Tíminn - 20.01.1940, Side 2

Tíminn - 20.01.1940, Side 2
30 TtMBVlV, lawgardagiim 20. janiíar 1940 8. blað ‘gíminn Laugardaginn 20. jjan. ípróttalögín Á seinasta þingi voru sett svo- nefnd íþróttalög og eru þau fullkomið nýmæli í löggjöf landsins. Áður hefir íþróttamál- um ekki verið sá sómi sýndur, að Alþingi tæki þau til sér- stakrar meðferðar, enda hefir áhugi fyrir iþróttum aðallega vaxið á síðari árum. Má eink- um þakka það þrennu: Ung- mennafélögunum, sem fyrst hefja merki þeirra og enn halda því bezt á lofti í sveitunum, í- þróttafélögunum, sem nú hafa tekið þetta verkefni að sér í bæjunum, og íþróttakennslu héraðsskólanna. Það er Hermann Jónasson forsætisráðherra, sem á drýgst- an þáttinn í setningu íþrótta- laganna. Nokkru eftir að hann varð yfirmaður kennslumál- anna veturinn 1938 skipaði hann allfjölmenna nefnd til að vinna að undirbúningi slíkrar löggjafar. Voru í nefndinni ýmsir helztu menn ungmenna- félaganna, íþróttafélaganna og fleiri æskulýðssamtaka í land- inu. Störf nefndarinnar gengu mjög greiðlega og var frumvarp hennar um íþróttalög lagt fyrir vetrarþingið 1939, og það síðan afgreitt á framhaldsþinginu eins og áður segir. Efni íþróttalaganna er skipt í sex aðalflokka. í fyrsta kafl- anum eru ákvæði um stjórn í- þróttamálanna í landinu. Sam- kvæmt henni skal fræðslumála- stjórinn hafa sér til aðstoðar sérstaka íþróttanefnd og I- þróttafulltrúa, sem verður fast- ur starfsmaður ríkisins. í í- þróttanefnd, sem er skipuð þremur mönnum, eiga sæti full- trúi frá Ungmennafélagi ís- lands og íþróttasambandi ís- lands. Hlutverk íþróttanefndar og iþróttafulltrúa er að hafa eftirlit með íþróttastarfsem- inni í landinu, gera tillögur um þau efni og auka heilbrigð af- skipti ríkisins af þeim. Annar kafli fjallar um í- þróttasjóð, sem Alþingi skal veita árlega nokkurt fé í fjár- lögum eða sjá honum fyrir tekj- um á annan hátt. Úr sjóðnum skal veita styrki til aukinnar í- þróttastarfsemi og nýrra fram- kvæmda á því sviði. Þriðji og fjórði kafli fjalla um íþróttir í skólum og íþrótta- kennslu. Samkvæmt þeim skulu öll börn læra sund, ef þau hafa heilsu til þess, og fimleika- kennsla skal stunduð í barna- skólum eftir ná'nar ákveðnum reglum. í öllum skólum lands- ins skulu íþróttir iðkaðar og setur ráðherra um það nánari ákvæði í reglugerðum. Allítar- leg ákvæði eru í lögum um framkvæmd sundnáms í barna- skólum. íþróttakennslu má eng- inn annast, sem ekki hefir náð tilskildu prófi. í kennaraskólan- um skulu fimleikar og aðrar í- þróttir vera skyldunámsgrein- ar og íþróttakennslan vera ein grein kennaraprófs. Tveir síðustu kaflamir fjalla um frjálsa iþTóttastarfsemi og ýms ákvæði. Samkvæmt þeim er ætlazt til að íþróttastarfsemin útan skólanna sé falin frjálsu framtaki landsmanna innan ungmenna.félaganna og íþrótta- félaganna, en ríkið styrki hana og styðji, án beinnar íhlutunar. Þá eru ákvæði um að skylda bæjar- og sveitarfélög til að láta endurgjaldslaust land und- ir íþróttamannvirki og má taka það eignarnámi, ef þörf krefur. Hafa þá verið rakin nokkur aðalatriði íþróttalaganna. Má áreiðanlega vænta af þeim mik- ils árangurs, þar sem samfara þeim virðist líka fara vaxandi áhugi og skilningur þjóðarinnar fyrir aukinni líkamsmenningu og þýðingu hennar fyrir heil- brigði og velgengni þjóðarinnar í framtíðinni. Mætti það vera til nokkurs lærdóms í þessum efn- um, að hin hreystilega vörn Finna er ekki sízt þökkuð hin- um miklu íþróttaiðkunum, er gert hafa þá að öndvegisþjóð í ýmsum íþróttagreinum. Ef vel verður haldið á fram- kvæmd íþróttalaganna, er eng- an veginn ólíklegt, að þau verði síðar talin með merkari störf- um Alþingis. Forystnmenn þjóðaima: Jan Chrístían Smuts Þegar Evrópustyrjöldin hófst á síðastliðnu hausti þótti mörg- um víst, að Bandaríki Suður- Afríku myndu rofna úr keðju enska heimsveldisins og ekki taka þátt í styrjöldinni með Bretlandi. Einkum voru Þjóð- verjar bjartsýnir í þessum efn- um og treystu þeir- einkum á forsætisráðherra, Hertzog. Þess- ar vonir þeirra brugðust og var ástæðan til þess sú, að annar maður reyndist Hertzog hlut- skarpari í baráttunni í þessu máli, og fékk því ráðið, að Þýzkalandi var sagt stríð á hendur. Hið enska ríkjasam- band hafði með því staðizt það próf, er talið var að myndi reynast því erfiðast í upphafi styrjaldarinnar. Sá maður, sem vann sigurinn í þessum átökum, var Jan Christian Smuts. Af þeim stjórnmálamönnum Breta- veldis, er framarlega stóðu í seinustu heimsstyrjöld, eru að- eins tveir, Churchill og Smuts, enn í fremstu röð. Jan Christian Smuts er fædd- ur í maímánuði 1870 og verður því sjötugur á þessu ári. Hann er fæddur í ensku Kapnýlend- unni, en þar höfðu Búar, af- komendur fyrstu hollenzku landnemanna, áður verið, en hrökklast þaðan undan Bretum á fyrra hluta 19. aldar og tekið sér bólfestu í Orange og Trans- vaal. Þegar Smuts fæddist voru tvö fylkin í núverandi ríkjasam- bandi Suður-Afríku, Kapfylkið og Natal, enskar nýlendur, en Orange og Transvaal lutu yfir- ráðum Búa og höfðu sjálfstjórn. Foreldrar Smuts voru hol- lenzkrar ættar, en þau létu son sinn njóta þeirrar beztu enskrar menntunar, er völ var á. Hann stundaði fyrst nám í enskum skólum í Kapnýlendunni, en las síðan lögfræði við háskólann í Cambridge. Þaðan lauk hann námi 25 ára gamall og fór.þá til æskustöðvanna aftur. Gerðist hann fyrst málafærslumaður. Átökin milli Englendinga og Búa fóru þá stöðugt harðnandi og fylgdi Smuts eindregið þeim siðarnefndu. Var þetta þess valdandi, að hann flutti til Transvaal, vann sér þar álit Búaforsetans, Kreugers, og var ráðinn málafærslumaður Trans- vaalríkisins. Búum þótti ágangur Breta stöðugt ískyggilegri með hverju árinu, sem leið, og haustið 1899, þegar Bretar létu mikinn her vera við landamærin, sendu Búar þeim þá úrslitakröfu, að draga hann til baka. Englend- ingar virtu þetta að vettugi og hófu Búar þá styrjöldina, réð- ust á her Englendinga og báru nær hvarvetna hærri hluta. Breiddust fregnirnar um þéssa sigra Búa út um allan heim og urðu Bretum mikill álitshnekk- ir. Átti það vitanlega drjúgan þátt í því, að enska stjórnin á- kvað, að útkljá ágreininginn við Búa í eitt skipti fyrir öll. Sennilega hafa fáar ákvarð- anir verið gerðar af meiri of- dirfsku en sú ákvörðun Búa, að segja Englendingum stríð á hendur. Alls voru Búar um 250 þús., þegar konur, börn og gam- almenni eru meðtalin. Vopn- færir menn voru um 50 þús., en herskylda var ekki almenn og er talið að Búar hafi sjaldan haft yfir 40 þús. manns undir vopn- um. Allir, sem vettlingi gátu valdið, urðu því að taka þátt í styrjöldinni, og var það líka sannarlega gert. Búar munu hafa gert sér vonir um verulega erlenda hjálp, en hún brást að öðru leyti en því, að þeir fengu sent allmikið af hergögnum. Það yrði of langt mál að rekja Búastyrjöldina hér. Hún stóð á þriðja ár og höfðu Bretar um 237 þús. manna her í landinu, þegar henni lauk. Her Búa var þá enganveginn gersigraður og hafði fram til þessa haldið uppi harðskeyttum smáskæruhem- aði, er olli Bretum verulegs tjöns. Hins vegar var orðið þannig ástatt í þeim héruðum, sem Búar héldu eftir, að þeir urðu að gefast upp. Vörn þeirra gegn hinu margfalda ofurefli má heita næstum einstæð í ver- aldarsögunni. Þess ber þó að gæta, að her Breta var upphaf- lega fámennari og ver búinn og tókst Búum því að vinna þýð- ingarmikla sigra í upphafi styrj - aldarinnar. Jafnframt vöru flest náttúruskilyrði hentúg fyrir Búa. Þetta tvennt hefði þó ekki komið þeim að verulegum not- um, ef þeir hefðu ekki skax*að langt fram úr meðalmennsk- unni í harðfengi, herkænsku og úthaldi. Fyrstu árin eftir styrjöldina var Transvaal brezk nýlenda, en þegar frjálslyndi flokkurlnn kom til valda í Englandi, fékk Transvaal aftur sjálfstjórn. Þótt enn væri lítið vinfengi milli Búa og Englendinga hafði sú hugmynd unnið verulegt fylgi, bæði í Kapnýlendunni og Transvaal, að heppilegast væri að sameina hin aðskildu fylki Suður-Afríku í eitt ríki. For- ystumenn Búa féllust á þessa hugmynd og í maímánuði 1910 var stofnun Bandaríkja Suður- Afríku lokið. Þegar Transvaal fékk aftur sjálfstjórn 1907 varð yfirhers- höfðingi Búa í styrjöldinni, Botha, forsætisráðherra hinnar nýju stjómar. Það féll jafn- framt í hlut hans að verða fyrsti forsætisráðherra Banda- rikja Suður-Afríku og því starfí gegndi hann til dauðadags 1919. Stefna hans var sú, að Búar yrðu að viðurkenna afleiðingar ósigursins og málefnum Suður- Afríku væri líka bezt í'áðið á þann hátt, að sem mestur friður héldist milli allra íbúa landsins. Þótt hann hefði stjórnað styrjöldinni gegn Eng- lendingum og reynzt þeim þyngstur í skuti á þeim árum, viðurkenndi hann samt kosti þeirra og taldi það beztu lausn- ina, að Bandaríki Suður-Afríku yrði hluti hins brezka heims- veldis með fullri stjórn yfir eig- in málum. Sú skipun málanna var ekki að fullu tryggt áður en hann lézt, en er það nú. í Búastyrjöldinni bar mjög mikið á tveimur ungum mönn- um í liði Búa. Hlutu þeir báðir hershöfðingj anafnbót og voru látnir framkvæma ýms áhættu- verk, er þeir leystu vel af hönd- um. Þessir menn voru Smuts og Hertzog. Botha hafði mikið álit á báðum þeirra og lét þá hafa sæti í stjórn þeirri, er hann myndaði í Transvaal 1907. Var Smuts innanríkisráðherra 1 þeirri stjórn. Þegar Botha varö forsætisráðherra Suður-Afríku 1910 gerði hann Smuts að her- málaráðherra og Hertzog að dómsmálaráðherra. Leiðir þeirra Hertzog skyldu þó fljótlega. Hertzog var meiri þjóðernissinni og bar fullan fjandskaparhug til Breta. Hann hafði á sínum tíma, þegar friður var saminn, neitað að leggja niður vopn. Hann vildi, að Búar byrjuðu baráttu á ný fyrir fullum skilnaði við Breta og stefndu að því, að verða sjálf- stætt ríki. Árið 1912 leiddi þessi ágreiningur til fullra friðslita milli Botha og Hertzog. Gekk Hertzog þá úr ríkisstjórninni og stofnaði nýjan flokk, er barðist fyrir brottgöngu Suður-Afríku úr enská heifnsveldinu. Smuts fylgdi Tiins vegar ein- dregið stefnu Botha og varð fljótlega nánasti samstarfsmað- ur hans. Þegar heimsstyrjöldin JÓMS JÓ\SSOIV: Sjö skáld leiðbeina Alþíngi NIBURLAG. X. Byltingarhugsjónin aðskilur kommúnista frá lýðræðisflokk- unum. Kommúnistar telja rétt og æskilegt, að brjótast til valda í pólitískum, fjárhagsleg- um og andlegum málum með ofbeldi. Þeir telja sig að engu leyti bundna af siðareglum undanfarinna kynslóða. í forn- sögum íslendinga er þrásinnis sagt frá því, að hraustir bar- áttumenn gáfu andstæðingum tækifæri til að ná vopnum sín- um, áður en orusta byrjaði. Þeim þótti særnd sinni misboðið með því að ná sigri á þann hátt, að vega að varnarlausum. Tíminn hefir verið baráttu- blað í nálega aldarfjórðung. En þeir, sem barizt hafa í dálkum blaðsins, hafa virt hina fornu norrænu hugsjón að leyfa and- stæðingum að ná vopnum sín- um og standa jafnt að vígi í baráttunni á málþingi þjóðar- innar. Hvað eftir annað hata aðstandendur þessa blaðs leitazt við að beina hinni félagslegu þróun inn á þær brautir, að virða grið gistivináttu og jafn- rétti í aðstöðu baráttumanna. Þegar ráðizt var af íslenzkum mönnum á Knud Berlin, Staun- ing og norska guðfræðinginn Hallesby í íslenzkum blöðum, þegar þeir komu hingað sem gestir, var leitazt við með góð- um árangri í Tímanum, að fá umgengnisvenjur siðaðra þjóða í slíkum skiptum viðurkenndar af íslendingum. Sá árangur er fenginn í þeim efnum, að nú virðist ekki hætta á, að erlendir gestir verði grýttir, er þeir stíga i land á íslandi, þó að einhverjir íslendingar hafi aðrar lífsskoð- anir. En langþekktasta atvik frá síðustu árum um óréttmæti þess að ráðast á varnarlausan mann, eru átök þau, sem urðu út af manni í gæzluvaíðhaldi milli blaðs, sem stóð undir vernd Héðins Valdimarssonar og Vilmundar Jónssonar og að- standenda Tímans á hina hlið. Átökin í þessu máli eru landa- merkjasteinn í þróun hinna fé- lagslegu viðskipta hér á landi, og þykir rétt að skýra nánar fá þeim í sambandi við sam- starf kommúnista, Vilmundar Jónssonar og Árna Jórissonar í hliðstæðri baráttu úm býlting- arbókmenntirnar. Fyrir nokkrum árum aúglýsti Alþýðublaðið í hádegisútvarp- inu, að síðdegis þann sama dag verði blaðið selt á götunurh m.eð fúllkomrium sönnunum úm sekt manns í tilteknú afbrotamáli, sérri þá var verið að rannsaka af lögreglunnt, með stuðriirrgi erlends sérfræðings. Ég þekkti svo vel þá, sem að þessari aug- lýsingu stóðu, að ég skrifaði undir eins blaðagrein um málið, áður en ég sá Alþýðublaðið, og þegar til kom, þurfti ekki að breyta henni. Kjarni málsins var sá, að lögreglan var að rannsaka peningahvarf í banka í Reykjavík. Margir menn voru yfirheyrðir, og einn af þeim mörgu, sem gat verið valdur að hvarfinu, var settur í gæzlu- varðhald. Fleiri samstarfsmenn hans voru næstu daga á eftir í sarnskonar varðhaldi. En sá, sem fyrstur var tekinn til rann- sóknar, var að vísu ópólitískur og auk þess mjög vinsælíog vél virtur maður. En hann var skyldur ýmsum meginstoðum Mbl.flokksins, þannig, að nokk- urt mannkaup þótti í falli hans. Alþýðublaðið birti mynd af manninum og feitletraðar frá- sagnir, sem áttu að gefa til kynna, að sekt hans vær'i þá þegar sönnuð. Ég sýndi fram á að hér væri vegið að varnarlausum manni. Vitanlega hafði hann, eins og þá stóð, enga afstöðu til að verja sig. Ég þekkti manninn alls ekki neitt, nema í sjón á götunni. Milli okkar voru engin kynning- ar- eða hagsmunabönd. En ég fann að sóknin gegn þessum manni var drengskaparlaus, og mér fannst einsýnt, að ef fé- lagsmálaátökin í lándinú yrðu með þessum hætti, þá væri ósennilegt, að íslenzka þjóðin gæti talizt með siðuðum mönn- um. Ég benti á, að því færi fjarri að sekt mannsins væri Sönnuð. Málið væri ;á rannsókn- hófst, reyndu þjóðernissinnar að hindra þátttöku Suður-Af- ríku og tveir þekktir Búahers- höfðingjar gerðu uppreisn. Meiri hluti hersins var þó trúr Botha og Smuts og undir forystu Botha var uppreisnin kæfð í fæðing- unni. Smuts hafði sig mikið í frammi í sambandi við þennan atburð og sömuleiðis í herför- inni til hinnar þýzku Suðvestur- Afríku 1915. Næsta ár stjómaði hann herleiðangri til þýzku Suðaustur-Afríku og vann þar sigur. Gat hann sér mikið frægðarorð í þessum leiðangri. í ársbyrjun 1917 var stofnað í London sérstakt stríðsráðu- neyti fyrir brezka heimsveldið og áttu samveldislöndin þar fulltrúa. Var Smuts kjörinn fulltrúi Suður-Afríku og átti sæti í stríðsráðuneytinu til styrjaldarloka. Lloyd George, Churchill og fleiri þekktir ensk- ir stjórnmálamenn hafa lokið lofsorði á störf hans í stríðs- ráðuneytinu. Þótti hann -úr- ræðagóður, glöggskyggn og lag- inn samningamaður. Sýnir það t. d. álit Englendinga á honum sem herforingja, að honum var boðin yfirstjórn enska hersins í Palestinu. Þá var hann fulltrúi Bandamanna í leynilegum samningagerðum milli þeirra og Austurríkismanna. Fóru þær fram í Sviss í árslokin 1917. Þeim lauk, án nokkurs árang- urs. Smuts var fulltrúi Bandaríkja Suður-Afríku, ásamt Bptha, á Versalafundinum 1919, þar sem gengið var frá friðarsamning- unum. Féll það í hlut Smuts að vera einn áf aðalmönnunum við undirbúninginn. að stofnun Þjóðabandalagsins, enda hafði hann sýnt mikinn áhuga fyrlr því máli. Átti Smuts drjúgan þátt i þj óðabandalagssáttmál- anum, en ýmsum tillögum hans var þó vikið á bug. Meðal ann- ars lagði hann til, að allsstaðar yrði bönnuð herskylda og strang ari fyrirmæli yrðu sett.um af- vopnun. Stundum hefir verið sagt, að Wilson forseti, Robert Cecil og Smuts •. væru feður þjóðabandalagsins og má það til sanns vegar færa, því að .þeir munu hafa lagt fram mesta vinnuna við stofnun þess ,og sýnt mestan áhuga fyrir því verki. Smuts hefir jafnan siðan verið einn ákveðnasti forsvars- maður Þj óðabandalagsins ; og þeirrar hugsjónar, sem við þáð er tengd. - ' - - . Botha hershöfðingi lézt árið 1919 og várð Snruts éftir'maður hans sem forsætisráðherra. • í næstu þingkosningum' (1920) vann flokkur hans sigur', þrátt fyrlr Ixarða andstöðu 'þjóðernis- flokks Hertzog o’g verkamanna- flokksins. Næstú árin voru mjög erfið fyrir atvinnulíf Suður.-Af- rikú, og styrktust stjórnarand- (FramK. á 4. síðú.) ZMZOIjJLIR, — Má ég leyfa mér að gefa lltla gjöf. — Leyfið mér einnlg .... * * * Fyrir nokkru kom sú saga á kréik og birtist m. a. í frönskum blöðum, að áhrifamiklir Þjóðverjar vildu breyt- ingu á þýzku stjóminni með það fyrir augum, að hœgt yrði að semja frið við Bandamenn. Aðalbreytingin átti að vera þessi: Hitler átti að leggja niður kanzlara- störf og verða keisari. Göring átti að verða kanzlari. Róttœku mennirrúr í flokknum, Himmler, Göbbels og Ley, áttu að láta af störfum. Ribbentrop átti að fara frá og sendt- lierra Þjóðverja l Róm, von Macken- sen, átti að verða utanríkisráðherra. Pólland og Tékkoslóvakía áttu að verða endurreist, en missa þó veru- lega af því landi, er þau réðu yfir. Sýna átti Sovét-Rússlandi nokkra andúð og Þýzkaland átti að rýmka um verzlunarhöftin ' og skapa þannig möguleika fyrir frjálsri heimsverzlun, Talið var, að það vceri einkum í hópi iðnrekenda, sem slík breyting nyti mests fylgis, en herforingjarnir myndu vera skiptir í málinú. Iðnrékendurnir óttast, að með sama áframhaldi og nú, skapist smám saman svipað skipúlag í atvinnwnálum og í Rússlandi, þvi að afsfcipti og yfirráð ríkisvaldsins auk- ast óðfluga. * * * 'Áður en Rússar hófu styrjöldina við Finná, voru haldnir fundir í fléstúm verksmiðjum og vinnustöðvum í Rúss- landi óg létu valdhafarnir þar sam- þykkja ályktanir þess efnis, að rúss- néska þjóðin vœri knúin til að svafa móðgunum og ógnunum Finna á við- eigandi hátt. Meðal hermanna vorii líka haldnir hliðstœðir fundir. Hér fara á eftir nokkur sýnishorn úr ályktZ unurium: „Með nafn Stalins á vörum skulurn vér liefja áhlaupið og útrýma fjand- mönnunum." — Setuliðið í Moskva. „Sjóliðar á Eystrásaltsflotanum bíða þess óþreyjufullir að gefa glœpaniönn- unum námspeníngana. Þolinmœði vor er þrotin." — Eystrasáltsflotinn. „Ryðjið hinum finnsku glœpamörin- um af yfirborði jarðarinnar" — Félag slátrarasveina i Moskva. v * * * Arne Garborg: Sá, sem petlar að bœta þjóðfélagið, á að byrja á sjálfum sér. — arstigi. Gæzluvarðhald væri viss þáttur í rannsókn og í öllum löndum væri , fjölmargir menn settir í gæzluvarðhald, sem síð- ar kæmi í ljós að v-æru fullkom- lega saklausir. Sókn Alþýðubíaðsins iagðist eins og gasský yfir bæinn. Menn fundu að einhverskonar lamandi eitur var í andrúmsloftinu. Einn af vandamönnum mannsins, sem varð fyrir árásinni, sagði af sér ábyrgðarmikilli stöðu, og staða hans var mannlaus um nokkra stund. Grein mín sveipaði gas- skýinu burtu af bænum. Menn sáu, að dylgjurnar um sekt mánnsins vorri órökstuddar og gátu verið markleysa. Sú varð líka niðurstaðan. Maðurinn, sem átti að brjóta niður til að hafa meiri götusplu áf tiít.eknu dág- blaði, var algerlega sýknáðúr fyrir tveim dómstóíum. Og þáð viðhorf, sem þánnig skapaðist 1 þessu máli, h'efir síðah þá orðið grundvöllur að opinþerri fram- komu í svipuðum baráttumálum. XI. ' Eins og fyrr er gptið hafa kommúnístar með eðlilegum hætti flutt lífssköðun sína inn í bók'menntastarfsemi ‘þá„ sem þeir reka hér á landi. Þeir nota byltingaraöferðir 1 skáldskap, eins og þeir telja r.étt að nota handaflið og láta blöð fljöta.til að ná pólitlskú valdi. Stöðugur áróður fyrir byltingíi, ög 'stöðug viðleitni að brjóta samhengið í andlegu lífi íslendinga, einkenn- ir alla bókmenntastarfsemi kommúnista hér á landi, Sumir þeirra haf a gert .tilraun til að rugla stafsetningu ritmálsins,' auk. þess sem þeir hafa flutt nokkuð af lélegasta sora máls- ins inn í ritverk sín. Inn í deilurnar um óbreytan- leik 18. gr. fjárlaganna bland- aðist alveg sérstakl.ega barátta um áðstöðu þessara byltihga- kenndu rithöfunda. Inn í eitt af meiriháttar ritverkum kommún- ista hafði á síðustu árum komið illkynjaður persónulegur áróður, mjög hliðstæður þeim, sem aug- lýstur hafði verið í útvarpinu fyrir blað verkamanna og síðan afsannaður með dómi. Þeir menn, sem í skáldskap komm- únista höfðu orðið fyrir gas- árásinni, voru að vísu andstæð- ingar Framsóknarmanna. En þau vinnubrögð að læða per- sónulegum árásum, og ósönn- um í ofanálag, inn í skáldskap, sem.þar að auki var einskonar ríkisframleiðsla, var meira en hægt var að sætta sig við. Af hálfu . margra Framsóknar- manna var urinið gegn þessum gashemaði eins og gert hafði fyrrum verið í gæzluvarðhalds- málinu. Hér var ekki hægt að spyrja um, hvaða menn eða hvað’a flokkur yrði fyrir óréttl, heldur hvað væri sæmilegt menningu íslendinga. Svo vel vildi trl í þessu efni, að allir sæmilega menntir menn utan þings vissu um hina nýju .sókn kommúnista. Vestur í Ameríku vissu landar, sem héðan voru fluttir fyrir löngu, hyaða menn kommúnistar vildu hitta með kúlum sínum. En Ámi Jónsson.í Múla var svö illa að sér I þessum efhum; að hann

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.