Tíminn - 08.02.1940, Blaðsíða 4
60
TÍMIM, fimmíndagitm 8. fehráar 1940
15. blað
Islendingar!
ISkrifstofa
Bókaútgáfu Menmnffarsj^ðs^
Opin daglega kl. 10—7.
Einar Benedíktsson
(Framh. af 3. siOu)
skipaði konungur Danmerkur
svo fyrir, að rauð rönd skyldi
vera innst inni í hinum löggilta
fána íslendinga, og hefir þjóðin
síðan búið við þá ákvörðun.
Engum þótti vænt um þennan
konungsfána, sem Danir sendu
hingað. Baráttumenn fánamáls-
ins þóttust stórlega sviknir af
Alþingi og konungi, og nefndu
hinn nýja fána Glundroða. Þeir
fundu, að þessi fánagerð var
ógreinileg og samsett. Rauði lit-
urinn var of narkalega áberandi
í hinu tæra skyggni og mildu
litum íslenzkra fjarvídda. í aug-
um listrænna manna með
þroskaðan smekk var rauði lit-
urinn í hinum nýja fána eins og
falskur tónn í lagi í eyrum söng-
hneigðra manna. Fyrir andstæð-
inga fánamálsins var konungs-
boðskapurinn um fána með
sambandslit Dana engin gleði,
nema að því leyti, sem þeir töldu
sig hafa unnið sigur yfir þeim
hluta þjóðarinnar, sem hafði
barizt fyrir þjóðlegum, íslenzk-
um fána.
Hinn nýi fáni með þrem lit-
um var nú lögboðinn, og innan
skamms notaður sem þjóðar-
tákn. En honum fylgdi ekkert
ijóð. Fánakvæðið mikla átti
eingöngu við Hvítbláinn, og var
skapað í baráttuhita þjóðlegrar
vakningar. Ekkert skáld, stórt
eða lítið, hefir reynt að skapa
ljóðvængi fyrir það tákn, sem
Danakonungur gaf íslenzku
þjóðinni þegar hún sætti sig
ekki lengur við flatta þorskinn
frá einokunaröldinni.
Meðan stóð á þessum svifting-
um um fánamálið var Einar
Benediktsson búsettur erlendis.
Honum var mikil skapraun að
þessum málalokum, og ekki sízt
eftir að einn af helztu stuðn-
ingsmönnum konungsfánans
hafði heimsótt hann í London
og lýst yfir, að þessa breytingu
hefði orðið að gera til að þókn-
ast valdamönnum Dana. Einar
Benediktsson bað konu sína, ef
hún lifði lengur en hann, að
sjá svo um að Hvítbláinn yrði
lagður yfir likkistu hans. Þetta
varð. Sonur þeirra hjóna lét gera
mikinn silkifána, með þeirri
gerð, sem Einar Benediktsson
hafði fyrstur mælt fyrir um, og
breiddi yfir kistu skáldsins í
dómkirkjunni. Ungir stúdentar,
með heiðblá bönd yfir hvít
brjóst, stóðu heiðursvörð við
kistuna. Þegar líkfylgdin gekk
úr kirkjunni, lét biskup landsins
lúðrasveit leika hinn mikla
fánasöng:
Rís þú, unga íslands merki,
upp, með þúsund radda brag.
Forganga Einars Benedikts-
sonar i fánamálinu var glæsilegt
afrek. Danska þjóðin þykist vita,
Eri pú ekki með?
(Framh. af 2. síðu)
þau úr gildi við fyrsta tækifæri.
En okkur er gert sérstaklega
erfitt fyrir að leysa þessi síðustu
óeðlilegu tengsl við sambands-
þjóðina. Þrír fjórðu hlutar
kjósenda verða að greiða at-
kvæði um málið og sama hlut-
fall greiddra atkvæða að falla
með sambandsslitum, til þess
að lögleg afgreiðsla fáist. Þess
vegna er sérstök nauðsyn að
undirbúa vel lausn þessa máls,
svo að tryggt sé, að þar geti
engin mistök orðið.
Ungir Framsóknarmenn lýstu
yfir því á stofnþingi sinu, að
sjálfstæðismálið ætti að vera
hafið yfir allar flokkadeilur. í
ávarpi sínu leggja þeir megin-
áherzlu á þetta mál. Þeir benda
greinilega á markið, sem ber
að keppa að: ísland á ekki í
framtíðinni að hafa nánara
stjórnarfarslegt samband við
Danmörku heldur en önnur ríki.
Þar með er lagður fullkominn
grundvöllur að vinsamlegri
samvinnu þessara tveggja
frændþjóða. Það er hlutverk
allra íslendinga að stuðla að
því, að þessu marki verði náð.
Sérstaklega má þó segja, að það
sé skylda yngri kynslóðarinnar.
— Hvernig gæti hún verið hlut-
laus um lausn þessa mikla
framtíðarmáls? Þá væri henni
sama um framtíð síns eigin
lands. Nei. Hún hlýtur að hefja
herferð gegn því áhugaleysi,
sem svo víða hefir ríkt í sam-
bandsmálinu. Hún getur áreið-
anlega átt sinn mikla þátt í
farsælli lausn þess.
í sjálfstæðismálinu verða öll
flokksleg tillit að þoka til hlið-
ar. Unga fólkið á að mynda
fjölmennt áhugalið, sem berst
með djörfung æskunnar fyrir
eðlilegri lausn í þessari stjórn-
arfarslegu baráttu þjóðarinnar.
IV.
íslenzku þjóðmni nægir ekki
Aðrar fréttlr.
(Framh. af 1. síðu.)
fengið talsvert af erlendum
flugvélum.
Balkanríkjaráffstefnunni er
lokið og er talið að hún hafi
orðið til að treysta samvinnu
þessara ríkja, þótt ekki hafi
verið teknar neinar meiriháttar
ákvarðanir. Opinberlega var til-
kynnt að henni lokinni, að þessi
lönd væru ákveðin í því, að vera
hlutlaus. Athygli hefir það vak-
ið, að tyrkneski utanríkisráð-
herrann hefir rætt við forsætis-
ráðherra Búlgaríu og er talið, að
han sé að reyna að sætta Búlgari
og Rúmena.
Fjórtán skipum var sökkt við
Englandsstrendur i seinustu
viku og voru 8 þeirra ensk.
Clt BÆIVUIM
Um daginn og veginn.
B.lami vildi í Borgarfjörð
berast yfir haf og jörð.
Bjarni skyldi bændahjörð
boðskap flytja og messugjörð.
Bjami ekki um blálofts hvel
barst í okkar sjóflugvél.
Bæði næstum biðu hel.
Bjarni slapp, og það fór vel.
Bjarni fimur bárur smaug.
Bjarni hlaut þar kalda laug.
Bjarna fannst það biturt spaug.
Bjami synti, en ekki flaug.
Z.
Kvikmyndahúsin.
Nýja Bíó sýnir nú enska kvikmynd,
Pygmalion, sem gerð er eftir sam-
nefndu leikriti eftir Bernhard Shaw.
Myndin er ein með þeim beztu, er
sýndar hafa verið hér um langt skeið,
bæði hvað efni og leik snertir.
Flugmódelfélag íslands
mun hina næstu daga opna um-
fangs-mikla sýningu í þjóðleikhúsinu á
margháttuðum fluglíkönum, alls um
100 talsins. Líkön þessi eru af 50 mis-
munandi tegundum, mörg þeirra hin
mesta dvergasmíði. Sýning þessi hefir
verið undirbúin um þriggja mánaða
skeið af 16 drengjum, 8—20 ára göml-
um. Er hinn elzti þeirra, Helgi Pil-
ippusson að nafni, kennari þeirra í
líkanasmíðinu og hefir dvalið við slíkt
nám í Þýzkalandi. Sýning þessi er hin
merkilegasta sinnar tegundar, er efnt
hefir verið til hér á landi. Hér er ekki
rúm til að greina frá einstökum grip-
um, sem þar er að sjá, enda sjón sögu
ríkari þeim, sem þess eiga kost að sjá
smíðisgripina.
Reykjavík framtíffarinnar.
í greininni Beykjavík framtíðarinnar
í afmælisblaði F. U. P. i Reykjavík
hefir misprentazt Viðey og Viðeyjar-
grynni fyrir Engey og Engeyjargrynni.
að hinn fagri krossfáni hennar
sé gjöf guðanna og hafi fallið af
himnum ofan til að vera þjóð-
armerki fólkinu við Eyrarsund.
Einar Benediktsson gaf íslend-
ingum meiri gjöf, þann ódauð-
lega fána, sem bindur í sér
dýpstu fegurð og litauðgi ís-
lenzkrar náttúru og það ódauð-
Iega Ijóð, sem getur um ókomn-
ar aldir verið brenna,ndi vakn-
ing islendingum, hvert sem þeir
fara um höf eða lönd.
Einar Benediktsson mun vera
fyrsti íslendingurinn, sem hefir
látið hjúpa hinztu leifar sínar
með þeim eina fána, sem þjóðin
hefir unnað. Sá fáni hefir með
þeirri athöfn, verið vakinn til
lífs að nýju. Og þegar þjóðin
endurheimtir frelsi sitt mun
svo fara, að íslendingum þyki
þeir hafa minni skyldur við
þann fána, sem Danakonungur
seldi í hönd þeim með framandi
sambandsmerki, heldur en þann
fána, sem vígöur er með þessum
línum:
Skal vor ást til íslands glæða
afl vort undir krossins rún,
djúp sem blámi himinhæða,
hrein sem jökultindsjns brún.
Frh. J. J.
130 Margaret Pedle :
úr því að við höfum hitzt aftur — —“
Hann þagnaði og leit á hana furðulegu
og óskýranlegu augnatilliti, sem kom
henni á óvart, svo að hún fékk ákafan
hjartslátt.
„Þá hvað....?“ spurði hún lágt.
„Úr þvl að við höfum hitzt aftur, —
þá verður það ekki aftur tekið.“
Að svo mæltu snerist hann á hæli og
gekk út, og eftir fáeinar mínútur heyrði
hún að bifreiðin fjarlægðist.
IX. KAFLI.
Trúnaffur.
Legubekkurinn, sem Elizabet lá á,
hafði verið dreginn út að glugganum.
Nú lá hún og horfði út á sólglitrandi
sjóinn. Loftið var tært og hreint, enda
komið fram í september. Fegurra útsýni
en hún naut var vaxt hægt að hugsa sér.
En allt getur orðið þreytandi, jafnvel
fagurt útsýni, ef maður hefir verið lengi
tjóðraður við legubekkinn og ekkert get-
að aðhafst annað en virða útsýnið fyrir
sér. Elizabet hafði verið bannað að stíga
í snúna fótinn og hún var farin að verða
dálítið óþreyjufull. Um þetta hafði Sara
sagt: „Ungfrú Frayne er ekki þannig
gerð, að maður geti lagt hana orða-
laust til hliðar. Hún er ung og heilbrigð,
en slíkt væri engin heilbrigði."
Elizabet hlaút samt að játa það með
Laun þess liðna 131
sjálfri sér, að það hafði líka sína kosti
að vera „lögð til hliðar.“ Allir höfðu
verið henni framúrskarandi góðir og
eftirlátir. Sutherland hafði komið á
hverjum einasta degi og gert sér það til
erindis að líta á snúna öklann, en Eliza-
bet fannst hálft um hálft að hann væri
fremur að heimsækja Jane en sig. Venju-
lega kom hann með blóm eða sælgæti,
og aldrei var hann svo önnum kafinn
að hann gæfi sér ekki tíma til þess að
stanza og rabba við sjúklinginn, a. m. k.
dálitla stund.
Óþreyja Elizabetar átti sér meðfram
aðrar rætur en hinn stundlega sjúk-
leika. Nú voru liðnir nokkrir dagar síðan
hún meiddi sig, en Blair Maitland hafði
hvorki komið að vitja um hana, né
spurzt fyrir um líðan hennar. Hún undr-
aðist þetta og henni sárnaði það. Það
virtist auðséð að honum hefði ekki einu
sinni dottið hún í hug, eftir að hann
hafði komið henni heim. Elizabet var
orðin það þroskuð kona, að hún var bæði
sár og móðguð yfir þessu.
Hún hafði ósjálfrátt vonast eftir komu
Maitlands, en einn dagurinn tók við af
öðrum án þess að hann léti sjá sig. Með
þessu var hið kvenlega stolt hennar
sært. Hún hafði, með töluverðri biturð,
upp fyrir sér orðin, sem hún hafði sagt:
„Ég er innilega glöð yfir því að við höf-
LeiUfélag tleiihjavíhur
„Fjalla-Eyvíndur*
Sýning I kvöld kl. 8.
Affgöngumiffar seldir eftir kl.
1 í dag.
að endurheimta frelsi sitt. Hún
þarf að vernda það og fá það
fyllilega viðurkennt meðal ann-
arra sjálfstæðra ríkja.Hún verð-
ur að geta sýnt það og sannað,
að hún eigi kröfu til að vera
sjálfstæð ríkisheild.
Við erum ekki fjölmennari en
íbúarnir í einu hverfi stórborg-
anna. Við getum þess vegna ekki
treyst á fjöldann. Við verðum
fyrst og fremst að treysta á, að
hvert rúm í þjóðfélaginu sé vel
skipað. — Þjóðin á sér merki-
lega sögu og hefir unnið sérstæð
menningarafrek. Það hefir verið
henni ómetanlegur styrkur í
sjálfstæðisbaráttunni. Á sama
hátt getur hún framvegis bezt
tryggt sjálfstæði sitt með því að
skapa hér heilbrigt og þróttmik-
ið menningarlíf. — Þar eigum
við að vernda hinn þjóðlega
grundvöll, en reyna jafnframt
að tileinka okkur sem flesta
kosti nútímamenningarinnar.
Ungir Framsóknarmenn vilj a
leggja sérstaka áherzlu á aukið
sjálfsnám og eflingu heimilis-
menningarinnar. Hún hefir ætíð
reynzt þjóðinni sérstaklega
heilladrjúg. Heimilislifið — sönn
og góð heimilismenning — á að
vera kjarninn í þjóðlífsmenn-
ingunni. — Blómlegir atvinnu-
vegir og fjölþætt athafnalíf eru
grundvöllur fjárhagslegs sjálf-
stæðis og batnandi menningar.
Þess vegna ber að auka fram-
leiðsluna og vinnan við hana á
að vera mest metin af öllum
störfum þjóðfélagsins. Til þess
þurfa allir að kynnast fram-
leiðslustörfunum af eigin raun.
— Einn af stærstu kostum al-
mennrar þegnskylduvinnu er sá,
að allir verða að taka þátt í
henni án tillits til stéttaskipt-
ingar eða efnahags. Sonur ráð-
herrans og verkamannsins vinna
þar hlið við hlið. Þannig myndi
þegnskylduvinnan skapa nýtt og
betra viðhorf til erfiðisstarf-
anna og störf bóndans, sjó-
mannsins og verkamannsins
verða metin svo sem þeir eiga
rétt til. —
Fátt er þjóðinni hættulegra
en að einstaklingar hennar fái
ekki að vinna eða skorti vilja til
þess. Það er skylda þjóðfélags-
ins að sjá um, að allir geti skap-
að sér starfsmöguleika. En jafn-
framt hlýtur það að gera þá
kröfu, að allir vinnufærir menn
vinni, en láti ekki að óþörfu
aðra sjá sér farborða. — Fram-
sóknarflokkurinn vill skapa sem
flestum aðstöðu til ábyrgrar
þátttöku í atvinnurekstrinum.
Hann berst á móti öfgum skipu-
lagslausrar samkeppni, en við-
urkennir þýðingu einstaklings-
framtaksins og vill láta það
‘njóta sín sem bezt í samvinnu
og samhjálp. — Ungir Fram-
sóknarmenn trúa á fjölhæfni
samvinnunnar. Úrlausnir henn-
ar eiga ekki aðeins að ná til
verzlunarviðskipta, heldur einn-
ig til atvinnureksturs og fleiri
þátta athafnalífsins. Þannig má
bezt veita einstaklingúnum
möguleika til fjárhagslegs sjálf-
stæðis og aukins persónuþroska
í margþættu samstarfi frjálsra
manna.
Þjóðin tapaði frelsi sínu á 13.
öld, af því að nokkrir synir
hennar gerðust sendimenn er-
lends valds hér heima. Nú á hún
aðeins eftir síðasta átakið til að
endurheimta það frelsi að fullu.
En á sagan að fá að endurtaka
sig? Nokkrir íslenzkir menn
hafa nú gerzt hér skósveinar er-
lendra öfgastefna og vilja að
meira eða minna leyti koma
þjóðinni undir erlent stórveldi.
íslenzka þjóðin verður að gera
sér ljóst, hver hætta getur staf-
að af starfsemi þessara manna,
sem eru raunverulega eins og
útlendingar í sínu eigin landi.
Sérstaklega þarf æskan að vera
hér vel á verði. Hún þarf að læra
■~*“**“GAMLA bÍÓ’*0"*”"*0"
Veiðimeim
í Norðurhöfum
(Spawn of the North).
Stórfengleg amerísk kvik-
mynd, er gerist meðal lax-
veiðimanna í hinu fagra
og hrikalega Alaska.
Aðalhlutverkin leika:
HENRI FONDA,
DOROTHY LAMOUR
og
GEORGE RAFT.
NÝJA BÍÓ
Pygmalíon
Hið dásamlega leikrit eftir
enska stórskáldið Bernard
Shaw, sem ensk stórmynd,
liefir tekizt svo vel, að hún
er talin merkisviðburður í
sögu kvikmyndalistarinn-
ar. —
Aðalhlutv. leika:
LESLIE HOWARD
og
, WENDY HILLER.
IHJ ólkurbrnsar
Smíðum allar stærðir af mjólkurbrúsum og fötum. Tinhúð-
um gamla mjólkurbrúsa o. fl. búsáhöld.
Breiðfjorðs
bllkksmlðja og tinlmðmi.
Laufásveg 4. Reykjavík. Sími 3492.
Nkorið
B. B. nefftobak
Smásöluverð á skorim B. II. neftólsakl má
ekkl vera hærra en bér segir:
9 21/** kg. Mlkkdósnan . . kr. 33.60 pr. kg.
í 1 - -- . . - 34.30 - -
I i/2 - -- . . - 34.70 - -
í 1/10- -- . - 39.20 - -
Dóslrnar eru innffaldar i verðlnu, en
verða keyptar aftnr samkv. auglýsingu á
dósunnm.
Uían Heykjavíkur og Hafnarfjarðar má
smásölnverð vera 3 % hærra vegna flutn-
ingskostnaðar.
Tóbakseinkasala ríkisíns.
að meta hið fengna frelsi, —
vita, að það er hennar líf.
Frelsið hefir alltaf reynzt ís-
lendingum nauðsynlegt skilyrði
til vaxtar og þroska. Stærsta ó-
gæfan, sem gæti hent nokkra
kynslóð í landinu, væri að glata
þessum dýrmæta fjársjóði vegna
samtakaleysis og óforsjálni.
Ungir Framsóknarmenn telja
það höfuðnauðsyn, að þjóðin sé
sameinuð á verðinum gegn þess-
um byltinga- og afturhaldsöfl-
um þjóðfélagsins. Þeir vilja efla
þingræðið og- stefna að sam-
starfi allrar lýðræðisæskunnar
um verndun þess. Þjóðin þarf
að gera hvort tveggja í senn, að
gæta vel þess, sem unnizt hefir
og halda áfram að skapa betii
lífsskilyrði og aukin réttindi
fyrir íbúa þessa lands.
V.
Það er misjafnt, hversu mikið
unga fólkið lætur þjóðfélagsmál
til sín taka. Það er nokkuð al-
geng skoðun, að nóg sé að hugsa
um þau mál, þegar fullorðins-
árin færast yfir. Sumir álíta
jafnvel, að þátttaka í þjóðfé-
lagsmálum hljóti að varpa
skugga á æskuárin.
Hlutleysi getur verið gott og
nauðsynlegt, en það getur einn-
ig verið óréttlátt og hættulegt.
Maðurinn er félagsvera. Með
breytingum síðari ára hefir
starfsemi einstaklinganna færzt
meir og meir í félagslegt horf.
Þjóðfélagið gerir til þeirra á-
kveðnar kröfur um samstarf og
fórnir í þágu heildarinnar.
Jafnframt hafa lýðræðisríkin
veitt þeim lhlutunarrétt um
löggjöf og stjórn. Þannig verður
hver einstaklingur ábyrgur um
hvort tveggja.
Sérhver ung kynslóð tekur
síðar við þessari ábyrgð. Þá er
gott fyrir hana að hafa öðlazt
nokkur kynni af félagsmálum
og æfingu við að leysa þau. Það
er ekki málefnunum sjálfum að
kenna, ef sú þátttaka hefir
slæm áhrif á æskuna. Hún get-
ur miklu fremur verið henni
æfing í samstarfi og drengi-
legri framkomu. Unga fólkið
segir stundum, þegar rætt er
um félagsleg vandamál: „Mér
er sama, hvernig þetta fer“. í
þessari setningu felst mikið á-
byrgðarleysi. Yngri kynslóð-
inni ber tvímælalaus skylda til,
að búa sig í æsku undir ábyrg
afskipti af félagsmálum, því að
öll slík mál hljóta að snerta
hennar eigin framtíð.
Ungi lesandi! Hér hefir verið
stiklað á nokkrum málum, sem
geta í náinni framtíð varðað
þig mjög miklu. Það hefir verið
bent á viðhorf ungra Framsókn-
armanna til þeirra — og einnig
gefið örstutt yfirlit um starf og
stefnu Framsóknarflokksins al-
mennt. —
Verkefnin eru mörg, sem úr-
lausnar bíða og fljótt og vel þarf
að leysa. Mörg þeirra eru þann-
ig, að yngri kynslóðin hlýtur
sérstaklega að láta þau til sín
taka. Ert þú ekki með, ungi les-
andi, við að leysa þessi verk-
efni? Þú getur ekki talið þau
vera þér óviðkomandi. Án efa
vilt þú gera þitt ítrasta til að
skapa sem mesta heill fyrir
þetta land. Þess vegna fagnar
þú starfinu, sem framundan er,
og skipar þér í sveit að eigin
vali. Þú veizt, að framtíð lands
þíns er framtíð þín. J. E. G.
Grein þessi var skrifuð fyrir
afmælisblað F. U. F. í Reykja-
vík en gat ekki birtzt þar af
sérstökum ástæðum.