Tíminn - 06.02.1940, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.02.1940, Blaðsíða 11
Afmælisblaff F.U.F. i Reykjavik TÍMINN 11 F.ILF. í Reykjavík (Framh. af 2. síSu) ur á veturna. En nú fjögur síð- ustu árin hefir félagið haft sam- eiginlegar skemmtanir með Framsóknarfélagi Reykjavíkur, fimm til sex á vetri og þar af eina jólatrésskemmtun. Þessar skemmtanir hafa hlotið mikla aðsókn og þá viðurkenningu, að vera hinar beztu i skemmtana- lífi Reykjavíkur. Skemmtanir þessar hafa venjulega verið haldnar að Hótel Borg, en á þær koma aldrei ölv- aðir menn. Fólkið, sem þar kem- ur saman, er svo lífsglatt og þroskað, að það þarfnast ekki eiturlyfja til örvunar, en það einkennir um of skemmtanalíf vors tíma. Það, að þar sést ekki vín, setur sérstakan blæ á skemmtanirnar, enda hafa þær átt miklum vinsældum að fagna. Mikinn þátt í þessum vinsældum á einnig hin svokallaða Fram- sóknarvist, sem þar hefir verið spiluð. Um þriggja ára skeið, eða frá 1934—37, gekkst félagið fyrir ár- legu samvinnumannamóti í Reykjavík, sem ætíð var mynd- arleg og stór hátið, en það hefir fallið niður með því, að talið hefir verið eðlilegra, að sam- vinnufélög bæjarins stæðu fyrir slíku. Annar þáttur í skemmtanalífi félagsins hafa verið sumarferða- lög þess. Sumarið 1934 hóf það slík ferðalög og voru þá farnar tvær skemmtiferðir í nærliggj- andi sveitir við Reykjavík. Var þeirri venju við haldið og aukið á slík skemmtiferðalög, en flest- ar ferðir voru farnar sumarið 1938, fimm ferðir samtals. Þessi ferðalög reyndust holl og góð fyrir starfsemi félagsins. Þar kynntist fólkið nánar hvert öðru og tengdist nánari félagslegum böndum. Árið 1938—39 voru teknar upp kynnisferðir í Reykjavík, sam- kvæmt tillögu þáverandi for- manns, Jóns Helgasonar. M. a. voru söfnin skoðuð í flokkum og þar fluttir fyrirlestrar til fræðslu og skemmtunar. Fundastarfscmin. Fundastarfsemi félagsins hef- ir aðallega farið fram á veturna, eins og títt er um slík félög. Fundasókn hefir verið mikil, er hitamál hafa verið á ferðinni, en minni þess á milli. Oft eru fundir byrjaðir með að syngja hressandi lög og endaðir þannig einnig. Það hefir styrkt félags- andann. Sú nýbreytni var upp tekin 1938—39, að fá öðru hvoru menn til að sýna skuggamyndir og flytja fræðandi erindi á fundum félagsins og reyndist það mjög vinsælt. Utanfélagsmenn hafa stund- um komið á fundi félagsins, helzt leiðtogar Framsóknarflokksins, og flutt þar erindi um ástand og horfur í stjórnmálum, en það hefir glöggvað mjög skilning manna á því sviði. Þá hefir félagið tekið þátt í almennum umræðufundum um stjórnmál, með öðrum félögum ungra manna í Reykjavík, og ennfremur I útvarpsumræðum í þrjú skipti. Þegar æskilegt hefir þótt, þá hafa bæði félögin í Reykjavík haldið fundi sameiginlega, sem venjulega einu sinni til tvisvar á vetri. Frá 1931 hefir félagið kosið átta menn í Fulltrúaráð Fram- sóknarfélaganna í Reykjavík. Einnig hefir félagið átt fulltrúa á öllum þingum flokksins, síðan það var stofnað. Á síðari árum hefir stjórn fé- lagsins eða áhugamenn innan þess, sótt fundi ungra Fram- sóknarmanna i nærliggjandi sveitum, og stundum komið á fundum með þeim í þeim til- gangi að stofna félög, með góð- um árangri. Ýms félagsmál. í upphafi var gert ráð fyrir að félagið gengist fyrir útgáfu blaðs eða tímarits. Hefir öðru hvoru verið rætt um þetta í félaginu, en úr framkvæmdum hefir þó ekki orðið, aðallega kostnaðar vegna. En núverandi stjórn félagsins hefir myndað lítinn vísi að framkvæmdum í þessu máli, með því að stofna innanfélagsblað, sem lesið er upp á fundum fé- lagsins. Um árangur þessa er ekki hægt að segja með því> að næg reynsla er enn ekki fyrir hendi. Nokkuð hefir verið rætt í fé- laginu um sumarskemmtistað fyrir Framsóknarmenn í Reykja- vik, svo og um þægilegan og ó- dýran gististað í Reykjavík fyrir Framsóknarmenn utan af landi, er koma í höfuðstaðinn. Full- trúaráð félaganna hefir tekið þessi mál til meðferðar og mun það þegar búið að taka land á leigu nærri Reykjavík fyrir sum- arskemmtistað. Tala félagsmanna er nú um 120 og fer stöðugt vaxandi. Á þessu 10 ára afmæli félags- ins minnist það ýmsra utanfé- lagsmanna, sem stuðlað hafa að gengi þess. Það dregur ekki úr viðurkenningu félagsins á vinar- hug annarra, þó hér leyfi rúmið ekki að minnast á nema einn mann, sem er Jónas Jónsson, formaður Framsóknarflokksins. Af langri og merkilegri reynslu sinni hefir Jónas Jónsson miðlað félaginu margháttuðum leið- beiningum, bæði einstökum mönnum, sem starfað hafa fyrir það, svo og með því að koma öðru hvoru á fundi þess, þar sem hann hefir flutt erindi, skýrt málin og viðhorfin. Auk þess eru hin óbeinu áhrif, sem hann hefir haft á félagið með skrifum sin- um og störfum sem leiðtogi Framsóknarflokksins á undan- gengnum árum. Sögnlok. Þegar litið er yfir 10 ára reynslu F. U. F. í Reykjavík, má draga þá ályktun, að pólitísk starfsemi ungra manna getur verið nytsöm, þegar hún er rek- in í frjálsbornum anda. Það er lífsviðhorf, sem gerir keift að öðlast ný sannindi, eftir því, sem reynsla og þroskuð dómgreind leiðir í ljós. Það gerir mögulegt að svala vaxtarþrá mannsins; hann getur stöðugt verið að vaxa. Það er þeim mun mikilsverð- ara að skilja þetta viðhorf, sem það er mjög reynt af ýmsum að fá hina vaxandi, óhörðnuðu æskumenn til að taka trúarlega afstöðu til vissra kennisetninga. Jafnvel þó að þær feli í sér ein- hver sannindi, varnar hin trú- arlega afstaða allri sjálfstæðri athugun og skilningi á sann- leiksgildi þeirra. Þær verða þess vegna innihaldslausar kreddukenningar, dauðar og steingerðar, sem ekki standa í sambandi við lífið, — þær verða fjötrar um fætur áhangend- anna. Þessi trúarlega afstaða útilokar, að meira eða minna leyti, öll ný sannindi, sem ekki samrýmast kennisetningunum, hneppir æskumanninn í andlega fjötra. Hann hættir að vaxa — en vöxtur er eðli hins lifanda manns. — Vaxtarþörf manns- ins er heft, en hin meðfædda orka brýzt út á einhvern veg, og leiðir þá þráfaldlega til þess að siðferðisþrek manna brestur og ábyrgðarleysi kemur í staðinn. Viðhorf hins djarfa, rannsak- andi, frjálsborna anda einkenni viðhorf ungra Framsóknar- manna. Drengskapur, samúð og skilningur, gagnvart hinum veikari, eiga að móta starfsemi þeirra á komandi árum. Þessi viðhorf gefa starfsemi þeirra líf og kjama. ¥1B€tEBBAB§TOFA tTVARPSOS Annast hverskonar viðgerðir, nýsmíðar og breytingar útvarpsviðtækja, veitir leiðbeiningar og sér um við- gerðarferðir um landið. Ábygglleg vinna fyrir kositnaðarvprð. Vldg-erðarstola útvarpsíns Landssímahúsinu. Sími 4995. Útibú: AKUREYRI, Hafnarstræti 101. Sími 377. Eínagerðín „Flóra“ Akureyrí FramlcitSir: Búðingaduft, 6 tegundir Gerpulver Bökunarduft Saft, 6 tegundir Sultutau, 9 tegundir Brjóstsykur, 8 tegundir Ávaxtalit, fl. tegundir og liti Ostahleypir Soyju Salatolíu Krydd, margar tegundir „FLÓRA“ vörur cru viðurkeundar góðar vörur!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.