Tíminn - 26.09.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.09.1939, Blaðsíða 4
444 TÍMHVN, þrigjfndagiim 26. sept. 1939 111. blað Yfir landamærín 1. Ef taka má nokkurt mark á Árna frá Múla, ættu að vera tll nægar birgð- ir í landinu af kornvörum óg kolum. Árni segir, að allur galdurinn við að hafa nægar vörur í landinu sé að láta lnnflutninginn frjálsan, en þessar vör- ur höfðu verið á frílista nokkra mánuði áður en styrjöldin hófst. 2. Vísir læzt öðru hvoru vera með sparnaði.En þú, þegar það er meiri þörf fyrir þjóðina að spara erlendan varning en nokkru sinni fyrr, leggur blaðið til að allur innflutningur sé látinn frjáls, svo kaupahéðnum sé mögulegt að flytja inn allan mögulegan „skran”varning á kostnað nauðsynjavara. Meiri óheilindi er ekki hægt að hugsa sér en sparnað- arhjal Vísis. 3. Mbl. þykist lika stundum vera með sparnaði. En i dag leggur það til að nokkrar ríkisstofnanir, sem yflrleitt hafa verið mjög sparlega reknar, verði lagðar niður og m. a. lagðar undir mestu launaóhófsfyrirtækin í landinu, en það eru Fisksölusamlagið og Eim- skipafélagið. Það er ekki gott að segja, hvort blaðið, Vísir eða Mbl., sýnir meiri óheilindi i sparnaðarmálunum. 4. Þjóðviljinn er mjög kampakátur yfir því að Hitler hafi ekki fengið allt Pólland. En vel má Hitler vera ánægð- ur yfir því að hafa náð yfirráðum yfir stóru og allauðugu landssvæði með 17 millj. ibúa í stað þess að fá ekki neitt eins og orðið hefði, ef hann hefði ekki notið bandalags Bússa. 5. Ýmsir útvarpsnotendur hafa kvart- að mjög undan því, að oft undanfarið hefir mestur hluti innlendra frétta ver- ið efnislítill vaðall, sem útvarpið hefir haft eftir loðdýraræktarráðunautnum og meginþorra almennlngs varðaði ekk- ert um. Ef loðdýraræktarráðunauturinn hefir endilega þurft að koma þessu á framfæri, hefði mátt láta hann fá 10— 15 mín. til umráða á öðrum tíma. Hítt er að misbjóða útvarpshlustendum að bjóða þeim upp á slíkt sem fréttír kvöld eftir kvöld. x+y. Skipting Póllands (Framh. af 1. slðu) Það virðist nú ljóst orðið, að sklpting Póllands hafi verið á- kveðin af Rússum og Þjóðverj- um áður en styrjöldin hófst og hefir m. a. Daladier forsætisráð- herra fullyrt það í ræðu. Að vísu sendu Þjóðverjar nýlega samn- ingamenn til Moskva, sem dvöldu þar örskamma stund, og var látið heita að gengið væri frá skiptingunni þar. Er talið, að þetta hafi aðeins verið gert í greiðaskyni við Rússa, til þess að gera innrás þeirra afsakan- legri. Þrátt fyrir þetta samkomulag er talið óvíst, að Rússar muni veita Þjóðverjum verulegt lið í styrjöldinni við Breta og Frakka. Rússum er það áreiðanlega ljóst, að Hitler myndi ekki til lang- frama halda frið við þá, ef hann sigraði Breta og Frakka. Sökum mikils sleifarlags á hráefna- vinnslunni og iðnaðinum, eru þeir líka lítt aflögufærir á því sviði, þar sem þörf Þjóðverja er mest. Til þess að geta orðið vel aflögufærir, þyrftu þeir að njóta aðstoðar þýzkra verkfræð- inga við skipulagningu og við- reisn þessara atvinnugreina, en ósennilegt er að þeir vilji verða Þjóðverjum háðir á þann hátt. Þótt Þjóðverjar hafi náð þriðj- ungi Póllands á vald sitt, styrk- ir það ekki verulega hernaðar- aðstöðu þeirra í náinni framtíð verður áreiðanlega það ófrið- ÚR BÆNUM í frásögn blaðsins af vikurnáminu á Snæfellsnesi hefir misritazt, að þurkhús þau, er komið hefir verið upp hér í Reykjavík, taki 10 þúáund teningsmetra af vikri; þau taka 10 þús. fermetra af steyptum vik- urplötum. Vikurplöturnar eru látnar þorna í þessum þurkhúsum áður en þær eru notaðar. Hitaleiðslumar í bæjar- kerfinu er fyrirhugað að einangra með vikri og verður það gert með þeim hætti, að vlkur verður látið i rennurn- ar utan um pípumar, en ekki notaðar til þess steyptar piötur. Tveir lögregluþjónar hafa í undirrétti’ verið dæmdir í sektir fyrir handtöku Karls Jónssonar læknis síðastliðinn vetur. Þeir hafa áfrýjað dómnum til hæstaréttar. Ostavikan verður enn um nokkurra daga bil og getur fólk því enn fengið keypta osta við mjög lágu verðí. Vegur eyðimerkurinnar. í grein i Tímanum siðastliðinn laug- ardag, er nefnist Vegur eyðimerkur- innar, hefir misprentazt Suðurland fvrir Suðurlendi. Sirahei, norska flutnlngaskipið, er leitaði hér hafnar í byrjun stríðsins, fór héðan á laugardagskvöldið. Vetrarstarfsemi Leikfélagsins. Leikfélagið mun innan skamms byrja vetrarstarfsemi sína og verður fyrsta leikritið, sem það sýnir á þessu hausti eftir Loft Guðmundsson kennara í Vestmannaeyjum og nefnist Brimhljóð. Loftur er ættaður frá Þúfukoti í Kjós og hefir fengizt við ýmsa þættl lista, ljóða-, sagna- og leikritagerð, málara- list og teikningar. Næsta leikrit verður eftir Conan Doyle, leynilögregluleikrit. Eftir nýár er í ráði að sýna leikrit, er Lárus Sigurbjörnsson hefir samið upp úr sögu eftir móður sína, Guðrúnu Lár- usdóttur, og nefnist Á heimleið. Loks verður sýnt leikrit eftir Gunnar Bene- diktsson, er heitir „Að elska og að lifa“. vænlegt í Póllandi, að Þjóðverj- ar verða að hafa þar her til að halda uppi reglu og Pólverjar munu þrjózkast við, að hjálpa þeim að ráði við framleiðslu matvæla og annarra nauðsynja. Á það er bent í enskum blöðum, að Þýzkaland sé nú mun verr statt en það var á heimsstyrj- aldarárunum. Þjóðverjar höfðu þá lengstum Belgíu, Norður- Frakkland, Pólland allt, Eystra- saltslöndin þrjú og nokkurn hluta Ukrainu á valdi sínu og höfðu þaðan öll hráefni og mat- væli, ex þar voru fáanleg. Nú er yfirráðasvæði þeirra langtum minna og aðstaðan til að afla hráefna að sama skapi verri. Það virðist orðið ljóst, að þýzku valdhafarnir hafa alið þær vonir, að Bretar og Frakk- ar myndu hætta stríðinu eftir að Rússar og Þjóðverjar hafa skipt Póllandi. Þýzk blöð segja, að þýðingarlaust sé að reyna að hjálpa Póllandi eftir að það sé úr sögunni. Það er fyrst nú, sem Þjóðverjar eru að komast að raun um þá staðreynd, að þau orð, sem Winston Churchill lét falla í neðri málstofunni, þeg- ar Chamberlain tilkynnti styrj- aldaryfirlýsingu Breta, voru sönn. En hann sagði: Styrjöldin er ekki fyrst og fremst til að hjálpa Póllandí, heldur til að firra heiminn hinu nazistiska ofríki. Viðftal við rithöfund (Framh. af 3. sidu) leiðinlegur sá skáldskapur, sem ætlað er að troða upp á mann skoðun höfundar, hvort sem hún er pólitísks, guðfræðilegs eða sið- fræðilegs eðlis. Boðunin („tend- ensinn“) má ekki hafa á sér á- róðursblæ; hún verður að lýsa eins og sál út úr svip listaverks- ins, þannig nær hún bezt til- gangi sínum. Annars er senni- lega ekki hægt að setja listinni neinar vissar reglur, hún er haf- in yfir allar takmarkanir. Framhald. Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu) hefir innlendu plöntuuppeldi verið sinnt eftir því, sem aðstaða hefir verið til, en þó engan veg- inn svo, að enn hafi verið hægt að fullnægja eftirspurn. Nú þeg- ar stríð er skollið á og vafasamt er að unnt verði að flytja trjá- plöntur frá öðrum löndum, er sérstök ástæða til að heita á á- hugamenn og þá einkum skrúð- garðaeigendur, um aðstoð við plöntuuppeldi. Er þar auðveldast við reyninn að eiga, fræið oft í sjálfum garðinum, en aldrei svo þröngt í garði, að ekki sé hægt að fórna bletti í þessu skyni. Reynifræinu er bezt að sá nú á haustnóttum, nægilegt að hvert frækorn hafi ferþumlung af landi og sé aðeins hulið af mold. Gott að afmarka fræreitinn með fjölum, leggja mosa eða lyng yfir hann að lokinni sáningu og strengja síðan gisinn striga yfir. Ungmennafélagar og aðrir á- hugamenn, sem búa í nánd við þroskavænlega birkiskóga, ættu að beitast fyrir fræsöfnun í stór- um stíl þegar á þessu hausti. — Kemst heldur ekki skriður á þessi mál, fyrr en allur almenn- ingur ljær því lið, í orði og verki. Breyftft viðhori (Framh. af 1. síöu) hefi líkað séð heilan hrepp, þar sem svo mikið var lifað á heima- fengnu og heimaunnu, að með- alúttekt meðalheimilis var 372 krónur. Ekki þori ég að segja um fólks- fjölda á þessum meðalheimilum, en ég hygg að hann sé ekki mjög misjafn. En úttektin var mis- mikil. Það er líka ráðgáta sum- um bændum, sem mikinn fénað hafa, hvetnig aðrir, sem hafa fátt, kannske einar 40—50 ær, sem þeir geta selt afurðir af, geta lifað á því, án þess að safna skuldum. En þetta heppnast mörgum og þeim heppnast það fyrst og fremst af því, að þeir lifa eftir tveim meginreglum: Að búa sem mest að sínu og verzla sem minnst. Að vera æfinlega öruggur með fóður fyrir skepnurnar, svo að þær geti sýnt fullt gagn. Og þessar tvær höfuðreglur eiga bændur landsins að hafa í huga er þeir setja á heyin og búa sig undir langan og harðan vetur og þegar þeir leggja björg í búin og gera innkaup til vetr- arins. 17. sept. 1939. Páll Zophoniasson. M.s. Dronning Alexandríne fer að öllu forfallalausu á mið- vikudag síðdegis til ísafjarðar, Siglufjarðar, Akureyrar. Þeðan sömu leið til baka. Farþegar sæki farseðla í dag. Tekið á móti vörum í dag. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Tryggvagötu. Sími 3025. 1 r SKIPi ItUI rCERÐ Vélskipíð Helgi hleður til Veslmanna- eyja á morgnn. SÓLRÍK HERBERGI til leigu á Bergstaðastræti 82. HERBERGI óskast til leigu. Upplýsingar 1 sima 4373._________ STÚLKA óskast í vist til Guð- mundar Kr. Guðmundssonar skrifstofustj., Bergstaðastr. 82. Símaframkvæmdir. (Framh. af 1. síðu) síma yfir Holtavörðuheiði. Er bú- ið að grafa jarðstreng niður á 20 kílómetra langri leið. Unnu 50—60 manns að því í tvo mán- uði. Eindæma góð veðrátta auð- veldaði mjög þetta verk. Lagning nokkurra einkasíma, sem fyrirhugaðir voru, er enn ekki lokið. Til þess voru veittar 20 þúsund krónur sem að undan- förnu og urðu 40 bæir styrks að- njótandi í ár. Rösklega 40 talstöðvum var bætt við i báta og skip á árinu, þar af voru 33 smiðaðar á verk- stöðvum landsímans sjálfs. Einnig lagði landsíminn til tal- stöð í Esju og flugvélarnar Örn og TF. Sux. Alls eru talstöðvar landsímans orðnar um 300. Ennfremur var settur nýtízku fjarstýrður viðtökuútbúnaður í loftskeytastöðvarnar í Reykja- vík og Gufunesi fyrir talþjón- ustu við skip og báta. Við bæjarsímann í Reykjavík hafa framkvæmdir orðið venju fremur litlar í ár. Frá sandgræðslu- starfseminnf. (Framh. af 1. síðu) var, því að bæði var það venju fremur snemmþroskað og mikið af því. — Má ekki nýta melkornið til fóðurs eða jafnvel manneldis? — í Skaftafellssýslu var það áður malað og notað í soðkökur. Samkvæmt efnagreiningum hef- ir það meira næringargildi en til dæmis rúgur. Á sama hátt hefir melgras reynzt hafa meira fóðurgildi en meðaltaða. En það er erfitt að hreinsa kornið, hýð- ið er þykkt og fyrirferðarmikið og vantar tæki til að hreinsa það og mala. Bændur hafa stundum notað það til fóðurs handa hest- um og láta vel af. Hænsnum hefir það og verið gefið en þau láta heldur illa við því. Rætur melgrassins voru áður notaðar á þá lund, að búnir voru til úr þeim reiðingar. Á krossgötum. (Framh. af 1. síðu) arlaginu, skömmu áður en hann æxlast. Niðursuðan gekk vel og líkaði varan vel, en framleiðslukostnaður hins vegar svo mikill, að vanséð er hvort hægt verður að keppa við erlenda framleið- endur um niðursoðinn krækling. Enn er óvíst, hvort gerð verður ný tilraun með kræklinginn í vetur. ÞÉR ættuð að reyna kolin og boksið írá Kolaverzlun Slgurðar Olafssonar. Símar 1361 og 1933. .—GAMI BÍÓ———** „Frú X“ Áhrifamikil og vel leikin Metro-Goldwyn-Mayer- kvikmynd, eftir hinu víð- fræga leikriti ALEXAND- RE BRISSON, sem leikhús- gestir hér kannast við frá því það var leikið hér fyr- ir mörgum árum. — Aðal- hlutv. leika: GLADYS GEORGE, WARREN WILLIAM Og JOHN BEAL. Börn, yngri en 12 ára, fá ekki aðgang. — NÝJA BÍÓ—’ Hertnr til hetjndáöa Amerísk kvikmynd frá Columbia Film, sem er tví- mælalaust langhlægileg- * asta skemmtirnynd, er sést | hefir hér í mörg ár. Aðalhlutv. leikur hinn ó- | viðj afnanlegi skopleikari I JOE E. BROWN, ásamt June Travis og Man j Mountain Dean (heims- j meistara í frjálsri glímu). ‘ Aukamynd: T Þegar skyldan ballar. | Amer. skopmynd, leikin af j Andy Clyde. 258 Wllttam McLeod Raine: mig nú! Þú mátt ekki fara þangað núna. Molly svaraði þessu með því að slá í Gypsy, svo að hann þaut á stökki upp hallann. Það gat vel verið að Taylor lægi þegar dauður á veginum, þarna uppi í skarðinu. Hún varð að hraða sér, hraða sér eins og hún gat. Hún kom að gilinu og hélt upp með skriðunni. Hún stanzaði, þegar hún sá vagninn, og leit athugandi í kring um sig. Enginn var sjáanlegur og ekkert benti til að þarna hefði verið framinn glæpur. Hún andaði léttara. En þá kom hún auga á svartan klút, sem hafði ver- ið notaður fyrir grímu. Hún fylltist aft- ur ótta, þvi að á klútnum var blóð. Molly beit á jaxlinn til að stilla sig. Hún mátti ekki láta þetta gera sig skelk- aða. Hún átti að einbeita sér til að hjálpa fanganum, ef hjálpin kom þá ekki of seint. Hún varð að hugsa skýrt og ákveðið og mátti ekki láta geðs- hræringuna hlaupa með sig í gönur. Hvað myndi faðir hennar gera? Hann myndi auðvitað rekja spor þeirra og veita þeim eftirför. Hún steig af baki og gekk varlega að vagninum. Sólar naut sjaldan í gilinu, og jarðvegurinn var þess vegna rakur eftir snjóinn. Þarna var mikið af förum, sum þeirra voru máð af öðrum, sem láu yfir þau. Nokkuð af þessum förum hlaut að vera Flóttamaðurinn frá Texas 259 eftir löggæzlumennina. Hún sá för eftir tvo menn niður götuslóðann. Förin eftir tærnar voru dýpri en förin eftir hæl- ana, svo þau hlutu að vera eftir Martin og félaga hans, en þeir forðuðu sér. Önnur spor lágu til klettanna, til hliðaT við götuna, og þeim fylgdi hún, en fór gætilega. Faðir hennar myndi brátt koma hingað og reyna að rekja sporin. Hún vildi ekki gera honum erf- iðara fyrir. Henni- lá við að gefast upp, uppi i klettunum, þvi að henni var ómögulegt að sjá förin þar. í litlum bolla sá hún merki þess, að hestar hefðu verið skild- ir þar eftir, en hún sá ekki hvað margir. En svo datt henni allt í einu 1 hug að lilifra upp á einhvern klettinn á brún- inni og þaut þegar af stað, stein af steini. Hún leit 1 kring um sig og sá vítt yfir, meðal klettóttra hæðanna. Hún sá hóp fénaðar á beit í einum dalnum, annað kvikt var ekki sjáan- legt. Hún var í þann veginn að fara niður aftur, þegar hún sá nokkuð, sem kom henni til að hrópa upp yfir sig af fögnuði. Þrír ríðandi menn komu upp úr dalverpi í hæðunum, fóru yfir lágan háls og hurfu niður i dalinn hinum megin. Tveir þessara manna voru vopn- aðir, því að Molly sá glampa á hlaup rifflanna í sólskininu. Sá þriðji reið Ný kennslubók í donskn Eftir eand. mag. Ágúst Sigurðsson. Bókin er byggð á nýjum kennsluaðferðum, og hefir höfundur þar notið aðstoðar beztu kennara og mál- fræðinga íslenzkra og danskra. í bókinni eru margar fallegar myndir. Fæst I öllum bókaverzlunum. — Aðalútsala: Bókaverzlun ísafoldarprentsmiöju. Tilkynnín tíl leígusala og leígutaka í Reykjavík. Menn eru alvarlega áminntir um það, að koma með leigu- samninga um húsnæði, gerða eftir 4. apríl s.l., til húsaleigunefhd- ar til samþykktar og ennfremur að láta nefndina meta leigu eftir ný hús og húsnæði, sem ekki hefir verið leigt áður. Menn mega búast við að verða látnir sæta sektum fyrir van- rækslu í þessu efni. Nefndinni sé látið í té samrit eða eftirrit leigusamninga, sem komið er með til samþykkis. Viðtalstími nefndarinnar er á hverjum mánudegi og mið- vikudegi kl. 5—7 síðdegis í bæjarþingstofunni. Reykjavík, 25. sept. 1939. HttSÁLEIGIJXEFND. inllfiliiFnr - llliiztliriliifnr. ACCUMULATOREN-FABRIK, DR. TH. S0NNENCHEIN. E.i. „ED»Aét hleður væntanlega í Genoa, Livorno og Neapel dagana 21. til 31. október til Reykjavíkur. Umboðsmenn á öllum höfnum Northern Shipping Ageney. Vegna takmarkaðs phiss í skipinu óskast tilkynningar um vörur SENDAR OSS SKRIF- LEGA þegar í stað. GUNNAR GUÐJÓNSSON skipamiðlari. — Símar 2201 og 5206. Gula bandið er bezta og ódýrasta smjörlíkið. 1 heUdsölu hjá Samband ísl.samvinnufélaga Sími 1080.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.