Tíminn - 11.01.1940, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.01.1940, Blaðsíða 1
24. árg. TÍMIM, fimintudaginii 11. janúar 1940 4. blað Fjárhagsáætlun Reykjavík- urbæjar íyrír áríð 1940 Bæjarstjórnarmeínhlutinn leggur til, að útsvörin hækki um nær hálfa miilj. kr. og útgjöldin að sama skapi Hvað er orðið af sparnaðarskrafi íhaldsblaðanna í haust? Fyrstu hersveitimar frá samveldislöndunum, sem komu til Englands, voru frá Nýja-Sjálandi. — Á myndinni sjást þcer á göngu nokkru eftir aö þœr komu til Englands. Wý. vopn Á bæjarstjórnarfundi í dag verður til fyrstu um- ræðu í bæjarstjórn Reykja- víkur frumvarp að fjár- hagsáætlun fyrir Reykja- víkurbæ árið 1940. Sýnir það greinilega sleifarlagið á öllum vinnubrögðum bæj- arstjórnarmeirihlutans, að ekki er byrjað að ræða fjár- hagsáætlun í bæjarstjórn- inni fyrr en 10 dögum eftir áramót, enda þótt af greiðslu hennar eigi að vera lokið fyrir árslok. Þar sem blöð íhaldsmanna hafa á undanförnu ári ritað mjög mikið um nauðsyn út- gjaldalækkunar og skattalækk- unar hefði mátt gera ráð fyrir að þessarar stefnu gætti við af- greiðslu fjárhagsáætlunarinnar, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn ræður þar einn öllu — svo fram- ai'lega sem einhver hugur fylgdi máli. Þessi er ^jó ekki raunin, þar sem í frumvarpinu er gert ráð fyrir hvorutveggju, útgjalda- hækkun og skattahækkun og það í stórum stíl. í frv. er gert ráð fyrir, að tekjur bæjarins alls verði 7,527 þús. kr. og er það 570 þús. kr. hærra en í fj árhagsáætlun síð- asta ái's. Aðalhækkunin kemur fram á útsvörunum, þar sem gert er ráð fyrir að þau verði 4,952 þús. kr. en voru áætluð í f j árhagsáætluninni 1939 4,500 þús. kr. Hin fyrirhugaða hækk- un útsvaranna er samkvæmt þessu 452 þús. kr. Helztu hækkanir á útgjalda- bálki fjárlaganna eru þessar: Til fátækramála 192 þús. kr„ vextir 90 þús. kr„ vegna trygg- ingarlaganna 86 þús. kr„ stjórn bæjarins 40 þús. kr„ afborganir 30 þús. kr. Finnlandssöfnunm Finnlandssöfnunin heldur enn áfram og munu nú hafa safn- azt hér á landi nær 110 þúsund krónur, en auk þess hefir verið gefið talsvert af prjónlesi. Gjaf- ir í þessu skyni berast enn j afn- ört og áður. Hlutfallslega hefir meira borizt af gjöfum utan af landi heldur en héðan úr bæn- um. Eru íslendingar nú búnir að gefa hlutfallslega nokkru meira til Finnlandsmálanna heldur en Danir, en nokkru minna held- ur en Svíar og Norðmenn. Þegar er búið að senda all- mikið af vörum, aðallega prjón- lesi og ullarfatnaði, og nokkuð af peningum til Finnlands og mun meira verða sent með næstu ferðum. Vegna örðug- leikanna á að fá allt það yfir- fært í útlenda mynt, er safn- azt hefir í peningum, hefir ull- arfatnaður og prónles verið keypt fyrir allmiklar fjárupp- hæðir. Milli 10 og 20 manns hafa komið á finnsku ræðismanns- skrifstofuna hér í því skyni að leitast fyrir um möguleika á að gerast sjálfboðaliðar í finnska hernum, en mesti sægur manna hefir leitað samskonar upplýs- inga I síma. Það vekur talsverða athygli, að gert er ráð fyrir í fjárhags- áætluninni, að úthlutun mat- vælaseðla kosti 60 þús. kr. á ár- inu. Hér er um sama og enga prentun að ræða, þar sem ríkið annast prentun seðlanna. Má geta þess í þessu sambandi, að Sigurður Kristjánsson gerði ráð fyrir því í sambandi við af- greiðslu fjárlaganna.að skömmt- unarskrifstofa ríkisins þyrfti ekki að kosta nema 12 þús. kr„ enda þótt á hana félli allur kostnaður við prentun seðlanna! Það, sem í fljótu bragði vekur einna mesta athygli í sambandi við þetta frv. um fjárhagsáætl- un fyrir bæinn og stofnanir hans, er hinn mikli kostnaður við skrifstofuhald. Skulu hér nefndar nokkrar tölur og er þá áður búið að draga frá kostnað við húsnæði, ljós, hita og síma, svo að nær eingöngu er um launagreiðslur að ræða: Baejarstjóm og borgar- stjóraskrifstofur...... kr. 347.000 Fátækrastjóm................ — 65.000 Vatns- Oe hitaveita ........ — 20.000 Ráðningar- og vinnumiðl- unarskrifstofur.......... — 45.000 Rafmagnsveita .............. — 106.000 Hafnarsjóður ............... — 63.000 Samtals kr. 646.000 Hér er ekki meðtalinn skrif- stofukostnaður vegna gasstöðv- ar, sundhallar, Sogsvirkjunar, skömmtunarskrifstofu og ýmsr- ar, sundhallar, sogsvirkjunar, ýmsum fleiri liðum útgjald- anna er fólgin meiri og minni skriffinnskukostnaður, sem ó- ómögulegt er að skilja frá, nema fyrir þá, sem hafa greiðan að- (Framh. á 4. siðu.) Verð innlendra afurða, kjöts og mjólkur, hækkar mn þessar mimdir, á svipaðan hátt og ákveðið hefir verið, að kaupgjald í landinu skuli hækka. Mun enda hafa aukizt, vegna afleið- inga stríðsins, kostnaður við þessar vörur, til að mynda frystingu kjöts. Gengur verðhækkunin því meðfram til þess að mæta þessum aukna kostn- aði. Verð á freðkjöti hækkaði sam- kvæmt ákvörðun kjötverðlagsnefndar, á þriðjudaginn og nam verðhækkunin rösklega 9%, úr kr. 1.60 í 1.75-hvert kilógramm í smásölu og úr 1.40 1 1.53 í heildsölu. Mjólkurverðlagsnefnd hefir haldið fundi að undanfömu, þar sem rætt hefir verið um hina væntanlegu verðhækkun, en ákvarðanir hafa eigi verið teknar ennþá um það, hve miklu hækkunin skuli nema. r r r Síðastliðna nótt kom togarinn Haf- stein til Hafnarfjarðar með 63 þýzka skipsbrotsmenn, er hann hafði bjargað af sökkvandi skipi um 60 sjómflur norðvestur af Látrabjargi. Hafði þýzkt flutningaskip, Bahia Blanca, rekizt á haíísjaka á þessum slóðum og laskazt stórkostlega. Voru neyðarmerki send út, en loftskeytastöðin hér í Reykjavik náði sambandi við tvo íslenzka togara, sem þarna voru að veiðum, Hafstein og Egil Skallagrímsson, Hafði þýzka skip- ið síðar beint samband við togarana, og brá Hafstein við og hélt á slysstað- inn. Þegar togarinn kom á vettvang, var hið þýzka skip orðið hálffullt af sjó og tekið að siga að framanverðu, í flestum styrjöldum berast út fregnir um það, að fundin hafi verið upp ný vopn, sem ráða muni úrslitum i styrjöld- inni. Hefir ekki orðið bið á þess- um fregnum nú frekar en endranær og einkum virðist það hafa komið fram hjá Þjóðverj- um, að þeir hefðu ráð á alveg nýju, mjög hættulegu vopni. Meira að segja Hitler hefir vik- ið óbeint að þessu í ræðum sín- um. Þá hafa Rússar nýlega gefið í skyn, að þeir myndu bráðlega nota nýtt vopn í Finnlands- styrjöldinni. Það, sem nú er venjulega átt við, þegar talað er um ný vopn, er ekki fullkomnun hinna eldri hernaðartækja, heldur alger- lega nýjungu í hernaði eins og t. d. geisla, sóttkveikjur og bráð- drepandi gastegundir. Sænskur prófessor, Hans Pettersen, hefir nýlega gert þetta að umtalsefni í grein í Göteborgs Handels- och Sjö- fartstidning. Verður efni henn- ar lauslega rakið hér á eftir: en björgun örðug vegna náttmyrkurs og sjóróts. Var lýsi og olíu hellt í sjó- inn til þess að lægja rótið. Voru skip- verjar fluttir i togarann í fjórum bát- um. Varðskipið Ægir er nú á þeim slóðum, sem slysið varð á, til þess að svipast eftir þvi. hvort skipið kunni eim að vera ofan sjávar, er þykir ó- líklegt. r r r 81ysavarnafélag íslands hefir nýlega birt áskorun til landsmanna um fjár- hagslega aðstoð til reksturs björgunar- skipsins Sæbjörg. Til reksturs skipsins mun þurfa um 20 þús. krónur. Árið sem leið veitti Sæbjörg 34 skipum og bátum með 220 manna áhöfn hjálp og aðstoð og var það fyrsta árið, hina seinustu áratugi, sem enginn vélbátur hefir farizt i verstöðvunum við Faxa- flóa. — Árangur þessarar áskorun- ar hefir meðal annars orðið sá, að félaginu hafa borizt þrjár stórgjafir. Björgunarfélag Vestmannaeyja hefir gefið því 1000 krónur, gamall skip- stjóri, Ellert Schram og Magdalena kona hans 500 krónur og Einar Stef- ánsson skipstjórl á Dettifossi og frú 500 krónur. r r r Undanfarna daga hefir verið tals- vert af ufsa hér í Reykjavíkurhöfn og hefir nokkuð verið veitt af honum. En sökum þess, að ufsinn heldur sig mestmegnis i skugga undir bryggj- um og skipum, er örðugt um veiðina, en á þessum stöðum er ufsinn í þykk- um torfum. Þa? ber oft við að vetrar- — Þær fréttir heyrast iðulega, segir prófessorinn, að einn eða annar hafi fundið upp svokall- aða dauðageisla, en hafi orðið svo hræddur við uppgötvun sína eða i'éttara sagt afleiðingar hennar, að hann eyðilagði hana og hlaut að launum að teljast meðal velgjörðamanna mann- kynsins! Reynsla vísindanna er vissulega sú, að maður ætti aldrei að segja neitt ómögulegt, en svo langt eru rannsóknir hinna margvíslegu g’eislateg- unda komnar, að til þess virð- ist sáralítill möguleiki, að hægt sé að láta geisla vera skaðlega, nema í tiltölulega lítilli fjar- lægð, eins og t. d. innanhúss. Líkurnar fyrir þvi, að dauða- geislar eða einhver þessháttar tækni komi að notum í styrjöld, eru því sannarlega mjög litlar. Það hefir einnig kvisast, að fundnir hafi verið upp geislar, sem geti stöðvað mótora í flug- vélum. Raunverulega eru þó ekki meiri líkur fyrir slíkri upp- götvun en dauðageislunum. lagi, að ufsatorfur koma inn í höfn, bæði hér i Reykjavík og Hafnarfirði, og er hann þá oft velddur í allstórum stfl. Að þessu sinni er ufsi sá, er veið- ist, að mestu leyti seldur til refafóðm-s. r r r Samkvæmt athugun, er fram hefir farið í sambandi við úthlutun mat- vælaseðla í skrifstofu Reykjavíkurbæj- ar, hafa um 2200 manns flutzt til bæjarins frá miðjum septembermán- uði fram til jóla. Af þessum grúa voru 330 námsmenn, verkafólk samtals um 875, þar af rösklega 400 einhleypar stúlkur, 410 manns, er stimda ólíkam- lega vinnu, en um starfsgrein rösklega 560 er eigi vitað. r r r Samband þingeyskra ungmennafé- laga hefir átt frumkvæði að og haft forgöngu um skíðakennslu í héraðinu í vetur. Hefir það ráðið Jón Þorsteins- son skíðakappa úr Siglufirði til þessa starfs og heldur hann námskeið í sýslunni um þessar mundir. r r r Á nýafstöðnu þlngi ungmennasam- bandsins „Skarphéðinn" var eftirfar- andi tillaga samþykkt í einu hljóði: „Héraðsþing „Skarphéðins", haldið að Haukadal 7.—9. janúar 1940, lýsir á- nægju sinni yfir bókaútgáfu Mennta- málaráðs i sambandi við Þjóðvinafé- lagið og skorar á sambandsfélögin að sýna fyrirtækinu góðan skilning og stuðning." r r r Það virðast einnig heldur litl- ar líkur fyrir því, að hægt verði að finna upp öllu skaðlegri gas- tegundir en þær, sem nú þekkj- ast. Að vísu getur það náttúr- lega heppnazt að framleiða tegundir, sem eru miklu ban- vænni, en gashernaðurinn vexð- ur alltaf svo mikið háður veð- urfari og öðrum staðháttum, að hann er ólíklegur til að geta haft nokkra úrslitaþýðingu. Meginþýðing hans er fólgin í þeirri hræðslu, sem hann skap- ar, en ekki í hinum raunveru- legu áhrifum hans. Varnir gegn gaseitrun eru líka orðnar það fullkomnar, að það á að vera tiltölulega auðvelt að verjast henni. Þess ber að geta í þessu sam- bandi, að til er einskonar jurta- eitrun, sem getur reynzt þýð- ingarmikil í varnarskyni. Þá víkur prófessorinn að sein- ustu að notkun sóttkveikja í styrjöld og telur hana ólíklega til árangurs. í fyrsta lagi gæti slíkt reynst jafn hættulegt fyrir báða aðila og í öðru lagi séu til áhrifamikil varnarmeðul gegn flestum þeim sóttkveikj- um, sem til mála kæmi að nota. Séu þessar upplýsingar hins sænska prófessors réttar virð- ast ekki mikil líkindi fyrir að þessi nýju vopn, sem ýmsir hafa óttast, muni verða tekin til notkunar, a. m. k. að þessu sinni. En hins vegar eru hin eldri hernaðartæki að taka stöðug- um endurbótum og styrjöldin getur því sannarlega orðið nógu ægileg, þótt ekki komi ný ó- geðslegri hernaðartækni til sög- unnar. Aðrar fréttir. Engin stórtíðindi hafa gerzt í Finnlandsstyrjöldinni siðan Finnar unnu síðari stórsigur sinn á Suomisalmivígstöðvun- um. Mestar orustur hafa verið á Sallavígstöðvunum, sem eru nokkru norðar og þar sem Rússar reyna að brjótast til Torneá við Botneska flóann. Er sagt, að hersveitir þær, sem Rússar hafa þar nú, reynist miklu betur en aðrar hersveitir, sem þeir hafa áður notað í styrj- öldinni. Fregnir benda þó til, að enn sem komið er veiti Finn- um þarna betur. Á öðrum víg- stöðvum virðast engar breyting- ar hafa orðið. — Samskot til hjálpar Finnum færast stöðugt í aukana í flestum löndum heims. Á þingi Bandaríkjanna hefir komið fram frv. um að veita þeim 60 millj. dollara lán. Argentina hefir boðizt til að láta þá fá 60 þús. smál. af hveiti og geti þeir ráðið því hvenær þeir greiði það. Þjóðverjar hafa stöðvað her- gagnasendingu, sem var á leið frá Ítalíu til Finnlands.Hafaþeir gert þetta eftir beiðni Rússa. í w A víðav&ngi Fyrir nokkru síðan fól bæjar- ráð þriggja manna nefnd að at- huga framfærslumál Reykja- víkur. í nefndinni eiga sæti Helgi H. Eiríksson skólastjóri, Jón Kjartansson ritstjóri og Jónas Guðmundsson frá Norð- firði. Ein af þeim tillögum, sem nefnd þessi hefir gert, er sú, að ráðinn verði í þjónustu bæjar- ins sérstakur bæjarlæknir, sem hafi yfirumsjón með öllum heil- brigðismálum bæjarins. Skal hann m. a. vera framfærslu- nefnd til aðstoðar, þegar um er að ræða þurfalinga, sem þarn- ast læknishjálpar. * * * í greinargerð nefndarinnar kemur það greinilega fram, að hún álítur að ýmsir læknar nú misnoti aðstöðu sina í þessum efnum og valdi það bænum ó- lörfum kostnaði. Segir t. d. um óetta i nefndarálitinu á þessa leið: „Aðalatriðið er þó hitt, að hafa lækni, sem hefir aðstöðu til þess að segja með fullri ein- urð álit sitt um það, hvort þurfalingur er óvinnufær eða ekki, og sem ekki hefir persónu- legan hag af því, að ráðstafa xurfalingum til læknisaðgerða eða sjúkrahúsvistar umfram það, sem nauðsynlegt eða óhjá- kvæmilegt verður að teljast. Telur nefndin sig hafa ástæðu til að ætla, að í þessu efni geti verið um verulegan sparnað að ræða, ef þessi mál væru í hönd- um læknis, er hefði sínar aðal- tekjur sem föst laun frá bæn- um, því ekki er ósennilegt, að þeir þurfalingar, sem ekki fengju öllum sínum óskum og kröfum fullnægt vegna tillagna læknisins, fengju andúð á hon- um og gæti hann því ekki vænst mikilla tekna af læknisstörfum fyrir einstaklinga." * * * Þá segir á öðrum stað í nefnd- arálitinu: „í þessu sambandi mun rétt að geta þess, að það hefir komið fyrir, að sjúkling- um sé að nauðsynjalitlu og jafn- vel nauðsynjalausu haldið á sjúkrahúsum á kostnað bæjar- sjóðs. Getur að vísu stundum verið álitamál, hvenær útskrifa skal, en ef bærinn hefði einn læknisfræðilegan ráðunaut um þessi mál, ætti að nást samræmi i meðferð þeirra.“ * * * Má glöggt á þessum ummæl- um marka, að fyllsta ólag hefir ríkt í þessum málum undan- farið eins og öðru því, sem heyrt hefir undir stjórn fátækramál- anna í Reykjavík. Hefir meira að segja kveðið svo ramt að þessu, að tveir strangtrúaðir í- haldsmenn hafa ekki komizt hjá því, að fella þann dóm, sem að framan greinir. Er þó vist að á ýmsum öðrum sviðum fátækramálanna i Reykjavík hefir ríkt enn meira ólag og sem þarfnast enn frekar skjótra endurbóta. Má 1 þvi sambandi minna á ýmsar umbótatillögur í þessum málum, sem Fram- sóknarflokkurinn hefir látið flytja í bæjarstjórninni. Ítalíu hefir þetta vakið óánægju og hefir ítalski sendiherrann í Berlín krafizt þess, að sending- in verði látin halda áfram eða send til Ítalíu aftur. Þetta veld- ur einnig þýzku stjórninni tals- verðum áhyggjum, þar sem hún vill hafa góða sambúð bæöi við ítali og Rússa. Er álitið, að Hitl- er ætli að reyna að koma á sátt- um milli þessara þjóða. Kallio Finnlandsforseti hélt í fyrradag fund með blaðamönn- um og skýrði þar frá eftirfar- andi: Síðan styrjöldin hófst hafa Rússar gert loftárásir á nær allar borgir í Finnlandi og alls varpað niður á 5. þúsund sprengjum. Af völdum loftárás- anna hefðu 243 manns beðið bana, 217 særzt alvarlega og 210 (Framh. á 4. siðu.) A. KIK,OSSC3-ÖTTJ3yC Verðhækkun á innlendum afurðum. — Togari bjargar þýzkri skipshöfn. — Slysavarnafélag íslands. — Ufsaveiði í Reykjavíkurhöfn. — Aðkomufólk í Reykjavík. — Skíðakennsla í Þingeyjarsýslu. — Bókaútgáfa menningarsjóðs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.