Tíminn - 28.11.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.11.1939, Blaðsíða 4
552 TÍMIM, þrigjndagiim 28. nóv. 1939 138. blaft Ylir landamærin 1. Brynjólfur Bjarnason kommún- istaþingmaður var til almenns athlæg- is í efri deild á laugardaginn. Frv. for- sætisráðherra um breytingu á lögum um lögreglumenn var til 1. umr. og reyndi Brynjólfur að ráðast á það með miklu offorsi. Forsætisráðherra svaraði m a. með því, að rifja upp, að einu' sinni hefði kommúnistum þótt gagn- legt að hafa góða lögreglu, þar sem engir menn hefðu leitað oftar á náðir lögreglunnar til að biðjast verndar hennar gegn öfgamönnum en komm- únistar sjálfir. Þegar nazistar hefðu átt hér mestu fylgi að fagna, hefðu kommúnistar hvað eftir annað beðið um vernd lögreglunnar, en eftirminni- legust frá þeim tímum væri þessi saga: Á þessum árum hefðu kommúnistar aðallega haldið til í húsi, sem frá gam- alli tíð gekk undir nafninu „Fjalakött- urinn“. Einu sinni þegar nokkrir kom- múnistar voru á fundi þar inni, hefðu nazistar neglt fyrir hurðir og glugga, svo kommúnistarnir komust ekki út. Kommúnistar báðu þá lögregluna að frelsa sig úr þessum raunum og kom hún strax á vettvang, rak nazistana í burtu og opnaði fyrir kommúnistun- um. 2. Skrif íhaldsblaðanna um lögreglu- frumvarp forsætisráðherra eru næstum því eins bjánaleg og skrif kommúnista- blaðsins. íhaldsblöðin virðast trúa því, sem kommúnistablaðið heldur fram, að með þessu frv. sé tekinn upp sú stefna í lögreglumálunum, sem íhaldið barðist fyrir á þingi 1925. Þetta er regin misskilningur. Sú barátta í- haldsins var fyrst og fremst miðuð við það, að komið yrði upp lögreglu, sem væri nógu sterk til að skakka leikinn í vinnudeilum. Móti þeirri stefnu börð- ust Framsóknarmenn og gera það enn. Það er þvi alveg ástæðulaust fyrir i- haldsmenn að fagna yfir frumvarpinu af þessum ástæðum. Sá fögnuður get- ur ekki orðið þeim nema til vonbrigða. 3. Ef íhaldsblöðin ætla að reyna að gera tilraun til að andmæla því, að varalögreglan, sem ihaldsstjórnin 1925 beittist fyrir, hafi ekkl fyrst og fremst átt að notast í vinnudeilum, þykir rétt að benda þeim á eftirfarandi ummæli núverandi fjármálaráðherra frá þeim tíma: „En einmitt í þessum löngu um- rœöum hafa háttvirtir þingmenn feng- ið margendurteknar yfirlýsingar fiœstv. forsœtisráöherra fyrir því, að aðalhlut- verk varalögreglunnar œtti að vera, að skerast í leik í kaupgjaldsmálum gegn öðrum aðilanum". (Alþt. 1925, C-deild, 827). x+y. Dánardægur (Framh. af 3. síðu) kynni voru þó svo hrörleg, að fátt ungt fólk hefði tekið í mál að hafast þar við til lang- frama. En svo var rík sjálfs- bjargarhvötin og ást barnanna á foreldrunum, að þau létu slíkt ekki á sér finna. Á síðastliðnu vori réðust þau í að byggja lít- ið, snoturt íbúðarhús og gegn- um glugga þess skein sólin inn til gamla mannsins, síðustu æfistundir hans. Með Hallvarði Ketilssyni er til moldar genginn einn af síð- ustu fulltrúum hinnar hverf- andi kynslóðar, traustur og vandaður til orða og verka, sí- vinnandi og lífsglaður, en nægjusamur, og biást aldrei trausti nokkurs þess er eitthvað áttl saman við hann að sælda. M. F. VAKA Á ERINDI TIL ALLRA. Gerist kaupendur að vandað- asta tímariti landsins. VAKA, REYKJAVÍK. IJT6 BÆMJM Næsta tölublað Tímans kemur út á föstudaginn. Félag ungra Framsóknarmanna í Reykjavík heldur fund í Sambands- húsinu annað kvöld. Hefst hann kl. 8.30. Rætt verður um konuna og þjóð- félagsaðstöðu hennar. Málshefjandi: Rannveig Þorsteinsdóttir. Að loknum þeim umræðum verður rætt um upp- eldisáhrif sveita og kaupstaða. Félags- menn eru áminntir um að fjölmenna og mæta réttstundis, kl. 8.30. Fólk, sem kann að æskja inntöku í félagið. getur gengið í það á fundinum. Hljóðfæri brenna. Á sunnudagsnóttina kom upp eldur í húsinu Óðinsgötu 8, útbyggingu, þar sem var hljóðfæravinnustofa Pálmars ísólfssonar. Slökkviliðið var kvatt á vettvang og vann skjótlega bug á eld- inum, en þá voru yfir tuttugu hljóð- færi eyðilögð eða stórskemmd. Voru það bæði píanó og orgel. Friðarvinafélagið heldur fund í Oddfellowhúsinu uppi í kvöld. Fundurinn hefst klukkan 8,30. Kar töf luuey zla. (Framh. af 1. síðu) smælki og allar kartöflur, sem eru sýktar eða illa útlítandi, og nota það til fóðurs. Vöruvöndun- in kemur meira en ella til greina, þegar nóg er til af vörunni. Góð- ar kartöflur verða lengi seljan- legar, hvað sem öðru líður. í rauninni er það hlægilegt, að þurfa að tala um ofmikla kartöfluframleiðslu á þessum tímum. En það er ærið alvarlegt mál, að þjóðin kann ekki betur að hagnýta þessa innlendu framleiðslu en svo, að neyzlan er aðeins brot af því, sem hún ætti að vera, þarf að vera og getur verið, öllum til hags, en engum til skaða. Aðrar fréttir. (Framh. af 1. siðu) lenzka skipið „Spaarndom“, 9 þús. smál. Bretar vinna nú að því að slæða tundurdufl af miklu kappi og hafa útgerðar- menn boðið ríkisstjórninni fleiri togara til þeirra starfa en hún hefir þörf fyrir. Virðast Bretar vongóðir um, að þeim takist að sigrast á tundurduflahætt- unni. Sænska stjómin hefir látið mótmæla því í Berlín, að Þjóð- verjar hafa lagt tundurduflum í þriggja mílna fjarlægð frá ströndum Svíþjóðar, en Svíar telja sig hafa hefðbundinn rétt til fjögra mílna landhelgi. Krefjast Svíar m. a. skaðabóta fyrir allt það tjón, sem þeir verða fyrir af völdum þessara tundurduflalagna. Þá halda Þjóðverjar um 40 sænskum skipum í þýzkum höfnum og eru flest þeirra hlaðin trjáviði til Ameríku. Vekja bæði þessi mál mikla gremju í garð Þjóðverja í Svíþjóð. Nokkur ríki hafa mótmælt þeirri ákvörðun Breta og Frakka að taka allar útflutn- íngsvörur Þjóðverja hernámi. Það vekur athygli, að engin mótmæli hafa borizt frá stjórn Bandaríkjanna, en athygli er vakin á því, að Bandaríkja- Gód tíðindi Tímanum barst á laugardag- inn eftirfarandi tilkynning frá stjórn Eimskipafélags íslands: „Vér leyfum oss hérmeð að beiðast þess að þér birtið í blaði yðar, að skipasmíðastöð Bur- meister & Wain í Kaupmanna- höfn hefir nú, af ástæðum, sem ófriðurinn hefir valdið, sagt upp samningi þeim við oss um smíði fyrirhugaðs farþega- og farm- skips, sem ræðir um í tilkynn- ing vorri til yðar, dags. 20. júní síðastliðinn." Tilkynningin er undirrituð af formanni og ritara félagsins, Eggert Claessen og Jóni Ás- björnssyni. Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu) svo mikið nauðsynjamál að setja ætti lög, þar sem mönnum væri gert að skyldu, að fleygja ekki fiskúrgangi. Framkvæmd máls- ins gæti orðið með þessum hætti: Stjórnarvöld fæli hrepp- stjórum á hlutaðeigandi útgerð- arstöðum að halda hið bráðasta fund.i með sveitarstjórnum og útgerðarmönnum um þessi mál. Þar sem hirðingin sé ekki kom- in í lag og útgerðarmenn vilji ekki annast hana, taki sveitar- stjórnirnar málið í sínar hendur og láti gera jarðgryfjur til bráðabirgða, þar sem ekki sé hægt að koma upp steinþróm að þessu sinni. Þeir, sem annist aðgerð fiskjarins, séu síðan skyldir til að fleygja úrgangin- um í tilheyrandi stampa, en sveitarstjórnin sjái um flutn- ing og tæmingu þeirra í gryfj- urnar. Þennan áburð láti sveit- arstjórnirnar síðan þeim mönn- um í té, er þörf hafa fyrir hann, ókeypis eða gegn vægu gjaldi, sem vegur á móti áföllnum kostnaði. Ýmsum mun kannske finnast hart að gengið, að skylda útgerðarmenn til að afhenda þannig fiskúrganginn, án end- urgjalds, en það kemur því að- eins til þess, að þeir vilji ekki hirða hann sjálfir. * * _ * Þessar tillögur Árna eru hin- ar athyglisverðustu og er það vissulega stórhneyksli, að fisk- úrganginum skuli fleygt á mörgum útgerðarstöðum á sama tíma og menn, bæði þar og í nágrenninu verja stórfé til á- burðarkaupa. Á slíku þarf að ráða bót sem allra fyrst. Vissu- lega væri æskilegt, að sveitar- stjórnir, búnaðarfélög eða aðrir slíkir aðilar hefðust handa um þetta mál, án opinberrar íhlut- unar, en gerist það ekki, verð- ur hið opinbera að láta málið til sín taka. stjórn hafi mótmælt einni sjóhernaðarráðstöfun B r e t a nokkru áður en þeir gengu í lið með þeim 1 seinustu heims- styrjöld. Japanski forsætisráðherrann hefir nýlega sagt í útvarpsræðu, að þjóðin mætti búa sig undir það, að styrjöldin í Kína gæti enn varað í 5—10 ár. Guðmundur Friðjónsson (Framh. af 3. síðu) ráð jafnan bezt gefast. Sigurjón Friðjónsson, bróðir Guðmundar, bar fram tillögu Heimastjórnar- manna, og voru þær ætíð sam- þykktar með yfirgnæfandi meirahluta. En þegar Guðm. Friðjónsson eða aðrir Valtý- ingar komu til að boða trú sína, kom sýslumaður Þingeyinga, Steingrímur Jónsson, bróðir Péturs á Gautlöndum og lagði þunga lögfræðiþekkingar sinn- ar á vogarskálina móti hinum fámenna andstöðuflokki Heima- stjórnarmanna. Að öðru leyti var fundarsalurinn þéttskipaður gætnum og athugulum bænd- um, sem í eitt skipti fyrir öll höfðu komizt að þeirri niður- stöðu, að dr.Valtýr hefði á röngu að standa. Þeim kom ekki til hugar að láta lærisveina hans telja sér hughvarf. Eftir að sambandslagadeilun- um lauk um sinn með fullveld- issáttmálanum 1918, var liði fylkt að nýju í íslenzkum lands- málum. Mikill meirihluti Þing- eyinga hélt þá jafnfast við stefnu Framsóknarmanna, eins og þeir höfðu áður veitt Heima- stjórninni öruggt brautargengi. En Guðmundur Friðjónsson fór enn aðra leið, og gerðist and- stæðingur Framsóknarmanna og átti í þrálátum skæruhernaði um stór og lítil baráttumál líðandi stundar við nokkra af þeim mönnum, sem mest rituðu í blöð Framsóknarflokksins. Um Al- þingishátíðina 1930 komst á sáttagerð milli Guðmundar Friðjónssonar og þeirra manna í Framsóknarflokknum, sem ver- ið höfðu aðilar í deilum frá hlið þess flokks. Hefir sú sætt verið vel haldin á báðar hliðar. Hér er ekki staður eða stund til að ræða um það, að hve miklu leyti minnihluti eða meiri- hluti um landsmál hefir rétt eða rangt fyrir sér um deilumál lið- inna tíma. Ibsen segir, að minni- hlutinn hafi ætíð á réttu að standa. Fræðimenn þingstjórn- arkenninganna fullyrða, að meirihlutinn hafi ætíð á réttu að standa. Sú hlið máls- ins verður ekki rædd hér. En það sem skiptir máli í þessu sambandi er, að Guðmundur Friðjónsson átti ekki einungis við þá erfiðleika að stríða í bók- menntaiðju sinni, að vera efna- lítill einyrki með stóra fjölskyldu á mannfrekri jörð í afskekktri, veglítilli sveit, heldur hafði hann auk þess orðið fyrir harka- legri og ósanngjarnri andstöðu á vígvelli bókmenntanna, og að lokum hafði hann um þrjátíu ára skeið verið mjög einn síns liðs um félagsmálaskoðanir í átthögum sínum. í strjálbýli sveitanna finnur fólkið sterka og heilbrigða þörf til að standa saman og styðja hver annan innbyrðis um sem flest mál. Fyrir skáld með heitar lífsskoð- anir og viðkvæma lund var hin langvinna einangrun í átthög- unum nýtt lóð á andstæðri vog- arskál. IV. Viðhorf Guðmundar Friðjóns- sonar til sveitanna og áhuga- mála þeirra var með sérkenni- legum hætti. Hann var bóndi og bóndason, og hefir alla æfi átt heima á sömu jörðinni í sveit. Mikið af skáldskap hans í bundnu og óbundnu máli er um sveitir og sveitalif. Hann hefir auk þess þrásinnis tekið þátt í málum, þar sem tekizt hefir ver- ið á um gildi sveita og kaup- staða. En þrátt fyrir þetta hefir frá upphafi verið nokkur þver- brestur í byggðatrú skáldsins á Sandi. Þorgils gjallandi, Indriði á Fjalli og Stephan G. Steph- ansson voru bæði bændur og skáld og undu glaðir við hlut- skipti sitt. Þorgils gjallandi var einyrki eins og Guðmundur Friðjónsson. Báðir unnu að heyskap á sumrin og gegningum á vetrum. Báðir hafa ritað skáldsögur úr sveitalífinu. Frh. F i skimálaneínd (Framh. af 1. síðu) 2 „Mias“, 30 ha. „Diesel“vélum. Frystivélarnar voru settar í skipið 1935 og eru taldar mjög góðar. Var skipið það ár og 1936 notað við Grænland og frysti um borð lúðu og flutti til Eng- lands. Hjálparvélin er 120 hestafla Bolinder, úr sér gengin og verð- ur því tekin burtu, en í hennar r°"“‘*.""GAMLA BÍÓ’*0—0**0-1 Mannequin Áhrifamikil og listavel í leikin amerísk kvikmynd gerð eftir skáldsögu Katharine Brush. i Aðalhlutverkin leika hinir I vinsælu leikarar: JOAN CRAWFORD og SPENCER TRACY. Dalafólk eltír Huldu ”~~~“NÝJA BÍÓ”—— ÖRLAGALEIÐIN Amerísk kvikmynd frá Fox er túlkar á fagran og hugðnæman hátt sögu um móðurást og móðurfórn. Aðalhlutverkin leika: BARBARA STANWYCK og HERBERT MARSHALL. Myndin gerist i New York, París og um borð í risa- skipinu Normandie. Aukamynd: Minningar um Shakespeare, ensk menningarmynd. II komið í bókabúðirnar. 32 Margaret Pedler: búinn á svip og fátaði við stéttina á glasi sínu, en Elizabet horfði athugul- um augum á hann. Þau höfðu sezt sitt á hvorn stól á svölunum, sem snéru út að vatninu. Sólin skein á þau milli vafningsviði- klæddra súlnanna og sást glöggt hvað líkt var með þeim og eins hvað ólíkt var í svip þeirra. Andlit þeirra beggja voru þunnleit, allt að því skarpleit og sýndu mikið geðríki. Andlit Elizabetar var þó mun ávalara, enda var hún svo ung. Hár föður hennar var hrokkið og hrafnsvart, en farið að grána ofurlítið í vöngunum. Hár Elizabetar var alveg eins, nema hvað tíminn hafði enn ekki sett fingraför sín á það, og viðkvæmn- issvipurinn um barnslegan munninn ‘ var alveg sá sami og á föður hennar. En þar með var líka líkingunni lokið. Hörund Candys var dökkbrúnt, en þó að hörund Elizabetar bæri merki hinn- ar suðrænu sólar, þá hélt það samt fögrum, bleikum lit. Barnslegt höfuð hennar var mjög eftirtektarvert. Hárið hrafnsvart og hrokkið, hörundið til- tölulega ljóst og varirnar eðlilega rauð- ar. En eftirtektarverðust voru þó aug- un. Augnabrúnirnar voru svartar og beinar, nokkuð breitt á milli augnanna, augun sjálf grá, án þess að nokkuð blátt sæist í þeim, og augnahárin voru Laun þess ilðna 29 skoðun í málinu, eftir var aðeins að gera þær ráðstafanir, sem þurfti til fram- kvæmda, og til þess treysti hún Frayne 4 vel. Fjóla vissi að það gat vel verið að Elizabetu félli þetta miður. En henni fannst ómögulegt að þau hjónin fórn- uðu sínu lífi algerlega á altari Elizabet- ar. Henni fannst, með sjálfri sér, að til þessa hefði verið tekið allt of mikið til- lit til Elizabetar. Þau höfðu nú dvalið heilt ár í Villa Ilario, að undanteknum tveim eða þrem mánuðum, um kaldasta tíma vetrarins, sem þau höfðu dvalið við frönsku Riveraströndina. Elizabet hafði jafnvel farið þangað með þeim, og Fjólu fannst að allt þetta ár hefði far- ið í það að þóknast Elizabet, eða til þess að „láta hana njóta heimilislífs eftir þessa löngu dvöl í heimavistarskólan- um“, eins og Frayne orðaði það. Fjólu hafði sjálfri fundizt þetta „heimilislíf" ákaflega þreytandi. Eftir að hún giftist, vandist hún sífelldum ferðalögum. Hún var vön því að vera árlega nokkurn tíma í París, eða ein- hverri borg á suðurströnd Frakklands og nokkrar vikur á ferðalagi um lítt byggð lönd eða óbyggð. Henni fannst þess vegna að þetta fábreytta líf í húsi Fraynes við Cono-vatnið svo þreytandi, að það lá við að hún gæti grátið yfir Fyrra bindið læst einníg með lækkuðu verði. Útgefandi. Utsvör — Lögtak. \ú ííiis mánaðamótin falla dráttarvextir á síðasta bluta átsvara til bæjarsjóðs Reykja- víkur árið 1939. Lögtök verða gerð, án frekari aðvörunar, fyrst «g freuast bjá þeim, sem cnn hafa ekk- ert g'reitt af átsvari ársins. Reykjavík, 27. nóvember 1939. II o i'gii r B‘ii si rin n. Géðir götuskór (með rostungsieðursólum), íyrir karl- menn, nýkomnir. Verksmiðjnútsalan Gefjun — Iðunn Aðalstræti. THE WORLD'S GOOD NEWS will come to your home every day through THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR An International Daily Netvspaper It records for you the world’s clean, constructlve doíngs. The Monitor does not exploit crlme or sensatlon; nelther does it ignore them, but deals correctively with them Features for busy men and all the family, including the Weekly Magazine Section. The Christlan Sclence Publishing Society One, Norway Street, Boston. Massachusetts Please enter my subscrípfion to The Christinn Science Monitor for a period of 1 year $12.00 6 months $6.00 3 months $3.00 1 month $1.00 Wedner.day issue. ’ncluding Magazine Section: 1 year $2.00. 6 issues 25o Name___________________________________________ Sampie Copy on Request Til auglýsenda. Tíminn er gefinn út í fleiri eintökum en nokkurt annað blað á íslandi. Gildi almennra auglýsinga er í hlutfalli við pann fjölda manna, er les pær. Tíminn er öruggasta boðleiðin til flestra neytend- anna í landinu. — Þeir, sem vilja kynna vörur sínar sem flestum, auglýsa pœr pess vegna í Tímanum Bókaútgáfa S. U. F. biður umboðsmenn sína að leggja sig fram um söfnun á- skrifenda að næsta bindi ritgerffasafns Jónasar Jónssonar. Alla áskriftalista þarf að senda innan skamms til Jóns Helgasonar, pósthólf 961, Reykjavík. Verð bókarinnar er 5 krónur óbundin, 7,50 í bandi. stað keypt ný 250 ha. „Hansa“ Dieselvél. Búizt er við að Arctic geti flutt um 400 smál. af frystum fiskflökum í einu eða um 450— 400 smál. af kolum eða annari þungavöru. Skipið ætti að geta komið hingað heim snemma í janúar. Umboðsmenn fiskimálanefnd- ar við skipskaupin voru þeir Óli Vilhjálmsson framkvæmdastjóri S. í. S. og Dir. Emil Nielsen í Kaupmannahöfn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.