Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1939næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Tíminn - 02.11.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.11.1939, Blaðsíða 4
508 TÍMPJIV, flmmtwdaglnn 2. nóv. 1939 127. blað IJR BÆNUM Vílhjálmur Stefánsson Leikfélag: Reykjavíkur hefir i kvöld frumsýningu á leikrit- inu Á heimleið, eftir Lárus Sigurbjörns- son. Leikrit þetta er samið eftir sam- nefndri sögu eftir Guðrúnu Lárusdótt- ur, er kom út fyrir 26 árum. Nokkrum árum síðar var sagan gefin út í danskri þýðingu. Lárus byrjaði fyrir tveimur árum, í samráði við höfund bókarinnar, móður sína, að snúa henni i leikrit. Til fullnustu gekk Lárus frá leikritinu eftir lát móður sinnar. Aðalleikendur eru Þóra Borg og Gestur Pálsson, en meðal annarra Gunnþórunn Halldórsdóttir, Ævar Kvaran, Valur Gíslason, Ingi- björg Steinsdóttir og Friðfinnur Guð- jónsson. Lárus Sigurbjörnsson er leikstjóri. — Leikritið er nýkomið út prentað, og gefur Guðmundur Gamal- íelsson það út. Kvikmyndahúsin. Gamla Bíó sýnir nú ameríska gam- anmynd, og hafa tveir af allra vin- sælustu leikurum Ameríkumanna, Ka- therine Hepburn og Gary Grant, aðal- hlutverkin á hendi. Einnig leikur í henni gamanleikarinn Charlie Ruggles. Nýja Bíó sýnir mjög athyglisverða ameriska mynd, sem fjallar um upp- eldismál. Aðalhlutverkið leikur 15 ára gömul stúlka, sem getið hefir sér mikla frægð. Heitir hún Bonita Granville. Stúdentafélag Reykjavíkur hélt fund á mánudagskvöldið í Odd- fellowhúsinu. Jónas Jónsson, formaður Framsóknarflokksins, flutti þar ítar- legt erindi um sambandsmálið oe fán- ann, en skoðanir hans í þeim málum eru svo kunnar af greinum hér í blað- inu, að ekki þarf að rekja þær. Erindi hans var mjög vel tekið. Að því loknu urðu nokkrar umræður. Aðeins einn maður, Guðbrandur Jónsson, hélt því fram, að réttast væri að' fresta umræð- um um sambandsmálið meðan styrjöld- in stæði yfir, og bar fram tillögu þess efnis. Var hún felld með samhljóða at- kvæðum, því Guðbrandur sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Þetta er fjölmenn- asti fundur, sem haldinn hefir verið í félaginu, síðan það var endurreist, og bar hann þess glögg merki, að áhugi fer vaxandi fyrir þessu máli, því það var einnig til umræðu á fundi í félag- inu í fyrra og var hann mun fásóttari. íslenzkir námsmenn erlendis. í sambandi við auglýsingu frá Upp- lýsingaskrifstofu Stúdentaráðs, hér 1 blaðinu, skal vakin athygli á því að það, sem fram er tekið í auglýsingunni gildir ekki aðeins um stúdenta, heldur einnig um kandidata og námsmenn sem ekki eru stúdentar. Aðstandendur og umboðsmenn stúdenta, sem dvelja erlendis, ættu að veita þessari auglýs- ingu athygli. M. A.-kvartettinn heldur aðra söngskemmtun sína í Gamla Bíó í kvöld. Hefst hún kl. 7. Getraun Hljóðfærahússins, um innlendan og erlendan leður- töskuiðnað, er nú lokið, og fékk hinn innlendi iðnaður þar mjög glæsilegan dóm. Dregið var um verðlaunin í gær, og komu upp eftirtalin númer: 1. nr. 972, Páll J. Jónsson, Klapparstíg 5 A. 2. nr. 253, Elly Guðjohnsen, Vesturgötu 19. 3. nr. 1165, Guðm. Júlíusson, Eiríks- götu 27. Verðlaunanna sé vitjað í Hljóðfærahúsið. Hinar íslenzku töskur voru frá Leðuriðjunni, Vatnsstíg 3. Sjá að öðru leyti auglýsingu í blaðinu í dag. Stjórn íþróttasambandsins hefir ritað bæjarráði bréf, þar sem hún ber fram þau tilmæli, að nokkur (Fravih. af 3. síðu) Þegar lokið var þessum ferð- um hætti Vilhjálmur Stefáns- son að mestu beinni þátttöku í rannsóknarleiðangrum í norð- urhöfum. Hann var þá rúmlega fertugur að aldri. Æfisaga hans fram að þeim tíma var æfintýrakennd og full af ó- venjulegum andstæðum. Hann var af kynstofni minnstu þjóð- arinnar, sem sendi landnema til Vesturheims. Hann var fæddur í bjálkakofa í lítt byggðu skóglendi. Hungurvofan og bólusóttin höfðu svo að segja haldið vörð við vöggu hans. En við þessi feröalok var hann orðinn hámenntaður maður, og kunnur um allan heim fyrir afrek í landkönnunarmálum, vísindalegar rannsóknir og mikla rithöfundarhæfileika. Niðurl. næst. J. J. Samningar Rússa og Finna (Framh. af 3. síðu) þá heim og senda nýtt svar eða svara kröfunum engu. Það var þó afráðið, að láta þá halda ferðinni áfram. Eru þeir Paasi- kivi og Tanner væntanlegir til Moskva í dag. Dómar erlendra blaða eru yf- irleitt á þá leið, að ógerlegt sé fyrir Finna, að fallast á kröfu Rússa um hernaðarbandalag, flotastöð við innsiglingu finnska flóans og afhendingu Kyrjála- ness. Ef þeir geri það, séu þeir ekki sjálfstæð þjóð lengur og algerlega slitnir úr tengslum við hinax Norðurlandaþjóðirnar. Það vekur athygli, að Molo- toff tók sérstaklega fram í ræðu sinni, að Rússar myndu ekki gera neinar kröfur á hendur Svíum og Norðmönnum. Ýms- um þykir þetta benda til, að samkomulag sé um það milli Þjóðverja og Rússa, að Finnland teljist hagsmunasvið Rússa, en hin Norðurlöndin hagsmunasvið Þjóðverja. Finnar hraða nú hernaðar- viðbúnaði sínum af enn meira kappi en fyrr. hluti af tekjum íþróttavallarins í Reykjavík veröi framvegis látinn renna til starfsemi í. S. í. Málið er enn óaf- greitt. Sorp og úrgangur til áburðar. Landbúnaðarráðherra hefir nýlega ritað bæjarráði bréf, þar sem þess er óskað, að safnað verði hér í bænum í vetur öllu sorpi og öllum úrgangi, sem hægt er að nota til áburðar að vori. Bréf landbúnaðarráðherra var rætt á síðasta bæjaráðsfundi og samþykkt að óska eftir umsögn heilbrigðisfulltrúans. Yfir landamænn 1. íhaldsblöðin halda áfram siirifum sínum um nauðsyn þess, að útgjöld hjá því opinbera séu lækkuð. Hins vegar hefir enginn orðið var neinnar slíkrar viðleitni hjá Reykjavíkurbæ, enda þótt laun séu þar hærri en hjá ríkinu, bent hafi verið á hagkvæm úrræði til sparn- aðar á fátækraframfærinu og lausa- skuldir séu að vaxa bænum yfir höfuð. Það virðist eins og að íhaldsforkólfarnir vilji sýna það með verkum sínum, að sparnaðarhjal þeirra eigi ekki að taka alvarlega. 2. Mbl. skammast yfir þvi, að gjald- eyrisnefnd skuli ekki hafa látið flytja inn ársbirgðir af vefnaðarvöru. Hins vegar minnist það ekkert á það, að hér hafa verið tiltölulega litlar birgðir af „frílistavörum", sem flestir munu telja meiri þörf fyrir. Af hverju stafar þessi tvískinnungur blaðsins? Er það farið að dreyma um, að það sé aftur komið í ábyrgðarlausa stjórnarandstöðu og geti því eins og í gamla daga skammað andstæðingana fyrir ástand, sem ekki hefir verið á neins manns færi að af- stýra og er óhjákvæmileg afleiðing af rás viðskiptamálanna í heiminum? 3. íhaldsblöðin hafa undanfarið verið að skammast yfir hlutdrægni í starfs- mannavali hjá því opinbera. Vilja þau ekki sanna sakleysi Sjálfstæðisflokks- ins í þessum efnum með því að birta lista yfir nöfn hinna mörgu starfs- manna hjá skömmtunarskrifstofu bæj- arins og sýna þannig svart á hvítu, hversu óhlutdrœg starfsmannaráðning- in hefir verið? x+y. Á krossgötum. (Framh. af 1. síðu) Allmikil stund var lögð á handavinnu í skólanum og smíðuðu piltar marg- víslega húsmuni, ferðatöskur og fleira, en stúlkur prjónuðu, hekluðu, saumuðu, ófu og fengust við leðuriðju. Á síðast- liðnu hausti, í nóvembermánuði, flutti gagnfræðaskólinn í ný húsakynni, sem bættu að mun alla aðstöðu hans, en áður hafði hann verið starfræktur í húsnæði Kaupfélags ísfirðinga. Hið nýja skólahús er tvær hæðir, byggt úr steinsteypu, með sex kennslustofum. Tvær stofurnar eru aðskildar með vængjahurð, svo að hægt er að gera þær að einum sal. Húsið stendur sunn- anvert við Austurveg, á svokölluðu Riis-túni. Byggingarkostnaður var 75 —80 þúsund krónur. íslandsdeild heimssýníngariimar (Framh. af 3. síðu) að búa út sýningu, sem allir dást að.“ Radio Broadcast, segir á þessa leið: „Menn eru farnir að taka bet- ur og betur eftir fegurð þessa litla lands, og ég vona, að sýn- ing þessi fari ekki fram hjá mönnum, því að hún er eitthvað það undraverðasta af öllu því, sem hér er að sjá. Landið er dá- samlega fagurt og vel sýnt, og menn munu á sýningunni kynn- ast mörgu skemmtilegu fyrir ut- an íslendingana sjálfa, sem eru mjög elskulegt og geðugt fólk.“ Pocatelli State Journal, segir: „Einna athyglisverðust af öll- um deildum heimssýningarinn- ar er sýning lands með 120 þús- und ibúa. Landið er ísland.“ Sýna þessi ummæli glögglega, að sýningin hefir orðið til mik- illar kynningarauka fyrir landi og þjóð og orðið hvorutveggja til sóma. Verður það aldrei mælt í tölum, hver árangur getur af því hlotist, en það er víst að góð kynning er einhver mesti styrkur smáþjóðanna. V AK A Á ERINDI TIL ALLRA. Flytur frumsamdar og þýdd- ar greinar um margvíslegt efni, sögur og kvæði og er prýtt fjölda mynda. KAUPIÐ VÖKU! 322 William McLeod Raine: Flóttamaðurinn frá Texas 323 Urslít getraunar Hljóðiærahússíns Af 1454 svöruin voru aðeins 173 með töl- unni 5, en þaö var númer útlendu töskunnar. 1281 hafa því álitið ATSOIVT - töskurnar frá Leðuriðjan Vatnsst. 3 vera útlendar. 1. verðlaun hlaut get- raunamiði nr. 973. 2. verð- laun nr. 253. 3. verðlaun nr. 1165. Vinninganna sé vitjað í illjóðfæraliusið. Ný bók: Svalt og bjart Sögur eftir Jakob Thorarensen er komin á bókamarkaðinn og fæst hjá bóksölum um allt land. Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir í LANDSSMIÐJUNNI. Hreinar léreftstuskur kaupir Prentsmiðjan Edda Lindargötu 1D. BRYNJÓLFUR ÞORLÁKSSON stillir og gerir við piano og or- gel. — Simi 4633. • * 1 Það eru nokkur lestr- arfélög ennþá, er ekki eiga Dvöl alla frá byrj- un. Tæplega getur þó eitt lestrarfélag haft vinsælli bækur i safni sínu, heldur en Dvöl. Sambandsmálið (Framh. af 1. síðu) í ræðu sinni lagði Eysteinn Jónsson höfuðáherzlu á, að þjóðin gætti vel fjárhagslegs frelsis síns, því það væri undir- staða stjórnarfarslegs sjálf- stæðis. Síðara málinu á dagskrá fundarins, bæjar- og sveita- stjórnarmál, sem forsættsráð- herra ætlaði að reifa, var frest- að og verður það tekið fyrir á fundi, sem haldinn verður bráð- lega. Skemmtun verður haldin á vegum Framsóknarfélaganna í næstu viku. Fylgifé og fasteignamat. En brátt sá hún að Webb var kominn á heljarþröm. Hún var viss um að hon- um veittist verr núna. Það blæddi úr vörum hans. Oakland hafði rifið skyrt- una hans á brjóstinu, einu sinni þegar hann reyndi að grípa hann, og á hold- inu sáust rauð, ljót för. Oakland sótti á hann, bæði ótt og ákaft og virt- ist vera að buga mótstöðu hans. Þetta virtist Molly að minnsta kosti. Hún gat ekkert gert til hjálpar. Clem hafði tæmt skammbyssurnar til þess að fyrirbyggja hjálp. Molly sá aðeins ofsa árásarinnar. Hún sá ekki hvað fótaburður Barnetts var fullkominn og hversu honum veitt- ist auðvelt að forðast þannig aðalhætt- una. Hún tók heldur ekki eftir því, að flest hinna geysistóru högga Oaklands lentu ýmist á handleggjum eða oln- bogum. Hún gat sízt getiö sér þess til, að Oakland væri lafmóður og stóru handleggirnir og fæturnir væru orðnir þungir af þreytu. En Webb vissi þetta. Höfuð hans náði sér betur og betur með hverri sekúnd- unni. Hann þurfti aðeins að verjast því að högg mótstöðumannsins gerðu mik- inn skaða, þá myndi hann sigra sig sjálfur. Hann gat ekki haldið lengi á- fram enn. Annað auga Oaklands var sokkið, hitt bólgið og hann dró fæturna. Það var aldrei neinum vandkvæðum bundið að koma á hann höggi, hann sótti alltaf svo ákaft. Webb sætti færis, sló snögg og hrein högg, sem komu hinum til þess að grípa andann á lofti. Webb gerði sér upp þreytu til þess að hvetja mótstöðumann sinn. Oakland hélt líka áfram sinni áköfu sókn, þó hann riðaði orðið á fótunum. Einn — tveir. Webb barði báðum hnefunum í síðu Oaklands og var svo kominn úr höggfæri. Clem fylgdi á eftir. Hann vissi sig sigraðan nema honum tækist að komast í návígi við óvin sinn og koma honum undir með kröftunum einum saman. Hnén skulfu undir hon- um, þegar hann reyndi að grípa Bax- nett. Hægri hnefi Webbs skall á höku- barð Oaklands og hann féll til jarðar. Webb stóð kyrr og horfði á hann. Oak- land kipptist við, reis upp við dogg til hálfs, en féll svo út af aftur. — Þú hefir sigrað, hrópaði Molly og þaut til elskhuga síns. Brosið á anditi hans líktist ógeðslegu glotti, því að Oakland hafði veitt hon- um mörg slæm högg. — Hann var of ákafur. — Þú ert meiddur, sagði Molly og þrýsti sér að honum. Hvað get ég gert fyrir þig? (Framh. af 2. síðu) aðila, og samkomulag um laga- breytingar, sem viðstöðulaust náðu samþykki Alþingis. Og ég er þess viss, að ef nokkur von er um sameiginlega leið út úr deilum þeim, sem staðið hafa um annan kafla laganna, þá er þess helzt að vænta, að fulltrúar bændanna sjálfra finni hana bezt, eins og í fyrra skiptið. Og takist þeim það, er miklum á- hýg8'jum og erfiði létt af stjórn- málablöðum. Skyldi það hins vegar mistakast, þá ætti ekki að vera of seint að taka málið upp að nýju, og skrifa nokkra vitur- lega leiðara um jarðræktar- og byggingarstyrki, er koma bænd- um þeim á vonarvöl, er hljóta þá. En nú munu það ýmsir mæla, að ríkisstjórn og Alþing hafi verkefni nokkur um sinn, þó að búnaðarþingi sé í bili eftirlátin deilan um það, undir hvaða formi skuli skrá styrki, sem eng- inn veit nú nema að ríkinu verði um megn að greiða áður en varir — og ættu því ekki að geta unnið bændum verulegt tjón á meðan. 31. október 1939. Bjarni Ásgeirsson. —"«GAMLA. BÍÓ“°— „Hann, hún og leopardtim“. Bráðskemmtileg og mein- fyndin amerísk gaman- mynd tekin af RKO-Radio Pictures. — Aðalhlutverk- in leika hinir góðkunnu leikarar: KATHERINE HEPBURN GARY GRANT og gamanleikarinn frægi CHARLIE RUGGLES. I VANDRÆÐA- | ! BARNIÐ | ! IAmerísk kvikmynd frá I Warner Bros, er vakið hef- ) ir heimsathygli fyrir hina | miklu þýðingu er hún flyt- j ur um uppeldismál. Aðalhlutverkið leikur hin j 15 ára gamla BONITA GRANVILLE. . Aukamynd: j MUSIKCABARET. í Leihfélafi Retihjjuvíhur. Á taeimleið Sjónleikur í 4 þáttum eftir Lárus Sigurbjörnsson (eftir samnefndri sögu frú Guðrúnar Lárusdóttir). Fruinsýning I ltvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir klukkan 1 í dag. Málaílutníngsskrífstofa. Undirritaðir höfum opnað málaflutningsskrifstofu í Sam- bandshúsinu við Sölvhólsgötu. Við tökum að okkur málflutn- ing, samningagerðir, innheimtur og öll önnúr venjuleg mála- flutningsstörf. Viðtalstími okkar er frá kl. 1—3 e. h. — Sími 1080. Ragnar Ólafsson. Ólafur Jóhannesson lögfræðingar. 2O°|0 3O°|0 45°|0 O S T A R firá Mjólkursamlagi Eyfirdinga alltafi fiyrirligfgjandi í heildsölu. Samband ísLsamvínnufélaga Síani 1080. Tilkynnin Samkvæmt bráðabirgðalögum um stríðstrygginga- félag íslenzkra skipshafna, dags. 27. október 1939, er gert ráð fyrir að eigendur skipa, sem tryggja skipshafnir sín- ar frá byrjun hjá félaginu, taki þátt í félagsstofnuninni og leggja fram að sínum hluta 10% af áhættufénu eða samtals kr. 60.000,00. Skipaeigendur, sem þátt taka í áðurnefndri félags- stofnun, hafa rétt til að kjósa af sinni hálfu 1 mann í stjórn félagsins, 1 mann tilnefna tryggingafélögin, en ríkisstjórnin skipar formann. Skipaeigendur, sem taka vilja þátt í stofnun félags- ins og kosningu í stjórn þess eru hér með beönir að mæta eða senda umboðsmenn á fund, sem haldinn verður í Kaupþingssalnum laugardaginn 4. nóvember kl. 2 e. h. eða tilkynna þátttöku sína símleiðis til undirritaðs, sem skipaður hefir verið formaður félagsins af ríkisstjórninni. Reykjavík, 31. október 1939. BKYAJÓLFOI STEFÁIVSSOA.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 127. tölublað (02.11.1939)
https://timarit.is/issue/56298

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

127. tölublað (02.11.1939)

Aðgerðir: