Tíminn - 21.10.1939, Síða 2
486
TlMCVIV, laiijgardagimi 21. okt. 1993
122. blað
Athalnir og œlíntýri
- Hugfleiðmgrar
Byltingar
Eftir Pétur Sigfurðsson
‘guminrt
l íiuyttrduijinn 21. okt.
Fínnar og Ihalds-
blöðin
Finnar hafa getið sér mikið
frægðarorð fyrir það, að vera
eina Evrópuþjóðin, sem greiddi
Ameríkumönnum skilvíslega
stríðsskuldir sínar.
Sökum þessa hefir ýmsum
fjármálaráðstöfunum Finna oft
verið talsverður gaumur gefinn
í öðrum löndum.
Það vakti t. d. talsverða at-
hygli, þegar Finnar lögleiddu
innflutningshöft um miðjan
september síðastl. og settu á fót
sérstaka innflutningsnefnd til
annast framkvæmd þeirra. Fær
enginn innflytjandi rétt til að
kaupa erlendan gjaldeyri, nema
með leyfi hennar.
í skýrslu, þar sem sendiherra
Dana í Helsingfors skýrir frá
þessari ráðstöfun, sem m. a.:
„Tanner fjármálaráðherra
hefir í viðtali við finnsku frétta-
stofuna skýrt frá því, að óhjá-
kvæmilegt hafi verið að setja
þetta bann. Innflutningur og
útflutningur verði að haldast í
hendur, því að útflutningurinn
verði að tryggja hinn nauðsyn-
lega gjaldeyri til greiðslu á inn-
flutningnum. Þar sem það er
fyrirsjáanlegt, að útflutningur
Finnlands muni minnka, verð-
ur að takmarka innflutninginn
að sama skapi.Til þess að skerða
ekki gj aldeyrisbirgðir bankanna
og til hindrunar því, að gjald-
eyririnn, sem aflast, sé notaður
til kaupa á „luxusvörum“ í stað
kaupa á nauðsynjavörum, er
það óhjákvæmilegt fyrir ríkið,
að hafa eftirlit með innflutn-
ingnum. Eftirlitið verður fram-
kvæmt af nefnd, sem til þess
er kjörin, og veita leyfi hennar
rétt til að kaupa erlendan gjald-
eyri.“
í þessari greinargerð fjár-
málaráðherrans er sérstök á-
stæða til að vekja athygli á því,
að Finnar kjósa heldur að
þrengja að sér strax en að eyða
gjaldeyrisbirgðum sínum. Þeir
fara ekki að eins og sá, sem eyð-
ir hóflaust öllum eigum sínum
og lánstrausti, og fer þá fyrst að
spara, þegar algert getuleysi
neyðir hann til þess. Finnar
ætla að eiga gjaldeyrisbirgð-
irnar og grípa ekki til þeirra,
nema óhjákvæmileg nauðsyn
neyði þá til þess síðar meir.
Það lýsir tveimur ólíkum sjón-
armiðum, að lesa þessa greinar-
gerð finnska fjármálaráðherr-
ans og ritstjórnargreinar íhalds-
blaðanna undanfarna daga.
Þau krefjast þess með hávær-
um gífuryrðum, að allar inn-
flutningshömlur verði þegar af-
numdar.
Fyrir þeim vakir það ekki eins
og Finnum, að þjóðin setji sér
það markmið á styrjaldartíman-
um, að eyða ekki meiru en hún
getur aflað.
Þau eru ekki að hugsa um það,
hvort sá gjaldeyrir, sem þjóðin
fær til ráðstöfunar, rennur til
kaupa á nauðsynlegum vörum
eða óþarfa varning. Það veldur
þeim ekki neinum áhyggjum,
þótt hér verði ef til vill skortur
brýnustu nauðsynja meðan allt
er fullt af hverskonar ónauð-
synj avarningi.
Þau eru ekki að hugsa neitt
fram í timann né leitast við, að
gera sér grein fyrir, hvernig
fara muni, þegar þjóðin er búin
að sökkva sér í botnlausar verzl-
unarskuldir og lánstraust henn-
ar og fjárhagslegt álit erlendis
er að engu orðið. Þau reyna al-
veg að loka augunum fyrir því,
hvernig högum þjóðarinnar
verður háttað, þegar erlendir
fjárdrottnar ráða orðið öllu um
málefni hennar.
Það eitt, sem þau sjá, er það,
að kaupmennirnir myndu græða
á haftalausum innflutningi.
Hinu gleyma þau, að sá gróði
gæti orðið hverfull, ef þjóðin
lenti í fjárhagslegri örbirgð.
íslenzka þjóðin hefir ekki
nema um eitt að velja, ef hún
ætlar að gæta fjárhagslegs
sjálfstæðis síns. Hún verður að
gera það sama og Finnar. Spara
allt erlent eftir megni, auka
notkun innlendra afurða, örva
NIÐURLAG
II.
Þeirrar skoðunar hefir orðið
vart, að Gísli Jónsson væri
nokkurskonar frelsari Bíldu-
dals. Honum hafi með fjár-
magni sínu tekizt að skapa
blómlegt atvinnulíf, hagsæld og
vellíðan, þar sem fátækt og
skoxtur ríkti áður. Og því er
bætt við, að til endurgjalds ætl-
ist hann til að fá umboð Barð-
strendinga á Alþingi.
Ekki skal því neitað, að G. J.
hefir lagt þarna nokkuð af
mörkum. Hann mun vera aðal-
hluthafinn í félagi, sem hefir
keypt Bíldudalinn og byggt þar
bryggju, fiskimjölsverksmiðju
og rækjuverksmiðju. Þessar
framkvæmdiT hefir ríkissjóður
styrkt ríflega samkvæmt lög-
um, er Framsóknarflokkurinn
stóð að.
Fiskimjölsverksmiðjan er
mjög lítil og hefir sáralítil hrá-
efni fengið, svo starfsemi henn-
ar er hverfandi. Og svo lengi
sem ekki er fyrir því séð, að
útvegur aukist á Bíldudal, er
hætt við að gagnið af henni
verði álíka og af vermihúsi uppi
á fjalli.
Rækjuverksmiðjan hefir unn-
ið oftast nær í sumar og veitt
nokkra atvinnu, einkum fyrir
konur og unglinga. í fyrrasum-
ar var talsverð vinna við að
reisa fyrrnefndar byggingar.
Þetta er alls ekki nema þátt-
ur í viðreisninni á Bíldudal. En
af því hann hefir verið af hlut-
aðeigendum óspart auglýstur,
er hann kunnugri umfram aðr-
ar framkvæmdir þar.
Þýðingarmesta atvinnufyrir-
tækið á Bíldudal — hraðfrysti-
húsið — á ekkert skýlt við G.
J. En það heíir veitt óhemju
atvinnu við framleiðslu þeirra,
eyða ekki meira en hún getur
aflað.
Fyrir þessari stefnu mun
Framsóknarflokkurinn berjast.
í þeirri baráttu getur hann
treyst stuðningi langtum fleiri
en flokksmanna sinna einna.
Þótt blöð Sjálfstæöisflokksins
tali máli eyðslustefnunnar, er
það fullvíst, að meginþorrinn
af fyrri kjósendum þess flokks
hafa þá forsjá og gætni til að
bera, að þeir munu trauðla láta
teyma sig út á óheillabrautina.
í fjögur ár unnu nokkrir
menn úr öllum stjórnmála-
flokkunum að því að undirbúa
Alþingishátíðina 1930. Eitt sinn
var í nefndinni leitt talið að því,
hvaða maður væri líklegastur til
að stýra hundrað manna lög-
reglusveit á Þingvöllum, meðan
stæði á hátíðahöldunum. Magn-
ús Jónsson guðfræðiprófessor
nefndi þá Bjarna Bjarnason
skólastjóra. Hann var síðan val-
inn til starfsins og leysti það af
hendi með festu og röggsemi.
Mér þótti undarlegt,að Magnús
Jónsson skyldi benda á Bjarna
Bjarnason. Samkomulagið var
að vísu prýðilegt í hátíðanefnd-
inni og gætti þar aldrei neinna
flokkadrátta. En úti á hinum
pólitísku vígvöllum var barátt-
an hörð á þessum árum. og á-
tökin oft harkaleg milli stjórn-
málaflokkanna. Það var sjald-
gæft á þeim árum, að ákveðinn
pólitískur flokksmaður teldi
mann úr öðrum flokki líklegan
til nokkurra trúnaðarstarfa. En
hér var undantekning. Ákveð-
inn Sjálfstæðismaður taldi á-
kveðinn Framsóknarmann hæf-
an til að stýra friðnum á Þing-
völlum á hinni miklu hátíð.
Dómur sögunnar um Bjarna
Bjarnason á Laugarvatni mun
verða á sömu leið eins og
tillaga Magnúsar Jónssonar
um trúnaðarstörf hans 1930.
Bjarni Bjarnason er óvenjulega
sterkur maður, bæði líkamlega
og andlega. En hann hefir í við-
bót við mikla orku margar aðr-
ar góðar gjafir, sem valda því,
að honum mun ætíð verða trúað
til mikils drengskapar, um öll
þau málefni, sem hann sinnir.
Barðstrendíngfs -
atvinnu hin siðustu ár, bæði á
sjó og landi. Forgöngu fyrir
byggingu þess höfðu Fram-
sóknar- og jafnaðarmenn, og
alveg sérstaklega Bergur Jóns-
son alþm. og hreppsnefndin á
Bíldudal, með ágætum stuðn-
ingi sparisjóðsins þar og sænska
frystihússins í Reykjavík. —
Reksturinn hefir hreppsnefndin
annazt. Það er engum vafa
bundið, að þetta er einn merk-
asti þátturinn í hinni margum-
töluðu viðreisn á Bíldudal, þótt
hljóðara hafi verið um hann
en margt annað. Auk þessa var
talsverð atvinna i sumar við
ýmsar byggingar, t. d. stækkun
á hraðfrystihúsinu, læknisbú-
stað, reisulegt nýbýli rétt við
þorpið o. fl. Ekki standa þessar
byggingar að neinu leyti í
sambandi við atvinnurekstur
G. J. Þetta veit hver maður á
Bíldudal, þótt út í frá sé reynt
að telja mönnum trú um hið
gagnstæða.
Af þessu er ljóst, að vélaeftir-
litsmaðurinn á ekki nema
nokkurn hluta í þeirri atvinnu-
viðreisn, sem er og hefir verið
að gerast á Bíldudal hin síð-
ustu ár. En honum skal þakkað
það, sem hans er, en heldur
ekki meira. Næsta átak, sem
gera þarf á Bíldudal, er aukn-
ing útgerðarinnar. Er þar við-
fangsefni fyrir marga röska
menn. Hyllir einmitt nú undir
áhuga ýmsra manna að leggja
sig þar alla fram. Reynsla sú,
sem fengizt hefir af einkafram-
takinu 1 útgerðarmálum, er
ekkert glæsileg og tilboð þau,
er G. J. gerði sjómönnunum á
Bíldudals s. 1. vetur, vöktu þá til
meðvitundar um rétt sinn og
þarfir, sem því miður hafði áð-
ur verið of þokukennd og sljóf.
Kom þá fram, að sjómenn voru
samtaka um að standa gegn
20% affalla tilboði G. J. Báta-
útgerð með samvinnusniði ætti
að henta vel á Bíldudal. Þar er
einhver bezta höfn á Vestur-
landi, stutt á fiskimiðin og á
staðnum atvinnutæki, sem geta
hagnýtt aflann, sem bezt get-
ur orðið. Skilyrðin eru því hin
ákjósanlegustu.
Á Bíldudal er samvinnuverzl-
unarfélag. Að vísu lítið ennþá,
en vaxandi. Þetta tvennt, út-
gerðin og verzlunin, með sam-
vinnusniði, eru áreiðanlega
heilbrigðustu leiðirnar í sjálfs-
II.
Bjarni Bjarnason er nú
fimmtugur að aldri og á þessu
afmæli mun hans verða minnst
með miklum hlýleik af læri-
sveinum hans og vinum víða um
land. Hann er fæddur í Rangár-
þingi, en óx upp að mestu í
Árnessýslu. Hann varð snemma
mikill vexti og rammur að afli.
Hann stundaði margháttaðar í-
þróttir, en þótti sérstaklega frá-
bær glímumaður. Bar það af hve
fær hann var í öllum leyndar-
dómum þessarar íþróttar, og þó
ekki síður hitt, hve drengilegur
hann var í allri framkomu, þó
að kapp væri í leiknum.
Bjarni gekk í kennaraskólann,
og stundaði siðan leikfimi og
var eitt ár í íþróttaskóla Dana.
Varð skólastjóri barnaskólans í
Hafnarfirði, og gegndi því starfi
í nokkur ár. Samhliða því keypti
hann jörðina Straum, nokkrum
km. sunnan við Hafnarfjörð,
kom þar upp stórbúi, byggði
vandað steinhús á jörðinni og
girti landareignina með fjár-
heldri girðingu. Mun það vera
mesta girðing á landi einnar
bújarðar á íslandi. Meðan Bjarni
stýrði skólanum í Hafnarfirði
fékk hann því til leiðar komið,
að bærinn byggði hús fyrir skól-
ann. Það er enn þann dag í dag
eitt af allra vönduðustu og beztu
skólahúsum á landinu. En skóla-
starfið var ekki nóg fyrir Bjarna
Bjarnason. Hálfur hugur hans
var við búnað, og umbætur á
jörðinni. Hann átti mikinn
fjölda sauðfjár í Straumi þar
til mæðiveikin tók að herja. Auk
þess hafði hann á jörðinni all-
stórt kúabú. Hann fór á þeim
árum dag hvern í sínum eigin
bjargarviðleitni fólksins, og
öðru líklegri til að skapa því
fullkomið frelsi og hagsæld.
Hefi ég grun um, að fólkið sjálft
taki sér þennan rétt á Bíldu-
dal næstu árin og verður það
áreiðanlega bezta framtíðar-
viðreisnin, sem þar getur orðið.
Og þrátt fyrir auð og völd G. J.
á Bíldudal verða þeir fáir, sem
ganga honum á hönd þar; utan
þorpsins er þaö alveg óþekkt
fyrirbrigði.
En af því að svo margt bend-
ir til, að þessi atvinnurekstur
G. J. hafi alveg sérstakt mark-
mið, eigi að vera þrep í valda-
stiga hans, gerist þar sitt af
hverju broslegt. Þannig hagar
til, að G. J. á bróðir, sem er um-
sjónarmaður fyrir hann á
Bíldudal. Gerir hann sér allt
far um að hið erfiða takmark
Gísla megi názt. Sjálfur skrepp-
ur Gísli af og til vestur, líkt og
þegar hann elti Berg Jónsson i
sumar. Út frá þessum forsend-
um hafa menn fundið upp á
því að kalla þá Lepp og Skrepp.
Þetta er glettnisleg samlíking,en
um leið andsvar við þeim til-
gangi, sem G. J. ætlast til að
atvinnufyrirtækin hafi. Menn
skilja það og greina rækilega í
sundur, að ekki getur alltaf far-
ið saman að kunna að safna
peningum og skapa atvinnu-
rekstur og vera lipur og far-
sæll fulltrúi á Alþingi. G. J.
blekkir sjálfan sig, ef hann
stendur í þeirri meiningu, að
hann færist eitthvað nær því
takmarki með fyrirferð sinni á
Bíldudal. Barðstrendingar eru
orðnir það lífsreyndir og þrosk-
aðir í pólitíkinni, að þeir gleypa
ekki við hverjum æfintýra-
manni. Þeir þekkja sitt kyrr-
stöðutímabil og sína íhalds-
spekúlanta og þar hafa sporin
hrætt.
Þeir eiga nú þingmann, sem
er kunnur fyrir lipurmennsku,
gáfur og drengskap. Undanfar-
in ár hefir verklegum fram-
kvæmdum miðað áfram. Kaup-
félög risið upp, nokkur nýbýli
byggð. Það er ósk flestra að
slík þróun megi eflast og njóta
hinnar sömu forystu út á við
og áður. Um leið er ástæða til
að gleðjast yfir velgengi at-
vinnulífsins í hvaða mynd sem
er, því að ekki verður fram hjá
því gengið, að það er sá grund-
völlur, er flest annað byggist á.
Og þar má enginn einstaklingr
ur draga sig í hlé, heldur leggja
af mörkum það, sem honum er
unnt. Takist það, eru áreiðan-
lega batnandi dagar fram und-
bíl frá Straumi í skólann og tók
sölumjólkina með sér í bæinn.
Bjarni Bjarnason hefir aldrei
verið í Ameríku, en hann hefir
engu að síður mikið af eðli og
venjum beztu manna vestan
hafs, eins og sézt af þessum
fjörlegu og hagnýtu vinnu-
brögðum.
III.
Þegar ráðizt var í að byggja
héraðsskólann á Laugarvatni.og
gert var ráð fyrir að hin stærsta
byggð á landinu þyrfti líka
stærsta skólann, þá risu um það
mál langar og allháværar deilur.
Menn fundu skólastaðnum og
skólahúsinu margt til foráttu.
En í þessari gagnrýni gleymdist
eitt ásökunarefni, sem gat verið
mjög þungt á metunum. Það
mátti kalla ógætni að byggja
skólaheimili í sveit á íslandi, þar
sem um 200 menn dvelja vetrar-
langt við nám og vinnu, af því
að ósennilegt væri, að hæfur
forstöðumaður fyndist til að
gegna þessu vandasama starfi.
En þessi ógætni kom ekki að
sök fyrst um sinn, því að þegar
sr. Jakob Ó. Lárusson fann, eftir
vetrarlangt starf, að hann hafði
ekki heilsu til að vera þar skóla-
stjóri, þá fór aðstandendum
skólans eins og Magnúsi Jóns-
syni í hátíðarnefndinni. Þeir
mundu eftir Bjarna Bjarnasyni,
og hann tók við vandanum, þó
að það væri honum óhentugt,
meðal annars af því að fram-
kvæmdir hans á Straumi voru
ofviða flestum mönnum, nema
honum.
Þegar Bjarni Bjarnason flutti
að Laugarvatni, var erfið aðkom-
an. Meginhúsið var að vísu reist,
en hvergi nærri fullgert. Miklar
skuldir voru á fyrirtækinu, lán-
in dreifð og mörg með óhagstæð-
um kjörum. Um skólabygging-
una hafði staðið hörð og lang-
vinn deila. Sumir andstæðingar
skólans vildu hvorki láta börn
Það er mér ráðgáta, er ég
byrja þessar línur, hvort nokk-
urt blað muni vilja birta þær.
Almenningsálitið hafa þær ekki
með sér. En gaman getur það
líka verið, að fara ekki götur
fjöldans.
í sumar las ég einhversstaðar
lofgrein um stjórnarbyltinguna
á Frakklandi og var það í tilefni
150 ára afmælis hennar. Þá
langaði mig að taka til máls,
eins og þeim er lagið, sem búnir
eru að venja sig á að tala, þeg-
ar aðrir tala. — Þetta er mas-
andi heimur, og hann segist
hugsa mikið líka.
Nú las ég aðra grein um bylt-
inguna á Frakklandi. Var hún
í alla staði réttmæt, en viðburð-
irnir rifjast upp. í mörg ár hef-
ir það verið skoðun mín, að
hinar æðisgengnu og blóðugu
stjórnarbyltingar kippi þjóð-
unum aftur á bak, en ekki áfram
að hinu þráða takmarki allra
manna — bræðalagi á jörðu.
Öfgar skapa öfgar, og sé steini
kastað í stein, þá hrekkur hann
til baka. Hitt má til sanns vegar
færa, að hinar ógurlegu bylting-
ar hafi verið eðlileg afleiðing
vissra orsaka, og eru þær því í
alla staði skiljanlegar. En þær
eru óheppilegur viðburður,
af óheppilegu fyrirkomulagi
sprottnar og skapa ólán og ó-
heppilegt ástand.
Menn gleyma æfinlega að
spyrja og rannsaka þetta: Hefði
byltingin ekki komið, hvað hefði
þá gerzt? Ekki stendur heimur-
inn í stað. Hefðu byltingarnar
ekki losað um fjötra hinna
kúguðu, þá nefðu þeir losnað
hægar og seinna, en vafalaust á
heppilegri hátt og heiminum í
heild til meiri farsældar. Vilja
menn gera sér grein fyrir þessu,
að leysingar koma yfirleitt ekki
nema hlýni í veðri, og eins koma
byltingar ekki heldur fyrr en
tíminn er kominn, að breytingin
hlýtur að verða, og breytingin
yrði þó bylting kæmi ekki, en
breytingin kæmi á annan hátt
og hægar. En það er aðeins hin
hægfæra siðabót og breyting í
an í því héraði, sem hefir gnótt
bjargar bæði á landi og í sjó,
en verður stundum að horfast
í augu við torveldar samgöngur,
um há fjöll og djúpa firði.
sín þangað eða koma sjálfir á
staðinn. Einn orðfær maður, sem
síðar hefir lært að meta Laugar-
vatn, sagðist ekki vilja gista í
því húsi, þar sem hver steinn
væri stolinn.
Bjarna skólastjóra hefir tek-
izt að sigra þessa örðugleika.
Honum hefir lánazt með frá-
bærri atorku og ráðdeild að
fullgera skólabygginguna, gera
ýmsar viðbætur og borga alí-
mikið af lánunum. Sumargisti-
hús það, sem hann hefir yfir-
umsjón með, er orðið stærsti
og mest sótti gististaður á land-
inu, og fyrsti viðurkenndi bað-
staður íslendinga. Eins fór með
aðsókn nemenda. Síðustu ár eru
þeir um 170, auk námskeiða á
vorin og sumrin. Þegar hópar
gesta koma frá útlöndum á
námskeið hér á landi að sumr-
inu til, er venjulega leitað til
Laugarvatns. Fáum mönnum
myndi hafa lánazt jafn fljótt
og vel að setja fast svipmót á
hinn stóra skóla og hið stóra
gistihús, eins og Bjarna Bjarna-
syni. Gengi sitt í þeim efnum
á hann að þakka óvenjulegum
hæfileikum til að stjórna og
hafa mannaforráð.
IV,
Enginn skóli á íslandi, sem er
stjórnaö af karlmanni, er með
jafn miklum hreinlætis- og
heimilisbrag eins og Laugar-
vatn. Ég efast um, að skóla-
stjórinn þar haldi langar ræð-
ur yfir nemendum um hreinlæti
og reglusemi, en hann lætur
iðka þessar dyggðir. Bjarna
Bjarnasyni er ómögulegt að
sætta sig við hirðuleysi og ó-
reglu í framkomu eða um-
gengni. Nemendur þvo herbergi
sín, skólastofurnar, alla ganga,
sundlaug og leikfimishús, og
þeir læra að gera starf sitt vel.
Skólastjórinn hefir gert áfengi
útlægt af heimilinu, og tóbak
trú, skoðun, siðum og venjum,
sem til heilla horfir. Hin of-
stopafulla siðabót vekur æfin-
lega upp skelfingar, sem ónýta
að mestu eða öllu, og stundum
meira en það, hinn upprunalega
tilgang. Hefðu kúgaðir bændur
hér á landi, sem í eina tíð máttu
ekki róa nema á bátum höfð-
ingja sinna, risið upp og háls-
höggvið þessa fyrirmenn, þá
ættum við nú færri fræga
menn, sem afkomendur þessara
manna, skal ég þó enga nefna
að svo stöddu, en sennilega
hefði sú aðferð ekki fært lands-
lýð hér breytinguna á heppi-
legri hátt, en hún kom, þótt
hægt færi.
Hvað fæddi hin mikla stjórn-
arbylting af sér? Þessu er ekki
fljótsvarað, því að hún fæddi
margt af sér, og ekki skal því
neitað, að vekjandi og hressandi
blær fór um löndin, en slíkt
hefði komið, þó byltingin hefði
ekki átt sér stað. Hugirnir voru
hvarvetna að vakna, og gegn
hugsun, rannsókn, þekkingu,
vísindum og skrifum upplýstra
manna hefði ekkert úrelt fyrir-
komulag geta staðizt til lengdar.
Já, hvað fæddi byltingin í
Frakklandi af sér? Fyrst og
fremst ógnarstjórn með eins-
dæma skelfingu. Þar næst ein-
veldi Napoleons, þá napóleonsku
stríðin og allt það blóðbað, en
stríðin fæða alltaf af sér aftur
stríð. í kjölfar þessara styrj-
alda fór lögleidd herskylda í
ýmsum löndum Norðurálfunn-
ar. Þessi herskylda fæddi svo af
sér ógurlegt vígbúnaðarkapp-
hlaup stórþjóðanna, sem end-
aði með heimstyrjöldinni 1914
—1918. Henni fylgdu ólýsanleg-
ar hörmungar: Hungur, drep-
sóttir og fjárhagskreppa, sem er
líklega einsdæmi í mannkyns-
sögunni, vandasamir og rang-
látir þjóðarsamningar, stöðug
óánægja, hatur og tortryggni.
Inn í þessa hraðfara og rang-
hverfu þróun bætist svo hin ó-
skaplega stjórnarbylting í Rúss-
landi, sem er afleiðing styrjald-
arinnar miklu og samfara skelf-
ingum. Byltingin í Rússlandi
skýtur öðrum þjóðum skelk í
bringu, og þær heita á goð sín
— vekja upp áfenga og ofsa-
hneigða þjóðerniskennd, búa til
fasisma og HitleTisma, kyn-
(Framh. á 3. síSu)
og kaffi úr skólanum. í stað
þess fá nemendur nýmjólk og
heilsusamlegan, en einfaldan,
íslenzkan mat. Auk þess hefir
Bjarni Bjarnason, fyrstur af
öllum heimavistarskólastjórum,
vanið pilta sína á að sýna
konum þá kurteisi að heim-
sækja þær ekki í herbergi
þeirra. Þetta er að vísu alþekkt
og alviðurkennt boð í löndum
með þroskaða nýmenningu.
Þar er talin fuílkomin ókur-
teisi við konur, að karlmenn
fari í heimsóknir í herbergi
þeirra. Af gömlum, sljóum vana,
hefir konum verið misboðið á
þennan hátt í mörgum öðrum
skólum, allt til þessa dags.
Margir lítilsigldir kennarar
hefðu mátt búast við að fá full-
komna og almenna uppreisn frá
hálfu nemenda fyrir hvert eitt
af framangreindum meinlætum,
hvað þá þegar þau komu öll
saman, bindindi um vín, tóbak,
kaffi og að ungir menn mættu
ekki halla sér aftur á bak síð-
ari hluta dags í rúm skóla-
systra og þykjast vera að lesa.
En reyndin hefir orðið allt
önnur. Laugarvatn er ekki að-
eins stærsta skólaheimili lands-
ins nú, heldur langstærsta
sveitaheimili, sem nokkurn-
tíma hefir verið á íslandi. Og
eftir því sem meiri festa hefir
komið í hinar einföldu um-
gengnisreglur á Laugarvatni,
hefir aðsóknin vaxið ár frá ári.
Bjarni Bjarnason stýrir með
fordæmi sínu. Þegar Alexander
mikli átti kost á að dreklca
sjálfur síðasta vatnsdi-opann,
sem var til í sólskrælnuðum
herbúðunum, þá hellti hann því
vatni niður framan við her-
menn sína. Hann hafði þá karl-
mannslund að geta og vilja lifa
sama lífi og þeir. Þvílíkt for-
dæmi gaf þeim kjark til að
hlýða miklum foringja og berj-
ast með honum til sigurs.
JÓNAS JÓNSSON
Bjarni Bjarnason skólastjórí
i.