Tíminn - 06.02.1940, Blaðsíða 21

Tíminn - 06.02.1940, Blaðsíða 21
AfmæUsblag F.P.F. i Reykjavik TÍMINN 21 sumir orðnir of gamlir til að vera með. Enn yngri menn eru teknir við trúnaðarstörfunum þar, og leysa þau betur af hendi en við gerðum. Slíkt er lögmál þroskans í vaxandi flokki. Ég hefi áður minnzt á það, að þegar hið fyrsta félag ungra Framsóknarmanna var stofnað, stóðu tvennar mikilsverðar kosningar fyrir dyrum í náinni framtíð. Það var alltaf vitað, að þessar kosningar myndu verða sóttar með miklu kappi. Hið fyrsta kjörtímabil Framsóknar- flokksstjómaTinnar í landinu var að renna út og það mátti ganga út frá því, að andstæð- ingarnir gerðu sér allt far um að slíta þráðinn, svo að ekki yrði farið að líta á slíka stjórn, sem varanlegt ástand í landinu. En ýmsir pólitískir atburðir, sem áttu sér stað síðara hluta vetrar 1930, og óþarfi er að greina frá hér, gerðu það að verkum, að baráttan við land- kjörið um vorið varð enn á- takameiri en ella. Hinar al- mennu þingkosningar árið 1931 voru líka vegna kjördæmamáls- ins og þingrofsins háðar með mjög miklu harðfylgi. Það er óhætt að fullyrða, að ungir Framsóknarmenn í Reykjavík lágu ekki á liði sínu þessi tvö kosningavor. M. a. fór það nú að tíðkast, að hin andstæðu stjóm- málafélög ungra manna efndu til sameiginlegra fundahalda og leiddu saman hesta sina. Ég man glöggt eftir tveim slikum Hln óeigingjarna barátta. Framh. af 5. síðu. Æskumennimir veita flokknum lífsmagn. Ekki einungis vegna þess, að þeir eiga að erfa landið og störf hinna eldri, heldur vegna þeirra áhrifa, sem þeir hafa fyrir samband flokksins við það, sem háleitast er. Ungir Framsóknarmenn hafa tekið að sér óeigingjamt starf. Þeir hafa, á grundvelli Framsóknarflokksins, bundizt samtökum um að vinna landi sinu það gagn, sem þeir mega. Hjá flestum þeirra er þessi á- kvörðun ekki bundin við neina von um frama, heldur aðeins tekin með tilliti til þess, að þeir óska að vera góðir liðsmenn fyr- ir þá stefnu, sem þeir hafa helg- að krafta sína. Eins og hermað- urinn á vígvellinum, sem berst fyrir ættjörðina í hópi félaga sinna, af því hann veit, að þess er þörf, berjast ungir Framsón- armenn, án allrar vonar um sig- urlaun, önnuT en þau, að þeir vita að þeir gera skyldu sína. Á 10 ára afmæli ungra Fram- sóknarmanna á ég enga ósk betri til handa félaginu, en að það megi ætlð verða þess um- komið, að veita Framsóknar- flokknum óeigingjarna hug- sjónamenn í baráttu sinni fyrir ísland og íslendinga. Rannveig Þorsteinsdóttir. fundahöldum, fundi í góðtempl- arahúsinu í Reykjavík og fund- um á Eyrarbakka og Stokkseyri og tók félag okkar þátt í hvor- umhyggja, ásamt félagi ungra Jafnaðarmanna og félagi ungra Sjálfstæðismanna, en bæði þau félög voru eldri en okkar félag. Þessir fundir fóru vel fram og drengilega og voru lausir við persónulega áTeitni að lang- mestu leyti. Stóðust þeir að því leyti samanburð við pólitísk fundahöld hinna eldri manna, enda hygg ég það sannmæli, að hin yngri kynslóð stjórnmála- manna beiti ekki verri vopnum í baráttu sinni en hin eldri hefir gert og aðrar á undan henni. Mættu þeir, er slíku halda fram, vel að sjálfum sér gæta, að þeir hafi ekki rangt við í saman- burði sínum. — Það var heldur eigi lítil hvatning fyrir samtök ungra Framsóknarmanna, að við hinar fyrstu kosningaræður, er fram fóru frá hinni nýreistu útvarpsstöð íslands, var einum félaga okkar, og meira að segja einum hinna yngri, falið það óvenju vandasama hlutverk, í fjarveru þess manns, er verið hafði fjármálaráðherra, að gera grein fyrir fjáTmálum ríkisins af flokksins hálfu og þótti vel takast með afbrigðum. Enda var sá hinn sami ungi maður rúm- lega þrem árum síðar sjálfur orðinn fjármálaráðherra lands- ins. Eftir hinn mikla kosninga- sigur þetta vor (1931) bættust Framsóknarflokknum á Alþingi fimm vaskir menn, er eigi höfðu áður þangað komið. Voru sumir þeirra að vísu af allra léttasta skeiði, en mjög var það við skap hinna yngri manna, að nýir menn og ný áhrif kæmu til við- bótar þeim, er fyrir voru. Árið 1930 var tími bjartsýni og . mikilla vona, ekki aðeins meðal Framsóknarmanna, held- ur og yfirleitt með þjóðinni. Það ár var haldin með rausn og glæsimennsku hin mikla þúsund ára hátíð Alþingis á Þingvöll- um. ísland var þá, a. m. k. i vit- und íslendinga sjálfra, eitt augnablik af eilífðinni miðdep- ill hins lýðræðissinnaða heims og ýmsir hugðu, að alha augum væri þá hingað snúið. Víst er um það, að hingað flykktust þá fréttamenn erlendra blaða og fulltrúar hins opinbera úr mörg- um þjóðlöndum í boði hins ís- lenzka ríkis. Sú stund, er Tryggvi Þórhallsson stóð í Al- mannagjá, mikill á velli og glæsilegur í máli og ávarpaði þingheim, var eitt af þeim fáu andartökum, þegar manni finnst, að hjól timans standi kyrrt og hið ókomna leggi við eyra. En i bjarma hátíðargleð- innar hvarflaðl lítlll skuggi, svo örsmár í augum manna, að eng- inn veitti honum eftirtekt. Það hafði ekki náðst samkomulag um, að innganga íslands í Þjóðabandalagið yrðl samþykkt á hátiðarþinginu. Þessi litli skýhnoðri á hugsjónahimni minnstu þjóðarinnar í álfunni væri að vísu ekki umtalsverður, ef hann hefði ekki verið nokk- urskonar endurmyrkvi af öðrum ferlegri á hinum víða himni al- þjóðamálanna og fyrirboði þess, sem nú eT fram komið. En gott er þessa litla atviks að minnast áður en við setjumst til dóms yf- ir „skammsýni" og „brjálæði" þeirra þjóða, sem áttu feður, bræður og sonu í stríðskirkju- görðum og beðið hafa tjón á hugarró sinni vegna þungra harma og blóðugra minninga. Árið 1930 hafði Framsóknar- flokkurinn, stjórn hans og full- trúar á Alþingi fullar hendur glæsilegra verkefna. Þá hafði verið um stund góðæri í landi og þetta góðæri var notað með fyllstu bjartsýni og í trú á fram- tíð landsins. Meðal varanlegra þjóðfélagsframfara frá þeim ár- um má nefna í fyrstu röð stofn- un landbúnaðarbankans og héraðsskólanna í sveitum, að byrjuð var bygging verkamanna- íbúða í kaupstöðunum, að stór- kostlega var hafizt handa um að gera þjóðleiðir landsins ak- færar, að reist var nýtízku síld- arverksmiðja á Siglufirði og komið upp hinu ómetanlega menningartæki, útvarpinu. Þar á eftir fóru örðug ár og í sögu Framsóknarflokksins urðu þá ýmsir viðburðir, sem gjaman hefðu mátt verða á annan veg, en vafalaust munu verða ærið umræðuefni síðari tlma mönn- um. Einhver hefir sagt, að stjórnmálasaga íslands gerist í Framsóknarflokknum, og svip- að mun ýmsum hafa í hug kom- ið á þeim tíma. SíðaTa hluta árs 1934 stóð svo flokkurinn aftur traustur og sameinaður eftir nýjan kosningasigur, og enn varð hann stjórnarflokkur með svipuðmn hætti og árin 1927— 31. En tímarnir voru aðrir og verkefnin að mörgu leyti önnur. Þjóðin var í varnaraðstöðu vegna utanaðkomandi örðug- leika. Er það flokknum drjúgur reynslustyrkuT að hafa farið með völd á svo ólikum timum og að hafa í bæði skiptin tekizt það svo sem kosningaúrslit 1931 og 1937 báru vitni um. Gísli Guðmundsson. Mjólkurostur er holl og góð fœða og œtti þvi daglega að vera á hvers manns borði. Ostar vorir eru viðurkenndir fyrír gœði, jafnt hér á landi sem erlendis. Vér höfum ávalt nœgar birgðir af 20%, 30% og 45% mjólkurostum, af ýmsum gerðum. IDÓLKimt IXÖVMAWA, SeUossl. Bernh. Petersen Reykjnvík Simi 1570 (tvær línnr) Simnéfni: Bernhardo Kaupir: allar tegundir af lýsi Harðfisk, Hrogn og Lúðulifur, Tóm stálföt, eikarföt og notaðar síldartunnur. Selur: Kol og Salt. Eikarföt, Stáltunnur og Síldartunnur. Ostar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.