Tíminn - 14.12.1939, Qupperneq 2
578
TÍMIM, fimmttidagiim 14, des. 1939
145. Mað
‘gtminn
Finimtutltifpnn 14. des.
Dýrtíð og kaupgjald
Um þessar mundir er mikið
rætt um hina vaxandi dýrtíð
og víða hafa komið fram kröf-
ur um launahækkanir, sökum
hennar.
Þykir rétt að drepa hér á
nokkur atriði í sambandi við
þessi mál.
Samkvæmt skýrslum hagstof-
unnar hefir fimm manna fjöl-
skylda þurft að greiða fyrir árs-
notkun á matvörum, ljósmeti og
eldsneyti, miðað við smásölu-
verð í Reykjavík í nóvember-
mánuði árin 1928—1939, eins og
hér segir:
1928 ...... kr. 2075.10
1929 ........ — 2124.79
1930 ........ — 1964.69
1931 .........— 1729.24
1932 ........ — 1693.01
1933 .........— 1688.61
1934 ........ — 1735.51
1935 ........ — 1759.71
1936 ........ — 1749.33
1937 ........ — 1843.53
1938 ........ — 1786.12
1939 ........ — 2076.19
Þetta yfirlit sýnir, að verðlag
á þessum vörum er nú mun
hærra en það hefir verið síðustu
árin. Hins vegar er það svipað
nú og það var 1928 og nokkru
lægra en 1929. Kaupgjald var
þá yfirleitt lægra en nú. Það
var samt síður en svo, að vart
yrði nokkurra báginda í land-
inu á þeim árum og gefur það til
kynna, að mönnum ætti að vera
unnt, að minnka ýmsa eyðslu,
sem þeir hafa tamið sér á und-
anförnum árum.
Þegar styrjöldin hófst var það
almennt viðkvæði, að menn
ættu að spara meira en þeir
hefðu gert undanfarið. Það
virtist þá almenn skoðun, að
þjóðin þyrfti að minnka eyðslu
sína meðan styrjöldin héldist.
Engum, sem athugar þessi mál,
getur heldur dulizt hauðsyn
slíks sparnaðar. Sé hins vegar
heimtað, að kaupgjaldið eigi
að hækka í hlutfalli við dýrtíð-
ina, verður vitanlega ekkert úr
slíkum sparnaði. Ef tekjur ein-
staklinganna hækka í hlutfalli
við vöruverðið mun fæstum
finnast nauðsynlegt, að spara
við sig.
Þetta er mjög veigamikið at-
riði og til þess ber að taka fullt
tillit, þegar ákvarðanir verða
teknar um þessi mál.
Þá þarf að gera sér fulla
grein fyrir því, hvaða áhrif
kauphækkanir hafa á dýrtíðina.
Reynslan virðist yfirleitt sú, að
aukin dýrtíð fylgi á eftir kaup-
hækkun og þess vegna komi
hún iðulega að litlum notum.
Þá ber einnig að gæta þess, að
þótt benda megi á ýmsa, sem
gætu haft þörf fyrir kauphækk-
un, og henni sé komið í fram-
kvæmd til að bæta kjör þeirra,
þá nær hún jafnframt til
margra, sem ekki hafa hennar
neina þörf og munu hagnýta
hana til óþarfrar og þjóðhags-
lega skaðlegrar einkaeyðslu.
Þetta er sérstaklega athugandi
í sambandi við einhleypa menn,
ef horfið yrði að einhverjum
kauphækkunum, og reyndar
hvort eð er. Þeir hafa miklu
meira fé, sem þeir geta haft
fyrir eyðslueyri, en fjölskyldu-
menn og verja því mjög mis-
jafnlega. Það virðist því í alla
staði þjóðhagslega rétt, að reynt
sé að hafa hald á eyðslu þess-
ara manna með því að fara þá
leið, sem Eysteinn Jónsson við-
skiptamálaráðherra hefir ný-
lega bent á. Hún er sú, að lagð-
ur verði aukaskattur á ein-
hleypa menn.
Annars er í raun réttri ekki
nema einn mælikvarði, sem allt
kaupgjald á að miðast við. Það
er geta framleiðslunnar. Ef
ekkert tillit er tekið til hennar
við ákvörðun kaupgjaldsins
lendir allt í óefni fyrr eða síðar.
Mun þurfa að læra, að láta
eyðslu sína vera í réttu hlutfalli
við hana og alveg sérstaklega
gildir þetta á yfirstandandi
tímum.
Menn verða líka að gera sér
Ijóst, að margar aðrar öruggari
leiðir eru til kjarabóta en kaup-
hækkanir. Þá möguleika á sér-
staklega að reyna að hagnýta á
tímum eins og þessum.
Jarðræktarlögin og
breytin^ar á þeim
Eftir Þórarinn Hclgason bónda í Þykkvabæ
Skortir íosíóreinasambönd í
íóðríð í vetur?
Á síðasta búnaðarþingi, var
skipuð þriggja manna milli-
þinganefnd til þess að endur-
skoða jarðræktarlögin.
Fyrir búnaðarþingi lágu
nokkrar tillögur um breytingar
á lögunum, sem eigi var tekin
afstaða til, þar sem sýnt þótti,
að heppilegast væri að fela
nefnd þetta mál til athugunar.
Á Alþingi, því er nú situr, hafa
komið fram raddir um breyting-
ar á jarðræktarlögunum. Eðli-
legt hefði verið að Alþing hefði
beðið þess, að búnaðarþing kæmi
saman aftur og tæki til með-
ferðar þetta mál. En þar sem
hreyfing er komin á þetta mál,
er sjálfsagt að taka það til um-
ræðu almennt, af þeim mönn-
um, sem j arðræktarlögin varða
alveg sérstaklega, en það eru
bændurnir. Ég geri ekki ráð fyr-
ir að til mála komi um breyt-
ingar á I. kafla laganna, þar
sem um hann hefir verið mikið
deilt, en náðst að lokum sam-
komulag og fullkomin lausn.
Ég skal taka það fram strax,
að þær athuganir, sem ég set
hér fram við jarðræktarlögin,
eru miðaðar við venjulegar
kringumstæður. Ég vil ekki sníða
lögunum stakk eftir þeim ó-
venjulegu tímum, sem styrjöld-
ín kann að hafa í för með sér.
„Nauðsyn brýtur lög“, segir
málshátturinn og engi veit fyr-
ir fram hvað sú nauðsyn verður
að ganga langt og hvar hún
þarf helzt niður að koma. Lögin
tel ég sjálfsagt að gera svo úr
garði, að þau geti komið að sem
mestu gagni í nútíð og framtíð
og láta þau ekki fá á sig neinn
vanmáttarsvip af hinu og öðru,
sem verstu tímar geta haft í
för með séT, og sem taka verður
með fullkominni rósemi, og engi
lög fá hvort sem er umþokað.
Ég er þess fullkomlega viss, að
bændurnir mundu góðfúslega
gefa eftir allan jarðræktarstyrk-
inn, ef það væri þj óðarnauðsyn,
en það mundi þeir ekki telja
þótt honum væri varið til þess
að framfæra atvinnulaust fólk
í kaupstöðum landsins, sem ekki
vildi vinna í sveitunum nema
fyrir kaup, sem væri svo hátt
að framleiðsla búanna fengi eigi
borið það, og framfærsla þess
fólks færðist því raunverulega
yfir á þá, sem fyrir eru og verða
hart á sig að leggja. Aftur á
móti er það víst, að vöntun er
á fólki í sveitirnar og væri mörg-
um atvinnuleysingjum sízt of-
aukið þar.
Sá galli finnst mér hafi verið
á jarðræktarlögunum frá byrj-
un, að þau hafa ekki falið í sér
nóga hvatningu til þess, að verk
þau, er styrks njóta, hafi varan-
legt gildi. Þvi atriði mega lögin
sízt ganga fram hjá, enda þótt
hinni beini stuðningur sé mikils
virði. En styrkhæf geta verk
auðveldlega verið þótt þau séu
eigi svo fullkomin sem vera
þyrfti með tilliti til gæða og
endingar.
Þannig er engin munur gerð-
ur á styrk til sáðsléttu í nýrækt,
hvort forrækt hefir farið fram
á landinu eða ekki. Nú er það
víst, að forræktin er nauð-
synleg þegar um túnrækt er
að ræða og ber því raun vitni.
En raunverulega er enginn
styrkur veittur til forræktar-
innar ,því þótt styrkur sé greidd-
ur til matjurtagarða og sáðreita,
er sá styrkur dreginn frá þegar
landið er mælt sem tún. Ef að
því væri horfið að greiða hærri
styrk til túnræktunar, þar sem
landið hefði veriö forræktað,
ynnist það, að meira myndi
ræktað af matjurtum, sem mjög
er aðkallandi nauðsyn og einnig
það, að landið myndi betur rækt-
að og hefði því meira og varan-
legra gildi.
Þá álít ég ekki rétt að greiða
hærri styrk til græðisléttu í ný-
rækt en i túni eins og lögin
mæla fyrir. Sjálfgræðsla ný-
ræktar er í flestum tilfellum ó-
heppileg ræktunaraðferð, en
getur oft verið réttmæt í túni.
Ekki finnst mér samræmi í
því, að styrkja þurheyshlöður
úr öðru efni en steinsteypu, en
aðeins steyptar votheyshlöður.
Nú er steypuefni eigi allsstaðar
til, en þörfin fyrir votheyshlöð-
ur auðvitað engu minni þótt svo
hagi til. Hinsvegar eru þess mörg
dæmi, að votheyshlöður úr
mýrarhnausum geta staðið ára-
bil svo vel sé. Finnst mér fjarri
lagi, að þvinga menn eða
hvetja óbeinlínis til þess að nota
útlent efni, sem að varanleik
getur jafnvel verið ótraustara
en hið innlenda sem fyrir hendi
er. Votheys-gerðin þarf að verða
almennari en hún er ennþá og
jarðræktarlögin þurfa að vera
þannig, að þau styðji að fram-
kvæmd í því efni.
Þegar ég hugsa um þá stór-
felldu ræktun, sem unnin hefir
verið hin síðari ár og þá hættu,
sem henni er búin ef tilbúinn
áburður fæst ekki eða verður
svo dýr, að hann verður eigi
keyptur, þá kemur mér ætíð í
hug vanræksla, sem ekki má
lengur eiga sér stað. En sú
vanræksla hefir átt sér stað
Það er kunnugt, víða um lönd,
að í þurrkasumrum er hætt
við því, að grasið í högunum
og hey það, sem aflað er til
vetrarforða, sé fátækara að
fosfórefnasamböndum en venja
er til, þegar úrkoma er í með-
allagi eða meira. Ástæðurnar til
þessa verða ekki raktar hér.
Hvort þessu er svona farið á ís-
landi hefir aldrei verið rann-
sakað svo ég viti, en ætla má
að fosfór skorti í sumum árum.
Fosfór er eitt af þeim efnum,
sem hverri lifandi veru er ó-
missandi. Hann finnst í ríkum
mæli í samböndum með calcium
í beinunum, hann finnst í vefj-
um þeim, er mynda heila og
taugakerfi, og ennfremur í öll-
um vöðvum, ásamt blóðinu.
Undir venjulegum kringum-
stæðum er ef til vill ekki ástæða
til að óttast fosfórskort, því
samkvæmt rannsóknum á ís-
lenzkum jarðvegi, er hann
naumast svo fátækur af fosfór,
hvað skógræktina snertir. Ef
túnin fá ekki áburð í lengri
tíma, sjást lítil merki og því
minni árangur ræktunarinnar.
Landið yrði litlu ríkara að gæð-
um en það áður var. Öðru máli
er að gegna með skóginn, sem
alveg hefir gleymzt í jarðrækt-
arlögunum eins og hann kæmi
ekki ræktuninni við, þótt hann
hafi veitt skjól og varið landið
í margar aldir uppblæstri og
eyðingu. Á hinum alvarlegustu
og verstu tímum sýnist skógur-
inn vera landinu tryggari auð-
ur en flest annað. Það má ekki
eiga sér stað að j arðræktarlögin
gangi svo gersamlega framhjá
þessu velferðarmáli eftirleiðis
sem hingað til.
Ég álít, að þessu máli væri
sýndur viðunandi stuðningur,
ef styrkur væri greiddur til girð-
inga um skógreiti eins og tún.
Góð og tryggileg vörn er frum-
skilyrði til þess að skógurinn
geti náð vexti.
Saga liðinna alda opnar okk-
ur sýn, birtir landið með öðrum
svip. Þá segir sagan, að það væri
vaxið skógi milli fjalls og fjöru.
Við óskum eftir því að fá landið
fegurra og betra en það er nú;
en það verður það aldrei, ef
ekkert er gert til þess að fegra
það og efla gæði þess. Fátæktin
þarf ekki að hindra framkvæmd
skógræktar eins og margt ann-
að. Áhugi og fórnfýsi má sín
hér mest og er til þess gott að
vita þeim, sem auð eiga ekki í
eins ríkum mæli sem orku og á-
huga.
Þórarinn Helgason.
að grasið ætti þess vegna að
skorta þetta efni, nema sér-
stakar ástæður séu fyrir hendi.
Um þetta verður þó ekkert full-
yrt. Það verður eflaust eitt af
viðfangsefnum rannsóknarstofu
atvinnuveganna í framtíðinni
að brjóta efni þetta til mergjar.
Vanti fosfór í fóðrið koma í
ljós sjúkdómar fyrr eða síðar.
Fyrstu einkenni fosfórskorts eru
meðal annars að skepnurnar
vilja eta allt, sem þær ná í,
einkum bein, tré og annað af
líku tagi. Er lengra líður megr-
ast þær, oft brakar í liðum
þeirra, er þær hreyfa sig, og all-
ar hreyfingar verða þungar og
sársaukakenndar. Ungviði vex
mjög hægt, og nytin helzt ekki
í kúm þeim, er skortir fosfór.
Það er þekkt, að stundum
losna tennurnar í hámjólka
kúm, og ráða dýralæknarnir
bótá því með fosfórlýsi. Hvort
það er fosfórskortur, sem um er
að ræða, eru menn ekki á eitt
sáttir.
í Afríku, Bandaríkjum Ame-
ríku, Ástralíu, Þýzkalandi, Sví-
þjóð og Noregi er fosfórskortur
algengt fyrirbrigði, þar sem
búsmalinn lifir af grasi og heyi
mestmegnis eða einvörðungu.
Ýmislegt virðist benda á, að ein-
att vanti fosfór í fóðrið hjá
okkur einnig.
Ætnar kýr hafa víst allir
þekkt, og að kálfar vilja sleikja
og tyggja allt er þeir ná í, er
eigi svo sjaldgæft. Hvort ætíð
er um forfórskort að ræða, er
svona ber undir, skal ég ósagt
láta, en ástæða er til að ætla,
að svo sé í mörgum tilfellum.
Þar sem fóðrað er með kjarn-
fóðri að meira eða minna leyti,
veTður minni hætta á fosfór-
skorti, því að í kjarnfóðri er
venjulega um gnægð að ræða af
þessu efni, einkum í kornteg-
undunum. Til mj ólkurfram-
leiðslunnar þurfa kýrnar að fá
mikið af bæði kalksamböndum
og fosfórsamböndum, og fái
þær ekki nóg af efnum þessum,
eyðist það sem fyrir er í líkama
þeirra og þær geta misst, en
síðan dettur nytin úr þeim, ef
ekkert er að gert. Nú vill svo
til, að vér íslendingar höfum
gnægðir af þeim fóðurtegund-
um, sem innihalda bæði fosfór
og kalk í ríkum mæli, í þeim
samböndum, sem búféð getur
notfært sér. Þetta er beinamjöl-
ið, sem búið er til úr hausum
og fiskúrgangi. Sama er að segja
um karfa- og síldarmjölið, sem
í vaxandi mæli er notað til fóð-
urs. í íslenzku síldarmjöli
reyndust nálega 17 grömm fos-
fór í kg., og í karfamjöli 33 g.
fosfór í kg„ samkvæmt rann-
sókn, sem nýlega var gerð við
Landbúnaðarskólann í Kaup-
mannahöfn.
Síðastliðið sumar var eitt-
hvert hið mesta þurrkasumar
sem menn muna, víðast um
sveitir landsins. Þess vegna er
sérstök ástæða til að gefa því
gaum í vetur, og girða fyrir það
í tíma, að búfénaðurinn van-
þrífist vegna fosfórskorts. Af
þessum sökum finn ég ástæðu
til að áminna ykkur, bændur
góðir, um að vera á verði, ein-
mitt að þessu sinni. Þó heyin séu
óvenjulega góð hvað brennslu-
gildi snertir, þá getur vantað
fosfór í fóðrið, já meira að segja,
það eru miklar líkur til að svo
sé, og þá er að ráða bót á þvi
áður en það er of seint.
Þeir, sem nota kjarnfóður-
tegundirnar síld og síldarmjöl í
mæli, sem nokkru nemur, hafa
sennilega ekkert að óttast, en
sé ekki svo, er hyggilegt að hafa
beinamjöl, og sem betur fer
þarf ekki að sækja fóðurbæti
þennan út úr landinu. En
menn verða að muna, að beina-
mjöl er ekki kjarnfóður, það er
fóðurbætir, sem réttmætt er að
nota undir svona kringumstæð-
um. Við rannsókn hafa menn
orðið þess vísir, hve mikið þarf
til vaxtar og viðhalds handa
hverri skepnu, og hve mikið á-
kveðin nythæð krefst af fosfór.
Steinefnasambönd mjólkurinn-
ar eru mjög föstum skorðum
bundin. Þannig er hægt að
reikna, hve mikið hver skepna
þarf af þessu sem öðrum efnum,
en í fóðrinu verður alltaf að
vera talsvert meira en það sem
notast, því að verulegur hluti af
fosfórsamböndum fóðursins er 1
því ástandi, sem búféð ekki get-
ur hagnýtt þau. Hreinn fosfór
verður heldur ekki gefinn, því
það er eitrað efni og banvænt.
Nú munu menn ef til vill
spyrja hve mikið skuli gefa af
beinamjöli til að girða fyrir ó-
höpp af völdum fosfórskorts.
Þeirri spurningu getur því mið-
ur enginn svarað nákvæmlega,
því að engar Islenzkar rann-
sóknir eru fyrir hendi, sem gefa
hina minnstu bendingu í þá átt.
En sem svarar nokkrum grömm-
um á dag (10—30) handa hverj-
um stórgrip, má ætla að nóg sé
til öryggis, og handa sauðkind
aðeins fá grömm.
Sem áður er á minnst, má
ætla, að þeir, sem nota síldar-
mjöl eða karfamjöl til fóðurs,
gefi búfé sínu nægilegt af fos-
fór í fóðurtegundum þessum,
séu þær gefnar að staðaldri. í
fyrravetur fékk ég bréf frá ís-
lenzkum bónda, sem spurði um
gildi beinamjöls handa mjólk-
andi kúm. Honum hafði reynzt
að kýrnar mjólkuðu óvenju vel,
er hann notaði það. Þegar um
hámjólka kýr er að ræða, er
(Framh. á 4. síðu)
I6MS J6NSSOM:
Héraðsskólarnir
FRAMHALD
í náttúrufræði má gera ráð
fyrir, að unglingar viti nokkuð
um jurtir, dýr og mannslíkam-
ann. Þar sem endranær þarf
að leggja stund á meginat-
riðin, sem eru undirstaðan í
andlegu lífi menntaðra nú-
tímamanna. Bezt myndi að
kenna í fyrirlestrum sögu
heimsins frá sjónarhóli þróun-
arkenningarinnar. Þá koma í
réttri röð frumdrættir úr
stjörnufræði, jarðfræði, efna-
fræði, eðlisfræði, líffræði og að
lokum sálarfræði. Þar væru
vegamót, þvi að hér er gert ráð
fyrir, að ungu stúlkunum í hér-
aðsskólunum verði kennd und-
irstöðuatriðin um sálarlíÞ barna,
í því skyni, að þær verði betur
færar til að ala upp og kenna
sínum eigin börnum. Ekki má
heldur gleyma þörf ungra
manna til að taka þátt í heim-
ilismyndun. Meðan ungu stúlk-
urnar læra um meðferð lítilla
barna, þurfa ungir íslendingar
að nema um skyldur karlmanna
til að gera heimilin samstæð og
venjuföst. Kvöldvökur með upp-
lestri fyrir alla, meðan aðrir
vinna hver fyrir sig, líkt og
tíðkaðist í gömlu baðstofunum,
geta enn átt við í heimavistar-
skólum og síðar á heimilunum.
Kennslan í reikningi og bók-
færslu þarf að miðast við dag-
lega lífið og kröfur þess. Venju-
lega eru unglingar, sem koma í
héraðs- og gagnfræðaskólana,
búnir að týna niður miklu af
því, sem farið er yfir í barna-
skólunum. Sennilega er þar
farið yfir meira en börnin
skilja. Ef miðað er við þarfir
hins daglega lífs, þarf hver
sæmilega menntaður maður
ekki á meiri kunnáttu í reikn-
ingi að halda heldur en því, að
kunna einskonartölur, tugabrot,
að nota metrakerfið og kunna
að reikna algengustu flatar-
myndir og byrjunaratriðin í
rúmmálsfræði. Nokkur bók-
færslukunnátta er hverjum
manni nauðsynleg.
Söngurinn á jafnan að vera
þýðingarmikið atriði í héraðs-
skólum, og er líka kenndur með
miklum dugnaði og áhuga í
mörgum þeirra. Söngurinn er ó-
metanlegur til þroska á marg-
an veg, m. a. við réttan fram-
burð móðurmálsins, til að
fjörga skólalífið og til að halda
heilsusamlegum aga. Þó hafa
miklar og mjög hastarlegar
öfgar gerzt í söngnámi í flestum
skólum landsins. Kennararnir
hafa lagt hina mestu stund á
margraddaðan söng, líkast því
sem verið væri að ala upp kór-
söngvara, sem ættu að eyða æfi
sinni til að fara borg úr borg og
syngja fyrir nýjum og nýjum
áheyrendum. Mörgum nemend-
um hefir orðið svo mikið um
þessa einhliða tamningu, að
þegar þeir koma úr skólunum,
þora þeir ekki að syngja hver
með sínu nefi, eins og glaðir
menn og hraustir gera annars,
hvar sem þeir hittast og setjast
í sólskinsblett í heiði. Þessi mis-
skilningur í sönguppeldi ís-
lendinga orkar því, að samhliða
síaukinni söngkennslu dvínar
söngur í heimahúsum, í kirkj-
um og á almennum mann-
fundum. í fjölbyggðum héruð-
um, þar sem margir hafa tekið
þátt í og vanizt kórsöng, er svo
komið, að fólk þorir ekki annað
en að fá söngflokk úr næsta
kaupstað eða kauptúni til að
aðstoða prestinn við jarðarfarir.
Þessu má ekki svo fram fara,
og í endurbættum reglugerðum
fyrir héraðsskóla yrði að ákveða,
að aldrei mætti í þessum skól-
um eyða meira en þriðjungi af
söngkennslutímanum í kórsöng,
og að megináherzlan í söng-
kennslunni yrði að vera fólgin í
því, að búa nemendur undir að
taka auðveldlega þátt í almenn-
um söng í kirkjum og á mann-
fundum, og þá ekki sízt á heim-
ilunum, sem ættu að verða aftur
sterk og mikils virði í hugum
allra dugandi manna í landinu.
íþróttirnar skipa nú virðu-
legan sess í héraðsskólunum,
einkum þeim, sem hafa bæði
leikfimihús og sundlaugar. Ná-
lega allir nemendur verða vel
syndir og fá aukinn smekk fyrir
hreinlæti. Leikfimi- og dans-
æfingar gera æskuna djarf-
mannlega og mjúka í hreyfing-
um. Er sýnilega mjög mikill
munur á ungmennum úr hér-
aðsskólunum í þessu efni, ef
framkoma þeirra er borin sam-
an við jafnaldra þeirra, sem
ekki fá tækifæri til að iðka í-
þróttir. Skautaferðir og skíða-
göngur geta verið almennar í-
þróttir í mörgum héraðsskólum.
Hinir lagtækari nemendur ættu
að geta smíðað sér sjálfir skíði
í skólunum, en vafasamt er,
hvort leggja ætti stund á að
hafa jafnan hin dýru útlendu
tábönd. Unga fólkið' á íslandi
má ekki um alla hluti venja sig
á að kaupa dýra hluti frá út-
löndum, þar sem vel má kom-
ast af með einfaldari og ódýr-
ari tæki.
Ein mikil ávirðing og með
öllu óafsakanleg hefir orðið í ís-
lenzku íþróttalífi á 20. öldinni,
og það er niðurlæging íslenzkr-
ar glimu. Þetta nær líka til hér-
aðsskólanna, þó að einstakir
skólastjórar, eins og t. d. Bjarni
Bjarnason á Laugarvatni, hafi
aldrei látið þessa merkilegu í-
þrótt falla í gleymsku og dá í
sínum skóla. Einstöku áhuga-
samir kennarar við aðra skóla
hafa reynt að kenna glímu, en
langvíðast hefir henni verið
gleymt. Landnámsmennirnir
fluttu þessa íþrótt með sér til
íslands frá Noregi. Hún var
rækt með kostgæfni af ungum
mönnum á hinum myrku niður-
lægingartímum. Hún var höfuð-
skemmtun ungra námsmanna á
Hólum, Skálholti og Bessastöð-
um. Hvarvetna í byggðum
landsins var glíma æfð fram
yfir síðustu aldamót. Glíman
var hin eina almenna íþrótt ís-
lendinga í þúsund ár, og nú er
hún nálega týnd öllum almenn-
ingi. Seint munu brezkir æsku-
menn leggja knattspyrnu á hill-
una, þó að íþróttanýjungar ber-
ist frá öðrum löndum. En ís-
lendinga skortir mjög þolgæði
og tryggð við gamlar minning-
ar á borð við nábúana á Bret-
landseyjum.
íslenzk glíma var særð hol-
undarsári, þegar beltin voru
tekin upp af nokkrum sérstök-
um orkumönnum snemma á
þessari öld. Með því gerbreyttist
glíman. í stað léttleikans, sem
einkennt hafði þessa íþrótt i
margar aldir, komu nú tröll-
aukin bolabrögð. Sterkir, harð-
æfðir menn tóku veikari leik-
nauta í fang sér eins og þegar
kolalyfta læsir nokkur vagn-
hlöss af eldsneyti í greipum sín-
um. Beltið er nálega búið að
drepa íslenzka glímu. Nú á að
kasta glímubeltinu út í yztu
myrkur og sýna þann þjóðar-
metnað að láta glímuna vera í
öndvegi meðal íslenzkra íþrótta
og kenna hana á þann hátt, sem
forfeðurnir hafa varðveitt í-
þróttina frá þvi á landnámsöld.
Hinir endurbættu héraðsskólar
munu fá þá skyldu lagða sér á
herðar, að hefja íslenzka glímu
af nýju til vegs og virðingar.
í héraðsskólalögunum var sú
nýjung gerð, að ætla ungum
mönnum úr nemendafélögum
héraðsskólanna að geta fengið
trygg sæti í stjórnum skólanna.
Þá var gert ráð fyrir, að nem-
endum myndi þykja svo vænt
um skólaheimili sín, að frá þeim