Tíminn - 30.09.1939, Side 3

Tíminn - 30.09.1939, Side 3
TÍMDíIV, laiigardagfnn 30. sept. 1939 451 113. blað ÍÞRÓTTIR Simdkeppni lögregluþjóna. Lögregluþjónar Reykjavíkur- bæjar háðu innbyrðis sund- keppni í sundlaugunum á mið- vikudaginn var. Þreyttu þeir bæði 500 stiku bringusund og 100 stiku baksund. Úrslit fara hér á eftir. í 500 stiku bringusundi fóru leikar þannig: Jóhann Ólafsson 8:42.6 min. Geirjón Helgason 9:42.5 mín. Kristján Vattnes 10:00.0 mín. Vann Jóhann Ólafsson í þriðja sinn verðlaunabikar, sem Her- mann Jónasson gaf lögreglu- þjónunum árið 1932 til þess að keppa um í sundi. í 100 stiku baksundi urðu úr- slitin: Jóh. Ólafsson 1:48.0 mín. Kristján Vattnes 1:58.4 min. Greipur Kristj.son 2:05.3 mín. Millilandakeppni í knattspyrnu. Nýlega fór fram knattspyrnu- keppni milli landsliða Dana og Finna og unnu Danir með 3:2. Þá hafa landslið Svía og Norð- manna keppt nýlega í knatt- spyrnu og unnu Svíar með 8:1. Afangíaa til Veiksel (Framh. af 2. sUSu) í hinum bolsévistiska heimi; og alræði öreiganna mun halda á- fram undir þeim mun mýkra formi, sem vald sósíalismans verður fastara í sessi og sam- virk menning eykst. Bolsévism- inn hefir aldrei staðið fastari fótum í heiminum en eftir upp- gjöf þýzka fasismans fyrir ráð- stjórninni. Það má óhikað gjalda jákvæði við fullyrðingum brezkra og japanskra blaða síð- ustu daga, þess efnis að „hætt- an“ af bolsévismanum hafi aldrei verið meiri í Vesturevrópu en nú. Bretum var árum saman í lófa lagið að gera Rússa að bandamönnum sínum gegn upp- gangi Þýzkalands. En sá kostur var ekki tekinn. Nú er Breta farið að gruna, að því er segir i Daily Telegraph, að bolsévism- inn muni á vesturleið ekki láta staðar numið við ána Veiksel, úr því hinn þýzki flóðgarður er brotinn á annað borð. Menn geta þjónað lund sinni hér heima með þvi að framleiða allskonar furðulegt orðbragð um sovétheimsveldið og forráða- menn þess, slíkt getur verið mönnum stundarsvölun út af einka-ergelsi heima fyrir. En það er því miður hætt við, að þeir góðu menn, sem leggja B Æ K U R Svalt og bjart. 138 bls. Verð kr. 4.75 ób., 5.75 í bandi. Fyrir skömmu síðan er út komið smásagnasafn eftir Jakob Thorarensen; Svalt og bjart nefnist það. Er þetta þriðja smá- sagnasafnið, sem hann gefur út, en Ijóðabækur hans eru fimm. Hin fyrri smásagnasöfn hans eru Fleygar stundir, sem öfluðu Jakob þegar mjög mikilla vin- sælda sem smásagnahöfundi, og Sæld og syndir. Smásögur þessar bera öll hin sömu einkenni og fyrri sögur Ja- kobs. Þar birtist góðlátleg kímni og dálítil háðsleg túlkun á ýms- um fyrirbærum í þjóðlífinu og sumum þáttum í skaphöfn manna, stundum ef til vill fleiri og langsóttari samlíkingar en góðu hófi gegnir, en allt af gam- ansöm og glettin frásögn, jafn- vel þótt alvarleg sé öðrum þræði. Sumar af smásögum þessum hafa áður birzt í tímaritum, þar á meðal fyrsta sagan í bókinni um forboðnu eplin, sem Þorberg- ur karlinn í Mávavogum hafði girnd á. Árbók háskólans er nýkomin út, 68 blaðsíður að stærð. Eru þetta skýrslur og greinargerð um starfsemi há- skólans árið 1937—38. Kaupendur Tlmans. Gjalddagi Tímans var 1. júni sl. Margir hafa enn ekki gert nein skil til blaðs- ins fyrir yfirstandandi árg. Væri æskilegt aff kaupend- ur greiddu blaffiff hiff fyrsta, annaffhvort í póstá- vísun beint til innheimt- unnar í Reykjavík effa til innheimtumanna blaffsins, sem eru í nær öllum hrepp- um og kaupstöffum. Þeir kaupendur, sem ekki greiffa yfirstandandi á r g a n g blaðsins, mega búast viff aff hætt verffi aff senda þeim blaðið um næstu áramót. Aðalfundur Glímufél. Ármann verður haldinn í Oddfellowhúsinu (niðri) mánudag- inn 2. okt. kl. 8V2 síðdegis. — Dagskrá samkvæmt félagslögum. STJÓRNIN. krafta sína í svo fánýta fram- leiðslu, muni seint klippa á því kúpóna. Halldór K. Laxness. þar ekki sjálfur, en var eitthvaS að snúast í kringum sjálfan mig við heimilið og vinna að tún- rækt, þó í smáum stíl. Mér datt i hug, að ég hefði átt að vinna lika í áveitunni til að fá meiri peninga. Þessum peningum eyddi ég strax í einhverjar heim- ilisþarfir, svo voru þeir búnir. Þá veitti ég því eftirtekt, að ég var búinn að auka töðufallið frá þvi ég kom að Vorsabæ, um þrjú kýrfóður eða 120 hesta. Þegar ég kom að Vorsabæ var töðufallið rúmlega 100 hestar. En nú er töðufallið héx rúmlega 400 hest- burðir. Þá sá ég, að tekjur af þessum þremur kýrfóðrum voru á hverju ári með því að halda túninu í góðri rækt, og mér datt í hug, að fátt ynni bóndinn arð- vænlegra en að auka töðufallið. Ég er hissa á því, hve margir bændur það eru, sem gera lítið að því, að auka túnræktina. Þar kemur auðvitað margt til greina, sumir eru einyrkjar og aðrar heimilisannir sitja í fyrirrúmi, aðra vantar dugnað og áræði. En sem betur fer eru það allmargir bændir, sem hafa sýnt mikinn dugnað og áhuga við túnrækt- ina. En mest er um vert að tún- ræktin sé vel vönduð og í góðu lagi. Þá er hún viss með að gefa góðan arð árlega. Mér er ekki kunnugt, hverjar eignir manna hér í Gaulverja- bæjarhreppi voru fyrir 50 árum, en á síðastliðnu ári (1938) voru skuldlausar eignir samkvæmt skattskýrslum 1019 krónur á hvert mannsbarn í hreppnum. Þetta eru ekki miklar eignir, en þó munu þær hafa verið minni fyrir 50 árum. Mér er heldur ekki kunnugt, hvað bændur hér í hreppnum seldu mjólkurafurðir fyrir margar krónur fyrir 50 ár- um, ég efast um að það hafi skipt hundruðum króna, en árið 1938 voru seldar mjólkurafurðir hér í hreppnum fyrir 132000 krónur. Hverjar skyldu þessar tölur verða eftir næstu 50 ár? Nú vil ég beina þeirri áskorun til allra þeirra, sem unna sveit- unum og sveitalífinu, að vinna að því með ráðum og dáð, að börnin okkar staðnæmist í sveit- inni. Ég segi þetta af því, að ef bóndinn reisir sér ekki burðarás um öxl af skuldum, þá sé bónda- staðan einhver frjálsasta staða hér á landi, þótt erfið sé. Sveita- bóndinn getur hvílt sig, þegar honum bezt hentar, hann getur tekið reiðhestinn sinn og riðið út, ef hann langar til, hann get- ur farið með plóginn út í tún- jaðarinn, ef áræði og dugnaður er fyrir hendi, og þannig aukið framleiðslu sína, hann getur lengi lifað af sinni eigin fram- leiðslu, ef aðflutningar teppast til landsins, það eina, sem þarf, er að leiðandi menn þjóðarinnar hafi landið vel birgt af nauðsyn- legum vörum til að framleiða með, t. d. sláttuljáum, timbri í amboð og þess háttar. Og bónd- inn þarf einnig að njóta stuðn- ings búnaðarfélags hreppsins, búnaðarsambandsins og Búnað- arfélags íslands. Allt öðru máli er að gegna um verkamanninn við sjóinn. Hann á það allt undir dutlungum vinnuveitandans, hvort hann fær nokkuð að vinna eða ekki til að framfleyta sér og Auglýsing K- um dráltarvexti. ACCUMULATOREN-F ABRIK, DR. TH. S0NNENCHEIN. Sanikvæint ákvæðum 45. gr. laga nr. 6, 9. jan. 1935 og úrskurði samkvæmt téðri laga- grein falla dráttarvextir á allan tekju- og eignarskatt, sem féll í gjalddaga á manntals- þingi Reykjavikur 30. júní 1939 og ekki liefir verið greiddur í síðasta lagi HIM 6. OKTÓ- BER NÆSTKOMMDI. Á það sem greitt verð- ur eftir þann dag falla dráttarvextir frá 30. júní 1939 að telja. Skattinn ber að greiða á tollstjóraskrif- stofunni, sem er á 1. hæð í Hafnarstræti 5, húsi Mjólkurfélagsins. Skrifstofan er opin virka daga kl. 10—13 og 1—4, nema laugardaga kl. 10-12. Stórstúku íslands og aigreiðsla barna- blaðsíns »Æskau« er flutt í Kírkjuhvol. Tollstjórinn í Reykjavík, 27. sept. 1939. «fou Hermannsson ÞÉR ættuff aff reyna kolin og koksiff frá Kolaverzlnn Sigurðar Ólafssonar. Simar 1368 og 1933. Kopar keyptur í Landssmiöjunni. Garnír. Eins og að undanförnu eru vel verkaðar garnir úr heimaslátruðu fé keyptar í Garna- stöðinni í Reykjavík. Greiðsla við móttöku. sinni fjölskyldu. Þetta þætti mér ekki áhyggjulaust líf. En í sveit- inni er aldrei atvinnuleysi, held- ur óþrjótandi verkefni. Ég vil minnast þess, að faðir minn keypti aldrei tóbak né brennivín. Hann átti alltaf næg- an eldivið og næg hey. Aðeins einu sinni komst hann í heyþrot og varð að fá í tvo poka handa kálfi um vorið. Ég mun þá hafa verið kominn yfir fermingu. Mér þótti þetta skammarlegt, því að þótt fátækt væri mikil, var hægt að afla sér þessara heyja. Hefð- um við byrjað sláttinn að eins einum degi fyrr.hefðu heyin orð- ið nóg í það skiptið, og ég hét því með sjálfum mér, að slíkt skyldi aldrei koma fyrir oftar. Enda varð það svo. En, hvernig verður það með heyásetninginn i haust hjá okk- ur bændunum. Hvenær koma næstu harðindi? Síðastliðið sum- ar mun hafa verið eitthvert það allra bezta um land allt, hvað heygæði snertir. Að vísu gerði rosatíð hér á Suðurlandi síðari hluta sláttarins og hey hirtust illa, en hröktust lítið, en sem bet- ur fór voru margir sæmilega vel heyjaðir af góðum heyjum áður en tíðin versnaði. Væri nú ekki ástæða fyrir okkur bændurna al- mennt að setja nú gætilega á í haust; ekki má reiða sig á út- lendan fóðurbætir nú á þessum hörmunga stríðstímum. Er það ekki mesta ánægjan í starfi okk- ar að eiga nóg hey, til að bjarga fénaðinum okkar frá hungur- dauða í vorharðindunum? Jú, vissulega. Fénaðurinn og heyin eru lífsstofninn okkar, þvi skyldum við ekki varðveita þann dýrmæta stofn eftir beztu getu? Sumarið 1913 var eitthvert það lakasta, sem yfir mig og fleiri hefir komið. Mátti heita, að öll hey hrektust hér á Suð- urlandi; svo voru þau líka illa hirt. Veturinn þá á eftir lagðist snemma að og varð harður, og vorið á eftir (1914) varð hart. Flestir bændur hér í Gaulverja- bæjarhreppi misstu þá meira og minna af fé sínu, utan tveir bændur, sem áttu heyfyrningar frá ár-inu áður, og gáfu þær um veturinn. Þeir misstu ekkert og var því þakkað, að þeir gátu gefið gömul hey, sem voru góð. Þegar ég í anda lít yfir bænda- hjörðina, sé ég, að þeir bændur, sem alltaf eru í heyfyrningum, hafa nægilegt að bíta og brenna, en hinir síður. Heyforðinn er mesti og bezti varasjóður okkar bændanna, betri en peningar í banka. Þetta er lítill hluti af göml- um endurminningum og hug- leiðingum mínum í sláttulokin 1939. Jason Steinþórsson. Nú hlakka ég til að fá kaffi- sopa með Freyjukaffibætis- dufti, því þá veit ég aff kaff- ið hressir mig Hafiff þér athugað þaff, aff Freyju-kaffibætisduft inni- heldur ekkert vatn, og er því 15% ódýrara en kaffi- Meðferð garnanna, Þegar görnin er rakin, er náð í báffa endana (slitiff frá vinstr- inni og langanum) og görnin rakin tvöföld ofan í ílát meff vatni í. Þá er goriff strokið úr görninni (tvöfaldri, jafnþættri) og hún um leið gerð upp í hespum um eitt fet á lengd og brugðið utan um (eitt bragff), með báðum endunum eða lykkjunni. Síðan er salti nuddaff inn í hverja hespu og vel undir bragðið. Þá eru garnirn- ar lagðar niður í lagarhelt ílát og saltað vel í hvert lag. Ef ekki myndast svo mikill pækill, að fljóti yfir lagið, þá verður að láta vel sterkan pækil á garnirnar (24 gráðu). Þegar garnirnar eru sendar, má taka þær úr lagarhelda flát- inu og senda í kassa. bætir í stöngum REYNIÐ FREYJU-DUFT Slitnar garnír. Garnirnar má helzt ekki slíta. Þær gamir, sem slitna og eru í tvennu eða þrennu lagi, má hirða og láta spottana (2 eða 3) í sömu hespuna. Þær gamir, sem eru slitnar meira en í þrennt, em ónýtar. Garnastöðín. - Sími 4241. ÚTBREIÐIÐ TÍMANN 268 William McLeod Raine: — Við gerum út um það á stundinni, sagði Clem, og tók byssu sína frá belt- inu. Dean vék til hliðar, til þess að vera ekki í stefnunni. — Aðeins andartak, Clem, sagði hann. Ég ætla ekki að gripa fram í fyrir þér eða neitt svoleiðis, eins og þú getur skilið, en það sakar ekki þó að þú gerir þér grein fyrir aðstæöunum. Þú sendir Barnett inn í eilífðina alveg eins, hvort hann sprengir stífluna eða ekki. Hvað hefir hann þá upp úr því? — Hann kaupir sér líf í fjórar klukkustundir. — Fjórar stundir, sagði Dean og yppti öxlum. Það er ekki svo mikið. Þú selur ódýrt, þykir mér. — Ég ætla ekki að eiga kaup við hann, ég skipa honum það. Hvort á það svo að verða, lagsmaður? Ætlar þú að hlýða skipunum mínum, eða á ég að gera út um þetta undir eins? Veldu bara. Hjólbeinótti maðurinn horfði á Taylor og sviplaust andlitið duldi all- an áhuga. Dean hafði aldrei séð þenn- an glæpamann fyrr, en sjálfsvald hans gerði hann undrandi. Augu fangans hvikuðu hvergi þó hann horfði beint inn í byssuhlaupið. Honum hlaut að vera allórótt, en í stál- gráum augunum sást enginn ótti. Hann Flóttamaðurinn frá Texas 265 að sjá, að hann væri viðbúinn að ræða skemmtilegt viðfangsefni. — Hefir Clem sagt frá fyrirætlan sinni, spurði hann. — Hann þarf þess ekki, eða til hvers ætti hann að hafa farið með mig hing- að, ef það var ekki til að myrða mig? — Ég veit ekki, sagði Dean glaðlega, eins og honum væri í rauninni alveg sama. — Hann hlýtur að hafa einhverj- ar hugmyndir í kollinum. Hefir þú spurt hann? — Ég vildi aðeins vekja athygli þína og annarra hér á því, að þið verðið sak- aðir um morð, rétt eins og Oakland sjálfur, hélt fanginn áfram með lágri og rólegri rödd, sem var laus við allan æsing. — Þú ert ákveðinn talsmaður lag- anna, eða er ekki svo, herra Barnett, það er að segja þegar þau eru með þér? Ég heyrði fyrir skömmu sagt frá tveim bankamönnum, sem þú hefðir skilið eftir sálaða á vegi þínum, um leið og þú skauzt inn til þess að skipta ávísun eða eitthvað svoleiðis. Sniðgekkst þú ekki lögin þá? — Ég drap ekki þessa menn. — Þú átt við að þú hafir ekki hleypt skotunum af sjálfur, sagði Dean. — En þú ert sakaður um það rétt eins og þú hefðir gert það, eins og þú varst að

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.