Tíminn - 28.09.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.09.1939, Blaðsíða 3
112. bla» TfMEVIV, fimmtMdajglmi 28. sept. 1939 447 B Æ K U R í Ijósaskiptum. Nýlega hefir komið út lítil bók dulrænna sagna, er skrásett hef- ir Friðgeir H. Berg á Akureyri. Útgefandi er Þorstein M. Jónsson á Akureyri. Sagnirnar í bók þessari eru alls fjórtán, og herma frá at- burðum, er gerzt hafa á síðustu áratugum og jafnvel síðustu ár- um. Langflestir atburðirnir ger- ast að sjálfsögðu hér á landi, en þó er ein frásögnin um Þorgeirs- bola í Vesturheimi. Sagnir þessar eru lipurlega skráðar og skemmtilega, svo sem vænta mátti. Yfir landamærin? HENGING MÍN. í síðasta tölublaði Tímans er svo frá skýrt, að ég hafi heitið því að hengja mig, ef Rússar réðust á Pólland. Þetta er ekki rétt eftir mér haft. Það, sem ég sagði og það í votta viðurvist, var þetta: Ef Rússar fara í stríð með naz- istum, þá hengi ég mig. Og það, sem ég meinti, nánar sagt, það var: ef þeir færu með herafla til þess að hjálpa nazistum gegn lýðveldum Vestur-Evrópu og í því skyni að gera þá að endan- legum sigurvegurum i styrjöld- inni. Þessa leiðréttingu bið ég yður að birta í næsta tölublaði Tím- ans. Vinsamlegast. Reykjavík, 23. september 1939. Þórbergur Þórðarson. Hver kom með tíllöguua ? (Framh. af 2. siðu) þeirra hver úr sínu byggðarlagi. Mörg af félögunum, sem þá voru starfandi eru nú liðin undir lok og hefir þeirra verið að litlu get- ið að undanförnu. En þau sköp- uðu jarðveginn fyrir samvinnu- hreyfinguna, sem nú er starf- andi og höfðu á margan hátt áhrif til viðreisnar og menning- ar. Kaflinn um þá brautryðj- endur, sem störfuðu á þessum árum, má því ekki falla úr sam- vinnusögu íslands, þegar hún verður skrifuð síðar meir, sökum þess að láðst hafi að geyma heimildarritin. Heppilegast væri að öll gögn og allar heimildir um félögin, væru send þjóðskjala- safninu eða Sambandi íslenzkra samvinnufélaga, sem myndi geyma þau, þangað til tækifæri gefst til að vinna úr þeim. Ragnar Ólafsson. ÍÞRÓTTIR Áhngamaður nm íþróttamál. Tímanum hefir nýlega bor- izt eintak af riti, er nefnist íþróttamál, og gefið er út af Jóni Benediktssyni prentara á Akureyri. Fjallar það um Glímu- félagið Ármann í Reykjavík og starfsemi þess og er að öðru leyti uppörfun og hvatning til framkvæmda á sviði íþrótta- málanna. Jón Bene- diktsson hefir sem kunnugt er lengi haft vak- andi áhuga á í- þróttamálum. - Meðal annars barðist hann manna mest fyrir endurbótum á sundlauginni á Akureyri og leiðslu heita vatns- ins þangað og innti sjálfur sjálfboðavinnu af höndum við þær framkvæmdir. Hin síðustu ár hefir hann beitt sér mjög fyrir því að byggt verði gott íþróttahús á Akur- eyri. Þar er nú ekkert nothæft íþróttahús til. Hann hefir manna ötulast gengið fram í því að safna fé til þessarar fyr- irhuguðu byggingar, bæði gefið út bækur og rit til ágóða fyrir íþróttahúsið og beitzt fyrir fjár- öflun á annan hátt, og skrifað mikið um málið, og allt það fé, er inn kemur fyrir rit hans, rennur óskipt til íþróttahússins. Nú er Jón að gangast fyrir því að stofnað verði til happdrættis vegna hins fyrirhugaða íþrótta- húss. Gæti brennandi áhugi Jóns og dugnaður á sviði íþróttamál- anna verið ýmsum yngri mönn- um til fyrirmyndar. lniilioimtnmcun Timans. Munið að haustið er rétti tím- inn til þess að innheimta blað- gjöld Tímans og vinna fyrir hann á annan hátt. Haustið veitir mörg tækifæri til þess að hitta menn að máli í réttum, sláturtíð og á fundum og sam- komum. — Tfminn er nú bezta og ódýrasta blað, sem fólk í dreifbýlinu hefir völ á. Vinnið ötullega fyrir Tímann. Sendið innheimtu blaðsins í Reykjavík greinargerð um inn- heimtuna sem fyrst. Hvert greitt árgjald er mikill styrkur og hver nýr kaupandi stór ávinningur. eldaði matinn á veturna. Ég var látinn vaka yfir túninu á næt- urnar á vorin, því að það var allt ógirt. Þá fékk ég harðfisk til matar á næturnar og nýmjólk- urbolla með; ég hafði þá ekki lyst á lýsi til viðbits. Aldrei voru kökur eða brauð nema lítils háttar á hátíðum og um sláttinn. Á hvítasunnu- nótt fékk ég hálfa flatbrauðs- köku. — En þrátt fyrir þetta lélega fæði, er ég enn ekki far- inn að missa eina tönn sökum .tannpínu. Foreldrar mínir voru alltaf að yerjast því að fara á sveitina. Þeir, sem voru á sveitinni, voru í mikilli niðurlægingu í þá daga. Þó kom að því, að þau sögðu sig til sveitar. Mun það meðal ann- ars hafa verið fyrir áeggj an þess þjóðfræga mann, séra Páls Sig- urðssonar, sem þá var prestur í Gaulverjabæ. Hann gat ekki vit- að, að við krakkarnir liðum sult, því að það mun hafa séð á okkur á veturna og vorin,en suma tíma ársins fengum við nægilegt að borða. Séra Páll var okkur mjög góðuT. Kom hann stundum að Arnarhóli og spjallaði þá við móður mina um ýmislegt, biblí- una og Jónsbók. Ég held, að móðir mín hafi kunnað Jónsbók spjalda á milli, því að þegar hún var að lesa, sem hún gerði á hverjum helgum degi allt árið, gat hún haldið áfram lestrinum, meðan hún fletti við, jafnvel þótt henni gengi það illa, eftir að hún varð dauffingruð. Séra Páll fermdi mig og ég var í miklu uppáhaldi hjá hon- um. Hann var að tala um að fara að kenna mér eftir ferminguna, en þá dó hann og ekkert varð úr meira námi, sem betur fór, því að þá hefði ég orðið meira á rangri hillu heldur en ég er þó nú. Það er öll mín skólamenntun, að hafa alizt upp í svona mikilli fátækt og ég held, að sú mennt- un hafi verið mér góð, því að ég lærði að lifa sparlega og að fara vel með lítil efni. Ég man vel eftir fermingar- fötunum mínum. Það voru sauð- gráar vaðmálsbuxur, úlpa úr svörtu vaðmáli, hneppt með ein- um hnapp upp í hálsinn, með Ijósleitan sirsklút um hálsinn og hvitbryddaða sauðskinnsskó á fótunum. Úlpan var orðin snjáð því að áður var búið að ferma Sigurjón bróður minn i henni og hann búinn að nota hana til spari, en hann er hálfu þriðja ári eldrl en ég. Ég var ánægður með þessi föt. Ég var bara að hugsa um að verða maður og geta unnið, geta slegið, látið upp bagga og tekið í árina, þeg- ar ég færi að róa. Ég man er faðlr minn kom af hreppsnefndarfundinum, þeg- ar hann sagði sig til sveitar. Hreppsnefndin veitti hjálpina með því að skrifa eitt barnið á sveitina. Fyrir því varð systir mín, sem mun hafa verið kring um fimm ára gömul. Þegar faðir minn var að segja frá þessu, þegar hann kom heim af fundinum, var telpan á gangi á gólfinu, kemur að hnjám móðir sinnar og segir: „Mamma, á ég þá að fara frá ykkur. Þá fór móðir mln að gráta, tekur telp- (Framh. á 4. siOu) Víðtal við ríthöfund: Guðmundur Daníelsson frá Guttorms- haga segír þættí úr æfísögu sinni FRAMHALD — Geta menn stundað skáld- skap i hjáverkum? — Eins og ég hefi þegar tekið fram eru öll mín ritstörf hingað til unnin I hjáverkum, en því fer fjarri að ég telji það tima- bært að svara þessari spurningu út frá eigin reynslu. Annars er rað alkunnugt, að flestir íslenzk- ir rithöfundar hafa orðið að stunda skáldskap sinn í frí- stundum sínum meðan aðrir ýmist skemmtu sér, hvíldust eða sváfu. Samt sem áður eigum við þó bókmenntir sambærilegar við bókmenntir annarra þjóða. Eng- inn skyldi þó láta sér detta í hug,. að listin, hvort heldur er í þessu formi eða öðru, sé svo auð- veld viðfangs, að hægt sé að ná á henni tökum án mikils tíma eða ástundunar. Hún er ströng og stolt og krefst stórra fórna af dýrkendum sínum. Að þessu athuguðu er það ekkert óeðlilegt, hve mörg íslenzk skáld hafa orðið að flýja land til þess að sigra heiminn og hvað mörg þeirra, sem heima sátu, hafa þagnað eftir nokkrar árangurs- lausar tilraunir í þá átt að ná því marki, sem allir listamenn þrá. Ég held þess vegna að það sé aðeins á færi afburðamanna að ná nokkrum verulegum árangri í skáldskap hér á landi með þeirri aðstöðu, sem lang- flestir þeirra hafa við að búa. —Hvernig hagar þú vinnu- brögðum þínum venjulega? — Eins og þér er kannskekunn- ugt um hefi ég verið skólastjóri á Suðureyri í Súgandafirði sið- an í fyrra haust. Þar eyði ég dögunum venjulega á eftirfar- andi hátt: Kl. 7 f. h. vakna ég og er kom- inn í skólann kl. 8. — Kl. 2 e. h. er kennslunni oftast lokið og næstu 1—2 klukkutímana nota ég til að fara í gegnum stíla og annað í þágu skólans. Kl. 4 stundvíslega byrja ég að skrifa og vinn í lotu til kl. 7. Tímann frá kvöldverði til kl. 11.30 nota ég til lærdóms (t.d. tungumála- lesturs) og lesturs góðra skáld- verka. Þannig notast vel að tim- anum. Ég hefi ákaflega góða heilsu og gott vinnuþrek. Það er hægt að afkasta miklu, ef maður er léttlyndur og trúir á fram- tíðina og sjálfan sig. — Hvaða höfundar hafa að þínum dómi haft mest áhrif á þig? — Það væri mjög heimsku- legt af ungum rithöfundi að þræta fyrir það, að hann hefði orðið fyrir áhrifum af öðrum. Annað væri óhugsandi. Maður verður að lesa mikið — mjög mikið og blátt áfram að læra til verka. Meðfæddir hæfileikar verða að engu, ef kunnáttu til að beita þeim er ekki aflað. Það er aftur á móti skaðlegt fyrir byrj- endur að þrautlesa einhvern á- kveðinn höfund, einkanlega ef sá höfundur er sérkennilegur, því þá er hætt við að frumsmíð- in verði lituð þessum aðfengnu sérkennum og tefji fyrir per- sónuleika-þroska byrjandans. Margir ritdómarar hafa borið mér á brýn einmitt þessa synd, talið kenna hjá mér óhæfilega mikilla áhrifa frá Kiljan. Þetta er að nokkru rétt, hvað tvær fyrstu skáldsögurnar snertir, en mér þykir mjög hæp- ið, að Kiljan eigi mikið í þeirri þriðju „Gegnum lystigarðinn". Hitt væri sönnu nær, að ég hefði um það leytið drukkið í mig full- mikið af þeim sömu „litereru" veigum, sem Kiljan sjálfur hefir bergt af áður en hann gerðist nýbrotsmaður í islenzkri bók- menntaiðju. Annars virðist það vera komið upp í vana hjá al- menningi að ættfæra allt nýja- bragð í skáldskap til Kilj ans, rétt eins og hann sé eini skrifandi maðurinn í öllum heiminum. En hvað sem því líður, þá er það auðvitað lágmarkskrafan, sem gera verður til hvers rithöfund- ar, sem kominn er af byrjunar- skeiðinu, að hann hermi ekki eftir öðrum. Hann þarf að til- einka sér svo vel, það sem hann hefir lært, að upp af því spretti alveg nýr gróður, sem hvergi hefði getað vaxið annars staðar. Hann þarf að eignast svo fast- an og persónulegan stíl, að hver meðalgreindur maður þekki svipmótið hans í hverri línu, enda þótt hann hafi ekkert nafn til leiðbeiningar. Ef ég ætti svo að síðustu að nefna ein- hverja þeirra erlendu höfunda, sem helzt hefðu haft áhrif á mig, þá mundi ég benda á slaf- nesku höfundana gömlu, pólsku og rússnesku, og svo yngstu höfunda Ameríkumanna. Nú er ég t. d. að lesa William Faulkner. Hann er tvímælalaust með mestu skáldum heimsins I dag. k * .<»ailll'osv fer héðan í kvöld kl. 10 til Vest- f jarða og Akureyrar. Bókaútgáía S. U. F. biður umboðsmenn sína að leggja sig fram um söfnun á- skrifenda að næsta bindi ritgerðasafns Jónasar Jónssonar. AHa áskriftalista þarf að senda innan skamms til Jóns Helgasonar, pósthólf 961, Reykjavík. Verð bókarinnar er 5 krónur óbundin, 7,50 í bandi. A, A, A A & A A - Míðbæjarskólínn. Ellefu, tólf og þrettán ára börn, sem sækja eiga Miðbæjar- skólann í vetur, komi í skólann eins og hér greinir: Föstudaginn 29. september, klukkan 8 árdegis komi þrettán ára börn, klukkan 10 tólf ára börn og klukkan 1 síðdegis ellefu ára börn. Héraðslæknir skoðar börnin 30. september, og koma 13 ára drengir klukkan 8 árdegis, 13 ára stúlkur klukkan 9 y2, 12 ára drengir klukkan 11, 12 árastúlkur klukkan 1 y2, 11 ára drengir klukkan 3 og 11 árastúlkur og önnur börn, sem þá eru óskoðuð, klukkan 4y2- Undirritaður sinnir viðtölum í skólahúsinu klukkan 11 til 12 árdegis og 5 til 6 síðdegis, sími 4862. Hallgrímur Jónsson skólastjóri. w Utsvðr. - Dráttarvextír. Áú um mánaðamótin fellur síðasti hluti átsvara til bæjarsjóðs Reykjavíkur árið 1939 í gjalddaga. Jafnframt falla drátt- arvextir á þriðja hluta útsvaranna. f október verða gerð lögtök hjá þeim, sem hafa ekki greitt a. m. k. þrjá fimmtu hluta útsvarsins. Borgarrítarinn. IðmkóHnn i Reykjauík verður settur mánudaginn 2. október, kl. 61/2 síðdcgis, í baðstofu iðnaðarmanna. — Að skóla- setningu lokinni hefjast inntökupróf og bekkjapróf. SKÓLASTJÓRIM. Til auglýsenda. Tíminn er gefinn út í fleiri eintökum en nokkurt annað blað á íslandi. Gildi cdmennra auglýsinga er í hlutfálli við þann fjölda manna, er les þœr. Tíminn er öruggasta boðleiðin til flestra neytend- anna í landinu. — Þeir, sem vilja kynna vörur sínar sem flestum, auglýsa þær þess vegna í Tímanum 264 William McLeod Raine: FlóttamaSurinn frá Texas 261 — Annars hefðir þú orðið önnum kaf- inn með svipuna aftur, þegar ég hefði komið, eða hvað, sagði hann. — Ætlar þú að standa upp í hárinu á mér Brad, eða hvað, hvæsti Oakland. — Ónei, Clem. En ef ég á kaup við einhvern, kann ég betur við að vita hvar ég stend. Eða heldur þú að þú get- ir keyrt okkur alla með svipunni? Mosby óx hugrekki við ögrun Deans. — Fjandinn fjærri mér! Clem hefir ekkert leyfi til að haga sér þannig. Oakland vissi að hann hafði gengið of langt. Hann leit niður fyrir fætur sér og gretti sig, en kom svo með at- hugasemd, sem hægt var að taka sem afsökun, • ef menn vildu: — Hann sagði að ég væri hræddur. Það get ég andskotann ekki þolað. Dean snéri sér að fanganum og sagði háðslega: — Þetta er aðeins örlítill skoðana- munur, herra Barnett. Strákunum þyk- ir í raun og veru afar vænt hvorum um annan, en stundum jafna þeir ágrein- ing með dálítið undarlegum hætti. — Þú ert einn af piltum þessa þræl- mennis, býst ég við, sagði Taylor lágt. — Ert þú hér kominn til þess að hjálpa honum að myrða mig? Dean settist á hækjur sér, eins og kúrekum er titt. Á svip hans var helzt hann hafði fyrir hitt, og grimmd hans átti rætur í eðlinu. í hug Montanabóndans var Taylor þegar dauður, en aðeins var eftir að losna við hann. Það sem fanginn girnt- ist að vita, var hvenær og hvernig þetta ætti að ske. Clem hafði ekkert látið uppskátt ennþá. Hann hafði enga skýr- ingu gefið á því, hvers vegna hann hafði dregizt með dauðadæmdan mann alla þessa leið. Litli, gamli maðurinn, með sljóa and- litið og svinsaugun, virtist heita Jess Mosley. Það var auðséð, að hann hataði Oakland, jafnvel þó hann tæki þátt í bellibrögðum hans. Hvað var hægt að láta þetta hatur leiða hann langt. Ekk- ert, þóttist Taylor skilja, svo framar- lega sem Oakland hefði augun opin, því að gamli maðurinn var innilega hrædd- ur við ruddamennsku hans. — Við tölum nú saman í alvöru, lags- maður, sagði Oakland, og það brá fyrir gleðihreim í rödd hans. — Þú ert dauð- hræddur, í þann veginn að krjúpa og biðjast vægðar. Reyndu bara og sjáðu hvaða árangur það ber. Taylor leit á hann óhvikulum, stál- gráum augunum. — Ég hélt mig hafa heyrt það rétt, að við ættum að tala saman í alvöru. Mér finnst þú vera frámunalegt flón.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.