Tíminn - 06.01.1940, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.01.1940, Blaðsíða 3
2. íslað TtMEVlV, langardaglmt 6. jamiar 1940 7 A IV IV A L L Afmæli. Þann 29. nóv. sl. varð einn af mætustu mönn- um þessa hér- aðs, Aðalsteinn Halldórsson í Reykhúsum, sjötíu ára, og minntustnokkr- ir af hinum mörgu kunn- ingjum hans og vinum þess, með því að heim- sækja hann, eða á annan hátt. Aðalsteinn Halldórsson ólst upp hjá foreldrum sínum, Hall- dóri Jóhannessyni og Guðrúnu Kristjánsdóttur, sem um langt skeið bjuggu góðu búi til og frá hér í firðinum, og síðast mörg ár á Litlahamri í Öngulsstaða- hreppi, og var hann lengi kennd- ur við þann bæ. Aðalsteinn gerðist snemma afbragð annarra ungra manna hér um slóðir_ og bar margt til þess. Hann var fríður maður, glæsimenni á velli, og jafnframt hagsýnn, lagvirkur og bráðdug- legur að hverju sem hann gekk, og hvers manns hugljúfi. Mun fáum kunnugum hafa dulizt, að hér var sjaldgæft mannsefni á ferðínni. Til dæmis um lagvirkni hans og listfengi má geta þess, að á unglingsárum sínum smiðaði hann þrjár fiðlur, sem allar voru nothæfar, og hin síðasta svo vel gerð, að hann hlaut verðlaun fyrir hana á sýningu, sem haldin var á Akureyri um sama leyti. Hafði hann þó engrar tilsagnar notið í smíðunum, og verkfærin mjög af skornum skammti. Vorið 1890 gekk Aðalsteinn á búnaðarskólann á Hólum í Hjaltadal, og útskrifaðist þaðan með lofi eftir tveggja ára nám. Næstu þrjá veturna var hann kennari við Hólaskóla, en vann heima á sumrum, og víðar, að heyskap og jarðabótum. Þegar hér var komið sögu, var vaknaður áhugi fyrir því að koma upp ullarvinnslustöð í hér- aðinu, til að létta undir með heimilisiðnaðinum, og gengust ýmsir mætir menn í Eyjafjarð- arsýslu og Akureyrarkaupstað fyrir því, að sýslan og kaupstað- urinn stofnuðu til félagsskapar í þessu skyni, og var Aðal- steini boðin framkvæmdastjóra- staðan við hið fyrirhugaða fyrir- tæki. Sýnir það glöggt. í hve miklu áliti hann var. Þessu tilboði tók Aðalsteinn, og haustið 1896 fór hann suður að Álafossi og dvaldi nokkra mánuði við ullarverksmiðjuna þar, til að búa sig undir starfið. Síðan sigldi hann til Danmerk- ur til frekara náms og til að gera innkaup á vélum til verksmiðj- unnar, og kom hann með þær til Akureyrar vorið 1897. Var þá þegar tekið til starfa við bygg- ingu verksmiðjuhússins, vélar siðan settar niður og byrjað að kemba ull fyrir almenning í nóv- ember sama ár. Mun það sann- ast sagna, að Aðalsteinn hafi með frábærum dugnaði og víð- sýni sett fyrirtækið á stofn, og störf hans við verksmiðjuna hafi farið prýðilega úr hendi, þau tólf ár, sem hann var fram- kvæmdastjóri hennar. Árið 1909 sagði Aðalsteinn framkvæmdastjórastöðunni lausri, vegna misklíðar á milli hans og forráðamanna verk- smiðjunnar, út af ýmsum skipu- lagsatriðum og rekstri verk- smiðjunnar, og flutti samsumars til Ameríku. Þar dvaldi hann til 1926, að hann flutti alkominn heim til íslands aftur, og hefir síðan verið í Hvammi og Reyk- húsum. Á meðan að Aðalsteinn dvald- ist vestra, mun honum hafa farnast vel, eftir atvikum. En heyrnardeyfa sú, er hann fyrst kenndi tíu ára gamall, og síðan hefir ágerzt með hverju ári, svo að hann nú heyrir mjög lítið, nema í gegnum heyrnartæki, varð þess valdandi, að hánn gat ekki verið fyllilega samkeppnis- fær við þá, sem ófatlaðir voru. Siðan Aðalsteinn kom heim, hefir hann stundað garðyrkju á sumrum, en smíðar á vetrum. Og fyrir nokkrum árum tók hann land á leigu í Reykhúsum og byggði sér þar íbúðarhús, þar sem hann dvelur nú, og farnast vel. í frístundum sínum les Aðal- steinn mikið og fylgist ágætlega með timanum, og er víða heima, og mjög frjálslyndur í skoðun- um. Heilsan hefir ávallt verið góð, starfsþráin vakandi og vinnu- þrekið mikið, svo honum hefir varla sloppið verk úr hendi. Hann getur því með góðri sam- vizku tekið undir með postulan- um Páli og sagt: „Þessar hendur hafa unnið fyrir mér.“ Það sem einkennir Aðalstein sérstaklega, er að mínu áliti þetta: Hvert starf sem hann hefir lagt hönd á, hefir hann unnið í því skyni, að það gæti verið öðrum til fyrirmyndar til bættrar fjárhagslegrar af- komu fyrir hvern einstakling þjóðfélagsins, og til að auka manngildi hans og menningu. Slíkir menn eru vormenn þessa lands og sannir velgerðarmenn sinnar þjóðar. Og ef öll þjóðin væri gegnsýrð af hugsunarhætti og starfsþrá Aðalsteins Halldórs- sonar, myndi hver einasti ungur maður finna einhvern veg til að afla sér lífsviðurværis á heiðar- legan hátt, í stað þess að standa með hendur í vösum og heimta allt af öðrum, eins og nú er að komast í tízku og þykir fínt. Hóla aftur. Þótti mér vænt um að hafa fengið tækifæri til að koma á þennan fremsta bæ í Hjaltadal. — En sólarlítið hlýt- ur að vera þarna á þessum fremstu bæjum, sem standa norðan undir háum fjöllum. Mér dettur í hug vísa, sem ég lærði austur í Hornafirði, víst hjá frú Lovísu í Dilksnesi. Hana hafði bóndi, sem bjó á Syðra-Firði í Lóni, ort um bæinn sinn og hún er svona: Mikaels frá messudegi miðrar Góu til, sólin ekki á sínum vegi sézt það tímabil. Hér að þreyja í þessum skugga þykir mörgum hart. En samt er á minum sálarglugga sæmilega bjart. — En svona er það víst, að fyrir þann, sem hefir sálar- gluggann í lagi, er alstaðar nógu bjart. Á Hólum las ég fjórum sinn- um yfir piltunum um daginn, um garðyrkju fyrst og síðan um önnur efni, sem ég áleit koma bændaefnum við að nokkru leyti. Einnig voru þarna nokkr- ir aðkomumenn þennan dag. Þarna á Hólum kynntist ég gömlum bónda úr nágrenninu, sem ég get ekki stillt mig um að minnast dálítið á. Það er Krist- inn á Skriðulandi í Kolbeins- dal, Sigurðsson er hann, og sjötugur að aldri — eða um það. Kjarnakarl leizt mér að hann myndi vera, þessi gamli maður, og margt gat hann sagt mér, sem ég vissi ekki áður. Og allt það sagði hann á kjarnyrtu fall- egu máli, sem ég vildi að ég hefði mátt hlusta á miklu leng- ur. Hár vexti er hann og al- skeggjaður og svo gæti ég hugs- að mér sankti Pétur, og mætti Pétur þá vel við una. Við Krist- inn sváfum í sama herbergi síð- ustu nóttina á Hólum og bar margt á góma. Þarna á þessum slóðum hefir Kristinn víst lifað æfi sína alla og þekkt vel alla þá skólastjóra, sem verið hafa við Hólaskóla síðan hann var stofnaður, eða um hálfan sjötta tug ára. Þegar Kristinn var unglingur, var til á Hólum gömul, rifin kirkjuklukka, sem margir kann- ast við nafnið á. Hún hér Líka- böng og hringdi sjálfkrafa þeg- ar lík Jóns Arasonar og sona hans var flutt heim á staðinn, svo að hún rifnaði. í tíð Krist- ins var hún brotin niður í smástykki, reidd til sjávar á 9 — eða 13 — hestum og seld úr landi sem gamall málmur og fékkst önnur og miklu minni klukka í staðinn. Ég hefi ekki vitað það fyrr, að hin sögufræga Líkaböng hafi geymzt fram á daga þeirra manna, sem enn eru á lífi. En eyðilegging hennar hrópar hástöfum um hve sljófir við íslendingar höfum verið um varðveizlu verðmætra fornra gripa. Hefði hin rifna klukka enn verið til, var ekkert hægara en að fá gert við hana á ný, svo að hún geti hljómað á ný yfir hinum fornhelga Hólastað. En saga þessarar klukku á að vera okkur ströng áminning um með- Þar sem nokkrar af bóknm þeim, sem ég bauð s.l. ár eru uppseldar, auglýsi ég hér með nýtt tilboð um kaup á fjölbreyttu heimilisbókasafni fyrir 10 kr. að viðbættu að eins 1 kr. burðargjaldi, þótt burðargjaldið hafi tvö- faldazt frá áramótum. Bœkurnar eru þessar: Steingrímur Thorsteinsson: Ljóðaþ. I. með mynd (208 bls.), Ljóðaþ. II. með mynd (58), Savntri 2. útg. með mynd (64). Sagan af Kalaf og keisaradótturinni kinversku (64). Þöglar ástir, eftir Musæus (58), Sögur frá Alhambra 3. útg. (84). Tvær síðastnefndu bækurnar komu út 1939. Eftir Axel Thorsteinsson: í leikslok, sögur frá heimsstyrjaldarárunum I., 2. útg. (148), t leikslok II. (58). Heim, er haustar og nokkrar smásögur aðrar (96). Þýðingar eftir A. Th.: ítalskar smásögur I. (120). ítalskar smásögur II. (80). Fegurst á jörð'u og nokkrar smásögur aðrar (96). Greifinn frá Monte Christo I,—XI. 2. útg. (96). III. b. (192), IV. b. (176), V. b. (80). Skáldsagan Ástarþrá eftir Margaret Pedler (354). Ævintýri og smásögur með myndum (64). 5. árg. af Rökkri (samstæðir) 800 bls. Þeim, sem taka þessu tilboði næstu tvo mánuði, verður ehinig sent: Yfirstandandi árgangur Rökkurs með fylgiritum, en þau eru: Greifinn frá Monte Christo VII. b., Stríðsfélagar, frásögn frá heims- styrjaldarárunum eftir A. Th., um 10 arka bók í sama broti og Rökkur, og ef til vill fleira. Pantendur sendi meðf. augl. og 10 kr. í peningum og 1 kr. í frímerkjum í ábyrgðarbréfi (sendið ekki peninga í almennu bréfi) eða sendið 11 kr. í póstávísun og skrifið á afklippinginn: Sendið mér bœkumar samkv. augl. í Tímanum 6. jan. — Biðjið ávallt um kvittun fyrir ábyrgðarbréf eða póst- ávísun, til þess að fá leiðréttingu, ef vanskil verða. Auglýsing iiiii suiásölnrO. Dill’s Best reyktóbak í V2 lbs. blikkd. kr. 8.40 dósin Do. - y8 — — 2.20 — Model - -1 — —15.00 — Do. - IV2 oz. .— — 1.45 — Prince Albert - Vz lbs. — — 7.65 — Do. - y8 — — 1.95 — Do. - — léreftsp. — 1.00 pokinn May Blossom cigarettur í 20 stk. pökkum — 1.90 pkk. Virðingarfyllst, AXEL THORSTEINSSON Pélagsprentsmiðjuhúsinu (móti Gamla Bíó). Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má leggja allt að 3% á innkaupsverð fyrir sendingarkostnaði til út- Ncvillc Chambeiiain (Framh. af 2. síðu) í stjórnartíð Mac- Forsætis- Donalds og Bald- ráðherrann. wins hafði sú venja skapazt, að for- sætisráðherrann lét hina ein- stöku ráðherra eftirlitslausa og hafði ekki afskipti af öðru en allra veigamestu málunum. Chamberlain var of mikill starfsmaður til að fylgja þess- ari reglu. Hann vildi fylgjast sem bezt með öllu og kynna sér allt það, sem nokkru máli skipti. Einkum lagði hann áherzlu á utanríkismálin, enda voru þau þýðingarmest á þessum tíma, þegar ófriðarblikan yfir Evrópu þykknaði stöðugt. í þeim málum reis fljótlega á- greiningur milli hans og utan- ríkismálaxáðherrans, Anthony Edens, þess manns, sem megin- þorri ensku þjóðarinnar trúði þá mest á sem „komandi mann“, eins og Englendingar orða það. Eden hélt því fram, að þýðing- arlaust væri að semja við ein- ræðísríkin1, þar sem þau viTtu enga samninga. Það eina, sem gilti, væri að setja hnefa á móti hnefa og friðurinn yrði því að- eins tryggður, að einræðisherr- arnir fyndu, að hnefi andstæð- ingsins væri harðari og þyngri en þeirra eigin. Þess vegna ætti að reyna að skapa sem víðtæk- ust samtök gegn öllum ofbeld- isverlcum í alþjóðamálum og Og nú áþessum timamótum æfi hans flytja vinir hans honum hjartans þakkir fyrir viðkynn- inguna og mikið og gott æfistarf og óska þess, að æfikvöld hans verði bjart og hlýtt. D. J. ferð gamalla gripa, þótt ekki séu það aðrar eins gersemar og Líkaböng. Stór hafði hún verið og tók Kristinn það sérstaklega fram, hve víð hún hefði verið að neðan, svo að við lá að barm- ar klukkunnar hefðu verið brett- ir upp á við. En ekki má ég víst segja frá fleiru hér, sem Kristinn sagði mér, því það gæti verið heil löng grein út af fyrir sig. Þó get ég ekki á mér setið með að bæta því við, að meiri kaffimann hefi ég ekki fyrir hitt á öllum mínum ferðalög- um en Kristinn. Við hinir, fengum ágætis kaffi hjá Sigrúnu dagana, sem við dvöldum þar, gott og sterkt, verulega hress- andi var það. En Kristni bar hún á sérstakri könnu og hana átti hann einn og leyfði vist engu. En svo biksvart kaffi hefi ég aldrei séð um mína daga renna fram úr neinum stút. Hvernig Kristinn fer að komast af á þessum skömmtunaTtímum er mér ráðgáta, og væri ég í landstjórninni þá myndi ég láta hann fá tífaldan skammt, það sem eftir er æfi hans. Og vona svo að hún megi treinast. Jæja — loksins sofnuðum við Kristinn, en ekki veit ég hvað klukkan var þegar það skeði; en snemma vöknuðum við aftur, því föstudagsmorguninn skyldi haldið af stað frá Hólum og ætl- aði Kristinn að vera með út á Hofsós. Svo kom frú Sigrún með kaffikönnuna og svo rann upp skilnaðarstundin. Ég hefi aldrei fyrr verið um kyrt á Hólum og kunni þarna vel við mig. Allt (Framh. á 4. siðu.) eftir því, sem slík samtök efld- ust, myndi tilhneigingin til of- beldisverkanna hj aðna og hverfa út sögunni. Skoðun Chamberlains var sú, að hægt væri að ná samkomu- lagi við einræðisríkin, ef þeim yrði sýnd nægileg tilhliðrunar- semi, og þess vegna væri órétt- mætt að reyna ekki að hagnýta þann möguleika til að skapa varanlegan frið. Hann hélt þess- ari stefnu svo fast fram, að Eden sá sig tilneyddan til að biðjast lausnar. Mikil andúð reis þá gegn Chamberlain, sök- um vinsælda Edens og það er ekki talið ólíklegt, að Eden hefði með því að kljúfa í- haldsflokkinn, getað orsakað fall stjórnarinnar. En hann vildi það ekki, þar sem þjóðin þarfnaðist annars en aukinna deilna á þessum viðsjárverðu tímum. Skilnaður þeirra Cham- berlains og Edens varð án alls persónulegs fjandskapar og er það góður vitnisburður fyrir báða. Það yrði of langt mál að rekj a hér viðleitni Chamberlains til að ná samkomulagi við ein- ræðisríkin. Það má benda á þrjár flugferðir til Þýzkalands, Róma- borgarförina, samninginn við Ítalíu o. s. frv. Öllum er nú ljóst, að stefna hans hefiT mis- heppnazt. Hinu verður heldur ekki neitað, að hann fylgdi henni til seinustu stundar af fullri einlægni og með aðdáun- arverðri þrautseigju. Hann lét ekkert aðkast eða ádeilur á sig fá. Mörgum þótti enski forsæt- isráðherrann brjóta helzt til mikið odd af yfirlæti sínu, þegar hann flaug fyrst til Þýzkalands og bað um viðtal við Hitler. En hjá Chamberlain mátti metn- aðurinn sín minna en viljinn til þess að reyna að tryggja frið- inn. Ef til vill hefði stefna Edens heppnast. Líkurnar fyrir því eru þó vissulega ekki miklar. En hefði henni verið fylgt og styrj- (Framh. á 4. síðu.) sölustaðar. Tóbakseínkasala ríkisins. Reykjavík. Sími 1249. Simnefnl: Sláturfélag. Niðarsnðnverksmiðja. — Bjúgnagerð. Reykhús. — Frystiliús. Framleiðir og selur I heildsölu og smásölu: Niffursaðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurff á brauff, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosiff kjöt allskonar, fryst og geymt 1 vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútima- kröfum. Egg frá Eggjasölusamlagi Reykjavíkur. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Timburverzlun Símn.: Granfuru. Stofnað 1824. Carl Lundsgade — Köbenhavn. Afgr. frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og skipsfarma frá Svíþjóð. S. f. S. og umboðssalar annast pantanir. — EIK OG EFNI í ÞIEFAR TEL SKIPA. — 84 Margaret Pedler: há í sjó fram, og myndaði skjólgarð við þorpið annarsvegar. „Þetta er Wain Scar,“ sagði Jane, er hún sá hvert Elizabet horfði. „Finnst þér ekki þetta allt vera fallegt," bætti hún við og veifaði hendinni í hring. Augu Elizabetar ljómuðu. „Jú, það segi ég satt,“ svaraði hún. „Og þetta er allt svo — svo dásamlega enskt. Ég er sannfærð um, að ég læri fljótt að elska England." „Það hlýtur að vera skrítið fyrir þig að koma sem framandi ferðalangur heim til þíns föðurlands," sagði Jane glaðlega. „Já, það er óneitanlega dálítlð æs- andi. Þegar ég sé einhvers staðar sér- staklega fallegt landslag, eða eitthvað, sem er sérlega vel rekið, — eins og járnbrautirnar hérna til dæmis, þá fer um mig hálfgerður ættjarðartitringur.“ Jane hló hátt. „Ég býst við að fólkið, sem vinnur við járnbrautirnar, yrði þér afar þakklátt ef það heyrði til þín. Það verður venju- lega fyrir meiru af ónotum en lofi.“ „Þeir, sem ónotast við járnbrautar- þjónana hérna, ættu bara að koma til Ítalíu,“ sagði Elizabet áköf. „Förum við framhjá Abbey?“ spurði hún svo allt í einu. „Nei, Frayne Abbey er lengra frá sjó,“ Laun þess liðna 81 um. Það er að segja, ef við erum öll nógu grönn.“ Jane kallaðl á burðarkarl, sagðl hon- um hvert ætti að koma farangri Eliza- betar og gekk svo á undan þangað, sem vagninn var. Innan fárra mínútna voru þær komnar af stað. „Colin á þennan vagn i raun og veru,“ hélt Jane áfram. „Ég er meira gefin fyrir hesta en vagna; ég vil held- ur að það, sem ég fæst við, sé lifandi. Hann hefði komið sjálfur á móti þér ef hann hefði ekki verið með lakara móti í dag. Ég býst við að þú hafir heyrt talað um, að hann særðist hættulega í stríð- inu?“ Elizabet kinkaði kolli og Jane hélt áfram: „Síðan er hann farlama, og þegar hann er það, sem ég kalla „lakari“, þá þolir hann ekki hristinginn í vagn- inum. Þegar Jane sagði þetta dimmdi yfir svip hennar, og Elizabet skildi, að lömun Colins væri systur hans sífellt sorgarefni. „Hann hlýtur að taka út þjáningar ennþá,“ sagði hún. Meðaumkun hennar var fljót til og hún komst við, þegar hún sá þessum skugga bregða fyrir 1 svip Jane. „Stundum. En það er ekki það eina. Hann á alveg ómögulegt með að stunda það, sem honum þótti mest gaman að áður. Honum þótti jafn gaman að hest-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.