Tíminn - 08.02.1940, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.02.1940, Blaðsíða 1
BITSTJÓRAJt: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTOBFANDI: PRAMSÓKN ARFLOKKURINN. RJTSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargðtu 1 D. SfMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INKHEIMTA OG AVOLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDTJHÚ8I, Undargötu 1 D. Slmi 333S. PRENTS MIÐJ AN EDDA h.í. Sítnar 3948 og 3720. 24. árg. Reykjavík, fimmtudagiim 8. febrúar 1940 15. blað Mótsagnir íhaldsblaðanna Þau segja ýmist að kjötíð hafi átt að hækka strax í haust eða hafi ekki átt að hækka neitt! íhaldsblöðin halda enn áfram blekkingum sínum í kjötverðlagsmálinu og reyna ýmist að gera hana tor- tryggilega í augum neyt- enda eða bænda. Niður- staða þeirra tilrauna verður vitanlega sú, að röksemdir þeirra rekast iðulega á, og kemur þar fram eitt gleggsta einkennið á venju- legri baráttu Sjálfstæðis- flokksins. Eins og rakið hefir verið héT í blaðinu áður hafa íhaldsblöðin aðallega reynt að gera verð- hækkunina tortryggilega í augum neytenda. Hinsvegar hafa smalar þeirra úti á landi reynt að gera hana tortryggi- lega meðal bænda og má glöggt sjá það íö kaupmannablaðinu Vísi 6. þ. m., hvaða aðferð hefir einkum verið notuð í þeim efn- um. í „leiðara" blaðsins þann dag segir m.a.: „Stríðið skall á í byrjun septem- ber. Bændur gengu þess þá þeg- Stofnun nýbýla Nefnd falið að athuga, hvar muni bezt að reisa nýbýli eða nýbýlahverfi. Á seinasta Alþingi flutti Jör- undur Brynjólfsson 1 samein- uðu þingi þingsályktunartillögu um undirbúning stofnunar ný- býla og nýbýlahverfa. Var efni tillögunnar á þá leið, „að skora á ríkisstjórnina að láta rann- saka fyrir næsta Alþingi hvar tiltækilegast sé að reisa í nán- ustu framtíð nýbýli eða nýbýla- hverfi. Leiði sú rannsókn í Ijós, að ríkið eigi ekki nægilegar eða heppilegar lendur til þessara framkvæmda, er ríkisstjórninni falið að leitast fyrir um kaup á hentugum landssvæðum í þessu skyni.“ í greinargerð tillögunnar voru leidd rök að því, að styrjaldar- ástandið myndi auka atvinnu- leysi í kaupstöðum á næstunni og mýndi það lenda á ríkinu að ráða fram úr þeim vandkvæðum, er af því hlytust. Æskilegast væri að beina því máli í þann farveg, að skapa hinu atvinnu- lausa fólki skilyrði fyrir sjálf- stæðri atvinnu við framleiðslu- störf, og yrði ekki fundin betri lausn í þeim efnum en að koma upp nýjum býlum út um sveitir landsins. Áður en til fram- kvæmda kæmi þyrfti hinsvegar að rannsaka, hvar væri æski- legast að hefjast handa, og væri að því stefnt með þessari til- lögu. Þegar búið væri að athuga staðina væri sjálfsagt að nota starfsorku fólks, sem útvega þyrfti atvinnu, til framræslu, ræktunaTvinnu, vegagerða o. fl. til undirbúnings nýbýlum. Sökum mikilla anna seinustu daga þingsins hlaut tillaga þessi ekki endanlega afgreiðslu, en landbúnaðarráðherra hefir samt tekið hana til fram- kvæmda og skipað þriggja manna nefnd til að annast þær rannsóknir, sem talað er um í tillögunni. Jafnframt er ætlast til að nefndin athugi fleiri at- riði í þessum málum. Eiga sæti í nefndinni Steingrímur Stein- þórsson búnaðarmálastjóri, Val- týr Stefánsson ritstjóTi og Ingi- mar Jónsson skólastjóri. Er nefndin skipuð í samráði við stj órnarf lokkana. ar ekki duldir, að verðlag allt á aðfluttum nauðsynjum myndi hækka í landinu, og gerðu þeir sér vonir um, að verðlag á kjöti og öðrum afurðum myndi einn- ig hækka, þótt svo yrði í hóf stillt, að lítt yrði sú hækkun til- finnanleg fyrir neytendur, en hækkunin næði til alls þess kjötmagns, sem neytt væri í landinu. Kjötverðlagsnefnd, Tíminn og framsóknarliðið skeytti ekki þessum kröfum bændanna, — sláturtíðin hófst og ekki var aðhafst". Síðan heldur blaðið áfram: „Með tilliti til þess, að kjöt- birgðir í landinu eru þegar að mestu seldar, verður ekki séð hve gífurlegur gróði bændanna verður, en hefði hins vegar verið gripið til þess ráðs að hækka kjötið hóflegar, þegar á sláturtíð, hefði viðhorfið verið allt annað“. Þessi skrif Vísis hljóta í fyrsta lagi að vekja athygli manna á því, að íhaldsblöðn hafa hvað eftir annað haldið þvi fram, að kjötverðið ætti helzt ekki að hækka neitt og þó aldrei meira en dýrtíðaruppbótin til verka- manna, og jafnframt hafa þau fárast mikið yfir því, að verð- hækkunin í janúarlok væri allt of mikill baggi á neytendum. Nú er þessu alveg snúið við í framangreindum ummælum Vísis. Þar er því haldið fram, að kjötverðið hafi strax í haust átt að hækka meira en dýrtíð- aruppbótin til verkamanna, en þá giltu sömu ákvæði um þetta hvorttveggja og var þeim vitan- lega fylgt. Jafnframt er sagt, að bændur muni sama og ekkert græða á verðhækkuninni, þar sem kjötbirgðirnar séu að mestu seldar, en það þýðir þá vitan- lega einnig, að verðhækkunin sé sama og enginn baggi á neyt- endum og a. m. k. miklu minni en ef kjötverðið hefði verið hækkað í haust, þótt sú hækkun hefði verið helmingi minni en hækkunin um mánaðamótin seinustu. Slík tvöfeldni og mótsögn í málflutningnum mun áreiðan- lega skýra það enn betur fyrir mönnum en áður, hversu léleg- ur málstaður íhaldsins er í þessu máli, og sýna þeð jafn- framt mjög ljóslega, hvernig Sjálfstæðisflokkurinn reynir að túlka málin á mismunandi hátt, allt eftir því til hverra hann beinir máli sínu í það og það skiptið. En í öðru lagi munu þessi skrif Visis vekja athygli manna á því, hversu takmarkalítil er ósvífni og óheiðarleiki Sjálf- stæðisflo.kksins í garð núverandi samstarfsflokka sinna, í þessu tilfelli Framsóknarflokksins. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að gengislækkunin á síð- astliðnu vori var gerð til þess að bjarga sjávarútveginum frá hruni — þeim atvinnuvegi, sem Sj álfstæðisf lokkurinn þykist einkum bera fyrir brjósti. En af gengislækkuninni leiddi, að ýmsar stéttir urðu að taka á sig nýjar byrðar og m. a. tóku bændurnir á sig þá kvöð, að binda verðlagið á kjöti og mjólk ákveðnum skorðum fyrst um sinn. Þessar skorður voru stað- festar í gengislögunum og greiddu Sjáflstæðisþingmenn- irnir því vitanlega ekki síður atkvæði en aðrir þingmenn. En þetta var vitanlega þess vald- andi,\að ekki var hægt að hækka kjötverðið á síðastliðnu hausti, enda þótt það hefði mátt telj- ast sanngjarnt, sökum hinna breyttu aðstæðna. Hækkunin var ekki möguleg fyrr en búið var að nema þessar skorður úr gengislögunum, en þá komu hún líka næstum því strax til framkvæmda. Það verður vissulega að telj- ast hámark ósvífni og óheiðar- leika, þegar samkomulag hefir verið um það milli Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokks- ins að binda kjötverðið þeim skorðum, er gert var í gengis- lögunum, að þá skuli blöð og smalar Sjálfstæðisflokksins koma fram eftir dúk og disk, kenna Framsóknarflokknum einum um þetta og ásaka hann harðlega fyrir það meðal kjós- enda hans, að hann skuli hafa fylgt þessu fram. Það verður einnig að teljast hámark óheiðarleika hjá Sjálf- stæðisflokknum sem samstarfs- flokki Framsóknarflokksins, að hann skuli annað veifið láta blöð sín og kosningasmala á- saka Framsóknarflokkinn fyr- ir að hafa ekki látið kjötið hækka fyrr, en skamma hann hitt veifið fyrir það, að hafa látið það hækka nokkuð! Afstaða páfans „Sverðið gctur ráðið friðarskilmáluiium, en það skapar aldrei £riðiuu“. í þýzkum og rússneskum blöð- f <V'J '**'* ' "• ' ' um eru nú iðulega birtar harð- Vý'T ' ’llllllföÉÉÉ^' orðar árásargreinar á páfann |LV-’■>**?**<% - og páfastólinn. Einkum eru á- ' " rásirnar harðar í rússneskum blöðum, enda hefir páfinn og páfastóllinn hvað eftiT annað vottað Finnum mikla samúð og hvatt aðrar þjóðir til að hjálpa þeim. Nokkru fyrir áramótin sendi páfinn út langt umburðarbréf, sem mikla athygli hefir vakið. Aðalefni bréfsins má skipta í þrjú atriði. Orsakir styrjaldanna og yfir- troðslanna í alþjóðamálum, seg- ir í bréfinu, eru ekki fyrst og fremst efnahagslegar heldur miklu frekar andlegs eðlis. Ýmsar siðferðisreglur, sem hafa skapazt um sambúð þjóða og einstaklinga, hafa verið brotnar niður af stefnum og hreyfing- um, sem hafa verið andvígar kristindóminum. Af þessu hefir leitt einskonar siðferðilegt stjórnleysi, sem hefir virt að vettugi margt það, sem var og á að vera mönnum heilagt. Síðar í bréfinu minnist páf- inn einkum á tvennt, sem sé afleiðing þessa ástands. í fyrsta lagi er það afneitun- in á samfélagi mannkynsins. Þessa afneitun byggi menn á ýmsum kynþáttakenningum og hleypidómum. Markmið kirkj- unnar er að skapa samfélag allra manna, án tillits til litar- háttar eða þjóðernis. „Allir njóta sama réttar 1 húsi Drott- ins, lög Krists eru hin sömu, hver sem í hlut á“, segir í bréf- inu. Engin föðurlandsást má hindra hinn kristna kærleika, segir ennfremur. Páfinn minnist þess síðan, að katólska kirkjan eigi snjalla kennimenn meðal allra kynflokka og hún hafi biskupa innan sinna vébanda, er tilheyri 12 kynflokkum. í öðru lagi er það hið ótak- markaða vald ríkisins, sem ýmsar þjóðir hafa tekið upp. Frá sjónarmiði katólsku kirkj- unnar sé þessi ríkisdýrkun fyrst og fremst árás á fjölskylduna og skoðanafrelsi einstaklings- ins. Menn gleyma því, segir í bréfinu, að samkvæmt lögum náttúrunnar sjálfrar á einstakl- ingurinn og fjölskyldan að vera ennþá rétthærri en ríkið, og ríkinu ber að virða hinn heilaga rétt samvizkunnar. Ríkisdýrk unin, sem veitir ríkinu æðsta vald í öllum málefnum einstakl- inganna, er hrein og bein guðs- A. KROSSGÖTUM Sandsteinninn í Hólabyrði. — Atburðurinn út af Sandgerði. Örn hlekkist á á Skerjafirði. Flugvélinni Ólafur Sigurðsson fiskræktarráðu- nautur og bóndi að Hellulahdi í Skaga- firði, dvaldi um tíma, laust eftir miðj- an janúarmánuð, að Hólum í Hjaltadal. Meðal annars athugaði hann þá, ásamt Kristjáni Karlssyni skólastjóra, stein- tegund þá í Hólabyrðu, sem Hólakirkja er byggð úr, meðal annars með hlið- sjón af því, hvort tiltækilegt myndi að hefja þama steinnám í stórum stíl til bygginga. Steintegund þessi er rauður sandsteinn, sem liggur í láréttu lagi, 3—5 metra þykku, hér um bil í miðri fjallshlíðinni, 235 metrum hærra en Hólastaður, og um 400 metrum yfir sjó. Undir og ofan á sandsteinslaginu eru basaltlög. Aðstaða til steinnáms er mjög góð, að því er virðist, tiltölulega auðvelt að leggja þama veg færan biíreiðum, og gott að vinna sand- stelninn. Eðlisþyngd hans reyndist 1.50 —1.90, eftir því, hvort tekið var ofar- lega eða neðarlega úr laginu. Sand- steinninn er ekki harðari en svo, að saga má hann með venjulegri sög, höggva með öxi og hefla með hefli. Hann er mýkri en marmari, en mikið seigari og óbrotgjarnari. Auðvelt er að saga hann í 2—4 sentimetra þykkar flögur. Úr því bezta af sandsteininum má vel smíða ýmsa muni, mynda- ramma, lampafætur og kertastjaka. Hólakirkja, sem hefir staðið í 178 ár, sýnir bezt, hve sandsteinninn er end- ingargóður í byggingar. Pyrir alllöngu var kirkjan sementshúðuð til mikilla lýta, en áður hafði sandsteinninn ekki látið á sjá í 130 ár. Fyrstur manna notaði Auðunn biskup rauði steininn úr Hólabyrðu til bygginga. Hóf hann byggingu mikillar kirkju, sem aldrei var fullger, en veggir þeir, er hann lét reisa, stóðu í nær 500 ár. Ólafi Sigurðs- syni reiknaðist svo til, að í útveggi einlyfts húss, stærð 7x8 metrar, vegg- þykkt 20 sentimetrar, þyrfti sem næst 12—14 bílhlöss. Næsta höfn frá Hólum er Kolbeinsárós, en þangað eru 17 km. t t t Fregnir í blöðum í gær hermdu, að í fyrrakvöld um áttaleytið, hafi þar heyrzt skothríð skarnmt undan landi. Sáust þá og, að talið var, níu skip, sem virtust vera innan landhelgislin- unnar. Notuðu skipin kastljós. Var gizkað á, að þarna hefðu átzt við þýzk- ur kafbátur og enskir togarar. En raunverulega reyndist það að vera varðbáturinn Óðinn að stöðva útlent fiskiskip. t t t Flugvélinni TF-Öm hlekktist á á Skerjafirði siðastliðinn laugardag, er hún var að hefja sig til flugs. Stýrði henni Örn Johnson, og var förinni heitið upp í Mýrasýslu. Farþegar voru tveir, Bjami Ásgeirsson alþingismaður og Tómas Hallgrímsson bóndi á Gríms- stöðum. Hvolfdi flugvélinni 1 storm- hviðu. Komust allir mennimir út úr vélinni og synti Bjami til lands, en Tómas og Örn höfðust við á flugvélar- vængnum, þar til hjálp barst. Enginn mannanna hlaut meiðsli, enda voru allir spenntir fastir í sæti sin, er slysið varð. Flugvélin eyðilagðist að kalla, brotnaði mjög mikið og hreyfill eyði- lagðist. Flugvélin Örn var keypt vestan um haf á sínum tíma. Hún var vá tryggð á 55 þúsundir króna hjá Sjóvá tryggingarfélagi íslands. Flakið af henni hefir verið flutt í flugskýlið Vatnsmýrinni. t t t Píus XII. afneitun. Afneitun einstakl- ingseðlisins og réttinda þess, er líka ein höfuðorsök þeirra yf- irtroðslna og ójafnaðar, sem einkenna yfirstandandi tima. í niðurlagi bréfsins víkur páf- inn að Evrópustyrjöldinni. Hann er vantrúaður á nýja og batn- andi tíma að styrjöldinni lok- inni. „Reynslan sýnir“, segir í bréfinu, „að það er ómögulegt að skapa varanlegan frið á sigri vopnanna. Sigurinn er aðeins merki um veraldlegt gengi þess, sem nýtur hans, en hann leiðir iðulega til freistinga, sem rétt- lætiskenndin bíður ósigur fyrir. Sverðið getur ráðið friðar- skilmálum, en það skapar aldrei varanlegan frið. Þau einu öfl, sem geta fegrað og bætt lífið, eru andlegs eðlis.“ Um jólaleytið sendi páfinn frá sér annan boðskap. Þar segir, að heimurinn hafi oft orðið að vera áhorfandi þess seinustu ár- in, að alþjóðalög hafi verið brot- in, ráðizt hafi verið á friðsamar þjóðir undir yfirskynsástæðum, og öll mannúð hafi verið einskis- virt. Síðan víkur hann að væntan- legum friðarskilmálum og segir, að þeir þurfi m. a. að vera þessir: 1. Allar þjóðir hafi rétt til sjálfstæðis, hvort sem þær eru stórar eða smáar. 2. Létta vígbúnaðargjcldum af þjóðunum. 3. Sérstakir dómstólar séu til tryggingar því, að samningar milli þjóða verði framkvæmdir og haldnir. 4. Réttindi þjóðarminnihluta verði fullkomlega tryggð. Það virðist að skoðanir páfans fari að ýmsu leyti saman við stefnu vesturveldanna eins og sakir standa. En páfinn eða katólska kirkjan hafa mikil áhrif víðsvegar um heim og þá ekki sízt á Spáni og Ítalíu. Það hefir vakið mikla athygli að Roosevelt forseti hefir ný- lega skipað sendiherra við páfa- stólinn og valið í þá stöðu mann, sem er honum mjög handgeng- inn og hann hefir oft falið vandasöm störf. Ýmsir telja, að þetta bendi til þess, að forsetinn hafi mikla trú á viðleitni kat- ólsku kirkjunnar til að koma á friði. Aðrar fréttir. Á Kyrjálanesi hafa Rússar haldið uppi mjög harðri sókn undanfarna daga, en Finnar hafa hrundið flestum áhlaupum þeirra. Á einum stað er þó talið, að Rússum hafi tekizt að gera litla geil inn í Mannerheimlín- nua. Á öðrum vígstöðvum hafa verið frekar litlar orustur. Óstaðfestar fregnir herma, að Finnar hafi nýlega eyðilagt 18. herfylki Rússa fyrir norðan La- dogavatn, en þar hafa Rússar verið á undanhaldi eftir að hafa gert tilraun fyrir nokkru með stórfellda sókn þar. — Flug- árásum Rússa á finnskar borgir heldur áfram líkt og áður, en flugher Finna er farinn að hafa sig miklu meira í frammi en áður og hefir gert árásir á ýmsa hernaðarstaði í Rússlandi. Er augljóst að Finnar hafa nýlega (Framh. á 4. síðu.J A víðavangi Þau tíðindi hafa nýlega bor- izt hingað, að enska stjórnin muni leyfa óhindrað innflutn- ing frá Þýzkalandi á efni til hitaveitunnar, enda þótt slíkur útflutningur frá Þýzkalandi sé yíirleitt bannaður af Banda- mönnum. Ætti því ekki að þurfa að óttast, að hitaveitan kæmist ekki upp af þessum ástæðum, en ýmsir hafa óttazt að þannig kynni að fara. Forsvarsmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa enn ekki svarað neinni af þeim spurningum við- komandi verðhækkun landbún- aðarafurðanna innanlands, er beint var til þeirra í seinasta laugardagsblaði Tímans. Þeir vilja auðsjáanlega láta vera sem mesta hulu yfir hinni raun- verulegu afstöðu sinni í þessu máli — og ef til vill er hún heldur engin. En meðan ekkert kemur opinberlega frá þeim, verður að draga þá ályktun, að þeir hafi sömu skoðun og flokksblöð þeirra. Hún virðist vera sú, að taka hafi átt kjötið eignarnámi af bændum og selja það fyrir lægra verð innanlands en hægt hefði verið að fá fyrir það, ef það hefði verið selt til útlanda. Reykjavíkurleiðtogar íhaldsins hafa þannig hugs- að sér að taka verulega fjár- muni af bændum og gefa það Reykvíkingum í þeirri von, að þeir myndu eftir gjöfinni og endurgreiddu hana í næstu kosningum. Ekki er ósennilegt, að bændur minnist líka þessar- ar hugulsömu fyrirætlunar, þótt síðar verði. * * * En fyrst Reykjavíkurforingja Sjálfstæðisflokksins langar til að gefa Reykvíkingum ein- hverja gjöf sér til kjörfylg- is, ættu þeir að líta sér nær. Væri ekki hugsanlegt að kaup- mennirnir gætu gefið eitt- hvað af verzlunarálagningunni? Hefir Verðlagsnefndin t. d. at- hugað það að tekjur kaupmanna hafa mikið aukizt, þótt hundr- aðshluti álagningarinnar sé ó- breyttur, þar sem vörurnar hafa hækkað í verði? Væri því ekki óhætt að lækka hundraðshluta álagningarinnar með hliðsjón af þessu? Er líka ekki hægt að gera einhverjar ráðstafanir til að lækka húsaleiguna? Sjálfstæðis- flokkurinn myndi áreiðanlega ekki minnka álit sitt, ef hann vildi gefa Reykvíkingum slíka gjöf. Blöð hans eru alltaf að tala um óeigingirni, sem mönnum beri að sýna á þessum tíma. Hvers vegna ættu því ekki hinir efnaðri húseigendur að gefa gott fordæmi og lækka húsaleiguna af frjálsum vilja? Það er hins vegar ákaflega slæmt dæmi um óeigingirni, þegar ríku menn- irnir i Reykjavík vilja ekkert gefa sjálfir, en heimta skatt af bændum og ætla að gefa hann til eflingar kjörfylgi sínu í Reykjavík! Afiiiælisfagnaðnr og árshiitíð. Tíu ára afmælisfagnaður F. U. F. í Reykjavík og árs- hátíð Framsóknarmanna, hefst kl. 8.30 að Hótel Borg föstudaginn 9. febr. 1940. RÆÐUHÖLD. — KVARTETT-SÖNGUR. UPPLESTUR. — DANS. Tilkynnið þátttöku sem allra fyrst á afgreiðslu Tímans, sfmi 2323. Mikil ísalög hafa verið é dönsku sundunum undanfarif og horfir til stórvandræða : mörgum dcnskum borgum, sök- um þeirra flutningaörðugleika er ísalög valda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.