Tíminn - 13.02.1940, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.02.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTQEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. 24. árg. Rcykjavík, þriðjudagmn 13. febr. 1940 17. blað „Fríðsamlegar kosníngar“ Er steina Gísla vélstjóra að sigra í Sjálf- stæðísílokknum? Norskir hermenn á verSi við landamœri Finnlands. Styrjöldin í Austurálfu Eins og áður hefir verið skýrt frá ákvað Sjálfstæðis- flokkurinn um áramótin að kalla saman landsfund um miðjan þennan mánuð og mun fundurinn að líkind- um hefjast í þessari viku. ÞaS þótti strax benda tU, að nokkur ólíkleg tíðindi gæti verið í vændum, þegar Sjálfstæðis- flokkurinn kvaddi þennan fund saman í þingbyrjun í stað þess að halda hann í vor eins og upp- haflega mun hafa verið ákveðið. Vakti það líka aukna athygli í þessu sambandi, að íhaldsblööin skrifuðu mjög ákaft um það, jafnhliða og þau tilkynntu fund- inum, að Framsóknarmenn hefðu ekki viljað fresta þinginu til hausts, sökum þess að þeir ætluðu að knýja fram kosningar í vor! Það virðist nú ljóst mál, að fundurinn er haldinn samkvæmt ákveðnum tilmælum hinnar svo- nefndu „órólegu deildar“ innan Sjálfstæðisflokksins. Eins og kunnugt er mætti stjórnarsam- vinnan upphaflega mjög harðri mótspyrnu ýmsra áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum og fékk aðeins eins atkvæðis meirahluta i þingflokknum. Þótt andstæð- ingar stjórnarsamvinnunnar biðu þannig lægra hluta, litu þeir aðeins á það sem stundar- ósigur og hafa stöðugt hugsað sér að rétta sinn hlut. Hafa þeir haft annað flokksblaðið „Visir“ alveg á valdi sínu, og „Morgun- blaðið“ öðru hvoru, þar sem þaö hefir ekki viljað óvingast við kaupmennina. Jafnframt hafa þeir stofnað sérstakt stjórn- málafélag, „Víkingur“, og var Gísli Jónsson vélstjóri aðal- hvatamaður þess. Virðist hann vera mestur áhrifamaður í hópi þeirra Sjálfstæöismanna, sem andvígir eru stjórnarsamvinn- unni. Stefna Gísla Jónssonar virðist sú, að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að bera fram kröfur í verzlunar- málunum, sem vitanlegt sé að hinir flokkamir muni ekki fall- ast á. Kröfur þessar eigi að kalla „kröfurnar um afnám rangfeng- inna sérréttinda kaupfélag- anna“, — en í raun og veru eru þær um afnám þeirra réttinda, sem neytendur hafa nú til að velja á milli kaupmanna og kaupfélaga. Þegar Framsóknar- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn eru búnir að hafna þessum kröf- SANDLEROGFRÚ Sandler lyrrv. utanríkismálaráðherra Svía liefir dvalið í Finnlandi um skeið, en kona hans hefir verið þar síðan styrjöldin hófst og stjórnað hjálpar- starfsemi meðal kvenna og bama, sem orðið hefir að flytja burtu úr styrjald- arhéruðunum. — Frú Sandler var kennslukona áður en hún giftist. Þau hjónin sjást hér á myndinni. um mun Gísli ætlast til þess að Sjálfstæðisflokkurinn gangi úr stjórninni og knýji fram kosn- ingar á þeim grundvelli að hann vilji láta þjóðarhagsmuni ganga fyrir stéttarhagsmunum! Mörgum mun finnast þessi fyrirætlun Gísla líkust skemmti- legri skopsögu, en hún hefir eigi að síður fest talsverðar rætur innan Sjálfstæðisflokksins og virðist njóta eindregins stuðn- ings kaupmannanna. Munu sumir þeirra lika gera sér vonir um, að hótanir um friðslit og kosningar hafi einhver áhrif á samstarfsflokka Sjálfstæðis- flokksins og geri þá tilleiðan- legri í samningum! Fylgi Gísla virðist það mikið, að flokksforystunni í Sjálfstæð- isflokknum standi verulegur studdur af því og hafi því fullan hug á að minnka það sem fyrst. Mun það líka sannast sagna, að forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins hafi lítið álit á Gísla Jóns- syni og telji hann óverðugan til að leika foringja á stjórnmála- sviðinu. Hefir kveðið svo ramt að þessu, að Mbl. hefir stimplað Gísla bjálfa og ósannindamann. Ef dæma má eftir ræðu, sem Thor Thors hélt í Varðarfélag- inu síðastl. föstudag og birt hefir verið í útdrætti í Mbl., virðast forráðamenn Sjálfstæðisflokks- ins ætla að grípa til sömu ráða og Alþýðuflokkurinn haustið 1936. Alþýðuflokku'rinn — undir forystu Héðins Valdimarssonar — ætlaði þá að útrýma komm- únistum í eitt skipti fyrir öll með því að taka upp svipaða stefnu og þeir. Nú virðist eiga að beita sömu aðferð við Gísla Jónsson. Ræða sú, sem Thor Thors flutti á Varðarfélagsfundinum, var að mestu leyti í anda Gísla Jónssonar. Kröfur kaupmann- anna voru settar á oddinn með miklu offorsi og friðslitin talin óhjákvæmileg, ef ekki yrði á þær fallist. Sá munur virðist þó á ráða- gerðum Glsla Jónssonar og Thor (Framh. á 4. siöu.J Kristján Jónsson frá Garðsstöðum er staddur i bænum um þessar mundir. Að því er hann hefir tjáð Tímanum, hefir haustvertíð við ísafjarðardjúp að þessu sinni verið ein hin bezta, hvað tekur til sjómanna og útgerðar- manna. Fiskafli allur var seldur nýr fyrir gott verð, en atvinna í landi er þar af leiðandi rýr. í verstöðvunum vestra var haustvertíðin einna lélegust í Súgandafirði, en góð annars staðar, svo sem fram hefir verið tekið. r f f Mjólkursamsalan og Áfengisverzlun ríkisins hafa nýlega keypt glerverk- smlðju þá, sem stofnuð var hér fyrir nokkrum árum og starfrækt hafði ver- ið hér í bænum um skeið. Er hún nú tekin til starfa að nýju. Kaupverðið á húsum og öllum útbúnaði glerverk- smiðjunnar var 66 þúsund krónur. Sem kunnugt er, eru verksmiðjuhúsin við Þvergötu í Rauðarárholti. t verksmiðj- unni vinna um 20 manns, og er verk- stjóri Þórður Jónsson, og annað starfs- fólk flest hið sama og áður var í verk- smiðjunni. Er unnið allan sólarhring- inn, þriskipt, og vinnur hver flokkur því í 8 klukkustundir. Bræðsluofnar verksmiðjunnar eru tveir, kyntir með olíu, og takmarkast framleiðslugetan af því, hve ofnar þessir eru litlir. Gott lag kemst ekki á þessa framleiðslu hér fyrr en útvegaður hefir verið góður bræðsluofn. En sökum styrjaldar- ástandsins getur það dregizt nokkuð, að slíku verði komið í framkvæmd. Stat isemi F r amsókn- aríélaganna á Akur- eyrí Framsóknarfélag Akureyrar hefir starfað af miklum þrótti, það sem af er vetrar. Hefir Tím- inn aflað sér upplýsinga um hina helztu þætti félagsstarf- seminnar. — Fer hér á eftir stutt frásögn. Framsóknarfélag Akureyrar og Framsóknarfélag Eyjafjarð- arsýslu tóku nýlega að sér út- gáfu vikublaðsins Dags á Akur- eyri. Hingað til hefir blaðið verið gefið út af sérstöku útgáfufélagi, allfjölmennu. Hitt þótti eðlilegra og heppilegra, að Framsóknarfé- lögin tækju þessa útgáfu í sínar hendur og var sú breyting sam- þykkt á fundi útgáfufélagsins 14. janúarmánaðar. Hefir blaðið því verið afhent Framsóknarfé- lögunum til eignar og umráða. Hafa félögin kosið nefnd til þess að sinna málefnum blaðsins og skipa hana af hálfu Framsókn- arfélags Akureyrar þeir Guð- mundur Guðlaugsson forstjóri, Jakob Frímannsson fram- kvæmdastjóri og Þorsteinn M. Jónsson skólastjóri, en frá sýslu- félaginu Bernharð Stefánsson alþingismaður, Elías Tómasson bankagjaldkeri og Hólmgeir Þor- steinsson bóndi. Þá hefir Framsóknarfélögun- um og hlotnazt myndarleg gjöf frá Hólmgeiri Þorsteinssyni bónda á Hrafnagili. Er það all- stór landspilda norðan og vestan við trjágarð ungmennafélagsins í Hrafnagilshreppi.Er þessi stað- ur fagur og vel í sveit settur, og er hugmynd félaganna að skreyta hann og prýða eftir getu. Er þegar hafin vinna við girð- ingu um spildu þessa. En Hólm- geir á Hrafnagili er, sem kunn- ugt er, einn hinna ötulustu og ósérplægnustu forvígismanna Framsóknarflokksins í Eyjafirði. Fjöldi manna hefir gengið í Framsóknarfélag Akureyrar í vetur, og þar á meðal ekki svo fáir, sem eigi hafa áður aðhyllzt Framsóknarflokkinn. Venjulega hefir félagið haldið fundi og skemmtanir í vetur með hálfs mánaðar fresti. Um miðjan jan- (Framh. á 4. síðu.) Eigendur smábáta 1 Reykjavík og formenn á þeim, stofnuðu nú um helg- ina síðustu með sér félagssamtök, til þess að sinna hagsmunamúlum sínum. Meðal þeirra eru umbætur á þeirri aðbúð, sem þeir eiga að sæta með báta sína hér á Reykjavíkurhöfn. Þar hafa þeir hin siðustu ár verið á einlægum hrakningi með báta sína, og þeir legið undir skemmdum vegna þess, að þeim er hvergi öruggur staður ætlaður. f f r Sýning Flugmódelfélagsins var opnuð í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn sunnudag. Veður var prýðilegt þennan dag, og var það meðal annars gert til hátíða- brigða, að svifflug fór fram yfir bæn- um. Dró flugvélin TF-Sux sviffluguna á loft af flugvellinum í Vatnsmýrinni, og sleppti henni, er komið var hátt yfir bæinn. Voru alls farin fjögur slik svifflug þennan dag. Voru það þeir Björn Jónsson, Helgi Filippusson, Haf- liði Magnússon og Leifur Grímsson, sem flugu. Vörpuðu þeir happdrættis- miðum út úr svifflugunni yfir bæinn. Er efnt til þess happdrættis í sambandi við flugmodelsýninguna, og í auglýs- ingaskyni hennar vegna. Var uppi fótur og fit hjá vegfarendum, að hand- sama happdrættismiðana, þar sem þeir féllu til jarðar. En nokkuð af þeim fór þó forgörðum, barst út á sjó eða lenti á húsþökum. Aðsókn að flugmódelsýn- ingunni hefir verið allmikil, enda vel til hennar vandað. Ganga piltarnir, er að henni standa, þessa dagana um bæ- Sú fregn var nýlega birt í heimsblöðunum, að her Chiang Kai Shek hefði aftur náð á vald sitt borg einni, er Japanir höfðu tekið herskildi og hefðu Jap- anir beðið mikið manntjón í þeirri viðureign. Fregnir frá Japönum um nýja sigra þeirra, bera þess einnig merki, að ekk- ert lát hefir orðið á styrjöldinni í Kína. Styrjöldin í Kina hefir lítt borið á góma í útvarpsfréttum eða heimsblöðunum síðan Ev- rópustyrjöldin hófst. Úrslit hennar geta þó ef til vill ekki haft minni þýðlngu áður en lýkur. Um áramótin stóðu þessi mál þannig, að Japanir höfðu lagt undir sig um þriðjung hins mikla Kínaveldis, a. m. k. að nafninu til. Þeir höfðu jafn- framt alla helztu hafnarbæi landsins á valdi sínu. Hafa Jap- anir stofnað leppstjórn í þeim hluta Kínaveldis, sem þeir hafa á valdi sínu, og heitir sá Wang Ching-Wei, sem veitir henni forstöðu. Er hann gamall sam- herji Chiang Kai Shek. lnn í eftlrlíkingum af íoringjabúning- um flugmanna. t t r Ólafur Þorvarðsson, forstjóri sund- hallarinnar hefir skýrt svo frá, að að- sóknin að sundhöllinni hafi aldrei ver- ið jafnmikil og i desembermánuði síð- astliðnum. En alls sóttu 148.424 bað- gestir í sundhöllina árið 1939. Þar af voru 56.910 karlmenn, aðeins 16.659 konur, um 40 þúsund börn og rösklega 20 þúsund nemar úr ýmsum skólum. 395 fullorðnir og 189 börn tóku þátt 1 námskeiðum í sundhöllinni. En auk þessara námskelða hefir verið byrjað á ókeypis sundkennslu fyrir þá, sem hafa undirstöðukunnáttu í sundíþrótt, og fer sú kennsla fram öll fimmtudags- kvöld klukkan 8—9. Eru margir, sem gjarnan viija æfa sund við tUsjón sundkennara, þótt þeir hafi sótt sund- námskeið eða á annan hátt aflað sér nokkurrar sundfæmi. f t t Þessi vetur hefir, það sem af er, verið með einsdæmum mhdur, og tæpast fölvað að kalla í mörgum héruðum landsins. Fé og hross hefir þar af leið- andi verið óvenjulega létt á gjöf, viða gengið sjálfala að mestu eða öllu leyti. Mjög víða var sauðfé ekki tekið í hús fyrr en eftir áramót, þá hýst um skamma hríð og lítið gefið, því að á- vallt var næg beit, og síðan sleppt að nýju. Þótt eitthvað kunni að herða að um veðurfar þegar út á kemur, verða vart veruleg harðindi héðan ai. í tilkynningu, sem japanska stjórnin birti um áramótin, er sagt að fullnaðarsigur í styrj- öldinni sé þó enganveginn unn- inn. Chiang Kai Shek hafi enn fjölmennum her á að skipa og verulegar líkur bendi til, að hann geti varizt enn um skeið. Hins vegar munu Japanir kapp- kosta að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til að vinna sem skjótastan sigur. Chiang Kai Shek sendi einnig frá sér yfirlýsingu um áramótin og segir þar, að styrjöldinni muni haldið áfram, unz sigur sé fenginn. Hinn fjölmenni her Kínverja sé enn ósigraður og hann muni halda áfram svip- aðri varnarbaráttu og hingað til, unz Japanir séu orðnir svo þreyttir að þeir verði að gefast upp. Evrópustyrjöldin hefir að vissu leyti bætt aðstöðu Japana. Chiang Kai Shek 'nefir enn tvær leiðir opnar til viðskipta við um- heiminn, önnur er leiðin yfir Mongóliu til Rússlands, hin er járnbrautin til Birma. Rússar hafa leitað eftir vinfengi Japana í seinni tíð og hafa Japanir tekið því heldur vel, en vafalaust hafa þeir sett það á oddinn, að Rúss- ar hættu að styðja Chiang Kai Shek. Það er talið fullvíst, að Rússar hafa mjög dregið úr vopnasendingum til Kina und- anfarið. Hinsvegar hafa Bretar veitt Kínverjum svipaða hjálp og áð- ur. Chiang Kai Shek er talinn fá nægilegt af vopnum til að halda uppi smáskæru- og varn- arstríði, en öll hergagnakaup (Framh. á 4. siðu.) Aðrar fréttir. Rússar herða stöðugt sókn sína á Kyrjálaeiði. Leggja þeir aðalkapp á að ná Summaa, sem er á miðju eiðinu, á vald sitt, en þaðan eru 32 km. til Viborgar. Er talið að Rússar hafi heldur bætt aðstöðu sína á þessum slóðum, en þó hvergi rofið varn- arlínu Finna. Liðsafli Rússa á Kyrjálaeiði er margfallt meiri, en lið það, sem Finnar hafa þar til varnar. Á öðrum vígstöðvum hafa ekki orðið verulegar or- ustur. Ryti forsætísráðherra hefir opinberlega fært Frökkum þakkir fyrir þá hjálp, sem þeir hafa veitt Finnum. Þykir full- víst, að Frakkar hafi sent þeim mikið af hergögnum. Frá Eng- . landi hafa Finnar líka fengið hergögn og flugvélar í allstór- um stíl. Sjálfboðaliðar halda stöðugt áfram að streyma til Finnlands. Sænskir sjálfboðaliðar, sem eru komnir þangað, skipta nokkr- (Framh. á 4. ttíSu.) Á víðavangi Dagblöð bæjarins halda áfram skritum sinum um kjötverðið, 1 nokkurn veginn óbreyttum tón. Reyndar er myndugleikinn ekki alveg eins mikiil hjá skriffinn- unum slöustu dagana. Þáð er eins og þá sé íarið að gruna, að almenningur hér í bænum sé peim ekxi sammála, enda er bezt sú sönnumn, að kjötneyzla í bænum helir síður en svo minnkað sioan verðið hækkaði. Timinn viil því enn einu sinni vara lesendur sína viö þvi að dæma framkomu Reykvikinga eftir heimskuileipri Jóns Kjart- anssonar, Einars Oigeirssonar, Arna frá Múia og Stefáns Pét- urssonar, þótt þeir láti borgin- manmega og þykist taia í nafni almenmngs. Þao er aiveg áreið- aniegt, aö pessir menn hafa ekk- ert umboo frá almenningi, og skrif þeirra eru fordæmd af öll- um þorra manna hér í Reykja- vik. * * * Munurinn á kjötverðinu nú og í fyrra, nemur ekki meiru en 7 aurum fyrir meðalmáltíð af kjöti (í4 Pd.). Sé kjot borðað i aðal- máltið þrisvar í viku, nemur verðhækkunin kr. 10.92 á ári fyrir manninn. Ætli þetta setji Jón Kjartansson á sveitina? * * * Nýr fiskur kostaði hér í fyrra- vetur: Ysa 37 aura.en þorskur 28 aura kg. Nú kostar ýsa 50 aura en þorskur 40 aura. Verðhækk- unin á freðkjötinu er 19.3%, en á nýja fiskinum 35—43%. — Um þetta tala bæjarblöðin ekki. Annars skal ekki farið frekar út I verðsamanburð. Það nægir að geta þess, að engar matvörur hafa hækkað eins litið i verði síðan stríðið byrjaði, eins og landbúnaðarvörurnar. Það er þvi framið jafn mikið ranglæti gagnvart neytendum, eins og framleiðendum, með því að reyna að telja þeim trú um, að landbúnaðarvörur, kjöt og mjólk, séu seldar óhæfilega háu verði. Athugult fólk mun fljótt komast að raun um, að lang- ódýrasti maturinn, sem það neytir, eru einmitt þessar vörur. * * * Morgunblaðið tekur upp þá fáránlegu kenningu, að rétt sé að skattleggja útflutt kjöt, og nota skattinn til að selja kjöt innanlands undir eðlilegu mark- aðsverði. Það þarf víst víða að leita til að finna fordæmi að annarri eins vitleysu. Allar þjóð- ir reyna að auka útflutning á afurðum lands sins, og veita oft verðlaun til að örva útflutnings- framleiðsluna. Hitt mun hvergi hafa heyrzt nefnt, nema hér á íslandi, að skattleggja beri út- flutningsframleiðsluna og nota skattinn til að gera matvæli launastéttanna ódýrari. * * * í ræðu þeirri, sem Thor Thors flutti á Varðarfundi siðastl. föstudag, telur hann upp ýms afrek, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi unnið síðan hann gerðist stjórnarflokkur. Thor minnist hins vegar ekkert á afgreiðslu fjárlaganna eða þá „stefnu- breytingu", sem íhaldsblöðin telja að orðið hafi í þeim efnum. Er þetta mjög athyglisvert. Er áreiðanlegt, að Thor Thors myndi ekki hafa undanskilið slika „stefnubreytingu“, ef hún hefði átt sér stað að hans dómi. * * * Thor segir ennfremur i þessari ræðu, að fjandskapurinn gegn hitaveitunni hafi verið brotinn á bak aftur. Hvaða fjandskapur? Allir flokkar hafa stutt hita- veitumálið frá upphafi. Sjálf- stæðisflokkurinn reyndi hins vegar að gera hitaveituna að kosningamáli og leitaði ekki eft- ir samstarfi við hina flokkana og ríkisstjórnina, fyrr en allt var komið í óefni og ekki var lengur hægt að fá hagstætt lán. Afleið- ing þessa er sú, að hitaveitan verður miklum mun dýrari en ella hefði orðið. Ættu hvorki (Framh. á 3. siðu) A. KROSSGÖTUM Góð haustvertíð við ísafjarðardjúp. — Glerverksmiðjan. — Félag smábáta- eigenda í Reykjavík. — Sýning Flugmódelfélagsins. — Aðsókn að Sundhöll- inni. — Léttur vetur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.