Tíminn - 19.10.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.10.1939, Blaðsíða 4
484 TÍMIM, fimmtudagfim 19. okt. 1939 121. blað Yfír landamærín 1. Mbl. er í morgun mjög kampakátt yfir sigri Sjálfstæðisflokksins í stúd- entaráðskosningunni. Sannleikurinn er sá, að í fyrra fékk bandalag íhalds- manna og nazista meira en helming greiddra atkvæða, en nú skorti talsvert til þess að það fengi helming atkvæð- anna. Hér er því um greinilega aftur- för að ræða. Annars ætti Mbl. aö láta sem minnst yfir kosningu þessari, því bandalag ílraldsstúdenta við nazista er Sjálfstæðisflokknum til lítils sóma og sýnir að flokknum hefir enn ekki tekizt að leiða þessa ungu menn af villigöt- um. 2. Kommúnistablaðið heldur stöðugt áfram að birta einkaskeyti frá Moskva, þar sem m. a. er lokið lofsorði á kúg- unarsamninga Rússa við Eystrasalts- ríkin. Sést á þessu, að' Stalin þekkir sína. 3. í tvö kvöld hafa nú verið haldnir rifrildisfundir í Sósíalistafélagi Reykja- víkur (kommúnistafélaginu) um af- stöðu flokksins til alþjóðamálanna. Hafa þar komið fram háværar raddir um að flokkurinn segði alveg skilið við Moskva og fordæmdi atferli Rússa, en Brynjólfur og Einar hafa risið önd- verðir gegn því. Allmargir menn eru þegar gengnir úr flokknum vegna þessara mála og munu áreiðanlega ennþá fleiri á eftir fara. 4. Kommúnistar eiga nú í erfiðleik- um með Héðinn Valdimarsson rétt einu sinni. Þeir segjast vilja lágt vöruverð, en H. V. er langharðsnúnastur af öllum olíusölunum að hækka olíu og benzín mikið. Á verðlagsnefnd fullt í fangi með að halda ákafa hans í skefjum. 5. Alþýðublaðið virðist halda að ef eitthvað fer aflaga um stjórn á skipi eins og Esju, þá sé það hásetunum að kenna. Blaðið virðist ætla, að háset- arnir hafi tekið að sér forustuna á skipinu í stað vélameistara, stýrimanna og skipstjóra? x+y. A krossgötum. (Framh. af 1. síðu) minnsta móti í Stykkishólmi í haust, vegna þess að meira var slátrað á úti- búum kaupfélagsins en verið hefir áð- ur. Var kjötið ýmist saltað þar eða flutt nýtt til Stykkishólms. Fé er tæp- lega eins vænt og í fyrrahaust, en þó í góðu meöallagi, en aldrei hefir verið betri meðalvigt en í fyrra. — Á verzl- unarsvæði Kaupfélags Stykkishólms hefir talsvert verið byggt af íbúðarhús- um og öðrum byggingum í sumar. í Helgafellssveit voru byggð tvö ibúðar- CR BÆNUM Biskupsmessan í dómkirkjunni. Biskup íslands, herra Sigurgeir Sig- urðsson, messaði í dómkirkjunni í gær o hófst guðsþjónustan klukkan 6,30. Guðsþjónusta þessi var haldin í tilefni af þjóðhöfðingjafundinum í Stokk- hólmi. Meðal kirkjugesta voru forsætis- ráðherra og frú hans og ræðismenn erlendra ríkja. í stólræðu sinni mælti biskup meöal annars á þessa leið: —í dag sameinast Norðurlandaþjóðirnar í sameiginlegri bæn og ákalli til drottins um vernd hans og hjálp, að hann firri þær vandræðum, veiti þeim sitt lið til að halda frelsi sínu og lífi og að þær fái að búa í löndum sínum í friði. í því ákalli, þeim samhljómi, vill íslenzka kirkjan, íslenzka þjóðin, eiga sinn streng, sína rödd. Það eru okkar innstu hjartans óskir, að gæfa, lán og friður byggi þessi lönd og að varðveizla guðs hvíli yfir bræðraþjóðum vorum. — Að lokinni ræðu voru sungnir sálm- arnir: Gegn um hættur, gegn um neyð og Faðir andanna. En fyrir predikun voru sungnir sálmarnir: Sannleikans andi og Sú trú, er fjöllin flytur. — Áð- ur en konungur íslands og Danmerkur færi til fundarins sendi forsætisráð- herra honum skeyti fyrir íslands hönd og bar fram þá ósk, að fundurinn mætti vera gifturíkur. Sykur mun koma með Dronning Alexand- rine, sem væntanleg er til Reykjavíkur í dag. Munu alls vera um 80 smálestir sykurs í henni. Á fundi framfærslunefndar Reykjavíkurbæjar 5. október var synjað 9 beiðnum um fátækrastyrk, 14 beiðnum var vísað til framfærslufull- trúanna og 3 beiðnum var samþykkt að verða við. Á fundi framfærslunefnd- ar 12. október var enn synjað 12 beiðn. um um fátækrastyrk og 5 vísað til framfærslufulltrúanna. Bæjarstjórnarfundur er í dag í kaupþingssalnum. Hann hefst kl. 4. Sænsk-íslenzka frystihúsið. Sótt hefir verið um leyfi til bygg- inganefndar Reykjavíkur til að endur- byggja þann hluta sænsk-íslenzka frystihússins, sem brann í sumar. Enn- fremur hafa verið ráðgerðar ýmsar útlits- og fyrirkomulagsbreytingar á húsinu. Byggingarnefndin veitti leyfi sitt til þessa, en áskildi þó að til sam- þykkis hafnarstjómar komi. Þetta sam- þykki hefir hafnarstjórn nú veitt. Vínáita Stalíns og Hitlers (Framh. af 1. síðu) Enskir hermenn ganga á land i Frakklandi. Vélbáturínn Helgi fer til Austfjarða næstkomandi mánudagskvöld. Kemur í báð- um leiðum við á eftirtöldum höfnum: Vestmannaeyjum, Hornafirði, Fáskrúðsfirði, Reyð- arfirði, Eskifirði, Norðfirði og: Seyðisfirði. Flutning:ur óskast tilkynntur sem fyrst. Annáll — Afmæli (Framh. af 3. síðu) hugheilar þakkir fyrri starf hans í þágu æskulýðsins. Nemendur hans munu minn- ast þeirra gjafa, sem hann hefir þeim veitt, með djúpri þökk fyrir liðin ár, og vona, að Aðrar fréttir. (Framh. af 1. síðu) Moskva, án þess að samkomu- lag hafi náðst milli Rússa og Tyrkja. Segja Tyrkir, að Rúss- ar hafi gert kröfux, sem ekki samrýmdust hagsmunum lands- ins og skuidbindingum þess við aðrar þjóðir. Það er þó tekið fram, að hin vinsamlega sam- búð landanna muni halda á- fram. Talið er, að samningar Breta og Frakka við Tyrki, sem m. a. muni fjalla um hernað- arsamvinnu í Miðjarðarhafinu, verði bráðlega undirritaðir. Það er nú upplýst, að enska herskipinu „Royal Oak“ hafi verið sökkt í Scapa Flow, en þar hafa Bretar herskipalægi og munu hafa talið öruggt, að ekki þyrfti að óttast kafbáta- árás þar. Churchill flotamála- ráðherra hefir lokið miklu lofs- orði á hugrekki og dirfsku kafbátsmanna. hús, í Eyrarsveit þrjú, í Staðarsveit fimm, í Breiðuvík eitt og í Langey í Klofningshreppi eitt, eða alls tíu hús á verzlunarsvæðinu. En auk þess hefur nokkuð verið byggt af hlöðum og pen- ingshúsum. Flest húsin hafa verið byggð fyrir lán úr byggingar- og land- námssjóði, og nokkur með styrk úr ný. býlasjóði eða endurbyggingarstyrk. Búnaðarfélagið (Framh. af 1. siðu) arlandinu hér við Reykjavík, og ef til vill víðar á erfðafestu- löndum kaupstaða og kaup- túna, hefir verið ósæmileg og fjarri sanngirni og er nú kom- inn tími til úr að bæta. Enda eru ákvæði jarðræktarlaganna skýr í þessu og vilji löggjafanna greinilegur. Vinnið ötullegu fyrir Títnunn. sínar í ljós, myndi taka til al- varlegrar íhugunar að hætta styrjöldinni. Ýmsir setja fram kröfur um „afnám hitlerismans“, sem mjög þýðingarmikið atriði. Samkvæmt ummælum enskra og franskra stjórnmálamanna, er það tilgangur styrjaldarinn- ar, að berjast á móti nazism- anum. Það virðist hvorki rök- rétt né sannfærandi, að reyna að réttlæta framhaldandi styrj- öld með slíkri staðhæfingu. Sérhver hefir rétt til að játa þessa eða aðra skoðun. Menn geta ekki upprætt neina stefnu eða hugsjón með eldi og vopn- um. Menn geta dýrkað eða fyr- irlitið hitlerismann sem hverja aðra stjórnmálastefnu. Það fer alveg eftir smekk manna. En að heyja styrjöld til að uppræta ,,hitlerismann“, er glæpsamleg, pólitísk heimska. Tilraunin til að lítilsvirða friðartilboð Þýzkalands þýðir það, að þeir, sem það gera, taka enn muni æskan í Vestmanna- eyjum njóta forystu hans lengi í framtíðinni. Helgi Sæmundsson. á sig ábyrgð á styrjöldinni og þeim stórfelldu hörmungum, sem henni munu fylgja.“ Þessi grein í „Isvestija“ sýnir eins greinilega og verða má, hversu gersamlega Rússra hafa horfið frá þeirri utanrikismála- stefnu, sem þeir fylgdu á árun- um 1934—1938. Ýms blöð hafa varpað því fram í gamni, hvort Stalin muni ekki hér eftir leyfa nazistaflokk í Rússlandi. Hingað til hafi hann ekki viðurkennt að nein önnur stefna ætti tilverurétt og út- rýmt öðrum stefnum vægðar- laust með eldi og járni. Hins- vegar virðist þetta ekki eiga að gilda fyrir nazismann sam- kvæmt framannefndum skrif- um „Isvestija". Indriðí á Fjalli (Framh. af 3. síðu) Hér er byrjun á lofsöng um líf og vor: „Áfram lengra, ofar, hærra, upp mót fjallsins háu brún“ Þetta öllum stöfum stærra stendur letrað, nem þá rún. Lærðu hennar þýðing þekkja, þig við andann frjóa bind. Lát þig engan blindan blekkja bókstafsþræl i neinni mynd“. Síðar í sama kvæði segir skáldið: „Gott er að vera ennþá ungur, eiga í vændum langan dag. Numið geta nýjar tungur, nýja siði og háttalag". Úr kvæðinu „Enn skal vona“: „Enn skal vona, vinna, stríða, vekja göfga hjartans þrá. Saman hag og hugsjón þýða, hjartans gulli á veginn strá. Enn ég kenni blæinn blíða, bernsku drauma löndum frá. 298 William McLeod Raine: Flóttamaðurinn frá Texas Enn er fjarri endir tíða, okkar blóm, þótt hnígi í dá“. ljómaði út úr skugganum. — Ég vissi að til hlaut að vera einhver skýring, þó ég hagaði mér ekki þannig, þegar ég réðist á þig. — Ég hefi aldrei þekkt neitt, sem lík- ist þér, sagði hann. — Aldrei! — Þú eða engin. Hann heyrði hreyfingu í skugganum, þar sem hún var, en engin orð. — Ég er orðinn geggjaður, hélt hann áfram. — Þáð ert þú-------eða nóttin — — eða eitthvað------. Ég hefi alltaf vit- að að það var ekki til neins. Ég er ó- hreinn og verð það alltaf, jafnvel þó mér takist að hindra þá í að setja mig í æfi- langt fangelsi. Ég hugsaði núna, sem allra snöggvast-----— en það er hrein flónska. Ég hefi ekkert að bjóða þér, ekk- ert, sem ekki myndi draga þig niður. — Vegna þess að þú hefir verið — ó- hamingjusamur — átt þú við, sagði hún með sinni lágu hljómfögru rödd. — Já. Ég væri hundingi ef ég bæði konu, og sérstaklega ef ég bæði þig, að taka hlutdeild í smán minni. — Heldur þú ekki að hún gæti ef til vill verið stærilát af því? — Alla æfi yrði bent á hana sem konu þess manns, er hefði átt að fara á gal- eiðurnar. — En — góði, eins og það gerði nokk- uð til, svaraði hún lágt. — Og dætur þínar, ef þú eignaðist dætur--------myndu verða upp með sér af föður sínum, greip hún fram í fyrir honum, um leið og blóðið hljóp fram í kinnar henni. — Morðingi og þjófur, sem hafði kom- izt undan með naumindum. Hún lagði heita fingurna fyrir munn hans, til þess að stöðva þessi ægilegu orð, og þeir titruðu á vörum hans. Tilfinningar þeirra brutu af sér öll bönd. Hún heyrði hann hvísla, eins og við sjálfan sig: — Ástin mín! Ástin mín! Hún lagði sterka handleggina um háls honum og beygði höfuð hans að brjósti sér. Hann var hennar maður og þarfnað- ist ástar og huggunar svo óumræðilega mikið. Hún skyldi berjast gegn öllum heiminum, fyrir hann! XXXIII. KAFLI. Þau höfðu talað lengi á máli elskenda, lítið með orðum, en þeim mun meira með brosum, kossum, þögnum og snert- ingu hlýs holds. Augnahár hennar snertu kinn hans og hann fann undur- samlegan straum fara um sig. Hann drap fingurgómunum á gagnaugu henni og henni fannst blóðið syngja fagnandi í æðum sér. Allt í einu hló hún hátt: Upphaf kvæðisins „Heyrum, sjáum“: „Heyrum synir hafs og fjalla, hrópandann í vori sál, Sjáum klökkna kaldra mjalla kufl af landsins bundnu sál. Finnum glædd af ást við alla, ættþjóð vora bál í sál, Syngjum vorljóð, æfi alla inn í barnsins frjóu sál“. Úr kvæði við heimkomu St. G. Stephanssonar 1917: „Verið hefir á ferð og flugi fjalls og sléttu ofurhugi, Sá víst oft á svaðilferðum sólhvörf tvenn og þrenn. Lyftir stoltu höfði og herðum hátt yfir stærðarmenn“. Þegar skáldið er nálega sex- tugur byrjar hann kvæði sitt á þessa leið: „Syngið bræður, ennþá einu sinni æsku mjúka sumarlagið vort. Það, sem hefir í hugans leynum inni hljómað gegnum allskyns böl og skort. Það, sem hefir geymzt í manna minni, —GAMLA BÍÓ Olympíu- leíkarnír 1938 SÍÐARI HLUTINN: „Hátíð þ|óðaima“ sýnd I dag kl. 9. Þar sézt m. a. úrslita- keppni í tugþraut, knattspymu, kappsiglingu og róðri, hnefaleik, sundi og dýfingum. - nýja Bíó— Charlie Chan á Ol- ympisku leiknnum Spennandi og skemmtileg í amerísk lögreglukvikmynd, er gerist á Honolulu. New York og á Olympíuleikun- úm í Berlín árið 1936. Aðalhlutverkið, Charlie Chan, leikur: WARNER OLAND. Aukamynd: BREZKI FLOTINN. | Börn fá ekki affgang'. i Tílkynnin Hér með er öllum óviðkomandi bönnuð rjúpnaveiði í Graf- ardalslandi í Skorradalshreppi og kirkjulandinu, afréttarlandi Akurnesinga á Botnsheiði. Jón Böðvarsson. Þorsteimi BölSvarsson. II ú s iii æður: Svo sem skýrt var frá hér í blaðinu 10. þ. m., hafa raimsóknir leitt það i ljós, að gerilsney&ing (í Stassunovél) rgrir ehUi finnunlega C-fjjörvisniagn mjjólh- urinnar. Sýnishorn af sömu ntjjólh á undan og eftir stassaniseringu sgndu sama C-fjjörvismagn eftir gerilsnegö- inguna og fgrir hana. Tomar flöskur osiglos V' . Kaupum í Nýborg fyrst um sinn tómar flöskur, 34 ou 1 lítra á kr. 0,20 og % lítra flöskur á kr. 0,15. - Bökunar- dropaglös með skrúfhettum á kr. 0,05 og ennfremur allar tegundir af glösum undan þeim innlendu hárvötnum er vér höfiiin selt, að því tilskyldu, að hettan fylgi. Áfengísverzlim ríkisins- með þeim hætti, er þjóðin sjálf gat ort. Það, sem studdi að menning minni og þinni meira en nokkur á fær bent og horft“. IV. Þannig er Indriði Þórkelsson sjötugur, sjálfmenntaður bóndi, fræðimaður og skáld. Hann hefir þrem sinnum á æfinni tekið þátt í skapandi starfi með héraðsbúum sínum. Hann var á æskuárum öruggur framherji í hinni miklu sókn Þingeyinga, er þeir brutu með samtökum sínum og manndómi margra alda kúgunarfjötra erlendra arðránsmanna. Þegar þeim sigri var náð, varð hann einn hinn einkennilegasti og þróttmesti listamaður í flokki þingeyskra skálda og rithöfunda. Og að síðustu er hann nátengdur hinu þýðingarmikla landnámi æsk- unnar í héraðinu, sem byggir í einu á skipulagi hinnar frjálsu samhjálpar, og á friði og göfgi hinna menntuðu, sjálfstæðu heimila. Indriði Þórkelsson hefir af einlægni og innri hvöt fylgt ráðum hins mikla skálds: Þú skalt fylla hug og hjarta með viðfangsefnum samtíðar þinnar og þá mun gifta fylgja góðu starfi. J. J. ÞÉB ættuð að reyna kolin og koksið frá Kolaverzlmti Signrðar Ólafssonar. Símar 1360 og 1933. Nú hlakka ég til að fá kaffi- sopa með Freyjukaffibætis- dufti, þvi þá veit ég aff kaff- ið hressir mig Hafið þér athugað það, að Freyju-kaffibætisduft inni- heldur ekkert vatn, og er því 15% ódýrara en kaffi- bætir í stöngum REYNIÐ FREYJU-DUFT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.