Tíminn - 28.09.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.09.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR : EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUIÍÚSI, Llndargötu 1 D. Simi 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavík, fimmtudaginn 23. sept. 1939 112. blað Mynd þessi er tekin í Laxárgljúfri, þar sem reist hefir verið hin nýja raf- stöð Akweyrarbœjar, miðja vegu milli stöðvarhússins, er sézt á miðri mynd- inni, og árstlflunnar. Einnig sést greinilega vatnsleiðslan frá stíflunni að stöðvarhúsinu. Fram úr gljúfrinu sést niður í Aðaldal. Rafstöðin víð Laxá tekur til staría innan skamms Viðtal við Stein Steinsen bæjarstjóra á Akureyri Virkjun Laxár að Brú- um í Suður-Þingeyjarsýslu er nú senn lokið og líklegt að hin nýja rafstöð taki til starfa um miðjan næsta mánuð. — Steinn Steinsen bæjarstjóri á Akureyri hefir verið á ferð hér syðra ný- lega. Átti tíðindamaður Tímans tal við hann og fara hér á eftir helztu atriði þess samtals snertandi Laxár- virkjunina og aflstöðina þar. — Á framkvæmdunum við Laxá var byrjað miðsumars í fyrra, mælti bæjarstjórinn. Var þá stöðvarhúsið byggt að mestu og frárennslisskurður úr því að ánni grafinn að mestu og vegur lagður frá því að árstíflunni. í vor og sumar hefir verið unn- ið að því aö ganga frá húsinu, stíflan steypt, leiðslur lagðar frá henni að stöðvarhúsinu og lokið við frárennslisskurðinn. í sum- ar voru einnig lagðar leiðslurn- ar frá Laxárstöðinni til Akur- eyrarbæjar og verða þær með 30 þúsund volta spennu. Vega- lengdin er um 60 kílómetrar. Enn er að sjálfsögðu eftir að leggja síðustu hönd á ýmislegt við stöðina. — Hvenær tekur stöðin til starfa? Verzlunarfulltrúí Islands í Ameríku Vilhjálmur Þór bankastjóri hefir orðið við þeim tilmælum ríkisstjórnarinnar að verða verzlunarfulltrúi íslands í Bandaríkjunum fyrst um sinn. Hafði Vilhjálmur ætlað sér að koma heim fyrir áramót, en hefir nú frestað heimförinni af þessum ástæðum um óákveðinn tíma. Fyrir atbeina Vilhjálms hefir samningum um sölu Faxasíldar til Ameríku fengizt breytt þann- ig, að nú má selja fleirum en þeim kaupanda, sem upphaflega var samið við, og verður þetta vafalaust til þess að hægt verð- ur að auka söluna. — Það hefir svo verið ráð fyr- ir gert, að hægt verði að hefja starfrækslu stöðvarinnar um miðjan októbermánuð. Ég býst við að hægt verði að framfylgja þeirri fyrirætlun. — Hafði það verið lengi í ráð- um, áður en til framkvæmda kom, að Akureyrarbærinn léti reisa nýja og aílmikla rafmagns- stöð? — Um nokkurra ára bil hafði verið um stórfelldar fram- kvæmdir hugsað í rafmagnsmál- um kaupstaðarins. Var á þeim árum rannsökuð aðstaða til virkjunar ýmissa fallvatna. Meðal annars var um skeið helzt ráðgert að virkja hluta af Goða- fossi í Skjálfandafljóti og voru gerðar ýmsar mælingar þar til að byggja á í því efni. Síðar var þó að því horfið, að ráði sérfræð- inga, að virkja Laxá hjá Brúum, þar sem hún brýzt fram úr Lax- árdalnum niður í Aðaldal, aust- an vert við Grenjaðarstað. — Hve aflmikil er nýja raf- stöðin? — Hún er miðuð við 4 þúsund hestafla orku. Fyrst um sinn verður þó aðeins höfð ein 2 þús- und hestafla vél, en ef þörf kref- ur rná bæta við annarri slíkri vél, án þess að þurfa að hrófla (Fravih. á 4. síðu) Fyrstu hrúta- sýningrarnar 23 hrálar fengu fyrstu ▼erdlaun í Hruna- mannahreppi Hrútasýningar verða haldnar á Suðurlandi í haust og eru fyrstu þrjár sýningarnar af- staðnar. Voru þær í Hruna- mannahreppi, Gnúpverj ahreppi og á Skeiðum. Halldór Pálsson sauðfjárrækt- arráðunautur dæmdi um hrút- ana á sýningunum. Á sýningunni í Hrunamanna- hreppi, er var hin fyrsta, voru sýndir 87 hrútar og hlutu 23 þeirra fyrstu verðlaun. Munu aldrei svo margir hrútar úr sömu sveit hafa hlotið fyrstu verð- laun á sömu sýningu áður. Á þessari sýningu bar mest á góðum hrútum af tveim kynj- um, þingeysku fjárkyni og Kleifakyni. Frá engu einu heim- ili voru ættaðir jafnmargir hrút- ar, er fengu fyrstu verðlaun, sem Hrafnkelsstöðum. Hlutu fyrstu verðlaun átta hrútar undan Norðra á Hrafnkelsstöðum, en hann var kynjaður frá Hellu- vaði í Mývatnssveit. Einnig voru þarna nokkrir mjög góðir hrút- ar frá Sóleyjarbakka, er fengu fyrstu verðlaun, af þingeysku kyni. Sömuleiðis voru þar fram- úrskarandi góðir hrútar af Kleifakyni og fluttist það fjár- kyn að Núpstúni í Hrunamanna- hreppi frá Ólafsdal fyrir nokkr- um árum. Á sýningunni var keppt um silfurskjöld, sem er fenginn þeim til varðveizlu, er álízt eiga bezta hrútinn, sem sýndur er. Grip þenna hefir Helgi Haraldsson bústjóri á Hrafnkelsstöðum gef- iö. Var í fyrsta skipti keppt um hann á hrútasýningunni 1934 og hreppti hann þá hrútur af Kleifakyni frá Guðmundi Guð- mundssyni bónda í Núpstúni. Nú vann skjöldinn þrevetur hrútur, Núpur að nafni, eign Sveins Kristjánssonar í Efra- Langholti. keyptur lamb frá Núpstúni. Eru þeir báðir undan sama hrút, Óðni frá Ólafsdal, Núpur og sá, er skjöldinn hlaut 1934. (Framh. á 4. síðuj Stórveldísdraumar Rússa Daginn, sem rússneski herinn réðist inn í Pólland, skrifaði M:me Tabouis, sem er heims- fræg fyrir skrif sín um utamík- ismál, í franska blaðið Oeuvre: „Vorosjiloff yfirhershöfðingi er talinn hafa verið þeirrar skoð- unar, að Sovét-Rússland ætti að nota fljótt það tækiíæri, sem pólsk-þýzka styrjöldin bauð, til að endurheimta hin töpuðu lönd Rússa, Pólland, Estland, Lett- land og Lithauen". Hinn frægi franski blaðamað- ur Petinax lét einnig sömu skoðun í Ijós. Auk þess kom sú skoðun fram í ýmsum blöðum, að Rússar myndu einnig heimta Bessara- bíu frá Rúmeníu, en hana urðu þeir að láta af hendi nokkru eftir heimsstyrjöldina. Bessara- bía er landbúnaðarhérað með um 3 millj. íbúa og er 50% þeirra Rúmenar og 30% Ukrainumenn. Miklar horfur virðast til að spádómar þessir muni rætast og að Estland verði fyrsta fórnar- lamb Rússa, næst eftir Póllandi. Rússar nota það tilefni til að hefja deilur við Estlendinga, að pólskur kafbátur, sem kom til Tallin í Estlandi, slapp þaðan aftur, þrátt fyrir bann yfirvald- anna. Estlendingum féll þessi at- burður svo þungt, að yfir- flotaforinginn varð að láta af völdum,- Þetta létu Rússar sér ekki nægja og ásökuðu Estlend- inga um hlutleysisbrot og gerðu ýmsar kröfur, sem estlenzka stjórnin mun hafa talið ósam- rýmanlegar sjálfstæði landsins. Hefir estlenzki utanríkisráðherr- ann farið tvívegis til Moskva síð- an þessi atburður varð og dvelur hann þar nú. Þykir sennilegt, að Rússar hafi gert úrslitakröfur um að gera Estland að einskonar leppríki þeirra. Fregnir herma, að Rússar hafi dregið saman allmikinn her við landamærin. Estlenzki hershöfðinginn hef- ir lýst yfir því, að Estlendingar rnuni berjast með vopnum, ef þörf krefji. Estland er minnst af Eystra- saltsríkjunum svonefndu. Þar er ágæt höfn, Tallin. Það, sem fyrir Rússum vakir með undir- okun Eystrasaltsríkjanna, er að hafa greiðan aðgang að Eystra- A. KROSSGÖTUM Samanburður á geldingum og hrútlömbum. — Brennisteinsverksmiðjan endurreist. — Þyngd sláturdilka. — Haustveðráttan. — Ensk hernaðarflug- ----- vél á Raufarhöfn. — Sundnámskeið fyrir sjómenn. - Halldór Pálsson sauðfjárrœktarráðu- nautur hefir gengizt fyrir því, að gera í ár ítarlega rannsókn um hvort fjár- hagslegur ávinningur sé að því fyrir bændur að gelda hrútlömbin á vorin. Hafa nokkrir bændur veitt honum lið í þessu efni, svo að hægt væri að efna til nægjanlega umfangsmikilla og á- byggilegra tilrauna. Bændur og aðrir hafa verið skiptra skoðana um það, hvort að því væri vinningur eða tap að gelda hrútlömbin. Ætlun Halldórs er að rannsaka þetta vísindalega og komast að öruggri niðurstöðu um deiluatriðið. Mun hann bæði gera sam- anburð um skrokkþyngd og kjötgæði geldingslamba og finna þann mismun, sem að öðru leyti kann að vera á af- urðunum. Endanlegar niðurstöður fást þó ekki af þessum rannsóknum fyr en í vetur, því að þær krefjast mikillar og langvarandi vinnu við margháttað- an samanburð. Tilraunir þær, sem hingað til hafa verið gerðar hér á landi um þetta, og einstaklingar hafa staðið að, hafa hins vegar ekki verið svo ná- kvæmar, umfangsmiklar eða byggzt á svo traustum grundvelli, að árangur af þeim sé óyggjandi. Nú hefir öllu verið svo til hagað, bæði um val tilrauna- lamba og annað, að hvergi brestur á um ítrustu nákvæmni. t t t Þegar brennisteinsverksmiðjan í Námaskarði brann, er hún var nýtekin til starfa, var ákveðið, að hún skyldi endurbyggð undir eins í haust. Var þeg- ar hafizt handa um framkvæmdir. Er nú langt komið að byggja yfir áhöld verksmiðjunnar og er sú bygging öll úr steinsteypu, jafnvel þakið steypt. Þess er vænzt, að verksmiðjan geti tekið til starfa að nýju áður en langt um líður. t t t Sláturtíðin stendur nú sem hæst um allt land. Samkvæmt upplýsingum frá kjötverðlagsnefnd hefir meðalþungi dilkakroppa reynzt yfir 17 kílógrömm, það sem af er haustslátruninni, á þess- um stöðum: Hólmavík, Borðeyri, Hvammstanga, Borgarnesi og Búðar- dal. Að Hurðarbaki í Borgarfirði er slátrað á vegum Kaupfélags Borgfirð- inga. Vænsti dilkurinn, sem hefir verið slátraö, var frá Gunnlaugsstöðum í Stafholtstungum og hafði 27% kg. kjöts. Mun það eins dæmi þar um slóð- ir. Að því er séð verður, af þeim skýrslum er fyrir liggja, virðist slátur- féð vera viðlíka vænt nú og í fyrra, en þá skaraði það mjög fram úr því er verið hafði nokkur undanfarin ár. t r t Haustveðráttan hefir til þessa verið hin ákjósanlegasta um land allt. Al- títt mun að byrjað sé að gefa kúm með beitinni um réttaleytið, ef þá er hægt að beita þeim nokkuð vegna ó- veðra. En nú er tíðarfar svo blítt, að ekki hefir enn þurft að gefa þeim og getur það dregið nokkuð og verið góð endalok þessa ágæta heyaflasumars, ef svo helzt nokkuö fram yfir mánaða- mótin, að ekki þurfi að grípa til veru- legrar heygjafar. Að sjálfsögðu njóta þó þeir kúaeigendur, er hafa þröng eða ofsetin beitilönd, þessa ekki jafnmikið og aðrir. Gróður er enn furðulítið söln- aður, þótt snemma tæki að gróa í vor, og þess vegna kjarnbetri heldur en ætla mætti að óreyndu. Einnig er það alsiða að nota hána á túnunum til beitar handa kúnum í lok beitar- tímans, þegar öllum eftirslætti er lokið. r t r Samkvæmt fregnum frá skrifstofu sýslumanns Þingeyinga og frá Raufar- höfn nauðlenti stór, brezk hernaðar- flugvél við Raufarhöfn í fyrradag nokkru eftir hádegi. Samkvæmt fyrir- mælum stjórnarvaldanna og ákvæðum hlutleysislaga hefir flugvélin verið kyrrsett þar, að minnsta kosti til bráðabirgða. Hefir flugforinginn bund- izt heitorðum að flýja ekki brott. Flug- vél þessi mun vera allstór, tveggja hreyfla og með níu manna áhöfn. Hún mun hafa verið í eftirlitsleiðangri yfir hafinu, en villst vegna dimmviðris. Fimm klukkustundir voru sagðar um- liðnar frá því, að hún lagði af stað frá Englandi, þar til hún lenti við Raufar- höfn. Agnar Kofoed-Hansen fór norður til Raufarhafnar í gær til þess aö ráða ráðum sínum við hina ensku flugmenn um hvernig ætti að firra flugvélina skemmdum og stóð til að færa hana hingað suður, þar eð tæpast munu tök á að koma henni örugglega fyrir nyrðra. (Frh. á 4. síðu.) A uppdrcettinum eru þau lönd, sem Rússar misstu eftir heimsstyrjöldina, merkt með svörtum lit. Svarta rœman nyrzt í Rúmeníu er Bessarabía. salti og að Þjóðverjar geti ekki gert þau að bækistöðvum fyrir sig, því þrátt fyrir öll vináttu- merki grunar Stalin Hitler enn um græzku. Finnar fylgja þessum viðskipt- um Estlendinga og Rússa með mikilli athygli. Ef stórveldis- draumar Stalins færast í auk- ana, hafa Finnar það að óttast, að Rússar reyni að tryggja sér íslausar hafnir við Atlantshaf, en láti sér ekki nægja aðgang að innhöfum. En þá er ekki um annað að ræða en að þeir leggi undir sig Norður-Finnland o g Norður-Noreg. Rúmenar eru einnig mjög skelfdir yfir hinum mikla liðs- safnaði Rússa við rúmensku landamærin. Hafa Rúmenar því kvatt aukið herlið til vopna og sent það til landamæranna. Mikla athygli vekja ferðalög utanríkisráðherra Tyrkj a og Ribbentrops til Moskva, en þeir eru nú báðir staddir þar. Fór tyrkneski ráðherrann á undan og er það talið erindi hans, að fá Rússa til að gerast einskonar verndarar bandalags, sem Bal- kanríkjaþjóðirnar og Ungverja- land mynda. Er Þjóðverjum vit- anlega mjög illa við þessa ráða- gerð og fór Ribbentrop því skyndilega til Moskva og kom hann þangað með miklu föru- neyti í gær. Er frétta af þeim viðræðum, sem nú fara fram í Moskva, beðið með mikilli. ó- þreyju um allan heim. Það er því af sem áður var, þegar heita mátti, að Rússar (Framh. á 4. síðu) Aðrar fréttir. Varnarliðið í Varsjá gafst upp í gær eftir 22 daga vörn, sem telja má einhverja hina hetju legustu í allri veraldarsögunni. Meira en helmingur borgarinnar er í rústum, vatnsból borgarinn- ar hafa verið eyðilögð og var óttast að drepsótt myndi gjósa upp þá og þegar. Varnarliðið taldi þýðingarlaust að halda vörninni lengur áfram. Samn- ingar standa nú yfir og þykir líklegt að Þjóðverjar fari ekki inn i borgina fyr en á morgun. Ameríski blaðamaðurinn, Hu bert Knickerbocker, hefir nú blaðinu „Paris Soir“ ítarleg sönnunargögn fyrir því, að sjö foringjar nazista hafi komið fyrir um 7 milj. steringspunda í bönkum utan Þýzkalands. Göbb els hafði véfengt fyrstu frásögn hans og skorað á hann að birta sannanir. Hefir Knickerbocker nú orðið við þeirri áskorun. Hitl- er er ekki meðal þessara gjö. Fréttastofa Reuters hefir ný lega birt viðtal við pólskan her foringja, sem segir, að innrás Rússa í Pólland hafi verið hafin þegar horfur voru orðnar fyrir, að pólski herinn myndi geta veitt (Framh. á 4. síðui A víðavmngi Kaffidrykkja hefir til þessa verið mjög mikil hér á landi. Á- vallt þegar gest ber að garði, er kaffi fyrst fram borið. Hvenær sem fólk neytir einhvers utan venjulegra máltíða, er gripið til kaffikönnunnar. Oft á dag hefir lótt sjálfsagt að hressa sig á kaffi. Næstu missiri má gera ráð fyrir að hörgull verði á kaffi hér á landi og víst er, að fólk verður að draga neyzlu þess viö sig til mikilla muna nú um langa hríð. f sjálfu sér ætti það til engra óþæginda að leiða og er jafnvel furðulegt, að íslendingar skyldu ekki stilla kaffinotkun- inni meira í hóf en gert var, enda þótt engin nauð ræki þá til þess. Jafnhliða því, sem hætt verður að drekka kaffi, á mjólkurneyzl- an að aukast mjög mikið, þó sér- staklega í bæjum og kauptúnum. Hér í Reykjavík er starfsfólk ýmissa stofnana, þar á meðal Landsbankans og Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis, farið að drekka mjólk á þeim tímum dags, er það áður drakk kaffi. Næstu vikur verður sú siðvenja tekin upp miklu víðar og er gott til þess að vita. Að sama skapi á notkun mjólkur í heimahúsum að aukast. Er fátt svo með öllu illt, að ekki fylgi nokkuð gott, og bót er það í máli, ef þrengingar stríðsins kenna okkur íslending- um ýmsa góða siði um mataræði og betri en við höfum áður til- einkað okkur. * * * Að gefnu tilefni þykir rétt að taka það fram, að sé þurrð á skömmtunarvörum hjá einhverri verzlun og þeir, sem hafa haft skipti við hana, geta þess vegna ekki fengið þær vörur þar, hafa þeir fullan rétt til þess að fá þær í öðrum verzlunum, sem hafa þær á boðstólum. Verði menn fyrir einhverri ógreiðvikni eða stirfni í þessum efnum, ættu þeir að gera skömmtunarskrifstofu bæjarins eða ríkisins aðvart. * * Frá öllum hinum hlutlausu löndum Evrópu berast stöðugar fréttir um aukið eftirlit ríkis- valdsins með utanríkisverzlun- inni og víða hefir vexið komið á víðtækum innflutningstakmörk- unum. Þannig hafa t. d. Finnar bannað innflutning ýmsra vara og aðrar má ekki flytja inn, nema með leyfi ríkisvaldsins. Engin innflutningshöft voru í Finnlandi áður. Svíar ætla að reyna að fylgja því fyrirkomu- lagi, að fá útflutningsafurðir sínar aðallega greiddar með þeim vörum, sem þeir þurfa að flytja inn, og geta þeir þannig fylgzt vel með innflutningnum. Þess- ar ráðstafanir hlutlausu land- anna að láta ríkisvaldið beint og óbeint taka utanríkisverzl- unina í sínar hendur þykja ó- hjákvæmilegar öryggisráðstaf- anir, enda þótt mjög margir telji slíkt fyrirkomulag óheppilegt á venjulegum tímum. Af hálfu kaupsýslumanna virðast þessar ráðstafanir yfirleitt mæta full- um skilningi, enda þótt þær brjóti að ýmsu leyti í bága við hagsmuni þeirra. í blöðum kaup- sýslumanna í þessum löndum birtast heldur ekki þær kenn- ingar, að réttast sé að hafa allt frjálst og óheft, enda þótt ein- hverjir þeirra kynnu að geta grætt á slíku fyrirkomulagi. Enska Slugvélm strokln Rétt um það bil, sem blaðið fór í prentun, kom sú fregn frá Raufarhöfn, að ensku flugmenn- irnir, sem nauðlentu þar í fyrra- dag, hefðu árdegis í morgun strokið brott. Áður hafði flug- foringinn bundizt heitorðum að flýja ekki burtu. Samkvæmt þeim fregnum, sem borizt hafa, hóf flugvélin sig til (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.