Tíminn - 26.09.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.09.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTOEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Slml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavlk, þrlðjudaglmi 26. sept. 1939 111. blað Vélskipið Dagný í Siglufirði varð aflahœst af öllurn vélskipum síldveiði- flotans í sumar. Veiddust á skipið 9550 mál brœðslusíldar og 1891 tunna saltsíldar, auk ofurlitils af beitusíld. Aflahlutur hásetanna varð 1938 krónur. pótt skipið vœri svo afladrjúgt, tafðist það í þrjá daga vegna vélarbilunar seinni hluta sumars um það leyti, sem bezta aflahrotan var. Dagný er 121 smálest að stærð, fremur gangtreg, eign Sigurðar Kristjánssonar útgerðar- manns í Siglufirði og skipstjórans, Axels Jóhannssonar. Veiðistjóri („nóta- bassi“) var í sumar Amþór Jóhannsson. — Myndin er tekin, þegar Dagný er að koma að bryggju úr fengsœlustu veiðiförinni. 1589 mál síldar eru í skipinu. Símaframkvæmdir í sumar Yfírlit um nýjar símalínur og end- urbætur á símakerfinu Tíminn hefir aflað sér upplýsinga um lagningar nýrra símalína í sumar og aðrar framkvæmdir á sviði símamálanna. Fer hér á eft- ir yfirlit um þessar fram- kvæmdir. Pjárveitingar til nýrra síma- lína voru á þessu ári um 65 þúsund krónur, auk þess sem lagt var til einkasíma, til við- halds landsímakerfisins og land- símastöðvanna um 400 þúsund krónur og tii talstöðva í báta og loftskeytastöðva í skip um 40 þúsund krónur. Hinar nýju símalínur, er lagðar vóru í sumar, eru alls 34,22 kílómetrar að lengd. Lengsta línan, er frá Hesteyri til Sæbóls í Aðalvík með álmu að Sléttu, 13,4 kílómetrar. í fyrra var lagður sími frá Unaðs- dal á Snæfjallaströnd til Grunnavíkur og þaðan sæsími til Hesteyrar. Af öðrum símalínum eru helztar línurnar frá Hauka- dal til Arnarnúps í Dýrafirði, frá Hnjóti við Örlygshöfn til Hænuvíkur og frá Stórholti í Saurbæ að Tjaldanesi. Ennfrem- ur voru lagðar línur frá Bessa- stöðum í Fljótsdal að Skriðu- klaustri og frá Arnarnúpi í Dýrafirði í Svalvogavita. Vegna virkjunar Laxár, þurfti að setja símalínur í jarðstreng Úrskurður félags- dóms í Hafnar- f j arðar deílunní Pélagsdómur felldi í gær úr- skurð í máli því, sem höfðað var síðastliðið vor gegn stjórn Hlif- ar fyrir brottrekstra úr félaginu. Byggði stjórnin brottrekstrana á því, að verkamenn þessir væru meðlimir annars verkamanna- félags, sem ekki lét þó kaup- gjaldsmál til sín taka, en fylgdi j af naðarmönnum að málum. Tilgangur brottrekstraxins var því raunverulega sá, að neyða verkamenn til að leggja niður þau samtök sin, sem voru kom- múnistunum í stjórn Hlífar andstæð. Úrskurður Félagsdóms var á þá leið, að brottreksturinn hefði verið ólöglegur. Mál þetta var höfðað af ein- um verkamannanna, sem rekinn var, og því prófmál. En vitan- lega gildir það sama fyrir hina. á sex stöðum, þar sem símalínur og háspennuafltaugar skerast á leiðinni frá Brúum til Akureyr- ar. Jafnframt þessu verða síma- línurnar yfir hólmana í Eyja- fjarðará fluttar til á 4 kílómetra svæði, að vegi og brúm, þar sem línustæði er betra og auðveld- ara um eftirlit og viðgerðir. Endurbætur á talsímasam- bandi hafa verið gerðar víða um land í sumar. Fjögur ný land- símaborð hafa verið sett á Akur- eyri í stað tveggja áður og bæj- arstöðin þar stækkuð sem nem- ur því að hægt er að bæta við 100 nýjum símatækjum í bæn- um. Talsímasambandið við Akranes hefir verið endurbætt til bráðabirgða og verið er að gera lagfæringar á símakerfi Borgarf j arðarhéraðs. Umfangsmesta framkvæmdin á þessu ári er þó lagning jarð- (Framh. á 4. síðu) Frá sandgræðslu- starf seminni Viðtal við Gunnlaug Kristmundsson sandgræðsluvörð Tíðindamaður Tímans hefix átt tal við Gunnlaug Krist- mundsson sandgræðsluvörð, og leitað hjá honum fregna af sandgræðslustarfinu, en hann er nýkominn heim til Hafnarfjarð- ar úr eftirlitsferð um helztu sandgræðslusvæðin. — í ár hafa verið reistar 25 kílómetra langar girðingar til verndar sandsvæðum.eins og áð- ur hefir verið skýrt frá í Tím- anum, mælti Gunnlaugur. Þar af var þó 5 kílómetra löng girð- ing, sem tekin hafði verið niður annars staðar og færð til. — Hve mikið hefir verið hag- nýtt af slægjum í sandgræðslu- girðingunum í sumar? — í Rangárvallasýslu, þar sem sandgræðslugirðingarnar eru flestar, 16 talsins, hafa 60 bænd- ur notað slægjur í girðingunni í sumar. Stærstu girðingarnar eru í Gunnarsholti. Þar heyjuðu 13 bændur 3000 hestburði heys og er það svipaður heyfengur og í fyrra sumar. í girðingunum á Stóru-Völlum og Stóra-Klofa í Landsveit heyjuðu 14 bændur yfir 1500 hestburði. — Hve miklu hefir verið safnað af melfræi? — Er ekki kartöflurækt stund- uð á sumum sandgræðslusvæð- unum? — Hjá Eyrarbakka eru kar- töflur ræktaðar á sandgræðslu- landinu og mun þar fást upp- skera í haust, er nemur nokkr- um hundruðum tunna. — Frægeymslur eru aðeins í Gunnarsholti og Landsveitinni. Á þessum stöðum hefir verið safnað 450 sekkjum af óþresktu melgrasi. Býst ég við, að það 8y2 —9 smálestir af melkorni fáist við þreskingu. Þetta melkorn verður geymt til sáningar næsta ár, nema um 30 sekkir, sem fluttir hafa verið suður í Hafnir og verður sáð þar í sandgræðslu- girðinguna, er sett var upp í fyrra. Hægt hefði verið að safna muna meira af melfræi en gert (Framh. á 4. síðu) Skipting Póllands Pólland er nú liðið undir lok í þeirri mynd, sem það var árin 1918—39. Rússland og Þýzka- land hafa komið sér saman um skiptingu þess og gengið frá landamærum sín á milli. Bæði lýsa yfir því, að Pólland muni aldrei aftur endurheimta sjálf- stæði sitt, þar sem tvö voldug- ustu ríki Evrópu hafi ákveðið þau örlög þess. Sögufróðir menn minnast þese hins vegar, að oft hafa voldugix einræðisherrar — menn, sem um tíma voru langt- um valdameiri og höfðu meiri hernaðargiftu en Hitler og Stal- in — lýst yfir svipuðu og þeir og þótzt hafa ákveðið einhver landamæri endanlega. En eftir skamma stund höfðu þeir hrökklazt frá völdum og veldi þeirra hrunið til grunna. Saga Póllands frá fyrstu tíð styrkir líka þá spá, að endan- lega sé það ekki liðið undir lok. Undirokun þess getur varað fá ár, en einnig marga áratugi. Sá andi, sem hvað eftir annað hef- ir leyst Pólverja úr hlekkjum ánauðarinnar, mun lifa. Engar þjóðir heimsins, nema ef vera kynnu Frakkar og írar, hafa verið jafn fúsar til að fórna eignum sínum og lífi fyrir frels- ið og Pólverjar. Hin hreystilega vörn Varsjábúa um þessar mundir sýnir, að Pólverjar 20. aldarinnar eru engir ættlerar I þeim efnum. Forráðamenn Rússa og Þjóð- verja hafa orðíð sammála um, að skipta ránsfengnum þannig, að Rússar fái % hluta landsins og um helming íbúanna, þvi að sá þriðjungur landsins, er Þjóð- verjar fá, er langtum þéttbýlli. í landshluta þeim, sem Rússar fá, eru olíunámurnar, en í lands- hluta Þjóðverja kolanámurnar og helztu iðnaðarborgirnar. Rússar og Þjóðverjar vinna nú að því af miklu kappi, hvorir á sínu yfirráðasvæði, að koma á stjórnarháttum sínum og beita íbúana hinni mestu harðýðgi. Enn sem komið er, er kúgunin þó mun meiri á yfirráðasvæði Rússa, en þeir vinna að stór- f^lldari gerbreytingu á hinum ríkjandi þjóðfélagsháttum. — Kaupmenn, iðjuhöldar og stór bændur eru miskunnarlaust A. Togararnir. — Síldveiðin við Faxaflóa. — Frá Raufarhöfn. — Efnagreining leðju úr Reykjavíkurtjörn. — Raftækjaverksmiðjan í Hafnarfirði. — Niður- ------------- suða kræklings. ------------- aðar 4 þúsund tunnur. Hefir þannig mun meiri síld komið þar á land í sumar heldur en undanfarin ár. Þó var brætt þar meira í hitteðfyrra, en söltun var þá engin. Bátar, sem enn eru að síldveiðum, hafa framundir þetta feng- ið öðru hverju dálítinn aflá á veiðislóð- unum austur þar. r t t Rannsóknarstofa atvinnudeildar há- skólans hefir nú lokið efnagrelningu þeirri, er hún hafði með höndum á leir eða leðju úr botni Reykjavíkurtjarnar. Bjami Jósefsson efnafræðingur, er vann að þessari efnagreiningu, hefir látið Tímanum í té niðurstöður henn- ar. Sýnishorn þau, er rannsökuð voru, voru alls 5, eins og áður hefir verið sagt frá hér i blaðinu, og tekin mis- munandi djúpt í botni tjarnarinnar. Niðurstöður efnagreiningarinnar voru fremur óálitlegar, en þó var í leðjunni mun meira af verðmætum áburðarefn- um heldur en I sjávarleir, sem áður hafði verið efnagreindur í rannsóknar. stofunni. Köfnunarefnið í sýnishornun- um reyndist vera 0,5—0,9%, miðað við þurrefni leðjunnar. Köfnunarefni þetta var mest bundið sem ammoníak-sölt, en lítið sem ekkert í saltpéturssúrum efnasamböndum. Mest var af köfnun- arefni í því sýnishorni, sem tekið var úr efsta lagi leðjunnar, en þó minnkaði það ekki reglulega eftir því sem neðar dró. Steinefnin reyndust vera 75—86%. Af fosfórssýru er afar lítið, varla yfir 0,1%. Til samanburðar má geta, að Allir togararnir liggja enn inni i höfn. í bænum er um það talað, að líkur séu til, að senn rætist úr þessu. Tíminn hefir snúið sér til fram- kvæmdastjóra ýmissa útgerðarfyrir- tælcja, meðal annars Kveldúlfs og bæj- arútgerðarinnar í Hafnarfirði, og spurzt fyrir um horfur á þessu sviðl. Samkvæmt svörum þeirra eru ekki lík- ur til, að togararnir haldl til veiða næstu dagana, en þó liklegt, að það geti orðið innan skamms, þegar ráðið hefir verið fram úr ýmsum málum, er hið óvenjulega ástand hefir í för með sér. Er nú meðal annars verið að semja við sjómennina um kjör þeirra og kaupuppbætur vegna aukinnar á- hættu í starfi þeirra sökum styrjaldar- innar. Þá er og verið að koma í lag stríðsvátryggingum skipa og manna. Loks er þess biðið, að Englendingar ákveði hámarksverð á fiski á brezkum markaðl. Munu útgerðarmenn yflrleitt hyggja á að láta Englendinga fremur sækja á um fiskkaupin héðan. t t t Samkvæmt heimild Fisklfélagsins hafa 3607 tunnur síldar verið saltaðar frá 1. september til síðastliðins laugar- dags á þrem verstöðvum við Faxaflóa. Þessar verstöðvar eru Akranes, Kefla- vík og Sandgerði. Síldin verður seld á Amerikumarkaði, samkvæmt áður gerðUm samningum. t t t í Raufarhöfn hafa í sumar verið brædd 60 þúsund mál síldar og salt- meira er af áburðarefnum í góðu mýr- artorfi heldur en var í þessum leðju sýnishomum. Við torfið er hins vegar gallinn sá til þeirra hluta, að það rotn- ar seint og kemur ekki að gagni sem áburður fyrr en seint og siðar meir. t t t Raftækjaverksmiðjan i Hafnarfirði hefir nú senn starfað í tvö ár. Hefir hún svo sem kunnugt er framleitt margháttuð raftæki. Eftirspumin að framleiðslu hennar hefir sífellt færzt í aukana, en einkum þó hinar seinustu vikur. Berst meira að af pöntunum til verksmiðjunnar heldur en unnt er að fullnægja eins og á stendur. Veldur þvi hvort tveggja, að rafmagnsnotkun eykst hraðfari frá ári til árs og ýmsar stórar rafstöðvar nýlega tekur til starfa eða í þann veginn að taka tU starfa, og að stríðið og óvissan um það hvort kol og annað eldsneyti verður fáanlegt og hvaða verðlag verður á því, eykur mjög á eftirspurnina. Hins vegar veldur stríðið að sjálfsögðu margvíslegri tmfl un á raftækjaframleiðslunni, ekki sízt þar sem mikið þarf tU hennar af málmi eða vörum unnum úr málmi. t t t Niðursuðuverksmiðja Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda gerði í fyrra tUraun um niðursuðu á krækiingi. Var hann tekinn á skerjum i Hvalfirði, fram undan Brekku og Bjarteyjarsandi, og losaður innan úr skelinni við gufu- hita. Taka verður kræklinginn að vetr- (Framh. á 4. síðu) von Reichenau, stjórnandi þýzka hersins á austurvíg- stöðvunum. flæmdir frá eignum sínum og margir drepnir. Prestar verða einnig fyrir miklum ofsóknum og kirkjulífið er bundið margs- konar þvingunum. í fyrstu reyndu ýmsir með- haldsmenn Rússa að réttlæta innrás þeirra með því, að þeir væru að koma Hvít-Rússum og Ukrainumönnum í Póllandi til hjálpar, en meginhluti þessara þjóðflokka er í Rússlandi. En auk þess, sem Rússar hafa feng ið yfirráð yfir þeim landshlut um Póllands, sem þessir þjóð flokkar byggja, hafa þeir fengið um 8 millj. Pólverja undir yfir ráð sín. Bitnar harðstjórn Rússa langsamlega mest á Pólverjum og er þegar hafinn undirbúning- ur að því, að vinna að útrým ingu á þjóðerni þeirra. (Framh. á 4. síðu) Aðrar fréttir. Óstaðfestar fregnir herma að í undirbúningi sé hlutleysissátt- máli milli Spánverja og Frakka. Hafa samningaviðræður staðið yfir undanfaxið. Erlendir blaðamenn í Þýzka- landi telja að þegar sé búið að flytja mikið af börnum, gamal mennum og kvenfólki úr næstu héruðum og borgum við Sieg friedlínuna. Sumir telja að þýzka herstjórnin hafi gert á- ætlun um brottflutning 18—20 millj. manna úr Vestur-Þýzka- landi, ef Frökkum tækist að rjúfa varnirnar á vesturlanda mærunum. Þýzkir kafbátar hafa um helg ina sökt tveim finnskum skipum og einu sænsku skipi, sem voru á leið til Englands með trjávið- arfarm. Hefir þetta vakið mik- inn ugg meðal hlutlausu þjóð anna. Mussolini hélt ræðu siðastl föstudag. Lýsti hann áfram haldandi hlutleysi Ítalíu og bauðst til að gangast fyrir frið- arumleitunum, ef yfirráð Þjóð- verja í Póllandi yrðu viðurkennd Tilboði hans hefir verið hafnað ákveðið í London og Paris. Ýms erlend blöð henda gaman að þvi, að ítalir muni verða hlutlausir fyrst um sinn, en þegar útséð sé um úrslitin muni þeir koma „sigurvegaranum til hjálpar". Varsjá er enn í höndum Pól- verja. Þjóðverjar halda uppi lát lausri stórskotahríð á borgina auk loftárása. Sárafá hús í borg- inni eru enn óskemmd. Þúsundir óbreyttra borgara hafa farizt. Furðuleg ró ríkir þó meðal al- mennings í borginni og pólski herinn, sem tekið hefir sér varnarstöðu kringum borgina hefir ekkl látið undan síga. Á vesturvígstöðvunum hefir verið tiðindalítið síðan fyrir helgina. Á víðavangi Það hefir að vonum vakið eft- irtekt manna, að aðeins rúmum hálfum mánuði eftir að styrjöld- in hófst, var búið að prenta seðla og senda í hvern hrepp og hvert bæjarfélag um land allt, svo að samtímis yrði komið á matvæla- skömmtun um allt landið. Að sjálfsögðu hefði þetta ekki orðið framkvæmt, svo sem samgöng- um er háttað hér á landi, ef ekki hefði verið búið að hafa fyrir- hyggju um þetta mál, áður en til ófriðarins kom, og gjöra sér grein fyrir öllum meginatriðum, sem málið snertu. Virðist svo sem vel hafi tiltekizt um þetta mik- ilsverða atriði, og almenningur kunni vel, hve skjótt og rögg- samlega komið var í horf vöru- skömmtun, sem þá um leið var vörujöfnun. Þá munu menn þeg- ar til kemur fallast á, að ófram- kvæmanlegt hefði orðið að skammta kol, svo sundurleitar sem þarfir manna eru, og því sé þvi máli bezt komið í höndum kolaverzlana undir eftirliti dóm- kvaddra manna, sem úrskurði í hvert sinn, ef ágreiningur verður milli kaupanda og seljanda, og svo hagar til um samgöngur, að vert sé að láta úti meir en sem nemur mánaðarþörf. * * * Hinir mörgu snotru skrúðgarð- ar við heimili manna, bera vax- andi ræktunaráhuga fagurt vitni. Og almennt eykst nú skiln- ingur á því, hve illa við höfum setið landið, og hve einhliða náttúrugæði þess hafa verið rænd, og hversu nauðsynlegt er að hefja alhliða ræktun, til þess að betur farnist í framtíð. Þegar til trjáræktarinnar kemur, verða það ekki sízt skrúðgarðaeigend- urnir, sem gætu orðið góðir liðs- menn. Þeir öðlast nokkra verk- lega þekkingu og frá þeim má vænta stuðnings á margvíslegan hátt við þetta mikilsverða nauð- synjamál. En eitt mest aðkall- andi atriðið, sem þeir þurfa að snúast við, er fræsöfnun, fræ- sáning og uppeldi plantna. * * * Vísast tilfellst þroskavænlegt trjáfræ hér á landi í ár. Tvö síðastliðin sumur hafa trén notið tæmandi ársvaxtar, það sést meðal annars á hinu gulnaða haustlaufi. Hinn ó- venjulegi ársvöxtur trjánna í sumar, er ekki sízt að þakka því, hversu vel áraði fyrir þau í fyrra. Þegar hafin er ný sókn í trjá- ræktarmálunum, þá hlýtur hún meðal annars að byggjast á hin- um tveim innlendu viðartegund- um, björk og reyni. Þess vegna þurfa áhugamenn nú að snúast við því að safna reyni- og bjark- arfræi. Hafi menn ekki aðstöðu til þess að sá sjálfir því fræi sem safnað er, þarf að geyma fræið og gera skógræktarfélögum eða skógrækt ríkisins aðvart, svo þessar stofnanir komi þvi í gagn- ið. En leiðbeiningar um fræsöfn- un, frægeymslu og fræsáningu, verða gefnar í blöðum og útvarpi nú þessa dagana. * * * Skógrækt ríkisins hefir haft yfir mjög takmörkuðu fé og starfsliði að ráða til þessa. Þó (Framh. á 4. siðu) Sendinefnd til London Ríkisstjórnin hefir óskað eftir þvi að eftirtaldir menn skipi samninganefnd, sem fari til London og semji við Breta um viðskiptamál okkar: Jón Árna- son framkvæmdastjóri, Magn- ús Sigurðsson bankastjóri, Sveinn Björnsson sendiherra, Haraldur Guðmundsson for- stjóri og Richard Thors fram- kvæmdastjóri. Má vænta þess, að þeir verði við þessum óskum. Sveinn Björnsson sendiherra dvelur nú i London. Hann verð- ur formaður nefndarinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.