Tíminn - 21.12.1939, Síða 3

Tíminn - 21.12.1939, Síða 3
148. blað TÍMIM, íiiiimtndagiim 21, des. 1939 591 anmAli Dánarmmnmg. Sigurður Jósefsson andaðist að heimili sínu, Sandhólaferju í Rangárþingi, rúmlega áttræð- ur að aldri, hinn 7. okt. s. 1., svo sem áður hefir verið skýrt frá. Sigurður og Margrét Sigurður var ættaður frá Ás- mundarstöðum í Rangárþingi og ólst þar upp, en þar var fað- ir hans lengi bóndi, merkur maður. Þegar Sigurður var rúmlega hálfþrítugur gerðist sá atburð- ur, að Halldór bóndi á Syðri- Rauðalæk dó frá konu sinni og fimm ungum börnum. Halldór var einn af kunnustu bændum í Rangárþingi á þeirri tíð. Hann var tvígiftur og börn hans af fyrra hjónabandi voru Runólf- ur hreppstjóri á Rauðalæk og þau systkini. Þegar Halldór dó, var fjárhagur hans mjög þröng- ur orðinn, og fimm börn í ó- megð eins og áður er sagt. Sig- urður tók þá að sér að standa fyrir búi ekkjunnar, Margrétar Bárðardóttur, og giftust þau skömmu síðar. Bjuggu þau eitt ár á Syðri-Rauðalæk en fluttu síðan að Sandhólaferju, en þar bjuggu þau milli 30 og 40 ár. Þau brugðu búi er þau voru öldruð orðin og synir Margrét- ar tóku við búsforráðum. Mar- grét lést að Sandhólaferju fyr- ir allmörgum árum, en Sigurð- ur var hjá stjúpsyni sínum til dauðans. Stjúpbörn Sigurðar eru: Elí- as, verkstjóri í Hafnarfirði, Guðmundur og Ingvar, bændur á Sandhólaferju, Guðrún, kona Sigurðar Guðmundssonar kaup- manns í Hafnarfirði og Margrét, sem var gift Guðjóni bónda á Brekkum í Rangárþingi, en hún dó síðastliðið sumar. Þegar Sigurður flutti að Sand- hólaferju var þar lögferja yfir Þjórsá og því mannaferð mikil. Ekki mun hann hafa grætt fé á ferjunni. Var það hvorttveggja að ferjugjald var ekki hátt og svo hitt, að gestrisni var mikil, bær opinn að kalla mátti nótt og dag og jafnan vistir á borð- um. Siguröur stjórnaði öllum málefnum lögferjunnar með rausn og skörungsskap, en hitt bar þó frá um hyggindi hans í þúnaði. Komst hann og skjótt í góð efni. Á þessum árum var heilsan góð, hann var hinn mesti víkingur til vinnu, en ráð- deild og stjórnsemi með ágæt- um. Þegar fram liðu stundir gerðist búrekstur hans umsvifa mikill, eftir því sem þá gerðist í Rangárþingi. Hafði hann löng- um margt vinnufólk og var heimilinu við brugðið fyrir reglusemi og myndarskap. Sig- urður var eins og áður er sagt bæði duglegur og stjórnsamur, en Margrét húsfreyja hans var líka mesti skörungur. Þegar Sigurður var um fer tugt kenndi hann fyrst sjúk- leika þess, sem síðan fylgdi hon- um alla æfi. Var það innvortis sjúkdómur og mun löngum hafa verið mjög kvalafullur. Lét hann þetta þó lítt á sig fá og gekk að vinnu sem áður, og sýnir það vel þrek hans og karlmennsku, að svo gerði hann jafnan fram á gamals aldur, þrátt fyrir sjúk- dóminn. Ekki mun það ofmælt, að Sig- urður var einn af allra merkustu bændum sinnar samtíðar Rangárþingi. Bar margt til þess. Auk þess sem áður er sagt, má geta þess að hann var mjög bók- elskur maður, enda prýðilega greindur. Mér er það minnis stætt frá því ég var drengur og kom að Sandhólaferju á vetrum í kynnisför, hversu þar var hátt að þegar búið var að kveikja ljós á kvöldin. Gekk þá Sigurður fast eftir því, að hver maður hefði eitthvað fyrir stafni. Konur spunnu en karlar fléttuðu reipi og þess háttar. En Sigurður gekk jafnast eftir því, að einn heima manna tæki bók og læsi hátt fyrir alla. Gekk þetta svo allan veturinn. Sigurður var alla jafna mjög alvörugefinn maður. En mér er minnisstæður hinn hýri svipur hans er umræður hófust í baðstofunni um það sem lesið hafði verið, og fólk rökræddi um söguhetjur, með eða móti, eftir því sem efni stóðu til. Þegar ég les um kvöldvökuna í Hlíð, eftir Jón Thoroddsen í Manni og konu, þá finnst mér jafnan að þetta hafi gerzt hjá Sigurði á Sandhólaferju, og vel mætti þjóðin skilja það, hvers virði það er þjóðlegri menningu, þegar heimilum er stjórnað að hætti Sigurðar á Sandhólaferju, þar sem hin löngu vetrarkvöld urðu hverjum manni hollur skóli. Sigurður tók mikinn þátt í málefnum sveitar sinnar, eins og að líkum lætur. Sóttu bændur úr sveitinni löngum til hans ráð og hollar bendingar, enda var hann hverjum manni hyggnari og ráðhollari. Fyrir þjóðmálum hafði hann mikinn áhuga, enda þótt hann hirti ekki um að láta þar mikið á sér bera. Meðan mest var barizt um sjálfstæðismálin, fylgdi hann gamla Sjálfstæðis- flokknum að málum. En eftir að Framsóknarflokkurinn var stofn aður, fylgdi Sigurður honum fast að málum til dauðadags. Eins og áður var sagt, var Sig- urður mjög bókhneigður. En það var einnig annað, sem honum var löngum til yndis og ánægju. Hann var hestamaður mikill og góður, enda var reiðhestum hans löngum viðbrugðið í Rangár- þingi. Aldrei sá ég hann glaðari en þegar hann tók góðhesta sína á sunnudögum og þjálfaði þá á hinum sléttu bökkum Þjórsár. Þá var sami gleðiblærinn yfir andliti hans, eins og þegar heimafólk hans sat við tóvinnu á síðkvöldum, en einn las hátt fyrir alla. Sigurði varð ekki barna auðið, en stjúpbörnum sínum var hann sem bezti faðir. Og alla tíð með- an hans naut við, reyndist hann þeim hollur ráðgjafi og leiðtogi í öllum hlutum sem hann mátti. Auk þess ól Sigurður upp fjögur börn vandalaus, og reyndist þeim á allan hátt sem stjúp- börnum sínum. Eftir að Sigurður brá búi, en síðan er allmörg ár, var hann hjá stjúpsyni sínum, Guðmundi bónda á Sandhóla- ferju, og konu hans, Önnu Sum- arliðadóttur. Með Sigurði Jósefssyni er í val fallinn einn þeirra traustu höfð- ingsmanna, sém gefið hafa ís- lenzkri sveitamenningu svip og líf, og orkað hafa til góðs á um- hverfi sitt langt um fram það sem þeim í yfirlætisleysi sínu, sjálfum var ljóst. xx, Ástarpakkir til vandamanna og vina, sem glöddu mig margvíslega og ógleymanlega á áttatíu og fimm ára afmœli mínu. ELÍN MAONÚSDÓTTIR, Baugsstööum. H Kauptilboð óskast í jörðina Stuðlafoss í Jökuldalshreppi og sé afhent und- irrituðum fyrir 31. marz n. k. Skrifstofu Norður-Múúlasýslu Seyðisfirði, 12. desember 1039. Hjálmar Vilhjálmsson. lýjar bæknr: BLÁKIÆDDA STÚLKAA SAÁDDÓLA-PÉTUR BÆULAIV A STRÖÁDIMI hver annarri skemmtilegri. — Bláklædda stúúlkan er góð bók fyrir ungarstúlkur. NB. Bibí er lækkuð i verði, bæði heftin ób. áður 10,50 eru seld nú á kr. 5.00, Bíbí í bandi áður 14 kr. eru seld nú á kr. 8.00. — Verulega flott jólagjöf. Sögur Æskunnar áður kr. 5.50, nú kr. 3.00. — AÐALÍTSALA BÓKABÚÐ ÆSKLMAR Kirkjuhvoli. Mjólknrsamsalan tilkvniiir: Vcgna þcss að aðfangadaginn bcr ná upp á simnudag, verðum vér að loka háðum vorum kl. 1 e. h. þann dag. Á jóladaginn verða báðir vorar að eins opnar kl. 9 til 11 árdegis. Bækur (Framh. af 2. síOu) Þýðinguna hefir Einar H Kvaran gert að mestu leyti. Hann lézt áður en henni væri lokið og hefir sonur hans, Einar H. Kvaran, lokið þýðingunni. En nafn hans er og trygging þess, að hér sé góð bók og merki- leg á ferðinni. Enda er það svo Hún er sennilega með merkari bókum, sem út hafa komið á ís- lenzku um mál sálarlífsrann sóknanna. H. J. Frá Djúpi og Ströndum, eftir Jóhann Hjaltason. 130 bls. Verð 3.50 ób. Kennari vestur á Snæfjalla- strönd hefir ritað þessa bók um ísafjarðardjúp og byggðalögin þar í grennd, en ísafoldarprent- smiðja gefið út. í fyrsta kafla bókarinnar er glögg lýsing á landslagi og byggðaskipan við Djúp og flétt- að inn i þá lýsingu sögulegum fróðleik, munnmælum og sögn- um. Annar hluti bókarinnar fjall- ar um vermennsku og sjósókn, sem jafnan hefir verið eitt helzta bjargræði þeirra, sem búið hafa við Djúp. Er þessi frá- sögn mjög merkileg heimild fyrir hvern þann, sem gaman hefir af að kynna sér íslenzka atvinnusögu og þjóðhætti. Síðustu kaflar bókarinnar eru þættir um nokkra menn, einn þeirra um hinn sjálfmenntaða lækni, Jón á Hellu í Steingríms- firði, sem þótti á sínu sviði einn hinn allra fremsti á Vestfjörð- um á 19. öld, og var auk þess mikill héraðshöfðingi. Hinir þættirnir eru um menn, allt annarrar tegundar, og eru þær frásagnir víða gaman- samar. SUNDHÖLLREYKJAVÍKUR ves*ður opln um hátíðarnar eins og hér segir: Laugard. 23. des. frá kl. 7y2 f. h. til 10 e. h. Sunnud. 24. — frá kl. 8 f. h. til 3 e. h. Mánud. 25. — Lokað allan daginn. Þriðjud. 26. — frá kl. 8 f. h. til 12 y2 ó. h. Sunnud. 31. — frá kl. 8 f. h. til 4 e. h. Mánud. 1. jan. Lokað allan daginn. ATH. Aðra virka daga opið sem venjulega. — Miðasalan hættir 45 mínútum fyrir lokun. (Geymið auglýsinguna.) Aðalfundur Slysavarnafélags íslands verður haldinn i Reykjavik sunnu daginn 25. febrúar 1940. DAGSKRÁ samkvæmt félagslögunum. Fundarstaður og fundartími nánar auglýst síðar. Félagsstjórnin. Húðir og shinn. Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar HÚÐIR og SKINN, sem falla til á heimilum þeirra, ættu þeir að biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessum vörum í verð. — SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA selur NAUTGRIPAHÚÐIR, HROSSHÚÐIR, KÁLFSKINN, LAMBSKINN og SELSKINN til útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUR TIL SÚTUNAR. — NAUTGRIPA- HÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KÁLFSKINN er bezt að salta, en gera verður það strax að lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinnunum, bæði úr holdrosa og hári, áður en saltað er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrum, borgar sig. — ACCUMULATOREN-FABRIK, DR. TH. SONNENCHEIN. Ádur en pér ákveoíd Jólagjöfina pá lítið inn í Bókaverzlun Isafoldarprentsmiðju.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.