Tíminn - 14.12.1939, Blaðsíða 3
145. blafS
5ZO
IVN, fimmtndagmn 14. des. 1939
579
B Æ K U R
A N N A L L
Þórður Kristleifsson:
Tónlístarmenn I. Út-
gefandi ísafoldar-
prensmiðja. Verð kr.
5.00, 120 bls.
íslendingar hafa alltaf unnað
orðsins list — skáldskaparlist-
inni. Þeir hafa líka jafnan haft
litla möguleika til að njóta ann-
arra listgreina. Menningarlífi
þjóðarinnar hefir lengst af ver-
ið þannig háttað, að eigi hafa
gefizt tækifæri til fjölbreyttra
listiðkana.
Á síðustu áratugum hefir orð-
ið á þessu mikil breyting. ís-
lendingar leggja nú stund á
margar listgreinar, sem áður
voru hér lítið eða ekkert þekkt-
ar. Með bættum ytri skilyrðum
hefir listhneigð þeirra getað
notið sín við ný og margvísleg
viðfangsefni. Þar hafa þeir einn-
ig reynzt vel hlutgengir og sýnt
ótvíræða hæfileika til afreka.
Allir munu fagna því, að ís-
lenzkt menningarlíf hefir þann-
ig orðið fjölbreyttara. Útvarps-
hlustendur eiga þess nú til dæm-
is kost, að hlýða á tónverk, sem
áður var ekki hægt að flytja
nema í sönghöllum stórborg-
anna. — Útvarpið getur án efa
átt mikinn þátt í að efla hljóm-
listarlíf og söngmennt þjóðar-
innar. Enn mun þó tónlistar-
flutningur þess ekki njóta al-
mennt eins mikilla vinsælda og
flest annað, sem það flytur. Til
slíks liggja ýmsar orsakir. Það
eru skiptar skoðanir um, hvers
konar tónlist eigi einkum að
flytja. Aðalástæðan mun þó vera
önnur. — Margir íslendingar
vita mikið um helztu innlenda
og erlenda rithöfunda. Þeir hafa
lesið bækur þeirra, geta rætt
um þær af þekkingu og áhuga
og kunna skil á helztu bók-
menntastefnum. Hins vegar nær
þekking þeirra á tónlistar-
mönnum og tónverkum yfirleitt
miklu skemmra. Þessi mismun-
ur er eðlilegur. Bókmenning
þjóðarinnar er gömul og þrosk-
uð, en tónlistarmenning hennar
er enn í bernsku. Þar er mikið
kynningar- og fræðslustarf ó-
unnið.
ísafoldarprentsmiðj a hefir nú
gefið út mjög aðgengilegt
fræðslurit um 5 heimsfræga
tónlistarmenn. Það er samið af
Þórði Kristleifssyni, söngkenn-
ara héraðsskólans á Laugar-
vatni. — Fyrsti og lengsti kafli
þess fjallar um þýzka tónsnill-
inginn Ludvig von Beethoven.
Saga hans er bæði merkileg og
sérstæð. Þrátt fyrir slæmt upp-
eldi tekst honum að afla sér
góðrar hlj ómlistarmenntunar og
tónverk hans ná brátt mikilli
hylli. En saga hans er ekki að-
eins um mikla og merkilega
Afmæli.
Vilmundur Ásmundsson verka-
maður í Ánanaustum C í Ryík
varð sextugur 9. desember síð-
astliðinn. Vilmundur hefir bú-
ið hér í bænum í um tuttugu
ár, en er ættaður úr Árnessýslu
og dvaldi þar fyrri hluta æfi
sinnar. Hann er kvæntur Val-
gerði Jónsdóttur og eiga þau
hjón sex börn.
frægð. Hún er líka raunasaga.
Rétt þegar hann er orðinn full-
þroska listamaður tekur heyrn
hans að bila, og síðar verður
hann alveg heyrnarlaus. Vel
ætla, að æfistarfi tónskáldsins
væri nú lokið. En eftir þetta
minna afrek hans helzt á krafta-
verk. Nú semur hann flest þau
tónverk, er sigildust þykja og
lengst munu halda nafni hans á
lofti. — Hér segir einnig frá
sjónlausa orgelsnillingnum B.
Pfannstiehl. Saga hans minnir
að sumu leyti á sögu Beethovens,
þótt þeir væru annars ólíkir í
flestu.
Einn þátturinn er um Jóhann-
es Brahms. Hann var allt í senn:
ágætur píanoleikari, söngstjóri
og tónskáld. Mikið af verkum
hans hefir verið flutt í Rikisút-
varpið af hijómplötum. Um það
kemst höfundurinn svo að’ orði:
„Sólskríkjurnar með undirleik
næturgalanna syngja enn sína
fögru söngva í tónverkum
Brahms.“ Bókin er víða skrifuð
í mjög skáldlegum stíl, enda get-
ur slikt vel hæft efninu.
Enn eru i bókinni frásagnir
um tvo söngvara.
Jenny Lind var viðfrægasta
söngmær síðustu aldar. Hún
hefir stundum verið kölluð
sænski næturgalinn, og var einn
af glæsilegustu fulltrúum nor-
rænnar songlistar. — Hér er
líka kafli um einn frægasta
söngvara ítala, en þeir hafa
löngum verið öndvegisþjóð í
sönglist. Enrico Caxuso fæddist
i borginni Napoli, sem þessi fal-
lega setning hefir verið sögð um:
„Sjá Napoli og dey síðan.“ Car-
uso starfaði í söngleikahúsum
um nálega 20 ára skeið og mun
vera frægasti tenórsöngvari,
sem uppi hefir verið. Áður en
hann andaðist, hafði grammó-
fónninn og hljómplatan borgið
söng hans. Þess vegna er starf
hans ekki aðeins tengt liðnum
tíma. Um ókomin ár geta allir
þeir, sem unna fögrum söng
haldið áfram að njóta listar
hans. —
Tónlistarmenn I. er vönduð
bók, bæði að frágangi og efni.
í henni eru myndir af hinum
5 listamönnum. Höfundurinn
skrifar um þá af mikilli vand-
Tflkyniiing
tíl kaupenda TÍMANS.
Hér með er skorað á alla kaupendur Tím-
ans, sem ekki hafa þegar greitt lelaðið fyrir
yfirstandaudi ár, að borga andvirði þess fyr-
ir lok þessa árs, annaðhvort beint til af-
greiðslunnar í Heykjavík eða innheimtu-
manna í viðkomandi héruðum. Þeir viðtak-
... . .• ramif.'' samsm
endur hlaðsins, sena ekki greiða verð þess,
mega gera ráð fyrir að hætt verði að senda
þeina blaðið.
ÚtgáSustjórn Tímans.
virkni og samúð og tekst að
veita ágæta fræðslu um líf
þeirra og starf.
Þórður Kristleifsson er mjög
duglegur söngkennari og hefir
sérstaklega mikinn áhuga á allri
hljómlist. Hefir hann þegar sýnt
það, bæði í kennslustarfi sínu
og með ritstörfum um þessi mál.
Þessi bók mun verða mjög
kærkomin tónlistarvinum víðs
vegar um land. Hún mun aðeins
vera byrjun á því starfi, sem
höfundurinn hyggst að vinna
til að kynna hér sögu tónlistar-
innar og afreksmanna í þeixri
grein. Er ekki hægt annað að
segja en vel sé af stað farið.
Jón Emil Guðjónsson.
J. Swift: Ferðir Gulli-
vers I. — R. Kipling:
Litli fílasmalinn. —
Heimdallur. Bókaút-
gáfa. Reykjavík.
Báðar þessar bækur eru eftir
heimsfræga brezka rithöfunda.
Saga Gullivers í Putalandi hefir
verið gefin út á íslenzku áður,
og munu margir kannast við
hana.
Swift var uppi 1667—1745.
Hann var fyrst og fremst ádeilu-
skáld. Sumar af sögum hans eru
þó sígildar barnabókmenntir.
„Ferðir Gullivers“ hafa náð mik-
illi frægð. Sú bók er alls í fjór-
um köflum. Þessi fyrsti hluti er
prýddur mörgum myndum um
hið æfintýralega ferðalag til
Putalands. Annar kaflinn mun
verða gefinn út mjög bráðlega.
Þar segir frá Gulliver í Risalandi.
— í þessurn fyrra hluta bókar-
innar nýtur hugmyndaflug
skáldsins og gamansemi sín vel.
Sérstaklega mun frásögnin grípa
svo hug unglingsins, að hann
vill helzt ekki hætta fyrr en
lestri bókarinnar er lokið. —
Kipling fékk bókmenntaverð-
laun Nobels árið 1907. Bækur
hans eru mjög fjölbreytilegar að
efni. Hann var ljóðskáld, en
og leiðtogum úr hópi gamalla
nemenda mætti vænta mikils
áhuga um skóla þann, er þeir
höfðu dvalið í. Þetta hefix ekki
reynzt svo, og skólarnir eru enn
of ungir til þess, að nemendur
þaðan hafi ennþá svo fasta að-
stöðu um mannaforráð í átt-
högum sínum, að ástæða sé til
að halda því formi. Er þess
vegna hér lagt til, að stofnend-
ur og sýslunefndir velji eins og
í upphafi skólanefndarmenn,
nema formanninn. Að sjálf-
sögðu koma gamlir nemendur
síðar í stjórn skólanna, en þá
koma þeir af því, að þeir eru
áhrifamenn í héraði, en ekki
elngöngu sem gamlir nemend-
ur. Er hér gert ráð fyrir, að
skólanefndir við alla héraðs-
skólana verði endurskipaðar 1
vetur, vegna þess að skólarnir
breytast að verulegu leyti með
lögum þessum, auk þess sem
þeir verða allir að endurskoða
reglugerðir sínar fyrir næsta
haust.
Fram að þessu hafa héraðs-
skólarnir yfirleitt ekki beinlínis
gert ráð fyrir, að skólastjóri og
kennarar hafi þurft að dvelja
á skólaheimilinu nema vetrar-
tímann, og ef til vill vorið.
Sumstaðar hafa skólanefndirn-
ar leigt óviðkomandi mönnum
skólahúsin til gistihúshalds yfir
sumarmánuðir^a. Kaupgreiðsla
til starfsmanna skólanna hefir
verið bundin við vetrarmánuð-
ina.
Reynslan hefir sýnt, að þessu
má ekki svo fram fara. Það þarf
að tengja skólastjóra og kenn-
ara við skólana allt árið. Það
er vandasamt að gera þann stað
að fyrirmyndarheimili fyrir
ungt fólk, sem er svo að segja
lagður í eyði hálft árið. Hér er
stefnt að því, að skólastjóri og
kennarar hafi heimili og starfs-
svið á skólaheimilinu bæði vet-
ur og sumar, að fráteknu á-
kveðnu sumarleyfi. Það er full-
sannað, að í sveit er ekki hægt
að vera iðjulaus, hvorki vetur
eða sumar. Ef kennari við hér-
aðsskóla fær nægilegt lifibrauð
af vetrarstarfi sínu og ráfar um
eins og slcuggi á sumrin, þá
leiðist honum lífið, og lærisvein-
ar skólans finna, að hann á ekki
heima í starfslífi sveitanna.
Enginn maður getur verið raun-
verulega æskilegur starfsmaður
við héraðsskóla, nema hann sé
sívinnandi, líkamlega eða and-
lega vinnu, og að hann hafi
nautn af að vinna. Þessir skól-
ar þurfa hrausta og lífsglaða
athafnamenn í starfslið sitt, af
því að tilgangurinn er að gera
nemendurna að hraustum og
áhugasömum mönnum.
Við hvern héraðsskóla verð-
ur að hafa búskap. Sumstaðar
á við, að skólinn sjálfur starf-
ræki stórbú. Kennarar h^fa þá
víða skilyrði til garöræktar og
gróðurhúsaræktar. Á öðrum
stöðum eru skilyrðin á þann
veg, að hver kennari hefir smá-
bú fyrir sig og sinnir því á
sumrin, en hefir eftirlit með því
á vetrum. Þar, sem gistihús er
rekið, þarf venjulega skóla-
stjóra eða tiltekinn kennara til
að hafa yfirumsjón með rekstr-
inum. En auk þess eru fjölmörg
störf í skólans þágu fyrir kenn-
arana, svo sem að sinna skóg-
rækt og garðyrkjumálum, starfa
að byggingum og smíðum vegna
skólans, eða að rita í þágu skól-
ans bækur til afnota við kennsl-
una. Þar sem skólastjóri og
kennarar dvelja á skólastaðnum
sumarlangt og vinna að því að
fegra staðinn og bæta, þá
verður skólinn með þeim hætti
það, sem hann á að vera, ekki
aðeins stærsta heimilið í hér-
aðinu, heldur líka gott og
heilsusamlegt heimili.
Eitt af því, sem þarf að skipu-
leggja í hverjum héraðsskóla,
er að allir kennarar taki hönd-
um saman um að sinna nem-
endum, líka utan kennslustund-
anna. Skólastjóri og kennarar
verða að skiptast á um að sitja
2—3 til borðs með nemendum,
þó að þeir hafi annars heimili
fyrir sig. Ef kennarar sitja ekki
til borðs með nemendum, og
það fleiri en einn, kemur sjó-
búðarbragur á samlíf þeirra og
þeir læra ekki einu sinni venju-
lega mannasiði við borðhald. Á
sama hátt ber skólanefndum
að leggja á hendur kennara að
vera til aðstoðar og umsjónar í
heimavistum nemenda og í
svefnloftum, ef þau eru til.
Þetta er fram tekið hér af því,
að síðan kennarastéttin gerðist
fjölmenn, hefir tekið að brydda
á þeim hugsunarhætti, að kenn-
arinn væri aðeins verkamaður
fyrir ákveðið kaup í tímavinnu
hjá mannfélaginu. En þar, sem
sá hugsunarháttur ríkir, verður
lítið um uppeldisáhrifin í skól-
unum.
Niðurl. næst.
ekki síður snillingur í frásögn
hins óbundna máls. Hann hefir
m. a. lýst Indlandi og indversku
lífi dásamlega vel og skrifað
margar dýrasögur, sem oft hafa
á sér heillandi æfintýrablæ.
„Litli fílasmalinn“ er líka
mjög skemmtileg saga. Toomai |
er 10 ára indverskur drengur. i
Stærsti draumur hans er að
verða duglegur fílasmali. Hann
hefir alizt upp með Kala Hag,
sem er gamall svartur fíll, sem
faðir hans stjórnar. Toomai
lendir í miklum æfintýrum. —
Hann sér fíladansinn, sem eng-
inn maður hafði áður séð. Gamli
fíllinn hleypur með hann gegn
um myrkan frumskóginn inn í
skógarþykknið, þar sem fílarn-
ir stíga sinn hrikalega dans. —
Þessi saga hefir verið kvikmynd-
uð og er bókin prýdd ágætum
myndum úr þeirri kvikmynd.
Ceylon. 206 bls. Verð
8 krónur ób., 10 krón-
ur 1 bandi.
Indland er fjarlægur töfra-
heimur í huga sérhvers íslend-
ings. I þeirri veröld rúmast hin
indverska dulspeki, fakírar og
töframenn, og fágætt dýralíf og
gróðurfar. Nýlega hefir komið
út á íslenzku greinargóð bók,
sem mestmegnis fjallar um eyj-
una Ceylon við Indlandsstrend-
ur og lífið þar. Bók þessi er rit-
uð af þýzkum manni, John
Hagenbeck, bróður hins fræga
dýragarðseiganda í Hamborg,
Carls Hagenbecks, en íslenzkað
hefir Ársæll Arnason. Hann gef-
ur bókina einnig út.
Bókin hefst á stuttri frásögn
um bernskuár höfundarins og
hinn fyrsta kunningsskap hans
af ýmsum villtum dýrum, sem
fönguð höfðu verið í heim-
kynnum sínum og flutt til Norð-
urálfunnar á vegum bróður
hans. Ungur að aldri fór hóf-
undurinn leiðangur til Ceylon
til þess að veiða þar og kaupa
dýr, en síðar dvaldi hann í 25
ár í Ceylon við ýmsan atvinnu-
rekstur, þar til honum var vísað
úr landi í byrjun heimsstyrj-
aldarinnar 1914.
í bók þessari eru margar
skemmtilegar frásagnir um
(Framh. á 4. slðuj
20(
30°
45'
O S T A R
frá Mjólkursamlagi Eyfirðinga
alltaf fyrirlig-gfjandi
í heildsölu.
Samband ísl.samvinnuíélaga
Sími 1080.
Koníektöskjur
til jótagjaía
tekjuafgangur eítir árið.
C^kaupfélaqió
ÚTBREIÐIÐ TÍMANN
60
Margaret Pedler:
Laun þess liðna
67
mennilega gert sér grein fyrir, hvernig
þetta hefði skeö allt saman. Hún mundi
aðeins eftir því, að skellirnir í vélinni
höfðu allt í einu orðið háir og nálægir,
svo hafði verið skipað: „Inn með árarn-
ar, fljótt!" Svo hrikti í þegar öldurnar
lömdu þeim saman og á næsta andartaki
laut einhver yfir borðstokkinn til henn-
ar, hún fann sterkar hendur taka undir
hendur sér og heyrði hvassa rödd skipa:
„Takið utan um hálsinn á mér, — fast!“
Hún hafði ósjálfrátt hlýtt. Á næsta and-
artaki skullu bátarnir aftur saman niðri
í öldudal og öldufaldarnir gnæfðu beggja
vegna. Elizabet skelfdíst og fannst ó-
mögulegt annað en að báðir bátarnir
sykkju. Þá fann hún, að hún hófst á
loft og lenti í vélbátnum heilu og höldnu.
Þetta hafði allt skeð á svipstundu, en
samt aðeins nógu fljótt. Öldurnar, sem
höfðu skellt bátunum saman, hvolfdu
sér yfir litla róðrarbátinn svo að hann
hvarf algerlega, um leið og Elizabet hné
niður á bekkinn, og kom ekki í ljós aftur.
„Þarna vorum við mátuleg,“ sagði
köld rödd, sem bar keim af ofurlítilli,
biturri glettni.
Elizabet leit á manninn, sem hafði
bjargað henni. Hann var grannur og
brúnn. Hárið var brúnt og hörundið var
jafn dökkbrúnt og á Candy. Augun voru
góðleg og hreinblá, og sýndust vera bein
vatninu nema hún. Snöggvast ætlaði
Elizabet að verða úrvinda, þegar hún
horfði á hvitfyssandi iðuna milli báts-
ins og lands. En svo varð hún ákveðin
i því að láta ekki bugast og knúði sig
til þess að setjast aftur undir árar og
róa í áttina til lands.
Illviðrið jókst svo, að eftir fimm mín-
útur var þessi viðleitni hennar greini-
lega þýðingarlaus. Það lá við, að það
væri ógerningur að halda bátnum upp
í, vindurinn snéri honum sitt á hvað og
skvetturnar lentu alltaf öðru hvoru inn
yfir borðstokkana.
Nú var hættan orðin alvara! Þessi
fullvissa hafði skyndilega lamandi á-
hrif á Elizabet. Hætta á að drukkna —
lífshætta! Hún hafði aðeins farið til
þess að róa um sólglitrandi vatnið dá-
litla stund, eins og svo oft áður. Fyrir
stundarfjórðungi síðan hafði hún setið
á samanbrotnum ábreiðunum I bátnum
og látið sig dreyma dagdrauma. Og nú
virtist dauðinn fyrirsjáanlegur: sökkva,
niður í skuggalegt, óþekkt en ógnandi
djúp vatnsins. Það lá við að þetta væri
hlægilegt, það var einhvernvegin svo
ómögulegt. En þetta var allt í einu orð-
ið mögulegt og ekki einu sinni mögu-
legt, heldur hræðilega líklegt, já skelf-
andi vissa. Þessar hugsanir þutu gegn
um höfuð Elizabetar. Hún réri ákaft og