Tíminn - 28.09.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.09.1939, Blaðsíða 2
446 TÍMBVN, fimmtmlagiim 28. sept. 1939 112. blað begiir I>jóO%il|inii talar nm málefni Ifiássa ‘gímtnn Fimtudaginn 28. sept. ,Nú verður að spara' Þannig hljóðar fyrirsögn á rit- stjómargrein, sem birtist í Mbl. síðastl. þriðjudag. Fjallar hún um launagreiðslur ríkisins og sýnir vel úrræði og heilindi þeirra manna í launamálum, sem að Mbl. standa. Ein helzta sparnaðartillagan, sem þarna kemur fram, er sú, að Skipaútgerð ríkisins verði lögð níður og útgerð ríkisskipanna falin Eimskipafélagi íslands. Samkvæmt reikningum skipa- útgerðarinnar árið 1937 hefir skrifstofukostnaður sá, sem kemur á strandferðaskipin og varðskipin, numið 50 þús. kr. En þessi skip voru Esja, Súðin, Ægir, Þór og Gautur og nokkrir leigðir varðbátar. Skrifstofukostnaðinum var skipt þannig, að 34 þús. kr. voru færðar á reikning strandferð- anna sem kostnaður við Esju og Súðina. Áður en Skipaútgerðin tók til starfa, annaðist Eimskipafélagið útgerð Esju, sem var þá eina strandferðaskip ríkissjóðs. Fékk félagið fyrir það 34 þús. kr. eða jafnmikið og hliðstæður kostn- aður varð fyrir bæði strand- ferðaskip ríkisins 1937. í þessu sambandi er fróðlegt að athuga skrifstofukostnað Eimskipafélags íslands. Hann var samkvæmt reikningum fé- lagsins 1937 199 þús. kr. í Reykjavík og 34 þús. kr. í Kaup- mannahöfn eða samtals 233 þús. kr. Skip félagsins voru sex og svarar það til að skrifstofukostn- aður á skip hafi numið 39 þús. kr. eða nokkru meira en skrif- stofukostnaðurinn við bæði strandferðaskip ríkisins. Öllum, sem þekkja til skrif- stofukostnaðar við strandferða- og millilandasiglingar, mun koma saman um, að kostnaður- inn við strandferðirnar sé miklu meiri. Sendingarnar eru hlut- fallslega miklu fleiri og smærri og krefjast því meiri skrifstofu- kostnaðar. Þetta tvennt, sem hér hefir verið nefnt, ætti að gefa nægj- anlega ljóst til kynna, að það myndi enginn fjárhagslegur hagnaður fyrir ríkissjóð að leggja skrifstofuhald skipaút- gerðarinnar niður og fela það Eimskipafélaginu, þar sem skrif- stofukostnaðurinn er margfallt meiri. Ástæðan til hins mikla skrif- stofukostnaður hjá Eimskipafé- laginu er fyrst og fremst sú, að launagreiðslur eru þar langtum hærri. Má það heita hreinasta furða og er fullkomlega álasvert, að ríkið skuli veita félaginu skattfrelsi og mikinn fjárstyrk ár eftir ár, án þess, að leggja nokkrar hömlur á óhóf félagslns í launagreiðslum. Ætti næsta Al- þingi að láta það vera eitt verk- efni sitt að taka það mál til með- ferðar í sambandi við þær ráð- stafanir, sem það verður að gera til almenns spamaðar í launa- greiðslum sem öðru. Hitt er svo annað mál — og mun gefast tækifæri til að ræða það síðar — hvílík flónska og ó- verjandi glæframennska það væri, ef ríkið færi að afsala yfir- ráðum strandferðanna í hendur fámennrar klíku, sem nýlega hefir sýnt að hún metur vilja Alþingis að vettugi og þykist geta vaðið uppi með steytingi og offorsi og krafizt þess, að ríkið taki á sig ný og ný útgjöld til að mæta tekjuhallafyrirætlunum hennar. En því mega menn ekki gleyma, hversu annt sem þeim er um Eimskipafélagið sjálft, að yfirráð þess eru komin í hendur örfárra manna og félagið er því orðið mjög fjarri því uppruna- lega markmiði sínu, að vera fé- lag allrar þjóðarinnar. Og það verður það ekki aftur fyrr en komið hefir verið i framkvæmd þeirri hugmynd Jónasar Jóns- sonar i „Komandi ár“, að ríkið ætti að eiga meirahlutann af hlutabréfum félagsins eða ein- hverri svipaðri skipan. Þá væri hægt að tala um sameiningu Eimskipafélagsins og Skipaút- gerðarinnar, en fyrr ekki. Þá minnist Mbl. á nauðsyn þess að leggja niður skrifstofu ríkisspítalanna, sem blaðið segir Kommúnistarnir íslenzku hafa gengið í slæma gildru í skrifum sínum og umræðum um samn- inga Þjóðverja og Rússa. Enda er ekki að undra þótt erfið sé aðstaða þeirra, sem hampa vilja gerðum Rússa, sem einhverri dáð, er drýgð hafi verið í þágu friðar, lýðfrelsis og almenns réttlætis, ekki sízt eins og nú er komið. Árum saman hafa kommún- istarnir látið mikið yfir því, að sovétstjórnin í Rússlandi væri öruggasti verndari lýðræðis og að kosti 25 þús. kr. Þessi skrif- stofa annast allt bókhald Lands- spítalans, Vífilsstaðahælis, spít- alanna beggja á Kleppi og rann- sóknarstofu háskólans. Ætlast Mbl. til að bókhald þessara stofnana verði alveg lagt niður? Annað verður ekki séð af þessum skrifum. En öllum, sem til þekkja um reksturþessarastofnana.mun áreiðanlega koma saman um, að skrifstofuhaldinu verði ekkikom- ið fyrir með ódýrara móti. Þá gerir blaðið þá tillögu að bifreiðaeinkasalan, sem það seg- ir að kosti 20 þús. kr., verði lögð niður. Skyldi blaðið halda að kostnaðurinn við innflutninginn hefði orðið minni í höndum heildsalanna, og að hyggilegt sé nú, að taka upp gamla fyrir- komulagið og leyfa innflutning hvers konar bílategunda? Þessar og flestar aðrar sparn- aðartillögur Mbl. bera þess glögg merki, að það sem fyrir blaðinu vakir, er ekki spamaður. Það, sem fyrir því vakir, er að um- turna mörgu því, sem bezt hefir verið gert á undanförnum árum og til þess að koma þeim óskum sínum l framkvæmd, klæðir blaðið þær í sparnaðargerfi. En þegar betur er að gætt, kemur það 1 ljós, að þau vopn snúast einnig við í höndum blaðsins, þvi auk annars óhagræðis, myndi einnig skapast aukið óhóf og launaeyðsla, ef farið væri eftir tillögum þess. En jafnframt þvi, sem tillögur blaðsins, opinbera þennan til- gang, sýna þær annað. Allt glamur íhaldsblaðanna um launasparnað eru látalæti ein, því þau hafa engin raunhæf úr- ræði. Úr þeirri átt er því ekki að vænta viturlegra tillagna um þann sparnað, sem verða þarf í þessum efnum, enda hafa launagreiðslurnar hjá Fisksölu- samlaginu, Eimskipafélaginu og Reykjavíkurbæ ekki bent til þess, að slíks mætti vænta. Ég heyri mikið talað um það nú á tímum, að ástandið sé vont hjá íslenzku þjóðinni. Það sé alltaf að versna. Ég fæ ekki skilið að svo sé, því að í ungdæmi mínu var búsvelta hjá allmörgum bændum, þegar kom fram á veturinn, en nú hafa allir nægilegt að bíta og brenna. Það getur verið, að átt sé við andlegu hliðina, því að í þá daga var messað I kirkjunum á hverj- um helgum degi fyrir fullu húsi eða svo var það hér í Gaulverja- bæ, en nú þegar messað er, má segja að kirkjan sé tóm. Enginn kennir það prestinum, söfnuð- urinn er ánægður með hann. Sumir kenna þettað tómlæti kirkjuferðanna útvarpinu. Ég geri það ekki, því að strjálar voru kirkjuferðir hér áður en frelsis og Rússland væri hið eina ríki, sem nokkuð væri á að byggja í þeim efnum. Það hefði í rauninni eitt hugdirfð og festu til að sporna við yfirgangi og ofbeldishneigð, sem einræðis- ríkin hefðu í frammi. Enn er mönnum í minni það ráð komm- múnistaforsprakkanna, að ís- lenzka ríkið ætti að leita eftir vernd Rússlands og ábyrgð á sjálfstæði sínu. Sjálfsagt telja þeir enn, að okkur væri það ekki óverulegur styrkur að geta hampað slíkri vernd og ábyrgð. Seint í ágústmánuði opinber- uðu Þjóðverjar og Rússar sátt- mála sín á milli og Rússar játuð- ust, svo sem í ljós er komið, und- ir það, að hamla því i engu, að Þjóðverjar gætu farið sínu fram í sambúðinni við hin vestrænu ríki. Virða má það kommúnist- unum hér á íslandi til vorkunn- ar, að þeim hafi verið þung sporin, að varpa trúnni á hið rússneska hjálpræði fyrir borð. Að þeim hafi hrosið hugur við, að sópa því öllu á gleymskunn- ar sjó, sem þeir höfðu að undan- förnu lagt mesta stund á að boða gjörvöllum lýðnum. Sú af- staða, sem þeir tóku, kann því að vera mannleg, en hún er fjarri þvi að vera stórmannleg. Það er mjög að líkum, að túlk- un Þjóðviljans á þýzk-rússneska samningnum, aðdraganda hans, gildi hans og afleiðingum og þýðingu hans fyrir fólk, sem bindur vonix sínar við réttlæti í samskiptum þjóð og einstak- linga, séu með undarlegum hætti. Og viðbúið er að sumt af því, sem kommúnistaforsprakk- arnir hafa haft um þessi mál að segja, verði þeirra málstað til lítils framdráttar né ábata. Hinn 23. ágústmánaðar flutti Þjóðviljinn þá fregn, að þýzk-rússneskur samningur væri í uppsiglingu. í gleiðletraðri fyr- irsögn var það strax tekið fram, til þess að fyrirbyggj a þann mis- skilning, að Sovét-Rússland ætl- aði að hliðra til fyrir nazistum, að samningarnir ættu „að falla úr gildi, ef Hitlersstjórnin frem- ur ofbeldisverk." Hinn 1. sept- ember hófst innrás Þjóðverja 1 Pólland. Hafi þar verið um of- beldisverk að ræða af hálfu Þjóðverja, átti sáttmáli þeirra við Rússa að falla úr gildi, sam- kvæmt heimild Þjóðviljans, sem af pólitískum ástæðum á hæg- asta aðstöðu um að flytja rétt- ar fregnir af stjórnarathöfnum í Rússlandi, ef í engu hefði ver- ið hvikað frá vegi sannleikans í útvarpstækin náðu útbreiðslu. En að samkomuhúsunum koma hópar af fólki úr öllum áttum í messulokin, ef skemmtun á að vera. Ég dæmi ekki um, hvort þessar illa sóttu messugerðir og vel sóttu skemmtanir eru fram- för eða afturför á andlega vísu. Ég mun hafa verið á þriðja árinu, þegar ég fyrst man eftir mér. Faðir minn hafði þá legið í taugaveikinni allt sumarið og mér var komið fyrir á næsta bæ, Syðri-Gegnishólum. Ég er fædd- ur og uppalinn á Arnarhóli og var þar hjá foreldrum mínum, þar til ég var kominn yfir þrí- tugt, og fór að búa í VoTsabæ. Ég man þegar konan, sem ég var hjá, skilaði mér heim aftur. Hún hélt á mér í kjöltu sinni á einu rúmi i baðstofunni. Mér er fréttaflutningi og fréttaskýring- um blaðsins 23. ágústmánaðar. Hinn 1. septembermánaðar sam- þykkti þó hið svokallaða þing Sovétríkjanna sáttmálann og enn er hann í góðu gildi. Fyrir skömmu síðan lét svo sovétstjórnin rauða herinn hefja innrás í Pólland og er sú at- höfn mikil dáð i þágu friðar og réttlætishugsjóna í munni Þjóð- viljamanna. Hinn 7. septembermánaðar flytur Þjóðviljinn háttvirtum lesendum þær skýringar á til- orðning sáttmálans, að Hitler hafi orðið að „láta Ribbentrop fljúga til Moskva til að biðja um frið.“ Með skírskotun til árang- ursins, sem varð af „bónarför" Ribbentrops, virðist valdstjórnin í Moskva eiga erfitt um að neita framandi sendimönnum um bón sína, ef vel er að henni farið. Einhverjum öðrum en feðrum Þjóðviljans hefði þótt það full- mikil greiðasemi af Rússum, að fórna hinu mikla hlutverki, sem kommúnistar hér höfðu áður ætlað þeim, fyrir bænarorð út- lends manns, ekki sízt ef það er rétt, sem sagt er I Þjóðviljanum daginn eftir, að stríðið hafi „beinlínis verið undirbúið af þýzka fasismanum.“ En sé það rétt, að Ribbentrop hafi beðið Þjóðverjum friðar og borið slíka bón fram við Stalin og Molotov, þá er víst af því, er síðan hefir gerzt, að þeir hafa ekki látið hann snúa bónleiðan heim. 25. ágústmánaðar vekur Þjóð- viljinn athygli almennings á því, að forsvarsmenn sovétríkjanna hafi ákveðið „að láta ekki fórna Kína á sama hátt og Spáni, en á því var Chamberlain byrjaður með samningum við Japani,“ segir blaðið. Var þetta sjónar- mið, að sögn Þjóðviljans, eitt af mörgum heillavænlegum, sem fyrir Rússum vakti, er þeir gerðu þýzka sáttmálann. Með honum var „árásarríkið Japan einangr- að.“ Nýlegar fregnir herma þó, að góð vinátta sé að takast með Rússum og Japönum og koma þær ekki vel heim við þá stað- hæfingu kommúnistablaðsins hér, að einangrun Japans hafi verið Rússum þýðingarmikið markmið. Væntanlega snúast þessir samningar þó ekki um það, að fórna rétti Kínverja á altari japanskra og rússneskra hagsmuna? Úr því fæst skorið síðar. Hinn 13. septembermánaðar svarar Þjóðviljinn þeirri spurn- ingu sinni, „hvort sovétríkin hafi með samningi þessum brugðizt heimsverkalýðnum," á þá leið, að hann sé sigur, sem „getur haft hinar stórkostlegu afleið- ingar í för með sér í frelsisbar- áttu allra undirokaðra þjóða.“ Hvort undirokun Pólverja, sem Rússar ætla að gera sitt til að þyngja, verði sjálfstæðisbaráttu frelsisvana þjóða til uppörvun- sagt að ég hafi þá verið á þriðja árinu. Svo leið tímabil að ég man ekkert hvað gerðist, þar til ég fer að hafa hugmynd um að for- eldrar mínir séu mjög fátækir. Ég var oft svangur, við vorum 11 systkinin, foreldrar bjuggu þá á hálfum Arnarhólnum, sem er lítil jörð, höfðu 3 til 4 kýr og um 20 kindur. Það mundi þykja lítil áhöfn nú til að framfleyta 13 manna fjölskyldu. En faðir minn hafði meiri tekjur, hann réri á Loftsstöðum og fiskaði oft sæmi- lega vel; mest var það ýsa. Allt var hirt, hausar, svil og sund- magi. Hausarnir voru hertir og borðaðir harðir, það sem ekki hafðist undan að borða nýtt. Ekki mátti faðir minn leggja all- an hlut sinn 1 búið, heldur varð hann að salta ýsuna, til að borga með búðarskuldir, sem ekki var hægt að verjast. Lágt verð var á ýsunni, 28—32 kr. skpd. að mig minnir. Það var markmið föður míns, að berjast við að borga upp skuldina einu sinni á ári, enda fékk hann alltaf eitthvað út i reikning sinn, en smáar munu úttektirnar hafa verið. Það þótti góður aðdráttur, ef hann kom með eina skeffu (25 pund) af rúgi úr kaupstaðnum. Einu sinni man ég eftir miklum aðdrætti hjá föður mínum fyrir sláttinn. Það hefir víst látið eitt- hvað betur í ári þá en á öðrum tímum. Þá fluttist rúgmjölið í trétunnum, kvartélum og hálf- tunnum. Hann kom með mjöl- kvartél og 6 pund af kandís- sykri úr kaupstaðnum. Þetta Benzmsparnaður og skemmtiierðír Fyrir skömmu var sú ríkis- stjórnartilskipun útgefin, að takmarka skyldi mjög bensín- notkun, með tilliti til yfirvof- andi innflutningsörðugleika á því, af völdum ófriðarins. Skyldi óheimilt að selja einkabílum bensín og leigubílum aðeins til nauðsynj aaksturs. Á þeim alvarlegu tímum, sem nú virðast fara í hönd, hvað all- an innflutning snertir, og það jafnvel á lífsnauðsynjum, var þessari ráðstöfun, eins og öðrum, sem gerðar hafa verið, til að tryggja íslenzku þjóðina, tekið með fullri alvöru og skilningi á nauðsyn þess. Því verður það nú, að óbreytt- um kringumstæðum, að áteljast, að sú tilslökun skuli hafa verið gerð, að heimila bílum að aka sérstaklega á skemmtisamkom- ur. Virðist lítil ástæða til slíkr- ar undanþágu, og nauðsynja- laust. Verður það líka til þess, að almenningur tapar virðingu fyrir þeim reglum, sem settar eru, þegar hann sér, að þeim er alvörulaust framfylgt. Ekkert er þó skaðlegra, og einkum nú, þegar hin brýnasta þörf er á að vekja hugsun hvers borgara á, að þjóðin standi nú strax fast saman, sem einn maður, um all- ar nauðsynlegar ráðstafanir, sem gerðar verða til þess að tryggja afkomu hennar, meðan á styrjöldinni stendur. Sé hún ekki fær um að leggja á sig nokkrar hömlur með bílaakstur, meðan teljast verður nauðsyn- legt, þá mun henni veitast örð- ugt að mæta öðrum erfiðari viðfangsefnum, sem geta þó komið til með að krefjast meiri sjálfsafneitunar. K. H. ar, skal ósagt látið. En ver læt- ur það þó í eyrum, að þeim hluta verkalýðsins, sem er í nöp við stjórnarfar Þjóðverja eða óttast það, sé greiði gerr með því að stuðla að sigurgöngu nazism- ans um Norðurálfu. Þannig er sama hvar á er drepið á skrif Þjóðviljans um Rússlandsmálin. í hvert skipti, sem kommúnistaforsprakkarnir hafa stungið niður penna til þess að réttlæta framferði rauðlið- anna rússnesku, hafa þeir flækt sig í neti botnlausra ósanninda. Enginn getur hjá því sneitt, að hvarvetna kemur fram, að þeir eru að seilast til þess að blekkja þá, sem þykjast vera að fræða. En þótt dálkar Þjóðviljans séu fylltir með fárlegum missögnum um heimsviðburðina, þá sér meginþorri fólksins, sem góð- gætið er ætlað, áreiðanlega við undanbrögðunum og Þjóðviljinn og kommúnistarnir uppskera verðuga fyrirlitningu. mun hafa dugað sláttinn út handa 13 manns. í þá daga voru litlir matjurta- garðar. Helzt voru það gulrófur, sem ræktaðar voru. Það þótti sjálfsagt að hirða allt kál af róf- unum; var það soðið og súrsað niður í tunnur eða kagga á haustin, og haft svo saman við flóaða mjólk á veturna. Það þótti sæmilega góð fæða. Líka þótti sjálfsagt að draga að sér söl fyrir veturinn. Aðalfæðið okkar á veturna var súrkál og mjólk, söl og harðfiskur, þó af skornum skammti, og gulrófur. Til viðbits var aðallega lýsi, þvi að tólg var ekki hægt að kaupa. Háfur og skötumagar voru líka borðaðir. Það var sú lélegasta fæða, sem ég hefi lagt mér til munns. Á sumrin fengum við smjör til viðbits eftir að búið var að færa frá þessum fáu ám, en smár þætti sá skammtur nú. í þá daga var lítið um kökur með kaffi, aðeins lummur úr möluðu bankabyggi, tvíbökur, skonrok og kringlur. Hveiti mun þá ekki hafa verið flutt til landsins, eða ekki sást það á Arnarhóli. Einu sinni kom hingað til landsins gjafakorn frá Dana- konungi, að því er sagt var. Það mun hafa verið eftir harða vet- urinn og vorið 1882. Faðir minn fékk einhvern skerf af þvi, en ekki man ég hve það var mikið. Það var rúgur, og var malað og haft út á graut á daginn, á þorr- anum. Það þótti drýgra að hafa það í graut heldur en í brauð. Þetta þótti góður fengur. Þegar búið var að elda grautinn á dag- Hver kom með tillöguna? í smágrein um fimmtugsaf- mæli Kaupfélags Skagfirðinga, sem birtist í Tímanum fyrir nokkru, gat ég þess, að núver- andi nafn á landssamtökum samvinnumanna, Samband ís- lenzkra samvinnufélaga, hefði verið ákveðið á Sauðárkróki 1910. Nokkru seinna birtist 1 Tímanum athugasemd við greinina, þar sem því er haldið fram, að nafnið hafi verið á- kveðið á aðalfundi Sambands- ins í Reykjavík, væntanlega 1909, samkvæmt tillögu frá Birni í Grafarholti. Mér þykir því rétt að skýra frá gangi málsins, samkvæmt þeim gögnum, sem fyrir liggja. En þau eru fundargerðir Sam- bandskaupfélags fslands, sem birtar voru í Tímariti kaupfélag- anna árlega. Á aðalfundi Sambandskaupfé- lags íslands, sem haldinn var í Reykjavík 1909, var kosin þriggja manna nefnd til að at- huga lög Sambandskaupfélags- ins. í nefndinni voru: Guðjón Guðlaugsson, Hólmavík, séra Hálfdán Guðjónsson, Breiðaból- stað og Jósep Jónsson, Melum. Nefndin kom með allmargar tillögur til breytinga á lögunum. Tillögur þessar voru ræddar ít- arlega síðar á fundinum og komu undir umræðunum enn fram nokkrar breytingatillög- ur. Þær tillögur, sem fundurinn gat fellt sig við, voru síðan sendar til deilda sambandsfé- lagsins til athugunar. Meðal þeirra var tillaga um að breyta nafni félagsins, Sambandskaup- félag íslands, í Samband ís- lenzkra samvinnufélaga. Tillög- urnar voru síðan aftur teknar til umræðu á aðalfundi Sam- bandskaupfélagsins 1910, sem haldinn var á Sauðárkróki. Þar var endanlega ákveðið að kalla félagið Samband íslenzkra sam- vinnufélaga, sem það hefir heit- ið síðan. Af fundargerðunum er ekki hægt að sjá hver átti tillöguna að hinu nýja nafni. En á fund- inum í Reykjavík, þar sem til- lagan kom fyrst fram, var Björn í Grafarholti mættur, sem gest- ur fyrir hönd Kaupfélags Kjós- arsýslu. Er ekki ólíklegt, að hann hafi verið tillögumaðurinn, því að hann er orðhagur vel. Þetta atvik kemur mér til að minnast, hve þörfin er orðin brýn, að þeir menn, sem störf- uðu að samvinnumálum víðs- vegar um landið um og eftir aldamótin og enn eru lifandi, haldi til haga öllum skjölum og skilríkjum, er snerta sögu kaup- félaganna á þeim árum og færi í letur endurminningar um störf (Framh. á 3. siðu) inn máttum við krakkarnir ekki borða hann fyrr en hann var bú- inn að rjúka, á meðan passíu- sálmurinn var lesinn, og móður minni dugði ekki að lesa sálminn heldur varð hún að syngja hann og lét okkur krakkana syngja með sér og hafði prjón við lín- una. Ég get hugsað mér, að sá söngur þætti ekki eftir réttum nótum nú á tímum. Mig rekur minni til þess, að ég hafi hugsað meira um grautinn í askinum heldur en lesturinn. Ekki mátt- um við bragða á grautnum fyrr en við höfðum sagt: „Guð blessi mig og mína fæðu I Jesú nafni, amen.“ Móðir mín sagði, að við ættum að signa okkur og lesa faðirvorið í hvert skipti, þegar við færum að heiman; okkur gengi þá ferðin betur. Mér flýgur þetta oft í hug, þeg- ar ég fer að heiman. Ekki var sæng eða koddi í neinu rúmi, nema einhverjar dulur hjá foreldrum mínum. Ég hafði duggarapeysuna mína,sem ég var í daglega, fyrir kodda og sneri henni við til að hafa rang- hverfuna, sem var hreinni, við vangann og svaf vært. Þegar kalt var á vetrum, hlúði pabbi oft að okkur á kveldin, þegar við vorum háttuð, og bætti þá ofan á okkur pokum. Foreldrar mínir unnu mikið. Móðir mín sat við ullarvinnu allan veturinn fram að vertíð. Þá tók hún við fénaðarhirðing- unni, þegar pabbi fór að róa. Hún var að reyna að halda okk- ur krökkunum óskemmdum fyr- ir kulda og vosbúð, en faðir minn Jason Steinpórsson: Nokkrar endurmínningar Á síðastliffnxtm vetri átti Búnaðarfélag Gaulverjabæjar- hrepps 50 ára afmæli og var þess minnst meff samsæti, sem haldiff var þar í sveitinni. Margar ræffur voru fluttar. Meffal ræffumanna var Jason Steinþórsson bóndi í Vorsabæ, en hann var í tilefni af afmælinu sæmdur sérstökum heiffurs- verfflaunum fyrir búhyggindi. í ræffu sinni rif jaði hann upp ýmsar endurminningar frá uppvexti sínum. Ræffa Jasonar var ekki skrifuff, en hann hefir nú orðiff viff þeim tilmælum Tímans aff skrifa hana upp eftir minni og aukið ýmsu inn í hana. Má telja vafalaust, aff mörgum þeim, sem ungir eru, þyki þessar endurminningar hans athyglisverffar. Foreldrar hans voru mjög fátækir, oft mikil þröng í búi og mikil ómegff barna. En öll hafa þau systkini komizt vel til manns og reynzt dugnaffar- og atorkufólk, langt um fram meffallag, þrátt fyrir kröpp kjör og fátæklegt viffurværi á æskuárum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.