Tíminn - 26.09.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.09.1939, Blaðsíða 2
442 TfMrVTV. |>riðjjndagiim 26. sept. 1939 111. blað Guðmundur Daníelsson frá Guttorms- haga segír þætti úr æfísögu sinni. Guðmundur Daníelsson frá Guttormshaga t Holtum t Rangárvallasýslu er meðal hínna allra efnilegustu af yngri rithöfundum íslendinga. — Ttminn hefir átt tal við hínn unga rithöfund og fer hér á eftir frásögn hans af bernsku- árum stnum, námsferli, og rithöfundarferli. í niðurlaginu vtkur hann, að skoðunum sínum á skáldskap og áhrifum bókmennta. Breyti viðhorf skapa breytta búnaðarhætti Eftir Pál Zóphóníasson i. Styrjöld er skollin á. Enginn veit á þessari stundu, hve lang- vinn hún verður, en margt bend- ir á að hún geti staðið svo árum skiptir. Margar þjóðir eru þegar komnar í hana sem þátttakend- ur, en aðrar reyna enn að vera hlutlausar, en hvort þeim tekst það, og hve lengi, veit enginn. Og margt bendir til þess, að svo geti farið, að fleiri þjóðir dragist inn í hildarleikinn áður en hon- um er lokið. Við þetta skapast mikil hætta á öllum siglingaleiðum og kem- ur það fram í stórhækkuðum farmgjöldum, hækkuðu kaupi skipshafna, hækkuðu vátrygg- ingagjaldi o. s. frv. Og þetta kemur harðast niður á þeim þjóðum, sem þurfa að draga allt að sér á sjó eins og við íslend- ingar. Þar við bætist að við höf- um haft meiri viðskipti við aðra, miðað við fólksfjölda, en flestar aðrar þjóðir, og því þurft að draga mikið í þjóðarbúið. Þetta stafar af því að framleiðsla þjóð- arinnar er fábreytt, en þarfir landsmanna hafa bæði aukizt og orðið fjölbreyttari með ári hverju, og til að fullnægja þeim er hinn mikli og fjölbreytti inn- flutningur. Nú getur hvorttveggja orðið samtímis, að aðdrættirnir verða erfiðir og dýrir og margt ekki fáanlegt frá þeim löndum, sem það hefir áður komið frá. Jafn- framt lokast gamlar markaðs- leiðir fyrir okkar vörur, nýjar þarf að finna og erfiðleikarnir á að koma þeim frá sér marg- faldast, eins og kostnaður við það. Sá grundvöllur, sem hefir ver- nú eru, og rökræða um það af skynsemi, hversu gera mætti innflutningsverzlunina einfald- ari og betur í samræmi við kröf- ur tímans. Ef eitthvað í skipulagi verzlunarinnar nú torveldar inn- kaupin, þá er það fyrst og fremst það, hve innflytjend- urnir eru margir í hverri vöru- grein, en ekki hitt, að skorti innflutningsleyfi fyrir brýnum nauðsynjum. Það er tvennt, sem ríkis- stjórnin þarf fyrst og fremst að hafa fyrir augum I öllum sínum ráðstöfunum fyrst um sinn: Annarsvegar að útvega til landsins brýnustu lifsnauðsynj- ar, og hinsvegar að hafa vak- andi auga á því, að ekkert verði gert er veldur því að fjárhagur þjóðarinnar spillist meðan á striðinu stendur. ið til staðar fyrir þvi, að við verzlum mikið, er nú meira eða minna breyttur. Enn eru að vísu til margbreyttar þarfir fólksins, sem það vill fullnægja, en hætt er við að raunveruleikinn verði sá, að erfitt veitist að fullnægja þeim öllum með aðfluttum vör- um og kemur þá til athugunar, hvernig það verði bezt gert með eigin framleiðslu. Þetta þarf þvl frekar að athuga sem víst er að verðlag verður þannig á næst- unni, að lítill eða enginn hagn- aður verður á mörgum þeim vöruskiptum, sem þó ef til vill verður að gera ef mögulegt er. II. Það var sú tíðin, að þörfum íslenzku bændanna^ar að mestu fullnægt með eigin framleiðslu. í mínu ungdæmi var öllum þörf- um 16—20 manna heimilis full- nægt með eigin framleiðslu og kaupstaðarvörur voru aðeins fluttar heim á 6—8 áburðarhest- um á ári hverju. Og allir eldri og miðaldra menn hafa sömu sögu að segja eða svipaða. En svo komu þeir tímar, að verð innlendu vörunnar varð tíl- tölulega hærra en þeirrar að- keyptu og þá leiddi af því, að viðskipti bóndans jukust. Hann fór að selja meira sínum vörum og kaupa meira af erlendri. Að vísu hafa síðan orðið breyting- ar á þessu sitt á hvað, en eftir þeim breytingum hafa menn yfirleitt ekki hagað viðskiptum sínum og er það meðal annars orsök þess, að á vissum árstíma- bilum hafa safnazt skuldir hjá bændum. En nú er sérstök ástæða fyrir hendi til þess að benda bændum á hið breytta viðhorf og hún er sú, að ekki er nein vissa fyrir því, að þeir geti fengið hina er- lendu vöru, ef styrjöldin verður langvinn. Þeir þurfa því strax að hugsa um það, að búa meira að sínu en verið hefir almennt hin síðari ár. III. íslenzkir bændur hafa betri aðstöðu til þess að búa að sínu en aðrar stéttir þjóðarinnar og þeir hafa margoft sýnt, að þeir geta það að miklu leyti. Þegar verðfallið kom eftir 1930, þá minnkuðu þeir margir vörukaup sín. Greinilegt var þetta í Aust- ur-Skaftafellssýslu. Þar var meðalúttekt bóndans meir en helmingi minni 1932 en hún hafði verið 1929. Viðskiptin ó- hagstæð og þeir takmörkuðu þau, lifðu meira á sínu og stóðu þess vegna í skilum með allar sínar greiðslur. Ég kom í sumar á heimili, þar sem ung hjón bjuggu með fjórum börnum sín- um og einni gamalli konu. Ekk- ert, sem hét vefnaðarvara, hafði verið keypt á heimilið, nema tvinni og höfuðföt. Öll úttekt heimilisins af erlendri vöru voru um 400 krónur. Ég hefi komið, þar sem búskaparlagið var svip- að í heilli sveit. En svo eru aðr- ar sveitir, þar sem allt er selt, svo að ekki er til viðbit nema smjörlíki, ekki til skyr, nema það sé keypt frá mjólkurbúinu, ekki til kjöt úr því kemur fram á vetur eða vor, og ekki til sokkar eða nærföt, nema keypt úr búð. Þótt það kunni að hafa verið hagkvæmt, að hafa svona mikla verzlun um skeið, þá er eins víst og tvisvar tveir eru fjórir, að það er það ekki eins og viðskipt- unum er háttað nú. Nú þurfa bændur að breyta til og búa að sínu, verzla sem minnst og með því skapa sér f járhagslega betri afkomu og ör- yggi, ef aðflutningar teppast frá þvi, sem nú er. Þetta þarf mönnum að vera ljóst, því að á þessu getur fram- tíð þeirra oltið. IV. Hvað þarf þá að breytast í bú- skaparlaginu með tilliti til hins breytta ástands? Þeir, sem selja mjólk úr búum sínum, eiga að selja minna og nota meiri mjólkurmat heima. Mjólkurbúin þurfa að gera meira að því en gert hefir verið að taka rjóma af mönnum, því að mörg- um getur verið hagkvæmt að selja hann og feitmetisvöntun er tilfinnanleg f bæjunum, svo að ekki vantar markaðinn. Aftur er undanrennan það ódýrasta til matseldar, sem völ er á á heim- ilunum, og á notkun hennar að verða almenn eins og var áður en mjólkurbúin komu. Eitt af því ódýra og nota- drjúga, sem til fellst i sveitinni, er slátrið. Notkun þess hefir minnkað hin síðari ár, en þarf að aukast aftur. í blóðmörinn og lifrarpilsuna þarf rúgmjöl, en það má spara með fjallagrösum, grænkáli og kartöflum. Er vel at- hugandi fyrir bændur að spara það, en eiga nokkuð af rúgmjöl- inu, sem þeir fá út á sláturseðl- ana, þar til síðar. Bæði getur þess orðið þörf, ef enn herðir að með aðdrætti til Iandsins, einn- ig ef tíð verður þannig, að erfitt verður um tíðar kaupstaðarferð- ir, en það er ekki óvíða á land- inu, sem langar leiðir — sum- staðar fleiri dagleiðir — eru í næsta kaupstað, og erfiðleikar miklir að ná mánaðarlega út á seðlana, þótt vörur verði til. Sumstaðar hefir kartöflumygl- unnar orðið vart í görðum, seint í sumar. Hún hefir ekki minnk- að uppskeruna verulega, af því ^ímirm Þriðjudaglnn 26, sept. Innflutningshöftm og Vísír Menn eru fullir undrunar yfir skrifum Vísis um afnám inn- flutningshaftanna hvar í flokki sem þeir standa. Aldrei hefir meiri óvissa ríkt um sölu ís- lenzkra afurða og þann gjald- eyri, sem við höfum til um- ráða. Aldrei hefir meira riðið á því, að hver einasti eyrir sé notaður til kaupa á brýn- um nauðsynjavörum en ein- mitt nú. — Þörfin hefir heldur aldrei verið meiri fyrir stofnun, sem hefði heildaryfirlit um inn- flutning til landsins. Það er því stórfurðulegt að einmitt nú rýk- ur Vísir upp og heldur því fram að gjaldeyrisnefnd sé alveg ó- þörf. Því er slegið fram, að innflutningstakmarkanir þurfi ekki framar vegna þess að vöru- lán séu ekki lengur fáanleg. — Sem betur fer, er ekkert um það vitað, að slíkt ástand standi til langframa.en jafnvel þótt svo yrði, er ekki síður ástæða til þess að fyrir hendi sé stofnun, sem metur og ákveður á hverjum tíma, hvaða vörur skuli sitja fyr- ir greiðslu og þar með innflutn- ingi. Ef svo hörmulega tekst til, að þjóðirnar yfirleitt hætta að selja með gjaldfresti vegna ófriðar- hættunnar, verða fjárhagserf- iðleikar okkar meiri en nokkru sinni fyrr, þvl að þá þarf að gera tvennt í senn: Greiða úttekt dagsins og vörulán, sem stafa af varningi, sem þegar hefir verið notaður. Það hefir aldrei verið meira ábyrgðarleysi en einmitt nú, að vekja deilur um innflutn- ingsnefnd, og alveg dæmalaust, að menn skuli þurfa að eyða tíma og rúmi til að svara öðru eins, á jafn alvarlegum tímum. Er hægt að hugsa sér meiri léttúð en þá að leggja einmitt nú til, að opinber afskipti af innflutningi verði minnkuð eða jafnvel verði felld niður? Það á að verða undir hælinn lagt,hvort þvi takmarkaða fé og skiprúmi, sem við höfum yfir að ráða, verður varið til matar- og kola- kaupa og flutninga á slíkum nauðsynjum eða til kaupa á vörum, sem þjóðin getur og verður að vera án, þótt á venju- legum tímum séu nefndar nauðsynj ar. Það er ekki mjög leiðinleg til- hugsun fyrir iðnaðarmennina, sem hljóta að verða afar hart úti vegna hráefnisskorts, að eiga það yfir höfði sér í viðbót við allt annað, að menn geti, hver sem betur getur, flutt inn unnar vörur, ef þeir á einhvern hátt geta „slegið sér“ út pen- inga eða vörulán. í Morgunblaðinu á sunnudag er á þessi mál minnst af nærri þvi sömu léttúð og þröngsýni — þar er sagt, að minni birgðir brýnustu nauðsynja en ella hafi veTið hér þegar stríðið skall á, vegna seinlætis gjaldeyris- og innflutningsnefndar. — Þetta er nú gamli söngurinn, sem kvað sí og æ við áður en „frílistinn" kom — tekinn upp óbreyttur. — Ómögulega getur það þó verið nefndinni að kenna, að ekki voru meiri birgðir en raun var á af „frílistavörum": kornvöru, kaffi, sykri, kolum, salti, olíu o. s. frv. Auðvitað ekkl. Og það veit Mbl. mjög vel. — Hér sannar það ó- afvitandi, hversu mikið oft og einatt er að byggja á sleggju- dómum um gjaldeyris- og inn- flutningsnefnd! Það getur fleira tafið en skortur á innflutnings- leyfum og gjaldeyrisskortur. Skal ekki frekar farið út I það að sinni hvað tafði innkaup á sumum nauðsynjum, en það var hvorki ríkisstjórn né gjaldeyris- nefnd. Meðan jafn alger óvissa ríkir um fjármálin og nú, kemur ekki til mála að flytja inn nema allra brýnustu lífsnauðsynjar, og það verður að vera verk nefndar- innar ða velja og hafna. Það væri nær að vekja athygli á því, að ókleift verður að fram- kvæma innflutninginn með jafnmörgum innflytjendum og Víðtal við rithöíund: — Hvað getur þú sagt Tim- anum frá ætt þinni, uppvexti, námsferli og ritverkum? — Ég er fæddur 4. október- mánaðar 1910 í Guttormshaga í Holtum i Rangárvallasýslu. Þar höfðu prestar búið mannsöldr- um saman, en af ástæðu, sem ég hirði ekki að greina frá hér, fékk faðir minn jörðina keypta, og bjó hann þar síðan til dauða- dags. Föðurætt mín er rakin í beinan karllegg til Torfa sýslu- manns í Klofa, þess er drap Lén- harð fógeta forðum, og er ég sagður vera tólfti maður frá honum. Móðir min, Guðrún Guð- mundsdóttir, sem enn býr í Guttormshaga, rekur aftur á móti sina ætt til Presta-Högna. Ég veit ekki um neitt skáld mér skylt, en móðuramma mín kunni mikið af rímum, drauga- sögum, útburðarsögum, íslend- ingasögum, sálmum og mögnuð- um æfintýrum úr sinni sveit, Hvolhreppnum. Þetta hlustaði ég á vetur eftir vetur og byrjaðl snemma að setja saman skáld- skap í þessum anda. Meðal ann- ars orkti ég mér nýjar kvöld- bænir, þegar ég var sjö ára og las þær I stað þeirra gömlu, þangað til amma gamla komst að þessu og fyrirbauð mér slíka guðlöstun. Ég byrjaði snemma að ganga í skóla, 8 ára eða svo, því að farskólinn hafði eina af sínum bækistöðvum hjá okkur. Níu ára gamall var ég hæstur á prófinu, en fór lítið fram úr því. Ég komst aldrei upp fyrir 7,50 og kærði mig kollóttan. Mér var það sönn ánægja, að þurfa ekki að læra meira, þegar búið var að ferma mig, langaði miklu meira til þess að hirða skepnur og lesa spennandi skáldsögur á kvöldin. Mest þótti mér gaman að „Tarzan“, enda tók ég mig til og samdi nýtt mál, sem ég nefndi „apamál“. Það fyllti tvær stórar stílabækur og kenndi ég bræðrum mínum hrafl í því, til þess að geta talað það i viðlög- um við aðrar persónur en sjálf- an mig. Ég var víst ekki meira en fimm ára, þegar faðir minn kenndi mér að danza, enda var hann gleðimaður mikill og átti harmóniku, sem hann lét glymja á hátíðum og tyllidögum, sér og öðrum til ánægju. Annars er hér ekki rúm til þess að rekja öll æfintýri bernskuáranna, enda á- stæðulaust. Einhver bezta skemmtun mín milli fermingar og tvítugsaldurs var að fara á fjall og engan blett á íslandi þykir mér eins vænt um og Landmannaafrétt. Ég fór þang- að venjulega bæði vor og haust og byrjaði strax að hlakka til næstu fjallferðar, þegar einni lauk. Tvo vetur og tvö vor var ég sjómaður í Vestmannaeyjum og Grindavík á þessum árum. Ég kynntist sjómennskunni og ver- stöðvalífinu nógu mikið til þess að sverja þurrlendinu trú og hollustu. Ég uppgötvaði það sem sé, að ég var landkrabbi af guðs hve seint hún kom, en þær kart- öflur geymast ekki neitt fram á vetur og eru þess vegna til þess fallnar að spara rúgmjöl í blóð- ið í haust. Og hvergi á það að spyrjast í haust, að ekki sé allt blóð hirt, en þess hafa verið dæmi undan- farin ár í ekki fáum sláturhús- um. Og nú, þegar útlit er fyrir, að skortur geti orðið á feitmeti í bæjunum, má engin feiti fara forgörðum. Allar verzlanir taka mör, en á því ríður, að hann sé hnoöaður eða bræddur strax, svo að hann geti orðið góð verzl- unarvara. Víða eru lagðir að velli stór- gripir, kýr og hross. Nú er svo komið, að hrossakjöt er almennt talið herramannsmatur. En hrossablóðið er ekki hirt nærri alstaðar og hrossafita, sem er bezta feiti, sem tilfellst á sveitaheimilum, næst eftir smjöri, er víða gefinn lítill gaumur og lítt hirt um hana. Að líkindum verður hún í haust tekin sem verzlunarvara af flest- um verzlunum og þá þurfa menn að gæta þess, að hana þarf að bræða alveg nýja og geyma í þéttum ílátum, helzt svo að loft komist ekki að henni. Og vel get- ur farið svo, að gott þyki að hafa „seymi“ og því má ekki gleyma að hirða það. í öllum hrossasveitunum eru nú orðin tugir hrossa á mörgum heimilum. — Ætti á þeim bæj- um að leggja eitt, tvö eða fleiri hross í búið i haust og athuga möguleikana á þvi að gera feit- ina að verzlunarvöru. Um 1910 var presti einum lagt það til lasts, að hann lét hirða hrútspungana í sláturhúsinu og enn er þessi sami hugsunarhátt- ur til, þótt hann hafi rénað — þvi betur. — Þó er hér um að ræða einn hinn bezta mat, sem völ er á, þegar búið er að til- reiða þá rétt. Víða um land er hætt að hirða fætur og gera úr þeim mat. Vera kann, að þar, sem kaupa þarf vinnu til þess að svíða þá og sulta, borgi maturinn vart eða ekki fyrirhöfn, en gæta verður þess, að í fótunum er bæði mikil og góð feiti, sem nota má á margan hátt. Ætti alltaf og und- ir öllum kringumstæðum að hag- nýta hana og það ætti að ger- ast á sláturhúsunum, ef fæturnir ekki eru hirtir af eigendunum. Með þeirri grænmetisræktun, sem orðið hefir í sumar, er það litlum vara bundið, að sveita- fólkið getur ákaflega mikið búið að sínu og sparað kaupstaðar- kaup. Mjólk kemur í stað kaffi, garðmatur, fjallagrös og söl spara mjölmat á fleiri vegu, heimaiðja sparar vefnaðarvöru- kaup og enn má spara aðkeypt matvæli með því að leggja vel til búsins kjötmat og nota vel slátr- in. náð; ekki vitund í ætt við Þur- íði formann. Þá var ég byrjaður að yrkja óprenthæf ljóðmæli um þá, sem mér var illa við, auk þess klökkvaþrungin sorgarljóð um mitt eigið dapra hlutskipti. Bragarhættina valdi ég mér úr Biblíuljóðum Valdimars Briem. Haustið 1930, eða þegar ég var réttra tuttugu ára, fékk ég allt í einu þá flugu í höfuðið, að ég yrði að læra eitthvað, sérstak- lega með það fyrir augum, að ég gæti lesið bækur á erlendum málum. Það var auk þess alveg óbærileg niðurlæging í því að láta nokkurn vita af því, að ég kynni ekki einu sinni dönsku, jafnvel apamálinu hafði ég týnt niður. Þetta varð til þess, að ég sótti um inntöku í Laugarvatns- skólann og fékk hana. Þar var ég svo þennan vetur og hinn næsta, og þar var gaman að vera. Þar samdi ég mikið af fyrirlestrum og kvæðum, jafn- vel tvö eða þrjú leikrit, og fékk eitt þeirra uppfært á staðnum, án þess að vera klappaður niður. Það var mikill sigur. — Á sumr- in vann ég mér inn peninga og gat kostað mig sjálfur að mestu. Nú var úr vöndu að ráða. Átti ég að snúa mér að búskapnum eða gerast meira menntaður maður? Ég spurði kennara minn, Guðmund Gíslason, af þvl að hann hafði kennt mér að semja fyrirlestra. Guðmundur lét þetta ekki sem vind um eyrun þjóta og ræddi við mig málið lengi kvölds. Niðurstaðan varð sú, að ég skyldi fara á kennaraskól- ann. Það er þess vegna Guð- mundur Gíslason skólastjóri á V. Ekki geta bændur búizt við því næsta vor, að geta fengið keyptan tilbúinn áburð né út- sæðiskartöflur. Fyrir þessu þurfa þeir að gera ráð í haust. Útsæðis- kartöflur þurfa þeir að taka frá og geyma til næsta vors og það á hver bóndi að gera fyrir sig, því að með því, er miklu minni hætta á að þær skemm- ist 1 geymslunni, en þar sem mikið er látið saman. Um það, hvernig kartöflurnar verði bezt geymdar, hafa margir mér fær- ari menn ritað, bæði fyrr og síð- ar, og því sleppi ég að minnast á það. Ekki er hægt að gera ráð fyrir því, að tilbúinn áburður fá- ist keyptur næsta vor. Margir bændur eiga ekki enn þvaggryf j - ur undir þvagið frá fjósinu. Sumstaðar er enn til í verzlun- um sement og því eiga menn að athuga þann möguleika að koma upp gryfjum í haust, svo að þeir að vori hafi foraráburð- inn í stað tilbúna áburðarins. Þar sem þetta er ekki hægt, en gryfjur vanta, eiga menn að at- huga möguleikann á því að koma strax upp torfgryfjum til bráða- birgða. Þær jafnast ekki á við hinar að gæðum né endingu, en þær eru líka ódýrari og geta gert sitt gagn strax næsta vor og nokkur næstu ár. Á fjöldamörgum jörðum er hægt að ná í þara til áburðar. Hann er einhæfur, en getur mik- ið sparað annan áburð, sérstak- lega í flög og garða, en líka á tún, sé hann látinn rotna 4ður en hann er borinn á. Víða um land fer taðið undan fénu forgörðum, þar sem fjöru- beit er og ekki eru grindur í hús- unum og ekki þrær til að geyma taðið í. Menn ættu að athuga vel hvernig hér mætti úr bæta. Á fæstum stöðum er gorið hirt í sláturtíðinni, en i því er áburð- ur. Gætið þess í haust, að koma því í haughúsið eða hauginn, svo að það notist. Víða er ekki hugs- að nægilega um það að drýgja áburðinn með undirburði. Aflið hans í haust og notið hann í vetur. Mómold eða mómylsna er þar bezt, þar næst gömul veggja- mold. Hvorttveggja þetta má víða fá til að bera í flórana og haugana og drýgja með áburð- inn. Munið því í þessu sambandi að birgja ykkur með útsæði í haust og að gera allt, sem þið getið til þess að láta vöntunina á tilbúna áburðinum verða ykk- ur sem minnst til tjóns að vori. VI. Ég hefi kynnt mér úttekt margra sveitaheimila. Ég hefi séð verzlunarsvæði, þar sem meðalúttekt var hátt á annað þúsund krónur yfir árið, eftir reikningum verzlananna og ég (Framh. á 4. siðu) Reykjum í Hrútafirði, sem á heiðurinn af því að hafa forðað bændastéttinni islenzku frá mínum félagsskap. Haustið 1932 settist ég svo í: annan bekk kennaraskólans og byrjaði nú fyrir alvöru að yrkja, komst jafnvel svo langt að fá tvö kvæði prentuð, annað 1 árs- riti Laugarvatnsskólans, hitt í Iðunni. Þetta gæddi mig trölla- trú á sjálfan mig og árið eftir bað ég alla skynsemi vel að lifa og gaf út kvæðabók. Hún hlaut í skírninni nafnið: „Ég heilsa þér“. Ýmsir mætir menn urðu þegar í stað til þess að skrifa um mig lofsamlega dóma, meðal annara Arnór Sigurjónsson, sem þá var starfsmaður við Nýja dagblaðið, Guðni Jónsson ma- gister, Jón Magnússon skáld, Jóhannes úr Kötlum og ýmsir fleiri. Þetta bætti mér að veru- legu leyti upp fjárhagstjónið, sem útgáfan bakaði mér. — „Frægðin er fénu betri“, hugs- aði ég, og var alveg dæmalaust ólaginn kaupmaður. Ég hugsa, að ég hafi gefið a. m. k. 100 ein- tök, hinu týndi ég. Ég útskrifaðist úr kennara- skólanum vorið eftir og fór í vegavinnu eins og raunar líka sumarið áður, og nú byrjaði ég í fyrsta sinni að skrifa skáldskap í óbundnu máli. Ég hafði æfin- lega á mér vasabók og blýant og notaði samvizkusamlega hvert tækifæri sem gafst, til þess að skrifa, jafnvel tækifæri, sem verkstjórinn vildi ekki viður- kenna að til væru. Matarhléin, kvöldin og nokkur hluti nætur- innar var notaður til skrifta,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.