Tíminn - 30.09.1939, Side 4

Tíminn - 30.09.1939, Side 4
452 TÍMDÍN, laiigardaginn 30. sept. 1939 113. blað Yfiír landamœrin 1. Hættulegri verknað fyrir hlutleysi landsins er tæpast hægt að hugsa sér en þau skrif kommúnistablaðsins í morgun, þar sem reyiit er að koma þeirri skoðun á framfæri, að ríkis- stjórnin hafi af undirlægjuhætti við Breta sýnt vítaverða glópsku við kyrr- setningu ensku flugvélarinnar. „Er rík- isstjórnin svo húbundin af brezkum hagsmunum, að hún vilji ekki fylgja fram aiþjóðalögum og rétti á hendur Bretum?" segir blaðið. Meðan ekkert eftirlit er haft með slíkum skrifum, verður naumast annað sagt en að hlut- leysisins sé ekki eins vel gætt og skyldi. 2. Vísir reynir að halda því fram, að Tíminn sé á móti öllum útgjaldalækk- unum á ríkinu, sökum þess, að hann vill ekki styðja hinar fáránlegu hug- myndir íhaldsblaðanna um niðurlagn- ingu Skipaútgerðarinnar og fleiri stofn- ana, sem eru til hagnaðar fyrir ríkið, miðað við aðra tilhögun. Ef Árni frá Múla vildi orða þessa afstöðu Tímans rétt, ætti hann að segja að Tíminn væri á móti útgjaldahækkunum hjá ríkinu og því á öndverðum meið við íhaldsblöðin. 3. íhaldsblöðin eru enn að krefjast frjálsari innflutningsverzlunar. Miklir dæmalausir aular hljóta að vera við völd í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og fleiri hlutlausum löndum, þar sem bannaður hefir verið innflutningur á ýmsum vörum og aðrar háðar takmörk- unum síðan styrjöldin hófst. 4. íhaldsblöðin látast vera mikið fylgjandi launasparnaði um þessar mundir. Það væri því ekki úr vegi að spyrja: Hvað finnst þeim að mætti lækka mikið laun framkvæmdastjór- ans hjá Eimskipafélaginu og forstjór- anna við Fisksölusamlagið? 5. Það væri heldur ekki úr vegi að spyrja íhaldsblöðin: Hvað líður sparn- aði á útgjöldum Reykjavíkurbæjar? Hefir ekki enn verið komið þeirri stjórn á fátækramálin, sem Mbl. sagði fyrlr 1% ári síðan að myndi draga mikið úr fátækrakostnaðinum? x+y. Stefna Rússlands. (Framh. af 1. si3u) hægt væri að geta í löngu máli, hina algeru breytingu, sem orðið hefir á rússneskri utanríkis- málastefnu síðan 10. marz í vet- ur. Þá töldu Stalin og Molotoff sig helztu verndara smáríkjanna og forvígismenn í baráttunni gegn ágengninni. Nú hafa þeir ekki aðeins lagt blessun sína yf- ir ágengnina, heldur gerzt stór- felldir þátttakendur í henni og koma nú fram í einu og öllu sem öruggustu bandamenn þýzka nazismans. Stjórnir Englands og Frakk- lands hafa ekkert látið hina nýju yfirlýsingu Rússa og Þjóðverja á sig fá. Frakkar og Bretar segja að þetta viðhorf, samvinna Þjóð- verja og Rússa, hafi þegar ver- ið orðið ljóst, er þeir sögðu Þjóð- verjum stríð á hendur og hefðu þeir því alltaf reiknað með því, að Þjóðverjar fengju öll þau hráefni frá Rússum, sem þeir gætu af hendi látið. Veiti Rúss- ar Þjóðverjum hins vegar hern- aðarlega hjálp, myndi það að- eins hafa þau áhrif, að styrjöld- in breyttist úr Evrópustyrjöld í heimsstyrjöld. Er hér vafalaust átt við Bandaríkin. Mörg blöð þessara landa taka líka yfirlýsingu Molotoffs og Ribbentrops ekki sérlega hátíð- lega. Þau benda á þá staðreynd, að Rússar séu ekki öruggir bandamenn og erfitt sé að treysta á neina festu í utanrík- Í R BÆNOi Frumsýning á fyrsta leikritinu, sem Leikfélagið sýnir á þessu hausti, verður í Iðnó á sunnudaginn. Er það, eins og áður hefir verið sagt frá, eftir Loft Guðmundsson kennara í Vestmannaeyjum og heitir Brimhljóð. Tíminn mun síðar segja nánar frá leikriti þessu og höfundi þess. Klukkunni verður ekki seinkað í kvöld eins og ákveðið hafði verið að gera. Gildir sumartíminn þess vegna áfram. Fargjöld með strætisvögnunum. Ákveðið hefir verið af bæjarráði að hækka fargjöldin með strætisvögnun- um frá og með næsta sunnudegi. Inn- an Hringbrautar nemur þessi hækkun 50%. Framsóknarfélögin í Reykjavík halda fyrstu skemmtun sina í haust seinni hluta næstu viku. Nánar auglýst siðar. Stórkostiegur þjófnaður. Nýlega hefir lögreglan fest greipar á fjórum mönnum, sem í bandalagi hafa framið margvisleg innbrot og stuldi hér í bænum undanfarin misseri. Hafa þeir þegar játað á sig 24 inn- brot. Mennirnir eru 25—44 ára gamlir og hafa ekki áður orðið uppvísir að þjófnaði. Þeir heita Sigmundur Ey- vindsson Óðinsgötu 26, Sigurjón Sig- urðsson Bergstaðastræti 50A, Skarp- héðinn Jónsson Njálsgötu 29B og Jó- hannes Hannesson Skeggjagötu 19. Mikið af þýfinu hefir fundizt í fórum þessara manna og nemur verðmæti þess búsundum króna. Þjófarnir höfðu 38 lykla og 3 þjófalykla í fórum sínum. Úthlutun nýrra matvælaseðla hófst í gær. Glímufélagið Ármann heldur aðalfund sinn í Oddfellow- húsinu á mánudagskvöldið kemur. Hefst klukkan hálf níu. Bruni. Eldur kom upp í vöruskemmu kaupfé- lagsins í Bankastræti síðdegis í gær. Varð eldurinn fljótlega slökktur, en skemmdir urðu allmiklar á ýmsum vör- um. ismálastefnu þeirra eins og líka má marka á þeim hringsnúningi þeirra, sem rakinn er hér að framan. Yfirlýsingin geti því al- veg eins verið orðaleikur, sem engin alvara sé á bak við, en eigi að skjóta Bandamönnum skelk i bringu. Aðrar fréttir. Engar fregnir hafa enn bor- izt af samningaviðræðum tyrk- neska utanríkismálaráðherrans í Moskva, en heyrst hefir, að Tyrkir ætli framvegis að halda allar skuldbindingar sínaT við Breta. Nýr forsætisráðherra hefir verið skipaður í Rúmeniu og er hann kunnur fyrir vináttu við Breta. Mikinn ugg hefir það vakið i Rúmeníu, að Rússar auka stöð- ugt herlið sitt við landamæri Bessarabíu. Tveimur norskum skipum, sem voru að flytja trjávöxur til Eng- lands, hefir verið sökkt af kaf- bátum. Samkvæmt hinum nýja landa- mærasamningi Rússa og Þjóð- verja fá Þjóðverjar talsvert meira af Póllandi en áður hafði verið tilkynnt. Molotoff hefir skrifað Ribben- Athugrasemd Út af „Athugasemd“ Trausta Ólafssonar í 110. tbl. Tímans 23. þ. m., þar sem hann segir að ég og Guðmundur Hlíðdal, í síldar- verksmiðjunefndinni 1934, hafi lagst á móti síldarbræðslu á Raufarhöfn, en hann (Trausti Ólafsson), Sveinn Benediktsson og Loftur Bjarnason hafi verið málinu meðmæltir, þá vildi ég biðja yðuT, herra ritstjóri, að birta eftirfarandi tillögur meira- og minnahluta síldarverk- smiðjunefndarinnar, því að þar sést bezt afstaða nefndarmanna til málsins. Nefndarálitin munu liggja í Stjórnarráðinu. Tillögur minna hluta nefnd- arinnar: Að þessu athuguðu leyfi ég mér að leggja til við háttvirta ríkisstjórn: 1. Að væntanleg síldarbræðsla verði byggð á Eyri við Ingólfs- fjörð og verði hafizt handa nú þegar að undirbúningi undir byggingu verksmiðjunnar. 2. Að verði afgangur af fé því, sem veitt er til verksmiðju þess- arar, þegar fullnaðar kostnaðar- áætlun hefir verið gerð, legg ég það ennfremur til, að því sé var- ið til að kaupa og endurbæta síldarbræðslu þá, sem nú er á Raufarhöfn, ef vissa er fyrir því, að hún verði ekki starfrækfc án þess. Reykjavík 12. maí 1034. Kr. Bergsson. (sign). Tillögur meira hluta nefnd- arinnar: Með skírskotun til framanrit- aðrar greinargerðar ásamt til- heyrandi fylgiskjölum og til til- boða þeirra, sem Siglufjarðar- kaupstaður hefir gjört ríkis- stjórninni 2., 3. og 4. þ. m. og að því tilskildu, að þeim verði full- nægt, leggur meiri hluti nefnd- arinnar til: 1. Að 2000 mála viðbót verði gerð við síldarverksmiðju ríkis- ins á Siglufirði fyrir síldarver- tíð 1935 og 2. Að afganginum af þeirri 1 miljón króna upphæð, sem nú er heimiluð til síldarverksmiðju- byggingar verði varið til að byggja að minnsta kosti 2000 mála síldarbræðslustöð á Ing- ólfsfirði og að ríkisstjórnin afli heimildar til aukins nauðsyn- legs fjárframlags til að fullgera þá verksmiðju, enda verði strax á þessu sumri byrjað á undir- búningi þeirraT verksmiðju, þannig að hún geti geti tekið til starfa eigi síðar en í byrjun síldarvertíðar 1936. Ennfremur leggur meirihluti nefndarinnar til: 3. Að ríkisstjórnin í framan- greindum tilgangi tryggi sér nú þegar kauprétt á eign og lóðar- réttindum dánarbús Kristiönu Thorsteinsson á Eyri við Ing- trop eftir brottför hans frá Moskva, en hann fór þaðan í gær, og lýst yfir því, að Rússar séu fúsir að auka viðskipti sín til Þýzkalands og selja þaðan meira af hráefnum en áður. 266 William McLeod Raine: skýra fyrir okkur áðan. Sami grautur í sömu skál, Barnett. Augu Taylors hvikuðu ekki. — Þú stendur þá með honum í þessu fyrírtæki? — Ef þú átt við það, hvað herra Barnett snertir, þá kemur mér það ekki við. Ég hefi ekkert á móti þér og fyrir mér mættir þú verða jafn gamall Metú- salem. Ég er ekki við það riðinn. Það er Clem, því miður fyrir þig, sem hefir með þetta að gera, en ekki ég, og ég vona að þú skiljir mig rétt. — Þú getur ekki beðið þig út úr þessu, lagsmaður, sagði Oakland valds- mannslega. — Það er ég, sem hefi tögl- ín og hagldirnar. Taylor leit ekki við honum. Hann hélt áfram að tala við Dean jafn rólegur eins og hann hefði verið að ræða þýðingar- lítil viðskipti, þó hann vissi að uppá- stunga sín gæti koscað kúlu gegn um höfuðið. — Eitt vildi ég taka fram ennþá og það er um þessi þrjú þúsund, sem greidd eru fyrir að handsama mig. Þeim myndi auðvelt að deila í þrennt. — í þrennt, spurði Dean. — Já, ég reikna Oakland ekki með. Hann kemur ekki til greina, þar sem hann tók mig úr höndum löggæzlu- mannanna, en ég á við ykkur, hina Flóttamaöurinn frá, Texas 267 þrjá. Hvers vegna farið þið ekki með mig til Tincup og krefjizt launanna? Ég skal styðja ykkar framburð, þetta er öruggt fyrirtæki. — Og hvernig ættum við að jafna * þetta við Clem, spurði Dean um leið og hann blés frá sér þykkum reykjarstrók. Clem horfði á þá til skiptis, og var ó- viss um hvaða áhrif þessi uppástunga kynni að hafa á samstarfsmennina. — Skiptið ykkur ekkert af honum, sagði Taylor. — Þið stuggið honum frá ef hann fer að gera athugasemdir, nema Flannigan sé svo hlýtt til hans að hann þoli ekki að honum sé gert neitt á móti? — Þetta er meira en nóg, lagsmaður, hvæsti Oakland reiður. — Ef þú segir orði meira, þá tala ég til þín með byss- unni minni. Taktu eftir: Þú ert í klíp- unni en ekki ég, og piltarnir taka ekki við neinum skipunum frá þér. Ég þurrka þig út, þegar minn tími kemur, það skalt þú vera viss um. En fyrst átt þú að gera svolítið fyrir mig, þegar orðið er nógu dimmt. — Hvað er það? spurði Taylor. — Þú átt að sprengja Featherhead- stífluna. Það var þá þetta, sem Oakland ætlaði honum! — Aldrei, sagði fanginn. Leikfélati Reyhjjavíkur „Brimhljóð“ sjónleikur í 4 þáttum eftir Loft Guðmundsson. Friimsýnfng á morgun klukkan 8 Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. SMIPAUTGERO Vélskípíð Helgí hloður tíl Vestmanna- eyja á mánudag n.k. ólfsfjörð og afhendi ekki lóðar- réttindi þau við IngólfsfjöTð, sem Ólafur A. Guðmundsson hefir falazt eftir. 4. Að hafizt verði handa nú þegar um að gera fullkomnar teikningar, lýsingar og kostnað- aráætlanir að síldarbræðslustöð á Siglufirði og á Eyri við Ing- ólfsfjörð og verði lokið við þær svo fljótt sem unnt er. Reykjavík, 7. maí 1934. Sign. G. Hlíðdal (formaður). Trausti Ólafsson. Loftur Bjarnason. Það er því ekki annað sjáan- legt en að Trausti Ólafsson hafi verið búinn að kistuleggja á- huga sinn fyrir málinu, þegar hann gerir tillögur sínar til rík- isstjórnarinnar 7. maí. Kr. Bergsson. Sildariðnaðurmn. (Framh. af 1. si3u) þess að rétta við hag þjóðar- innar í viðskiptum við aðrar þjóðir, er að auka þá starfsemi, sem leiðir til framleiðslu á verð- mætum sem flutt verða úr landi. En jafnframt skilur ríkisstjórn- in, að framkvæmdir þessar verða að koma þar niður, sem öll reynsla bendir til, að þær verði að mestu gagni, og jafnframt til þeirra stofnað með ítrustu hag- sýni. En um það er ekki deilt, að ný síldarverksmiðja sé bezt komin á Raufarhöfn. Þá liggur hitt skjallega fyrir, að þriðjungi ódýrara var að auka bræðsluaf- köst ríkisverksmiðju á Siglu- firði, heldur en að reisa nýja. Er þessum málum öllum nú stýrt svo hagkvæmlega, að Rauðkulýðinn mætti sitja rjóð- an út af framkomu sinni, fyrir- hyggjuleysi og offorsi í sambandi við aukningu sildariðnaðarins. —GAML BÍÓ~,“,““ Eld- flugan Efnisrík og hrífandi mynd frá Metro-Goldwyn Mayer. Aðalhlutverkin leika og syngja: JEANETTE MCDONALD og ALLAN JONES. Myndin bönnuff fyrir börn. NÝJA BÍÓ— Hertur til lietjudáða Amerísk kvikmynd frá Columbia Film, sem er tví- mælalaust langhlægileg- • asta skemmtimynd, er sést [ hefir hér í mörg ár, Aðalhlutv. leikur hinn ó- viðjafnanlegi skopleikari JOE E. BROWN, ásamt June Travis og Man Mountain Dean (heims- meistara í frjálsri glimu). [ Aukamynd: ■ Þegar skyldan kallar. Amer. skopmynd, leikin af Andy Clyde. Frá og með 1. október hækka fiar- gfjöld með vögntim vorum um 5 anra hver fiarmiði fiullorðms. Fargjöld barna og unglinga innan 14 ára aldurs haldast óbreytt. Sfrætísvagnar Reykjavíkur h.S. Auglýsing um framkvæmd á 10. gr. reglugerðar frá 9.sept. 1939 um sölu og úthlutun á nokkr- um matvörutegundum Ráðnneytið hefir ákveðið að rúgmjöl, sem selja má í slátur utan venjulegra skömmtun- arseðla skuli vera svo sem hér segir: f dilkslátur 2 kg. f slátur af fullorðnu fé 3 kg. í stórgripaslátur, sem matbúið er, 16 kg. Þetta er hér með gert almenningi kunnugt. Viðskiptamálaráðuneytið, 30. sept. 1939. Eysteinn Jónsson. Torfi Jóhannsson. A víðavangi. (Framh. af 1. siðu) og dragnót! Og — við skulum þora að treysta þvi, að aðgerðin og árangurinn leiði til þess, að Faxaflói verði um alla framtíð ekki aðeins friðaður, heldur verði hann jafnframt sú mikla líftryggingarstofnun allra þeirra, sem reisa lífsafkomu sína á auði nytjafiska umhverfis þetta, enn- þá sem komið er, svo fiskisæla land! Hjólkurvinnslustöð K. E. A. (Framh. af 1. síðu) til hér á landi, vel úr garði gerð, þá er þetta hið fullkomnasta þeirra allra og mjólkuriðnaður þar fjölbreyttastur, mælti Sig- urður. Húsakynnin eru afbragðs- góð. — Hvað teljið þér athyglis- verðasta nýbreytni í vélakosti mj ólkurstöðvarinnar ? — Merkasta nýlundan hvað áhöld og vélar snertir, tel ég að séu áhöld þau, sem fjallað er um neyzlumjólkina með. Þau eru öll úr ryðvörðu stáli og kem- ur mjólkin hvergi við annan málm. Akureyrarstöðin er fyrsta mjólkurstöðin hér á landi, sem hefir yfir slíkum tækjum að ráða. THE WORLD'S GOOD NEWS will come to your home every day through THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR An Intemational Daily Newspaper It records for you the vorld’s clean, constructive doings. The Monltor does not explolt crime or sensatlon; neither does it lgnore them, but deals correctively with them Features for busy men and all th# family, lncluding the Weekly Magazine Section. The Chrlstian Science Publlshlng Society One, Norway Street, Boston, Massachusetts Please enter my subscrlpMon to The Christlan Sclence Monitor for a period of 1 year $i2 00 8 months $6.00 3 months $3.00 1 month $1.00 Wednesday issue, including Magazlne Section: 1 year $2.60. 6 lssues 25o Address - SanipÍe £oþy on Requeft SÓLRÍKT HERBERGI til leigu á Bergstaðastræti 82. STÚLKA óskast 1 vist til Guðmundar Kr. Guðmundssonar skrifstofustj óra, Bergstaðastræti 82. — Sígurður Olason & Egíll Sigurgeírsson Málflutningsskriístofa Austurstræti 3. Sími 1712. Útbreiðið TÍMANN

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.