vegi hefir vakið eftirtekt á því, að mikið færi forgörðum af brennsluolíu með þeim hætti, að hreyflar í vélbátum væru látnir ganga að óþörfu, t. d. þegar lagzt væri að bryggju og ekki stæði til að viðstaða yrði til langframa. Stafi þessi sóun á verðmæti af hirðuleysi einu, því nú væru gangvélar skipa svo fullkomnar orðnar, að heita mætti að jafn auðvelt sé og fljót- legt að koma þeim í gang eins og að stöðva þær. Þurfa allir góðir menn að hafa augun hjá sér, þegar slíkir og þvílíkir hlutir eiga sér stað, og skapa aðhald um, að úr verði bætt. Margt smátt gerir eitt stórt. En nýtn- in og sparsemin er ekki sízt dyggð, þegar óhófsverðlag eða alger skortur er á aðra hönd. .A. KI?,OSSC3-ÖTTJ3iÆ Ræktunartilraunir á Akureyri. — Garðrækt að Hvanneyri og Hólum.— Væn kartafla. — Soyabaunirnar þrífast illa. — Vikurnámið. — Viti í Borgarfirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.