Tíminn - 31.10.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.10.1939, Blaðsíða 3
136. blað TÍMIWN, þriðjwdagmn 31. okt. 1939 503 A N N A TL L Dánardægnr. Þórður J. Thoroddsen læknir andaðist 19. október. Hann var fæddur í Haga á Barðaströnd 1856, sonur Jóns Thoroddsen skálds og konu hans, Kristínar Þorvaldsdóttur Sivertsen. Hann lauk læknisnámi hálf þrítugur og gerðist síðan kennari við Möðruvallaskóla. Síðar var hann erlendis við framhalds- nám í læknisfræði og var, er heim kom aftur, allmörg ár hér- aðslæknir í Gullbringusýslu. Síðar var hann um hríð starfs- maður í banka, en hvarf aftur að læknisstörfum eftir fá ár. Hann var kvæntur Önnu, dótt- ur Péturs Guðjohnsen orgel- leikara. Hún lézt fyrir fáum mánuðum. Börn þeirra á lífi eru Pétur, læknir í Neskaupstað, Kristín hjúkrunarkona, Emil tónskáld og Þorvaldur fram- kvæmdastjóri, öll í Reykjavík. Afmæll. Pétur Jónsson, fyrrum bóndi á Stökkum á Rauðasandi, verður 75 ára 6. nóvember næstkom- andi. Pétur er fróður maður, einkum í því er viðkemur sögu þjóðar vorrar. Hann er vel ern, þrátt fyrir háan aldur og vinn- ur nú af kappi að undirbún- ingi héraðssögu Vestfjarða. Pét- ur er vel hagmæltur, og ann skáldskap og fögrum listum. Ljóðum hans hefir ekki verið safnað saman, en á prenti hafa birzt eftir hann ýms ljóð undir dulnefni, þar á meðal „Ung- mennaóður“, er út kom í Skin- faxa um 1911. Uppblástur á íjöllum í Tímanum, 30. sept. s. 1., stendur, í annars mjög athygl- isverðri grein: „Það er ekki af því, að Kjölur og Kaldidalur séu svo hálend, að ekki er þar meiri gróður en raun ber vitni. Það er fyrir uppblástur“. Þetta er ekki rétt, a. m. k. ekki að því er við- kemur Kaldadal. Kaldidalur hefst fyrir norðan Hrúður- katla, móbergstinda sunnan Geitlandsjökuls. Þar, við hina þekktu vörðu, Kerlingu, er 522 metra hæð yfir sjávarmál. Það er sýnilegt hverjum þeim, er um Kaldadal fer, að þar hefir aldrei verið miklu meiri gróður en nú er, en hann er mjög óveruleg- ur. Helzta jurt þar mun vera grasvíðir (smjörlauf). Merki uppblásturs sjást þar hvergi, eða svo er ekki um dalinn sunn- anverðan. Missögn blaðsins stafar vafa- laust af því, að sumir, og þó B Æ K V R Hlín, 22. árg. 168 bls. Verð: 2 krónur. 22. árgangurinn af Hlín, árs- lega borizt Tímanum. riti íslenzkra kvenna, hefir ný- Hlín er nú orðin mjög útbreidd bók. Upphaflega var útgáfa hennar hafin fyrir áeggjan Sambands norðlenzkra kvenna og sem ársrit þess, en smám- saman hefir hún náð útbreiðslu um allt land, þótt undirtitlinum hafi fyrst nú verið breytt í sam- ræmi við það. Jafnvel vestan hafs er Hlín vel séður gestur á heimilum margra íslendinga. Sú kona, sem svo ötullega hef- ir unnið fyrir Hlín, bæði hvað snertir útbreiðslu, efni hennar og frágang, er Halldóra Bjarna- dóttir, útgefandi hennar og rit- stjóri. Væri óverðugt að minn- ast hennar ekki, þegar getið er um Hlín. Að þessu sinni hefst Hlín á kvæði eftir skáldkonuna Krist- ínu Sigfúsdóttur, ort til Sam- bands norðlenzkra kvenna, þeg- ar það átti aldarfjórðungs- starfsafmæli i júnímánuði í ár. Fyrsta greinin er erindi, sem Halldóra Bjarnadóttir, er vai' stofnandi sambandsins og for- maður fyrsta áratuginn, flutti á fundi þess á Dalvík í vor. Næst kemur starfsskýrsla sambandsins, yfirlit um 25 ára starf, eftir núvexandi formann þess Guðnýju Björnsdótir á Akureyri. Fara þar á eftir starfs- skýrslur nokkurra félaga. Oflangt yxði að rekja efni hverrar einstakrar greinar í Hlín, en þær eru um 35. Þær fjalla um margvísleg mál, sem að líkum lætur; þar eru minn- ingar ýmsra kvenna, greinar um málefni kvenfélaganna, heimil- isiðnað, vefnað, mataræði, guð- ræknismál, skógrækt og margt fleira. Þar er og grein um vænt- anlega landssýningu 1940, þar sem sýna á heimilisiðnað lands- manna. En loks má geta þess, að aftan við venjulegt lesmál Hlínar er ein örk, sem einkum er ætluð börnum. Það eru ýms- ar frásagnir og fylgja litprent- aðar myndir. Er vert að þakka þessa nýjung. eingöngu Reykvíkingar, kalla Kaldadal strax fyrir ofan Þing- vallasveit, eins og títt hefir mátt sjá í blöðum. Slíkt er með öllu rangt. Kaldidalur nær ekki lengra suður en að Kerlingu, ekki talinn ná lengra af öðrum en þeim, er ekki þekkja til staðhátta. Uppblástur er hins vegar mik- ill sunnan Kaldadals, og þó að- allega til austurs. Eyðist gróður (Framh. á 4. síðu) íslenzkt, úr rnargra alda þjóð- trú sveitafólksins. Útilegumað- urinn hefir dvalið lengi uppi í óbyggðunum. Andlitið er veður- bitið og hart, með augljósum merkjum þess, að sá maður er vanur að komast leiðar sinnar í hríð og frosti. Kona hans and- ast uppi á öræfunum í fjalla- kofanum, frá hálfstálpuðu barni þeirra. Vald trúarinnar nær til útlagans. Hann getur ekki hugsað sér að lík konu sinnar hvíli annarsstaðar en í vígðri mold. Útilegumaðurinn leggur af stað ofan í byggðina. Hann ber lík konu sinnar og barnið í fanginu, styðst við tré- rekuna eins og' norðurfari. ís- lenzki smalahundurinn gengur við hlið hans. Æskumerkin í þessari mynda- styttu koma fram í því, hversu útilegumaðurinn heldur á líki konu sinnar. En sjálfur útlag- inn og barnið í sauðarfeldinum eru fullkomin listaverk. Menn finna, að þessi maður þekkir þrautir og raunir, að hann þekkir hörku íslenzkrar nátt- úru eins og hún er mest og muni ekki villast, þó að fjúkið sé hart. í svip þessa útlaga hefir listamaðurinn meitlað þjáning og harðrétti íslenzku þjóðarinnar eftir sex hundruð kúgunarár. Útilegumaðurinn er þjóðin, sem tók á móti hinu fyrsta vængstýfða frelsi úr hendi Danakonungs vorið 1874. En fallega barnið i faðmi feti- legumannsins var samtíð Einars Jónssonar, sem var svo að segja borin af háfjöllum niður í sól- vermda dali nýrrar menningar. Sú kynslóð reyndist fær um að skapa nýtt tímabil í sögu lands- ins. Skömmu síðar gerði Einar Jónsson Öreigana. Þar er lýst á átakanlegan hátt örbirgð og hungurbaráttu iðjumúgsins í stórborgunum. Hungraðir, skin- horaðir og tötrum klæddir for- eldrar leiða barn með sömu þjáningarmerkjum móti von- lausri framtíð. Útilegumaður- .inn var tákn hinna aldagömlu, íslenzku lífsbaráttu, en Öreig- arnir sýndu sálardoðann í hinni vélrænu stóriðju nútímans. Hönd, sem lyftir bjargi, er til- tölulega einföld líking, ein af fegurstu skáldverkum Einars Jónssonar. Þessi hönd, sem kemur upp úr bjargi og lyftir bjargi, er alþjóðlegt hetju- minnismerki. Það er talið að þetta minnismerki hafi upp- runalega átt að vera legsteinn á gröf ákveðins manns. En vanda- menn hans skildu lítið sanna list og þeir höfnuðu þessu skáld- lega verki. Þess vegna er hönd- in, sem lyftir bjarginu, tákn hreysti og karlmennsku, án þess að vera bundið við stund eða stað. Þegar komið er inn í safnið á Skólavörðuhæðinni, eru tvær myndir frá Hafnarárum Einars Jónssonar, sem vekja sérstak- lega eftirtekt. Annað er Hvirf- ilbylurinn eða Alda aldanna. Hitt er Dögun eða Nátttröllið. Alda aldanna virðist í fyrstu ekki vera annað en hringsog tærandi strauma. Hvirfilbylur- inn sogar hafið hátt í loft eins og væri þar stórfellt gos. En Témar filösktir ogf glils Kaupum I Nýborg fyrst uiu sinn tómar flöskur, % og 1 lítra á kr. 0,30 og % lítra flöskur á kr. 0,15. — Bökimar- dropaglös með skrúfhettum á kr. 0,05 og ennfremur allar tegundlr af glösum undan þeim innlendu hárvötnum er vér höfum selt, að því tilskyldu, að hettan fylgi. Áfengfisverzlun ríkisíns. þegax betur er að gáð, er hér ekki fyrst og fremst leikur blindra náttúruafla. Mitt í straumnum er fögur kona, sem rís úr djúpinu. Haddur hennar fellur niður og rennur saman við byigjur hafsins. Hér birtist móðir náttúra“ í líki konu og hafbylgju, sem hvirfilvindur lyftir í fang loftsins. En í þess- ari hringiðu, sem sogast hærra og hærra, eru mannanna börn hvarvetna í straumnum. Þar er lífsbarátta þeirra. Allir leita hærra. Straumbylgjan ber suma lengra áleiðis. Aðrir hækka með hörðum átökum mikillar keppni. Hver leitar að sinum hagnaði, sínum metnaði, sinni frægð. Móðir náttúra elur allt mannkyn, hvar sem er á jörð- unni, en alda aldanna ber þess- ar mannverur í ólgufullri straumröst. Þessi mynd er heimspekilegt kvæði, fullt af dýpt og mildi, en ort í stein. Dögun eða Nátttröllið er sú mynd eftir Einar Jónsson, þar sem lífsskoðun hans og lista- mannshæfileikar njóta sín bezt. Það má segja, að í þessu lista- verki séu sameinuð öll meginat- riði í æfiverki Einars Jóns- sonar. í Dögun er byggt á rammíslenzkum þjóðsögum og þjóðtrú. Tröllið kemur úr helli sinum niður í byggðina. Undir fjallshlíðinni er sveitabær, eins og þeir, sem þjóðin bjó í á þeim öldum, þegar hinar miklu þjóð- sögur eru til. í bænum var ung og glæsileg stúlka. Tröllið kem- ur um nótt, rænir henni og hyggst að flytja hana í æfilangt fangelsi í hinn dimma og dap- urlega heim tröllanna. En með- an tröllið er á heimleið, rennur dagur. Nátttröll þola ekki yl og birtu sólarinnar. Þá verða þau að steini. Tröllið finnur dauð- ann nálgast. Sólargeislarnir leika um höfuð risans, og á- löguhamurinn sígur yfir höfuð hans, um leið og það verður að steini. Tennur tröllsins verða eins og stuðlaberg í hlíð- unum á Galtafelli. En um leið og dauðinn hertekur bergtröllið kreppir það úfinn og hraun- kenndan arm og hnefa móti ó- vini sínum, sólinni, en heldur fanga sínum, ungu stúlkunni, með hinum handlegg þétt að brjósti sér. En yfir höfði óvætt- arins horfir unga stúlkan úr lága bænum undir fjallshlíðinni fagnandi móti dagsbirtunni, sem er hennar lífgjafi. And- stæðurnar í þessari mynd eru óvenjulega sterkar. Hið grimma, steinrunna, hraunúfna, deyj- andi tröll, fullt af þxjózku og kergju. En við hlið þess, en hærra, fögur, ung kona, full af heilbrigðri lífsþrá. — Armur tröllsins og hnefi þess er ímynd hinna grimmu og lágu afla til- verunar. Hönd ungu stúlkunn- ar, grönn, mjúk og fagurgerð, er útrétt móti lífi og birtu, yfir hinum tröllslega steinarmi. í þessari mynd sýnir Einar Jóns- son á átakanlegan og ógleym- anlegan hátt hugðarmál æfi sinnar, baráttu ljóss og myrkurs, og hinn glæsilega sigur ljóssins yfir völdum myrkranna. Tizian hefir sýnt þvílíkar andstæður í heimsfrægri mynd í málverk- inu „Skattpeningurinn“. Kænn, fégjarn, harðlyndur og undir- förull Farisei réttir með bog- inni og blakkri hönd skattpen- inginn og spyr Krist um eðli skattskyldunnar. Andlit og yf- irbragð Fariseans, er markað þrotlausri eigingirni og lágri lymsku. En við hlið hans er mannsins sonur, mildur, hreinn og sterkur. Hönd hans hrein og mjúk ýtir frá sér skattpeningn- um um leið og hann skilgreinir fyrir allt mannkyn muninn á því sem tilheyrir heimi andans og heimi lágrar gróðahyggju. Tizian og Einar Jónsson hafa með aldalöngu millibili skýrt sömu hugsunina; annar í steini, hinn í litum. Hvorug myndin gleymist þeim, sem séð hafa. Minnismerki Jóns Arasonar hefir því miður ekki enn verið reist í Skálholti. En það er ekki sök Einars Jónssonar, því að hann hefir fyrir löngu gert þá mynd. Breitt, lóðrétt sverð, í miðju, og drjúpandi fánar til beggja hliða yfir litlum högg- stokk og öxi. Það, sem beinlín- is minnir á dauða hins mikla biskups, eins og höggstokkur- inn og öxin, er fyrirferðarlítið á myndinni. Sverðið er aðalat- riðið. Það ex tákn hins mikla kjarks og karlmennsku. Fánar, sem drúpa, minna á þá ævar- andi lotningu, sem þjóðin ber fyrir þessum þjóðskörungi, sem lét lífið fyrir ísland í barátt- unni við erlent kúgunarvald. Lágmyndin á fótstalli forsetans og minnismerki Jóns Arasonar sýna hvernig Einar Jónsson vildi minnast þeirra manna, er hann virti mest vegna starfa þeirra fyrir ættjörðina. Mold eftir Einar Jónsson er einskonar allsherjar minnis- merki um hið dauðlega hold. Moldin verður að persónu, sem umlykur í mildum, brúnum faðmi sínum hinn dána mann. Tolstoy hefir skýrt sömu hugs- un í einni af smásögum sínum. Hinn órólegi maður þarf að enduðu, þrotlausu stríði, land sem er þrjár álnir á lengd og ein alin á breidd. En yfir mold- inni með sinn mjúka faðm, sýnir Einar Jónsson á annarri mynd engil lífsins með léttum, fögrum himinbornum línum. í huga listamannsins er mold og gröf ekki lokatakmark tilver- unnar. Síðan koma fjölmargar myndir í listasafni Einars Jóns- (Framh. á 4. síðu) Húðir og skínn. Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar HÚÐIR og SKINN, sem falla til á heimilum þeirra, ættu þeir að biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessum vörum í verð. — SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA selur NAUTGRIPAHÚÐIR, HROSSHÚÐIR, KÁLFSKINN, LAMBSKINN og SELSKINN til útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUR TIL SÚTUNAR. — NAUTGRIPA- HÚDIR, HROSSHÚÐIR og KÁLFSKINN er bezt að salta, en gera verður það strax að lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinnunum, bæði úr holdrosa og hári, áður . en saltað er. Góð og lireinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrum, borgar sig. — t liltikjirifieiitr. ACCUMULATOREN-FABRIK, DR. TH. SONNENCHEIN. Tækifærísverð á 2ja turna silfurpletti. Teskeiðar á............. 0.75 Desertgafflar á ........ 2,50 Matgafflar á............ 2.75 Mathnífar á............. 6.50 Ávaxtahnífar á.......... 3.50 Áleggsgafflar á......... 2.75 Kökugafflar á........... 2.50 Sultutausskeiðar á...... 2.00 Rjómaskeiðar á.......... 2.65 Sósuskeiðar á........... 4.65 Sykurskeiðar á.......... 3.50 Ávaxtaskeiðar á......... 5.00 Kökuspaðar á............ 3.00 Sardínugafflar á........ 2.50 Konfektskeiðar.......... 2.50 Margar gerðir. K.Eiuarsson &Björnss. Bankastræti 11. Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir í LANDSSMIÐJUNNI. Hreinar léreftstuskur kaupir Prentsmiðjan Edda Lindargötu 1 D. BRYNJÓLFUR ÞORLÁKSSON stillir og gerir við piano og or- gel. — Sími 4633. **fl Sjö árgangar, sjö hæfi- lega stórar bækur. — Merkilegt safn og góð eign. Fáeinum eintökum hefir tekizt að safna saman af Dvöl frá byrjun, O't fást þau á kr. 39.00. Adressa: DVÖL, Reykjavík. 320 Willlam McLeod Raines Flóttamaðurinn frá Texas 317 Vöðvarnir voru hnútóttir og virtust lið- ast undir húðinni, þegar þeir störfuðu. Hún tók eftir því, sem hún hafði áður séð, þegar hún gerði að sárinu á öxl hans, hvað hálsinn sat fagurlega á öxl- um hans og hvað vöðvarnir þar voru vel lagaðir. Oakland snérist á hæli, öskraði af reiði og réðist á Barnett af offorsi. Molly var sannfærð um, að elskhugi sinn yrði nú barinn niður. Það virtist ekki mögu- legt nokkrum manni að standast þenn- an ógurlega ofsa. Hún heyrði snarpan smell, sá Webb smjúga boginn undan útréttum armi, en á kinn Oaklands var rautt far og rann blóð úr. Oakland fylgdi Webb fast eftir og handleggir hans gengu eins og myllu- vængir. Hann reyndi að komast í ná- vígi og ætlaði auðsjáanlega að sigra ó- vin sinn með æðisgenginni árás. Hann var svo reiður, að hann skeytti ekki um varnir, heldur sló aðeins af alefli frá hlið með báðum höndum. Þetta gerði hann algerlega varnarlausan. Barnett hæfði vel bæði með hægri og vinstri hendi og lét líkamsþungann fylgja höggunum. Clem stanzaði snöggvast og var móð- ur mjög. Hann var ekki vel á sig kom- inn og árásarofsinn hafði næstum ver- ið honum um megn. Andlit hans var unum í dökk augu Oaklands, sem nú brunnu eins og kolaglóð. — Heigull var orðið sem ég notaði. Þú þorir aðeins að bera þessa djöfullegu uppástungu fram við ungfrú Prescott af því að ég er með handjárn. í gærkvöldi slóstu mig með svipuól þvert yfir and- litið, af því að ég gat ekki borið hönd fyrir höfuð mér. Þú ert 30 pundum þyngri en ég, en þú þorir ekki að taka af mér handjárnin í 10 mínútur. Þú þorir það ekki fyrir þitt líf, af ótta við að ég dræpi þig með berum hnefunum. Barnett hafði komið við eina auma blettinn á Oakland. Hann var mjög við- kvæmur fyrir hugrekki sínu og kröftum. Hann gortaði af því, að hann hræddist hvorki guð né andskotann. Hann var annálaður slagsmálamaður um allt hér- aðið. Enginn maður hafði enn staðið andspænis honum til handalögmáls, án þess að fá full gjöld fífldirfsku sinnar með því að bíða ósigur. Hann varð að leggja hendur á þenn- an náunga og berja fyrirlitningarsvip- inn af andliti hans. Hann varð að sjá Texasbúann liggja fyrir fótum sér sigr- aðan og lesa dauðaskelfinguna í augum hans. Hann skyldi setja handjárnin aftur á titrandi úlfliðina, þegar hann hefði barið mótstöðumann sinn niður og gert úr honum sundurmarið skar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.