Tíminn - 07.11.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.11.1939, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GISLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. RITSTJ ÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Ltndargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindárgötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 Og 3720. 23. árg. Reykjavik, þriðjudagiim 7. uóv. 1939 129. blað Höíuðþöriín í siglingamálum að tryggja vöruflutníngana !»að er hrelu fásinna að ætla að byggja dýrt farþegaskip meðan styrjöldin stendur yfir og allt er í óvissu með framtíðina. Síðan styrjöldin hófst hefir það komið greinilega fram, sem mönnum var reyndar ljóst áður, að aukin viðskipti við Ameríku eru eitt af helztu framtíðarmál- um þjóðarinnar. Ein undir- staða þess er sú, að þjóðin eignist heppilegan skipakost til Ameríkuferða. Þessi skoðun kom mjög greini- lega fram í eftirfarandi álykt- un, se.n samþykkt var í samein- uðu Alþingi síðastl. vor: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórn að leita eftir sam- komulagi við Eimskipafélag fs- lands um að það byggi, aðallega vegna Ameríkuferða, stórt vél- skip til vöruflutninga, með nokkru farþegarúmi á þilfari. Ríkisstjórninni er heimilt að heita félaginu sanngjörnum rekstrarstyrk um allt að 10 ára skeið, í hlutfalli við þann rekstr- arhalla, sem félagið kynni að verða fyrir af þessu skipi vegna Amerikuferða“. Eins og áður hefir verið rakið í blaðinu hafði stjórn Eimskiþa- félagsins þessa samþykkt að engu og meira að segja leyndi því í prentaðri skýrslu, sem fé- lagsmönnum vax veitt um mál- ið, að Alþing hefði gert nokkra samþykkt um það. í stað þess að hugsa fyrir nokkrum viðunandi skipakosti til Ameríkuferða hélt félags- stjórnin áfram að undirbúa byggingu hins svokallaða „lux- us-skips“, sem á fyrst og fremst að vera til farþegaflutninga milli Danmerkur og íslands. Þótt furðulegt megi teljast, féllst núverandi atvinnumála- xáðherra á þessa ráðagerð Eim- skipafélagsstjórnarinnar og hét henni stuðningi sínum. í trausti þess lét stjórnin undirrita samn- ing urn byggingu skipsins fyrir nokkru síðan, en ekki mun enn- þá byrjað á smíði þess. Hér í blaðinu vax iðulega á síðastliðnu sumri sýnt fram á, hversu óviturlegt og óhagstætt það væri fyrir þjóðina, að verja mörgum milljónum kr. í bygg- ingu farþegaskips, sem myndi Abalfsmdiir F.U.F. í Reykjavík. Félag ungra Framsókn- armanna f Reykjavík held- ur aðalfund sinn í Sam- bandshúsinu í kvöld, og hefst hann klukkan 8,30 stundvíslega. Fyrir fund- inn verður lagt uppkast að nýjum félagslögum til at- hugunar og samþykktar. Formaður og gjaldkeri fé- lagsins munu skýra frá störfum þess og fjárhag, og endurskoðaðir reikning- ar þess verða lagðir fram til samþykktar. Síðan verð- ur kosin ný stjórn, endur- skoðendur félagsreikninga og átta aðalmenn og átta varamenn í fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Reykjavík. Á fundinum verða teknir inn nýir með- limir í félagið. Félagsinenn eru áminntir um að fjöl- menna á aðalfundinn og koma réttstundis, klukkan 8,30. koma að takmöxkuðum notum % hluta ársins, meðan stór- kostlega vantaði á, að þjóðin ætti nægan skipakost til vöru- flutninga. Styrj aldarástandið hefir þeg- ar sannað þetta greinilega og mun þó vafalaust eiga eftir að gera það enn betur. Það hlýtur þvi að vekja hrein- ustu furðu, að atvinnumálaráð- herra ber fram frumvarp í þing- inu um að undanþiggja „luxus- skipið“ öllum opinberum gjöld- um, ef haldið verður áfram með byggingu þess. Fljótt á litið mun mörgum finnast, að með þessu sé bein- línis verið að ýta undir þessa heimskulegu framkvæmd og það á tímum, sem öll slík vinna hlýt- ur að stíga geysilega í v&rði og allt er á huldu með farþega- flutninga hingað til lands í framtíðinni. Það mætti ætla af slíku, að íslendingar hefðu næg- an erlendan gjaldeyri og gætu því ráðstafað honum í hvers- konar kjánaskap, sem væri. Það virðist hinsvegar sann- gjarnara að líta á þessa fram- komu atvinnumálaráðherra þannig, að hann sé ekki búinn að gera sér ljóst, að jafnvel þótt hér væri um hyggilega fram- tíðaxráðstöfun að ræða, væri ó- hjákvæmilegt að slá henni á frest. Telja má víst, að Alþing haldi fast við sína fyrri stefnu og veiti Eimskipafélaginu engan nýjan stuðning, nema fullnægt sé þeim skilyrðum, er það hefir áður sett. Afskipti þess af málinu ættu þá einnig að beinast að því, að Eim- skipafélagið hætti byggingu „luxusskipsins“, ef hinn gerði samningur um það fellur þá ekki niður af sjálfu sér sem vit- anlega væri langsamlega æski- legast. Höfuðstarf þings og stjórnar (Framh. á 4. síðu) Frá höfuðborg Estlands, Tallin. Lengst til vinstri sézt gamall kastali, sem Danir létu byggja þar fyrir mörgum öldum síðan, á miðri myndinni sézt leikhúsið, og lengst til vinstri elsta gata borgarinnar. Tallin (Revál) er ein helzta hafnarborgin við Eystrasalt. Hún hefir um 150 þús. íbúa og er tœpur þriðjungur af þýzkum œttum. Flestir Þjóðverjanna þar hafa nú verið fluttir til Þýzkálands. Það var Valdimar sigursœli Danakonungur, sem váldi Táll- in fyrir aðseturstað sinn og hefir borgin rœtur sinar að rekja til þeirrar ákvörðunar. A 1 þ I n g : Ný fnimvörp Fyrstu reglulegir fundir voru haldnir í þingdeildum í gær og urðu nokkrar umræður í neðri deild um bráðabirgðalögin um gengisskráninguna. Snerust þær aðallega milli Finns Jónssonar og kommúnista. í umræðunum upplýsti Finn- ur Jónsson, ,að Héðinn Valdi- marsson hefði átt í mjög harðri baráttu við verðlagsnefndina um verðhækkun á olíu og lofaði hann að upplýsa það mál betur síðan. Eftirfarandi frumvörp hafa verið lögð fram í þinginu: Ólafur Thors flytur frumvarp um að undanþiggja hið fyrir- hugaða farþegaskip Eimskipafé- lagsins öllum sköttum og gjöld- um, fyrstu 10 árin eftir að það byrjar siglingar. Bjarni Snæbjörnsson flytur frumvarp um breytingu á vinnu- löggjöfinni. Aðalbreytingarnar eru þær, að aðeins eitt verka- lýðsfélag megi vera í ákveðinni starfsgrein á hverjum stað, og allir meðlimir þess hafi jafnan rétt til trúnaðarstarfa. Þingmenn kommúnistaflokks- ins í neðri deild flytja frv. um breytingu á gengislögunum. Að- albreytingin er sú, að leyfilegt sé að gera verkföll til að knýja fram meiri kauphækkun en lög- in heimila. Afnám vopnasölubanns- íns í Bandaríkjunum Ræður pað úrslitum í styrjöldmni? Afnámi vopnasölubannsins í Bandaríkjunum hefir verið tek- ið með miklum fögnuði í Bret- landi og Frakklandi. Þær skoð- anir hafa jafn vel verið látnar í ljós, að það muni ráða úrslit- um styrjaldarinnar. Hins vegar hefir því verið mjög fálega tekið í Þýzkalandi, enda eiga Þjóðverjar þess eng- an kost að notfæra sér það, sökum yfirráða Breta á hafinu. Rússar hafa á ný vottað Þjóð- verjum samúð sína með því, að áfellast Bandaríkin fyrir þessa ráðstöfun, og halda rússnesk blöð því jafnvel fram, að Bandaríkin séu ekki lengur hlutlaus í styrjöldinni. Á sama tíma keppast Rússar hins vegar við að selja hráefni til Þýzka- lands og lýsa hvað eftir annað hlutleysi sínu með hátíðlegum yfirlýsingum! Til að gera nokkuð nánari grein fyrir, hvaða þýðingu af- nám vopnasölubannsins getur haft, þykir rétt að rifja upp grein um flugvélaframleiðslu eftir danskan liðsforingja, Gers- toft. Grein þessi birtist nýlega í einu Kaupmannahafnarblaðinu. A. Refasýningar. — Vinna hafin víð nýja verkamannabústaði. — Jarðabótastörf að haustinu. — Skálabygging í Vatnaskógi. — Tíminn hefir leitað upplýsinga hjá Metúsalem Stefánssyni um refasýning- arnar, sem nú standa yfir. Fyrsta sýn- ingin var haldin í Borgarnesi síðastl. föstudag, þar sem þeir mættu báðir, hinn norski sérfræðingur, O. Aurdal, og H. J. Hólmjárn loðdýraræktarráðu- nautur. Þaðan hélt H. J. Hólmjárn til Norðurlands, þar sem hann mun dæma um dýrin, sem á sýningarnar koma. Verða sýningarnar norðan lands haldn- ar tveim dögum fyrr en ráð hafi verið gert fyrir. Mun fyrsta sýningin á Norð- urlandi hafa verið haldin í Axarfirði á sunnudaginn, á Akureyri verður lík- lega sýning í dag, á Sauðárkróki hinn 9. nóvember og á Blönduósi hinn 11. nóvember. O. Aurdal mun dæma um dýrin á refasýningum vestan lands. Var sýning haldin í Hólmavík á sunnu- daginn var og í Salthóimavík í dag. Aðrar sýningar á Vesturlandi verða í Búðardal og Stykkishólmi. — Austan fjalls verða tvær sýningar, við Ölfusárbrú og að Hólmi í Landbroti, báðar eftir miðjan mánuðinn. — í Reykjavík stóð til að halda tvær refa- sýningar, aðra fyrir silfurrefi, hinn 15. og 16. nóvember, hina fyrir blárefi í byrjun desembermánaðar. Nú eru mest líkindi til að síðari sýningin verði látin niður falla, meðfram vegna erfiðleika á að fá hentugt húsnæði. Auk þeirra sýninga, sem í upphafi hafði verið á- kveðið að halda, og sagt var frá hér í blaðinu á sinum tíma, og að nokki'u veitt yfirlit um hér að framan, hafa refaeigendur í Vestmannaeyjum óskað þess, að haldin yrði refasýning þar. Mun verða reynt að ver'ða við þeim tilmælum, en óákveðið hvenær sýning þar verður haldin, og mun því meðfram verða hagað eftir skipaferðum. t t t Vinna við 10 verkamannabústaði, sem fyrirhugað er að reisa í Rauðarár- holti hér í Reykjavík, er nú hafin, og var byrjað að grafa fyrir grunnum húsanna siðastliðinn iaugardag. Munu nú 30—40 manns starfa að undirbún- ingi þessara bygginga. í þessum 10 verkamannabústöðum verða íbúðir fyr- ir 40 fjölskyldur alls, og er helmingur þeirra íbúða með tveim herbergjum, en hinn helmingm'inn með þrem. Er ráð- gert að hraða byggingu þessara húsa eftir því, sem ástæður leyfa. t t t Tíminn hefir haft fregnir af því, að bændur í mörgum byggðarlögum noti sér hina hagstæðu og frostlausu haust- tíð á þann hátt að vinna að ýmis- konar jarðabótum, svo sem byggingum, plægingu, skurðgerð, vegalagningu og öðru slíku. Munu því víða sjást varan- ieg merki hinnar góðu tíðar, þegar stundir líða fram. Þetta er sérstaklega mikilsvert vegna þess, að venjulega verður fremur lítið úr störfum manna um þetta leyti árs, í sjálfu skammdeg- inu. En þegar veðurfar er með slíkum eindæmum sem nú, er hægt að nota hina stuttu dagsbirtu til varan- legra umbótastarfa við húsagerð eða aðrar jarðbætur, langt umfram það sem venjulegt er. K. F. U. M. hefir um mörg undan- farin ár haft umráð yfir einum hekt- ara lands í Vatnaskógi í Svínadal, við svonefnt Eyrarvatn. Lét ríkið þeim blett þenna í té fyrir 15—20 árum, úr landi Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd. Lét K. F. U. M. síðar reisa á þessum stað tjöld og skýli til sumardvalar og hafa meðlimir þess og skátar síðan átt þar aðsetur í sumarleyfum flest ár.Fyr- ir tíu árum var stofnaður innan K.F.U. M. sérstakur flokkur, sem nefndur hefir verið Skógarmenn, er síðan hefir haft umráð þessa bletts í Vatnaskógi. Hafa Skógarmenn nýlega gefið út lítið rit um tiu ára starfsferil sinn. Um þetta tíu ára skeið hafa flestir gestir dvalið í Vatnaskógi á vegum K. F. U. M. árið 1935, alls 207, en þá var þar haldið lands- mót, en næstflestir sumarið 1938, 202. Frá upphafi hefir það verði hugmynd Skógarmanna, að reisa myndarlegan skála í Vatnaskógi og hafa þeir safnað fé í sjóð í því skyni, síðastliðinn ára- tug. Nemur nú upphæðin alls um 15 þúsund krónum. í sumar er leið var síðan ráðizt í að hefja byggingu skál ans, sem fyrirhugað er að verði eitt allra stærsta sumarhús á íslandi, 30 x 10 metrar að grunnmáli. Var grunn- urinn steyptur í sumar. Gaf einn maður helming alls sements, sem í grunninn þurfti, en 40 piltar inntu þar af hönd- um gjafavinnu í sumarleyfum sínum Verður skáli þessi veglegt hús, þegar hann er fullger, en þó eigi stærri en svo, að svari til þarfa félagsskaparins. t t t í grein þessari skýrir hann frá því, að hernaðarsérfræðing- ar ráðgeri svo flugvélatjón í styrjöld, að þjóð, sem hefir átt 10 þúsund flugvélar í stríðs- byrjun, þyrfti að framleiða 39 þúsund flugvélar á ári, ef hún ætti að eiga jafn stóran flug- flota eftir eins árs styrjöld og í upphafi hennar. Þar sem allar styrjaldarþjóðir leggja vitanlega áherzlu á, að auka flugflota sinn, þarf flugvéla- framleiðslan vitanlega að vera enn meiri. Þessar áætlanir byggjast á því, að flugflotann í fremstu víglínu (við vígstöðvarnar) þurfi að endurnýja sex sinnum á ári, og flugflotann, sem not- aður er til loftvarna, æfinga o. s. frv., þrisvar sinnum á ári. Má glöggt marka á þessu, að lofthernaðurinn er enn ekki nema svipur hjá sjón í saman- burði við það, sem hernaðar- sérfræðingarnir gera ráð fyrir, að hann verði. Samkvæmt upplýsingum sama manns, mun láta nærri, að það taki 29 menn í eitt ár að búa til flugvél og þau hernaöartæki, sem hún þarf að hafa. Er þá tekið meðaltal af öllum gerðum hernaðarflugvéla. Sé þessi áætlun rétt, þarf því hvorki meira eða minna en 1.130 þús. verkamenn til þess að framleiða 39 þús. flugvélar. Eitt mesta vandamál Breta og Frakka, er að geta haft. næg- an mannafla við framleiðslu hergagna. Hin aukna tækni hefir orðið þess valdandi, að nú þarf orðið margfallt fleiri menn til að framleiða stríðsvélar handa herjunum en t. d. í sein ustu heimsstyrjöld. Þegar þetta er athugað, er það ljóst, hversu mikilsvert það er fyrir Breta og Frakka, að hafa fengið greiðan aðgang að hinni miklu vinnuorku Banda ríkjanna til framleiðslu á her gögnum, Það þýðir, að þeir þurfa ekki sjálfir að binda eins mikinn mannafla við framleiðsluna og ella og geta þess vegna látið langtum fleiri menn taka bein- an þátt í styrjöldinni. Mikil vægustu áhrifin verða samt þau, að þeir fara langtum fyrr fram úr Þjóðverjum í vigbúnaðar- keppninni en þeir hefðu annars gert. Það er því enginn fjarstæðu- kenndur spádómur, að geta þess til, að hergagnafram leiðsla Bandaríkjanna geti ráðið úrslitum styrjaldarinnar. Aðrar fréttlr. Rússar hafa hafnað gagn- tillögum finnsku stjórnarinnar, sem Tanner og Paasikivi lögðu (Framh. á 4. síðu) Á víðavangi Á síðari árum hafa risið upp nemendasambönd við ýmsa skóla. Skipa þau samtök gaml- ir nemendur skólans og er það m. a. markmið þeirra að halda kynningu þeirra viðvarandi og veita þeim aðstöðu til að hitt- ast öðru hvoru. Enn hefir ekki tekizt að lcoma fótum undir slík samtök við einn af skólum landsins, þar sem þau gætu þó gert mjög mikið gagn. Það er Samvinnuskólinn. Ættu eldri og yngri samvinnuskólanemendur að hefjast handa um að bæta úr þessu og ekki una því lengur að vera eftirbátar annarra á 3essu sviði. Hefir komið fram sú hugmynd, að gamlir sam- vinnuskólanemendur, sem á- huga hefðu fyrir samvinnumál- um, kæmu saman til nokkurra daga móts að einhverjum hér- aðsskólanum næsta sumar. Fyrirkomulag þess yrði aðallega miðað við það, að það gæti veitt mönnum aukið yfirlit um samvinnumál og bætt aðstöðu þeirra til að vinna fyrir fram- gang þeirra. Yrðu t. d. fluttir þar nokkrir fyrirlestrar um inn- lenda og erlenda samvinnu og hafðir umræðufundir um ýms málefni samvinnuhreyfingar- innar. Ef mótið yrði haft með slíkum hætti, virðist eðlilegt að þeim starfsmönnum kaupfélag- anna, sem ekki hafa sótt Sam- vinnuskólann, yrði einnig gef- inn kostur á að vera þar. Slík mót eru algeng meðal sam- vinnumanna erlendis og þykja til mikils gagns. Ber þess að vænta, að hægt verði að hxinda þessu áformi í framkvæmd. * * * Það hefir viðgengizt í stórum stíl að ýmsir skattgreiðendur hér í bænum kæmust hjá út- svarsgreiðslum ár eftir ár. Margt af þeim mönnum, sem grunur leikur á, að fengið hafi slíkar eftirgjafir, eru vel efnaðir menn. Eru slíkar eftirgjafir því hrein- asta óréttlæti gagnvart hinum skilvísu útsvarsgreiðendum og eiga þeir fyllstu kröfu til að fá vitneskju um það, hverjir það séu, sem eftirgjafanna njóta. Hefir Sigurður Jónasson hreyft þeirri tillögu í bæjarstjórninni, að árlega yrði birt opinberlega skýrsla um þessar eftirgjafir. Myndi því ekki fylgja teljandi kostnaður, en hinsvegar skapast við það heilbrigt aðhald. Virðist því sjálfsagt að koma þessari tillögu í framkvæmd. Sumsstað- ar erlendis fá þeir skattgreið- endur, sem ekki greiða útsvar, ekki að neyta atkvæðisréttar síns, ef fullgildar ástæður eru ekki fyrir hendi. * * * Um þessar mundir mun unnið að því að semja launaskrá fyrir ríkið og stofnanir þess, er síðar verður birt. Það virðist sjálfsögð jafnréttiskrafa að Reykjavíkur- bær láti einnig birta svipaða launaskrá og sýni með því, að hann þori að láta bera launa- skrá sína saman við launaskrá ríkisins. Alþýðublaðið hefir margoft undanfarið bent réttilega á það, að kommúnistar væru allra manna óheppilegastir til sam- starfs, enda væri það blettur á hverjum einum, sem hefði sam- neyti við þá. Er þetta fullkom- lega rétt og hægt að færa næg dæmi því til sönnunar. Hinsveg- ar virðast ekki allir forvígis- menn flokksins á þessu máli og má þar til nefna einn af þing- mönnum hans, Erlend Þorsteins- son. Þessi maður hefir um all- langt skeið stutt kommúnista eftir megni á Siglufirði og hjálp- að kommúnista til að komast þar í bæjarstjórastööuna. Er þetta framferði því miður í litlu samræmi við mörg hin á- gætu skrif Alþýðublaðsins og er einkennilegt að flokksstjórnin skuli með þögninni leggja bless- um sína yfir sambræðslu komm- únista og forráðamanna Alþýðu- flokksins á Siglufirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.