Tíminn - 31.10.1939, Síða 2

Tíminn - 31.10.1939, Síða 2
502 TÍMIBírc, t»r£gjí«stlajglim 31. okt. 1939 126. blað Raunir Gísla vélstjóra Tvær athugasemdír frá Bergi Jénssyui alþlngflsm. ‘gtminn Þriðjudaginn 31. akt. Hraða gagn er að þjoðstjoru i var ekki gert, en Sjálfstæðis- mönnum aðeins fengin tvö af fimrn ráðuneytum í stjórninni, ætti það að liggja í augum uppi, að fyrir Alþingi hafi vakað eitt- hvað annað en beinlínis það að láta stjórna landinu eftir einka- forskrift Sjálfstæðisflokksins. Hagsmunir þjéðar- ínnar og fiokkanna Þegar athuguð eru blöð Sjálf- stæðisflokksins nú upp á síð- kastið, verður ekki annað séð en að þau séu af ráðnum hug að hvetja flokkinn til sam- vinnuslita við Framsóknar- menn. Nú á þeim háalvarlegu tímum, sem yfir standa og fara í hönd, þegar þjóðin þarf við allra sinna krafta óskiptra, þeg- ar hún þarf frekar en nokkru sinni áður að standa saman, gerast blöð Sjálfstæðismanna hávær, kröfuhörð og frek um að heimta fram þröng flokkshags- muna sjónarmið, sem bersýni- lega ganga beint gegn hags- munum þjóðarinnar, og hóta hinu versta, beint og óbeint, ef ekki verði undan látið. Þegar formaður Framsóknar- flokksins, ásamt ráðherrum hans, gekkst fyrir því s. 1. vor, að stjórnarsamvinna skyldi upp tekin við Sjálfstæðismenn og komu því máli í framkvæmd, voru þeir Framsóknarmenn til, sem litu þetta samstarf með dálitlum ugg. Forystumönnun- um var þetta og vel ljóst. En þeir mátu þjóðarhagsmunina ofar sjónarmiöum flokksins. Þeir vissu, að ef höfuðflokkar þingsins stæðu saman um lausn vandamála, sem hinn yfirvof- andi ófriður hafði þegar varp- að inn á vettvang íslenzks þjóð- lifs, var hægt að leysa þau. Þeir vissu að illvíg flokkabar- átta í litlu, fátæku þjóðfélagi á hinum ískyggilegustu tím- um, var hættuleg. Þeir treystu á drengskap ándstæðinganna að skilja þessi sjónarmði og virða þau að verðleikum. í fyrstu gat ef til vill verið ein- hver hætta á, að einhverjir kjósendur Framsóknarflokksins yrðu nokkuð hikandi, dálítið varfærnir og tortryggir gegn þessari tilraun forráðamanna sinna, sem lengi og hart höfðu barizt við þann flokk, er nú var heitið á til samstarfs í al- þjóðar þágu. Hér lá hugsan- legt tilefni til óánægju fyrir einhverja áður örugga flokks- menn. En hvort, sem sú óánægja hef- ir verið til innan Framsóknar- flokksins um það bil er þjóð- stjórnin var mynduð eða ekki, þá er hitt víst, að hún hvarf fljótlega með öllu. Framsókn- armenn fundu við nánari íhug- un, að stjórn flokksins hafði breytt eins og vitrum stjórn- málamönnum sómdi, að sjónar- mið þeirra voru fyrst og fremst hagsmunir allra íslendinga, og nú var sannkallað lífsspursmál að fylkja sér saman, gegn örð- ugleikum, er komu að utan og kröfðust samstilltra aðgerða. Hér var um það eitt að ræða að leggja niður um sinn háskalega innbyrðisbaráttu, en snúa sam- an bökum gegn voða, er þjóðinni var ekki sjálfráður, en gat hins vegar ráðið örlögum hennar í óyfirsjáanlegri framtíð. Formaður Framsóknarflokks- ins, ráðherrar hans og miðstjórn áttu frumkvæðið að flokkasam- vinnunni. Fyrir það kann nu ekki einungis hver einasti Fram- sóknarmaður þeim þökk, heldur og fjöldi af kjósendum hinna lýðræðisflokkanna, nú er brot- alda styrjaldarinnar flæðir yfir löndin og veltir m. a. inn yfir strendur íslands þeim afkomu- erfiðleikum, sem naumast verða sigraðir nema með samstilltum mótaðgerðum allrar þjóðarinnar. Vilji Sjálfstæðisflokkurinn nú hlita fyrirskipun heidsalanna og slita stjórnarsamvinnunni vegna hagsmunasjónarmiðs stórkaup- manna, en móti velferðarmálum alþjóðar og stefna almenning út í nýjar kosningar, þá mun það sannast, að Framsóknarflokkur- inn gengur til þess leiks sterkari og samstilltari en nokkru sinni fyrr. Norðurlönd eiga nú ekki ein- ungis í hinni þrengstu vök að verjast með hlutleysi sitt og af- komu alla, heldur vofir yfir þeim einræðishrammurinn í austri, sem býst nú til þess að læsa litla frið- og frelsisunnandi smáþjóð helgreipum harðstjórnar og kúg- í Morgunblaðinu, Vísi og ísa- fold hafa undanfarnar vikur verið að birtast öðru hverju býsna skrítnar gi’einar um þjóö- stjórnina og verkefni þau, er hún eigi fyrir höndum nú á næstunni. Ekki er það vitað, hvort miðstj órn Sj álf stæðis- flokksins eða þingmenn hans standa að bakí þessum skrifum, en heldur má það teljast ólík- legt, enda er það kunnara en frá þurfi að segja, að blöö flokksins hafa farið nokkuð sínar eigin götur nú upp á síðkastið. Á það þó einkum við um blaðið Vísi, en nú er svo að sjá, að Mbl. þykist ekki lengur skyldugt til að vera „góða barnið“ úr því blað fjár- málaráðherrans fái óátalið að þjóna sínum innra manni. Það sem íhaldsblöðin nú halda fram, er í stuttu máli það, að þjóðstjórnin hafi verið mynduð til þess að framkvæma stefnu Sjálfstæðisflokksins í iandsmál- um! Þykir blöðunum þessi fyrir- hugaða framkvæmd „sjálfstæð- isstefnurmar“ að vísu ganga fremur seint, en segja, að Ólaf- ur Thors hafi borið því við á Varðarfundi, að ráðstafanir vegna stxíðsins væru svo tíma- frekar, að enn hefði ekki unnizt ráðrúm til að sinna „stefnunni". Glöggt má heyra, að blöðunum þykir þessi málsvörn ráðherrans í rýrasta lagi, því að þau tala um það alldólgslega, að fulltrú- unar. Hefir nokkurn tíma verið öllu brýnni ástæða til þess að standa fast saman fyrir fslend- inga en einmitt nú? Hefir þröngt kllkuhagsmuna sjónarmið nokk- urn tíma átt minni rétt á sér en einmitt nú? Alþing það, sem nú er að koma saman til framhaldsstarfa, fær nú örðugri vandamál til úrlausn- ar en dæmi munu til um langan tíma. Vafalítið væntir almenn- ingur í landinu þess, að þar verði tekið á málunum með alþjóða- hagsmuni fyrir augum. Og flokk- ar og biöð verða tvímælalaust dæmd eftir því, hvort meir verð- ur látið í fyrirrúmi sitja, sam- starf um lausn vandasömustu þjóðmála, ellegar kröfufrekir en fámennir hagsmunahópar, er heimta persónuleg áhugaefni til framkvæmda gegn velferð al- mennings. Vonandi er, að lýðræðisflokk- ar þjóðarinnar beri gæfu til samstarfs, meðan hennar er svo brýn þörf sem nú. Vonandi hafa íslendingar þroska til að standa saman á hinum allra hættuleg- ustu tímum. ** ar ihaldsins í stjórninni hafi ekki tíma til að hugsa um neitt nema stríðið, þá verði að fá aðra flokksmenn þeim til að- stoöar í annríkinu. Með því að tæplega er hægt að gera ráð fyrir, að blöðin meini það í al- vöru að fjölga beri enn ráðherr- um frá því, sem nú er, verður helzt að skilja ummælin á þá leið, að „aðstoðin“ eigi að vera í því fólgin að láta þá Ólaf og Jakob fá önnur verkefni, sem áreynsluminni séu en ráðherra- dómurinn. En hvernig svo sem þessari „aðstoð“ við ráðherrana yrði fyrir komið, lcemur það glöggt fram, að nú megi það ekki leng- ur dragast að þjóöstjórnin fari að sinna því megin hlutverki sínu að koma íhaldsstefnunni í framkvæmd! Er þá sérstaklega lögð áherzla á þrjú meginatriði: 1. Að aukin verði kaupmanna- verzlun í landinu með því að neita kaupfélögunum um vöru- innflutning handa félagsmönn- um sínum, en að öðrum kosti verði innflutningshöftin afnum- in. 2. Að lækkaður verði skatt- ar til ríkisins af háum tekjum og miklum eignum. (Hinsvegar er ekkert á það minnst, að lækka eigi útsvörin til Reykjavíkur- bæjar, sem þó eru 3—4 sinnum hærri en ríkissjóðsskatturinn!) 3. Að lagðar verði niður verzl- anir ríkisins og hagnaðurinn látinn renna til kaupmanna. Auk þess er fyllilega gefið í skyn, að draga þurfi úr opinberum fjárframlögum til sveitanna, og var þessum framkvæmdum ný- lega í Mbl. líkt við atvinnubóta- vinnu kaupstaðanna. Það er líka auðskilið mál að ef kaupmenn eiga að fá hagnaðinn af ríkis- verzlununum og hátekjumenn að borga lægri skatt en áður, þá verður einhversstaðar að draga úr opinberum greiðslum. Engin ástæða er til að draga að segja blöðum þessum það í fullri vinsemd, að þessar og því- líkar hugmyndir þeirra um til- gang og verkefni þjóðstjórnar- innar eru á mjög svo átakan- legum misskilningi reistar. Mætti það raunar vera hverjum manni ljóst, að ef tilgangur Al- þingis með stjórnarbreytingunni hefi verið sá að koma stefnu Sjálfstæðisflokksins í fram- kvæmd, þá hefði þessi marg- nefndi flokkur verið beðinn að fara einn með rikisstj órnina, því að varla er hægt að hugsa sér að nokkur sé eins fær um það og hann að framkvæma sína eigin stefnu. Meö þvi að þetta Ástæðurnar til þess að mynda þjóðstjórn á stríðshættutímum eru vitanlega alveg sérstaks eðl- is og eiga ekkert skylt við bolla- leggingar Mbl., Vísis og ísafold- ar undanfarnar vikur. Ástæðan er vitanlega sú, að á stríðstím- um þarf ávallt að gera fleiri og færri stórfelldar ráðstafanir, sem einstaklingum þjóðfélags- ins og öllum almenningi eru ó- þægilegar og viðkvæmar, og að harður áróður gegn slíkum ráð- stöfunum getur gert framkvæmd þeirra mjög svo erfiða og jafn- vel óframkvæmanlega. Þess vegna er það mikilsvert, að ekki séu í landinu a. m. k. stórir'og öílugir flokkar, sem telji sér þessar ráðstafanir pólitískt óvið- komandi og geti jafnvel haft pólitískan stundarhag af því, aö þær mistakist að einhverju leyti. Þetta má skýra með ljósum dæmum. Nú er fyrirskipuð ál- menn skömmtun fjölda nauð- synjavara og öllum skylt að skýra frá vörubirgðum, sem þeir kunna að eiga í fórum sínum. í raun og veru eru allir lands- málaflokkar á einu máli um, að þetta sé nauðsynlegt og óhjá- kvæmilegt, og hin pólitísku blöð allra þjóðstjórnarflokkanna hafa stutt þessar ráðstafanir drengilega. En setjum svo, að stríðsráðstafanir þessar hefðu átt hliðstæðri pólitískri óvild að mæta eins og sumar nauðsyn- legar ráðstafanir, sem gerðar hafa verið á friðartímum. Setj- um svo að sum víðlesnustu blöð Reykjavíkur hefðu hvatt al- menning til að gera „verkfall" gegn því að skýra frá vörubirgð- um sínum eða yfirleitt að hlíta skömmtunarfyrirkomulaginu. Setjum svo, að haldið hefði ver- ið uppi daglegum blaðaáróðri, húsmæðrafélög stofnuð og boð- að til æsingafunda í því skyni að finna höggstaði á fram- kvæmd þessara ráðstafana. Eða setjum svo, að sterk póli- tísk öfl hefðu staðið að því að hóta veiðiverkfalli, þegar á- greiningur varð um síldarverð- ið nú í sumar. Á tímum eins og nú eru allar slíkar aðgerðir af hálfu óvin- samlegrar stjórnarandstöðu, eins og gefur að skilja, miklum mun hættulegri fyrir þjóðfélagið en á venjulegum tíma. Og það er vitanlega þess vegna fyrst og fremst, sem hugur manna, bæði á þessu landi og annars staðar, hneigist að þjóðstjórnarmögu- leikanum, þegar svo stendur á. Af því leiðir svo auðvitað, að allar mikilsverðar ráðstafanir heldur en flestir landar hans í Danmörku, var hann sístarfandi, og skapandi mörg af frægustu listaverkum sínum. Eitt kvöld á síðari Hafnarár- um sínum var Einar Jónsson að blaða í gegnum bók eftir frægan dulspeking. Hann var ekki bein- linis að leita að neinu og hann bjóst heldur ekki við að finna þar lausn nokkurra vandamála. En allt í einu finnur hann í þess- ari bók hugsanir, sem snerta við- kvæma strengi í brjósti hans, og við lestur þessa rits, hið fyrsta kvöld, kom yfir hann djúp vakn- ing, líkt og sú, sem breytti lífs- viðhorfi Rousseau, er hann sat undir tré við veginn i brennandi hita franskra sumardaga og fékk þá opinberun, sem entist honum æfilangt, að menningin hefði ekki aukið hamingju mannanna, heldur þvert á móti gert þá van- sæla og giftusnauða. Svo fór og í þetta sinn um Einar Jónsson. Þetta kvöld brutust fram nýir andlegir straumar í sál hans, og breyttu til nokkurra muna við- horfi hans um lífsstefnu og lista- störf. Það er lítill vafi á, að Einár Jónsson hafði frá æskuárum djúpa þrá eftir dulrænum við- fangsefnum. List hans og lík- ingamál hafði jafnan borið þess nokkur merki. Barátta hans til að verða listamaður, hafði full- nægt honum að verulegu leyti. Kynningin við menn, sem höfðu neikvæðar lífsskoðanir, hafði að sumu leyti haldið honum frá dulrænum athugunum, en sum- part eggjað hann til mótstöðu í Morgunblaðinu 26. þ. m. birtist byrjun á grein eftir Gísla Jónsson vélstjóra, undir fyrir- sögninni: „Fundahöld og fram- kvæmdir í Barðastrandarsýslu“. Aö svo komnu vil ég að eins gera tvær athugasemdir við grein þessa, þótt hún gefi í sjálfu sér þegar efni í heilan „Jónsbókarlestur“, ef einhver vildi í alvöru leggja sig niður við að typta annan eins erki- klunna í ræðu og riti og grein- arhöfund þenna. Þessi tvö at- riði eru: 1. Formálinn. Á undan grein Gísla stendur svohljóðandi formáli frá rit- stjóra Morgunblaðsins: „Gísli Jóiisson vélstjóri hefir beðið MorgunblaðiÖ fyrir eftirfarandi grein. Hér um daginn sagði hann á Varðarfundi hinar fá- ránlegustu sögur um blaðið, sem ólíklegt er, að hann sjálfur hafi lagt trúnað á, hvað þá aðrir en sögumaðurinn s.jálfur“. Með öðrum orðum: Ritstjórn- in stimplar Gísla ósanninda- mann að „hinum fáránlegustu sögum" um leið og hún birtir grein eftir hann, eða réttara sagt, varar menn við að treysta sannsögli hans, áður en menn lesi grein hans. Ég vil taka það fram, að ég hefi enga ástæðu til að rengja ritstjóra Morgun- blaðsins um það, að Gísli þessi hafi sagt fáránlegar sögur, sem enginn annar hafi trúað og ó- líklegt virtist, að hann tryði sjálfur. Slík ódæmi af ósann- indum, heilaspuna og ósviknu þvaðri hefi ég heyrt af vörum þessa manns, á opinberum fundum, að mér er fyrir löngu hætt að blöskra, þótt fárán- legar sögur heyrist frá honum. En það hygg ég að hljóti að vera einsdæmi, að nokkur mað- ur þiggi rúm fyrir grein í blaði, með slíkan áfellisformála frá ritstjórn blaðsins, og það eigi sízt, er flokksblað greinarhöf- undar á í hlut. 2. Höfundur Tímagreinar. Gísli Jónsson fullyrðir, að ég hafi skrifað grein, sem nýlega birtist í Tímanum undir fyrir- sögninni „Athafnir og æfin vegna hins sérstaka ástands verður að gera með fullri til- hliðrunarsemi og samkomulagi milli hinna pólitísku flokka, þótt ósammála séu um það að öðru leyti, hver sé hin farsæl- asta leið pólitískrar þróunar í landinu. gegn efnishyggju. En að lok- um hafði undiraldan brotizt fram á yfirborðið í sálarlífi hans. Eftir þetta var Einar Jónsson ekki aðeins listamaður, heldur líka maður með sívak- andi áhuga á dulrænum efnum. Hann hélt áfram að tala lík- ingamál í list sinni. En líking- arnar urðu með öðrum blæ en fyrr, dýpri og torskildari þeim, sem ekki voru á sömu leið og listamaðurinn sjálfur. Breyt- ingin á yfirbragði Ingólfs Arn- arsonar var einhver fyrsti vitn- isburðurinn um að Einar Jóns- son hafði í list sinni lagt inn á nýjar og ókunnar brautir. IX. Snemma á Hafnarárum sln- um hafði Einar Jónsson gert myndastyttuna Fornlistin. Það er kona með forngrísku yfir- bragði og í forngrískum búnaði. Þessi kona heldur á afhöggnu Medúsuhöfði og beinir þessu ferlega tákni að áhorfendum. En það var eðli Medúsu, að allt sem bar fyrir augu hennar varð að steini. Hér kemur fram skoðun Einars Jónssonar á blindri fornaldardýrkun í list- um. Vitaskuld var hann hrif- inn af grískri list, eins og hún kom fram í Grikklandi í forn- öld, bæði vegna margháttajgra yfirburða hinna miklu mynd- snillinga, og af því að þeir höfðu túlkað með mikilli kostgæfni hugsanir sinnar samtíðar. En að dómi Einars Jónssonar var það dauðasynd að líkja eftir annarra manna list, og það týri“. Ætlar hann sýnilega að byggja grein sína á þessari fullyi’ðingu. En urn þetta fer hann, sem oftar, algerlega vill- ur vegar. Ég á engan pennadrátt í nefndri blaðagreiii, hefi eng- an þátt átt í því að greinin var skrifuð og birt, og vissi ekkert um greinina, fyrr en ég sá hana í Tímanum. Þetta getur ritstjóri Tímans vottað. Hvort höfundur greinarinnar vill láta nafns síns getið eða eigi, veit ég heldur ekki. í greininni hefir yfirleitt verið sagt rétt og satt frá um málefni Barðastrandarsýslu, svo langt sem greinin nær. Ég harma það einungis, að höf- undur skyldi láta ómakleg lofsyrði falla á mig, því nógar eru raunir Gísla vélstjóra, þótt ekki sé verið að særa hann með slíku. Gisli varð fyrir miklum vonbrigðum á þessu ári, þegar ég náði aftur heilsu eftir all- hættuleg veikindi, því að hann var farinn að reikna sig í þing- mannahópi, eins og greinilega kom fram í tryllingslegri bar- áttu hans sl. vor, fyrir því, að gengið yrði strax til kosninga, og sömuleiðis af hinu fræga orðtaki hans á leiðarþingum I Barðastrandarsýslu í haust: „Við áttmenningarnir“, Sem hann viðhafði um sjálfstæðis- þingmennina átta, sem and- stæðir voru þjóðstjórnarmynd- un og sjálfan sig. Þetta orðtæki Gísla hefir valdið mörgum vestra miklum heilabrotum, þvi fyrst og fremst vissu allir, að Gísli var ekki þingmaður, og í öðru lagi eiga menn erfitt með að finna út, hvernig „áttmenn- ingunum" tókst að vera áfram bara átta, þótt Gísli hefði bætzt í hópinn. Er sífellt verið að reyna að leita lausnar á þessu vandamáli, eins og krossgáta væri. Hafnarfirði 27. októher 1939. Bergur Jónsson. ¥ísa sú, er Hulda skáldkona sendi Ind- riða Þórkelssyni ættfræðingi og skáldi á Fjalli, á sjötugsafmæli hans, og birtist í „Tímanum" hinn 24. þ. m„ hafði misprent- azt. Er hún rétt prentuð svona: Skáld og vinur, skýli þér skógarhlynir dísa, íslenzkt kyn þar unir sér, óðarhryn og vísa. ÚtbreimiS TÍMANN engu siður þó að fyrirmyndin væri glæsileg. Hver sá lista- maður, sem tók fornlistina beinlinis til fyrirmyndar, varð fyrir töfrum Medúsu. Þetta var sérstaklega viðkvæmt fyrir er- lendan myndhöggvara. Fornald- ardýrkun listfræðinga í byrjun 19. aldar hafði orðið sjálfum Albert Thorvaldsen til hinnar mestu ógæfu. Eftir kröfum sam- tíðarinnar hafði hann mikinn hluta æfi sinnar unnið á vegum fornlistarinnar sér til óbætan- legs tjóns. En þegar hann hafði aðstöðu til að hlýða að miklu eða öllu leyti sinni eigin anda- gift uröu til hans ódauðlegu verk, eins og minnismerkið í Luzern, um hinar föllnu hetjur Svisslendinga, sem vörðu höll Ludvigs XVI. og þá ekki síður hin fræga mynd af Kristi, þar sem hann býður öllum mann- heimi að koma til sín með sorg- ir sínar og þjáningar. Myndin af fornlistinni var af dönskum listfræðingum talin einskonar hólmgönguboð frá Einari Jónssyni. Með því minn- ismerki fordæmdi hann fyrir sitt leyti meginþáttinn í lista- stefnu samtíðarinar. Með því lýsti hann yfir skýrt og skorin- ort, að hann ætlaði að skapa sína eigin stefnu sjálfur. Hon- um kippti þar í kyn til nor- rænna víkinga, sem höfðu að kjörorði setninguna: „Sjálfur leið þú sjálfan þig“. í þessum anda gerði Einar Jónsson fyrsta stórverk sitt, Útilegumanninn. Hann var þá 25 ára að aldri. Efnið var ramm- JÓNAS JÓNSSON: Einar Jónsson myndböggvari. NIÐURLAG VIII. Á dvalarárum sínum í Kaup- mannahöfn kynntist Einar Jóns- son að sjálfsögðu mikið islenzk- um stúdentum, ekki sízt mönn- um, sem voru á líku aldurs- skeiði og hann. Flestir þeirra voru heitir baráttumenn í sjálf- stæðismáli íslendinga gagnvart Dönum. En margir þeirra voru aftur á móti mjög áhugalitlir um yfirnáttúrleg málefni og sumir mjög andvígir krist- inni trú. Einar Jónsson mynd- höggvari var í hjarta sínu ósam- þykkur þessum löndum sínum. Hann var vissulega góður ís- lendingur, en tók engan þátt í baráttu landa sinna um stjórn- arskipun landsins. Eitt sinn helltu dönsk blöð úr skálum reiði sinnar yfir Einar Jónsson, ekki aðeins fyrir listastefnu sína, heldur það, sem þau kölluðu ís- lenzkan uppreisnarhug. Um það það leyti, sem myndhöggvarinn gaf listaverk sín íslenzku þjóð- inni voru Danir sérstaklega óánægðir við íslendinga fyrir sjálfstæðiskröfur sínar. Þótti að- standendum stjórnmálablað- anna í Danmörku þessi lista- verkagjöf vera þáttur í þver- móðsku íslendinga, sem gerðu auðsjáanlega ráð fyrir að þeir gætu átt sjálfstæða íslen^ka list. Blöðum Dana skjátlaðist al- gerlega, er þeir hugðu að Einar Jónsson væri að gerast forvígis- maður í stjórnmálabaráttunni með námsmönnum í Kaup- mannahöfn. Ekkert var fjar- stæðara en að ríki hans tilheyrði hinum pólitíska baráttuheimi. En auk þess var þessi listamaður í raun og veru á allt annari bylgjulengd um andleg málefni heldur en allur þorri íslenzku námsmannanna í Kaupmanna- höfn. Hann var nokkuð í þeirra hópi af því að þeir voru íslend- ingar eins og hann. En hann var alveg sérstaklega mótfallinn allri léttúð um andleg málefni, þó að hann deildi ekki um þau mál- efni við menn, sem höfðu aðrar skoðanir. Þegar Einar Jónsson var í kynnurn við menn, sem höfðu neikvæðar’ lífsskoðanir fann hann í sínum eigin hug innri tómleik og kulda, líkt og Matthías Jochumsson áður en hann orti kvæðið. „Guð minn, guð, ég hrópa gegnum myrkrið svarta“. Árum saman fann Einar Jónsson óljósa þrá eftir svari, sem ekki kom í hug hans. Starf- ið var honum hin mesta gleði. Á þessum tíma, þegar hann var í stöðugu andófi við listamenn í Danmörku, og annars huga

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.