Tíminn - 11.11.1939, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.11.1939, Blaðsíða 1
5 RITSTJÓRAR: GISLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 D. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Rcykjavík, laugardaglnn 11. nóv. 1939 131. klað Vínnuíólkseklan í sveítunum Búnaðaríélag Islands mun taka þetta mál til vandlegrar athugunar og verður óskað upplýsinga frá hverjum bónda í landinu Að tilhlutun landbúnað- arráðherra er Búnaðarfélag íslands nú að undirbúa ná- kvæma athugun á því, hve vinnufólksekla sé mikil í sveitum landsins og hvaða kaupkröfum bændur telji sig geta orðið við af hálfu aukins vinnuliðs á búum sínum. Tlminn hefir snúið sér til Steingríms Steinþórssonar bún- aðarmálastjóra og innt hann eftir því, hvernig þessari rann- sókn á þörfum bænda á auknu vinnuafli verður hagað. Frá- sögn Steingríms var á þessa leið: — Árið 1935 var að tilstuðlan landbúnaðarráðuneytisins öllum hreppstjórum í landinu send eyðublöð til útfyllingar, þar sem spurzt var fyrir um það, hvað bændur gætu og vildu taka við af vinnufólki, umfram það, sem þeir þá hefðu, og hvaða kaup- greiðslur þeir álitu sig geta innt af höndum til þessa fólks. Ár- A 1 þ i ii g : Mikíll árangur af störfum verðlags- nefndar Frá umræðum um ýms þingmál Helztu mál á dagskrá þings- ins í fyrradag voru bráðabirgða- lögin um útflutningsnefnd og viðauka verðlagslaganna, en þau voru bæði til 1. umr. í neðri deild. Eysteinn Jónsson upplýsti í sambandi við verðlagslögin, að þegar væri ljóst, að árangurinn af starfi verðlagsnefndar væri oröinn mjög mikill, enda væri starf hennar orðið mjög um- fangsmikið. Nefndin hefði af- skipti af verðlagi svo að segja allra nauðsynjavara í landinu, ýmist með beinum fyrirmælum eða á þann hátt, að hafa sam- vinnu við innflytjendur og iðn- rekendur um verðlagsbreyting- ar. Árangurinn af starfi nefnd- arinnar sæist m. a. á því, hversu lítil verðlagshækkun hefði orðið af völdum gengislækkunarinnar, en það mætti að talsverðu -leyti þakka starfsemi nefndarinnar. Samkvæmt útreikningi dýrtiðar- nefndarinnar, sem kjörin var samkvæmt gengislögunum, hafði heildarverðvísitalan (matvörur, eldsneyti, fatnaður, húsnæði og öll útgjöld meðtalin) verið 11. apríl síðastl. 101.94, en þann 1. júní 102.11. Væri því um sama og enga hækkun að ræða á þess- um tima. Ennfremur sýndi yfir- lit Hagstofunnar um smásölu- verð í Reykjavík að verðlag er- lendrar matvöru var heldur lægra í byrjun september síð- astl., en í byrjun september 1938. Ólafur Thors upplýsti það í sambandi við lögin um útflutn- ingsnefndina, að hún hefði verið látin heyra undir atvinnumála- ráðuneytið, sökum þess að Fiski- málanefnd, síldarútvegsnefnd og Fiskisölusamband heyrðu áður undir það, en þessar stofnanir sáu um meginhluta útflutnings- ins. Til viðbótar þessari skýringu atvinnumálaráðherra má geta þess, að vitanlega er tryggt nægilegt samband útflutnings- (Framh. á 4. siðu) angur af þessum eftirgrennslun- um var mjög lítill. Lítið barst aftur af svörum, og þeir, sem svöruðu, töldu margir hverjir sig ekki geta bætt við aðkeyptu vinnuafli. Kom því ekki fram, að um raunverulega vinnufólks- eklu væri að ræða í sveitum landsins. Á síðasta Búnaðarþingi var nokkuð rætt um ráðningarskrif- stofu fyrir landbúnaðinn og hef- ir landbúnaðarráðherra nú lofað þeirri fyrirætlun stuðningi, ef athugun sýnir, að þörf sé slíkr- ar stofnunar. Búnaðarfélag fslands mun því að tilmælum landbúnaðarráð- herra hefjast handa um nýja athugun á vinnufólkseklu í sveitunum. Verður hverjum bónda í landinu sent eyðublað til útfyllingar, þar sem um það er spurt, hve miklu starfsliði bóndinn þurfi að bæta við sig, til þess að geta yrkt jörð sina sem bezt og með hvaða kjörum hann geti veitt slíku fólki við- töku. Mun útsendingu þessara eyðublaða verða lokið fyrir ára- mót. Ef niðurstaðan af þessari endurteknu athugun á vinnu- fólksþörf í sveitum verður sú, að bændur landsins geti bætt við sig allmiklu af vinnufólki, er að sjálfsögðu þörf stofnunar, sem hafi meðalgöngu um að útvega bændum fólk, sem hæft er til sveitavinnu, og sjá fólki í kaup- stöðunum, er vill sinna þessum s j álf b j argarmöguleikum, fyrir sæmilegum dvalarstöðum í sveit. Mál þetta er þannig tvíþætt. Annars vegar miðar það að því, að bæta úr vinnuþörf bænda, svo að þeir geti haft sem fyllst not af búrekstri sínum; hins vegar leitast við að finna störf handa þeim af hinum mörgu atvinnuleysingjum i bæjunum, sem vilja bjarga sér. Það mun afráðið, að Hermann Jónasson forsætisráðherra flytji útvarpserindi um þetta mál áð- ur en langtum líður. / öllum enskum stórborgum eru haldnar regulega œfingar til varnar gegn gasárásum. Myndin er tekin af elnni slíkri cefingu og sjást sjálfboðaliðar vera að hreinsa götu, þar sem gasárás á að hafa átt sér stað. Þeir eru vitan- lega allir með gasgrímur. Sprengingin í kjallaranum í Míinchen Ósamhljjóða getgátur um tildrögin Sprengingin i Biirgerbrati- kjallaranum í Munchen hefir verið helzta umræða heims- blaðanna undanfarna daga og gætir harla ólíkra skoðana um tildrög hennar. Þýzku blöðin halda þvi fram, að flugumenn ensku lögregl- unnar hafi verið þarna að verki og ráðast þau mjög heiptarlega gegn Bretum. Vitna þau máli sínu til stuðnings í ýms um- mæli enskra stjórnmálamanna, er sagt hafa, að styrjöldin væri fyrst og fremst barátta gegn Hitlerismanum. Þá tala blöðin mikið um „giftu foringjans“ og að „guðleg forsjón" hafi bjarg- að honum, því að hún muni ætla honum ennþá stærra verk- efni í framtíðinni. í enskum blöðum hefir verið dregið dár að þeirri fullyrðingu, að Bretar séu valdir að spreng- ingunni, þar sem þýzka leyni- lögreglan hefir jafnhliða þess- um ásökunum heitið þeim há- um verðlaunum, er gætu gefið upplýsingar um sökudólgana. Sé það rétt, að þýzku leynilög- reglunni sé ókunnugt um söku- dólgana, viti hún vitanlega ekki hvort þeir séu enskir eða þýzk- ir og allar fullyrðingar um það hreinasta markleysa. Englendingar segja ennfrem- ur, að það sé rétt, að markmið þeirra sé að uppræta Hitler- ismann, en það bæti ekkert fyr- ir í þeirri baráttu, þótt Hitler falli frá. Eins og nú standa sakir í Þýzkalandi, myndi eftir- menn Hitlers hafa sömu skoð- anir og hann og Hitlerismanum væri því enganveginn útrýmt. Baráttan gegn Hitlerismanum yrði þvert á móti erfiðari en áð- ur, þar sem sá maðurinn, er væri A. KIROSSGÖTUM Gjöf til kirkju í Laugarneshverfi. — Fyrsta kuldakastið arjöfnuðurinn hagstæður — Nýtt skólahús í Ólafsfirði. __________ anna að Stöng. Eins og kunnugt er, hefir um skeið verið á döfinni undirbúningur að bygg- ingu nýrrar kirkju í Laugarnesshverfi og fjársöfnun í því skyni. í vor voru 20 þúsund krónur úr hinum sameig- inlega byggingarsjóði nýrra kirkna í Reykjavík lagðar fram til hinnar fyrir- huguðu kirkju þar. En áður höfðu 5 —6 þúsund krónur safnazt, með gjöf- um og áheitum, til kirkjubyggíngar- innar I Laugarneshverfi. í gœr kom séra Garðar Svavarsson i skrifstofur Tímans og tjáði blaðinu, að nú í sumar hefði hinni fyrirhuguðu kirkju Laugar- nesshverfisins borizt vegleg gjöf frá þekktum bæjarbúa úr dómkirkjusöfn- uðinum. Gjöfin var þúsund krónur, en hinn veglyndi gefandl vill eigi láta sins nafns getið að nelnu. Fylgdu gjöf- inni þau ummæli gefandans, að honum væri sérstök ánægja að leggja fé til kirkjubyggingar í úthverfi Reykjavíkur, því að þannig áliti hann, að þelr, sem í sjálfum bænum búa, eigi að styðja þá, sem fjær eru búsettir. Að meðtal- inni þessari myndarlegu gjöf, nálgast senn, að 30 þúsund krónur hafi safn- azt í byggingarsjóð kirkjunnar. En á- ætlað er, að hún muni kosta um 80 þúsund krónur. t r t Nú í vikulokin hefir gert fyrsta kuldakastið á þessu hausti, sem nokk- uð kveður að og nær um allt land. Var í gærmorgun í fyrsta sinn frost um allt land, að því er marka má af sketytum veðurathuganastöðva. í morgun var frost mun meira, víðast 6—8 stig. í Reykjavík var það 6 stig. Mest frost á Grímsstöðum á Fjöllum, 10 stig. Er það mesta frostið, sem kom- ið hefir i haust. Snjóað hefir til fjalla um land allt þessi seinustu dægur, og á Norðurlandi er nú hvítt i byggð og heflr víða verið þar hríðarveður sein- ustu dagana, einkum í útsveitunum. Hefir þar snjóað nokkuð i flestum byggðarlögum síðan á fimmtudag. Verulegir skaflar eru þó eigi komnir enn og snjór ekkl til hindrunar um- ferð á vegum. Á Vestfjörðum byrjaði að snjóa á miðvikudaginn og hefir oftast verið nokkur snjókoma síðan á Vestfjörðum norðan til. r r r Samkvæmt bráðabirgðayfirliti hag- stofunnar, hefir innfiutningur erlendra vara til landsins að verðmæti numið 50.221 þúsundum króna hina fyrstu tíu mánuði þessa árs. Á sama tíma hefir verðmæti útfluttra vara numið 52.572 þúsundum króna. Hefir þvi verzlunar- jöfnuðurinn verið íslendingum hag- stæður um 2.351 þúsund krónur um síðustu mánaðamót. í októbermánuði voru fluttar inn útlendar vörur fyrir 5.688 þúsundir króna, þar í talið and- virði nýju Esju, tæpar tvær milljónir króna. Útfluttar vörur í októbermán- uði voru að verðmæti 12.939 þúsundir króna. í októbermánaðarlok í fyrra var búið að flytja inn vörur fyrir 42.079 þúsundir króna, en útfluttar vörur voru þá 45.224 þúsund króna virði. — einskonar tákn stefnunnar og hefði aflað sér mestra óvin- sælda erlendis, væri fallinn frá. í enskum og frönskum blöð- um gætir aðallega tveggja skýr- inga á þessum atburði. Önnur er sú, að hér sé um raunverulegt banatilræði við Hitler að ræða og sé þá ekki öðrum en hátt- settum nazistum til að dreifa, þar sem aðrir hefðu ekki getað haft aðstöðu til að koma þessu verki í framkvæmd. Segja blöð- in, að þetta sé ekki ólíklegt. þegar tillit er tekið til þess, að í Þýzkalandi fari óánægjan yfir styrjöldinni vaxandi og ýmsir leiðtogar nazista séu áreiðan- lega ósammála Hitler um margt. Hin skýringin er sú, að þýzka leynilögreglan sé sjálf völd að þessu verki og sé því ætlaður svipaður tilgangur og þinghús- brunanum forðum, er blöðin fullyrða, að nazistar hafi sjálfir framið. Eru þau blöðin miklu fleiri, sem hallast að þessari skýringu. Byggja þau þá skoðun sína m. a. á þessum rökum: Hitler er látinn halda ræðu sína Yz klst. fyrr en tilkynnt (Framh. á 4. siðu) Aðrar fréttlr. í Hollandi og Belgiu fer ótt inn við innrás Þjóðverja vax- andi. Ríkir fullkomið hernað- arástand í Hollandi og vatni hefir verið hleypt yfir stór land svæði í varnarskyni. í Belgíu er Verzlunarjöfnuðurinn var því hagstæð- nú 600 þús. manns undir vopn ur um 3.145 þúsundir króna i október-! um og er unnið kappsamlega að í haust. — Verzlun- — Gjöf til bygging- lok í fyrra. r r r í sumar hefir verið reist barnaskóla- hús í Ólafsfirði og var það vígt nú fyrir skömmu. Var því valinn staður að Hringverskoti, mlðsveitis i byggðinni, lítið eitt utan við Kvíabekk. prestsetur sveitarinnar. Áður sóttu börn úr svelt- inni skóla í Ólafsfjarðarkauptúni, en hann var orðinn of lítill og var að því ráði horfið, að reisa nýtt skólahús frammi í sveitinni. Hið nýja skólahús er sæmilega rúmgott og vandað vel. Kennslustofan rúmar 20 börn. Einnig eru í því vistarverur fyrir kennara. — Ráðgert er, að síðar meir verði skóllnn stækkaður, ef tiltækilegt þykir, og breytt úr heimangönguskóla í heima- vistarskóla. Riklð á jörð þá, sem skól- inn er reistur á, og hefir verið um það talað, að hún yrði síðar meir ábúðar- jörð kennarans, ef hagkvæmt þætti að hverfa að því ráði. r r r Á fundi, sem haldinn var innan Iðn- aðarmannafélagsins síðastliðið þriðju- dagskvöld, bar formaður þess, Einar Erlendsson byggingameistari, fram þá tillögu, að félagið legði 2000 krónur að gjöf til skýlanna, sem reist hafa verið yfir hinar fornu bæjarrústir að Stöng í Þjórsárdal. Var þessi tillaga samþykkt með meginhluta atkvæða. Skýlin eru nú, sem kunnugt er, full- (Framh. á 4. siðu) því, að treysta landvarnirnar. Þjóðverjar hafa undanfarna daga stóraukið herafla sinn við landamæri Hollands og Belgíu og flutt þangað mikið af skrið drekum og öðrum vigvélum. Stafar ótti Hollendinga og Belgiumanna af þessum her flutningum Þjóðverja. Sömu- leiðis veldur það Hollendingum miklum áhyggjum, að þýzk blöð ásaka þá harðlega fyrir stuðning við Breta. Nýr samningafundur milli fulltrúa Finna og Rússa var haldinn í Moskva á fimmtudag- inn og mætti Stalin sjálfur fundinum. Talið er að Finnar hafi lagt fram nýtt tilboð og því verið hafnað. Tilkynnt hefir þó verið, að samningum muni haldið áfram. Finnar óttast að Rússar ætli að þreyta þá með því að draga samningana á langinn og setja þeim síðan úr slitakosti. Bókmermtaverðlaunum No- bels var úthlutað í gær og hlaut þau finnska skáldið F. E. Sil lanpáá. Hann er um fimmtugt og er frægasta núlifandi skáld Finna. Ein saga hans, Silja, hef- ir komið út í íslenzkri þýðingu og smásögur eftir hann hafa birzt í Dvöl. Á vidavangi Sjálfstæðisblöðin eru sífellt að klifa á opinberri útgjaldalækkun og láta eins og það sé allra meina bót. Hinsvegar birtist allt önnur stefna í verkum ýmsra íhaldsforkólfa eins og t. d. stjórn Reykjavíkurbæjar. Þar hefir gætt og gætir enn hins fyllsta óhófs í öllum útgjöldum. Launagreiðslur eru þar mun hærri en hjá ríkinu. Aðalblað bæj arstj órnarmeirihlutans hefir átað fyrir iy2 ári síðan, að með bættri stjórn fátækramálanna væri hægt að spara stórfé. Þrátt fyrir stórvaxandi útsvör færast lausaskuldir bæjarins óðum í aukana, bankarnir hafa sett takmörk fyrir lánveitingum sín- um til hans, og ógreiddir reikn- ingar bíða stöðugt í stórum stíl á skrifstofum bæjarins. Eigi að síður er ekkert aðhafzt í sparn- aðaráttina og í stað þess ber einn þingfulltrúi bæjarstjórnar- meirihlutans fram frumvarp á Alþingi þess efnis, að tekjuskatt- urinn renni hér eftir í bæjarsjóð og heimilt verði að skattleggja samvinnufélög á sama hátt og hlutafélög og annan þess háttar félagsskap. Þannig virðist Sjálf- stæðisflokkurinn eða nokkur hluti hans ætlast til að ekki verði neinn sparnaður hjá Reykjavíkurbæ, sukkinu verði haldið áfram, og heimtaðlr nýir tekjustofnar til þess að hægt sé áð halda því fram! Á sama tíma eru svo þessir menn að heimta útgjaldalækkun hjá ríkinu! Andstyggilegri hræsni er naum- ast hugsanleg en þessi fram- koma sumra forsprakka Sjálf- stæðisflokksins. En það mega þeir góðu menn vita, sem nú fara með málefni Reykjavíkurbæjar, að fyrr eða síðar kemur að því að taka verð- ur í taumana, ef þeir gera það ekki sjálfir, og segja: Hingað og ekki lengra. Fyr en síðar verður skattþegnunum nóg boðið og þeir krefjast þess að sukkinu verði hætt. Fyr eða síðar verða bank- arnir að fara að gera eitthvað til tryggingar hagsmunum sín- um í viðskiptum við Reykjavík- urbæ. Fyr eða síðar verður ríkið sjálft að láta þessi mál til sín taka, því að skuldasúpan mun lenda á því, ef ekkert verður að- gert. Stjórnendur Reykjavíkur- bæjar ættu þvi að fara að gera sér ljóst, að hafi þeir ekki dug til neinnar framtakssemi sjálfir, verður óhjákvæmilegt að leggja að öðrum aðilum að taka málið upp. Þetta ættu þeir að gera sér ljóst áður en þeir krefjast nýrra tekjustofna til að halda núver- andi sukki áfram. * * * Enginn samvinnumaður kipp- ir sér upp við það, þótt Sigurður Kristjánsson flytji frumvarp um aukna skattlagningu á sam- vinnufélögin. Þaðan var ekki annars von. Maður, sem byggir pólitíska tilveru sína á náð heildsalanna, verður að sýna húsbóndadyggð sína i verki. Það má líka telja víst, að Alþingl veiti frumvarpi þessu þá af- greiðslu, sem er við þess hæfi. * * * Kosning á endurskoðunar- mönnum ríkisreikninganna fór fram í sameinuðu þingi í gær og hlutu kosningu: Jörundur Brynjólfsson alþm., Sigurjón Ól- afsson alþm. og Jón Pálmason alþm. Af viðureign þeirra Jóns og Eysteins Jónssonar í neðri deild s.l. þriðjudag, en frá henni hefir nokkuð verið skýrt hér í blaðinu, mun öllum ljóst að Jón brestur getu til að leysa þetta starf af hendi. Verður ekki hægt að líta öðru vísi á endurkosn- ingu Jóns en þannig, að Sjálf- stæðisflokkurinn ráðstafi þessu starfi fyrst og fremst sem bitl- ingi, en geri naumast kröfu til viðunandi starfsárangurs. Er slíkt háttalag flokknum vissu- lega til lítils sóma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.