Tíminn - 06.02.1940, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.02.1940, Blaðsíða 7
Afmælisblag F.U.F. í Reykjavík TÍMINN 7 Eínar Kristfánsson á Leysingjastöðum: Triiin a landid i. Sagan um landnám Hrafna- Flóka er mjög eftirtektarverð. Fregnin nm hið fjarlæga land norðursins, samfara útþrá og æfintýrahnéigð kynstofnsins — seiðir hann yfir hafið. Síðan vísa hrafnarnir honum leið að 'ókunnri strönd. Flóki og fylgdarlið hans kem- ur, þegar sumarskraut landsins er í blóma. Landnemarnir fyllast sterkri hrifningu yfir gæðum þess og fegurð. Þeir njóta lífsins í frið- sælu umhverfi ósnortinnar náttúru. Gnægð matfanga gerir daglega llfið fyrirhafnarlítið; — og við margbreyttan söng fugl- anna og blómilm og laufskrúð grænna sköga — þá gleymist þessum landnemum að búa sig undir "komandi vetur. Afleiðing- arnar urðu þess valdandi að vor- ið eftir, þegar Flóki hafði fellt ainn búfénað, þá er hann neydd- ur til að yfirgefa lanúið, og hverfa til fyrri heimkynna. — En Flóki kom aftur til íslands, og þá hafði reynslan kennt hon- nm að haga bústörfum sínum á annan hátt. Þá hafði hann lært það, að þrátt fyrir öll gæði hinna ónumdu byggða, þá var það óumflýjanleg skylda, að staðið væri á verði gegn ógnum morðlægs hafs. II. Íslenzkir bændur hafa á liðn- um öldum, staðið í svipuðum spor.um sem Hrafna-Flóki forð- um, að því undanskildu, að beztu gæði landsins — skógarnir —- hafa horfið. ins, bara ef sú eina og rétta stefna fái að njóta sín. En öll slík loforð eru blekking ein. — Hamingjan er ekki háð neinni samfýlking’u eða sovét-stjórn.. Hún er æfinlega bundin við fórriir og afköst einstaklingsins :sjálfs. Við eigum land, fullt af ‘önumdum verðmætum og eigum þá éinu von að fá óáreitt að eyða orku og æfi í baráttu við að leysi þessi verðmæti úr læðingi. Við viljum lifa og starfa frjáls, elska og vona. Við fögnum kom- andi framtíð og strengjum þess heit að varðveita allt það, sem áunnizt hefir. íslenzk æska.. Þú átt lífið, framtíðina. Þjóðin setur allt sitt traust á þig. Æskan og framtíðin eru óaðskiljanleg. Það er hennar hlutverk að gæta alls þess göfuga, sem með þjóðinni finnst á öllum tímum, og einnig að hefja sókn á þeim sviðum, þar sem meinlokur finnast. Tak blys þín, æska, og sjáðu sjálf öll meinin. Þá sigrar þú og finnur óskasteininn. Ólafur H. Guðmundsson. Sagan hermir, að landið hafi einu sinni verið allt klætt skógi. Sá skógur mun hafa verið að miklu leyti birkiskógur, og eigi mjög hávaxinn, en hafði vitan- lega geysilega þýðingu fyrir loftslag landsins og gróður.Land- nemarnir íslenzku byggðu af- komu sína að verulegu leyti á skóginum. Skógurinn var beitt- ur; — skepnur gengu mikið sjálfala í skóginum, og hann gaf eldivið og byggingarefni. — Við sjáum af þessu, að skógarnir voru það bezta, sem landið átti. Sagan greinir einnig frá, að ár og vötn hafi verið full af laxi og silungi. Svo hafi einnig verið mergð bjargfugla. — Gras- ið huldi lágar heiðar, og afrétt- irnar geymdu þau lífgrös, sem gerðu selja-búfénaðinn feitann og gagnsaman. Atvinna öll og afkoma byggð- ist nær eingöngu á landbúnaði. En eins og sjá má af því, sem hér hefir verið rakið, þá snerust allir atvinnuhættir um það, að hrifsa gæði jarðarinnar endur- gjaldslaust, — þ. e. atvinnuveg- urinn byggðist á rányrkju. — Landsmenn gættu ekki þeirrar reglu að ræktun jarðarinnar — viðhald eða endurnýjun frjó- efnanna og gróðursins — er megingrundvöllur venjulegs bú- skapar. En einmitt vegna þeirr- ar rányrkju, sem einkenndi landbúnaðinn, þá var afkoman svo óviss, og enda ill með köflum, þegar harðæri krepptu að. Hér var ekki um neina veru- lega ræktun að ræða í neinni mynd, sem gæti aukið fjöl- breytni framleiðslunnar, og gert afkomuna tryggari. — Á niður- lægingartímabili þjóðarinnar stóð þetta ástand í eðlilegu sam- bandi við þá hræðilegu eymd, sem leiddi af kúgun erlends valds. Þjóðin þekkti ekki annað. Auðæfi sjálfrar moldarinnar, fossanna og hveranna voru ger- samlega hulin sjónum íslenzkra bænda á þeim tímum; engan dreymdi um að daglegt brauð yrði nokkurntíma sótt beint í skaut moldar. — Þjóðin sótti andlegan yl í lestur fornbók- menntanna, og var þannig í lif- rænu sambandi við menningu fyrstu landnemanna, en þrátt fyrir það hefir hún e. t. v. aldrei verið sér þess meðvitandi, að einmitt þeir höfðu rænt landið, en ekki yrkt. Og þjóðin hélt áfram á sömu braut, beygð af dönsku ofríki, harðærum og fá- tækt landsins, allt þar til tók að birta af morgni hins endur- heimta sjálfstæðis. III. Það er staðreynd, að síðan þjóðin fékk aukið sjálfsforræði, hefir þróun atvinnulífsins verið örust í sjávarútveginum. Sá at- vinnuvegur sýnir nú mesta tækni og fjölbreytni í fram- leiðslu, og á því sviði stendur þjóðin í fremstu röð. Þessi stór- kostlega bylting í atvinnulífinu, hefir fyrst og fremst grundvall- ast á breyttum lífsviðhorfum. Þjóðin hefir öðlazt sterka trú á fengsæl fiskimið, og fjármagn- inu hefir aðallega verið beint til sjávarútvegsins. Afkoma þjóðar- búsins byggist nú ekki lengur eingöngu’ á landbúnaði, hún er nú að verulegu leyti byggð á þeirri lifsbjörg, sem sótt er í greipar Ægis. Á íslenzkum fiskimiðum hefir verið hafið landnám í óeigin- legri merkingu orðsins. Að miklu leyti hefir það landnám byggzt á rányrkju fTam á síðustu ár. — Rannsóknir á fiskigöngum og heppilegum veiðiaðferðum, færa það landnám að vísu smátt og smátt:: af stigi rányrkj- unnar. íslenzka þjóðin er ekki lengur bændaþjöð eingöngu, hún er líka orðirn fiskimannaþjóð. — Fullur helmingur þjóðarinnar býr nú í kaupstöðum og sjávar- þorpum. — Sjávarútvegurinn með háu kaupgjaldi og geysi- legri atvinnuaukningu hefir öðru fremur skapað fólkinu ný lífsskilýrði" við sjóinn. Flóttinn frá framleiðslustörf- um sveitanna, sem atvinnu- aukning kaupstaðanna hefir skapað, hefir í sjálfu sér verið afleiðing vaxandi trúar á lífs- skilyrði kaupstaða fram yfir sveitir. — En einmitt þessi flótti hefir smám saman orðið að hinu hættulegasta fyrirbrigði, sem vart hefir orðið í þjóðlífinu. — Nú stendur þjóðin andspænis þeim veruleika annars vegar, að atvinnuvegir sjávarsíðunnar eru búnir að draga til sín langtum fleira fólk heldur en það, sem getur haft þar atvinnu og lifað sómasamlegu' lífi. Hinsvegar er landbúnaðurinn, þar sem vér er- um mikið skemmra á veg komn- ir í allri þróun, miðað við grann- þjóðirnar, og alla þá möguleika, sem komið liafa í ljós. Frumbúskapur gömlu rán- yrkjunnar hefir að vísu færzt nokkuð í nútímahorf. Ræktun hefir aukizt og’fullkomnazt. En þrátt fyrir þær framfarir allar, erum við aðeins að byrja að sjá marga þá möguleika, sem virð- ast bíða framundan í íslenzkum landbúnaði. — Ýmsar ræktun- artilraunir og jarðvegsrann- sóknir hafa fært oss heim sann- inn um það, að íslenzka moldin þolir fýlliléga samanburð við önnur lönd, og rányrkja liðinna alda hefir að miklu leyti byggzt á óvenjulegum gæðum moldar vorrar.Fossandi lækir og straum- þungar ár bíða eftir því að ylja og lýsa sveitabæina. Hverir og laugar eru að byrja að sýna oss skilyrðin fyrir vexti suðrænna aldina. — Allir þessir möguleik- ar geta lyft jarðræktarmenn- ingu vorri á hærra stig og gert afkomu sveitafólksins öruggari og betri. IV. Um nokkurt skeið hefir þjóð- ina skort trú á landið. Vöxtur kaupstaða og sjóþorpa hefir orðið að nokkru leyti á kostnað sveitanna. Unga sveitafólkið finnur almennt ekki lengur nein bönd né tengsl við 'ættstöðvar sínar og upphaf, og kýs nú held- ur að setjast að í atvinnuleysi sjóþorpanna. Á næstu árum verður þjóðin að finna lausn á þessum aðkallandi vandamálum. Fáir eru þeirrar skoðunar, að lbúum kaupstaðanna verði í stórum stíl sköpuð lífsskilyrði I sveit, eins og nú er málum hátt- að. Hitt virðist liggja nær, að hind'ra frekari fólksflutninga úr sveitunum, og efla atvinnuskil- yrði þeirra. Undanfarin ár hafa víða verið uppi raddir, sem krafizt hafa styrktar ríkisvaldsins í sam- bandi við atvinnu og afkomu. Slíkar kröfur geta undir mörg- um kringumstæðum verið eðli- legar og sjálfsagðar, en hætta er á, að þar verði of langt gengið, ef unga fólkið gerir sér ekki vel Ijóst, að lífshamingjan hlýtur þó jafnan fyrst og fremst að búa með úrlausnum eigin ráða og krafta. En gera má ráð fyrir, að það muni falla i hlut uppvax- andi æsku, að hefja það nýja landnám, sem skapar ný og betri lífsskilyrði við móðurskaut ís- lenzkrar moldar. Undirstaða þeirrar baráttu má ekki vera óheilbrigð kröfu- pólitík, heldur ný og sterk trú á lífsmöguleika lahdsins, sem á rætur í fórnfúsu starfi. V. Ungmennafélögin eru nú að taka nýtt verkefni á stefnuskrá sína. Það er leiðbeiningarstarf í ræktun meðal unglinga . Slík starfsemi er áður gersamlega óþekkt hér á landi. Fyrirkomu- lag þeirrar starfsemi verður sniðið að mestu leyti eftir sænskri fyrirmynd, en þar í landi hefir um nokkurt skeið starfað æskulýðsfélagsskapur ekki ósvipaður íslenzku ung- mennafélögunum.Sænsku æsku- lýðsfélögin hafa ræktun eða at- vinnumál að aðalverkefni og nefnast „Jordbrukare ung- domens förbund“. — Markmið .sænsku J.U.F.-félaganna eins og þau eru nefnd, er fyrst og fremst það, að vekja áhuga og skilning æskunnar á atvinnugreinum sveitanna, og á allan hátt að stuðla að því að sveitaæskan tengist sterkum böndum trúar og virðingar við ættstöðvar sin- ar. — Vérkefni þessa starfsþátt- ar sænsku félaganna eru m. a. gripahirðing, ræktun ýmsra nytjajurta, einnig blómarækt og skógrækt, smíði þjóðlegra húsgagna og allskonar heimilis- iðnaður. Þátttakendur í þessum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.