Tíminn - 07.11.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.11.1939, Blaðsíða 4
516 TÍMINN, frrigjndaginn 7. nóv. 1939 129. MatS Yfiir landamœrin 1. Morgunblaðið segir nýlega frá árás, sem Gísli vélstjóri hóf á þetta blað á pólitískum fundi Sjálfstæðismanna. Pullyrti Gísli þar að Mbl. væri undir sérstöku áhrifavaldi eins af þekktustu kaupfélagsstjórum landsins, Egils Thorarensen í Sigtúnum. Taldi Gísli að með þessu væri sannað að Mbl. væri hætt að vera einlægur málsvari kaupmannastéttarinnar. 2. Saga Gísla vélstjóra var á þessa leið: Egill Jakobsen, danskur kaup- maður, átti 30 þús. kr. hlutafé í Mbl. Við fráfall hans seldi ekkjan bila- Steindóri hlutabréfin. Steindór af- henti Framsóknarflokknum í viss- um þrengingum þessi bréf. Pram- sóknarflokkurinn trúði Agli í Sig- túnum manna bezt til að gæta hags- muna sinna í stjórn Mbl. 3. Það hefði verið ánægjulegt fyrir Framsóknarmenn að eiga 30 þús. kr. í hlutafé í arðbæru fyrirtæki eins og Mbl. — Og fáir hefðu verið líklegri til að stjórna þessari eign með ráð- deild og skörungsskap heldur en Egill Thorarensen. Hinsvegar er sagan vit- anlega helber uppspuni og eini kostur hennar sá, að Sjálfstæðismenn sjá af þessu hvílíka mannveru þeir hafa í fórum sínum, þar sem er Gísli vél- stjóri. 4. í kommúnistablaðinu í dag birt- ist ávarp frá Alþýðusambandi kom- múnista. Ávarp þetta er samið í tilefni af 22 ára afmæli rússnesku byltingar- innar og birtist í dag í öllum komm- únistablöðum heimsins. Gefur þetta góða hugmynd um hið nána sam- band milli Moskvavaldsins og íslenzku kommúnistaf oring j anna. 5. Dagblaðið Vísir virðist nú vera komið á þá skoðun, að verðhækkun á erlendum vörum, sem inn eru fluttar, sé af völdum „vitlausra innkaupa" og að slíka hækkun sé „hægt að umflýja með því að kaupa vöruna á réttum stað“. Nú er vitað að farmgjöld til landsins hafa hækkað allverulega. Samkvæmt „rökum" Vísis hlýtur vöru- verð erlendis að hafa lœkkað sem því nemur, eftir að stríðið skall á. Er það ekki einskisvert fyrir almenning að fá þessar fréttir frá Vísi, en mikið má vera, ef allir liðsmenn þess — bæði heildsalar og aðrir — eru blaðinu þakk- látir fyrir þessa ábendingu um að „vit- laus innkaup" valdi verðhækkun þeirri, sem hér er því miður orðin á ýmsum vörum. x.+y. Síðustn freguir. (Framh. af 1. síðu) fram slðastl. fimmtudag. Er talið, að Finnar ætli að gera nýjar tillögur og verður samn- ingum frestað á meðan, enda standa nú yfir mikil hátíðahöld í Rússlandi í tilefni af afmæli byltingarinnar. Verða Tanner og Paasikivi viðstaddir þau. — í Finnlandi er nú unnið dag og nótt að því að treysta landvarn- irnar og heimferðaleyfum allra varaliðsmanna hefir verið frestað. Norðmenn handtóku síðast- liðinn föstudag þýzku sjólið- ana, sem ætluðu að sigla „City of Flint“ innan norskrar og sænskrar landhelgi til Þýzka- lands. Varpaði skipið akkerum á Haugasundi, án þess að hafa til þess gilda ástæðu samkvæmt alþjóðalögum. Bar Norðmönn- um því skylda til að kyrrsetja sjóliðana og sleppa hinu her- tekna skipi. Er talið að „City of Flint“, sem nú er í Bergen, muni verða haldið þar um sinn. Þjóðverjar eru mjög reiðir Norðmönnum fyrir þetta og ÚR BÆIVUM Aðalfundur Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík verður haldinn í Sambands- húsinu i kvöld og hefst kl. 8.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa, verður uppkast að nýjum félagslögum lagt fyrir fundinn. Inntaka nýrra félaga fer fram á fundinum. Meðlimir eru á- minntir um að mæta og koma rétt- stundis. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband Guðríður Þorsteinsdóttir hjúkrunar- kona í Kristneshæli og Barði Brynjólfs- son málari á Akureyri. Sundmót. Sundráð Reykjavikur hefir ákveðið að halda síðasta sundmótið á þessu ári 7. desember. Verður þar keppt í þess- um greinum: 50 metra frjálsri aðferð karla, 100 m. bringusundi karla, þrí- sundi (= 3x100 m. boðsund) karla, 100 m. bringusundi kvenna, 50 m. frjálsri aðferð drengja, tveimur flokk- um (þ. e. innan 14 ára og innan 16 ára) og dýfingum fyrir karla og konur. Leikfélag Reykjavíkur sýnir sjónleikinn Á heimleið annað kvöld. Halifax lávarður, utanríkismálaráðherra Breta, flytur ræðu í brezka útvarpið i kvöld kl. 7.15 (ísl. tími). Ræðunni verður útvarpað á bylgjulengd 391.1 meter og 449.1. Ræð- an verður tekin upp á grammofón- plötur og verður útvarpað á stuttbylgj- um kl. 11.15 e. h. og á miðvikudag kl. 6 f. h. og 11 f. h. Þjófar dæmdir. í gær var kveðinn upp dómur í lög- reglurétti í hinu víðtæka þjófnaðar- máli hér í bænum, sem verið hefir til rannsóknar síðustu vikur. Voru 6 menn dæmdir til fangelsisvistar fyrir alls 57 þjófnaði, þar af 41 innbrot. Alls er verðmæti þýfisins talið nema 14,255 krónum. Af því hafa náðst aftur vör- ur, sem nema tæplega helmingi að verðmæti alls þýfisins. 2 konur hlutu skilorðisbundinn dóm fyrir yfirhilm- ingu. Dómsniðurstaðan var sú, að Sig- mundur Eyvindsson skal sæta tveggja ára betrunarhúsvinnu, Skarphéðinn Jónsson tuttugu mánaða betrunarhús- vinnu, Sigurjón Sigurðsson og Jóhann- es Hannesson eins árs betrunarhús- vinnu hvor, Guðmundur Einarsson átta mánaða betrunarhúsvinnu og Þórður H. Erlendsson fangelsisvist við venjulegt fangaviðurværi í fjóra mán- uði. Á heimleið, leikritið, sem Leikfélagið sýnir um þessar mundir, er komið út í bókar- formi. Útgefandi er Guðmundur Gam- alíelsson. Ferðafélag íslands heldur skemmtifund að Hótel Borg í kvöld og verður húsið opnað kl. 8.30. Dr. Jón Helgason flytur erindi um Reykjavík fyrir 70 árum og sýnir skuggamyndir. Dansað verður á eftir til kl. 1. Skautafélag Reykjavíkur hefir ritað bæjarráði Reykjavíkur bréf og óskað þess að vatnsleiðsla verði lögð að suðurenda Reykjavíkurtjarnar. Bæjarráðið tók bréf þetta til athugunar á fundi sínum síðastliðinn föstudag. Var það sent bæjarverkfræðingi til á- lits og athugunar. Heimilisfang Jakobínu Johnson. Heimilisfang skáldkonunnar Mrs. Jakobínu Johnson er 3208 W. 59th St., Seattle, Washington, U.S.A. krefjast þess, að þeir afhendi sér „City of Flint“ aftur. Eru þessar deilur Norðmanna og Þjóðverja ekki enn til lykta leiddar. Erlendar myndir Klukkunum, sem sjást á myndinni, var hringt í marga daga i Berlin í tilefni af sigri Þjóðverja í Póllandi. Á myndinni sjást ennfremur dóm- kirkjan og ráðshúsið í Berlín. Myndin er frá götu í úthverfi Vilna, sem Rússar tóku frá Póllandi og af- hentu Litháum. Meirihluti ibúanna i Vilna eru Pólverjar. Gyðingar eru þar fjölmennir, en Litháar eru 2% af íbúunum. Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir í LANDSSMIÐJUNNI. Auglýsið í Tímanuui! 330 William McLeod Raine: Flóttamaðurinn frá Texas 331 Hann er með handjárn. Hann kann að vera lagður af stað, en þið ættuð að finna hann, og þið skuluð koma með hann heim þegar þið hafið fundið hann, ég þarf að tala við hann. — Sagðir þú Clem Oakland — með handjárn? spurði Jim. Hann spurði ekki af þvi að hann hefði ekki heyrt hvað sagt var, heldur af því, að hann trúði ekki almennilega. — Já, það sagði ég drengur minn. Hann sparkar sennilega eins og villi- naut, en þið skulið samt koma með hann. Jim réði ekki við forvitnina. — Hversvegna er hann með handjárn? — Það er löng saga að segja frá því, sagði Clint. — Þráðurinn er sá, að hann móðgaði Molly og þessi Texasbúi hérna dustaði úr honum steininguna og lét handjárnin á hann, svo að hann væri góður. Þú getur verið eins undrandi og þú vilt, Jim. Ég varð að venjast hug- myndinni áður en ég trúði sjálfur. — Frank er hjá Paddys Prong með lausan hest, Clint, sagði Dug. — Heldur þú ekki að það væri rétt að koma þar við í leiðinni? Hvað Clem snertir, þá skulum við koma með hann, þó að ég verði að hálfbinda hann. Prescott lét dóttur sína á bak hesti sínum og síðan lögðu þau þrjú af stað til Paddys Prong. XXXVII. KAFLI. Molly barði að dyrum og gekk inn í herbergið, sem Steve Walsh bjó í. Hún þurfti nauðsynlega að tala við hann. Hún var hrædd um að honum kæmi það illa, en hún gat ekki annað. Hún varð að segja honum þetta sem fyrst. Hún stanzaði undrandi í dyrunum. Ókunnur maður sat í stól við xúmið. Hann var brúnn, sterkbyggður og klæddur baðmullarfötum. Steve hrópaði fagnandi upp þegar hann sá hana. Þú ert heil á húfi, Molly? — Já, Steve. Ég þarf að segja þér heilmikið. En ég bið þig að afsaka, ég vissi ekki að hér væri neinn nema þú. — Það gerir ekkert. Þetta er Pincus sýslumaður frá Texas. Ungfrú Prescott. — Molly varð hálf illa við: Hann var auðvitað kominn að sækja Webb. — Ég hefi einnig margt að segja þér, sagði Walsh. — En það getur beðið. Villtist þú? — Já, og brátt rakst ég á Clem Oak- land og félaga hans, þar sem þeir sátu við eld. Hann hafði Barnett þar sem fanga. Það var alveg eins og ég hélt, Oakland tók hann af Martin. Þegar ég kom þangað ætlaði hann einmitt að fara að drepa hann fyrir að vilja ekki sprengja upp Featherhead-stífluna. — Drepa Barnett? spurði Steve æstur. Höfuðþörfin í síglingamálutn (Framh. af 1. siðu) i þessum málum hlýtur að bein- ast að vöruflutningunum og í þeim efnum má ekki láta van- rækja neitt. Það er öllum ljóst, að Eimskipafélagið hefir ekki gætt hlutverks sins nógu vel í þeim efnum og draumórar for- ráðamanna þess um „luxusskip- ið“ hafa þar vexið verstur þrándur í götu. En úr því verður ekki bætt með stórfelldari ax- arsköftum heldur með því, að reyna að bæta fyrír það, sem hefir verið vanxækt. Sjálfstæðismálið og fáninn (Framh. af 3. siðu) Dana á aðra hönd enNorðmanna, íslendinga og Færeyinga á hina, eru yfirleitt leyfar frá þeim tíma þegar Danir voru yfirþjóð á Norðurlöndum, án þess að vera gæddir þeim gáfum, sem með þarf í slíkri aðstöðu. Innheimtumenn! V Vinnið ötullega að innheimtu og útbreiðslu Timans í ykkar sveit. Svarið fljótt bréfum frá •nnheimtu blaðsins í Reykjavík, )g gerið skil til hennar svo fljótt sem möguleikar leyfa. Tíminn er ódýrasta blaðið, sem gefið er út á íslandi. 'GAMLA BÍÓ* Meistaraþjófurimi 1 Arséne Lnpin. j Afar spennandi leynilög- reglumynd, tekin af Met- ro-Gold wyn - Mayer - f élag- inu. Aðalhlutverkin eru fram- úrskarandi skemmtilega leikin af: MELWYN DOUGLAS, VIRGINIA BRUCE Og WARREN WILLIAM. Böm fá ekki aðgang. 1NÝJA BÍÓ Sjóorustan við IVaranja. Æfintýrarik og spennandi ensk stórmynd, er gerist meðal urpreisnarmanna í Suður-/ meríku og sýnir hún s Lórfenglegri s j ó - o r u s t u með öllum nú- tímans hernaðartækjum, en nckkru sinni áður hef- ir ve ið kvikmynduð. — Aðalb utverkin leika: H. B. WARNER, HAZEL TERRY, NOAH BEERY o. fl. Börn fá ekki aðgang. HAVHEM0UEN KAUPMANNAHÖFN mælir með sínu viðurkennda RÚGMJÖLI OG laVEITI. Mefri vörngæði ófáanleg'. S. 1. S. skiptir eingöngtt við okkur. THE WORLD'S GOOD NEWS will come to your home every day through THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR An International Daily Newspaper It records for you the world’s clean, constructive doings. The Monltor does not exploit crime or sensation; nelther does it lgnore thern, but deals correctively with them Features for busy men and all the íamily, including the 'Weekly Magázine Section. The Christian Science Publishing Society One, Norway Street, Eoston, Massachusetts Please enter my subscripHon to The Christian Sclence Monitor for a period of 1 year $12.00 6 months $6.00 3 months $3.00 1 month $1.00 Wednesday issue. *ncluding Magazine Section: 1 year $2.00. 6 issues 25o Name______ Address Sample Copy on Request Til auglýsenda. Tíminn er gefinn út í fleiri eintökum en nokkurt annaö blað á íslandi. Gildi almennra auglýsinga er í hlutfalli við pann fjölda manna, er les þœr. Tíminn er öruggasta boðleiðin til flestra neytend- anna í landinu. — Þeir, sem vilja kynna vörur sínar sem flestum, auglýsa þœr þess vegna í Tímanum Nú lilakka ég til að fá kaffi- sopa með Freyjukaffibætis- dufti, því þá veit ég að kaff- ið hressir mig Hafið þér athugað það, að Freyju-kaffibætisduft inni- heldur ekkert vatn, og er því 15% ódýrara en kaffi- bætir í stöngum REYNIÐ FREYJU-DUFT LeHgfélwc/ Reyhjjavíkur „Brímhljóð" sjónleikur í fjórum þáttum. Sýning á inorgun kl. S Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. NB. — NOKKRIR AÐGÖNGU- MIÐAR AÐ ÞESSARI SÝNINGU VERÐA SELDIR Á KR. 1.50. Tækífærísverð á 2ja turna silfurpletti. Teskeiðar á............. 0.75 Desertgafflar á ........ 2.50 Matgafflar á............ 2.75 Mathnífar á............. 6.50 Ávaxtahnífar á.......... 3.50 Áleggsgafflar á......... 2.75 Kökugafflar á........... 2.50 Sultutausskeiðar á...... 2.00 Rjómaskeiðar á.......... 2.65 Sósuskeiðar á........... 4.65 Sykurskeiðar á.......... 3.50 Ávaxtaskeiðar á......... 5.00 Kökuspaðar á............ 3.00 Sardínugafflar á........ 2.50 Konfektskeiðar.......... 2.50 Margar gerðir. K. Einarsson & Björnss. Bankastræti 11. Útkreiðið TÍMAK N

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.