Tíminn - 02.11.1939, Side 1

Tíminn - 02.11.1939, Side 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hi. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavik, fimmtudagiiin 2. nóv. 1939 127. blað Tvær milljónir manna sáu Islandsdeild heimssýningarinnar Vilhj. Þór leggur til að Islandsdeildin verði höfð opin næstkomandi sumar. Sýningín hefir orðíð okkur til mikíls sóma Heimssýningunni í New York var lokað í fyrrakvöld og hafði hún þá verið opin í sex mánuði. í sambandi við lokun íslandsdeildarinn- ar, flutti Vilhjálmur Þór, íramkvæmdastjóri hennar, ræðu, sem varpað var út frá Boston, og endurvarpað frá útvarpsstöðinni hér í Reykjavík. í ræðu sinni minnti Vil- hjálmur á það, hve íslenzka sýningin hefði verið veigamikill þáttur í þeirri viðleitni, að kynna ísland og íslendinga er- lendis. Hann gat þess og, hve sýningargestir hefðu verið fúsir til fróðleiks um íslendinga og lagði um það ýmsar spurning- ar fyrir sumt af starfsfólki ís- landssýningarinnar, er það leysti úr. Vilhjálmur kvað rösklega tvær miljónir manna hafa sótt íslandssýninguna, en að tíu miljónir að minnsta kosti hefðu átt þess kost að kynnast henni af frásögnum, bæði í blöðum og útvarpi. Kostnaður íslendinga af sýn- ingunni var í upphafi áætlað- ur um 350 þúsund íslenzkar krónur, en mun reynast nálægt 450 þúsund krónur. Stafar sá mismunur að mestöllu leyti af breytingum þeim, sem orðið hafa á verðgildi íslenzku krón- unnar, því að kostnaðurinn var áætlaður 70 þúsund dollarar og mun það láta mjög nærri að svo verði. Nú hefir verið ákveðið, að heimssýningin verði opnuð að nýju í apríllok næsta vor og hafa öll þau lönd, sem tekið hafa þátt í sýningunni, fengið tilmæli um að opna þá deildir sínar. Frá íslands hálfu hafa engar ákvarðanir verið um þetta teknar og verður senni- Vílhj. SteSánsson sextugur lega ekki gert í bráð. Að þessu vék Vilhjálmur í lok ræðu sinn- ar og lét í ljós, að æskilegt væri, að hægt yrði að opna þá ís- landsdeildina að nýju, enda til- tölulega lítill kostnaður, sem af þvi hlytist, en mikill ávinn- ingur. Það mun einróma álit manna, sem átt hafa þess kost að afla sér vitneskju um íslandssýning- una, að hún hafi tekizt frábær- lega vel. í sömu átt hníga um- mæli fjölmargra merkra Vest- urheimsblaða, sem um hana hafa ritað. Fara hér á eftir 1 þýðingu nokkur slík ummæli: New York Post segir: íslendingar, ein af minnstu þjóðunum, hafa stórfellda sýn- ingu. Á íslandi eru 120 þúsund í- búar, færri en i nokkru um- dæmi New York borgar, jafnvel færri en í Richmond, en samt hefir ísland sinn sýningarskála í þjóðahöllinni á heimssýning- unni og hefiT varið til sýning- arinnar meira fé hlutfallslega en nokkur önnur þjóð. Þetta er eitt. af mörgu, sem sýnir, hversu geysilega víðtæk sýningin er, og það sýnir líka, hversu miklum lífskrafti þetta land býr yfir. Sýning þess ber það og með sér, að ísland er land töfrandi andstæðna. Metropolis, tímarit í New York lætur svo ummælt: „Smekkvís og fræðandi, án þess að vera um of auglýsandi. Að okkar dómi er þessi litla sýning ein sú allra bezta af öll- um sýningum erlendra þjóða“. Nordisk Tidende, blað Norð- manna í New York, segir: „Það er okkur til skammar, að sýning íslands litla með ein- um 118 þúsund íbúum, skuli vera betri en okkar. íslendingar höfðu djörfung og smekkvísi til (Framh. á 4. síðu) Sambandsmálið rætt í Framsóknarfélagí Reykjavíkur Framsóknarfélag Reykjavíkur hélt fund í Kaupþingssalnum í gærkvöldi og var hann mjög vel sóttur. Á fundinum flutti Jónas Jóns- son erindi, sem hann nefndi: Hvað er framundan? Dvaldi hann aðallega við sambands- málið og taldi nauðsynlegt að farið yrði að gefa þvi meiri gaum en verið hefði til þessa. Minntist hann í þessu sambandi á ferð Staunings hingað síðast- liðið sumar og þau ummæli hans eftir heimkomuna, að Framsóknarflokkurinn myndi, að formanni flokksins undan- skildum, sennilega vera mót- fallinn sambandsslitum. Taldi hann, að þau ummæli gætu gefið Framsóknarflokknum til- efni til að árétta sína yfirlýstu afstöðu í málinu, en forsætis- ráðherrar flokksins hefðu lýst því yfir af hálfu flokksins á þingi 1928 og 1937, a$ flokk- urinn vildi vinna að sambands- slitum eins fljótt og lög stæðu til. Ef það yrði gert, myndu um- mæli hins ófróða danska stjórn- málamanns ekki valda neinum misskilningi um afstöðu Fram- sóknarflokksins. Eftir að Jónas Jónsson hafði lokið erindi sínu, tóku til máls um sambandsmálið Eysteinn Jónsson viðskiptamálaráðherra, Bergur Jónsson alþm., Vigfús Guðmundsson gestgjafi og Sig- fús Halldórs frá Höfnum. Tóku þeir allir í svipaöan streng og Jónas Jónsson. Bergur Jónsson bar fram svohljóöandi tillögu, sem var samþykkt með sam- hljóða atkvæðum: „Fundur í Framsóknarfélagi Reykjavíkur haldinn 1. nóv. 1939 lýsir því yfir, að hann á- lítur sjálfsagt, að Framsóknar- flokkurinn haldi fast við þá stefnu i sjálfstæðismálinu, sem lýst var yfir af forsætisráðherr- um flokksins 1928 og 1937“. (Framh. á 4. siSu) Tveir af samningamönnum Finna: Paasikivi (til vinstri) og Koskinen sendi- herra Finna í Moskva. Samningar Rússa og Finna Hafa Þjóðverjar og Rússar komíð sér saman um, að Fínnland sé hagsmunasvið Rússa, en hín Norðurlöndin hagsmuna- svið Þjóðverja? Það hefir vakið mikinn óhug í Finnlandi, að í ræðu þeirri, sem Molotoff forsætisráðherra Rússa flutti á þingi Sovétríkj- anna síðastliðið þriðjudags- kvöld, gerði hann grein fyrir kröfum Rússa á hendur Finn- um. Finnar óttast, að þetta sé merki þess, að Rússar ætli ekki neitt að slaka til á kröfum sín- um, því að þeir myndu síður hafa birt þær fyrirfram, ef þeir ætluðu að gera einhverjar til- slakanir. Eftir að kröfurnar hafi verið birtar muni Rússar telja það metnaðarmál, að fá þeim framgengt. Molotoff lét líka svo ummælt í ræðu sinni, að það gæti haft alvarlegar af- leiðingar fyrir friðinn, ef Finn- ar höfnuðu kröfunum. Kröfurnar eru í aðalatriðum þessar: Frægasti núlifandi Islending- urinn, Vilhjálmur Stefánsson, er sextugur á morgun. í tilefni af því ritar Jónas Jónsson alþm. grein um Vil- hjálm á öðrum stað í blaöinu. Einnig birtist eftir Vilhjálm kvæði, sem hann hefir ort á ensku, og fylgir því þýðing Sig. Júl. Jóhannessonar. Þykir Tím- anum rétt að nota tækifærið til að kynna löndum Vilhjálms hér heima þessa hlið á hæfi- leikum hans, en hún mun þeim ókunn að mestu. Auk þess, sem Vilhjálmur hefir frumort á enska tungu, hefir hann þýtt nokkur íslenzk kvæði á ensku. A. Refasýningar. Veðurfarið. — Stríðsatburðir í grennd við ísland. — Qagn- fræðaskólinn á ísafirði. Merklngar refa fóru í haust fram í októbermánuði og munu nú næstu daga verða haldnar refasýningar víðs- vegar um land og verða þœr mun fleiri en í fyrra haust. Fyrsta sýningin verður í Borgarnesi á morgun. Á sýningum þessum verður hinn norski sérfrœð- ingur, O. Aurdal, aðaldómari. Hefir hann undanfarin haust komið hingað þessara erinda á vegum Loðdýrarœkt- arfélagsins og er hér mörgum að góðu kunnur. Gert er ráð fyrir að refasýn- ingunum verði lokið fyrstu dagana í desembermánuði. r r r Fádœma veðurbliða er enn um allt land, þótt vetur sé kominn. í gærmorg- un var um allt land 3—10 stiga hiti og nær alls staðar hægviðri og sums staðar logn. Langvíðast var 9 stiga hiti. Mestur var hitinn í Bolungarvík, 10 stig, minnstur á Raufarhöfn, 3 stig, 4 stig í Fagradal í Vopnafírði, en hvergi annars staðar minni en 6 stig. Ef slíkt tíðarfar helzt enn lengi hausts, kemur það til með að spara bændum í lág- sveitum, og viðar, heygjöf handa sauð- fénaði, svo að verulegu nemur. Enn sem komið er, er hvergi búið að taka skepnur í haust, nema nautgripina, en um þessar mundir verða hrútar teknir í hús, enda verður ekki undan því skot- izt, hvað sem tíðarfari liður, úr því þessi tími er kominn. Sauðfé er enn mjög til fjalla, þar sem það getur þangað komizt úr heimahögum, og því erfiðara um smölun nú en oft áður, þegar frost og snjóar hafa verið komnir. Er hætt við, að af þeim sökum verði hrúta vant fremur venju. Að því er Tíminn hefir frétt, hefir bráðapestar lítið orðið vart í haust, enda hefir hún rénað mjög hin síðari ár, siðan íslenzka bóluefnið kom til sögu, jafnhliða því sem bænd- ur, sem búa þar sem pestarhætt er, hafa margír tekið upp þann sið, að tvíbólusetja lömb. r r r Enn á ný hafa gerzt hér við land, og á leiðum skipa, er sigla til íslands, ýmsir atburðir, sem minna ískyggilega á styrjöldina. Samkvæmt fregnum úr Patreksfirði varð fólk í Kollsvík, sunn- an vert við mynni Patreksfjarðar, vart við skotdynki og sá eidbjarma í hafi í norðvesturátt föstudagsmorgun síðast- liðlnn. Heyrðust allmörg skot með stuttu millibili og virtist leikurinn ber- ast suður á bóginn. Engar fregnir hafa borizt annarstaðar að um sjóorustu á þessum slóðum. — Á sunnudaginnn fundust tveir björgunarbátar reknir í Hvalvatnsfirði I Fjörðum. Voru það sjó- menn úr Hrísey, sem fundu þá. Degi síðar sóttu þeir bátana og höfðu með sér til Hríseyjar. Voru þeir báðir merkt- ir með nafninu Poseidon. í öðrum bátnum var dálítið af ýmsu dóti, kassi með kexi í, brot úr siglutré og árum, krókstjaki og sjóhattur. Bátarnir voru báðir með flothylkjum á siðunum og virðast hafa legið skamma hríð í sjó. — í síðustu ferð sinni hingað fundu skipsmenn á Lyru björgunarbát frá sænska skipinu Vistula, sem sökkt var á dögunum undan Orkneyjum. Tveir björgunarbátar voru á Vistula og fóru níu manns í hvorn. Komst annar til Orkneyja eftir nær sólarhrings hrakn- ing, en hér hlýtur að vera um hinn bátinn að ræða. Sennilegast hafa mennirnir, sem í hann fóru, farizt, þótt ekki sé með öllu örvænt um, að þeim kunni að hafa verið bjargaö. — Norska skiplð Thore Jarl, sem kom hingað með vörur, var á leið sinni til íslands stöðv- að vestur af Orkneyjum af þýzkum kafbát. Nokkrir menn fóru í skipsbát- inn og ætluðu að róa út í kafbátinn. En í sama mund bar að enska hernað- ar flugvél, er réðist á kafbátinn og lét dynja yfir hann sprengjum. Voru mennirnir i skipsbátnum hætt komnir, en kafbáturinn hvarf skjótlega og varð hans eigi vart meira. t t r Samkvæmt skólaskýrslu frá gagn- fræðaskóianum í ísafjarðarkaupstað, voru þar 118 nemendur síðastliðinn vetur. Voru 20 þeirra í vinnudeild, 19 sóttu sjómannanámskeið skólans, en 79 stunduðu nám i hinum þrem dagdeild- um gagnfræðaskólans. Voru 34 í fyrstu deild, 31 I annarri og 14 I þriðju deild. Nemendum gagnfræðaskólans voru að venju veitt ýms verðlaun fyrir frammi- stöðu sína og hlaut meðal annarra Guðríður Matthíasdóttir viðurkenningu fyrir einstæða vandvirkni og fágæta prúðmennsku í framkomu og Gunn- laugur Ó. Guðmundsson var heiðraður fyrir að hafa aldrei vantað eina mín- útu frá námsstundum allan veturinn. (Framh. á 4. síSu) 1. Finnar geri hernaðar bandalag við Rússa, líkt og Eystrasaltsríkin og lögð verði niður öll varnarvirki á finnsk- rússnesku landamærunum. 2. Finnar leigi Rússum dálít- ið landssvæði fyrir flotastöð við innsiglinguna í finnska flóann eða skammt frá Helsingfors. 3. Finnar láti Rússa fá sinn hluta af Kyrjálanesinu, sem er milli finnska flóans og Ladoga- vatns. Nes þetta hefir mjög mikla hernaðarlega þýðingu, því þar er greiðförnnst leið með her milli Rússlands og Finn lands. 4. Finnar láti Rússa fá nokkr- ar eyjar í finnska flóanum. 5. Gegn þessu leyfi Rússar Finnum að víggirða Álands- eyjar, en þriðja ríki (Svíþjóð) má þó engin afskipti hafa af því. Þá bjóðast þeir til að láta Finna fá nokkurn hluta af Karelen, sem liggur að Norð ur-Finnlandi, í staðinn fyrir Kyrjálanes. En það er bæði miklu lakara land og þar búa ekki Finnar, en íbúar Kyrjála ness eru finnskir. Þegar kunnugt varð um ræðu Molotoffs, var óðara haldinn fundur í finnsku stjórninni og voru finnsku samningamenn irnir, sem komnir voru áleiðis til Moskva með svar finnsku stjórnarinnar við þessum kröf- um Rússa, látnir halda kyrru fyrir á meðan. Mun stjórnin hafa rætt um, hvort kalla ætti (Framh. á 4. síSu) Aðrar fréttlr. Það, sem mesta athygli vakti, í ræðu Molotoffs, fyrir utan kröfurnar á hendur Finnum, var yfirlýsing hans um vaxandi vináttu Þjóðverja og Rússa, og að Þýzkaland væri ekki leng- ur árásarríkið í Evrópu, heldur Bretland og Frakkland! Mikið gaman er hent að þeirri full- yrðingu Molotoffs, að ekki megi útrýma öðrum stjórnmálastefn um með valdi, þar sem yfirráð hans og Stalins hafa hingað til byggst á því, að halda öllum andstæðum stjórnarstefnum í skefjum með valdi! Rússar hafa samið um kaup á togleðri í Bandaríkjunum, en þessa vöru hafa þeir ekki keypt þar áður og virðast ekki hafa hennar not sjálfir. Þykir senni- legt, að þeir séu að kaupa þessa vöru fyrir Þjóðverja, en hún er hernaðarbannvara. Hollendingar hafa a u k i ð Á víðavangi Nýja „Esja“ hefir nú verið i strandferðum í röskan einn mánuð og mun sennilega aldrei hafa verið meira að gera en á jeim tíma. Ástæðan til þess er sú, að strand'ferðir Eimskipafé- lagsskipanna hafa að mestu fallið niður og Nova hefir hætt siglingum sínum hér. Hefir ,Esja“ því orðið að annast miklu meiri flutninga en ella. Hefir iað samt tafið ferðir hennar miklu minna en ætla mætti og kemur sér nú vel hversu hrað- skreið hún er. Það, sem Tíminn veit bezt, hefir hún yfirleitt likað prýðilega og þykir ágætt sjóskip. Virðast þessi skipakaup ríkisins hafa heppnast mjög vel. * * * Til fróðleiks hefir Tíminn spurzt fyrir um það, hjá for- stjóra Skipaútgerðar ríkisins, hvaða niðurstaða hafi orðið af strandferðum Esju fyrsta mán- uðinn eða frá 26. sept. til 27. október. Samkvæmt upplýsing- um hans hefir Esja siglt 3890 sjómílur á þessum tíma, flutt 2100 smál. af ýmsum vörum og 1166 farþega. Öll eldsneytis- eyðsla skipsins á þessum tíma (þar með taldar allar hjálpar- vélar, eldavél og frystivélar) hefir orðið 71.439 kg. af olíu. Sé miðað við það olíuverð, sem var í stríðsbyrjun, nemur kostnað- urinn á hverja siglda sjómilu kr. 3.12. Til samanburðar má geta þess, að á tímabilinu 1.—31. okt. 1938, en október er jafn- an mesti annatími strandferða- skipanna, sigldi gamla Esja 2900 sjómílur og flutti 1044 smál. af vörum og 622 farþega. Eldsneytiseyðsla hennar á þess- um tíma urðu 230 smál. af kol- um. Sé miðað við kolaverðið í stríðsbyrjun, nam þessi elds- neytiseyðsla *kr. 4.36 á hverja siglda sjómílu. Geta má þess, að gamla Esja hafði engar frystivélar. Sýnir þessi niður- staða, að eldsneytiskostnaður nýju „Esju“ muni verða y4 minni á venjulegum tímum, enda þótt hún sé stærra og hraðskreiðara skip. * * * Frá flestum löndum berast stöðugt nýjar fregnir um aukn- ar opinberar ráðstafanir til að skerða innflutninginn. Virðist það markmið allra ábyrgra rík- isstjórna, að ekki megi eyða meira á styrjaldartímum en þjóðin getur aflað og hindra beri söfnun vöruskulda erlend- is. Jafnframt sé þeim gjaldeyri, sem þjóðin fær fyrir útflutning- inn, ráðstafað til að kaupa þær vörur, sem þjóðin hefir mesta þörf fyrir. Þannig hafa t. d. Danir nýlega sett innflutnings- hömlur á ýmsar þær vörur, sem þeir höfðu áður á „frílista". Á meðan þessu fer fram annars- staðar, halda íhaldsblöðin hér heima áfram að skrafa um af- nám innflutningshaftanna, sem helzta baráttumál flokks síns! * * * Eitt fyrsta málið, sem Jónas Jónsson flutti í bæjarstjórn Reykjavíkur, var að banna börnum að vera lengur úti en til kl. 8 á kvöldin. Þessari til- lögu var vel tekið í bæjarstjórn- inni og samhljóða ákvæði sett nokkru síðar í lögreglusam- þykktina. Fram til þessa hefir því þó verið slælega framfylgt, en nú hefir lögreglan ákveðið að hefjast handa og reyna eft- ir megni að hindra götuveru barna á kvöldin eftir hinn til- setta tíma. Mega þeir foreldrar, sem vanrækja að fullnægja þessum fyrirmælum, eiga von á sektum. Ætti þó ekki að þurfa að koma til þess, því götuvist barnanna á kvöldin er þeim sjálfum fyrir verstu og foreldr- ar ættu því vissulega að hjálpa til að útiloka hana. hernaðarviðbúnað sinn stór- lega seinustu dagana og telja ýmsir að þeir óttist þýzka árás.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.