Tíminn - 11.11.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.11.1939, Blaðsíða 3
TÍMIM, langardagiam 11. nóv. 1939 523 131. blað B Æ K U R A N N A L L Gríma, 14., 80 bls. Verð' kr. 2.00 ób. 14. hefti Grímu, tímarit fyrir íslenzk, þjóðleg fræði, hefir Tím- anum borizt nýlega. Er Þor- steinn M. Jónsson, sem kunn- ugt er, útgefandi þess, en rit- stjóri með Þorsteini er Jónas Rafnar læknir. Fyrsta frásögn bókarinnar er drög að sögu Munka-Þverár- klausturs, sem ritað hefir Stefán Jónsson bóndi á Munka-Þverá. Klaustur þetta var stofnsett ár- ið 1155 að tilstuðlan Björns Gilssonar biskups að Hólum. Segir Stefán sögu klaustursins í stórum dráttum, lýsir forystu- mönnum þess, lífi og starfshátt- um í klaustrinu, viðgangi þess og fjársöfnun og loks endalok- um. En Stefán er sem kunnugt er fræðimaður og hefir ritað ýmsar greinar sögulegs efnis, er snerta byggðarlag hans, örnefni og atburði ýmsa. Önnur frásögn bókarinnar er þáttur af séra Einari galdra- meistara Nikulássyni að Skinna- stað í Öxarfirði og afkomendum hans. Þennan þátt hefir ritað Benjamín Sigvaldason. Jónas Rafnar læknir hefir safnað margvíslegum sögnum um Torfa Sveinsson bónda í Klúkum í Eyjafirði, er fæddur var 1760. Hann var djúphygg- inn maður og fjölfróður, svo að alþýða manna taldi hnnn fjöl- kunnugan og leitað til hans ráða, en aldrei beitti hann kunnáttu sinni eða gagnfærði sér álit manna, sér til fjárafla eða öðr- um til meins. Fjórða höfuðfrásögnin í Grímu er um upphaf Flateyjar- kaupstaðar á Breiðafirði, ritað af Óskari Ciausen. Segir þar frá hinum fyrstu kaupmönnum í Flatey, Kúldsfeðgum, Pétri og Eiríki, og Guðmundi Scheving, sem auk kaupmennskunnar var atorkumaður og brautryðjandi í útgerðarstar f semi. Auk þessa sagna, sem hér hef- ir verið drepið lauslega á, eru aðrar veigaminni og nokkrar kímnisögur. Ægir. Októberhefti Ægis er fyrir skömmu siðan komið út. Fyrsta grein þess er eftir Inga Bjarna- son um þangið og nýtingu þess. Er þetta um margt fróðleg grein og er þar skýrt frá efnainni- haldi þangs og hagnýtingu þess. En það er nýtt á margvíslegan hátt. Það er brennt og joð unnið úr öskunni, það er unnin úr því alginsýra, sem notuð er sem steiningarefni við vefnað- ariðju, sem þéttiefni, til að fella grugg úr sykurupplausnum við sykuriðnað og forða ketilsteins- myndun í eimkötlum og loks er alginsýra notuð við gerviefna- iðnað og hefir tekizt að spinna úr henni þræði. Mannit er og unnið úr þörungum, notað til um, þegar hann gat fengið einhvern til að spjalla við sig um efni þeirra. — Vegna legu sinnar hefir ís- land verið áfangastaður milli Ameriku og Evrópu. Með bætt- um ílugsamgöngum hefir það líka mikla hernaðarlega þýð- ingu. — — — Áhuginn fyrir íslandi er ekki aðeins tengdur Ameríku, Bret- landi eða Norðurlöndum. Nú- verandi stjórn Þýzkalands reyn- ir að endurlifga „hin uppruna- legu og þjóðlegu trúarbrögð allra sannra Þjóðverja“ með þvi að benda á „að þýzka þjóðin á ekki aðeins að láta Eddurnar koma í staðinn fyrir Bibliuna, heldur eiga nú einnig Þjóð- verjar, sem áður fóru píla- grímsferðir til Gyðingalands, að fara til íslands, því að ísland er hið helga land trúarbragða okkar“. Þó er vafasamt, hvort hinir þýzku þjóðernissinnar myndu finna eins margt sér að skapi eins og Amerikumenn hjá þessum hraustu einstaklingum, sem vilja treysta ættarböndin milli hins fyrsta og annars ameríska lýðveldis. — Á íslandi er hvorki örbirgð né mikill auður. Þar eru allir læsir, þrátt fyrir erfiðleika strjálbýl- isins. Hlutfallstala dáinna nálg- ast að vera meðal hina lægstu. Hráefni til iðnaðar verður að miklu leyti að flytja inn. Iðn- aðurinn vex þó hröðum skref- Gullbrúðkaiip. Síðastliðinn fimmtudag, þann 9. þ. m. áttu fimmtíu ára hjú- skaparafmæli þau frú Magda- lena Jónasdóttir og síra Þor- valdur Jakobsson Öldugötu 55 hér í bænum. • Séra Þorvaldur var lengst af prestur í Sauðlauksdal í Rauða- sandshreppi. Er hann lét af prestsembætti, fluttist hann til Hafnarfjarðar og gerðist kenn- ari við Flensborgarskóla. Hann hefir nú fyrir nokkrum árum hætt einnig kennslustörfum, enda hátt á áttræðisaldri. Síra Þorvaldur var mikilsmet- inn meðal Rauðsendinga, bæði sem prestur og leiðandi maður í flestum málum Rauðasands- hrepps. Hann var einn hinn á- gætasti kennari og fór þó sér- staklega orð af honum sem stærðfræðingi. Gestrisni og myndarskapur á heimili þeirra hjóna í Sauðlauksdal var frábær. Snyrtimennska frú Magdalenu í öllu innanhúss, og rausn hennar á þessu gestkvæma heimili var orðlögð. Munu hinir fjölmörgu vinir þeirra hjóna og fermingar- börn og nemendur séra Þorvald- ar, bæði þar vestra, hér í Reykja- vík og víðar hafa minnst þess- ara ágætu hjóna og barna þeirra á fimmtíu ára hjúskap- arafmæli þeirra. lyfjagerðar og sprengiefna- framleiðslu. Laminarin er enn eitt efnið, sem fæst úr þessum gróðri og má vinna úr því þrúgusykur og vínanda. Úr fuc- oidin má fá hlaupefni til notk- unar við matvælaiðnað. Loks kemur nýting þangsins til greina, sem fóður og áburður. Af öðrum greinum í Ægi skal hér drepið á frásögn um síldar- og fiskimjölsverksmiðjuna á Akranesi og grein um aðbúnað, sem færeyskir fiskimenn eiga að sæta við Grænland af hálfu Dana, tekin upp úr ávarpi frá skipstjóra- og stýrimannafélag- inu í Færeyjum. ♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦■ Fréttabréf til Tímaiis. Tíminn biður Tímamenn víðs- vegar um land að senda blaðinu öðru hverju fréttabréf úr byggð- arlögum sínum. Einkum er það vel þegið, að í slíkum bréfum sé greint frá athafnalifinu, framkvæmdum ýmsum og nýj- ungum. Öll fréttabréf þurfa að vera glögg og greinagóð og skilmerkilega sagt frá öllu því, er þau fjaila um, svo að ókunn- ugir menn geti gert sér um það skýra hugmynd. um. Til þess að skilja þá miklu aukningu, verður að kynnast samvinnuhreyfingunni. — „Sú staðreynd er einstæð í sögu samvinnunnar, að á íslandi eru framleiðendur og neytendur sameinaðir í eitt félag og þann- ig farsællega komið í veg fyrir hagsmunaárekstra, sem rísa í samvinnufélögum a n n a r r a landa milli framleiðenda og neytenda." Samvinnufélögin selja allar vörur jafnt til félags- manna og annarra. Arðsúthlut- unin til neytenda er eins og hæst annars staðar í Evrópu, því að hún er að meðaltali 8 af hundr- aði. Jarðmyndun íslands er ung. Þar er mikið um gjósandi hveri. Á 13. öld leiddi Snorri Sturluson vatn frá heitri uppsprettu í laug, sem enn þá er til. Heita vatnið er líka notað mikið við ræktun blóma og grænmetis og nú er talað um að hita með því heilar borgir. Hverirnir draga líka ferða- menn að landinu. í bókinni er sérstakur kafli, sem einkum er skrifaður fyrir þá. — Annar ritdómarinn endar frá- sögn sína með þessum orðum: Vilhjálmur Stefánsson hefir gert mikið fyrir fyrsta ameríska lýð- veldið, sem er ættarheimkynni hans, og einnig fyrir hið annað, þar sem er heimili hans. J. E. G. Alþing lilð nýja. (Framh. af 2. síðu) þeim. Nú í sumar hafa verið flutt í suðurstofu efri deildar málverk af nokkrum eldri for- setum: Páli Melsteð amtmanni, Pétri biskup, Jóni á Gautlönd- um og Birni Jónssyni ráðherra. Menntamálaráð hefir bætt við nýjum myndum af Benedikt Sveinssyni yngra, Jóhannesi bæjarfógeta og Halldóri Steins- sen. Fleiri myndir af forsetum munu koma á eftir. Alþing vill heiðra sína leiðtoga um leið og það tryggir sér starfsfrið og heppileg vinnuskilyrði. Héðni Valdimarssyni var illa við þennan nýja blæ á þinginu, eftir að hann gekk í lið kom- múnista. Sú skoðun hans er að því leyti rétt og eðlileg, að hið nýja Alþing er miklu sterkara en svo, að byltingaáróður geri þar nokkurn skaða. Kosningar verða ef til vill í vor, þó að það sé ekki æski- legt, en að minnsta kosti verða þær að vori. Lýðræðisflokk- arnir, sem nú standa að sömu stjórn, munu vafalaust hver um sig berjast fyrir sínum málstað með dugnaði og fullri alvöru. En það er mjög ósennilegt, að hin forna harka komi fram í skiptum lýðræðisflokkanna. Hinn gagnkvæmi ótti við alls- herjar ókosti nábúanna hefir mikið rénað. Lýðræðisflokkar íslands eru að búa sig undir að geta sameiginlega gert þjóðina frjálsa og síðan verndað frelsi hennar. j. j. Wmston Cburchill (Framh. af 2. síðu) að gæta öryggis síns á þann hátt að svara í sömu mynt. Hann hefir flutt hverja hvatningaræð- una á fætur annarri í þinginu og gagnrýnt hvasslega andvara- leysi og undanlátssemi flokks- bræðra sinni í ríkisstjórninni. Hann hefir ritað fjölda greina í blöð og tímarit, þar sem hann hefir haldið fram sömu skoðun. í fyrstu átti þessi áróður hans litlu fylgi að fagna, því að þjóð- in gat ekki hugsað sér að aftur myndi koma til nýrrar Evrópu- styrjaldar. En framferði þýzku nazistanna leiddi alltaf betur og betur í Ijós, að Churchill hafði á réttu að standa og álit Eng- lands beið hvert áfallið á fætur öðru. Skoðunum Churchills óx því óðum fylgi og kröfurnar um þátttöku hans í ríkisstjórninni urðu stöðugt háværari. Almenn- ingsálitið heimtaði að í ríkis- stjórnina kæmi maður, er hefði dug og áræði, er samsvaraði hinu viðsjárverða ástandi, en í þeim efnum átti Churchill engan jafningja í hugum ensks al- mennings, nema ef vera kynni Lloyd George, sem var orðinn of gamall til ráðherrastarfa. Menn gleymdu því ýmsum mótgerðum hans, sem þeir höfðu gagnrýnt áður, óg það var meira og meira litið á hann sem þann mann, er túlkaði hinn sanna vilja ensku þjóðarinnar. Þegar styrjöldin hófst, fundu andstæðingar hans í íhaldsflokknum að þeir gátu ekki lengur án hans verið og buðu honum það ráðherrasæti, þar sem hann hafði aflað sér mestrar frægðar. Churchill þáði boðið og það má fullyrða, að enska þjóðin hafi óskipt fagnað þessari ráðstöfun eins og málum var komið. í utanríkismálastefnu sinni síðari árin hefir Churchill að- eins skjátlazt að einu leyti. Hann treysti því, að Sovét-Rússland myndi hjálpa til að varðveita friðinn. Sú von hans varð að engu, þegar vináttusáttmáli Rússa og Þjóðverja var undir- ritaður. Annars er Churchill engu meiri vinur kommúnism- ans en nazismans. Á sínum tíma var hann fremstur í flokki þeirra sem vildu hjálpa hvítliðum eftir kommúnistabyltinguna í Rúss- landi. í tómstundum sínum hefir Churchill jafnan unnið að rit- störfum og er hann talinn með allra ritfærustu mönnum Breta. Frægasta bók hans er heims- styrj aldarsagan, „The Great War“, sem þýdd hefir verið á mörg tungumál. Endurminning- ar hans frá fyrri árum, „My Ear- ly Life“ og „Thoughts and Ad- ventures“, hafa einnig náð mik- illi útbreiðslu. Þá hefir hann rit- að æfisögur föður síns og hins mikla ættföður síns, fyrsta her- togans af Marlborough. Ræður hans og blaðagreinar á síðari árum hafa einnig verið gefnar út í bókarformi og þýddar á mörg mál. Greinar þær, sem hann hef- ir skrifaö um alþjóðamál á síð- ari árum, hafa samtímis birzt í mörgum blöðum, bæði í Eng- landi og erlendis, og hafa aflað honum mikilla tekna. Það má segja, að á síðari árum hafi allur heimurinn hlustað í hvert sinn, sem Churchill lét að ráði til sín heyra. Er það næsta einstakt, að maður, sem ekki hefir haft neinn ákveðinn flokk að baki, og ekki gegnir ráðherrastöðu, geti ver- ið jafn áhrifamikill í stjórnmál- um og Churchill síðustu árin. Enginn neitar þvi, að Chur- chill hefir galla eins og allir aðr- ir og sennilega stórbrotnari í svipuðu hlutfalli og hann er flestum fremri á mörgum svið- um. Hann er einráður og ófyrir- leitinn, þegar því er að skipta. Honum er gjarnt á að vilja tefla djarft og hætta stundum of miklu. Andstæðingar hans beita því gegn honum sem aðalvopni, að hann sé jafn hættulegur, er hann berjist fyrir röngu máli, og hann sé gagnlegur, þegar hann berst fyrir góðu máli. Þetta voru aðalrök þeirra, þegar Lloyd Ge- orge barðist fyrir þátttöku hans í rikisstjórninni á styrjaldarár- unum. Lloyd George segir, að sér hafi sjaldan verið það eins ljóst og þá, hversu miðlungsmenn umgangast afburðamanninn með miklum beyg og tortryggni. Undir slíkum kringumstæðum geri afburðamaðurinn iðulega mistök, sem leggi andstæðingun- um vopn í hendurnar, og Churc- hill sé engin undantekning í þeim efnum. Lloyd George segir ennfremur, að hann hafi hins vegar haldið máli sínu til streitu, því að sér hafi verið ljóst, að maður með hugmyndaauðlegð, skarpskyggni og óþreytandi elju Churchills, myndi hafa ómetanlega þýðingu fyrir stríðsstjórnina, ef hann væri aðeins undir nægu eftirliti og hugmyndir hans síaðar, ef svo mætti að orði komast. Menn eins og hann væri afar sjald- gæfir og á stund hættunnar þyrfti að nota starfskrafta þeirra til fullnustu, þvi að þeir væru þá meira virði en heilt hexfylki miðlungsmanna. Hugleiðingum sínum um Churchill lýkur Lloyd George í styrjaldarendurminningum sín- um með þessum orðum: — Framtíð Churchill’s fer mikið eftir því, að hann geti afl- að sér orðstírs fyrir aðgætni, án þess að áræði hans býði álits- hnekki. Þ. Þ. Málaflutningsskriistofa. Undirritaðir höfum opnað málaflutningsskrifstofu í Sambandshúsinu vlð Sölvhólsgötu. Við tökum að okkur málflutning, samningagerðir, innheimtur og öll önnur venjuleg málaflutningsstörf. Viðtalstími okkar er frá kl. 1—3 e. h. — Sími 1080. Ragnar Ólafsson. Ólafur Jóhannesson lögfræðingar. Fyrirliggj simli mörgr ný dökk KÁPUEFNI. Verksmiðjuútsalan Geijun — Iðunn Aðalstræti. Barnaskólar Reykjavíkur Samkvæmt 1. gr. laga, frá 23. júní 1936, um fræðslu barna, eru öll börn skólaskyld á aldrinum 7—14 ára. Skólaskyldan hefst 1. maí það almanaksár, sem bamið verður fullra 7 ára, og endar með fullnaðarprófi það ár, sem það verður fullra 14 ára. Lögum samkvæmt eru því öll börn í umdæmi Reykja- víkur, fædd á tímabilinu 1926—1932, að báðum árum meðtöldum, skyld að sækja skóla í vetur, og varðar sekt- um, ef út af er brugðið. Aðstandendur barna á þessum aldri, sem enn hafa ekki látið börn sín í skóla eða fengið löglega undanþágu hjá viðkomandi skólanefnd, eru hér með alvarlega áminntir um að senda þau tafarlaust í hlutaðeigandi barnaskóla. Senda ber í sjúkraforföllum læknisvottorð til skólastjóra. Skólastjórar barnaskólanna. Tvær nýjar bæknr Ilart cr s Iiciuii eftir JÓHANNES ÚR KÖTLUM. Verð kr. 5.00 heft og kr. 7.00 i bandi. §kilningstré góðs og ills eftir síra GUNNAR BENEDIKTSSON. Verð kr. 5.00 heft og kr. 7.00 í bandi. Fæst hjá öllum bóksölum eða bernt frá okkur. BÓKAVEBZLFX IIEDISKRIAGLU, Laugavegi 38. Pósthólf 392. Sími 5055. Hreinar IVý bók: Dvöl Talið er að í Dvöl sé að finna stærsta og merkasta safn af úr- valsskáldsögum heimsbókmenntanna, sem til er á íslenzku. Árg. kostar 6 kr. Adr.: Dvöl, Reykjavik. léreftstuskur kaupir Prentsmiðjan Edda Lindargötu 1 D. Svalt og bjart Sögnr eftir GÚMMÍ, til bætinga. Sendum gegn póstkröfu um allt land. Gúmmískógerðin, Laugav. 68. Sími 5113. Skrifstofa Framsóknarflokksins I Reykjavík er á Lindargötu 1D Jakob Thorarensen er komin á bókamarkaðinn og fæst hjá bóksölum um allt land. Kaupum kanfriuskinn, lambskinn og selskinn. MAGNI, Þingholtsstræti 23. Framsóknarmenn! Munið að koma á flokksskrifstofuna á Lindargötu 1D. Útbreiðið T I M A N IV 4 Margaret Peddler: stöðu, enda var hún nú farin að þreyt- ast á því að bursta og kemba tann- hvössum eftirlætishundum, hlaupa með eitt og sækja annað, í stuttu máli, að gera öll þessi óskemmtilegu smávik, sem aðrir höfðu látið ógerð. Þreyttust var hún þó á þessum sísýnilega mun á sinni lítilfjörlegu og litlausu tilveru og hinum áberandi og gimsteinum skreytta æfiferli konunnar, sem henni bar að þakka brauð sitt. Þessi kveljandi undirlægjuvitund lagðist yfir hana með meiri þunga en nokkru sinni áður, þegar hún gekk í gegn um forsalinn og lagði af stað upp stigann, til þess að sækja blævæng frú Damerell. Hún stanzaði, þegar hún var komin upp í miðjan stigann, til þess að líta á umhverfið, sem hún var að yfir- gefa. Forsalurinn var lýstur allavega litum ljósum, alls staðar voru marglit og angandi blóm. Þjónarnir gengu fram og aftur á leið sinni til og frá borð- stofunni, þar sem kveldverðurinn var framreiddur og danslögin ómuðu frá danssalnum. Það síðasta, sem hún sá, áður en stiginn beygði, var frú Damer- ell á leið sinni þvert yfir forsalinn, klædd í dásamlegan kjól úr afar fín- gerðu gullglitrandi efni. Mjúkhentri þernunni hafði tekizt að láta ljósgult hár hennar gljá eins og silki. Með henni MARGARET PEDLER Laun þess liðna Gunnlaugur Pétursson þýddi. REYKJAVÍK MCMXXXIX . „TÍMINN“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.