Tíminn - 11.01.1940, Blaðsíða 3
4. blað
TÍMEVflV, fimmtmlagiim 11. janííar 1940
15
BÆKUR
Jón Halldórsson pró-
fastur í Hítardal.
Eftir Jón Helgason
biskup, 206 bls. Verð:
15 krónur í bandi.
Nokkru fyrir áramótin kom út
nýtt og mikið fræðirit eftir Jón
Helgason biskup, um hinn
þekkta fræðimann, séra Jón
Halldórsson prófast í Hítardal.
Útgefandi ritsins er Hið ís-
lenzka bókmenntafélag.
Eins og vænta má af höfundi,
er þetta gagnmerkt fræðirit,
byggt á mjög ítarlegum rann-
sóknum og mikilli starfselju, að
því er séð verður. Er æfisaga
séra Jóns Halldórssonar mjög
glögglega rakin, þótt æfi hans
væri „sízt stórviðburðarík. Hann
var alla æfi sína“, segir biskup,
„einn hinna kyiTlátu í landinu,
sem lét sig litlu skipta almenn
mál utan síns verkahrings sem
prestur á afskekktu sveitabýlf.
Og eins og skapgerð hans var
farið, hafði hann aldrei hátt um
það, sem hann hafði fyrir
stafni, enda munu fæstir sam-
tðarmenn hans, svo stórum
vel metinn sem hann var fyrir
lærdóm sinn og skörungsskap,
hafa gert sér fyllilega ljóst með-
an hann var á lífi, hvílíkt nytja-
verk hann hafði með höndum
heima fyrir á hinu afskekkta
prestssetri sínu, fjarri þeim
róstum og ófriði, sem svo mikil
brögð voru að hér á landi ein-
mitt um hans daga. Allt að einu
verður lífssaga hans, þótt fátæk
sé að stórviðburðum, bæði að-
laðandi og lærdómsrík, enda eru
það hin bókmenntalegu afrek,
sem hann vann í kyrrþey, er
hafa aflað honum þess orðstírs
i sögu þjóðar vorrar, sem seint
mun fyrnast yfir“.
Það er talið, að séra Jón Hall-
dórsson hafi samið meginþorra
rita sinna á árunum 1715—1734.
Höfuðrit hans voru biskupasög-
urnar, skólameistarasögur, hirð-
stjóraannáll, prestasögur,
klaustrasaga íslands, Hítardals-
annáll, ættartölubók og fleira.
Eru kommúuístar
á móti bitlingum
(Framh. af 2. síðu)
um kaupstöðum landsins og er
nefndunum ætlað að annast
þetta eftirlit. „Nefndarmenn
skulu fá þóknun fyrir staTf sitt
úr hlutaðeigandi bæjarsjóði",
segir í frv.
Eins og frá frv. er gengið, er
tæpast hægt að búast við
nokkru gagni af starfi þessara
nefnda. En með þessum móti
væru búnir til 40 bitlingar.
6.
Fleira verður ekki rakið að
HEIMILIÐ
Jólaljóð 1939.
Einu sinni á ári allir verða böm.
Það er á móti mörgum mannlífssárum
vörn.
Þó að allt hið illa eigi mikil völd,
það yfirgefur okkur á aðfangadags-
kvöld.
í huga vorum lifnar lítil bernskurós
ef við aðeins sjáum örfá kertaljós.
Af þvl leggur ylinn œskudögum frá,
frjáls og glöð við undum foreldrunum
hjá.
Æsku endurminning, unaðsljúf og blíð,
endurvékur alltaf sérhver jólatíð.
Greinum þvi l hjartanu heilög
bernskujól,
þau breiða yfir ellina birtu, yl og skjól.
R. G.
svo stöddu. En þetta ætti að
nægja til að sýna þeim, sem
taka hátíðlega glamur kom-
múnista um bitlinga og óþörf
laun, að ekki myndi ástandið
batna, ef þeir kæmust til valda,
heldur myndi þá fyrst hefjast
sannkölluð ógnaröld í þessum
efnum. Þótt ýmsum kunni að
finnast það nú, að þing og
stjórn gangi lengra en góðu
hófi gegnir í þessum efnum,
mun þeim ljóst af framan-
greindum dæmum, að núverandi
valdhafar þola ekki neina sam-
keppni við kommúnista í þeirri
hugvitssemi að búa til ráð,
nefndir og embætti, því að
vissulega hafa kommúnistar
ekki opinberað nema lítinn
hluta þeirrar getu sinnar í þess-
um frumvörpum.
Þeim, sem þekkja til skipulags
kommúnistaflokksins, kemur
þetta heldur ekki á. óvart. Þar
er allt margskipulagt í ráð,
nefndir, sellur, flokka, hringa
o. s. frv. Þaðan hafa kommún-
istar fordæmin.
En hin stóra fyrirmynd þeirra
er þó Sovét-Rússland. Kom-
múnistaflokkurinn, sem þar
hefir völdin, telur innan hinna
skipulögðu samtaka sinna ekki
nema lítið brot þjóðarinnar.
En flestir flokksmeðlimanna
hafa embætti og bitlinga, er
gerir aðstöðu þeirra stórum
betri en annara þegna landsins.
Til endurgjalds styðja þeir ein-
valdann eftir megni og reyna
að kæfa í fæðingunni allan
mótþróa gegn stjórn hans. í öðr-
um einræðislöndum, t. d. Þýzka-
landi, er reynslan á svipaða
leið. Því verður vitanlega ekki
neitað, að í sumum lýðræðis-
löndum hefir talsvert borið á
þeirri spillingu, að valdhaf-
arnir misnoti aðstöðuna fylgis-
mönnum sínum til hagnaðar á
þennan hátt, en það kemst þó
yfirleitt ekki í hálfkvisti við
það, sem tíðkast í einræðislönd-
Nú er ekki
prettánda öld
(Framh. af 2. síðu)
röngu ályktunum Dana um ís-
land og axarsköft þeirra um
stjórnarframkvæmdir hafa
sprottið af vankunnáttu þeirra
á íslandi og málefnum þess.
Síðasta dæmið um þessa van-
hyggj u Dana er árásargrein,
sem birtist fyrir nokkru í
stærsta blaði Dana, Berlingske
Tidende. Þar er ég, svo sem
vænta mátti, ofsóttur fyrir að
vilja að ísland verði algerlega
frjálst, með því að segja upp
sambandssáttmálanum og end-
urnýja hann ekki aftur. Síðan
bætir blaðið því við, að ég fylgi
þessari stefnu af persónulegum
hvötum, von um vegtyllur og
fjármunalegan ávinning, sem
afleiðingu þess, þegar sam-
bandssáttmálanum verður sagt
upp.
Ég á vitaskuld engan rétt á
því, að erlendir menn, sem
aldrei vita neitt um ísland,
kunni gleggri skil á málinu
heldur en sézt af þessari árás.
Andstæðingar mínir héldu eins
lengi og unnt var, að ég beitti
mér fyrir eflingu Landsbankans,
stækkun Akureyrarskólans,
byggingu Laugarvatnsskóla eða
myndun þjóðstjórnar 1938
af því að ég hefði vonast eftir
að fá bætta aðstöðu persónu-
lega sem bankastjóri, skóla-
stjóri eða ráðherra í því nýja
skipulagi, sem ég átti þátt í
að mynda. En reyndin varð
önnur. Mér hefir verið mikil á-
nægja að vinna að lausn þess-
ara tilteknu mála, og margra
annarra hliðstæðra. Vinnugleð-
in og von um að þessar og því-
líkar umbætur styrktu minnstu
þjóð veraldarinnar, sem er að
reyna að gera það þrekvirki að
vera frjál3 menningarþjóð, hafa
verið meir en nóg laun fyrir
unum, þar sem valdhafarnir
geta, nær ótakmarkað, keypt
sér fylgi til að treysta vald sitt.
Hin frjálsa gagnrýni í lýðræð-
islöndunum er verulegur hem-
ill í þessum efnum.
Af þessu öllu saman ætti
mönnum að vera nægilega ljóst,
hvernig fara myndi í þessum
efnum, ef hér ætti eftir að kom-
ast til valda einskonar Teri-
jokistjórn undir forsæti Einars
eða Brynjólfs og studd af „fé-
laga“ Stalin og Molotoff.
X. X.
Hreinar léreftstuskur
kaupir v
Prentsmiðjan Edda,
Lindargötu 1 D.
gestum á 18. grein. Sú fjárhæð,
sem nú má skipta í þessu skyni,
er 80 þúsund. Danir skipta á
sama hátt til skálda og rithöf-
unda rúmlega 100 þús. kr. Ef
Danir legðu fram í þessu skyni
jafn ríflega eins og íslendingar
gera nú, ætti sú fjárhæð að
vera um 3 miljónir króna. Að-
stæður eru að vísu ekki að öllu
leyti sambærilegar. En þessi
samanburður sýnir þó, að frá
fjárhagslegu sjónarmiði megi
teljast eðlilegt, að Alþingi veiti
í þessu skyni tiltekna takmark-
aða upphæð, í stað þess að skoða
ríkissjóðinn eins og ótæmandi
lind, þar sem allir sem vilja,
kalla sig andans menn og geta
drukkið af eftir vild.
íslendingar eru nú á því stigi
í sálarlegum efnum, að full á-
stæða er til að búast við marg-
faldlega aukinni ásókn í föst
laun fyrir svokölluð andleg
störf. Hitt er annað mál, hvort
allir umsælcjendur vilja feta
fótspor Þ. Th. og Matthíasar
Jochumssonar um verðleika og
afköst. Mun mörgum þykja
auðsóttari leið að sækja hart
fram með stuðningi frænda,
vina og flokksbræðra að kom-
ast á fjárlögin, heldur en að
standa í miklum mannraunum.
Meðan Alþingi var svo að
segja opið fyrir hverskonar ó-
tímabærum heimsóknum, tóku
áróðursmennirnir. sér þar fasta
aðstöðu í nokkurskonar skot-
gröfum, til að 'geta veitt þing-
mönnum fyrirsát. Einna frægast
er dæmi um vel metinn borg-
ara.í. bænum, sem kóm daglega
í þingíð í sex vikur til að. hiðja
um atkvæði þingmanna með
styrkbeiðni handa syni sínum.
Við atkvæðagreiðsluna kom í
Ijós, að rúmlega helmingur
þingmanna hafði látið undan
fyrir hinni þrálátu sókn. í ann-
að sinn gat ötull sonur komið
föður sínum á æfilöng lista-
mannalaun, þó að „faðirinn“
hafi aldrei gert neitt lista-
verkið. Niðurstaðan hefir orðið
sú, að Alþingi hefir tekið á föst
laun allmarga ágæta rithöf-
unda, skáld og listamenn, en
jafnframt slæðast með í tilvilj-
unaratkvæðagreiðslum menn,
sem ekkert hafa unnið til launa
í þeim efnum, annað en dugnað
í atkvæðaveiðum. Með því að
gera úthlutun fjár fyrir andleg
störf að athugunarmáli, í stað
þess að vera að miklu leyti til-
viljunar- og áróðursmál, mun
þjóðin í framtíðinni losna við
marga óefnilega umsækjendur.
En aðstandendur slíkra manna
munu helzt óska eftir því á-
standi, að Alþingi sé opið og
varnarlaust fyrir þeim sem vilja
grafa sér skotgrafir í hliðar-
herbergjum þess, til að stunda
þar bitlingaveiðar.
Mér þykir undarlegt, ef Sig-
urður Nordal hefir ekki veitt því
eftirtekt, að mjög er misskipt
skini ‘og skúrum á 18. gr. Þar
er Guðmundur Kamban, en ekki
Gunnar Gunnarssori. Þar er
Jón Stefárissön' málari en ekki
Jóhannes Kjárval.
Frá allnennu sjónarmiði sýn-
ist hér vanta skipulegt yfirlit.
Gunnar Gunnarsson og Kamb-
an hafa báðir verið íslenzkir
rithöfundar, búséttir erlendis.
Jón Stefánsson og Kjarval eru
báðir merkilegir og mikils virtir
málarar. En ástæðan til þess að
Kamban og Jón Stefánsson hafa
komizt á 18. gr. fjárlaganna, er
aðeins sú, að þeir áttu vini og
skólabræður, sem sóttu um laun
fyrir þá, ef til vill án þeirra
vitundar. En Gunnar Gunnars-
son og Jóh. Kjarval áttu enga
skólabræður að í þessu efni og
sóttu ekki á garðinn sjálfir.
Þess vegna var þeim gleymt.
Mörg fleiri hliðstæð dæmi
mætti nefna, en þessi nægja.
Einhver djúptækasti mis-
skilningurinn í skjali hinna sjö
skálda kemur fram í þessu sam-
bandi. Þeir telja sig dá það
skipulag, til stuðnings listum
og vísindum, þar sem ágætir
menn og forystumenn í skáld-
skap og listum gleymast við út-
hlutun þess himnabrauðs, sem
hér er um að ræða, af því þeir
sækja ekki fram sjálfir, eða eiga
áhrifamenn til að vinna fyrir
sig.
Skýring þessa máls er auð-
veld. Alþingi lítur ekki á það
sem hlutverk sitt að hafa yfir-
lit um þróun lista og bók-
mennta. Það telur hina efnalegu
og pólitísku þróun vera við-
fangsefni sitt. Alþingi hefir alls
ekki frumkvæði að fjárútlátum
úr ríkissjóði til lista og vísinda.
í þvílíkum efnum er það í varn-
ar en ekki sóknaraðstöðu. Al-
þingi getur sætt sig við að veita
myndarlegu skáldi í Danmörku
eins og Kamban nokkur rithöf-
undarlaun, en því dettur ekki
í hug að bjóða Gunnari Gunn-
(Framh. á 4. siðu.)
erfiði mitt við þessi pólitsku
verk.
Andstæðingar mínir innan-
lands ætluðu að draga úr vinnu-
skilyrðum mínum með því að
gera ráð fyrir, að ég ætlaði að
hagnast persónulega á störfum
mínum við almennar umbætur.
Andstæðingar íslands í Dan-
mörku gera fast ráð fyrir, að
hagsmunum þeirra standi af
mér einhver hætta. Síðan vilja
þeir reyna að bæta aðstöðu sína
með því að gera ráð fyrir, að ég
muni hallast að sömu vinnu-
brögðum og þeir stjórnmála-
menn, sem glötuðu frelsi lands-
ins á 13. öld.
Mér finnst rétt að svara hin-
um dönsku áróðursmönnum með
fullri hreinskilni og fullri vel-
vild. Þeir skaða sjálfa sig með
því að álíta mig fágæta undan-
tekningu í sjálfstæðismálinu.
Þjóðin öll er einhuga um að
heimta frelsi sitt og að varð-
veita það á ókomnum árum.
Aðstaða hinna dönsku áróð-
ursmanna er að þessu leyti full-
komlega vonlaus. Mörg hundruð
ára óstjórn Dana á íslandi og
hundrað og tíu ára frelsisbar-
átta hefir samstillt hugi íslend-
inga um þessi mál. En svo sem
að launum fyrir þann óverð-
skuldaða heiður, sem Danir hafa
gert mér með því, að einbeita
áróðri sínum gegn mér, vil ég
benda þeim á, að eina ástæðan,
sem þeir hafa til að búast við
að ég kunni að verða íslenzka
málstaðnum að liði í lokaátök-
unum um frelsismálið, er sú
vinnuaðferð, sem ég hefi beitt
í meir en aldarfjórðung, en það
er að starfa að pólitískum mál-
um vegna þeirra sjálfra, án
nokkurs tillits til persónulegs
hagnaðar.
Og ég neyðist til að hryggja
Berlingske Tidende með annarri
miklu alvarlegri vitneskju. Ég
hygg, að enginn maður í póli-
tískri áhrifastöðu á íslandi muni
hafa minnstu tilhneigingu til
að vinna að sjálfstæðismáli
þjóðarinnar í sambandi við per-
sónulegan metnað. Einmitt af
þessari ástæðu er áróður af hálfu
Dana um frelsismál íslendinga
gersamlega þýðingarlaus. Borg-
arar landsins og Alþingi þekkja
vel sögu landsins á 13. öld. Sú
saga er ekki lokkandi fordæmi.
íslendingar einbeita nú kröftum
sínum í gagnstæða átt við það,
sem þá var gert. Úrslitin munu
líka verða gagnstæð samkomu-
laginu við Noreg 1262 og 1264.
í þessu sambandi má ef til vill
minna á það, að þeir íslending-
ar, sem einlæglega beitast fyrir
fullu frelsi íslendinga, eru ekki
aðeins góðir íslendingar, heldur
líka góðir vinir Dana. Því að
þegar íslendingar eru orðin
frjáls þjóð, og Danir hafa skilað
aftur handritum þeim, sem þeir
hafa um stund geymt fyrir ís-
lendinga, munu skipti þessara
þjóða verða að öllu leyti vin-
samleg og byggð á gagnkvæmri
virðingu. Þá mun það verða við-
urkennt, að þeir íslendingar,
sem vinna hiklaust að því að
endurheimta fullt frelsi þjóðar
sinnar, eru líka hollustu frænd-
ur gömlu samstarfsþjóðarinnar
við Eyrarsund. J. J.
Tuixixum
VIÐ KAUPUM 1/1 og 1/2 tunnur undan kjöti. Tunnurnar
séu nýlegar, gallalausar og hreinar. Hlemmur þarf að fylgja
Sækjum heim.
GarnastötSin, Reykjavík.
Sími 4241.
Tryggid heílsu og þríS
sauðfénaðarins
með því að láta hann a 111 a f ctga aögang að
salti. Hentnga saltgjöfin er S AITSTEINN
ódýr og handhægnr.
Samband ísl. samvinnufélaga
V AK A
Á ERINDI TIL ALLRA.
Flytur frumsamdar og þýdd-
ar greinar um margvíslegt efni,
sögur og kvæði og er prýtt
fjölda mynda.
KAUPIÐ VttKU!
Kopar,
alumlnium og fleiri málmar
keyptir í LANDSSMIÐJUNNI.
VinniS ötullega fyrir
.Tímann.
92 Margaret Pedler:
en Colin stöðvaði hana með því að taka
um handlegg henni.
„Ég skal segja þér,“ sagði hann hægt,
„að ég held að þú sért eina manneskjan,
sem gæti komið því til leiðar.“ Hann
þagnaði og horfði á hana. Svipurinn í
augum hans var í senn háðskur og á-
kallandi. „Vilt þú taka það að þér?“
Hún hikaði. Röddin var að vísu hæð-
in, en hún varð samt vör við einhverja
krefjandi ákefð, sem kom henni á óvart.
„Ég veit það ekki,“ sagði hún vand-
ræðalega. Nú kallaði Jane aftur og El-
izabet greip fagnandi tækifærið til þess
að komast hjá því að gefa ákveðið svar.
Hún hljóp af stað og Colin horfði á
eftir henni með skrítinn svip í augun-
um. í þeim var nýr og vakandi áhugi,
sem hafði ekki gert vart við sig þar um
langt skeið.
VI. KAFLI.
Nýr vinur.
Elizabet hafði eytt • tveim klukku-
stundum í garðinum við það að klippa
blóm. Nú var hún komiri inn- og var í
óða önn að koma þeirri fyrir í körfum
og vösum, sern hún hafði safnað saman
í þessu augnamiði. Þetta var eitt-þeirra
smávika, sem hún hafði tekið að sér
fyrir Jané, skömmu eftir að-'húri-kom.
Laun þess liðna 89
hefir oft talað um Waincliff, en aldrei
mikið um Abbey. Eg býst við, að það
hafi valdið honum of mikillar heim-
þrár. Hann langar orðið mikið til að
koma þangað aftur, eins og þú veizt.“
„Já, ég veit það.“ Jane hnyklaði brún-
irnar snöggvast, því að orð Elizabetar
minntu hana svo vel á allt það, sem
hafði orðið til þess að flæma Frayne
frá heimili sínu. Hún stóð skyndilega á
fætur.
„Ég ætla að skreppa inn og gá að því,
hvort farangur þinn er kominn,“ sagði
hún í annatón. „Ef hann er kominn þá
býst ég við að þú viljir sjá herbergið
þitt. Colin getur skemmt þér á meðan
ég er burtu.“
Elizabet leit brosandi á Wentworth,
þegar Jane var farin.
„Ég held, að þið hljótið að vera afar
laus við tortryggni, úr því að þið leyfið
að alókunnri manneskju sé þannig
dembt á ykkur,“ sagði hún.
Brúnu augun svöruðu með glaðlegu
brosi.
„Ég held, aftur á móti, að tortryggnis-
skorturinn hafi komið meira fram ann-
ars staðar,“ svaraði Wentworth. „Mér
virðist, að það hafi verið töluverð áhætta
af þér að koma til okkar! Við lifum
ákaflega frumstæðu lífi hérna, alger-