Tíminn - 08.02.1940, Blaðsíða 2
58
TÍMIM, fimmtiidagmn 8. fchriiar 1940
15. blað
Ert þn ekkl með?
Eftir Jón Emil Guðjónsson
‘gímirtn
Finimtudafíinn 8. febr.
Heimilafjölgunm
Árlega bætast við nokkur
hundruð nýrra heimila í land-
inu.
Það hlýtur jafnan að vera
eitt helzta framtíðarmál þjóð-
arinnar, að hin nýju heimili
rísi á þeim stöðum, þar sem
lífsskilyrðin eru bezt og uppeld-
isáhrifin hollust.
Ýmsir kunna að álykta þann-
ig, að þetta komi nokkurn veg-
inn af sjálfu sér. Menn stofni
heimili þar sem afkomuskil-
yrðin séu lífvænlegust.
Þetta er misskilningur. Raun-
veruleikinn er sá, að það er iðu-
lega frekar auðvelt að stofna
ný heimili á stöðum, þar sem
afkomuskilyrðin eru meira en
hagnýtt til fulls, en aftur á móti
örðugt að reisa heimili, þar sem
afkomumöguleikarnir hafi ver-
ið lítið notfærðir.
Það er t. d. miklu auðveldara
að stofna ný heimili í Reykja-
vík en í sveitum, þar sem menn
þurfa að tryggja séx jarðnæði,
bústofn og annað þessu tilheyr-
andi. Mun það líka láta nærri,
að um helmingur þeirra heim-
ila, sem mynduð hafa verið hér
á landi á síðari árum, hafi ris-
ið upp í Reykjavík. Hins vegar
eru hin háu framlög til at-
vinnubóta og fátækraframfær-
is í Reykjavík, talandi tákn
þess, að afkomuskilyrðin þar
fullnægja ekki orðið hinum
mikla fólksfjölda.
Þetta mál er svo mikilvægt,
að það hlýtur að teljast bein
skylda þjóðfélagsins að hafa á-
hrif á það, að hin nýju heimili
rísi upp ekki á þeim stöðum, þar
sem nægir afkomumöguleikar
eru ekki til staðar og af því
hljótist síðan atvinnuleysi og
sú ómenning, er því fylgir.
Þessu verður bezt afstýrt á þann
hátt, að þjóðfélagið hjálpi til
að auðvelda heimilamyndunina
á þeim stöðum, þar sem næg
afkomuskilyrði eru fyrir hendi.
Það er viðurkennt af öllum,
að enn séu óhagnýttir stórfelld-
ir afkomumöguleikar í sveitum.
Það er líka viðurkennt, að sveit-
irnar veiti hinni uppvaxandi
kynslóð hollast og þroskavæn-
legast uppeldi.
í samræmi við þetta hefir
verið talsvert að því unnið á
síðari árum að reisa ný heimili
í sveitum landsins.
Stærsta sporið var stigið með
stofnun nýbýlasjóðs, er tók til
starfa fyrír tæpum fjórum ár-
um síðan. Alls hafa 240 nýbýli
fengið styrk eða lán úr nýbýla-
sjóði og styrk- og lánveitingar
sjóðsins nema orðið um eina
miljón króna.
Það er sennilega ekki of hátt
áætlað, að um 1200 manns búi
á þessum býlum. Þetta fólk hefði
sennilega langflest flutt úr
sveitunum, ef þessi hjálp hefði
ekki komið, og atvinnuvand-
ræðin við sjávarsíðuna þá auk-
izt að sama skapi.
Þetta verður að teljast mjög
glæsilegur árangur. En hér er
þó aðeins um upphaf að ræða.
Þessu starfi verður að halda á-
fram með enn meira kappi á
næstu árum, og þá jafnframt
að reyna að bæta úr þeim á-
göllum, sem komið hafa í Ijós á
framkvæmd þessara mála á
undanförnum árum. En til þess
er vitanlega ekki hægt að gera
kröfu, þegar hafizt er handa í
jafn stóru máli, að byrjunin
verði að öllu leyti gallalaus.
Þær raddir hafa stundum
heyrzt,að sökum hækkandi verð-
lags á byggingarvörum eigi að
verða minna um framkvæmdir
í nýbýlamálum á næstu árum en
verið hefir til þessa.
Það er sannarlega mikill mis-
skilningur, þegar menn draga
þær ályktanir af styrjaldará-
standinu, að minnka eigi ný-
býlaframkvæmdirnar.
Steingrímur Steinþórsson
búnaðarmálastjóri gat þess fyr-
ir nokkru í viðtali hér í blað-
inu, að þeim nýbýlingum, sem
hefðu að öllu eða mestu leyti
byrjað með óræktað land, hefði
farnast verst á undanförnum
árum.
Ástæðurnar til þess eru svo
I.
Framsóknarflokkurinn var
stofnaður þegar ísland var í
þann veginn að ná viðurkenn-
ingu, sem frjálst og fullvalda
ríki. Stjórnmálabarátta síðustu
ára hafði einkennzt af látlaus-
um deilum um réttarstöðu
landsins og samband þess við
Danmörku. Þessi barátta var
orðin mjög langdregin og snér-
ist oft meir um aukaatriði held-
ur en sjálfan kjarna sjálfstæð-
ismálsins.
Með lausn sambandsdeilunn-
ar — þótt ekki væri fullnaðar-
lausn — gafst þjóðinni og
stjórnmálamönnum hennar
tækifæri til að einbeita kröft-
um sínum við að leysa þau
margvíslegu verkefni, sem
hvarvetna blöstu við í landinu
sjálfu. — Þjóðin fagnaði áreið-
anlega slíku tækifæri. Það hafði
jafnan verið þröngt um vik, á
meðan flest varð að sækja til
erlends valds. En nú lét hún sér
ekki nægja að verða frjáls út
á við. Hún vildi fyrst og fremst
auðskildar, að þær þarf ekki að
rekja.
En þetta sýnir, að einhverjar
allra nauðsynlegustu fram-
kvæmdirnar í nýbýlamálunum
er að tryggja nýbýlunum nægj-
anlegt ræktað land áður en bú-
skapurinn er hafinn.
Þessar framkvæmdir er hægt
að láta gera, án þess að það kosti
nokkurn innflutning til lands-
ins.
Það má búast við því, að at-
vinnuleysi verði með meira móti
í bæjunum á næstunni. Styrj-
aldarástandið hlýtur að minnka
atvinnu við byggingar og ýms-
an hliðstæðan atvinnurekstur.
Því fólki, sem þarf að sjá
fyrir annari atvinnu, er vafa-
laust ekki hægt að benda á ann-
að gagnlegra og þýðingarmeira
verkefni en undirbúning nýbýla
í sveitum.
Það virðist þannig allt mæla
með því, að á næstunni verði
enn meira unnið að nýbýla-
framkvæmdum í sveitum en
nokkuru sinni fyrr. Styrjaldar-
ástandið beinlínis hvetur til
þess, að meira fé sé varið til
þeirra mála en áður.
Landbúnaðarráðherra hefir
nýlega skipað nefnd til að ann-
ast athugun og fyrirkomulag
þessara mála. Munu hann og
fleiri ráðamenn hafa fullan hug
á, að það verði upphaf nýrra og
aukinna framkvæmda á þessu
sviði, og verður að telja ólíklegt
að þær fyrirætlanir sæti nokkr-
um ágreiningi.
XIV.
Skömmu áður en Einar Bene-
diktsson fór úr Rangárvallasýslu
í hina löngu ferð til útlanda,
orti hann kvæðið „Til fánans“,
sem er prentað síðast í ljóða-
bókinni Hafblik, og kom út
haustið 1906. Þetta kvæði er
skáldleg lýsing á íslenzka fán-
anum og verkefni hans í þjóð-
lífinu. Þetta ljóð er að vissu leyti
þjóðsöngur. Engin vestræn þjóð
á jafn glæsilegan fánasöng, og
hafa þó mörg skáld í helztu
menningalöndum heimsins reynt
að yrkja ódauðleg ljóð um sigur-
merki þjóða sinna.
En að þessu kvæði var langur
aðdragandi. Einar Benediktsson
hefir ekki einungis ort ódauð-
legt fánaljóð. Hann hafði auk
þess tekið á móti fána handa
íslendingum úr himinhæðum
hinnar hæstu andagiftar. Og
hann gerði allt, sem honum var
unnt með starfi langrar æfi til
að sannfæra íanda sina um, að
þeir ættu að þiggja þessa him-
inbornu gjöf.
íslendingar höfðu ekki átt
neitt sameiginlegt þjóðernis-
tákn á frelsisöld sinni til forna.
Þeir höfðu þess heldur ekki þörf
undir forustu hinna erlendu
konunga, norskra eða danskra.
En fyrir rúmum þrem öldum
varð stjórn Dana svo athafna-
söm, að hún lokaði íslendinga
fullkomlega inni í Danaveldi.
verða frjáls í sínu eigin landi.
Hún óskaði einskis fremur held-
ur en að nota hið endurheimta
frelsi til að fegra heimkynni
sitt, til að bæta þar lífsskilyrð-
in og auka menninguna. Stofn-
un f r j álslynds umbótaf lokks
var eðlilegt svar við þeirri ósk.
Nafn flokksins var valið þann-
ig, að það væri táknrænt um
starf hans og stefnu. Stofnend-
um Framsóknarflokksins var
ljóst, að stjórnmálabaráttan var
að færast á nýjan vettvang.
Innanlandsmálin hlutu að skipa
fyrirrúmið. Flokkurinn varð
líka samtök þeirra manna, sem
vildu að þjóðin sækti ótrautt
fram um bætta atvinnuhætti,
aukna samvinnustarfsemi og
þróttmeira menningarlíf í land-
inu.
— — Nú hefir Framsóknar-
flokkurinn starfað hér um meir
en 20 ára skeið. Hann hefir
lengst af verið í valdaaðstöðu
og jafnan átt mikinn þátt í að
móta löggjöf landsins. — Meg-
infylgi flokksins hefir verið í
dreifbýlinu. Enda hafa land-
búnaðarmálin ávallt verið efst á
stefnuskrá hans. Starfsemi
flokksins hefir þó ekki verið
takmörkuð við eina stétt. Hann
var stofnaður sem frjálslyndur
umbótaflokkur, samvinnuflokk-
ur og miðflokkur. Þessi hafa líka
verið aðaleinkennin á starfi
hans.
Hann hefir allt af haft sam-
vinnumálin ofarlega á stefnu-
skrá sinni og beitt sér þar fyr-
ir mörgum nýmælum. Þegar
samkeppnismenn hafa gert sókn
að samvinnufélögum lands-
manna, hefir flokkurinn slegið
skjaldborg um þau og veitt þeim
möguleika til eðlilegrar þróun-
ar. Hann hefir einnig myndað
einskonar jafnvægi í stjórn-
málalífinu milli nábúaflokk-
anna til hægri og vinstri. Þörf-
in á slíkum flokki hefir verið
sérstaklega mikil vegna þeirra
stórkostlegu breytinga, sem
orðið hafa í íslenzku atvinnu-
lífi síðustu ár — sambandið
milli verkafólks og vinnuveit-
enda hefir gerbreytzt. Áður
voru þessir tveir aðilar jafnan
eins og hluthafar í sama fyrir-
tæki. Nú skiptast þeir oft í
tvær andstæðar sveitir. Það er
hlutverk Framsóknarflokksins,
að bera þarna friðarorð á milli.
Öfgar stéttabaráttunnar eru
geigvænlegar hverju þjóðfélagi.
Þar getur aðeins sterkur mið-
flokkur forðað hættulegum á-
rekstrum.
Framsóknarflokkurinn hefir
eignazt marga ákveðna and-
stæðinga, svo sem jafnan vill
verða um athafnasaman flokk.
Hún lagði undir sig mikið af
jarðeignum landsins, einokaði
alla verzlun á íslandi til hags-
muna dönskum kaupmönnum,
batt skólalærdóm íslendinga er-
lendis við Danmörku og bjó til
handa þessu afskekkta skatt-
landi fyrsta sýnilega þjóðernis-
táknið, sem það eignaðist.
Danska stjórnin gerði flattan
þorsk að merki íslendinga.
Það er engin ástæða til að
halda, að Danir hafi beinlínis
ætlað að særa eða óvirða þjóð-
erni íslendinga með flatta
þorskinum. Þeir hafa litið á þá
staðreynd, að þurkaður fiskur
var arðvæn útflutningsvara frá
íslandi, og gróðalind fyrir
danska kaupmenn, sem leigðu
verzlunina. En þessi hugkvæmd
dönsku yfirvaldanna var samt
táknræn um þann lítilsvirðing-
ar- og ógæfubrag, sem var á
framkvæmdum Dana á íslandi.
Þjóðin var svo beygð og kúguð
undir hið erlenda vald, að hún
gerði enga tilraun til að hrista
af sér þetta niðurlægingarmerki,
sem var eins og allsherjarinn-
sigli á allri samanlagðri kúgun
Dana á íslandi í hálfa þriðju
öld. En þegar þjóðin hafði
fengið sína fyrstu byrjun að
heimastjórn 1874 fóru listrænir
gáfumenn að ýfast við þorsk-
merkinu. í stað þess völdu þeir
íslandi sem merki hvítan fálka
á bláum feldi. Sú hugsun kom
En jafnvel þeim mun veitast
erfitt að neita því, að hann hafi
haft forgönguna um flestar
þær framkvæmdir, sem ein-
kénna þetta mesta breytinga-
tímabil í sögu þjóðarinnar.
II.
Hér hafa verið dregin fram
örfá atriði um stofnun Fram-
sóknarflokksins og starfsemi
hans til þessa. Ungir Framsókn-
armenn geta verið ánægðir,
þegar þeir líta yfir sögu flokks-
ins, sem þeir hafa kosið að
fylgja. Framtíðin hlýtur þó að
skipta meira máli fyrir þá. Þeir
hljóta að hugsa mest um verk-
efnin, sem framundan eru, og
hlutverk flokksins og stefnu í
sambandi við þau. —
Það var mikil þörf fyrir starf-
semi frjálslynds umbótaflokks,
þegar Framsóknarflokkurinn
hóf hér göngu sína. Þjóðin
sannaði það með því að veita
honum mikið fylgi. — Lýðræðis-
og samvinnuhugsjónin er kjarn-
inn í stefnu flokksins. Slíkur
flokkur hefir alltaf stórt hlut-
verk að vinna. Heilbrigt þjóð-
félag vill afla sem mestra gæða
handa sem flestum þegnum
sínum. Þar eru allt af næg
verkefni fyrir frjálslyndan lýð-
ræðisflokk, sem treystir á mikið
starf og góð málefni, en ekki á
vald hnefaréttarins eins og
einræðisflokkarnir gera. Þess-
konar flokkur getur aldrei unn-
ið fullnaðarsigur sér til handa.
Tilvera hans byggist á lát-
lausri sókn fram á veginn. Hann
verður alltaf að halda áfram að
vinna sigra. Þegar einum á-
fanganum er náð, má eygja
þann næsta í framsýn. Lífið
færir alltaf ný og ný mál, sem
þörf er að vinna fyrir og bera
fram til sigurs.
Framsóknaræskan í landinu
fagnar því að tilheyra slíkum
verkefnum og hefir bundizt
skipulegum samtökum til að
vera færari um að leysa þau og
fá sem flesta til að vera með.
Þessi samtök ná nú um land
allt. Fulltrúar þeirra héldu fund
á Akureyri á síðastliðnu vori
til að ræða áhugamál sín og
gera ályktanir um þau.
Á fundinum ríkti hið eðlilega
fjör og starfsgleði ungra manna.
En þar voru líka rædd mörg al-
varleg mál. Margs konar tillög-
ur voru bornar fram, bæði um
dægurmál og mikilvæg fram-
tíðarverkefni.
Um sumar þeirra voru snarp-
ar umræður og skoðanir stund-
um skiptar um ýmis aukaatriði.
Um sjálfa stefnuna og öll hin
stærri mál, ríkti fullkomin ein-
ing. Kjarni þessara skoðana
kemur fram í ávarpi til íslenzkr-
ar æsku, sem fundurinn af-
greiddi samhljóða og birti síð-
an í blöðum flokks síns. Þetta
ávarp er í fullu samræmi við
stefnu Framsóknarflokksins, en
fram þegar í byrjun í hugum
hinna þjóðlegu baráttumanna,
að þjóðarlitir íslendinga væru
tveir og ekki nema tveir. Það
væri hvíti og blái liturinn.
Stjórn Dana leizt ekki vel á
þessa nýbreytni, og synjaði öll-
um kröfum íslendinga um að
fálkinn mætti vera merki þeirra
í staðinn fyrir flatta þorskinn.
Þegar lokið var byggingu al-
þingishússins árið 1881, mælti
danska stjórnin svo fyrir, að
þorskur úr fægðum málmi skyldi
blika yfir aðaldyrum hússins.
Hannes Hafstein var þá um tví-
tugt, og orti biturt kvæði um
þessa niðurlægingu þjóðarinn-
ar.
XV.
Nú liðu nálega tuttugu ár.
Estrupsstjórnin sá ekki ástæðu
tii að gera að vilja íslendinga
um merki þeirra fremur en um
frelsi og sæmd landsins í öðrum
efnum. En nokkru eftir að Ein-
ar Benediktsson var orðinn rit-
stjóri Dagskrár birti hann í
blaði sínu einhverja þá full-
komnustu og afleiðingaríkustu
grein, sem rituð hefir verið í
íslenzk blöð. í mjög stuttu máli
gerir ritstjórinn grein fyrir eðli
málsins og sögu þess. Síðan bæt-
ir hann við í nokkrum orðum
framtíðarlausn þessa þýðingar-
mikla manndóms- og þjóðern-
ismáls. EinarBenediktsson segir,
að þjóðin þurfi að eiga bæði
merki og fána. Barátta undan-
genginna ára stefni að nokkru
leyti inn á villigötur. Að vísu
sé þorskurinn brotalaust niður-
lægingarmerki, valið af stjórn-
endum annars lands. Fálkinn
sýnir jafnframt hin sérstöku á-
hugamál ungra Framsóknar-
manna og skoðanir þeirra á
nokkrum stórmálum, sem þjóð-
in þarf að leysa í náinni fram-
tíð. Nokkur aðalatriði þess verða
í stuttu máli athuguð hér á
eftir.
III.
Sjálfstæðisbarátta íslendinga
hefir varað heila öld. Þar hafa
ekki verið unnir skjótir sigrar,
heldur sótt að markinu í mörg-
um áföngum. Það hlýtur að
verða stærsta verkefni næstu
ára, að ná síðasta áfanganum í
þessari baráttu.
Lögin frá 1. desember 1918
veittu nauðsynlega hvíld í
langri og þreytandi deilu. En
þau veittu enga framtíðarlausn
í sambandsmálum íslands og
Danmerkur. Ef einhver íslend-
ingur lítur svo á, er skoðun hans
í algjöru ósamræmi við sögu
þjóðarinnar og alla sjálfstæðis-
baráttu hennar beztu manna.
Fyrstu landnemarnir komu
hingað til að skapá hér heim-
kynni frelsis og mannréttinda.
Þeim tókst það þannig, að ætíð
mun verðá rómað meðan hugs-
anafrelsi og athafna á sér nokk-
urs staðar friðland. Af sérstöku
giftuleysi varð þjóðin síðar að
lúta erlendri stjórn um margra
alda skeið. Þá varð vegur henn-
ar að sínu leyti eins lítill og
hann var mikill meðan hún réði
málum sínum sjálf. Með endur-
heimt frelsisins hefir frami
hennar vaxið enn á ný. Öll
okkar sögulega reynsla sannar,
að enginn er færari til að
stjórna málefnum íslendinga
heldur en þeir sjálfir. —
Jafnréttisákvæði sambands-
laganna eru algerlega óviðun-
andi fyrir okkur íslendinga. í
framtíðinni gætu þau beinlínis
reynzt okkur hættuleg. Lögin
gera líka ráð fyrir, að Danir fari
með utanríkismál okkar. í
reyndinni höfum við þó að veru-
legu leyti orðið að gera það
sjálfir. Utanríkismál íslands
eru fyrst og fremst viðskipta-
leg. Fulltrúa annarrar þjóðar
skortir alla möguleika til að
rækja slík erindi, svo að vel
sé. Við höfum orðið að kosta
okkar eigin sendimenn til að
annast þau mál og munum
einnig verða að gera það í fram-
tiðinni. Þar sem þörf er, geta
þeir einnig komið fram sem op-
inberir fulltrúar þjóðar sinnar.
Við íslendingar teljum okkur
sjálfstæða þjóð og eigum að
sýna það í verki. Þess vegna
hljótum við að hafa þann metn-
að að fara sjálfir með utanrík-
ismál okkar, auk þess sem það
er fjárhagsleg nauðsyn vegna
viðskiptanna við aðrar þjóðir.
Þeir, sem höfðu forgöngu um
afgreiðslu sambandslaganna
fyrir okkar hönd, munu án efa
hafa ætlazt til, að við næmum
(Framh. á 4. siðu.)
geti komið I stað þorsksins sem
merki, en ekki sem fáni. íslend-
ingar þurfi að eiga sinn eiginn
þjóðfána, en engin menningar-
þjóð hafi dýrsmynd í fána sín-
um. Hann segir, að hvíti og blái
litirnir séu þjóðarlitir íslend-
inga. Fáni landsins eigi að vera
hvítur kross í bláum feldi. Fálk-
inn gæti vel verið merki þjóðar-
innar, þegar þeirri breyting
verði komið framhjá valdhöfun-
um við Eyrarsund. Einar Bene-
diktsson hafði þannig hafið
fánabaráttu þjóðarinnar, og
skapað fána, sem sýndi í einu
frændsemi íslendinga við nor-
rænar þjóðir en var um leið í
djúpu, listrænu samræmi við
náttúru íslands. Þjóðin átti að
beita sér fyrir. tveim fögrum
þjóðernistáknum, fálkanum sem
merki og hvítbláum krossi sem
fána frjálsrar menningarþjóðar.
Þessari merkilegu uppgötvun
skáldsins var ekki veitt mikil
eftirtekt fyrstu missirin. Fáir
sinntu bláhvíta fánanum nema
kvenskörungurinn Þorbjörg
Sveinsdóttir. Hún gerði fyrsta
ísl. fánann eftir fyrirsögn bróð-
ursonar síns og lét hann blakta
á samkomum kvenna í höfuð-
staðnum. Við skilnað Noregs og
Svíþjóðar 1905 vaknaði æska ís-
lands til meðvitundar um rétt
og skyldur íslendinga. Algerður
skilnaður Danmerkur og íslands
varð almennt nmræðuefni. Æsk-
an fann, að hana vantaði þjóð-
legt sameiningartákn, en það
var þjóðfáni. Stúdentafélagið og
ungmennafélögin tóku upp fána
þann, sem Einar Benediktsson
hafði fært þjóðinni. Hann varð
Svarbréí
Herra bæjarfulltrúi
Jónas Jónsson!
Mér þykir tilhlýðilegt að svara
bréfi því, er þér hafið sent mér
í Tímanum þann 30. jan., með
nokkrum línum.
Þér sakið mig um, að ég hafi af
ástæðulausu tekið tillögu yðar,
um heimild fyrir hafnarstjórn
til að verja fé hafnarsjóðs árið
1940 eins og með þarf, til að
koma upp fullnægjandi girðingu
er útiloki umferð að þeim svæð-
um hafnarinnar, þar sem út-
lend skip hafast við“, lagt hana
fyrir hafnarstjórnarfund og fellt
hana þar, og að ég hafi með
þessari málsmeðferð ætlað að
koma í veg fyrir, að tillagan
næði fram að ganga í bæjar-
stjórn.
Hér er um algjöran misskiln-
ing að ræða. Tillaga yðar var
mér send frá borgarstjóraskrif-
stofunni, sem þreytingartillaga
við fjárhagsáætlun hafnarinnar
fyrir árið 1940, ásamt öðrum
breytingartillögum, daginn áð-
ur en sá hafnarstj órnarfundur
var haldinn, sem afgreiddi fjár-
hagsáætlun hafnarinnar til
•bæjarstjórnar. Á þessum fundi
hafnarstjómar, sem haldinn var
16. jan., var tillaga yðar rædd
og borin undir atkvæði á sama
hátt og aðrar breytingartillögur
við fjárhagsáætlunina,og er þessi
málsmeðferð lögum samkvæmt
og nákvæmlega sú sama og tíðk-
azt hefir þau 22 ár, sem ég hefi
mætt á hafnarstjórnárfundum.
Við atkvæðagreiðsluna um til-
lögu yðar greiddu fjórir hafnar-
stjórnarmenn atkvæði gegn
henni, en einn sat hjá. Auk
hafnarstjórnarmeðlimanna sat
borgarstjóri og ég fundinn, en
hvorugur okkar greiddi atkvæði
um tillöguna af þeirri einföldu
ástæðu, að við höfum ekki at-
kvæðisrétt á fundum hafnar-
stjórnar.
Læknir sá, er þér minnist á
í bréfi yðar, Maggi Júl. Magnús,
átti sæti í hafnarstjórn frá því
í ágúst 1932 til janúarloka 1933
og sat alls 9 hafnarstjórnar-
fundi. Á engum þessara funda
hreyfði hann nokkru sinni lok-
un hafnarinnar, hvað þá heldur
að hann berðist fyrir því mál-
efni af alefli. Yfirleitt var lokun
hafnarinnar aldrei til umræðu
í hafnarstjórn þann tíma, sem
læknirinn átti þar sæti, og er ég
því saklaus af því að hafa beitt
mér gegn honum í þessu máli.
Annað mál er það, að ég hefi
ávallt verið andvígur lokun
hafnarinnar með girðingu á
mörkum ' bæj arins og hafnar-
lóðanna, ekki af því að ég vilji
hindra skynsamlegar og eðli-
legar umbætur á því ástandi við
höfnina, sem þér lýsið í bréfi
(Framh. á 3. síðu)
sameiningarmerki þeirra, sem
vildu leysa ísland undan valdi
Dana og um leið gera danska
fánann útlægan úr landinu.
Hvítbláinn blakti á annarri
hverri fánastöng í landinu, en
Dannebrog á hinni. Heitar deil-
ur urðu um málið hvarvetna í
landinu. Frelsiskærir æskumenn
fylktu sér um íslenzka fánann,
en Danir, búsettir á íslandi, og
íslendingar, sem ekki vildu
styggja dönsku stjórnina, héldu
með þjóðernistákni Dana. Mjög
merkur íslendingur í þeim hópi
tók svo til orða, að hann gæti
ekki hugsað sér að lifa á íslandi,
ef ríkisfáni Dana hætti að
blakta yfir landinu. Mikill hluti
hinna eldri áhrifamanna í
landinu töldu baráttuna fyrir
bláhvíta fánanum ganga næst
uppreist og brigðum á trúnaði
við konung og ættjörðina.
XVI.
í þessum svifum kom bóndinn
á Hofi og sýslumaðurinn í Rang-
árvallasýslu með fánakvæði sitt
austan úr sveit til höfuðstaðar-
ins. Það kom eins og ógleyman-
leg herhvöt til æskunnar, sem
barðist fyrir bláhvíta fánanum.
Ljóðlínur þess voru ritaðar með
eldskrift í hugi þeirra fslend-
inga, sem voru gæddir sterkri
þjóðerniskennd og fáguðum
bókmenntasmekk. Byrjun kvæð-
isins kom eins og máttugur
stormbylur, yfir þjóð, sem hafði
verið bæld og þrælkuð undir
mynd af flöttum þorski í þrjú
hundruð ár:
Ris þú, unga íslands merki,
upp með þúsund radda brag.
JÚIVAS JÓIVSSONi
Eínar Benedíklsson