Tíminn - 14.12.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.12.1939, Blaðsíða 4
580 TtMllVIV, fimmtnclagiim 14» des. 1939 145. blað YSir landamærÍQ 1. „Nýir tímar“ nefndist blað, sem Héðinn Valdimarsson og félagar hans gáfu út á laugardaginn. Þar virðist koma fram sú skýring, að Olíuverzlun íslands hafi átt drjúgan þátt í úrsögn Héðins úr kommúnistaflokknum. Segir beinum orðum á einum stað, að Al- þvðuflokksmenn hafi gert ráð fyrir að Olíuverzlunin missti umboð sitt í Eng- landi, ef þeim tækist að stimpla Héð- in Rússlandsvin og hafi þeir því látið reka hann úr þingmannasambandi Norðurlanda. Falla orð blaðsins á þá leið, að ekki verður annað skilið en að það álíti, að þessi fyrirætlun Alþýðu- flokksmanna hefði heppnast, ef Héð- inn hefði ekki séð við lekanum og sagt skilið við kommúnista í tíma. Er það líka mjög trúlegt, að brezkir auð- kóngar vilji ekki hafa yfirlýsta komm- únista fyrir umboösmenn sína. Þykir blaðinu þessi ráðagerö Alþýðuílokks- manna hin lubbalegasta og er auð- sjáanlega hreykið yfir því, að Héðni skuli hafa heppnast að bjarga olíu- umboðinu. 2. Annars virðist skilnaður Héðins og kommúnista grunsamlega friðsamlegur og hefir sá orðrómur líka komizt á kreik, að hér sé aðeins um herbragð kommúnista að ræða. Þeim hafi verið ljóst, að Moskvaþjónustan myndi fæla marga fylgismenn þeirra frá þeim og þessvegna hafi þeir sent Héðin út af örkinni til að halda þessum mönnum eins nálægt byltingartrúnni og frek- ast væri unnt. Milli ilokksbrots Héöins og flokksbrots kommúnista eigi því aö vera fullkominn samvinna í verkalýðs- félögunum, en leynisamvinna í stjórn- málum. Þannig eigi að slá tvær flugur í einu höggi. Bjarga olíuumboðinu fyr- ir Héðinn og halda þeirn mönnum, er annars hefðu yfirgefið sameiningar- flokkinn, sem næst byltingarlinunni. Reynslan mun sýna hvort þessi tilgáta er rétt. En það mega Héðinn og kump- ánar hans vita, að slíkur blekkinga- leikur mun ekki koma að neinum not- um. Sá, sem vinnur meö kommúnistum eftir að þeir eru orðnir opinberir fjandmenn þjóðarsjálfstæðisins, er kommúnisti og er aðeins þaö verri en þeir, að hann þorir ekki aö ganga hreint til verks, heldur kemur fram í fölsku gerfi. Héðni Valdimarssyni mun því lítiö gagna úrsögnin úr sameining- arílokknum, ef hann heldur áíram eftir sem áður að vinna meö komm- únistum. 3. Sú saga gengur einnig, að lrinn íriðsamlegi skilnaður Héðins og komm- únista muni eiga rætui' sínar að rekja til þess, að gerzt hafi mjög leiðinlegur atburöur rétt áður en úrsögn Héöins var tilkynnt, og vilji báðir aðilar halda honum leyndum, en óttist að hann komi frarn í dagsljósið' ef rifrildið yröi mikið fyrst í stað. Þessi atburöur á aö hafa átt sér stað í sambandi við ágreining um plögg flokksins. Mun þetta allt skýrast áöur en langt um líður og er því óþarft að vera með nökkra spádóma nú. x+y. Aístaóa ííi kommúuista (Framh. af 1. síðu) menn sína til aö berjast gegn andstæðingunum af „brennandi ofstæki" og aö fleiru leyti myndi ekki svífast þess aö beita sömu aðferöum og kommúnistar, ef þeim gæfist aöstaöa til þess. Formaður félagsins minntist hinnar hreystilegu baráttu Finna fyrir þeim hugsjónum, sem væru islenzku þjóðinni helgastar. Um það mál sam- þykkti fundurinn eftirfarandi ályktun: „Fundur í F. U. F. í Reykjavík 12. des. 1939 lýsir samúð sinni með finnsku þjóðinni í frelsis- stríði hennar. Fundurinn dáir hreysti hennar og hugrekki og hyllir hana sem útvörð frelsis- ins.“ Báðar tillögurnar voru sam- þykktar í einu hljóöi. Ctr bæwum Stækkun Sundhallarinnar. Fyrir síðasta bæjarráðsfundi, sem haldinn var á föstudaginn síðastliðinn, lá bréf frá forstjóra sundhallarinnar, þar sem gerð er grein fyrir áætlunum og stækkun sundhallarinnar, svo að hægt væri að koma þar fyrir gufubað- stofum og kerlaugum. Mjólkur- og lýsisgjafir í barnaskólum bæjarins hófust á mánudaginn var. Á síðasta bæjar- stjórnarfundi bar Soffía Ingvarsdóttir fram þá tillögu, að hefja strax mat- gjafir í skólunum. Var tillögu vísað til bæjarráðs, er tók þá ákvörðun á fundi sínum á föstudaginn, sem hér getur um. Unglingar á refilstigum. Starfslið lögreglunnar hefir um skeið unnið að því að upplýsa ýmsa þjófn- aði, sem framdir hafa verið hér í bæn- um upp á síðkastið. Hefir þetta leitt til þess, að um tuttugu menn, nær allt unglingar innan tvítugsaldurs, hafa orðið sannir að sök um hnupl og grip- deildir. Þó munu eigi öll kurl komin til grafar enn. Ferðafélag íslands heldur Finnlandskvöld að Hótel Borg í kvöld og verður húsið opnað kl. 8.30. Rennur ágóðinn í samskotasjóðinn finnska. Sigurður Einarsson dósent flytur erindi um Finnland. Dans til kl. 1. Blindravinafélag íslands beinir því til þeirra bæjarbúa, sem kynnu að vilja gleðja blint fólk nú um jólin, að gjöfum og peningasendingum má koma til Þorsteins Bjarnasonar í Körfugerðinni í Bankastræti. Blint fólk 1 Reykjavík er um 65 að tölu, en nær 400 á öllu landinu. Dvöl, 3. hefti, 7. árg. er nýkomið út, fjöl- breytt og læsilegt að vanda. Vetrarhjálpin, er um þessar mundir að safna gjafafé og munum til starfsemi sinnar hér í Reykjavík. Fóru skátar um vest- urbæinn í fyrrakvöld og söfnuöu gjöf- um, en um austurbæinn í gærkvöldi. í vesturbænum söfnuðust alls 2035 krónur í peningum, en það er 725 krónum meira en í fyrra. í austur- bænum söfnuðust 3895 krónur í pen- ingum og er það 1640 krónum meira en í fyrra. Skátar þeir, sem unnu að söfnuninni, voru alls um 100. Úthlutun gjafa hefst á morgun, en alls hafa borizt um 500 hjálparbleiðnir nú þegar. Guðspekifélagar. Septíma heldur fund annað kvöld kl. 8.30. Efni: Rödd nýliðans. Jólin nálgast. Eins og að undanförnu tekur Mæðra- styrksnefndin á móti gjöíum til jóla- glaðnings handa fátækum mæðrum og börnum þeirra. Skrifstofa nefndarinn- ar í Þingholtsstræti 18 er opin daglega frá kl. 4—7. Þeir, sem vilja styrkja þessa starfsemi nefndarinnar, eru vin- samlegast beðnir að beina gjöfum sín- um þangað. Oft er þörf, en nú er nauð- syn. Mœörastyrksnefndin. Saía Rauðkuverksm. (Framh. af 1. síðuj rómur. Mun um 200 manns hafa verið þarna saman komið. Þeg- ar Þormóður hafði lokið máli sínu, vildi Þóroddur fá að tala, en Þormóður svaraði, að nú fengju bæjarfulltrúar ekki að tala, en öðrum fundarmönnum væri það heimilt. Enginn kvaddi sér þó hljóðs og stóð fundurinn því ekki lengur. Að vonum undu kommúnistar og fylgifiskar þeirra illa þessum endalokum og boöaði stjórn Rauðkuverksmiðjunnar því til almenns fundar siðastliðið Síldveiðískíp til sölu. LÍNUVEIÐARI, 100 smálestir, byggður 1923, raflýstur, með báta- dekki og davíðum, síldardekki og línuspili, mjög ódýrt til sölu. Lítil útborgun. MÓTORBÁTUR, 36 smálestir, byggður úr eik í Frederikssund 1917, með 75 hestafla nýlegum Völund-mótor, raflýstur, með síldardekki og línuspili. Þetta er einn af beztu bátum í ís- lenzka fiskibátaflotanum, og er verðið afar lágt, en talsverð útborgun, og bankatrygging fyrir eftirstöðvunum. MÓTORBÁTUR, 34 smálestir, byggður 1917, með nýlegri 110 hestafla June Munktel-vél, raflýstur, með síldardekki og línuspili. Burðarmagn 550 mál. Verðið lágt, og borgunarskil- málar mjög aðgengilegir. MÓTORBÁTUR, 11 smálestir, með nýrri 32 hestafla June Munktelvél. Báturinn er í sérstaklega góðu standi, og selzt mjög ódýrt. MÓTORBÁTUR, 27 smálestir, nýumbyggður, sterkur og góður ■ bátur. Skipinu fylgir gott dragnótaspil, og dragnótaveiðar- færi. í kaupunum getur fylgt, ef vill, reknetaútbúnaður og þorskanetaútbúnaður. MÓTORBÁTUR, 8 smálestir, með 25 ha. Dieselvél. Raflýstur. Dragnótaútbúnaður fylgir. Mjög ódýr. Útborgun 4000 krónur. MÓTORBÁTUR, 18 smálestir, byggður 1930, með nýrri Wick- manvél, raflýstur, með síldardekki og línuspili. Söluverð 24000 krónur. Útborgun 10000 krónur. Allar nánari upplýsingar gefur Óskar Halldórsson. mánudagskvöld. Töluðu þar af hálfu Framsóknarflokksins Þor- móður Eyjólfsson og Ragnar Guðjónsson kennari. Fjórir bæj- arfulltrúar, Þóroddur Guð- mundsson, Ole Hertewig, sem er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, H. Schiöth, sem var kosinn af Sjálfstæðisflokknum í bæjar- stjórnina og Gunnlaugur Sig- urðsson, sem er fulltrúi jafnað- armanna, báru fram svohljóð- andi tillögu: „Almennur borgarafundur haldinn 11. des. í bíóhúsinu á Siglufirði, skorar á bæjarstjórn- ina að láta engum takast að ná „Rauðku“ úr eign bæjarins fyr- ir lítið verð“! Var tillaga þessi samþykkt. í raun og veru er tillaga þessi ekkert annað en staðfesting á stefnu Framsóknarfélaganna, þar sem tillögumenn viröast ekkert hafa aö athuga við sölu verksmiðjunnar, ef hún verður seld fyrir sæmilegt verð að þeirra dómi. Hafa þeir þannig réttilega horfið frá þeirri stefnu, sem þeir hafa áður haft í mál- inu og glögglega var mörkuð í hinni furöulegu dagskrártillögu á bæjarstjórnarfundinum 6. þ. mánaðar. í sambandi við meðferð þessa máls vekur það einna mesta furðu, hversu bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna og jafnaðar- manna láta algerlega stjórn- ast af ráðum kommúnista. Þeir ganga meira að segja svo langt í þessum efnum, að þeir hjálpa kommúnistum til að beita full- komnu fundarofbeldi með því að leyfa flutningsmanni ekki að mæla fyrir tillögu sinni. Er þetta í fullkomnu ósamræmi við þá afstöðu, sem þingmenn og blöð þessara flokka hér hafa tekið til kommúnista og verður tæpast hægt að taka þau skrif og ummæli þeirra alvarlega, ef þeir gera ekki ráðstafanir til að leiðrétta framferði flokksbræðra sinna á Siglufirði. 58 Margaret Pedler: Laun þess liöna 59 látlaust, þótt hana verkjaði í hand- leggina, en öldurnar hentu litla bátn- um til og frá á milli sín, svo að hún réði ekki við neitt. Nú var kominn pollur í bátinn við fætur henni, ískalt vatn, sem barst ýmist aftur eða fram um bátinn. Eina ölduna braut á kinn- ungnum og ný gusa bættist við vatnið í bátnum. Elizabet beit á jaxlinn og réri áfram af alefli. Hún hafði enga von framar, bátinn myndi áreiðanlega fylla löngu áður en hún næði landi, en samt hélt hún áfram að róa sleitulaust. Hún var dálítið sljó, eins og þetta væri draumur, eða öllu heldur hræðileg martröð. En allt í einu heyrði hún rödd gegn um vindhvininn og ölduniðinn, manns- rödd. Einhver kallaði, kallaði til henn- ar yfir þyrlandi öldurnar. Hún hélt á- fram að róa en Ieit samt við, yfir öxl sér. Hún sá vélbát, sem veltist og hoss- aöist í áttina til hennar og við stýrið stóð karlmaður. „Haldið áfram! Haldið áfram!“ Elizabet heyrði ekki orðin, en hún sá, að hann veifaði hendinni til henn- ar og hún heyrði óminn af röddinni. Hún mældi með augunum vegalengd- ina milli bátanna. Vélbáturinn hentist til og frá, en streittist samt í áttina til hennar. Yrði hann nógu fljótur? Gæti hún haldið Carlottu á floti þangað til hann kæmi? Öldurnar létu eins og þær ætluðu að hrifsa árarnar úr höndum hennar. Hún tók á af öllum kröftum og reyndi að koma í veg fyrir að báturinn bærist flatur undan öldunum. Ef hún gæti haldið áfram í nokkrar mínútur enn, þá yrði hún hólpin. En hún var farin að þreytast. Handleggirnir virt- ust dofnir af þreytu og hendurnar krepptar og stirðar. Hún missti kjark- inn. Hjálpin var svo nálæg, en samt fannst henni ómögulegt að hún gæti haldið áfram baráttunni þangað til hún kæmi. „Öllu er óhætt! Enga veiklun! Hald- ið áfram!“ Aftur ómaði röddin gegn um veður- hljóðið. Nú gat hún heyrt orðin, hug- hreystándi, skipandi. Þau virtust knýja hana til þess að halda baráttunni á- fram. Hún hélt áfram og varð allt í einu viss um, að manninum, sem var á leið- inni til að hjálpa henni, myndi ekki mistakast. V. KAFLI. Maðurinn í vélbátnum. Elizabet dró andann léttara, svo tók vélbáturinn stóra veltu og hún hné nið- ur á breiðan bekkinn. Hún gat ekki al- SKIPAUTCERÐ Vegna ferðar e.s. GULLFOSS til Stykkishólms og Vestfjarða núú um helgina, fer m.s. ESJA héðan á föstudagskvöld beint til ísaf jarðar án viðkomu á Breiða- firði og Vestfjörðum. M. s. HELGI fer frá Reykjavík til Vest- mannaeyja n. k. laugardag. Flutningi veitt móttaka til hádegis sama dag. Góð Nokkuð margir kaup- endur Tímans munu bákakaun figa x- ár&- Dvalar. DOKSKaup { 2 Qg 3 árg eru samtals 58 hefti og í þeim m. a. yfir 100 stuttar skáldsögur. Þeir sem senda 10 kr. til afgr. fá 2. og 3. árg. burðar- gjaldsfritt til baka. Líka sendir ef ósk- að er gegn póstkr. Adr.: Dvöl, Rvík. Xlænsnafóður. Reynið hina bætaefnaríku varpblöndu H.F. FISKUR. — Sími 5472. ÞÚSUNDIR VITA að gæfa fylgir trúlofunarhring- unum frá SIGURÞÓR, Hafnar- stræti 4, Reykjavík. Bækur (Framh. af 3. síðu) lifnaöarhætti ýmissa dýra, eink- um fíla, og lýsingar á landi og þjóð. Lýsingar hans á lífi Ceyl- onbúa bera ekki aðeins vott um þekkingu hans á hinum fram- andi þjóðflokkum heldur og skilning á tilfinningalífi og lífs- viðhorfum og sannsýnu mati á manngildi þeirra, þótt vest- rænir menn hafi yfirleitt tam- ið sér að lita niður á þá. Bókin er því laus við þann kynþátta- þótta, sem því miður á sér víða seigar rætur. Þýðingin er lipurleg og und- antekningarlítið vel af hendi leyst. Á stöku stað má þó finna útlend orð, sem að sönnu eru tíðla notuð, bæði í ritmáli og talmáli, en þó auðvelt að sneiða hjá. Orð eins og „konsúlat", „hótel“, „registur“, „fag“, „dama“ og ef til vill fleira af sliku tagi. í öðru lagi má nefna orð eins og að „yfirvega“. Bókin er prýdd mörgum á- gætum myndum. Skortír fosfórefna- sambönd í fóðrið? (Framh. af 2. síðu) engum efa bundið, að steinefna- sambönd þau, sem finnast í heyinu, eru ófullnægjandi, og þá einkum fosfórsambönd, og það er gefið, að fleirum en bónda þessum mun reynast happa- drjúgt að sjá svo um, að ekki skorti steinefni í fóður kúnna. 8. nóv. 1939 Gísli Kristjánsson ° ——~GAMLA BÍÓ**o— Vinírnir Tilkomumikil og hrífandi fögur kvikmynd um sanna vináttu og fórnfúsa ást. Aðalhlutverkin leika fjórir heimsfrægir leikarar: ROBERT TAYLOR, FRANCHOT TONE, ROBERT YOUNG og MARGARET SULLIVAN Ihin glæsilega leikkona, sem öllum mun ógleyman- leg, er sáu myndina — „Aðeins ein nótt“. NÝJA BÍÓ--- Guli Iiershöfðmgmn Ensk kvikmynd er sýnir harð- vítuga baráttu enskra leyni- þjónustumanna í Kína gegn of- beldi uppreisnarforingjans Lu beldi uppreisnarforingjans Wu Ling. — Aðalhlutverkin leika: ADRIANNE RENN, GRIFFITH JONES og hinn heimsfrægi mongólski „karakter“-leikari INKIJINOFF. Aukamynd: Hnefaleikur um heimsmeistaratign Joe Lois gegn Max Schmeling, Börn fá ekki aðgang. Finnlandssöfnunín heldur áfraiu. Tekið á móti gjöfnm Iijá Rauða Kross íslands, Hafnarstræti 5, þriðju hæð, BókaverzEun Sigfúsar Eyinundssonar ©g l\or- ræna félaginu, Ásvallagötu 58. Sleðaíerðir barna Eftirtaldir staðir eru leyfðir fyrir sleðaferðir barna: Austurbær: 1. Arnarhóll. 2. Torgið fyrir v e s t a n Rjarnahorg milli Hverfisgötu ©g Lindargötu. 3. Grettisgata milli Rarónsstígs og Hring- brautar. 4. Bragagata frá Laufásvegi að Sóleyjargötu. Vesfurbær: 1. Vesturgata frá Seljavegi að ISringhraut. 2. Bráðræðistún sunnan Grandavegs. 3. VesturvalEagata milli Holtsgötu og Sel- landsstígs. Bifreiðaumferð um þessar götur jafn- framt hönnuð. Lo^re^lnstjórinn. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin TÍMINN er víðlesnasta auglýsingahlaðið!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.