Tíminn - 07.11.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.11.1939, Blaðsíða 2
514 TtMircrc, þrigjjiBdaglim 7. hóv. 1939 129. MaS ^íminn Þriðjudayinn 7. nóv. Réttur smáþjóðauna Um allan heim hefir samn- ingaviðræðum Rússa og Finna í Moskva verið fylgt með óskiptri athygli. Þær kröfur, sem Rússar gera á hendur Finnum, virðast í mesta máta tilefnislausar. Rúss- um má vera það fullkomlega ljóst, að þeir hafa ekkert að ótt- ast frá Finnum. Finnum mun aldrei koma til hugar að ráðast á Rússland. Þeir halda fast við hlutleysisstefnu Norðurlanda og myndu því ekki hjálpa neinni þjóð, sem ætti í styrjöld við Rússa. Eina stórveldið, sem Rúss- ar geta nokkuð óttast á þessum slóðum, Þýzkaland, hefir líka nýlega gert vináttusamning við Rússland og Molotoff, forsætis- ráðherra Rússa, hefir fyrir skemmstu lýst yfir því, að vin- átta þessara ríkja fari stöðugt vaxandi. Það er líka öllum augljóst, sem nokkuð íhuga þessi mál, að kröf- ur Rússa eru ekki fram komnar sökum öryggis Rússlands. Það sem fyrir Rússum vakir, er að ná Finnlandi undir yfirráð sín. Þeir hugsa sér að leika sama leikinn og Hitler við Tékkoslóva- kíu. Það á smámsaman að brjóta niður þrek og mótstöðuþrótt finnsku þjóðarinnar. Fyrsta skrefið er að láta hana afhenda landsvæði, þar sem eru bezt varnarskilyrði gegn innrás Rússa (Kyrjálanesið), brjóta niður víg- girðingarnar á landamærunum og veita Rússum leyfi til að hafa her og flotastöð í landinu. Þetta minnir mjög á innlimun Sudeta- héraðanna. Þegar þessum áfanga er náð, mun það sannast, að skammt mun verða til þess, að Finnar bíða svipað hlutskipti og Tékkar. Allur hinn menntaði heimur vottaði Tékkum samúð sína, er þeir misstu frelsi sitt. Menn verða þó að játa, að Þjóðverjum stóð langtum meiri stuggur af Tékkum en Rússum af Finnum. Finnar eru hlutlaus þjóð, Tékkar voru í hernaðarbandalagi við andstæðinga Þjóðverja. Finnar eiga engin árásartæki, Tékkar áttu fullkomin árásartæki. Hern- aðarleg innrás er margfalt auð- veldari frá Tékkoslóvakíu inn í Þýzkaland en frá Finnlandi inn í Rússland. Auk þess bjuggu nokkrar milljónir Þjóðverja í Tékkoslóvakíu. Þegar á mál þessi er litið frá þröngu hagsmuna- legu sjónarmiði stórveldanna, verður yfirgangur Þjóðverja við Tékka stórum réttlætanlegri en yfirgangur Rússa við Finna. Það er líka víst, að framferði Rússa við Finna, vekur hina römmustu andúð meðal allra frjálsra þjóða. Sérstaklega hlýt- ur þessi andúð að eiga sterk ítök meðal smáþjóðanna; þeim er auðveldast að gera sér grein fyrir aðstöðu Finna. Þeim er líka ljóst, að baráttan um sjálfstæði Finn- lands er að vissu leyti barátta um sjálfstæði þeirra sjálfra. Ef stór- veldin hætta með öllu að virða sjálfstæði og tilverurétt smá- þjóðanna og telja sér leyfilegt að kúga þær og kvelja, verður þess skammt að bíða, að þær verða flestar eða allar þrælar eins eða annars stórveldis. í þessari baráttu fyrir tilveru- rétti sínum eiga smáþjóðirnar eitt vopn. Það er samúðin með þeim, sem verið er að undiroka, — hiklaus viðurkenning á rétti hans og stuðningur við málstað hans. Þessi samúð getur verið meira virði en margan grunar og óttinn við sameinaða andúð frjálshugsandi manna í heimin- um hefir stundum stöðvað yfir- gangssöm stórveldi. í viðskiptum Rússa og Finna er það einmitt þessi samúð, sem málstaður Finna hlýtur nær hvarvetna í heiminum, er gert hefir Rússa hikandi til þessa og ef til vill getur haft úrslitaþýð- ingu fyrir afstöðu þeirra. Þegar athugaðar eru framan- greindar staðreyndir, mun hver frjálsborinn íslendingur fyllast sönnum viðbjóði við lestur kommúnistablaðsins seinustu dagana. í stað þess að halda djarflega á málstað og rétti smáþjóðanna — líkt og blaðið þóttist gera i Sudetadeilunni í fyrra — geng- ur það erinda rússnesku yfir- gangsstefnunnar og reynir með öllu mögulegu móti að réttlæta hana. Blaðið finnur þó, að þess- um málflutningi muni tæpast verða vel tekið og þorir því ekki að láta hann vera algerlega á eigin ábyrgð. Það velur þess vegna þá leið, að birta róggreinar um Finnland úr rússneskum og dönskum kommúnistablöðum, þar sem „verkalýðskúguninni" í Finnlandi er lýst með hinum ó- hugnanlegustu orðum, og sagt að „mikill meirihluti finnsku þjóð- arinnar" fagni því, „ef Sovét- ríkjunum tekst að blása dálitlu af hreinum andvara inn í sótt- kveikjuhreiður hins finnska stjórnarfars“! Þá er því haldið fram, að Finnar hafi hagað sér gagnvart Rússlandi „á yfirlætisfullan hátt“, sýnt því „hroka, sem ann- að stórveldi en Rússland hefði ekki þolað“ og „hótað því styrj- öld“. Þessar fáránlegu fullyrð- ingar eru byggðar á því, að Finar hafa sýnt með hernaðar- viðbúnaði sínum, að þeir ætla að reyna að verja sig, ef á þá verð- ur ráðizt, en hitt mun hverjum augljóst, sem hefir nokkurn snefil af dómgreind og trúir ekki blint öllum átyllum Rússa, að Finnar eru til einskis ólík- legri en að hefja styrjöld við Rússa að fyrra bragði. Hinar furðulegu fullyrðingar um „verkalýðskúgunina" sýna bezt hvert áform Rússa stefna. Það var vegna „undirokunar Þjóðverja" í Póllandi og Tékko- slóvakíu, sem Þjóðverjar lögðu þessi lönd undir sig. Markmið Rússar er m.ö.o. ekki að tryggja öryggi Rússlands, eins og aðal- lega er látið í veðri vaka, held- ur að frelsa „finnska verka- lýðinn“. En „kúgunin", sem finnski verkalýðurinn býr við, er í stuttu máli sú, að sam- vinnuhreyfingin er hvergi öfl- ugri en í Finnlandi og stjórn- málasamtök verkamanna óvíða traustari en þar! Hversu rétt það er, að „mikill meiri hluti finnsku þjóðarinnar" óski eftir „hreinum andvara“ frá Sovétríkjunum, má bezt marka á því, að allir stjórnmálaflokkar, nema nazistaflokkurinn, eiga nú orðið fulltrúa í finnsku stjórninni, og einn aðalsamn- ingamaður Finna hefir verið hinn vinsæli foringi finnskra verkamanna, Tanner fjármála- ráðherra. Það er víst, að allir frjálshugs- andi íslendingar votta Finnum samúð sína í baráttu þeirri, sem þeir heyja nú fyrir frelsi sitt. Það er jafn víst, að þeir hafa þá ósk, að í þessu máli sýni íslenzka þjóðin ekki, nema einn vilja — viljann til að halda fast fram rétti smáþjóðanna til að (pretiim við hjggt IIs* torfi? Eftír Þór£ Baidvmsson Styrjöld sú, er nú geysar, mun koma hart niður á bygg- ingamálum þjóðarinnar. Verð á byggingavörum er þegar hækk- að, og á þó að sjálfsögðu eftir aö hækka stórlega enn. Til- finnanlegur skortur er þegar orðinn á ýmsum byggingaefn- um og með öllu óvíst hvernig úr þeim málum greiðist. Húsa- byggingar hljóta því að verða stórlega minni á næsta ári en verið hefir, og geta jafnvel stöðvast að mestu. Þrátt fyrir stórfelldar bygg- ingaframkvæmdir í sveitum undanfarin ár, er þó enn fjöldi jarða, sem óhjákvæmilega verð- ur að endurhýsa innan skamms. Að öðrum kosti verða þessar jarðir óhæfar til ábúðar og fara í eyði. Stöðvun nauðsynlegra bygg- ingaframkvæmda í sveitum er því alvarlegt mál. Sú stétt, sem eingöngu vinnur að nauðsyn- legri og þjóðhollri framleiðslu, ráða málum sínum og landi sínu, án nokkurrar erlendrar íhlutun- ar. Ef íslendingar halda ekki fast fram þessum rétti sínum — og þá jafnframt hliðstæðum rétti annarra þjóða — getur svo farið, að sjálfstæði okkar verði skammvinnt og það fyrir til- verknað okkar sjálfra. Skrif kommúnistablaðsins um málefni Finna undanfarna daga hafa sýnt að til eru þeir menn hér á landi, sem ekki við- urkenna þennan rétt smáþjóð- anna — menn, sem telja stór- veldunum leyfilegt að þröngva smáríkjunum til að afsala sér landi sínu og skipta sér af mál- um þeirra með þeim forsendum, að þau beiti hina og þessa „kúg- un“, enda þótt þær forsendur séu tilhæfulaus uppspuni eins og „verkalýðskúgunin“ í Finn- landi. Þessi staðreynd hlýtur að vera hverjum góðum íslendingi alvarlegt umhugsunarefni og það því frekar, sem lesa má það milli línanna, að sömu menn myndi reiðubúnir til þess að búa til samskonar átyllur fyrir af- skiptum Rússa hér á landi og óska einskis frekar en að „hinn hreini andvari" rússnesku kúg- unarinnar blási ekki síður yfir ísland en Finnland. Slík stefna er fullkomin fjör- ráð við frelsi þjóðarinnar. Öll þjóðin verður að sameinast um, að uppræta hana, ef hún vill standa vel vörð um frelsi sitt. y Jðordj/. og sem þekkir ekki atvinnu- leysi, má sízt minnlca á erfiðum tímum. En hvernig á þá að byggja í sveitum, ef skortur verður á al- gengustu byggingaefnum og verðlag auk þess stórhækkað. Fyrir allmörgum árum drap ég á það í blaðagrein, að komið gæti enn til mála að byggja torfbæi í sveitum. Þessu var þó ekki hreyft vegna þess, að naumt væri um byggingaefni, heldur hitt, að mér virtist kostnaðarverð bygginga í sveit- um yfirleitt í ósamræmi við greiðslugetu bænda. Hugmynd- inni var þá fremur illa tekið, og var hún því látin niður falla um sinn. Yfirstandandi tímar gefa tilefni urn hreyfing þessa máls á ný. Spurningin er þá þessi: Hvernig getum við reist torfbæi þannig, að góðir verði til íbúðar og ending þeirra viðunandi? Ég hygg, að hvorttveggja þessara markmiða sé hægt að ná. Við höfum að vísu gleymt ýmsu og týnt um gerð torfhúsa, en við höfum einnig lært margt, sem stutt gæti að ending þeirra og gæðum. Ýmislegt af því gamla og gleymda má ryfja upp aftur og velja siðan og hafna eftir því sem heppilegt þykir og við á. Það verðui' að sleppa ýmsu úr formi og fyrirkomulagi gömlu bæjanna, ef þeir rísa upp á ný. Skipulag þeirra og stærð mundi að ýmsu leyti ekki hæfa okkar tíma. Vissir ágallar fylgdu einn- ig formi þeirra eða lögun. Or- sök þeirra ágalla verður því að fjarlægja. í nútíma torfbæ Sjálístæðísmálið og íánínn Utdráttur úr ræðu Jónasar Jónssonar á stú- dentaiundi í Oddfellowhúsínu í nóvember 1939 i. Formaður Stúdentafélagsins, Hörður Bjarnason húsameistari, hefir farið þess á leit við mig, að flytja hér erindi um sjálf- stæðismál íslendinga. Mér finnst mikil nauðsyn að þetta mál sé rætt, nú og mörgum sinnum á næstu árum. Það er eðlilegur og heilbrigður metnaður íslenzkra stúdenta að láta þjóðfrelsis- málið til sín taka. Um marga áratugi voru íslenzkir námsmenn í Kaupmannahöfn jafnan í fararbroddi um sjálfstæðismálið. Stúdentar í Reykjavik stóðu að hinni fyrstu hrið í fánamálinu, og stóðu við vöggu Hvítbláins, bláhvíta fánans, sem var Dönum og dansklunduðum mönnum þyrnir í augum. Sjálfstæðismál- ið er auk þess af tveim ástæð- um óhjákvæmilegt dagskrármál um þessar mundir. Á allra næstu árum hefir þjóðin samningslegan rétt til að endurheimta til fulls það frelsi, sem glatað var á Sturlungaöldinni.í öðru lagi hafa síðastliðið ár gerzt atburðir, sem benda ótvírætt á, að frá Kaup- mannahöfn sé unnið að því með nokkru skipulagi, að halda ís- landi í einhverskonar hjálendu- aðstöðu gagnvart Danmörku, og fá íslendinga sjálfa til að biðja sér þeirrar ótrúlegu vansæmd- ar. II. Saga íslands skiptist með eðli- legum hætti í þrjú tímabil. Hið íyrsta nær yfir nálega fjórar ald- ir, frá því að landið byggðist og þar til þjóðveldið leið undir lok. Annað tímabilið nær frá 1264 og til 1750, þegar Skúli Magnússon er orðinn landfógeti, stofnsetur höfuðstaðinn og byrjar baráttu fyrir sjálfstæðu, íslenzku at- vinnulífi og að verzlun íslands yrði í höndum íslendinga sjálfra. Þjóðveldistíminn er blómaöld þjóðarinnar. Þá er hún algerlega frjáls. íslendingar voru þá eina lýðveldið, sem til var í heiminum. Leiðtogar þjóðarinnar byggðu þetta frjálsa skipulag á heil- bi'igðum grundvelli. Skipulagið hæfði eðli og fjárhagsgetu þjóð- arinnar. Á þessum tíma ber lög- gjöf og dómaskipan landsins vott um mikinn þroska. Heimil- in voru sterk og fólkið vel mennt. Kirkjan varð lengur en í öðrum löndum þjóðleg og þjóðholl. Bókmenntir landsins stóðu með meiri blóma og þroska en í nokkru öðru landi í álfunni, ef miðað er við sama tíma. íþrótta- líf íslendinga sýnist þá hafa verið jafnfullkomið og hjá þeim þjóðum, sem nú eru lengst komnar í þessum efnum. Ef þjóðveldistíminn er blóma- öld íslendinga, þá er það fimm alda skeið, sem hefst með Gamla sáttmála og endar þegar fyrsti nútíma-íslendingurinn byrjar með fullri orku að beita sér fyr- ir nýju þjóðfrelsi, sannnefnt niðurlægingartímabil. Eins og hið fulla frelsi hafði verið undir- staða hinnar margháttuðu blómgunar á þjóðveldistímanum, þannig var ófrelsi og kúgun Norðmanna og þó einkum Dana beinasta orsök hnignunarinnar á miðöldunum. Hnignunin byrj- aði svo að segja um leið og land- ið komst undir konung. Aftur- förin í bókmenntum og verald- legu lífi var hröð og ómótmælan- leg. Með siðaskiptum tók danska stjórnin mikið af jarðeignum landsins, og afgjöldin runnu um margar aldir í danskan sjóð. Síðan byrjaði verzlunarkúgunin hálfri öld síðar. Því meira, sem frændþjóðir íslendinga blönduðu sér í stjórn landsins, því verra varð stjórnarfarið og þjóðin meir féflett og kúguð af eigingjörn- um og ókunnum valdhöfum. Síðan Skúli Magnússon flutti til Reykjavíkur er liðið hátt á aðra öld. Allan þann tíma hefir íslenzka þjóðin sótt fram, end- urheimt meira og meira frelsi sitt og byrjað að nota gæði landsins meira en áður var. Þessi tími er réttnefnd viðreisn- aröld. Framfarir íslendinga hafa orðið því meiri og staðbetri, sem vald útlendra manna yfir mál- um landsins hefir meir Og meir komizt í hendur íslendinga sjálfra. III. Næsta tímabil er frá 1904— myndum við t. d. sneiða hjá bæjarsundunum. í þau settist jafnan snjór og vatn og olli leka. í stað samhliða (paralell) þaka, er því heppilegra að láta þökin falla hornrétt hvert að öðru, eða þá að hafa bæjarhús- in öll undir einu og sama risi (langhús). Hins vegar myndum við grafa úr gleymsku hina fornu veggjagerð. Undirstöð- urnar þarf að hlaða úr grjóti, og undir úthliðum veggjanna þurfa þær að ná neðar en frost hleypur. Ef það er ekki gert, hleypur frost undir vegginn og snarar honum. Veggjatorf (klömbrur og strengur) verður að vera gegn þurrt. Forfeður okkar öfluðu þess jafnan ári áður en byggja skyldi. Þurrt torf varnar því að veggirnir sígi. Af sömu ástæðum þarf að hnalla þá mold, sem í veggina er sett, og hvorki má hún vera of blaut eða of þur. Þáv mega veggirnir ekki vera háir og lög- un þeirra og halli verður að fylgja vissum reglum. Alls þessa var stranglega gætt í fyrri daga. í þakgerð og innri búnaði torfbæja eru nú margir mögu- leikar, sem ekki voru fyrir hendi áður fyrr. Þakið má gera vatnshelt með bárujárni, eða með vel bikuðum pappa, sem lagður er á borðasúð. Innan torfveggja má nota timbur í þilveggi, steinsteypu eða vikur- plötur. Veggir þessir mega vera mjög þunnir, 7—10 cm. og eru því ekki efnisfrekir. Þeir yrðu lágir og bæru aðeins eigin þunga, því þakgrind mundi hvíla á miðjum torfveggjum. Milli þils og veggja mætti stoppa með þurru torfi eða öðru einangrunarefni til skjóls, og til varnar dragsúgi vegna hita- breytinga að veggjabaki. Þaki yrði skýlt með þykku torfi. Efsta lagið yrði úr græn- um harðvellis snyddum. Þær yrðu teknar af harðbalahólum, þar sem grasið er stutt og rótin þétt. Slík þök mundu steypa vel af sér vatni ef halli er hæfi- legur, og þau myndu ekki brenna, jafnvel í sólríkum sumrum á Norðurlandi. Hér er ekki ástæða til að fara frekar út í aðferðir eða reglur um bygging torfbæja. Þeir yrðu að sjálfsögðu að byggjast eftir uppdráttum og nákvæmum verklýsingum, en ég hefi leitt fram nokkur at- riði til að sýna þá möguleika, sem um er að ræða í þessum efnum. Um torfbæi mundu gilda sömu reglur og önnur hús, að í þá er hægt að sökkva miklu fé eða litlu, eftir hagsýni, stærð, iburði og fleiru. Látlir og tiltölulega ódýrir bæir myndu nægja í mjög mörgum tilfellum en myndin er tillaga að einum slíkum. (Framh. á 3. síöu) til 1918. Um aldamótin koma samvinnubændur og verkamenn til valda í Danmörku og taka betur í málefni íslands. Ný stjórnarlög voru samþykkt. 1904 eru íslenzku stjórnarskrifstof- urnar fluttar í gamla lands- höfðingjahúsið við Lækjartorg. Hannes Hafstein varð ráðherra fyrstur sinna samlanda. Nú var fengin mikil heimastjórn. Al- þing, stjórnarráð, og ráðherra landsins voru saman 1 höfuð- borg landsins. Framfarirnar urðu nú stórstígari en fyrr. Yfir- ráð flestra íslenzkra mála voru nú komin í hendur íslendinga sjálfra. Stj órnartímabil Hannesar Hafsteins frá 1904—1908 var glæsilegt. Þjóðin lagði stund á að sýna, að hún kunni með írelsið að fara, og forstaða mál- anna var sterk og örugg í hönd- um hins glæsilega ráðherra. Þegar leið á kjörtímabilið, hugð- ist Hafstein að koma föstu skipulagi á samband land- anna. Fjölmenn nefnd starfaði að þessu máli í Kaupmanna- höfn veturinn 1907—08, undir forustu Hafsteins og I. C. Christensen, sem þá var mestur skörungur í Danmörku. Niður- staðan varð sú, að Danir vildu játa, að ísland væri frjálst land í veldi Danakonungs. Bjarni Jónsson frá Vogi fór um landið um vorið til að hvetja þjóðina til að hafna þessu boði. Á fundi á Akureyri greip gamall fylgis- maður Hafsteins fram í ræðu Bjarna og segir: „Því getum við ekki verið ríki í ríkinu?“ Bjarni Leikhúsið Á heimleið Skáldsagan „Á heimleið" eftir frú Guðrúnu Lárusdóttur kom út árið 1913. Sögunni hefir nú Gunnþórmm Halldórsdóttir í gerfi móöur 'vrestsins. Emelía Borg í gerfi Signýjar ráðskonu á Hvoli krýpur við hliö hennar. verið snúið í leikrit af Lár- usi Sigurbjörnssyni. Leikfélag Reykjavíkur hafði frumsýningu á leiknum síðastliðið fimmtu- dagskvöld. Jafnframt hefir leik- ritið verið gefið út af bókaverzl- un Guðmundar Gamalíelssonar. — Lárus hafði byrjað að breyta sögunni í leik, áður en frú Guð- rún féll frá, enda hafið verkið samkvæmt beiðni hennar og unnið byrjunaratriði þess í sam- ráði við hana. Leikritið gerist í sveit á prests- setrinu Hvoli. Þar dvelur séra Björn, ungur maður og frjáls- lyndur í trúarefnum. Þóra, móð- ir hans, er hættulega veik. Prestur lætur sækja til hennar hjúkrunarkonu sveitarinnar, Margréti í Hlíð. Hún er sú per- sóna leiksins, sem mest er í spunnið frá höfundarins hendi. Hún er fulltrúi rétttrúnaðarins, segist hafa orðið guðsbarn og er andstæða hinnar efagjörnu sál- ar. Séra Björn og hún fella hugi saman. Að dómi Margrétar eru þau svo fjarlæg í trúarefnum, að þau geta ekki átt samleið. En presturinn breytist. IJonum tekst ekki að hugga deyjandi sóknarbarn sitt, Guðmund í Múla. Það virðist hafa þau áhrif, að hann færist nær Margréti í trú sinni. Fleiri persónur koma fram í leiknum. Af þeim má sér- staklega nefna prestsmóðurina, frú Þóru. Hún er ímynd hinnar góðu móður, sem alltaf vill hjálpa barninu sínu, þótt það sé fyrir löngu risið frá móður- hnjám. í síðasta þætti leiksins kemur upp eldur á prestsetrinu. Margrét er gestur að Hvoli, en annars fátt fólk heima. Hún reynist nú hin mesta hetja í björgunarstarfinu, en hættir sér um of. Þá kemur séra Björn og (Framh. á 3. síðu) svarar strax: „Við getum ekki fremur verið ríki í ríkinu, held- ur en íslenzkur maður getur verið innan í dönskum manni“. Hver maður í salnum hló að þessu svari og lét það sann- færa sig um leið. Mikill meiri- hluti íslenzku þjóðarinnar vildi ekki heyra eða sjá þá tillögu, að ísland ætti að vera hluti af Danaveldi. Þjóðin var búin að fá nóga reynslu af stjórnhæfi- leikum Dana um íslenzk mál. Þrátt fyrir hið mikla álit, sem þjóðin hafði á Hannesi Haf- stein, og þrátt fyrir það, að hann hafði í undanfarin fjögur ár stjórnað landinu með mikl- um skörungsskap, beið hann hinn mesta kosningaósigur, sem sögur fara af á íslandi haustið 1908. Þjóðin vildi ekki fyrir neinn mun viðurkena framtíð- arrétt Dana yfir íslandi. Nú liðu tímar. Danir höfðu með mikilli þrákelkni haldið fast við neitun sína frá 1908. En vorið 1918 var sýnilegt, að vesturþj óðirnar myndu vinna heimsstyrjöldina og Danir hafa skilyrði til að endurheimta danska hlutann af Slésvik. En þeir vilduþá ekki hafaíslendinga að baki sér sem sönnun þess, að þeir viðurkenndu ekki rétt þjóða til sjálfstjórnar. Danir afréðu þá að senda fjóra valdamenn til íslands, til að bjóða íslending- um það, sem þeir þverneituðu um 1908. I. C. Christensen kom nú meö þessi boð. Gengu þessir samningar fram um vorið og sumarið 1918. Danir viður- kenndu, að ísland væri full-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.