Tíminn - 21.09.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.09.1939, Blaðsíða 2
434 TÓHiVIV. fimmtmlaginn 21. sept. 1939 109. blað Tyenmkonar trnarbrögð ‘gtmmn Fimtudaginn 21. sept. Fjármálastjórn og irammístaða flokka Stjórnmálaritstjóri Vísis, Árni frá Múla, hafði um sinn verið eins og manneskja, látið alvöru tímanna hafa vit íyrir sér og hvatt til samheldni um að leysa þann vanda, sem að höndum ber. En í síðustu blöðum er engu líkara en að hinn gamli Adam hafi verið „klappaður upp“ af sínum þakklátu en minna þroskuðu áheyrendum. Og þykist nú Árni frá Múla vera þess um kominn að deila á Framsóknarflokkinn fyrir fjár- málastjórn hans á undanförn- um árum, og leyfir sér jafn- framt að vitna til „yfirburða", sem leiðtogar Sjálfstæðisflokks- ins eigi að búa yfir og hafi sýnt um þessi mál. Kemur það að litlu haldi fyr- ir málstað Árna, þótt Jón Þor- láksson gæti borgað dálítið af skuldum landsins í ári þegar tolltekjur ríkissjóðs fóru 100% fram úr áætlun! Hitt skal viður- kennt, að af Sjálfstæðismönn- um var Jóni heitnum Þorláks- syni bezt treystandi, og þó fór svo fyrir honum, að tekjuhalli var bæði seinni árin sem hann fór með fjármálastjórnina. Annars hendir það engan mann með dómgreind, að ætla sér að bera saman stjórnartíð J. Þorl., sem átti sér stað i al- mesta góðæri sem yfir landið hefir gengið, og undanfarin ár, þegar rönd hefir orðið að reisa við halla þeim, sem skapaðist í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Bændaflokksins, og jafn- framt hefir yfirgengið markaðs- tapið fyrir saltfiskinn, en ofan á bættist röð aflatregðuára! Árni frá Múla veit það vel, að fjármálastjórn Eysteins Jóns- sonar hefir verið svo fasthent, að þjóðin hlustar ekki á söngl hans um þessi mál. Enda ekki til þess ætlazt, þar eð Vísir fer skammt út fyrir þröngan hring verzlunarfólksins í Reykjavík og þeirra, sem áhuga hafa fyrir vinnukonuauglýsingum. En til þess að hjálpa Árna frá Múla að átta sig á því, hve hjá- róma hann er og hve falskt hann syngur, þá er rétt að drepa á nokkrar staðreyndir. Síðasta árið, sem bræðings- stjórnin fór með völd, árið 1934, var hallinn á ríkisbúskapnum 1.4 milj., en verzlunarjöfnuður óhagstæffur um 3.8 miljónir. En síðasta árið sem Eysteinn Jónsson fór með fjármálastjórn, árið 1938, var tekjuafgangur ríkissjóðs 1.7 miljónir, en verzl- unarjöfnuðurinn hagstæffur um 8.6 miljónir. Mismunurinn er mikill: Annarsvegar halli upp á 5,2 milj. Hinsvegar tekjuafgang- ur upp á 10.3 milj. Raunveru- legur mismunur þessara ára því 15.5 milj. Þar að auki er þannig skilið við, að góð afkoma ríkissjóðs er vís árið, sem er að líða og ráð- herra Sjálfstæðisflokksins getur rólegur unað við sitt. Er það ólik aðkoma þeirri, sem var þegar Eysteinn Jónsson tók við 1934. Og þessi endaskipti á hlutun- um eiga sér stað á sama tíma- bilinu (1935—38), sem útflutn- ingsverðmætið fyrir saltfisk lækkar að meðaltali um 20 milj- ónir króna á ári, miðað við það sem átt hafði sér stað næstu 10 árin á undan! En jafnhliða er lagt fram jafnmikið fé á þessum þrem ár- um til hverskonar tækja til þess að bæta afkomumöguleikana, eins og á tíu ára tímabilinu næsta á undan. Og allt tekst þetta þannig, að skuldirnar við útlönd hækka ekki, nema um lán það sem tekið var til Sogsvirkjunarinnar. Árni frá Múla væri nú viss að halda því fram, að þetta hefði allt orðið enn betra, ef „hans flokkur“ hefði farið með völd á þessum „erfiðu“ árum. Það reyni ekki á kappann fyrr en á hólminn sé komið! Hugsast gæti, svona í fljótu bragði, að einhverjir fengjust til að trúa slíku. En því er ekki til að dreifa. Og sönnunin er furðu nærtæk og alveg óyggjandi. Nægilegt væri í því efni að vísa til fjármálatillaga Sjálfstæðis- flokksins en það eru ennþá nær- tækari rök. Sjálfstæðisflokkurinn hefir sem sé stjórnað. Reykjavíkur- bæ, ríkasta bæjarfélagi lands- ins, þar sem þriðjungur þjóðar- innar býr og mestar tekjur falla til af starfrækslu hins opinbera. Og þetta hefir flokkurinn gert einn og sjálfur, án nokkurrar bræðings-íhlutunar annarra flokka, og hann hefir haft þessa stjórn frá fyrstu tíð, og því ekki þurft að „bæta um“ eftir aðra. Og hvernig hefir Sjálfstæðis- flokknum svo farnast um þessa fjármálastjórn? í skemmstu máli á þá lund, að hryggilegt er til að vita. Skuld bæjarins við Landsbankann mun vera komin á fjórðu miljón, og óþægilega farið að styttast í lánstraustinu þar. Sjúkrasam- laginu skuldar bærinn stórfé, og vátryggingarfélaginu Albingiu mörg hundruð þúsund og ó- greiddir reikningar liggja í í haugum. Sem sagt, fjármálastjórn bæj- arins er að lenda í fullkomið öngþveiti. Væri nær fyrir þann flokk, sem einn ber ábyrgð á fjárhags- afkomu Reykjavíkurbæjar, að hlýða á og taka til greina þær tillögur, sem Framsóknarmenn árum saman hafa borið fram til bjargar í þessum málum, held- ur en að eyða orku sinni í ann- an eins munnsöfnuð og þann sem stjórnmálaritstjóri Vísis hefir verið með undanfarna daga um Framsóknarmenn og stjórn þeirra á ríkisfjárhag og atvinnumálum þjóðarinnar. En gott dæmi um hugkvæmni Árna frá Múla, þegar til bjarg- ráðanna kemur, er sú. tillaga hans, að leggja nú niður inn- flutningsnefndina, þá stofnun, sem mestu hefir bjargað um að halda fjárhag þjóðarinnar á réttum kili og aldrei hefir verið meiri þörf en nú, þegar vissa er fyrir að verðlag allt á aðfluttri vöru fer stórhækkandi, afurða- birgðir, sem til eru í landinu að miklu leyti bundnar fyrirfram- samningum og þá með fyrir- stríðsverðlagi, en allt óvíst um markaði og verðlag á útflutn- ingsvöru okkar í framtíð. Nýlega er með góðu samkomu- lagi allra flokka búið að skipa útflutningsnefnd, til þess að hafa hönd í bagga með afurða- sölunni til annarra landa, og mætti verða að því hin mesta gagnsemi, en þó því aðeins að jafnframt sé af innflutnings- Veikin þekkist. í fyrrahaust fann Ásgeir Einarsson dýralæknir, að sjúk- dómur sá, sem á vísindamáli er kallaður paratuberculosis, var í sauðfé i Breiðdalsvík. Þá undan- farið höfðu borizt kvartanir um, að fé þar dragist upp og dræpist úr einhverjum kvilla, sem bændur þar þekktu eigi. Svipaðar kvartanir bárust víð- ar að, t. d. frá Hólum í Hjalta- dal og frá Hæli í Gnúpverja- hreppi og hafði rannsóknarstofa háskólans tekið að rannsaka sjúkdóminn. Sjúkdómur þessi hafði til þessa verið óþekktur hér á landi og var strax augljóst mál, að hann hafði borizt til landsins með karakúlfénu. Effli veikinnar og sjúkdómslýsing: Hér verður aðeins lauslega rætt um eðli þessarar veiki og sjúkdómseinkenni, þar eð Guð- mundur Gíslason, læknir, er nú að rita ítarlegan bækling um þessa veiki, sem mun verða sendur til allra bænda á þeim svæðum, þar sem garnaveikinn- ar hefir orðið vart. Baktería orsakar sjúkdóminn. Hin svokallaða Johnes-veiki er all algengur og vel þekktur sjúkdómur í nautgripum er- lendis t. d. í Bretlandi, en er mun sjaldgæfari í sauðfé. Þótt sama bakteríutegund orsaki sjúkdóminn bæði i nautgripum og sauðfé, þá álíta ýmsir er- lendir vísindamenn, að nokkur annar bakteríustofn orsaki veik- ina í sauðfé en í nautgripum og Oft má á götum Reykjavíkur líta hóp karla og kenna, sem flytja smáræður, syngja sálma og leika á hljóðfæri. Ræður þessa fólks eru sjaldan bornar uppi af djúpri speki eða orðsins list. Þær eru ákaflega einföld og frómleg játning þess, að þetta fólk hafi fundið Jesú, að Jesú hafi lifað og dáið fyrir syndir mannanna, að hver, sem vilji, megi koma til hans og öðlast ei- lífa sælu þessa heims og annars. Yfir þessum samkomum hvílir enginn ljómi. Þær hafa ekkert það við sig, sem dregur vegfar- endur að í lotningu og hrifningu. Þvert á móti virðist flestum tal þessa fólks bera vott um órök- vísan og barnalegan hugsanafer- il og barnalega trú. Hitt dylst ekki, að því er þetta fullkomin og heilög alvara. Það trúir því, eins og hverri annarri staðreynd, nefnd höfð sterk tök á því að hemja nú innflutninginn, svo aðeins verði keyptar brýnar nauðsynjar, og þá í hlutfalli við fjárhagsgetu. Mætti svo tiltak- ast, meðan allar aðrar þjóðir herða að sér og sýna hina mestu sjálfsafneitun, og margar þeirra verða að fórna lífi og limum, að við legðum okkur það fram um hverskonar sjálfsafneitun, að viðskiptahagur okkar við aðrar þjóðir færi fremur batnandi en versnandi, ekki meiri skilamenn en við höfum verið á undanförn- um árum. En tillaga Árna frá Múla er að sleppa nú beizlinu fram af innflutningnum, byrgja niður innflutningsnefnd og selja hvaða stríðsspekulant sem væri sjálf- dæmi um það, hvaða vörur reiddar yrðu til landsins, fyrir það óvissa og að því er allt bend- ir til mjög svo takmarkaða út- flutningsverðmæti sem til fellst! En fjármálastjórn flokks síns á höfuðstað landsins hefir Árni vísast aldrei hugsað út í. Þess vegna álpast hann nú út í það að láta hafa sig til að fara að „kveða“ um fjármálastjórn og frammistöðu flokka. Vilji hann halda því áfram, stendur ekki á Framsóknar- mönnum. En ætla mætti að ann- að væri þarfara, eins og á stend- ur. séu líkur fyrir því að nautgripir sýkist ekki af sauðfé undir venjulegum náttúruskilyrðum. Engin vissa er þó fyrir þessu. Veikin lýsir sér sem langvinn uppdráttarsýki. Virðist féð ganga lengi með sjúkdóminn áður en það drepst, oftast meira en árlangt. Sér fyrst lengi vel ekkert á ytra útliti kindar- innar, þótt hún gangi með veik- ina. Síðan fer hún að megrast, verður úfin í háralagi og ó- hreystileg. Að lokum verður kindin holdlaus með öllu og drepst. Oft fá kindur skitu- köst meðan þær ganga með þessa veiki. Séu innýfli úr garnaveikri kind skoðuð, eftir að veikin er komin á all hátt stig, sézt að garnmörseitlarnir eru sumir bólgnir og brúnleitir á lit og stærri eða minni kaflar af görnunum, einkum mjógirninu, eru bólgnir. Þessir spilltu garna- kaflar eru oft mjög þverhrukk- óttir á að líta og þarmavegg- irnir mjög þykkir. Þessar garn- ir er ómögulegt að rekja, án þess að þær slitni ótal sinnum. Sjúkdómur þessi er með öllu ólæknandi, en enginn veit með vissu, hvort skepnum getur batnað aftur, eftir að þær hafa tekið þessa veiki. En víst er um, að þeim batnar ekki eftir að veikin hefir komizt á hátt stig. Þessi sjúkdómur er ekki talinn drepa mörg prósent af sauðfé erlendis, en er talinn skæðari í nautgripum. Hér er reynslan sú, að féð okkar er mjög næmt fyr- ir þessum sjúkdómi. Á þeim bæj- um, sem veikin kom fyrst á, þ. e. 5 árum áður en rannsókn hófst að til sé eilíft líf og eilíf sæla og að eina leiðin, til að hljóta þetta hnoss sé, að lauga sig í blóði lambsins. Og það á enga ósk heitari en þá, að aðrir megi fara að dæmi þess, frelsast frá hinum syndum spillta heimi og njóta þeirrar sælu, sem það sjálft nýt- ur. Þótt þessi málflutningur virð- ist furðulegur frá sjónarhóli rökrænnar skynsemi, þá felst þar þó meira að baki heldur en virðast kann í fljótu bragði. Þarna er að verki afl, sem með öllum mönnum býr og það er hamingjuþráin. Þráin — sem öllu lifandi er ásköpuð — að láta sér líða vel. Og sú þrá er nátengd voninni um það, að lifa eilíflega. Hvatir þessa fólks eru því af eðlilegum og heilbrigðum rótum runnar, þótt ofvaxið sé skynsem- inni að firina, hvernig það hefir öðlazt sína bjargföstu vissu. En hér er einnig til annar flokkur manna, sem í vissum skilningi má vel nefna trúflokk. Það eru kommúnistar. Þeir eru að vísu gersamleg andstaða hinna. Heimur þeirra er skyn- heimurinn og utan hans er ekk- ert til í þeirra augum. Þeir neita tilveru annars lífs af jafnmikilli sannfæringu og þeir fyrrnefndu játa hana. Þeir segja: Stað- reyndirnar einar viðurkennum við. Við neitum tilveru þess, sem ekki verður skynjað, mælt eða vegið. Nú væri sízt ástæða til að fordæma slíka lífsskoðun, því að það er einkamál manna, hvort þeir játa eða neita yfirskilvitleg- um fyrirbærum. En þá verður þess jafnframt að krefjast af slíkum mönnum, að staðreynd- irnar séu þeim heilagar, að þeir trúi augum og eyrum. Reynslan sýnir, að þessu er þveröfugt far- ið. Þeir virða augljósar stað- reyndir svo lítils, að þeir trúa þvert ofan í þær. Og trú sína gegn staðreyndum verja þeir með ofstækisfullum og heiftúð- ugum vaðli, .fjandsamlegum skynsemi hvers heilvita manns. Þeir hafa flækt sig í kennisetn- ingum, sem Karl Marx er aðal- höfundur að. Hann og fylgjend- ur hans héldu því fram, að þró- un þjóðfélagsins færi eftir viss- um lögmálum, sem væru jafn ófrávíkjanleg og til dæmis fall- lögmálið. Og þeir þóttust í höf- síðastliðinn vetur, var helming- ur til tveir þriðju hlutar fjársins dautt eða sjúkt af völdum þess- arar veiki. Lyf er þekkt, kallað „johnin“, sem hægt er að nota til þess að ganga úr skugga um hvort skepna sé sýkt af þessari veiki. Er það gert með svokallaðri húð- prófun, sem framkvæmd er á svipaðan hátt og þegar gerð er berklaprófun á mönnum og skepnum. Sýkingin: Garnaveikin er smitandi. Bakteríur berast niður af sýkt- um kindum með saurnum og komist þær lifandi ofan í aðra kind, getur sú kind sýkzt. Sýklar þessir mynda ekki spora og geta því ekki lifað mjög lengi utan sjúklingsins Samt sem áður eru þeir nokkuð lífseigir í dimmu og raka, en þola sólskin mjög skamma stund. Reynsla okkar er sú, að lang- mest sýkingarhætta sé í húsum inni. Þegar sjúkar kindur eru í húsi og fjármaðurinn gengur á sömu skóm í króm, görðum og heystæðum, þá ber hann sýkl- ana á skóm sínum beint i heyið. Sömuleiðis eru vatnsílát, sem fé getur sparkað í, mjög hættuleg. Það er ómögulegt um það að segja með vissu, hvort fé geti sýkzt í högum. Allt bendir til þess að möguleiki sé fyrir haga- smitun, einkum á túnum, í kringum fjárhús, í þröngum girðingarhólfum og nátthögum og við girðingar, þar sem fé liggur hópum saman. Aftur á móti hlýtur hagasmitun út um víðavang að vera næstum ó- hugsanleg. Hvert sýkingartil- felli hér á landi má rekja til smitana í húsum. Ráffstafanir af hálfu ríkisvaldsins: Strax og ríkisstjórnin fékk vitneskju um þennan sjúkdóm í uðdráttum hafa fundið þau lög- mál. Samkvæmt kenningum þeirra, átti alræði öreiganna að taka við af auðvaldsskipulaginu og þetta átti að fara fram með byltingu. Þeir sögðu ennfremur, að byltingin myndi hefjast, þar sem tækniþróun auðvaldsskipu- lagsins væri komin lengst. En í jafnverulegu atriði rættist spá- dómur þeirra ekki, því að eina ríkið, sem reynt hefir að koma á hjá sér marxistisku skipulagi er Rússland. Þegar byltingin fór þar fram, stóðu Rússar langt að baki flestöllum þjóðum álfunnar um framleiðsluháttu. Þrátt fyrir það hafa kommúnistar hér og annarsstaðar trúað því, aö skipulag Rússa væri skipulag framtíðarinnar og trú þeirra á hinar marxistisku kenningar, hefir smám saman færzt yfir í það, að vera trú á Rússa. Lenin og síðan Stalin, eru í þeirra aug- urn hinn óskeikuli dómari. Trú þeirra á þessa menn og verk þeirra er jafn óbifanleg eins og trú þeirra, sem nefndir voru í upphafi, á almáttugan guð og verk hans. Fyrirskipanir Stalins eru þeim guðleg opinberun og sá, sem rengir þær, er í þeirra augum fífl. Þeir trúa því einnig, að upp af skipulagi Rússa hafi hafizt ný „heimsmenning", sem aldrei hafi átt sinn líka í sög- unni, og öll skáld og allir iista- menn, sem ekki þekktu þá menningu og urðu snortnir af henni, séu lítils- eða einskisvirði. Jafnframt því, að kommúnist- ar hafa trúað á Rússa og allar þeirra athafnir, hafa þeir fyrir- litið flesta aðra. Rithöfundar þeirra hér heima hafa talið sig þess umkomna, að knésetja bæði Breta og Frakka og heimska þá fyrir flestar þeirra aðferðir. Og Þjóðverjar hafa verið þeim í- mynd hins vonda sjálfs, klædd holdi og blóði. Hinu hafa þeir enga athygli veitt, að Rússar hafa ár frá ári hvarflað frá því skipulagi, sem þar var fyrst eftir byltinguna. Þeim reyndist það um megn, að taka kenningar marxista í þjón- ustu veruleikans. Sæluríki verkalýðsins, þar sem allir áttu að sitja við sama borð, er fyrir löngu undir lok liðið, hafi nokk- urntíma tekizt að skapa það. Þeir hafa í öllum aðalatriðum á ný samið sig að hinu borgara- lega skipulagi. Til dæmis áttu launagreiðslur að vera sem jafn- astar, svo að verkamaðurinn bæri hið sama úr býtum og aðr- ir. Það er nú viðurkennt, að launagreiðslur eru þar fyrir löngu komnar í sama horf og fyrrahaust í byrjun nóvember- mánaðar ritaði landbúnaðar- ráðherra mér bréf þess efnis, að mér væri falið að hafa yfirum- sjón með því að fá rannsakaða útbreiðslu þessara veiki hér á landi, með aðstoð rannsóknar- stofu háskólans og dýralækna þeirra, sem gætu sinnt þessum rannsóknum, og gera svo tillög- ur til ríkisstjórnarinnar um, hvað helst væri hægt að gera, til þess að reyna að hindra frekari útbreiðslu veikinnar og vinna að útrýmingu hennar. Þaff sem gert var síffastl. vetur: Var þegar hafizt handa að rannsaka útbreiðslu veikinnar. Eitt fyrsta verkið var að reyna að ganga úr skugga um, hve ein- hlít rannsókn þessi reyndist, til þess að ná úr sýkta fénu. Reynslan var fyrst mjög glæsi- leg eins og áður hefir verið skýrt frá í blöðum, t. d. í Stóru-Más- tungu, þar sem í einu húsi, sem sextíu ær voru í, sem höfðu ver- ið í því húsi frá því þær voru lömb. Helmingur þeirra reynd- ust veikar við rannsóknina. Var þeim öllum slátrað og sáust sjúkdómseinkenni í görnum þeirra flestra. Hinar ærnar í húsinu voru látnar lifa í rúman mánuð þar á eftir. Voru þær þá rannsakaðar aftur. Við þá rann- sókn reyndust þær allar heil- brigðar. Var þeim þá slátrað, til þess að ganga úr skugga um, hvort findust sjúkdómsein- kenni í görnum nokkurra þeirra. Sá ekkert á innýflum þeirra. Síðar kom þó í ljós, að mjög veikar kindur gátu sloppið í gegn við rannsókn, án þess að það kæmi í ljós, að þær væru sjúkar. Oftast eru þær þó svo aðfram komnar, að augljóst er að þær eru ekki heilbrigðar, og er þá hægt að lóga þeim. Samt hefir það komið fyrir, að ær hafa drepizt úr þessari veiki með öðrum þjóðum. Yfirstétt- inni átti gersamlega að útrýma. Það hefir tekizt þannig, að nú situr þar að völdum yfirstétt, sem á fáa sína líka um harð- stjórn, kúgun og grimmd. Þetta virðist þó hafa kostað hina nýju herra nokkur átök, því að það er staðreynd, að flestallir hinir gömlu bolshevikaforingjar hafa annaðhvort verið drepnir eða gerðir útlægir. Kommúnistar hér og annarsstaðar hafa að vísu reynt að skýra þetta svo, að þeir hafi allt í einu tekið upp á því, að gerast svikarar við sina fyrri stefnu og hafi ætlað sér að leggja öll sín fyrri verk í rúst- ir. Þeim var meðal annars gefið það að sök, að þeir hafi viljað gerast vinveittir Þjóðverjum og þá var slíkt nefnt landráð! Öll- um öðrum en kommúnistum var það lj óst, að það voru gömlu for- ingjarnir, sem vildu halda við upphaflegu stefnunni og ákær- urnar á þá voru tylliákærur, til að réttlæta það, að þeim væri rutt úr vegi. Það er einnig öll- um öðrum ljóst, að nú hafa Rússar með Stalin í fararbroddi stokkið yfir lýðræðisskipulagið og beint yfir í faðm fasismans. Þeir atburðir, sem hafa gerzt nú undanfarið, sanna það svo áþreifanlega, að fleiri vitna þarf ekki við. í stað þess, að gömlu foringjarnir vildu vingast við Þjóðverja, er það Stalin og fylgjendur hans, sem gera við þá vináttusamning, gefa þeim frjálsar hendur, til að sölsa und- ir sig verndarlítil lönd í kring- um sig — auðvitað gegn hæfi- legri þóknun. Þeir hafa einnig samið frið við Japani, sem voru miklir vinir Þjóðverja, en erki- fjendur Rússa. Þeir hafa tregð- ast við að semja við Breta, sem vildu vernda smáríkin gegn á- rásum fasismans. Og nú hafa þeir fyllt mælinn með því að ráðast með her inn í Pólland. Öll stóru orðin um íjandskap þeirra í garð ofbeldisins og bar- áttu þeirra gegn stríði og fas- isma eru nú að engu orðin. Spilaborgin er hrunin til grunna. í stað þess að berjast við fas- ismann, hafa þeir tekið hönd- um saman við hann. í stað þess, að vernda lýðveldið, hafa þeir neitað að ganga í bandalag við þær þjóðir, sem af fullri alvöru vildu verja það. í stað þess, að halda verndarhendi yfir smá- þjóðunum, hafa þeir frá upp- hafi látið aðfarir Þjóðverja af- skiptalausar. í stað þess, að stilla til friðar, hafa þeir á hinn ódrengilegasta hátt brugðizt stuttu eftir rannsóknina, en sem betur fer eru þau dæmi ekki mörg. Tillögur mínar til ríkisstjórn- arinnar voru þær, að féð á þeim stöðum, þar sem veikinnar hefði orðið vart og á svæðum þar í kring yrði rannsakað, og á þann hátt yrði reynt að komast út fyrir alla útbreiðslu þessarar veiki, og allt það fé, sem sjúkt reyndist yrði skilyrðislaust drepið strax. Yrði á þennan hátt fyrst og fremst reynt að stemma stigu fyrir frekari útbreiðslu veikinn- ar, unnið að því að draga úr því tjóni, sem hlýzt af hinum vaxandi fjárdauða af völdum hennar og síðast væri þetta stórt spor í áttina að útrýmingu veik- innar. Ef reynslan sýndi svo að nokkuð yrði ágengt í því efni, væri sjálfsagt að taka þetta eins föstum tökum og unnt væri og gera allar skynsamlegar ráð- stafanir, til þess að vinna að út- rýmingu veikinnar, þótt það tæki ef til vill nokkur ár. Alls voru rannsakaðar síðastl. vetur 29,690 kindur. Alls var slátrað 1375 kindum vegna þess- arar veiki. Voru þær flestar veikar, en þó var nokkrum slátr- að vegna tilrauna. Um 170 veik- ar kindur voru látnar lifa og einangraðar í. girðingarhólfum í sumar, vegna þess að vor var komið þegar þær voru rannsak- aðar. Útbreiðsla veikinnar reyndist mun meiri en gert var ráð fyrir í fyrstu. Veikin hefir breiðst út frá fimm stöðum, þar sem karakúl- hrútar voru. Frá Hæli í Gnúp- verjahreppi, frá Hólum í Hjalta- dal, frá Krossavík í Vopnafirði, frá Útnyrðingsstöðum á Héraði og Selnesi í Breiðadalsvík. Hún er lang mest útbreidd á Austur- landi. Svæðið frá Berufirði og að Lagarfljóti er meira og minna (Framh. á 4. síOu) Halldór Pálsson, ráðunautur (^ariiaveikiii

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.