Tíminn - 28.11.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.11.1939, Blaðsíða 3
138. blað TÍMIM, þrigjndagiim 28. móv. 1939 551 A N N A L L Afmæli. Guðjón Ólafsson, fyrrum bóndi að Miðhúsum í Bæjar- hreppi í Strandasýslu átti sjö- tugs afmæli 19. þessa mánaðar. Dáuardægnr. Hallvarður Ketilsson að Reyn- isholti í Vestur-Skaftafellssýslu andaðist hinn 7. fyrra mán- aðar, 92 ára að aldri. Hann var fæddur að Bólstað 2. janúar 1847, sonur Ketils bónda þar og Þorbjargar konu hans. Þar ólst hann upp og giftist Þór- unni Sigurðardóttur, frænd- konu sinni, árið 1881. Tók hann við búsforráðum af móður sinni, en varð að yfirgefa jörð- ina litlu síðar og mun hann aldrei hafa beðið þess bætur, svo mikið unni hann æsku- stöðvum sínum. Fluttist hann þá að Norður-Hvammi og bjó þar í þrjú ár, þaðan að Engi- garði og bjó þar aðeins fá ár. Eftir það dvöldu þau hjón á ýmsum stöðum, þar til árið 1898, að þau fluttust að Reynis- holti og hafa dvalið þar síðan. Börn eignuðust þau hjón tíu og eru sjö nú á lífi. Alla tíð var Hallvarður fátækur, eftir að hann fór frá Bólstað, en undi því hlutskipti og var jafnan glaður og léttur í lund, en þó í hófi æfinlega. Hallvarður og bræður hans voru allir mynd- armenn, glímumenn góðir og skíðagarpar langt um fram það, er þá tíðkaðist. Einnig voru þeir hagir til smíða og bygginga- menn eftirsóttir. Hallvarður var gildur meðalmaður á vöxt og mjög karlmannlegur, enda rammui' að afli og mun hann sjaldan hafa tekið á allri sinni orku og hlífði sér þó ekki. Hann var afburðamaður til allra verka, sjómaður góður og kjarkurinn óbilandi, þótt ægir væri mislyndur við hina opnu úthafsströnd á vetrarvertíð. Tíu síðustu árin lá hann rúm- fastur, en aldrei mælti hann æðruorð og var þó sjúkleiki hans þess eðlis, að flestra þrek hefði bugazt. Hann fylgdist á- vallt með öllu er gerðist, utan bæjar og innan, og vildi jafnan vita, hvað hver maður á heim- ilinu hafðist að. Hallvarður var vel greindur, stálminnugur, hnyttinn í svörum og gat verið meinyrtur, ef að honum var veitzt. Hann var maður mjög vinsæll. Barnalán þeirra hjóna var með afbrigðum. Má sér- staklega minnast þeirra Sigur- jóns, Sveinbjargar og Ólafíu, er jafnan hafa dvalið hjá þeim og aðstoðað föður sinn á nótt sem degi í hans löngu legu. Húsa- (Framh. á 4. síðu) B Æ K U R Dulrænar gáfur. Bók um margskonar teg- tegundir miðilshæfi- leika, eftir Horace Leaf. Þetta er bók, sem marga fýsir efalaust að lesa. Og hún er þörf, einmitt nú, er margvíslegt fúsk með miðilsgáfur, ímyndaðar eða raunverulegar, á sér svo stað. í henni er lýst skýrt og skilmerki- lega ýmiskonar miðilshæfileika og sálrænnar starfsemi, og veittar leiðbeiningar um þrosk- un þeirra og meðferð, eftir því, sem þekking hrekkur til. Höf- undurinn er og víðkunnur rann- sóknamaður á þessum sviðum, auk þess, sem hann frægur mið- ill og fyrirlesari um þau efni, er hann ritar. Mörg þau dæmi, sem þar eru tilgreind, eru óvéfengj- anleg og skemmtilega frá þeim sagt. Ég nefni aðeins eitt. í síð- ustu heimsstyrjöld, þegar enski herinn gerði að því tilraun að ná á sitt vald Dardanellasund- inu og höfðu til þess m. a. her á Gallipoliskaganum, átti hann í afarmiklum vandræðum að stríða sökum vatsnskorts. Verk- fræðingar Breta höfðu árang- urslítið leitað vatns í jörðu, hvar, sem líklegt þótti. Þá var loks leitað til Ástralíumanns eins í liði Englendinga, sem nefndur er spáleitandi. Hann hafði kop- arstöng eina í höndum til leit- arinnar. En hann benti á 30 staði, þar sem vatns skyldi leit- að og sagði fyrir, hvað djúpt þyrfti að grafa. Úr þessum brunnum fékkst vatn, sem áætl- að var að nægja mundi 100000 manna liði, auk mörg þúsund' hesta og múldýra, og varð þessi dulræni hæfileiki, sem víða er þekktur, en sem enginn hefir raunar getað skýrt að fullu, hernum að ómetanlegu liði. Mesta gildi bókarinnar er sennilega það, að þeir, sem á- huga hafa fyrir aukinni þekk- ingu sálrænna efna og hafa ef til vill miðilshæfileika sjálfir, en eru lítt fróðir um hvernig með skuli fara, fá hér ýmsar skynsamlegar ráðleggingar og skýringar um þau efni öll. Hinir dulrænu hæfileikar mannssálarinnar eru efalítið eitthvert hugnæmasta rann- sóknarefni, sem sannleiksleit- andi mannsandinn á kost á að glíma við og greiða úr. Ekki einungis fyrir það, aö slík rann- sókn leiðir m. a. jafnan til þeirrar niðurstöðu, að tilvera manna haldi áfram eftir lík- amsdauðann. Hvort svo er eða ekki, lætur að vísu fjöldi manna sig litlu skipta.Verði framhalds- líf mannanna svona yfirleitt, með álíka farsæld og það hefir reynzt á jörðunni til þessa, eru Pólitískir »galeiðuprælar« (Framh. af 2. síðu) það koma í ljós, að Finnar hafa haldið alla samninga sína við Rússa og nú síðast boðið þeim dýrmætt finnskt land til að geta haft friðsamlega sambúð við þá, enda þótt þeim hafi ekki borið nein skylda til að sinna landakröfum R ú s s a hið minnsta. Betur geta Finnar ekki lýst vilja sínum til vin- samlegra skipta við Rússa eða hrundið öllu greinilegar þeim ásökunum, „að þeir hafi reynt að særa þá og svívirða.“ Hinn íslenzki kommúnista- þingmaður lætur hér ekki stað- ar numið. Hann vill reka erindi rússnesku húsbændanna enn betur. „Ofan á allt annað brjál- æði“, segir hann, „hafa svo að lokum þessir „frændur“ okkar fullkomnað óþokkaverk sín með því, að afnema það litla, sem til var af lýðræði þar í landi“. Lengra verður ekki komizt í andstyggilégum söguburði. Án allra raka er það fullyrt, að finnska þjóðin hafi sýnt „brjálæði“ og „unnið óþokka- verk“ og loks að hún hafi af- numið lýðræðið! Það eru sennilega ekki mörg börn í efri bekkjum barna- skólanna, sem ekki vita, að full- komið lýðstjó'rnarskipulag ríkir í Finnlandi. Kosningaréttur er það ekki svo fáir, sem þá finna í því næsta lítið fagnaðarefni eða heillandi tilgang. Það er ekki erfitt að skilja þvílíkt við- horf. Hitt er annað mál, að stað- reyndir lífsins og lögmál fara í engu að trú manna eða óskum. En sé framhaldstilveran full- vís staðreynd, sem fjöldi manna víða um heim er sannfærður um fyrir eigin ath.ugun, og ennþá fleiri þrá eíalítið, þá getur fátt verið þýðingarmeira né mönn- unum samboðnara en að leita á því sem fyllstrar vitneskju, hvernig þeirri tilveru er háttað, hvert hún stefnir og hvernig við getum bezt búið okkur undir hana. En auk þessa alls er það fullvitað með löngum og itar- legum rannsóknum víðsvegar á jörðunni, að maðurinn býr yfir hinum furðulegustu hæfileikum og ýmsum enn lítt eða óskýr- anlegum mætti Bókin um þessar dulrænu gáfur, sú er hér getur um, er óvenju skýr og ljóst rituð, öfga- lausar, fræðilegar leiðbeiningar um þýðingarmikil mál, sem margir misskilja — og aðrir misnota. Hún er þýdd af Jakobi J. Smára og gefin út af áhuga- sömurn mönnum um þessi mál. Þetta er góð bók, sem margur mun vilja eiga og hafa ánægju og gagn af. Hallgr. Jónasson. ráðið. Hann hefir að vísu alla æfi verið herskár og baráttufús um dægurmálefni, en hann var ekki sérstaklega vel fallinn til þess skotgrafahernaðar, þar sem ekki nægir sóknin ein heldur verður jafnan að víggirða ram- lega hvern þumlung lands, sem unninn er frá andstæðingunum, og gera ráð fyrir árás frá öllum hliðum. Auk þess líktist Guð- mundur Friðjónsson um það Einari Benediktssyni, að nota ekki ljóðagáfur sínar nema mjög sjaldan í deilumálum, og þegar hann freistast að bera slík vopn, þá voru þau hættulítil þeim, sem fyrir urðu. III. Með útgáfu ljóðanna „Úr heimahögum" var lokið fyrsta þættinum í rithöfundarferli Guðm. Friðjónssonar. Æskufjör og bjartsýni einkenndu ljóð hans fram að þessum tima. í kvæðinu um hérað sitt hafði honum verið hugstætt að mála með björtum og sterkum litum vonarlönd hinna ungu framfaramanna. Framundir þessi tímamót hafði hann verið i nánum andlegum tengslum við forystumenn í sýslunni, og haft mikil kynni viö merka menn utan héraðs og meðal landa í Ameríku. Nú hafði hann með ljóðum sínum fengið mikla viðurkenningu, þó að þyrnibroddar hefðu all-víða gægst fram milli rósanna. Margir samstæðir atburðir urðu til þess að draga úr bjart- sýni og lífsfjöri Guðmundar Friðjónssonar. Hann hafði að vísu svarað árás Kolskeggs á þann hátt, sem bezt mátti verða, með því að halda ótrauður áfram starfi sínu sem skáld og rithöfundur. Þó er sízt fyrir að synja, að óvild og hleypidóm- ar þessara dulbúnu andstæðinga hafi að einhverju leyti dregið úr trú hans á sjálfan sig. Gætir stundum í ljóðum hans eftir þetta nokkurs efa um, að hlut- skipti hans hafi verið við hans hæfi, en þess hafði ekki orðið vart í æskuljóðum hans. í öðru lagi voru búskapar- annir hans. Hann bjó á af- skekktri jörð í afskekktri sveit, og gæði jarðarinnar komu ekki að notum nema með mikilli og erfiðri vinnu. Efnin voru lítil, og börnin mörg og smá. Guð- mundur Friðjónsson átti ekki heimangengt. Honum var erfitt um að halda við persónulegri kynningu við áhrifamenn utan héraðs og í öðrum löndum nema með bréfaskriftum. Ofan á þetta bættist þriðji atburðurinn, sem einangraði skáldið á Sandi um þrjátíu ára skeið frá meginhluta samtíðarmanna sinna í hérað- inu. Kornu hér til greina and- stæður í landsmálabaráttunni, sem löngum eiga mikil ítök í hugum íslendinga. Gúðmundur Friðjónsson hefir alla æfi haft mikinn og vakandi áhuga fyrir baráttumálum sam- tíðarinnar og tekið allmikinn þátt í þeim umræðum í fjöl- mörgum blaðagreinum. Hver sá íslendingur, sem gæddur er slík- um áhuga, verður um leið liðs- maður í stjórnmáladeilum þjóð- arinnar. Svo að segja um sama leyti og Guðmundur Friðjóns- son orti ljóð sitt um Þingeyjar- sýslu gerðist sá atburður í ís- lenzkum stjórnmálum, að dr. Valtýr Guðmundsson í Kaup- mannahöfn hóf nýja sókn í sjálfstæðismálinu með öðrum hætti en Benedikt Sveinssyni og samherjum hans þótti rétt vera. Hófust nú um þetta efni lang- vinnar og harðvítugar flokka- deilur. Guðmundur Friðjónsson gerðist einlægur stuðningsmað- ur dr. Valtýs, en flestir Þing- eyingar töldu þessa stefnu villutrú. Guðmundur Friðjóns- son varð nú um langt skeið í vonlausum minnahluta í sýsl- unni. Áður en þessir atburðir gerðust talar skáldið með hinni mestu virðingu um tvo höfuð- skörunga Þingeyinga, sem þá voru nýlega andaðir, en það voru þeir Einar Ásmundsson í Nesi og Jón Sigurðsson á Gaut- löndum. Hann var þá sýnilega á sömu bylgjulengd eins og hér- aðsbúar. En á þessu varð mikil breyting. Eftir aldamótin var andstaða Guðmundar Friðjóns- sonar og hinna fáu Valtýinga í Þingeyjarsýslu, er þeir sóttu landsmálafundi að Ljósavatni, lík ferð þess manns, sem vildi vaða yfir Jökulsá á Dettifoss- brúnum. Sveit Heimastjórnar- manna í Þingeyj arsýslu var mikil og harðsnúin á þessum fundum. Sigurður Jónsson á Yztafelli stýrði samkomunum með hinum mesta skörungsskap. Þingmaðurinn, Pétur Jónsson, kom eins og mildur andblær úr suðri. Hann var hverjum manni vinsælli í héraðinu og þóttu hans (Framh. á 4. síðu) þar almennur og kosningar leynilegar. Valdið er fyrst og fremst i höndum þingsins. Flokkar verkamanna og bænda eru fjölmennastir í þinginu og hafa verið i stjórnarsamvinnu í 2i/2 ár. Engin höft eru sett við starfsemi flokka, sem ekki brjóta í bág við stjórnskipulag landsins og eru óháðir erlend- um yfirráðum. Meginhluti finnsku þjóðarinnar hefir séð, að vegna þess að sjálfstæði þjóðarinnar var ungt og til voru í landinu óheillavænlegar dreggjar frá dögum rússnesku kúgunarinnar, var nauðsynlegt að vernda lýðræðið gegn eyði- leggingarstarfsemi öfgastefn- anna. Vegna þeirra ráðstafana stendur lýðræðisskipulagið í Finnlandi nú á traustum grunni og þjóðfélagið hefir á síðari árum losnað við þau innbyrðisátök, sem víða ann- arsstaðar hafa lyft einræðis- herrum til valda. Málstað Rússa er áreiðanlega ekki greiði gerður hér á landi með slíkum söguburði kommún- istaþingmannsins og hann er sízt til þess fallinn að veikja samúð íslendinga með Finnum, sem er jafnframt samúð með rétti íslendinga og annara smá- þjóða til að ráða málum sín- um og ættlandi, án íhlutunar annara. En þessi söguburður mun hafa önnur áhrif. Hann sýnir mönnum enn betur en áður einkenni galeiðuþrælsins. Það er ekki verið að leita eftir hlutlausum upplýsingum um málið, ekki reynt að kryfja það til mergjar, ekki reynt að skapa sér um það sjálfstæða skoðun. Það er aðeins hugsað um það eitt að þjóna þeirri stefnu hús- bændanna, að vera á móti Finn- um. Þess vegna er gripið til ó- sanninda, búnar til sakir og farið verstu hrakyrðum um þjóð, sem ekkert hefir annað af sér gert en að vilja ekki afsala frelsi sínu. Það er upplýst, að Rússar hafa á iy2 ári varið 160 þús. kr. í sendingu blaðskeyta hingað. Markmið þessara blaðaskeyta er að reyna að vinna hinni kommúnistisku stefnu meirá fylgi í landinu. Það er vissulega mikiö alvörumál, að erlent stór- veldi skuli á þennan hátt reyna að hafa áhrif á íslenzk stjórn- mál. Hitt er þó enn ískyggilegra, að til skuli vera þeir menn, sem ekki eru aðeins reiðubúnir til að þiggja þessa erlendu hjálp, heldur þjóna hinum er- lendu valdhöfum svo dyggilega, að það minnir helzt á galeiðu- þrælana, sem þorðu ekki ann- að en keppast við til að kom- ast hjá svipuhöggum og pynd- ingum húsbændanna. í þessari blindu þjónustu íslenzkra manna við erlneda valdhafa er fólgin sú hætta fyrir sjálfstæði þjóðanna, sem hún verður að varast í tíma. Sú reynsia, að þeir hlýða í blindni þeirri fyrirskipun að berjast gegn frelsi Finn- lands, sýnir gleggst, að þeir myndu ekki síður beita sér gegn frelsi íslands, ef þess kynni að verða krafizt. a. b. Húðir og shinn. Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar HÚÐIR og SKINN, sem falla til á heimilum þeirra, ættu þeir að biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessum vörum í verð. — SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA selur NAUTGRIPAHÚÐIR, HROSSHÚÐIR, KÁLFSKINN, LAMBSKINN og SELSKINN til útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUR TIL SÚTUNAR. — NAUTGRIPA- HÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KÁLFSKINN er bezt að salta, en gera verður það strax að lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinnunum, bæði úr holdrosa og hári, áður en saltað er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrum, borgar sig. — nliitjiniiifii!. ACCUMULATOREN-FABRIK, DR. TH. SONNENCHEIN. imáiölnverð á eftirtöldum tegundum af tóbaksvörum má eigi vera hærra en hér segir: Camel Cigarettur í 20 stk. pökkum .... kr. 1.80 pakkinn Dill’s Best reyktóbak í V2 lbs. dósum — 9.00 dósin Do. ----- í Va lbs dósum .... — 2.30 — Model ---- í iy2 oz. blikkdósum — 1.55 — Do. ----- í 1% oz. bréfpökkum — 1.60 pakkinn Do. ----- í 1 lbs. blikkdósum .. —15.60 dósin Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má leggja allt að 3% á innkaupsverð fyrir sendingarkostnaði til útsölustaðar. Tóbakseínkasala ríkísíns. 30 Margaret Pedler: því. Fegurð vatnsins hafði ekki framar neitt aðdráttarafl fyiir hana. Áður, meðan þau hjónin komu þangað að- eins öðru hvoru, hafði henni fundizt fegurð vatnsins og umhverfis þess al- veg dásamlegt. Báturinn nálgaðist ströndina og Fjóla horfði á landslagið í kring, án þess að taka eftir fegurð þess. Villa Ilario blasti við, rauðmálað, með grænum gluggahlerum, sem voru festir upp að húshliðinni. Á framhlið hússins voru svalir með þakhvelfingu. Súlurnar, sem héldu hvelfingunni uppi, voru algerlega þaktar vafningsviði. Frá svölunum lá breiður gangstígur niður að tilbúinni brekku við vatnið. Með- fram gangstígnum voru marglit blóma- beð. Niður brekkuna láu steintröppur, niður í flæðarmálið. Báturinn rann upp að tröppunum. Frayne batt bátinn við járnhring i tröppunum, hjálpaði Fjólu upp úr hon- um og svo gengu þau saman upp gang- stiginn og inn í húsið. Þegar Fjóla gekk inn í anddyrið, sá hún granna, hvít- klædda stúlku, sem kom inn um hinar dyrnar, en þær vissu út að garðinum á bak við húsið. „Þarna er Elizabet. Þú getur talað við hana núna“, sagði Fjóla. Hún hafði trú á því, að hamra járnið meðan heitt var. „Ég ætla upp og hvíla mig, svo sem Laun þess liðna 31 hálfa klukkustund, áður en ég hefi fataskipti fyrir kveldverðinn. Það hefir verið voðalega heitt í dag, svo að ég er bara þreytt“. „Þú hefir þó ekki ofreynt þig, góða mín“, spurði Frayne undir eins. Hún hristi brosandi höfuðið og leit upp í andlit hans með þessu heillandl brosi sínu, sem smaug beint inn í hjarta hvers einasta karlmanns. „Nei, nei, ég er aðeins svolítið þreytt, það er allt og sumt. Þú skalt fá þér vín- blöndu á meðan ég hvíli mig. Elizabet getur náð í hana fyrir þig“. Frayne leit á dóttur sína, er hún kom á móti þeim. „Jæja, hvað segir þú, Elizabet?" „Ég segi að þú sért eyðilagður mað- ur“, svaraði hún og smeygði hendinni undir handlegg hans. „Komdu með.“ III. KAFLI. Faðir og dóttir. „Er þetta ekki eins og það á að vera“, spurði Elizabet, þegar Frayne saup á vínblöndunni, sem hún hafði blandað handa honum. „Ef til vill ofurlítið af sterkt", svar- aði hann brosandi. „En ég fer ekki að rífast við þig út af því.“ Svo hvarf brosið af andliti hans. Hann varð þung-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.