Tíminn - 13.01.1940, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.01.1940, Blaðsíða 2
18 TÍMIM, laMgardaginn 13. janúar 1940 5. blað ‘gímtnn Lauyurdaginn 13. jjan. Vegur yfír Síglu- fjardarskard Það er hægt að tefja góð mál en ekki að stöðva þau. Svo mun reynast um baráttu þá, sem hafin var fyrir skömmu hér í blaðinu, til að hrinda í fram- kvæmd vegagerð yfir Siglu- fjarðarskarð og yfir eyðimerkur Melrakkasléttu að Raufarhöfn. Fyrir fáum vikum ritaði ég grein hér í blaðið um hve óvið- unandi það væri að hafa tvær mestu atvinnustöðvar landsins, síldarbræðslurnar á Siglufirði og Raufarhöfn, eins og eyjar, skildar frá meginlandinu. Það þurfti 20 þús. kr. til að gera ak- fært að Raufarhöfn, og hér um bil 180 þús. til að gera veg yfir Siglufjarðarskarð, og niður fyr- ir erfiðustu brekkur að vestan. Ég benti á nauðsyn fólksins, 12 þús. manna á Siglufirði og mik- ils fjölda á Raufarhöfn, að vera í lífrænu sambandi við aðra landshluta allt sumarið. Ég benti á nauðsyn fólksins í þess- um bæjum, og sjómanna, er þangað koma, að geta dregið að sér nægilegan forða af nýrri, íslenzkri matvælaframleiðslu. Þá var ótalinn hinn margfaldi menningarauki, sem marg- menninu í þessum bæjum væri að því að hafa til sín bifreiða- samgöngur oft á dag allt sum- arið. Það varð samkomulag í fjár- veitinganefnd, að styðja þetta mál. Þótti sanngjarnt, að ríkis- verksmiðjurnar lánuðu þetta fé, 200 þús. kr., vaxtalaust með jöfnum afborgunum á 10 árum. Hlunnindin og aöstöðuhagræð- ið fyrir verksmiðjurnar var svo augljóst, að tæplega var hægt að búast við að nokkur maður yrði á móti þessu. En þó varð það svo. Kom- múnistaflokkurinn reis á móti þessari framkvæmd, með þeirri blindni, sem er meðfædd þeim, sem þar skipa sér. Alþýðuflokk- urinn á þingi fór nálega allur sömu leið, svo og ýmsir úr Sjálf- stæðisflokknum. Finnur Jóns- son kom með fleyg í málið til að eyða framkvæmdum. Gerði hann breytingartillögu við veg- artillöguna um að verksmiðj- urnar skyldu borga mörg hundruð þús. kr. í uppbót á þá síld, sem útvegsmenn og sjó- menn höfðu selt verksmiðjum í sumar. Um hitt gat Finnur ekki, að þessum mönnum stóð opið að láta vinna úr síld sinni í sumar, en höfðu neitað því, ekkert viljað annað en selja verk- smiðjunum vöruna. En nú átti að koma með bakreikninginn. Þegar þingmenn Skagfirðinga og Eyfirðinga sáu hvert stefndi, komu þeir með varatillögu við vegartillögu fjárveitingarnefnd- ar. Samkvæmt henni skyldi ríkisstjórnin fá heimild til að taka að láni 200 þús. kr. í þessa tvo verksmiðjuvegi. Og vitan- lega var þá ekki gert ráð fyrir að taka það lán hjá verksmiðj- unum. Eftir mikla vafninga, þar sem kommúnistar og Alþýðuflokks- menn höfðu forustuna, hafði fjárveitingarnefn'd tekið aftur tillögu sína um lán frá verk- smiðjunum, og Finnur Jónsson sína um að borga mörg hundruð þús. kr. í uppbót til manna, sem ekki vildu eiga sína síld í sumar sem leið. Þá kom til greina tillaga Eyfirðinga og Skagfirðinga og var hún felld með litlum atkvæðamun. Rúm- lega 20 á móti og tæpir 20 með. Fleygur Finns Jónssonar hafði skapað hörkudeilur um málið, og var Finni og kommúnistum algerlega að kenna, að tillagan féll. En baráttan fyrir því að leysa mannfjöldann á verksmiðju- stöðunum úr hlekkjum einangr- unarinnar, hafði borið góðan á- rangur. Meira hluta þingmanna þótti málið gott og réttlátt, þótt þeir kæmu sér ekki í byrjun saman um leiðir. Mér fannst einsætt, að ef engin ytri óhöpp kæmu fyrir, þá yrðu þessir samgönguhlekkir brotnir af verksmiðjubæjunum á næstu tveim árum. (Framh. á 3. síðuj Forystwmeim l»|6ðanna: flermaun flúring Það leikur ekki á tveim tung- um, að sigur Þjóðverja í Pól- landsstyrjöldinni var fyrst og fremst unninn af flughernum. Vonir Þjóðverja um sigursælar lyktir styr j aldarinnar við Bandamenn eru líka fyrst og fremst bundnar við flugherinn. Sá maður, sem hefir unnið manna mest að því að gera þýzka flugherinn að þessu skelfilega valdi, er Hermann Göring marskálkur, annar valdamesti og vinsælasti maður þýzka ríkisins. Hermann Göring er fæddur í Bayern 1893. Hann er kominn af gamalli aðalsætt. Faðir hans hafði verið fyrsti nýlendustjórí Þjóðverja í Suðvestur-Afríku. Göring gekk kornungur í þjón- ustu hersins og var orðinn liðs- foringi 19 ára gamall. Fyrstu mánuði heimsstyrjaldarinnar starfaði hann í fótgönguliðinu, en gekk í flugherinn seint á ár- inu 1914. Hann gat sér þar fljótlega ágætt orð. í nóvember 1915 særðist hann hættulega, en komst þó til fullrar heilsu aft- ur. Vann hann sér stöðugt auk- inn orðstír sem flugmaður og var snemma á árinu 1917 skip- aður stjórnandi flugdeildar. Frægasti flugmaður heims- styrjaldarinnar var Þjóðverjinn Manfred Richthofen. Hann skipulagði vinnubrögð þýzku bardagaflugvélanna og flugsveit sú, sem hann stjórnaði, var flugmönnum Bandamanna mestur þyrnir í augum. Hún fór sigri hrósandi úr hverri viður- eign, enda var hún skipuð úr- valsmönnum og kænska og hug- dirfska Richthofens átti ekki sinn líka. Má nokkuð marka dirfsku hans á því, að hann málaði flugvél sína eldrauða og var hún því auðþekkjanleg fyrir andstæðingana. Meðal Bandamanna var það orðin talsvert almenn skoðun, að það væri sama og að fara út í opinn dauðann, að berj- ast við flugsveit Richthof- ens. í maímánuði 1918 heppn- aðist loksins að ráða niðurlög- um þessa mikla flugkappa. Hann hafði að vanda hætt sér inn yfir víglínu Englendinga og einum enska flugmanninum tókst að komast svo nálægt honum, að hann gat hæft hann í hjartastað. Englendingar jörðuðu hann með mikilli við- höfn og létu á gröf hans stóran blómkrans, þar sem á var letr- að: „Til hugrakks og verðugs fjandmanns". Richthofen var þá búinn að taka þátt í 78 loft- orustum og bera hærri hluta í þeim öllum. Það gefur bezt til, kynna, hversu mikið álit Göring hafði unnið sér sem flugmaður, að hann var skipaður eftirmaður Richthofens og annaðist síðan stj órn Richthof ensveitarinnar til styrjaldarloka. Má meira en vel vera, að hann hefði í þeirri stöðu getað náð enn meiri frægð en Richthofen, en frið- arsamningarnir komu í veg fyr- ir það. Göring hafði þá samtals háð 52 loftorustur og sigrað í þeim öllum. Hann hafði hlotið æðsta hetjumerki þýzka hers- ins, Pour le Merite. Hann var í styrjaldarlokin þekktastur allra þýzkra fluggarpa. Hann undi líka styrjaldarúrslitunum illa og það varð að neyða hann með valdi til að afhenda flug- vélar Richthofensveitarinnar. Göring undi ekki í því landi niðurlægingarinnar, sem Þýzka- land var eftir heímsstyrjöldina og fór í sjálfviljuga útlegð. Ár- ið 1919 starfaði hann í Dan- mörku sem ráðgjafi Dana í flugmálum. Síðan var hann um nokkurt skeið flugmaður í Sví- þjóð. Þar giftist hann sænskri greifadóttir, Karin de Foch. Árið 1922 fór Göring aftur til Þýzkalands og stundaði hag- fræðinám í Múnchen. Þar komst hann í kynni við hinn nýstofn- aða flokk Hitlers og gerðist meðlimur hans. Herfrægð hans kom honum þar brátt til met- orða og Hitler fól honum það verk, að skipuleggja storm- sveitirnar. Náði Göring furðu- legum árangri í þeim efnum. í nóvember 1923 gerði Hitler mis- heppnaða byltingartilraun í Múnchen. í skærum, sem urðu í sambandi yið hana, gekk Gör- ing djarflega fram og særðist hættulega. Vinum hans tókst að koma honum undan til Austur- ríkis. Næstu árin dvaldi hann í Ítalíu og Svíþjóð, enda mátti hann ekki koma aftur til Þýzka- lands. Árið 1920 var honum leyfð landvist í Þýzkalandi og gerðist hann þá nánasti sam- verkamaður Hitlers. Einkum starfaði hann að skipulagn- ingu flokksins og má senni- lega einna mest þakka honum hið fullkomna flokksskipulag nazista. Árið 1928 fengu nazist- ar í fyrsta sinn nokkra fulltrúa kosna á þýzka ríkisþingið og var Göring einn þeirra. Eftir hinn mikla kosningasigur nazista 1932 varð Göring forseti ríkis- þingsins. Þá um haustið gerð- ist sá atburður í þinginu, að von Papen forsætisráðherra ætlaði að rjúfa þingið áður en vantrauststillaga kæmi til at- kvæða. Lagði hann þingrofstil- kynningu Hindenburgs fyrir Göring og kvaddi sér hljóðs til að skýra þingheimi frá þessari fyrirætlun. En Göring vék bréfi ríkisforsetans til hliðar, synjaði von Papen um orðið og lét sam- þykkja vantraustið. Sýndi þessi framkoma, að Göring lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hitler varð forsætisráðherra í ársbyrjun 1933, en nazistar stóðu ekki einir að þeirri stjórn og áttu fáa menn í henni. Hitler tókst þó að láta Göring verða innanríkisráðherra i Prússlandi, en þar voru jafnaðarmenn sterkastir og prússneska lög- regluliðið gekk næst hernum að styrkleika. Með mikilli harð- neskju og ófyrirleitni, tókst Göring að brjóta öll yfirráð jafnaðarmanna í Prússlandi á bak aftur og framganga hans í þingkosningunum þá um vet- urinn átti vafalaust drýgsta þáttinn í sigri nazista. Hins veg- ar munu jafnan verða skiptar skoðanir um þær kosningar, en þinghúsbruninn var eitt helzta deilumálið. Eftir þennan kosningasigur nazista, en þeir fengu meira hluta í kosningunum, varð Gör- ing flugmálaráðherra þýzka rík- isins og forsætisráðherra Prúss- lands. Hann tók sér jafnframt fyrir hendur að annast yfirum- sjón með skipulagningu leyni- lögreglunnar, Gestapo, og hefir jafnan verið æðsti maður henn- ar. Þótt þetta væru ærin verk- efni hafa síðan hlaðizt á hann ný og ný vandasöm . störf og næstum alltaf þegar koma þarf nýju og víðtæku skipulagi á hin stórfelldustu viðfangsefni, hefir Göring orðið fyrir válinu sem aðalmaður. Þannig var hann t. d. á fyrra hluta ársins 1936 skip- aður æðsti yfirmaður allra stjórnarskrifstofa, sem fengust við hráefna og gjaldeyrismál, og síðar á sama ári skipaður æðsti framkvæmdastjóri hinn- ar svokölluðu „fjögra ára áætl- unar“, sem hefir það takmark að gera Þýzkaland sem óháðast erlendum hráefnum og inn- flutningi. Takist Þjóðverjum að standast siglingabann Breta, verður það fyrst og fremst þessu starfi Görings að þakka, en vit- anlegt cr að Þjóðverjar hafa náð geysilegum árangri við framleiðslu ýmsra gerfivara. Nú seinast hefir Göring verið skip- aður einskonar einræðisherra í fjármálum og verður það verk- efni hans í því starfi, að útvega nægilegt fé til að standast kostnaðinn við styrjöldina. Verður það vissulega ekkert á- nægjulegt hlutverk. Göring gegnir auk þessa ýms- um öðrum stöTfum. Hann er ekki aðeins flugmálaráðherra, heldur gegnir hann jafnframt æðsta herforingjastarfinu í flughernum. Hann er forseti ríkisþingsins, en það er að vísu vandalítið starf, þar sem þing- ið kemur ekki saman til fund- ar,_ nema 2—3 daga á ári. Ástæðan til þess, að jafn mörg og vandasöm störf hafa hlaðizt á Göring, er vafalaust marg- þætt. Hann er gæddur mikilli skipulagsgáfu, sennilega meiri en aðrir helztu foringjar naz- ista, og hann er starfsmaður mikill, sem ekki lætur sér nægja áætlanirnar einar. Hann bælir alla mótspyrnu niður með harðri hendi, ef því er að skipta og lætur hvorki volduga and- stæðinga eða óvinsældir aftra sér. í hinum mörgu orustum, sem hann háði yfir vígvöllum heimsstyrj aldarinnar, 1 æ r ð i hann að sá ber að jafnaði sig- ur úr býtum, sem er fyrri til. Þess vegna veigrar Göring sér ekki við að beita hörðu og láta kné fylgja kviði, ef hann álítur þess þörf. Það er talið fyrst og fremst hans ráð, að Röhmupp- reisnin var kyrkt í fæðingunni á mjög skyndilegan og harðúð- legan hátt. En Göring er ekki aðeins hinn harðlyndi og ófyrirleitni mála- fylgjumaður. Ástralski prófes- sorinn, Stephen H. Roberts, sem skrifað hefir eina frægustu bók- ina um Þýzkaland nazismans, segir að Göring sé mesti sátta- semjarinn í nazistaflokknum. Iðulega hafi honum tekizt að jafna hættulegar innanflokks- erjur, en sagt er að Göring geti líka verið þeim þungur í skauti, sem hafna miðlunartillögum hans. Enskur blaðamaður, sem haft hefir náin kynni af Göring og Hitler, segir, að munur þeirra sé einkum sá, að Göring sé óvæg- inn og harðlyndur athafnamað- ur, en Hitler tilfinninganæmur draumsjónamaður, sem iðulega láti augnabliksáhrif ráða gerð- um sínum. Hvað sem kann að MOLAR Christian Science Monitor, Boston Kötturinn ógnar birninum! * * * Fram yjir miSja 19. öld mátti heita að vissar aðalsmannaœttir l Englandi gœtu ráöiö þingkosningum í mörgum kjördœmum og voru því valdir til þing- mennsku ýmsir skjólstœöingar œttar- innar. Er þetta skýring á því, að lang- flestir helztu stjórnmálamenn Eng- lands á þessum tímum komst á þing 21—23 ára gamlir. Sá maður, sem fyrst hófst verulega handa gegn þess- ari venju og var forgangsmaður þeirr- ar tilhögunar, að samtök kjósenda til- nefndu þingmannsefnið, var Joseph Chamberlain, faðir núverandi forsœtis- ráðherra Breta. Síðan hefir meðalald- ur nýkjörinna þingmanna orðið mun hœrri en áður. * * * Sá maður, sem hefir yngstur orðið forsœtisráðherra Bretlands, er William Pitt yngri (1759—1806). Hann varð þingmaður 22 ára, fjármálaráðherra 23 ára og forsœtisráðherra 24 ára og gegndi því starfi samfleytt í 17 ár og hafði á þeim árum sennilega sterkari valdaaðstöðu og meiri áhríf en nokkur annar enskur forscetisráðherra hefir haft fyrr eða síðar. Hann lézt 47 ára gamall og liafði þá verið forsœtisráð- herra í 19 ár. Hdnn er talinn einn allra mikilhœfasti stjórnmálamaður Eng- lendinga. * * * Amerískur blaðamaöur, sem dvaldi í Finnlandi í sumar. skýrir frá því, að það hefði verið álit finnskra herfor- ingja, sem hann átti tal við, að Finnar gœtu varizt Rússum af eigin rammleik í sex mánuði, ef Rússar byrjuðu styrj- öldina í ágústmánuði. vera hæft í þessu, er það víst, að Hitler hefir fundið að maður með skaplyndi Görings væri honum heppilegur sem nánasti samstarfsmaður. Göring hefir (Framh. á 4. siðu.) Ragnar Ásgeirsson Ferðasaga Framh. Þar varð eg að fá mér annan farkost og bílstjórinn sér góð- fúslega um að útvega mér hann. Svo stend ég þá einn þarna á götunni í þorpinu, þar sem ég veit ekki til að ég þekki nokk- urn mann. En þá er allt í einu kallað til mín blíðum rómi og spurt hvort þetta sé ekki ég. Jú, jú. Það er ég. Og þá sé ég, að þetta er ung kona, sem var nem- andi minn fyrir nokkrum árum, sem býður mér inn til sín og foreldra sinna á meðan ég beið eftir bílnum, sem á að flytj a mig út í Fljótin. Það var líka mátu- legt að fá sér kaffisopa áður en haldið væri lengra. Þarna sátum við um stund í góðu næði. Hofsós er allra skemmtilegasti kaupstaður — eða svo fannst mér þennan dag, því sólin skein yfir land og sjó, — spegilslétt- an fjörðinn. Uppi í landsteinum voru menn að vitja um net sín, síld var í firðinum og máske fleiri góðir fiskar. Ræktun virt- ist mér vera töluverð í kringum þorpið. Svo fljótt á litið leit þarna björgulega út. Þegar ég var farinn að sjá í botn á þriðja bollanum, þá heyrði ég mikinn hávaða í nánd við húsið og hélt fyrst, að um flugvél væri að ræða. „Þar er víst bíllinn að koma,“ sagði frú Liney og það reyndist rétt. En bíllinn var „hljóðdósar“-laus og kvað ganga undir nafninu „flug- vélin“ eða þá „konungs rauður". Því einu sinni var þetta fínasti lúxus-bíllinn í landinu og kon- ungurinn ferðaðist í honum um sitt íslenzka ríki. En seinna var honum breytt í vörubíl og hann málaður rauður að framan. — Þar af kom nafnið. Svo að hann má muna sinn fífil fegri. „Þann- ig fer heimsins dýrð“, segir hið gamla latneska máltæki og það sannast hér eins og víðar. Og svo fljúgum við af stað. Það er fagurt á Hofströndinni, og því fegurra, sem nær Höfð- anum dregur og yndislegt við Höfðavatn. — En nú er víst Þorgeirsboli liðinn undir lok, en hann hélt sig víst mikið á þess- um slóðum um sína tíð og gat brugðið sér í það líki, er bezt hentaði í hvert sinn, svo að alls- staðar gátu menn átt von á hon- um. Sagt er, að karl einn hafi komið út snemma morguns og gáð til fjalls, og er hann hafði horft litla stund sagði hann: „Djöfull er hann langur núna!“ Það var boli, sem tevgði úr sér eins og ský meðfram fjöllunum. Og lífseig er þjóðtrúin og birtist í mismunandi myndum á ýms- um tímum. Næsti bær við Höfðavatn er Mannskaðahóll. Þar stóð mikil orusta milli enskra sjóræningja og bænda. Eru þar fimm dysjar og talið, að margir hafi þar fall- ið af ræningjunum. En norðan við vatnið eru Höfðahólar, hóla- þyrpingar, sem minna á Vatns- dalshóla, með fallegum lyng- gróðri, líklega myndaðir af skriðufalli í fyrndinni. Og þegar komið er framhjá Höfðanum blasa við eyjarnar skagfirzku, Drangey, þverhnýpt og há, og Málmey, sem lltur út eins og herskipsskrokkur væri. Hún er nokkru hærri en Drangey, nyrzt, og miklu lengri. Frá suðurenda Málmeyjar liggur hryggur í átt- ina til lands. Svo grunnt er á þessum hrygg, að því er bíl- stjórinn sagði mér, að vaða má langleiðina út í eyna um stór- straumsfjöru, ef ekki væri skarð í hryggnum á einum stað. Lengi var þjóðtrú um, að enginn mætti búa lengur í einu í eyjunni en 20 ár og ekki mætti þar hestur vera, því illt myndi þá af hljót- ast. En nú hefir fólkið, sem þar býr nú, brotið þessa álagahlekki: búið þar á þriðja tug ára og haft þar hest í nokkur ár, og hefir ekki orðið að sök. Er sagt, að gott sé í Málmey að vera og trúað gæti ég, að vorkvöldin væru þar fögur. Þennan spotta, frá Hofsósi og út í Fljót, hefi ég ekki farið fyrr á landi. En einu sinni farið þarna um loftleiðina. Og minn- ist enn hinna rauðu haustlita, sem þá voru í hlíðum. Og svo, hve mér sýndust túnin vera þýfð í Sléttuhlíðinni og í Fljót- um. En þessa minnist ég hér vegna þess, að nú sýndist mér víða bera mikið á sléttum í túninu í Sléttuhlíðinni. í Sléttuhlíðinni er Hrolleifs- höfði og Hrollleifsdalur og eru þessi örnefni dregin af illmenni því, sem Vatnsdæla getur um. Gaman er að horfa yfir sveitina frá Felli, þó ekki sé það hátt. Og áfram þýtur Konungsrauður og innan skamms erum við komnir norður í Fljót. Þar blasir við allhár hóll og stendur bær fyrir neðan. Það er Reykjarhóll, vest- asti bærinn í Vestur-Fljótum. Reykjarhóll heitir hann af því að jarðhiti er þar,og kemur heita vatnið upp ofarlega í hólnum. Mældist mér hiti vátnsins 63— 64°. Þarna eru dálitlir garðar í hólnum, en ekki stórir. Jarðveg- ur virðist mér líta út fyrir að vera magur, og erfitt að koma þangað húsdýraáburði vegna brattans. En aftur á móti lítur út fyrir að jarðylur muni vera þar allvíða í hólnum. Þar sem ég stakk hitamælinum í jörðina á hitasvæðinu, sýndi hann 14°, en aðeins 6° í kaldri jörð á slétt- lendinu. Þetta er mikill munur á hitastigi moldar. Þarna á Reykjarhóli hefir bærinn nýlega verið fluttur frá sínum gamla stað og heitt vatn frá hólnum rennur nú sjálft þangað heim, enda er hæðar- munurinn mikill, Þetta er atriði, sem öllum, sem búa nálægt jarð- hita, ætti að vera ljóst, að þegar byggt er upp, þá á að byggja hin nýju hús með tilliti til þess að hægt sé að hita upp með þeim hita, sem jörðin veitir. — Hrjóstrugt og skjóllaust er þarna á hólnum, en fagurt var að sjá þaðan í allar áttir þennan dag. Ekki veit ég um hæð hólsins, en gæti trúað að hann væri milli 80—90 metra yfir sléttlendið í kring. Næsti bær fyrir austan Reykj- arhól er Laugaland. Þar er einn- ig hitað upp með heita vatninu, og er það þó ekki nema rúm 50° þar sem það sprettur upp. Og blautlent virðist mér þar í kring. Nokkru eftir hádegi brunar svo Konungsrauður 1 hlaðið á Mói, en þangað er ferðinni heit- ið þennan dag, til Hermanns Jónssonar, sem þar býr. Hjá honum og frú hans hélt ég til þá þrjá daga, sem ég dvaldi í sveitinni, sem er ein af nyrztu sveitum landsins og talin svo mikil snjóakista, að tröllasögur ganga af henni hvað það snert- ir. Vel getur verið að þær séu sannar, en hvergi sá ég þar hvít- an díl í fjalli í þetta sinn. Fyrsti bóndinn á Mói hét Flóki, alkunnur hér undir nafn- inu Hrafna-Flóki. Svo snemma var hann á ferð hér, að víst hefði hann getað reist bústað sinn hvar sem var á landinu, en hann kaus Fljótin, svo eitthvað hafa þau haft til síns ágætis. Örnefni eins og Móskógar, benda á mik- inn gróður, en nú er þar hvergi hrísla. Flókadalur minnir einnig á hinn fyrsta landnema. Haust- fagurt var að sjá yfir Fljótin þessa daga sem ég var þar; hver tími árs hefir sinn svip, sína fegurð, þegar þeir tjalda þvl bezta, sem þeir eiga til. En nú þarf að nota hvern dag- inn sem góður er, og eftir að hafa fengið góða hressingu, stígum við Hermann á hesta og höldum austur á bæi, þar sem jarðhiti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.