Tíminn - 06.01.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR:
GlSLI GUÐMUNDSSON (ábm.)
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFANÐI:
FRAMSÓKN ARFLOKKURINN.
24. árg. I Reykjavík, laugardaginn 6. janúar 1940
Afgreiðsla fjármála á Alþingi
Fjárlögin hækkuðu um 1,600 pús.
kr. í meðferð pingsins
Þó vantar á f járlögin ýms útgjöld, sem þingið
ákvað í öðrum lögum, að greidd yrðu á árinu.
Frá síðasta fundi norrœnna utanríkismálaráðherra í Oslo. Á myndinni
sjást talið frá vinstri: Munch, Danmörku, Koht, Noregi, og Sandler, Sví-
þ'óð. Síðan þessi fundur var haldinn hefir Sandler farið frá og Christian
Gunther, sem var sendiherra í Oslo, verið skipaður eftirmaður hans.
Átökin við Eystrasalt
Vilja Þjóðverjar ná sænsku járnnámunum
á undan Rússum?
* Tíminn hefir aflað sér
upplýsinga um afgreiðslu
fjárlaganna og annarra
fjármála á Alþingi að þessu
sinni, og fara þær hér á
eftir:
Fjárlagafrumvarp það, sem
Eysteinn Jónsson lagði fyrir
þingið, gerði ráð fyrir 17,8
milj. kr. greiðslum úr ríkissjóði
samtals. í því frv. var rekstrar-
afgangur áætlaður 951 þús. kr.,
og greiðslujöfnuður hagstæður
um 137 þús. kr.
Fjárlög þau fyrir árið 1940,
sem nú hafa verið afgreidd frá
þinginu gera hins vegar ráð
fyrir 19.4 milj. kr. greiðslum alls
úr ríkissjóði, og er greiðslujöfn-
uðurinn áætlaður óhagstæður
um 570 þús. kr. Rekstraraf-
gangur hinsvegar um 730 þús.
Fjárlögin hafa því hækkað í
meðferð þingsins um nálægt
1.600 milj. kr. að þessu sinni, og
greiðslujöfnuður áætlaður um
700 þús. kr. lakari en í frv., sem
fyrir þingið var lagt.
Nú fýsir menn að sjálfsögðu
mjög að vita í hverju þessar
hækkanir liggja, og þá jafn-
framt hvað niður- hefir verið
skorið í fjárlögunum til þess að
mæta hinum nýju hækkunum,
og verður reynt hér að gera
grein fyrir þessu i aðalatriðum.
En vegna þess, að veruleg geng-
islækkun hefir orðið slðan frv.
var lagt fyrir og styrjöld brotizt
út, verður hér reynt að gera
sem gleggsta grein fyrir þvi,
hvað af þessari hækkun frum-
varpsins stafar beinlínis af
gengislækkuninni og styrjald-
arástandinu. Sézt þá og hvaða
hækkanir hafa verið samþykkt-
ar, sem ekki er hægt að setja í
samband við þessa óviðráðan-
legu atburði.
Skal hér fyrst talinn niður-
skurðurinn, sem gerður var af
þinginu:
Lækkað tillag
til landhelgisgæzlu .......kr. 100.000
” vegageiða v/benzínskatts — 29.500
” strandferða ríkisskipa... — 125.000
” Eimskipafél. íslands .... — 80.000
” flugmála ................ — 20.000
” verkfærakaupasjóðs.. .. — 30.000
” fiskveiðasjóðs .......... — 30.000
” byggingar- og landn.sj... — 75.000
Lækkaður tollgæzlukostn. .. — 22.000
Ýmsir liðir ................ — 78.500
Samtals kr. 590.000
Samkvæmt þessu hafa því
eldri liðit fjárlaganna verið
færðir niður um 590 þús. kr.
Jafnframt þarf að taka það
fram að tillagið til fiskimála-
sjóðs af útflutningsgjaldi var
lækkað um kr. 350 þús., en það
hefir áhrif á tekjuhlið fjárlag-
anna til hækkunar en ekki
gjaldahliðina beinlínis, þar sem
það var í fjárlögunum dregið
frá útflutningsgjaldi.
Eins og áður hefir verið gerð
grein fyrir hér í blaðinu, hafa
flestar þessar lækkanir, sem nú
hafa verið taldar, orðið fram-
kvæmanlegar einmitt vegna ó-
friðarins. Nægir í því sambandi
að benda á stærstu liðina:
framlagið til landhelgisgæzl-
unnar, byggingar- og landnáms-
sjóðs, verkfærakaupasjóðs, og
fiskveiðasjóðs, sem að sjálfsögðu
hefði ekki fengizt samkomulag
um að lækka, ef stríðið hefði
ekki skollið á og gjörbreytt á-
stæðum öllum. Um lækkun á til-
lagi til strandferða ríkisskip-
anna er það að segja, að hún er
gjörð með tilliti til þess að nýja
ESJA verði mun ódýrari i rekstri
en eldri ESJA. En hinsvegar má
raunverulega segja, að lækkun á
tillagi til strandferða hafi ekki
orðið ennþá þar sem vextir og
afborganir af nýju ESJU bætast
á fjárlögin, eins og nánar er get-
ið í sambandi við hækkanir fjár-
laganna.
Verða þá raktar hækkanir
fjárlaganna og þær flokkaðar í
3 flokka eftir því hvort þær
verða raktar til gengislækkunar
og ófriðar eða ekki.
1. Hcekkanir vegna gengislœkkunar:
Vextir .................. kr. 315.860
Afborganir ................ — 300.800
Borðfé konungs ............ — 15.000
Utanríkismál ...............— 23.250
Burðargjald og símakostn.. — 30.000
Sjúkrahúsin* .............. — 217.500
Námstyrkur stúdenta erl... — 7.300
Samtals kr. 909.710
*) Bæði vegna gengishækkunar og
verðhækkunar af völdum ófriðar.
2. Hœkkanir beinlínis vegna stríðsins:
Skömmtunarskrifstofan .... kr. 85.000
Rekstur vitanna ........... — 15.00«
Viðskiptafulltrúi í Ameríku.. — 75.000
Verðlagsnefnd ............. — 20.000
Samtals kr. 196.500
3. Hœkkanir, sem eigi geta talizt stafa
af striði né gengislœkkun.
Til nýrra akvega ........ kr. 92.000
Hafnargerðir, bryggjur o.fl. — 103.000
Vextir - afb. af láni v/ESJU — 253.000
Sjúkrahús á Akureyri....... — 15.000
Kirkja á Akureyri ......... — 30.000
Kennarabústaðir, Hvanneyri — 8.000
Barnaskólabyggingar ....... — 20.000
Sundlaugar ................ — 18.000
Snorragarður í Reykholti .. — 20.000
Ræktunarsjóður, vaxtatillag — 26.500
Garnaveikin ............... — 160.000
Jarðakaupasjóður .......... — 65.000
Til sýningarinnar í NewYork— 50.000
Laun ráðherra ............ — 20.000
Stjórnarráðið ............. — 25.430
Lögreglan í Reykjavík .... — 30.000
Bráðabirgðayfirlit hagstofunnar um
verzlunarjöfnuðinn sýnir, að árið 1939
hafa verið fluttar inn vörur fyrir 61.1
millj. króna, en út fyrir 69.5 millj. kr.
Verzlunarjöfnuðurinn því hagstæður
um 8.4 millj. króna. Árið 1938 var flutt
inn fyrir 49.1 millj. kr. og út fyrir 57.8
millj. kr. Þá var hagstæður verzlunar-
jöfnuður 8.7 millj. kr. Verzlunarjöfn-
uðurinn er því mun óhagstæðari nú,
þegar tillit er til þess tekið, að íslenzka
krónan hefir rýmað um þrlðjung verð-
gildis sins, og þarf því þeim mun hærri
upphæð í íslenzkum krónum til þess
að bera uppi hinar svonefndu duldu
greiðslur.
I t t
Slysavarnafélagið hefir látið gera
skýrslu um drukknanir og skipsskaða
hér við land árið 1939. Hafa alls
drukknað í sjó, ám og vötnum 26
manns á því ári, en 13 skip strandað
eða farizt. Af hinu drukknaða fólki
hafa fimm farizt í ám, hitt i sjó, ýmist
á hafi úti eða við bryggjur og í lend-
ingu. Af þeim sem drukknuðu, eru
fimm konur. Stærsta slysið varð, er
vélbáturinn Þengill fórst á leið frá
Hofsósi til Siglufjarðar í öndverðum
febrúarmánuði. Með honum fórst níu
manns. Seint í febrúarmánuði drukkn-
uðu fjórir menn af línuveiðaranum
Ólafi Bjarnasyni I lendingu á Akra-
nesi. Aðrar slysfarir hafa eigl kostað
fleiri en eina manneskju lífið i senn.
Skipsströnd og skipsskaðar hér við
land voru alls þrettán árið 1939, eins
Og áður er tekið fram, þar af fjögur
Ýmsar skrifstofur o. fl.....— 25.460
Nýir liðir á 15. gr.........— 20.000
Skrifstofa húsameistara ... — 10.000
Ýmislegt ótalið ............ — 117.700
Samtals kr. 1.109.090
Þannig nema hækkanir Al-
þingis á gjaldaliðum fjáTlag-
anna um 2.215 millj. kr„ en
lækkanir á gjaldahliðinni eru
hinsvegar um 590 þús. kr„ og er
því hrein hækkun fjárlaganna í
meðferð þingsins 1.600 millj. kr.
eins og áður er fram tekið.
Svo sem yfirlitið ber með sér
eru þær hækkanir, sem beint
stafa af stríðinu, og hafa verið
teknar til greina í fjárlögum,
minni en þær lækkanir, sem
samkomulag hefir fengizt um að
gera vegna styrjaldarástandsins.
Er því ekki hægt að segja að
stríðsástandið hafi haft hækk-
andi áhrif á fjárlögin. Hitt er
annað mál, að búast má við
hækkuðum útgjöldum vegna ó-
friðarins, sem ekki hefir verið
gert ráð fyrir í fjárlögunum.
Eins og fram kemur af tölum
þeim, sem nefndar hafa verið,
má rekja um 900 þús. kr. af
hækkun fjárlaganna til afleið-
inga gengisfallsins. Þrátt fyrir
það verður eigi betur séð en að
fjárlög hefðu hlotið að hækka
í meðferð þingsins, Þótt eigi
hefði orðið gengisbreyting eða
styrjöld brotizt út. Þarf það
ekki í sjálfu sér að koma
neinum á óvart, sem kunn-
ugir eru fjárlögunum og rekstri
ríkissjóðs, þar sem yfirgnæf-
andi hluti ríkisútgjaldanna fer
til nauðsynjamála, sem eng-
inn vill í raun og veru skerða
framlag til á meðan nokkur
kostur er á að halda þeim uppi.
Eigi fæst fullt yfirlit um af-
greiðslu fjármála á Alþingi nema
getið sé fleiri atriða en þeirra,
sem þegar hafa rakin verið.
í fjárlögunum eru nokkrar út-
gjaldaheimildir handa ríkis-
stjórninni, og eru þó helztar
heimildir til að leggja fram 30
þús. kr. til hafnargerðar í Hafn-
arfirði og heimild til þess að láta
fullgera kjallara þjóðleikhússins
með það fyrir augum, að flytja
þangað þjóðminjasafnið. Eru
heimilaðar í þessu skyni 45 þús.
(Framh. á 4. slðu.)
útlend skip. Tveir togarar fórust, Hann-
es ráðherra, er strandaði við Kjalarnes
um miðjan febrúarmánuð, og enskur
togari, er eyðilagðist á Rangársandi.
Tvö færeysk fiskiskip fórust, annað
brann, en hitt sökk eftir að annað
skip hafði siglt á það. íslenzkt síld-
veiðiskip brann undan Rauðanúpi og
norskt síldveiðiskip strandaði við Leir-
höfn á Melrakkasléttu. Þrír íslenzkir
vélbátar fórust, Þengill, sem áður hef-
ir verið getið, Inga, er sökk á Stokks-
eyrarsundi, og Björgvin frá Vest-
mannaeyjum, er strandaði við Reykja-
nes og eyðilagðist. Fjórir vélbátar, er
strönduðu, náðust aftur á flot, lítið
skemmdir. Voru það Sæfarinn, er
strandaði við Hólmasund, Drífa, er
strandaði á Hringaskeri við Vest-
manaeyjar, Magnús og Freyr, er báðir
strönduðu í grennd við Höskuldsey á
Breiðafirði, samdægurs.
t t t
Síðastliðlnn miðvikudag hófst bænda-
námskeið að Hvanneyri. Sóttu það
um 30 manns, er dvöldu á Hvanneyri
meðan það stóð yfir, og auk þess
margt manna úr nágrenninu, er hlust-
uðu daglega á fyrirlestrana. Námskeið-
inu lýkur í kvöld með árshátíð skólans.
Tilhögun námskeiðslns er sú, að á
daginn eru flutt erindi, en umræðu-
fundir að kvöldinu. Meðal þeirra, sem
erindl fluttu, eru Runólfur Sveinsson
skólastjóri á Hvanneyri, Guðmundur
Jónsson frá Torfalæk, kennari, Haukur
Jörundsson kennari, Ásgeir Ólafsson
dýralæknir, Halldór Pálsson sauðfjár-
Eins og venja er til héldu ýms-
ir af helztu forráðamönunm
þjóðanna ræður um áramótin,
þar sem þeir gerðu grein fyrir
ástandinu. Einna mesta athygli
vakti ræða nýja sænska utan-
ríkismálaráðherrans, Christians
Gúnthers. Hann lét m. a. um-
mælt á þá leið, að Svíar mættu
alveg eins vera við því búnir,
að þeim yrði ógnað með undir-
okun á árinu. Þessi ummæli
hafa verið mikið rædd síðan og
spurningin er yfirleitt þessi:
Hvort stafar Svíþjóð meiri
hætta af Rússum eða Þjóðverj-
um?
í mörgum sænskum blöðum
hefir það komið greinilega fram,
að Rússar myndu ekki láta stað-
ar numið við landamæri Sví-
þjóðar og Finnlands, ef þeir
næðu Finnlandi á vald sitt.
Rússar myndu fyrir hvern mun
vilja ná hinum auðugu járn-
námum í Svíþjóð á vald sitt.
Meðal almennings í Sviþjóð er
það áreiðanlega ríkjandi skoð-
un, að Svíar eigi að berjast með
Finnum og Sandler fyrv. utan-
ríkismálaráðherra var þeirrar
skoðunar. Rökin eru þau, að
annars verði Svíar að berjast
einir síðar. Enn hafa þó Svíar
ekki veitt Finnum hernaðarlega
hjálp. Það er ekkert launungar-
ræktarráðunautur, Pálmi Einarsson
ráðunautur, Páll Zóphoníasson alþing-
ismaður og H. J. Hólmjárn loðdýra-
ræktarráðunautur. Erindin hafa fjall-
að um búreikninga, íslenzka tilrauna-
starfsemi, mjólkurframleiðslu, heyverk-
un, sauðfjárrækt, verkfæri og fleira og
fleira. Síðastliðið miðvikudagskvöld var
haldinn umræðufundur um sjálfstæð-
ismál íslendinga. í upphafi fundarins
flutti séra Eirikur Albertsson á Hesti
erindi um sjálfstæðismálin, en að fund-
arlokum var samþykkt svohljóðandi
tíllaga: „Fundurinn ályktar að lýsa
yfir því, að hann er samþykkur þvi
áliti, er fram hefir komið á alþingi
1928 og 1937, að vinna beri að upp-
sögn dansk-íslenzku sambandslag-
anna.“
t t t
Áburðarsala ríkisins beinir um þess-
ar mundir orðsendingu til bænda um
pöntun á tilbúnum áburði, sem fáan-
legur kann að verða á vori komanda.
Svo sem venja hefir verið, verða bún-
aðarfélög eða hreppsfélög að hafa
þessar pantanir með höndum, ellegar
kaupfélög og kaupmenn, en pantanir
einstakra manna eigi til greina teknar.
Enn er mjög á huldu um það, hve
mlkið af erlendum gjaldeyri verður til
til kaupa á útlendum áburði, og verð-
ur þeim áburði, sem fæst, úthlutað í
hlutfalli við það, er hver hefir pantað,
eftir þvi sem áburðarbirgðir hrökkva
til. Áburðarsalan hefir þó aðvarað jarð-
ræktarmenn um það, að þýðingarlaust
(Framh. á 4. síðu.)
mál, að ástæðan til þess er ótt-
inn við Þjóðverja. Af sömu á-
stæðum lagði Sandler niður ráð-
herrastörf. Þýzku blöðin skrif-
uðu orðið álíka um hann og um
Benes og Beck forðum. Þau köll-
uðu hann leikfang Breta o. s.
frv.
Nú hefir þessi áróður þýzkra
blaða stórum harðnað. Þau
segja fullum fetum, að Svíar séu
undir áhrifum Breta og erfitt sé
fyrir Þjóðverja að una því. Eink-
um gera þau þetta í sambandi
við þær fyrirætlanir Breta að
senda hergögn til Finnlands.
Ef Svíar hjálpa Bretum við
þessa flutninga, segja þau, sýna
þeir Þjóðverjum fjandskap, þar
sem Rússar eru bandamenn
Þjóðverja.
Hvað orsakar þessa afstöðu
Þjóðverja? Eru þeir að hjálpa
Rússum?
Þjóðverjar hafa vissulega
hagnað af þýzk-Tússneska
bandalaginu eins og sakir
standa. Sama má segja um
Rússa. Hins vegar mæla ekki
miklar líkur með því, að banda-
lag þessara þjóða verði lang-
vinnt. Framkoma Rússa sýnir,
að þeir kappkosta að tryggja
sig sem bezt hernaðarlega við
Eystrasalt. Þar hafa þeir ekki
aðra að óttast en Þjóðverja.
Vissulega líta Þjóðverjar þessar
aðfarir Rússa ekki hýru auga.
Það er ekkert álitlegt fyrir Þjóð-
verja, ef t. d. sænsku járnnám-
urnar, sem hafa geysilega þýð-
ingu fyrir Þjóðverja, féllu í
hendur Rússum. Það er ekki
nema eðlilegt, þegar litið er á
þessi mál frá sjónarmiði hern-
aðarsinnaðs stórveldis, að Þjóð-
verjar fari að hugsa sér til
hreyfings og aðgæti, hvernig
þeir geti bætt aðstöðu sína við
Eystrasalt. Þeir, sem ráða yfir
Svíþjóð og Danmörku, geta ráð-
ið öllum siglingum um Eystra-
salt.
Ef Þjóðverjar gripu til þess
ráðs, að ráðast á Svía, myndi
það ekki aðeins hjálpa Rússum
til að sigra Finna, heldur myndi
sigur í þeirri styrjöld styrkja
stórkostlega afstöðu þýzka rík-
isins. Þjóðverjar myndu því
ekki fyrst og fremst gera þetta
vegna Rússa, heldur vegna
sjálfra sin.
Enn sem komið er verður ekki
hægt að fullyrða neitt um fram-
tíðina í þessum efnum. í lengstu
lög verður að vænta þess, að hér
sé ekki nema um hrakspár að
ræða og til þess komi aldrei, að
Norðurlandaþjóðirnar þurfi að
bera vopn gegn hinum þýzku
frændum sínum. En hinu verður
samt ekki neitað, að lceppni sú,
sem Rússar hafa hafið um yfir-
ráðin við Eystrasalt, hefir gert
aðstöðu Norðurlandaþjóðanna
stórum ískyggilegri.
Aðrar fréttir.
Á öllum vígstöðvum í Finn-
landi virðist Finnum hafa veitt
betur en Rússum síðan á ára-
A. KROSSGÖTUM
Verzlunarjöfnuðurinn. — Drukknanir og; skipsskaðar. — Bændanámskeið
að Hvanneyri. — Kaup á tilbúnum áburði næsta vor.
2. blað
Á víðavangi
Þingslit fóru fram í gærmorg-
un. Alls hafði þingið staðið í
137 daga og verið haldnir sam-
tals 236 þingfundir, 105 í efri
deild, 104 í neðri deild og 27 í
sameinuðu þingii. Lögð höfðu
verið fram 142 lagafrumvörp
og 29 þingsályktunartillögur.
Alls höfðu verið afgreidd frá
linginu 81 lög, 2 frv. voru felld
og 5 vísað til ríkisstjórnarinnar.
Mörg hinna nýjy laga eru hin
merkilegustu og verður skýrt
síðar frá þeim helztu í blaðinu.
Þingið mun koma aftur saman
til fundar 15. febr. næstk.
* * *
Eitt þein-a laga, sem þingið
afgreiddi, var frv. forsætisráð-
herra um breytingu á lögreglu-
stjórninni í Reykjavík. Er aðal-
breytingin sú, að embætti lög-
reglustjóra — eins og það var —
hefir verið tvískipt, þar sem
sýnt þykir, að erfitt er að láta
dómarastarf og stjórn lögregl-
unnar fara saman. Verður hér
eftir sérstakur sakadómari, sem
annast dómarastörfin, og lög-
reglustjóri, sem annast stjórn
lögreglunnar. Hefir dómsmála-
ráðherra nú skipað Jónatan
Hallvarðsson, sem verið hefir
lögreglustjóri, sakadómara og
Agnar Kofoed-Hansen flugmann
lögreglustjóra. Var Agnar all-
lengi ytra á síðastl. ári til að
kynna sér stjórn lögreglu þar.
Gerði hann það að undirlagi
f orsætisr áðher r a.
* * *
Næsta mánudagskvöld verður
haldinn í kaupþingssalnum hér
í bænum stofnfundur nýs fé-
lagsskapar. Markmið hans er að
vinna að aukinni samvinnu milli
íslands annarsvegar og Banda-
ríkjanna og Kanada hinsvegar.
Er ætlast til að félagið verði í
samvinnu við „The American
Scandinavian Foundation“, en
grein um þann félagsskap hefir
fyrir nokkru birzt hér í blaðinu
eftir einn forgöngumann þess-
arar félagsstofnunar, Ragnar
Ólafsson lögfræðing. Auk hans
standa að fundarboðinu, Ásgeir
Ásgeirsson bankastjóri, Jónas
Jónsson formaður Framsóknar-
flokksins, Sigfús Halldórs frá
Höfnum, Sigurður Nordal pró-
fessor, Steingrímur Arason
kennari og Thor Thors alþm.
mótum. — Á Kyrjálanesi hafa
allar sóknartilraunir Rússa mis-
heppnast, enda þótt þeir hafi
stórum aukið liðskost sinn þar.
Eru þeir nú byrjaðir að grafa
þar skotgrafir og getur það bent
til þess, að þeir ætli að fresta
frekari sókn þangað til í vor. —
Á vígstöðvunum fyrir norðan
Ladogavatn hafa Rússar orðið
að hörfa undan og hefir verið
barizt á rússnesku landi undan-
farna daga. — Á Suomisalmi-
vígstöðvunum, þar sem Rússar
sækja i áttina til Uleáborgar,
unnu Finnar stórfelldan sigur
um áramótin. Tókst þeim að af-
króa 15 þús. manna rússneskan
her og ráða niðurlögum hans.
Eru þetta hættulegustu víg-
stöðvarnar fyrir Finna, því
þarna eiga Rússar skemmsta
leið til botneska flóans, — Á
Salavígstöðvunum, þar sem
Rússar sækja til Torneá, hafa
Finnar haldið uppi gagnsókn,
en Rússar auka nú stórum liðs-
kost sinn þar. — Á nyrztu víg-
stöðvunum eru Rússar á undan-
haldi og horfir mjög alvarlega
fyrir þeim þar. Hefir finnskum
skíðamannasveitum tekizt að
eyðileggja Murmansk-járn-
brautina á mörgum stöðum á
200 km. kafla, og takist Rússum
ekki að lagfæra hana fljótlega,
verða þessar hersveitir þeirra
fljótlega vista- og skotfæra-
lausar. — Miklar vetrarhörkur
hafa geisaö 1 Finnlandi seinustu
dagana og dregið úr styrjaldar-
aðgerðum, einkum hjá Rússum,
sem eru ver búnir. — Rússar
hafa kvatt stórum aukið herlið
(Framh. á 4. siðu.)