Tíminn - 14.12.1939, Qupperneq 1
RITSTJÓRAR:
GtSLI GUÐMUNDSSON (ábm.)
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANDI:
FRAJVISÓKNARFLOKKURINN.
23. árg.
Rcykjavík, fimmtudagmn 14. des. 1939
145. blað
Sala Rauðkuverksmiðjunnar
00
011 bæjarstjórnín virðist sammála um sölu
verksmiðjunnar, ef hún selst fyrir
sæmílegt verð
Kommiinistar virðast hafa Alþýðuflokksmenn
©g Sjálfstæðismenn algerlega í vasanum.
Rússar undirbúa míkla sókn
Eins og menn muna vakti
hið svokallaða „Rauðku-
mál“ allmiklar deilur á síð-
astliðnu sumri. Fulltrúar
kommúnista, Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðuflokks-
ins í bæjarstjórn Siglufjarð-
ar vildu að bærinn léti
endurbyggja ög stækka
Rauðkuverksmiðjuna, sem
verið hefir eign hans nokk-
ur ár. Fulltrúi Framsóknar-
flokksins í bæjarstjórninni,
Þormóður Eyjólfsson ræðis-
maður, áleit hinsvegar æski-
legra að síldarverksmiðjur
ríkisins á Siglufirði yrðu
stækkaðar, þar sem það yrði
miklu ódýrara og hag-
kvæmara.
Þessi stefna hefir nú borið
hærra hlut, þar sem atvinnu-
málaráðherra hefir borið fram
frv. um heimild handa ríkis-
stjórninni til að stækka ríkis-
verksmiðjurnar á Siglufirði og
tryggð hafa verið kaup á helztu
vélum til þeirra framkvæmda.
Fyrir nokkru síðan var þetta
mál rætt á fundi Framsóknar-
félaganna á Siglufirði. Snérust
umræðurnar m. a. um það,
hvernig rekstri Rauðkuverk-
smiðjunnar yrði bezt fyrir
komið í framtíðinni og var sam-
þykkt með öllum greiddum at-
kvæðum að fela Þormóði Eyj-
ólfssyni að flytja eftirfarandi
tillögu í bæjarstjórninni:
„Bæjarstjórnin samþykkir að
bjóða síldarverksmiðjum ríkis-
ins síldarverksmiðju bæjarins,
AdalIundurFrani'
sóknariél. Reykja
víkur
Framsóknarfélag Reykj avíkur
hélt aðalfund sinn í gærkvöldi í
Kaupþingssalnum. Voru þar
fluttar skýrslur um starfsemi
félagsins á liðnu ári. Félags-
mönnum hefir fjölgað nokkuð
og fjárhagur félagsins er góður.
Stjórnin var endurkosin, en
hana skipa: Kristjón Kristjóns-
son formaður, Helgi Þorsteins-
son gjaldkeri og Runólfur Sig-
urðsson ritari. Sömuleiðis var
varastjórn endurkosin og eru í
henni: Guðm. Kr. Guðmunds-
son, Sigfús Halldórs frá Höfn-
um og Guðjón F. Teitsson. End-
urskoðendur voru kosnir Helgi
Lárusson og Sigurður Baldvins-
son. — í fulltrúaráð Framsókn-
arfélaganna hlutu kosningu:
Guðbrandur Magnússon, Guðm.
Kr. Guðmundsson, Halldór Sig-
fússon, Jón Eyþórsson, Ragnar
Ólafsson, Sigurður Jónasson og
Vigfús Guðmundsson, en auk
þeirra eiga sæti í fulltrúaráð-
inu stjórn félagsins og 8 full-
trúar frá F. U. F. í Reykjavík.
Varamenn voru kosnir Guðjón
Teitsson, Sigfús Halldórs, Sig-
urður Baldvinsson og Sigurður
Bjarklind. — Að loknum aðal-
fundarstörfum flutti Jörundur
Brynjólfsson alþm. ræðu um
„höggorminn“ svo nefnda. Urðu
fjörugar umræður um málið, en
vegna þess, hve liðið var á kvöld,
var umræðum frestað og ráðgert
að halda annan fund um málið
bráðlega. — 12 menn gengu í
félagið á fundinum.
svokallaða „Rauðku“, með til-
heyrandi lóð, sem takmarkast af
Gránugötu að norðan, girðingu
og Gránuverksmiðju að vestan,
og grunni verzl. Halldórs Jónas-
sonar að vestan, til kaups með
öllum húsum, vélum, bryggjum
og öllum mannvirkjum á lóð-
inni, fyrir kr. 200.000.00 — tvö
hundruð þúsund krónur. —
Salan fari fram fyrir næstu
áramót, ef um semur við ríkis-
verksmiðjurnar."
Þormóður lagði þessa tillögu
fyrir fund bæjarstjórnar 6. þ.
m. Þegar átti að taka hana til
umræðu reis forseti bæjar-
stjórnar, Þóroddur Guðmunds-
son kommúnisti, á fætur og las
upp dagskrártillögu, sem var
undirrituð af sjö bæjarstjórnar-
fulltrúum. Var aðalefni hennar
það, að þeir hefðu engan áhuga
fyrir málinu, legðu því til að
tillögunni yrði vísað frá og tek-
ið fyrir næsta mál á dagskrá.
Lýsti Þóroddur síðan yfir því,
að dagskrártillöguna mætti ekki
ræða og yrði því strax gengið
til atkvæða um tillöguna. Var
tillagan síðan samþykkt með
atkvæðum íhaldsmanna, kom-
múnista og jafnaðarmanna.
Þormóður mótmælti strax þess-
ari ofbeldissinnuðu aðferð, sem
væri brot á öllum fundarsköp-
um, þar sem flutningsmanni
væri varnað að halda fram-
söguræðu. Snéri hann sér síðan
til áheyrenda og sagðist myndi
flytja ræðuna, þegar bæjar-
stjórnarfundinum væri lokið.
Gerði hann jafnframt ráðstaf-
anir til að tryggja sér húsið.
Að loknum bæjarstjórnarfund-
inum flutti Þormóður ræðu sína
og talaði í 1% klst. Langflestir
þeir, sem höfðu verið á bæjar-
stjórnarfundinum, hlýddu á mál
hans og var að því gerður góður
(Framh. á 4. síðuj
Blárefasýning var haldin i Borgar-
nesi í fyrradag. Er það eina refa-
sýningin fyrir blárefi einvörðungu, er
haldin er hér að þessu sinni. Á sýn-
inguna var alls komið með 33 dýr,
mörg þeirra mjög falleg. Voru þau
öll úr Borgarfjarðarhéraðinu. Af þess-
um dýrum hlutu 16 fyrstu verðlaun,
þar á meðal tvö dýr sérstaklega verð-
mœts afbrigðis, og telur H. J. Hólm-
járn loðdýrarœktarráðunautur, er var
sýningardómari, ásamt Ásgeiri Ólafs-
syni dýralækni í Borgarnesi, að hann
hafi aldrel, hvorki hérlendis né er-
lendis, séð slík dýr. Norðmaður einn,
sem staddur var á Borgarnessýning-
unni, þótti öðru þessara dýra svipa
mest til refs, sem hlaut hæstu verð-
laun á blárefasýningu í Osló í fyrra-
vetur. Annað þessara dýra, grenlægja,
yrðlingur frá Svignaskarði, hlaut
verðlaunabikar, sem þeir höfðu gefið
til sýningarinnar, Runólfur Sveinsson
skólastjóri á Hvanneyri og Magnús
Jóhannesson ráðsmaður á Litlu-Drag-
eyri í Skorradal. Hitt dýrið var frá
Grímsstöðum, grenlægja, er fönguð
var sem yrðlingur af grenjaskyttum
þar vestur á Mýrunum. Hallgrímur
Níelsson á Grímsstöðum, sem síðan um
aldamót hefir fengizt við að ala upp
yrðlinga, er teknir hafa verið úr grenj-
um, og mun hafa tekizt slikt fyrir
hendiu: einna fyrstur samlendra
manna, hefir látið svo um mælt, að
hann hafi aðeins einu sinni séð blá-
ref, er líktist þessari tæfu.
Jón Jónssonl
Irá Stóradal
andaðist í morgun af afleið-
ingum uppskui'ðar i sjúkrahúsi
hér í bænum.
Hann var maður á sextugs-
aldri, fæddur 8 septembermán-
aðar 1886, sonur Jóns bónda á
Guðlaugsstöðum og síðar í
Stóradal, Guðmundssonar, og
konu hans Guðrúnar Jónsdóttur
alþingismanns á Sólheimum,
Pálmasonar.
Jón í Stóradal fór ungur til
náms í lærða skólann í Reykja-
vík, en hætti námi. Árið 1910
gerðist hann bóndi í Stóradal
og bjó þar æ síðan. Jón var
landskjörinn þingmaður árin
1929—1933. Hann átti lengi sæti
í stjórn Kaupfélags Austur-
Húnvetninga og jafnan einn
helzti forvígismaður þess. Hann
átti og sæti í stjórn Búnaðar-
félags íslands og mörgum fleiri
trúnaðarstörfum gegndi hann.
Jón var kvongaður Svein-
björgu Brynjólfsdóttur smiðs á
Eyrarbakka, Vigfússonar.
Jólatónleíkar
Tónlístaiíélagsíns
Tónlistarfélagið hefir að
þessu sinni vandað mjög til
jólatónleika sinna. Verða það
hinir stórfenglegustu tónleikar,
sem efnt hefir verið til hér á
landi. Tónverk það, sem hér er
um að ræða, er um að ræða, er
Sköpunin eftir Joseph Haydn.
Þykir það eitt hið ágætasta tón-
verk þessa fræga tónskálds. Er
það í þremur köflum og standa
tónleikarnir yfir í tvær klukku-
stundir. Stjórnandi verður Páll
ísólfsson. Söngmenn þeir, er að-
stoða við tónleikana, verða alls
70—80, og einsöngshlutverk eru
fimm. Einsöngvararnir eru
Gunnar Pálsson, Arnór Hall-
dórsson, Sigurður Markan, Guð-
rún Ágústsdóttir og Elísabet
Einarsdóttir.
Hljómsveitin er skipuð rösk-
lega 30 manns.
Að æfingunum hefir verið
unnið rösklega um mjög langt
Samkvæmt símtali við Jón H. Fjall-
dal bónda á Melgraseyri við ísafjarð-
ardjúp, er tíðarfar þar um slóðir milt,
snjólaust í byggð, en lítilsháttar frost.
Fiskafli við Djúp hefir verið dágóður
í haust og sæmilegar gæftir. Verðlag
á fiskinum þykir einnig hagstætt og
er hann seldur í togara fyrir 23 aura
kgr. með haus og hala. Á hreyfilbáta
frá Ögurvík hafa fengizt 400—500 kr.
í hlut siðan í byrjun septembermán-
aðar og þykir það allgott.
t t t
Tékkneskur norræmmemi, Karel
Vorovka að nafni, hefir i haust ferð-
azt milli skólanna hér og flutt fyrir-
lestra um slafnesk málefni, landshætti
og þjóöarhætti, einkum þó að því er
tekur til Tékka. Hefir hann þegar flutt
þessa fyrirlestra að Laugarvatni,
Haukadal, Reykjum í Ölfusl og
Hvanneyri. Sem stendur er Karel Vo-
rovka í Reykholti. Þaðan hyggst hann
að leggja leið sina fótgangandi norður
í land og til Vestfjarða og mun halda
áfram fyrirlestrum sinum eftir ára-
mótin. Hann hefir áður dvalið hér á
landi, meðal annars verið tvö sumur
í kaupavinnu í Skagafirði. En sam-
tals hefir hann verið hér seytján
mánuði. Hann hefir numið norræn
fræði við háskólann í Prag og síðar í
Lundi i Svíþjóð. Nú hyggst hann að
Ijúka norrænuprófi við háskólann hér.
t r r
Fréttaritari blaðsins á Flateyri skrif-
Fregnir þær, sem berast af
stríði Rússa á hendur Finn-
lendingum, benda ótvírætt til
þess, að rússnesku herstjórn-
endurnir hyggi á mikla sókn
hina næstu daga. Hafa Rússar
flutt slíkt ógrynni liðs til landa-
mæranna, að þeir eru nú álitnir
hafa þar fjórfalt eða jafnvel
fimmfalt meiri herafla á að
skipa heldur en Finnar. Að
sama skapi hafa þeir dregið
mikið að af hergögnum, flug-
vélum, bryndrekum, stórskota-
byssum og vélbyssum. Mun nú
ætlun Rússa sú, að brjótast í
gegn um varnarlínur finnska
hersins, hvað sem það kostar.
Er það enda mála sannast, að
rauði herinn hefir þegar beðið
mikinn álitshnekki, vegna þess
hve seint og löðurmannlega
sóknin hefir gengið. Eftir
tveggja vikna styrjöld heldur
hinn fámenni her Finna velli
víðast hvar og hefir hvergi lát-
ið verulega undan síga, en
Rússa her, sem í upphafi var
óttast að gæti lagt allt landið
undir sig á fáum dögum, hefir
hins vegar beðið gífurlegt tjón
liðskosts og herbúnaðar. Nú
mun herstjórnin rússneska
hyggja á hefndir. Stórfelld sókn,
sem Finnar fái eigi staðizt, á
að endurlífga trúna á ágæti
hins rauða hers.
Skoðanir manna á því, hvort
Rússum muni takast að hrekja
Finna á flótta eða sigra varnar-
stöðvar þeirra, þrátt fyrir allan
liðskostinn, eru mjög skiptar.
Margir hernaðarlegir sérfræð-
ingar álita, að Finnar geti enn
um skeið haldið velli, þótt Rúss-
ar herði sóknina allt hvað þeir
mega, eins og allt er í pottinn
búið, ekki sízt ef veðurskilyrði
verða sæmilega hagfelld varn-
arliðinu.
Hina síðustu daga hafa enn
sem fyrr verið að berast fregnir
um herfang, sem Finnar hafi
náð, bæði hergögn og fanga.
skeið, oft margar æfingar á dag.
Ákveðið hefir verið, að tón-
leikar þessir verði haldnir í bif-
reiðaskála Steindórs við Sel-
landsstíg á mánudagskvöldið
kemur. Er talið að rúm fyrir um
2000 manns sé í skálanum.
ar: Tíð hefir verið einmuna góð í Ön-
undarfirði í haust; snjór er svo lítill,
að á sumum bæjum hefir ám ekkert
verið gefið til þessa. Sex vélbátar róa
héðan með línu og afla sæmilega. Fóru
þeir um 20 sjóferðir hvor í nóvember-
mánuði, er það einstakt hér á þessum
tíma árs. Hásetahlutir voru um og yfir
300 krónur á þeim mánuði. Aflinn hef-
ir að mestu verið seldur í togara. Hrað-
frystihúsið hér hefir ekki getað starfað
undanfarið, vegna þess að birgða-
geymar þess eru fullir, þar sem erfið-
lega gengur að koma framleiðslunni á
markaði — vegna stríðsins. Kartöflu-
uppskeran í Önundarfirði nú í haust
var um fjórum sinnum meiri en sið-
astliðið ár. Stafar það aðallega af góðri
sprettu, en að nokkru af aukinni rækt-
un. Bindindishreyfingin er vel vak-
andi á Flateyri. Stúkan er fjölmenn
og aðaldriffjöður félagslífsins í þorp-
inu. Fimm af félögum hennar fóru í
nóvembermánuði á vegum umdæmis-
stúkunnar á Vestfjörðum í fyrirlestra-
ferðir um vesturfirðina. Á almennum
borgarafundi, höldnum hér fyrir
skömmu var einróma samþykkt á-
skorun til alþingis, um að samþykkja
frumvarp þeirra Bjarna Bjarnasonar
o. fl. um breytingar á áfengislöggjöf-
inni. Fimleikanámskeið hélt íþrótta-
félagið Grettir i nóvember. Tóku þátt
í því 20 stúlkur, 20 piltar og 6 konur.
Kennari var Gísli Kristjánsson frá
Bolungavík.
Hins vegar virðast Finnar sjald-
an missa menn eða vopn í hend-
ur Rússum, svo nokkru nemi.
Aðrap fréttlr.
Málefni Finna og Rússa eru
nú til umræðu á Þjóðabanda-
lagsþinginu. Er búizt við að nið-
urstaðan af þeim umræðum
verði sú, að Rússlandi verði vik-
ið úr Þjóðabandalaginu. Rússar
hóta því aftur á móti að slíta
stjórnmálasambandi við þær
þjóðir er greiði atkvæði með
brottvikningunni. 14 manna
nefnd hefir gert ályktun
um þessi mál, og er þar sagt, að
Rússar hafi gerzt brotlegir við
Þjóðabandalagssáttmálann og
milliríkjasáttmála sína og skor-
að á meðlimi Þjóðabandalagsins
að styrkja Finna, en forðast allt
það, er gæti orðið Rússum til
léttis. í nefnd þessari áttu full-
trúar Svía og Norðmanna sæti
og hafa þessar þjóðir sætt afar-
hörðum árásum í Moskva vegna
afstöðu sinnar.
Ný stjórn hefir verið sett á
laggirnar í Svíþjóð undir for-
ystu Per Albin Hansson. Eiga í
henni sæti menn úr jafnaðar-
mannaflokknum, bændaflokkn-
um, hægri flokknum og frjáls-
lynda flokknum. Utanríkismála-
ráðherra í stað Richards Sand-
ler, sem greindi á við samráð-
herra sína um mikilvæg utan-
ríkismáþer C. E. Gúnther, sendi-
herra Svía í Oslo. Sandler hefir
gert grein fyrir ágreiningnum,
sem risið hefir milli sín og ann-
arra stjórnarmeðlima, og segir
hann einungis hafa verið varð-
andi víggirðingu Álandseyja. Per
Albin Hansson forsætisráðherra
flutti ávarp til sænsku þjóðar-
innar í útvarpið og fór þar mikl-
um viðurkenningarorðum um
Sandler. Hann kvað nýju stjórn-
ina vilja styðja Finna á þann
hátt, sem hlutleysi landsins
leyfði.
Alstaðan
til kommúnista
Sampykktir iundar í
F. U. F. í Reykjavík
Félag ungra Framsóknar-
manna í Reykjavík hélt fund
síðastliðið þriðjudagskvöld. Var
rætt um starfsemi kommúnista
og afstöðuna til þeirra.
Ræðumenn voru allmargir og
voru allir á einu máli. Að um-
ræðum loknum voru samþykkt-
ar eftirfarandi tillögur:
„Fundur í Félagi ungra Fram-
sóknarmanna í Reykjavík, hald-
inn 12. des. 1939, telur kom-
múnista (Sameiningarflokk al-
þýðu — Sósíalistaflokkinn) hafa
sýnt það með afstöðu sinni til
styrjaldarinnar í Finnlandi og
annari afstöðu sinni til alþjóða-
mála seinustu vikurnar, að þeir
myndu reiðubúnir til að gerast
landráðamenn og vinna gegn
sjálfstæði þjóðarinnar, hvenær,
sem þess væri krafizt af Al-
þjóðasambandi kommúnista.
Fundurinn skorar því á allan
almenning í landinu að sýna
þessari afstöðu kommúnista þá
andúð,. sem hún verðskuldar,
og gera það á þann hátt að láta
þá engin áhrif hafa á opinber
mál og forðast alla samvinnu
við þá í félagslegum efnum.
Fundurinn hvetur almenning
jafnframt til þess, að fylgjast
vel með starfsemi annarra
þeirra manna, sem hafa svipaða
afstöðu í þessum málum, en eru
dulbúnir í öðrum flokkum, og
láta þá sæta sömu andúð og
kommúnista.“
í sambandi við síðustu máls-
grein tillögunnar má geta þess,
að framsögumaður minntist
nokkurra u m m æ 1 a ýmsra
manna innan Sjálfstæðisflokks-
ins, sem hefðu hvatt flokks-
(Framh. á 4. síðuj
A viðavangi
Á Alþingi er nú fram komið
frumvarp um friðun Eldeyjar,
er fimm þingmenn neðri deildar,
Bjarni Asgeirsson, Pálmi Hann-
esson, Jörundur Brynjólfsson,
Bergur Jónsson og Sigurður
Kristjánsson flytja. Er í frum-
varpi þessu lagt til, að þungar
fjársektir verði lagðar við öllum
yfirtroðslum varöandi friðun
Eldeyjar, eggjaráni og fugla-
drápi.
* * *
Magnús Björnsson fuglafræð-
ingur hefir manna mest barizt
fyrir friðun Eldeyjar. í haust
ritaði hann itarlega grein í
Dýraverndarann um íriðun eyj-
arinnar og verndun súlustofns-
ins, er hann sýndi fram á, að
væri í mestu hættu hér viö land
og gæti hægiega orðið aldauða
á fám árum. Var þessarar grein-
ar getið i Timanum á sínum
tíma og tekiö rækilega í streng
með Magnúsi. Varpstaðir súl-
unnar hér við land eru þrir, 1
Eldey, Vestmannaeyjum og
Grímsey, og er álitiö að hér viö
land séu eigi til nema sem næst
20—25 þúsund fuglar. Það heíir
boriö tii, að efnt heíir verið til
leiöangra í varpstaöi súlunnar
til aö drepa ungana, og er þess
skemmst aö minnast, aö í sum-
ar voru 3000 súluungar drepnir
í Eldey og uröu veiöimennirnir
að skilja um 2000 eftir í eyjunni,
en komust sjálfir viö illan leik á
brott. Auk þess sem súiustofn-
inum er hætta búin vegna þess,
hve auðvelt er að tortima fugl-
inum, legst hér á sömu sveif, að
fugiinn verður eigi kynþroska
fyrr en hann er 4—5 ára, hver
hjón eiga aöeins eitt egg á ári
og ungarnir vanhaldasamir. Hér
þarf þvi aö létta af þeirri plág-
unni, sem er á valdi mannanna,
ef forða á aleyöingu. Hér vill
líka svo vel til, að enginn maður
á minnsta rétt eða tilkall til
veiðihiunninda í Eldey, og því
ekkert frá neinum tekið, þótt
eyjan veröi friðuð.
* * *
Það hefir löngum einkennt
íslendinga, að þeir hafa litt
kunnað sér hóf í samskiptum
við fósturland sitt og gæöi þess.
Hér hefir veriö drepið á aðbúð-
ina að súlustofninum. Mörg
fleiri dæmi eru hendi nærri af
svipuðu tagi. Nýlega hefir sann-
azt, að aðeins örfá hreindýr eru
eftir í landinu. Rjúpnamergðin
er ekki nema lítill hluti þess,
sem var fyrir einum áratug,
þrátt fyrir gott árferði. í ám og
vötnum hefir ■ lax og silungur
gengið til þurrðar vegna gegnd-
arlausrar veiði. Svipuð hefir að-
búðin að gróðrinum verið, að
minnsta kosti skógunum.
Reiaeign lands-
manna er 8010
dýr
Eins og frá hefir verið skýrt í
Tímanum er refamerkingum í
ár lokið fyrir nokkru. Loðdýra-
ræktarfélaginu hafa nú borizt
allar skýrslur um merkingar og
hefir Metúsalem Stefánsson
greint blaðinu svo frá niður-
stöðum þeirra:
— Silfurrefayrðlingar, sem
merktir voru í haust, voru alls
3700, en 2300 í fyrra haust. Full-
orðnir silfurrefir eru nú 2760, en
1960 í fyrra. Eru silfurrefir
landsmanna því nú alls 6460 og
hefir silfurrefastofninn aukizt
um rösklega 50% frá því í fyrra;
var þá 4260 dýr.
Blárefayrðlingar, merktir í ár,
voru alls 960, en 440 í fyrra, og
fullorðnir blárefir nú 590, en
340 í fyrra. Blárefaeignin er því
nú 1550 dýr, en var 780 dýr í
fyrra. Hefir blárefunum því
fjölgað sem næst um 100%.
Alls eiga landsmenn nú um
8010 refi, en áttu í fyrra 5040.
A KiK-ossca-öTTjniÆ
Blárefasýning í Borgarnesi. — Úr ísafjarðardjúpi. — Fyrirlestrar um Tékka.
— Úr Önundarfirði. —