Tíminn - 02.11.1939, Qupperneq 2

Tíminn - 02.11.1939, Qupperneq 2
506 127. blað TÍMIM, fimmtudagiim 2. nóv. 1939 Fylgííé og íasteígnamat EStir Bjarna Ásgeirsson alpingismann flelmspeki tyítngs manns (Phílosophy at Twenty) A feeling comes to my heart to-night, That has filled, since the world began, The centuries, and been the light Of the life of the common man. For love is the law, the master force, That makes the worlds akin; That throws a glow over all without And mellows the soul within. For what care I that the world go wild At the v/hisper of my name? The love of the woman my song has sung Is not priced in terms of fame. There is no boon this earth holds out, Or has held since the world began, That can fill the place of a woman’s love In the life of any man. Á hjarta mitt leitar kennd í kvöld, er kærleikur skaparans í öndverðu gaf sem leiðarljós í lífi hvers óbreytts manns, því ástin er lögmál — alheimsmál, hver einasta sál það kann; hún veitir því ytra veg og skraut og vermir hinn innra mann. Það stórt er að vinna sigursveig, í sögunni dýrð og hrós, í frægðarverkum og skörungsskap að skína sem fagurt ljós; en öll þau verðlaun, sem veröld á frá valdhafa nokkurs lands, ég fyrirlít — kýs mér konuást og kóngsríki óbreytts manns. Þó glaumurinn nafn mitt hef ji hátt, í hrósi er mér engin þægð; því konunnar ást,sem óð minn söng, skal aldregi mæld við frægð; og engin virðing, sem veröld á frá valdhafa nokkurs lands, má komast til jafns við konuást í kjörum og líðan manns. But if the prize of a woman’s love En bregðist himnesk og heilög ást Falls not to me or you, og hlotnist ei þér né mér, Let us hide the blight of a ruined life þá dyljum sorgir og dáið líf, In a work that is strong and true. með drengskap við hvað sem er. Forthosewhobuilttheearth’sfairestshrines,Því þeir, sem öllum byggðu bezt, And have wrought since the world began, og brautsmiðir sérhvers lands, Are those denied a woman’s love eru kappar, sem hlutu’ ei konuást And the life of a common man. né kóngsríki óbreytts manns. Vilhjálmur Stefánsson. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi. It is glorious on a world-wide stage To wear a hero’s crown, That shines with the gems of mighty deeds, With the gold of a fair renown. But every prize this earth holds out, Or has held since the world began, I’d renounce and live for a woman’s love The life of a comman man. ‘gtminn Fiinmtudafiinn 2. nóv. Hagkvæm ínnkaup íhaldsblöðin halda enn áfram áróðri sínum fyrir afnámi inn- flutningshaftanna og færa hin skringilegustu rök máli sínu til stuönings. Ein röksemd blaðanna er sú, að innkaupin yrðu miklu hag- kvæmari, ef heildsalarnir hefðu alveg frjálsar hendur og gætu gert þau innkaup, sem þeim sfálfum þóknaðist. í aðalgrein kaupmannablaðs- ins Vísis síðastliðinn mánudag er enn einu sinni hamrað á þessu og fullyrðir blaðið, að „ef verzlunarmenn hefðu nokkurn veginn frjálsar hendur um inn- kaup sín, hefðu þeir getað sparað þjóðinni háa fjárupphæð á þéim tíma, sem styrjöldin hefir staðið, og allur sá sparn- aður hefði komið þjóðinni til góða“. Með þessari ályktun hyggst blaðið að vekja óánægju meðal almennings gegn innflutnings- höftunum og skapa þá skoðun, að hin vaxandi dýrtíð sé fyrst, og fremst þeim að kenna, þar sem þau standi í vegi þess, að heildsalarnir geti gert hag- kvæm innkaup. Enginn ákveðin dæmi nefnir blaðið þessu til sönnunar. Hins vegar segir það í greininni frá atburði, sem flestum mun finn- ast, að draga verði af nokkuð aðra ályktun. Hljóðar sú frá- sögn blaðsins á þessa leið: „Á hverjum degi kemur það berlega fram, hve mikil nauð- syn oss íslendingum er á því, að hagkvæmra innkaupa sé gætt á hinum erlenda markaði. Frá því er stríðið skall á, hefir ríkisstjórnin sjálf þráfaldlega orðið að skerast í leikinn til þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar, og nú nýlega hefir henni tek- izt að spara þjóðinni hundruð þúsunda króna í erlendri mynt, vegna innkaupa á olíu. Ef rík- isstjórnin hefði ekki gripið þarna inn í, hefðu landsmenn orðið að greiða umfram þörf, háa fjárupphæð í erlendri mynt og almenningur hefði þá að sjálfsögðu orðið að greiða miklu hærra verð fyrir vöruna á hinum innlenda markaði". Tíminn hefir ekki kynnt sér nánara þetta sérstaka dæmi, sem Vísir nefnir, enda skiptir það ekki máli. Aðalatriðið er, að þessi frásögn Vísis sýnir það, að til þess, að fullkomin trygg- ing sé fyrir því, að gerð séu hag- kvæm innkaup, verður inn- flutningurinn að vera háður ur eftirliti og íhlutun þess op- inbera. Ef ríkið hefði látið þennan innflutning afskiptalausan, seg- ir Vísir, hefði þjóðin tapað stórfé. En myndi ekki mega segja það sama í mörgum öðr- um tilfellum og hefir ekki þjóð- in þegar tapað stórfé á því, að ríkið hefir látið það of af- skiptalaust á hvern hátt inn- kaupum til landsins er hagað? Dæmið, sem Vísir nefnir, sýn- ir það svart á hvítu, að örugg- asta ráðið til að tryggja hag- kvæm innkaup, er að láta það opinbera hafa eftirlit með inn- flutningnum og íhlutunarrétt um hann, ef þurfa þykir. Hitt eru hreinustu falsrök, að hag- kvæm innkaup séu tryggð með frjálsum innflutningi. Það skiptir innflytjandann litlu, hvort hann kaupir vöruna dýrt eða ódýrt, ef hann getur haft sæmilega álagningu. Það virðist hann geta í flestum tilfellum, því tæpast er hægt að gera ráð fyrir, að innflutningur nokk- urrar vörutegundar verði það mikill, að framboðið verði meira en eftirspurnin og álagn- ingin lækki almennt af þeim ástæðum. Kaupfélögin mynda að vísu algera sérstöðu í þessum efnum, þar sem þau eru samtök neyt- enda og markmið þeirra er, að hafa vöruverðið sem lægst. En þau annast verzlunina aðeins fyrir nokkurn hluta neytend- anna og sökum innflutnings- örðugleika mun þeim veitast erfitt að halda verðinu niðri fyrir aðra en viðskiptamenn sína. Þess vegna hlýtur það að í leiðara Morgunblaðsins í dag er fitjað upp á hinu gamla deilu- máli stjórnmálaflokkanna út af fylgifjárákvæðum 17. gr. jarð- ræktarlaganna. Er jafnvel svo á blaðinu að skilja, að það hafi verið eitt af aðalhlutverkum þjóðstjórnarinnar að koma þessu ákvæði út úr lögunum. Ég minn- ist þó ekki að hafa heyrt þess getið fyrr, að nokkurt sam- komulag hafi orðið á milli flokkanna um þetta atriði þeg- ar að málefnasamningur sá var gjörður, er þjóðstjórnin byggð- ist á. í sambandi við fylgifjár- ákvæðið minnist blaðið á yfir- standandi fasteignamat, og get- ur þess, sem rétt er, að í mats- skýrslunum er sérstakur dálkur sem ætlaður er fyrir matsverð fylgifjár hverrar jarðar. Með þessu telur blaðið að bændur fái að þreifa á veruleik- anum, „þeim veruleika að ríkis- sjóður er að verða meðeigandi í býlum þeirra,“ eins og komizt er að orði. En mér er spurn: Hvaða opin- berun fær blaðið út úr þessum fylgifjárdáiki fasteignamatsins? Er því ekki kunnugt um, að þetta er einungis framkvæmd á á- kvæðum fasteignamatslaganna, sem aftur byggist á ákvæðum sjálfra jarðræktarlaganna? Hér er sem sé ekkert nýtt á ferðinni, er hafi nokkurt sönnunargildi til eða frá, í þessu þrætumáli fram yfir lögin sjálf. Þeir, sem langar til að sanna að ríkissjóður eigi fylgiféð, verða því að leita sér einhverra „á- þreifanlegri" gagna, en fylgi- fjárdálksins i fasteignamats- plöggunum. Þá fer blaðið að „velta fyrir sér“ afleiðingum fylgifjárákvæð- isins, og tekur nú upp hina marghröktu fjarstæðu, að með tíð og tíma verði „fylgifé ríkis- sjóðs meira en jarðarverðið". Veit ekki blaðið, að lögin á- kveða að fyrning og afskrift verða eitt af verkefnum þings og stjórnar á næstunni að tryggja því opinbera nægilegt eftirlit og íhlutunarrétt með innflutningnum, meðan núver- andi ástand helzt. Öðruvísi verður ekki ti’yggt, að þjóðin verði aðnjótaixdi hinna hag- felldustu innkaupa. Hitt væri hreinasta óráð, að afnema allt slíkt yfirlit nú, þegar erfiðleik- arnir eru að aukast, og ekkert ætti að sýna kaupmannablað- inu Vísi betur hversu fáránleg sú krafa þess er en framan- greind frásögn þess sjálfs af staðreyndum undanfarinna vikna. I. í kvikmyndabænum Holly- wood, syðst á vesturströnd Bandaríkjanna, eru tvö minnis- merki á torgum úti eftir ís- lenzku listakonuna Nínu Sæ- mundsson. Önnur myndin er úr grískri goðafræði. Hin er af Leifi heppna. Þegar listakonan valdi sér heppilega fyrirmynd að svipmóti þess íslendings, sem uppgötvaði Vesturheim fyrir nálega þúsund árum, þá valdi hún frægasta íslending- inn, sem nú er uppi, Vilhjálm Stefánsson, norðurfara. Nú eru liðin 60 ár síðan Vil- hjálmur Stefánsson fæddist í bjálkakofa í Nýja íslandi á vesturströnd hins mikla Winni- pegvatns. Foreldrar hans voru Jóhann Stefánsson frá Tungu á Svalbarðsströnd og Ingibjörg Jóhannesdóttir frá Hofstaðaseli í Skagafirði. Þau hjónin fluttu vestur um haf árið 1876, og bár- ust með hinum mikla innflytj- endastraum, sem hugðist að gera alíslenzka byggð í skógar- lendum við Winnipegvatnið. Erfiðleikar þessara landnema voru svo miklir, að einn af helztu lögfræðingum íslend- inga vestan hafs hefir sagt, að það hefði átt að sækja til sekt- ar fyrir manndráp, þau yfirvöld í Manitoba, sem létu íslend- fylgifjárins skuli fylgja sömu ákvæðum og fara fram eftir sörnu reglum ag fyrning eða af- skrift umbóta þeirra, er styrk- urinn hefir verið til, og að þannig verður þetta framkvæmt í mat- inu? Styrkurinn er aldrei nema nokkur hluti af umbótinni og venjulega lítill hluti. Fylgiféð getur því þegar í upphafi aldrei orðið nema lítill hluti heildar- matsins. — Og þar sem það fyrn- ist og afskrifast í sama hlutfalli og annað verðmæti umbótarinn- ar, þá getur það aldrei orðið hærra í mati en umbæturnar sem styrkurinn var veittur til, hvað þá fasteignin öll. Hugsum okkur jarðabót, sem kostað hefir 1500 krónur og styrkur hefir verið veittur til 300 kr. eða 500 kr. Þá verður fylgiféð aldrei nema Vs eða V3 af matsverði umbótarinnar, hvað sem það verður, eftir ákvæðum laganna eins og þau eru nú og eins og þau verða framkvæmd af fasteignamatsnefndunum. En vel aö merkja: Þannig er það samkvœmt ákvœðum hinnar ill- rœmdu 17. gr. jarðrœktarlag- anna. — En það eru til önnur fylgifjár- ákvæði, sem þetta gildir ekki um. Það eru fylgifjárákvæði ný- býlalaganna. Til þeirra nær engin fyrning, og þess vegna get- ur vel farið svo, að fylgifé ein- hvers þeirra gleypi að miklu leyti fasteignamatsverð býlisins, ef umbótum þess er illa viðhaldið og þau því rýrna í verði. Og þar verður eigandi býlisins að annast sjálfur allt viðhald og taka á sig alla fyrningu fylgifjárins, eins og lögin eru nú. En það er svo einkennilegt, að flokksmenn Morgunbl. stóðu að þessum lög- um og þessum ákvæðum, og virð- ast aldrei hafa haft neitt við þau að athuga, en ráðast meö heift á fylgifjárákvæði jarðræktar- laganna, sem þó fara hér miklu skemmra. En þó að Morgunblaðið hafi ekkei’t við þessi ákvæði að at- huga, þá eru þó ýmsir, sem ann- ars eru hlynntir fylgifjárákvæð- unum yfirleitt, sem hér finnst gæta ósamræmis og álíta ákvæði nýbýlalaganna full ströng. Og allir eru sammála um það, hvernig sem þeir líta á fylgi- fjárákvæðið, að nauðsyn sé að samræma öll þessi ákvæði og ná samkomulagi um orðalag þeirra og form allt — sem útiloki þá túlkun laganna, sem Morgunbl. birtir í áðurnefndri grein. Meðal annars af því var sam- þykkt á síðasta búnaðarþingi, þar sem mál þessi voru tekin til meðferðar, að kjósa milliþinga- inga setjast að í vetrarkomu í allsleysi, snjó og grimmdar- frostum í þessum veg- og húsa- lausu skógarlendum. íslending- ar reistu sér bjálkakofa, bjugg- ust til varnar eftir föngum, og varð það þeirra lífsbjörg, að þeir voru vanir harðrétti í ætt- landinu. Hverskonar óáran, vatnsflóð og síðast bólusótt herjaði þessar byggðir. Margir létu lífið í þessum erfiðleikum. En með íslenzkri þrautseigju urðu þó hinir íleiri, sem lifðu. Þeir hafa sigrað erfiðleikana og nú er Nýja-ísland fjölmenn, vel ræktuð og prýðileg byggð. En sú mikla breyting, sem þar hefir orðið á sextíu árum, er fyrir frábæra atorku þess ís- lenzka fólks, sem nam þennan landshluta. Það er einn hinn merkileg- asti þáttur í landkönnunarstarfi Vilhjálms Stefánssonar, að honum hefir tekizt að sanna, að jafnvel í hinum mestu eyði- löndum heimskautalandanna geti hvítir menn lifað af því, sem kalla mætti framleiðslu landsins. En þessa kunnáttu hafði hann fengið í vöggugjöf. Foreldrar hans, Jóhann og Ingibjörg, höfðu sýnt þessa leikni, eins og hinir landnáms- mennirnir, sem lifðu af frosta- og snjóavetur, vatnsflóð og nefnd, er í áttu sæti menn úr báðum höfuðflokkum þingsins, til að athuga mál þessi öll, og leitast við að ná samkomulagi um efni og form þessa gamla þrætumáls — ef unnt væri. Teldi ég æskilegt, að á meðan nefnd þessi ekki hefir lokið starfi sinu, og búnaðarþing ekki reynt til þrautar samkomulagsleiðir í málinu.milli fulltrúa bændanna, sem þar eiga sæti, þá snúi stjórn- málaflokkarnir séu heldur að úr- lausn þeirra mála, sem í svipinn virðast allt eins aðkallandi. •— Fylgiféð getur ekki gleypt allt matsverð jarðanna fram á næsta búnaðarþing; um það ættum við að geta orðið sammála. Á næst síðasta búnaðarþingi voru átök hörð um einstök á- kvæði fyrri kafla jai’ðræktarlag- anna, og lauk þeirri deilu þannig, að fullar sættir komust á meðal (Framh. á 4. síðu) bólusótt í hinni ófrjóu nýbyggð sinni. Vilhjálmur fæddist þriðja haustið, sem þau hjón bjuggu vestra. Og þegar hann var á öðru ári, fluttu þau suður á bóginn, upp með Rauðánni, og til Dakota-byggðar, nyrzt í Bandaríkjunum. Þar var þá og þar er enn einhver hin blóm- legasta íslendingabyggð í Vest- urheimi. II. Landkostir voru að öllu samtöldxx til rnuna betri 1 Da- kota heldur en í Nýja íslandi, áður en mannshöndin byrjaði að umbreyta landinu. í Dakota voru frjóar sléttur, vel fallnar til akuryrkju, og skógurinn ekki jafn ásækinn á ræktarlandið. Allir íslendingar í Dakota tóku lönd og stunduðu búskap. Vil- hjálmur var ötull drengur við hin margháttuðu landnema- störf, einkanlega við þau verk, sem voru eitthvað í ætt við þau æfintýri, sem hann dreymdi um á unglingsárunum. Eitt sinn var hann næstum orðinn úti milli bæja og hesthúss, að vetri til í feilcna stórhríð. Þrjátíu menn fórust í þessu ofviöri þar í fylkinu. En Vilhjálmi Stefáns- syni voru ætluð önnur örlög en að verða úti í snjó- og vetrar- hörku. Við búsýsluna hjá foreldrum sínum dreymdi Vilhjálm Stef- ánsson æfintýralega dagdrauma, eins og flesta hrausta drengi. Hann vildi vera skáld, eða berj- ast við Rauðskinna, eða vinna fágæt hreystiverk sem veiði- maður. Hann varð á uppvaxtar- í Tímanum 17. þ. m. gerir Einar Sigurfinnsson á Iðu að umtalsefni ,,óhæfu“ þá, að Sláturfélagið hafi nú hætt að nota skotvopn, en í þess stað tekið helgrímu til notkunar við deyðingu sauðfjár. Segir hann ófagra sögu af notkun þessa tækis í sláturhúsinu og varpar fram ýmsum spurningum í því sambandi. Segist hann hafa fyrir sér sögusögn annars manns og verður það óneitan- lega að teljast galli á heimild- um, að hann skuli ekki sjálfur hafa sannfært sig um sann- leiksgildi sögunnar. Þótt helgríma hafi til skamms tíma verið lítið notuð hér á Suðurlandi, er hún þó alþekkt. í stærstu sláturhúsum á Aust- árunum vanur allskonar erfið- leikum, sem fylgja landnema- lífinu, og ágæt skytta. Það kom honum vel síðar í langferðum um heimskautalöndin. Landnemarnir íslenzku sýndu yfirleitt frábæran dugnað við að komast áfram í hinu ókunna landi, sem þeir höfðu flutzt til. í bjálkahúsum sínum héldu þeir áfram íslenzku menntalífi á löngum vetrarkvöldum. Þar lásu þeir með börnum sínum það sem þeir áttu af íslenzkum bók- menntum, fornaldarsögurnar, íslendingasögur, og ekki sizt Passíusálmana. Samhliða hinni hörðu líkam- legu áreynslu höfðu landnem- arnir sívakandi metnað fyrir þjóðerni sínu og framtíð barna sinna. Næst eftir landnáminu beindist hugur nýbyggjenda að því að koma íslenzku börnunum í skóla, og gera þau fær til að taka þátt í lífsbaráttu í keppni við æskumenn annarra þjóð- flokka. Börn íslenzku land- nemanna sóttu fast nám í skól- um bæði í Kanada og Banda- ríkjunum, og unnu sér álit bæði fyrir gáfur og ástundun. Vilhjálmur Stefánsson leitaði inn í háskólabæ fylkisins, Grand Forks, og hóf þar nám með litl-. um efnum. Hann hitti þar marga efnilega landa sína, sem voru á sömu leið og hann. Einn af þeim var Guðmundur Gríms- son dómari. Hann hafði komið barn að aldri úr Reykholtsdal til Dakota með foreldrum sín- um. Þeir Guðmundur og Vil- hjálmur bjuggu saman einn vetur á þessum námsárum, og urlandi og Norðurlandi veit ég að helgríma hefir verið notuð eingöngu við aflífun sauðfjár um mörg undanfarin ár og hef- ir, mér vitanlega, enginn fund- ið ástæðu til að gera þá „óhæfu“ að blaðamáli. Fyrir nokkrum árum fékk Kaupfélag Eyfirð- inga sér þó erlend rafmagns- tæki til þessara nota og áttu þau að vera mjög fullkomin, — en eftir nokkurn tíma voru þau lögð á hilluna og helgríman tekin í notkun aftur. í reglum um aflífun húsdýra, slátrun búpenixxgs o. s. frv. frá 31. ágúst 1923 og viðauka við þær frá 4. ágúst 1924, 2. gr., er svo fyrir mælt, að sauðfé og geitfé skuli deyða með skoti, (Fravih. á 3. síðu) elduðu sjálfir matinn í her- bergi sínu. Guðmundur Gríms- son varð fljótlega einskonar póstmeistari í háskólanum, jafn- hliða náminu. Vilhjálmur Stef- ánsson var ekki jafn fastur við dagleg störf. Hann var fullur af rómantík og æfintýraþrá, las skáldskap á mörgum tungum og ferðabækur um ókunn lönd. Hann var í einu hæglátur og manna prúðastur í framgöngu, en undir niðri fullur af glettni og gáska. Eru enn til í Grand Forks og í minni skólabræðra hans margar sögur um góðlát- leg gáskabrögð hans. Einhver þekktasta skólasaga um Vil- hjálm Stefánsson frá stúdenta- dögunum er .um það, þegar hann ók í hestvagni háskólarektors um borgina. Háskólinn í Grand Forks á mikil lönd og standa byggingar dreift, eins og tíðkast um ameríska háskóla. Rektor hafði til sinna þarfa lokaðan hestvagn og ökumann. Einn dag í góðu veðri kemur Vilhjálmur Stefánsson þar að sem vagn rektors stendur við hús í bæn- um, en ökumaður dottar í sæti sínu. Vilhjálmur fer inn í vagn- inn, og hallar hurðinni á eftir sér. Við það vaknar ekillinn og þykist vita að rektor sé kominn inn í vagninn, og ekur af stað í átt að húsi hans. Vilhjálmur setur rólegur í vagninum, þar til komið er nærri bústað rekt- ors. Þá opnar hann gætilega vagnhurðina og fer hljóðlega út á strætið. Þegar kom heim að rektorsbústaönum, þótti öku- manni undarlega við bregða að vagninn var tómur. 3ÓNAS JÓNSSOiy: Vilhjálmur Steíánsson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.