Tíminn - 13.02.1940, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.02.1940, Blaðsíða 4
68 TÍMIM, þriðjndaginn 13. fcbr. 1940 17. blað Yfir landamærín 1. Kommúnistablaðið gerir í dag nýja rennu til þess að espa Þjóðverja gegn íslenzkum sjómönnum. Birtir blaðið hinar mestu gróusögur um yfirráð Breta hér á landi. 2. Tvœr skýringar eru einkum gefnar á þessu tiltæki blaðsins. Önnur er sú, að kommúnistar vilji fyrir hvern mun atrennu til þess að esa Þjóðverja gegn stjórninni um allt saman. Þetta væri í fullu samræmi við önnur vinnubrögð þeirra, sem sýna að þeir meta þjóðar- hagsmunina einskis, heldur vinna að öllu leyti eftir fyrirmælum Rússa. 3. Hin skýringin er sú, að kommún- istar séu í mestu fjárþröng með blað sitt og vilja losa sig við það á þann hátt, að það sé bannað. Slíkt bann telja þeir líka álitlegt til fylgisaukn- ingar, en fylking þeirra er að vonum orðin mjög þunnskipuð, síðan afstaðan til Finnlandsstyrjaldarinnar afhjúpaði hið sanna innræti þeirra og eðli. , x+y. Styrjöldm í Austurálfu (Framh. af 1. síöu.) Kínverja hafa jafnan miðast við slíkan hernað. Afstaða Japana hefir hinsveg- ar versnað að því leyti, að verzl- unarsamningurinn milli Japans og Bandarikjanna, sem Banda- rík'jastjórn sagði upp í sumar, gekk úr gildi rétt eftir áramótin og enginn nýr samningur hefir verið gerður í staðinn. En Jap- anir hafa fengið mikið af hrá- efnum og hergögnum frá Banda- ríkjunum og má með sanni segja.að Bandaríkin geti hvenær sem er svipt Japani getunni til þess að heyja Kínastyrjöldina áfram. fjess vegna valda þessi mál Japönum mjög miklum á- hyggjum. Það er talið að þetta mál hafi átt megin þátt i stjórnarskiptum þeim, sem nýlega urðu í Japan. Ágreiningur hefir jafnan verið milli landhersins og sjó- hersins. Landherinn hefir fylgt harðvítugri landvinningastefnu og var mjög fylgjandi samvinnu við „öxulríkin“ svonefndu, en stefna sjóhersins hefir aldrei verið eins róttæk. Fjármála- mennirnir og iðjuhöldarnir, sem eru andvígir hinum miklu toll- um og sköttum, hafa því oftast fylgt sjóhernum að málum. Hinn nýi forsætisráðherra Jap- ana er flotaforingi. Hinsvegar er enn ekki séð hver afstaða Bandaríkjanna verður. Þar togast á hugsjónir og stríðs- gróði og hingað til hefir það síðarnefnda oftar mátt sín bet- ur. — Aðrar fréttir. (Framh. af 1. síðu.) um þúsundum, en dönsku sjálf- boðaliðarnir eru um 600. Þá eru komnir þangað allmargir Bret- ar, Frakkar, ítalir, Pólverjra, Estlendingar og Þjóðverjar. Talið er að 6000 menn í Róm hafi óskað eftir að gerast sjálf- boðaliðar í Finnlandi. Lögreglan í Svíþjóð hefir framkvæmt rannsókn á bæki- stöðvum kommúnista. Tók hún mikið af plöggum og eru þau ekkí rannsökuð til fulls enn. Fimm kommúnistar eru hafðir i haldi. Roosevelt forseti hélt nýlega Cr bæivum Um daginn og veginn. Bágt er að virða á betri veg bögumæli þetta, þó „pressuball" sé prýðileg prentsmiðjudönskusletta. Z. Fundur í F. U. F. verður í Samvinnuskólanum n. k. fimmtudag kl. 8%. Fundarefni: Kapp- ræður milli Fél. imgra Framsóknarm. og pilta á stjómmálanámskeiði S.U.F. um mikilvægt þjóðmál. Félagsmenn! Fjölmennið! Þarna verða fjörugar og skemmtilegar umræður. Enginn má láta sip' vanta. Félag Reykhyltinga og Hvítbekkinga í Reykjavík efnir til héraðsskólahá- tiðar í Oddfellow föstud. 16. þ. m. Til skemmtunar verður m. a.: Ræður, ein- söngur, einleikur á harmoníku, dans. Skemmtunin hefst kl. 9 e. h. og er öll- um heimill aðgangur. Blindrafélagið hélt aðalfund sinn 4. þ. m. Á fundin- um voru rædd og tekin til athugunar ýms aðkallandi verkefni, er fyrir liggja á þessu ári. Meðal annars var ákveðið að hafa 2 söludaga á hverju ári, haust og vor. Þar yrði seld ýms handavinna, bæði frá félagsmönnum og öðru blindu fólki, er því vildi sinna, enda tilkynni þeir stiórn Blindrafélagsins þátttöku sína í tæka tíð. ísbjörninn við Skothúsveg, hús, lóð og vélar, hefir verið boðið bæjarsjóði til kaups á 90 þúsund krónur. Á síðasta bæjar- ráðsfundi var samþykkt að ganga að þessu tilboði. Fríkirkjusöfnuðurinn hefir gert þá kröfu til bæjarsjóðs, að hann greiði bætur fyrir landsildur, sem teknar voru af lóð safnaðarins milli Fríkirkjuvegs og Skálholtsstígs. Þetta mál er enn eigi útkljáð. Farfuglafundur verður haldinn í Kaupþingssalnum í kvöld kl. 9. Sýndar verða nýjustu í- þróttakvikmyndir í. S. í. og ennfrem- ur verður ýmislegt fleira til skemmtun- ar. Allir ungmennafélagar eru vel- komnír á fundinn. Leiðrétting. í grein Jóns Emils Guðjónssonar sl. fimmtudag stóð: Ungir Framsóknar- menn fagna að tilheyra slíkum verk- efnum, en á að vera: Ungir Framsókn- armenn fagna slikum verkefnum. ræðu á æskulýðsfundi og réðist hvasslega á Rússa. Sagði hann að 98 af hverjum 100 Banda- ríkjamönnum hefðu samúð með Finnum. Hann kvaðst hafa haft mikla samúð með rússnesku þjóðinni og foringjum hennar fyrstu árin eftir byltinguna, og glaðst yfir þeim tilraunum, sem þá hefðu verið gerðar þar til að bæta lífskjör almennings. En síðan hefðu hinar miklu aftök- ur komið til sögunnar og nú seinast árásin á Finnland. Þetta hefði kollvarpað fyrri skoðun sinni og sannað sér, að ofstæk- isfull einræðisstjórn hefði nú völdin í Rússlandi. Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu.) Thor Thors eða aðrir íhalds- menn að vera að minna á hita- veituna, því það rifjar aðeins upp hina hneykslanlegu fram- komu íhaldsins í því máli. * * * * Þá notar Thor Thors tæki- „Friðsamlegar kosníngar“ (Framh. af 1. síðu.) Thors að Gísli mun ekki hugsa sér nema tvo möguleika til lausnar þessum málum, en Thor nefnir þrjá. Fyrsti möguleikinn er sá, að Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn fallist á allar kröfur Sjálfstæðisflokksins, en hvorki Gísli eða Thor munu telja það líklegt. Annar mögu- leikinn er sá, að fullur fjand- skapur verði milli flokkanna og hatröm kosningarbarátta. Þenn- an möguleika mun Gísli telja æskilegastan og hann mun ekki telja möguleikana fleiri. Thor Thors þykist hinsvegar sjá þriðja möguleikann og hann er sá, að fram fari — eins og hann orðar það — „friðsamlegar kosn- ingar um ágreiningsmálin“. Hvernig þessar „friðsamlegu kosningar" myndi verða reknar af Sjálfstæðisflokknum í kyr- þey, má marka á þeim ummæl- um, sem Mbl. birtir úr ræðu Thors, að þeir menn séu „svik- arar við þjóðarviljann“, sem ekki vilji fallast á kröfur kaup- mannanna. Við getum ekki tekið þátt í friðsamlegum kosningum, þegar við keppum við svikara, er haft eftir Gísla Jónssyni, og enginn mun lá honum, þó að hann hafi þá skoðun. Enda mun öllum augljóst, að þessi upp- fynding Thor Thors um „frið- samlegar kosningar“ á að vera til að breiða yfir það, að Sjálf- stæðisflokkurinn skuli efna til harðvítugra deilna á þeim tíma, þegar þjóðin þarf pólitískan frið. Annars munu þessi mál skýr- ast betur á landsfundi íhalds- manna, sem bráðum kemur saman. En eins og nú standa sakir virðist stefna Gísla Jóns- sonar mega sín mest í Sjálfstæð- isflokknum og líkur fyrir að hún fæði af sér svipaðan „víxil“ og Alþýðuflokkurinn ætlaði að láta kveöa niður kommúnismann haustið 1936. færið til að deila á innflutnings- og gjaldeyrisnefnd. Segir hann að nefndin hafi hindrað þjóðina í því að afla sér skipakosts áður en styrjöldin hófst og nefnir í því sambandi Eimskipafélagið ísafold. Tíminn hefir aflað sér upplýsinga um þetta mál, og getur skýrt frá því, að ekki var neitað um innflutningsleyfi fyrir skip það, sem félagið ætlaði að kaupa. Leyfið var veitt með því skilyrði, að andvirði skipsins yrði greitt 2—3 næstu árin. Greiðslu mun hins vegar hafa verið kraf- izt fyrr og þess vegna ekki getað orðið af kaupunum. * * * Fyrst Thor Thors minnist á þetta mál, er rétt að beina þeirri fyrirspurn til hans og aðstand- enda hans: Hvers vegna reyndi Eimskipafélag íslands ekki að auka skipakost sinn á síðastl. sumri? Tíminn getur upplýst, að þannig var gengið frá því máli, að slík skipakaup myndu ekki hafa strandað á innflutnings- og gjaldeyrisnefnd. Gaman og alvara (Framh. af 3. siðu) varðaskærum á síðustu blaðsíð- um dagblaðanna. Skáldin sjö hafa vafalaust ætlað að verða til gagns ýmsum andlega sinn- uðum mönnum í landinu. En þau ráku sig á heilbrigða og eðlilega viðreisnarhreyfingu Al- þingis, um vinnubrögð þess, og hafa nú fengið um það efni skýringu, sem flestir hinir fær- ari menn í þeim hóp munu telja gilda. Hitt er annað mál, að þeir menn á Alþingi, sem hvorki höfðu metnað eða manndáð til að sjá þörf háskólans til að hafa þak yfir höfuðið og hafa engan þátt átt í þeim umbótum á vinnubrögðum Alþingis, sem nú hefir verið komið i verk, munu líklegir til að vilja gefa grenja- skyttunum nokkurt tækifæri. Baráttan um eðlileg og heilbrigð vinnubrögð löggjafarsamkom- unnar færist þá á eðlilegan grundvöll, inn fyrir veggi þing- hússins. Mér finnst ekki nema eðlilegt, að grenjaskytturnar og þeirra lið geti unnið einhverja minniháttar sigra i bili. En ég þykist þess fullviss, að innan tíðar muni rætast hin vel- viljaða framsýn Sig. Nordals, að úthlutun á himnabrauði Al- þingis til skálda og listamanna, muni þykja bezt komin hjá menntamálaráði. Hefir sú orð- ið reyndin um þá nefnd frá því að Sigurður Nordal tók þar við formannsstörfum og fram á þennan dag, að Alþingi og ríkis- stjórn hafa ár frá ári lagt þyngri og þyngri byrðar á herðar þeirra fimm manna, sem Alþingi vel- ur í þessa nefnd. Get ég með sérstakri ánægju getið þess, að erfiði menntamálaráðs á und- anförnum árum, að undirbúa bókaútgáfu, sem verður upphaf að bókasafnsmyndun í þús- undum heimila í landinu, virð- ist likleg til að marka tímamót í uppeldismálum þj óðarinnar. Sjálfmenntun hinnar uppvax- andi kynslóðar mun fá þar mik- ilsverðan stuðning. Ég þykist þess fullviss, að ekki allfáum af þeim mönnum, sem leiddust til að skjóta mistileini I átt til menntamálaráðs, muni verða mikið ánægjuefni, ef Háskóli íslands vígir sitt veglega nýja hús, með þeim menningaráhrif- um, sem væntanlega fylgja þeim húsakynnum um leið og hin mikla bókasafnsútgáfa menntamálaráðs byrjar að senda sjálffræðara sína inn á þúsundir heimila í landinu. J. J. Starfsemi Framsóknar félaganna á Akureyri (Framh. af 1. síðu.) úar-mánuð var haldið árshátíð Framsóknarmanna á Akureyri og sóttu hana 300—400 manns. Fór þessi samkoma mjög vel fram og var af öllum, sem þang- að komu, talin ein hin bezta, er þeir höfðu sótt. Á hátíðinni flutt ræður Brynjólfur Sveinsson menntaskólakennari, Þorsteinn M. Jónsson skólastjóri, Jakob Frimannsson framkvæmdastjóri, Snorri Sigfússon skólastjóri, Bernharð Stefánsson alþingis- maður, Kristján Sigurðsson kennari, Ingimar Eydal ritstjóri. Árni Björnsson kennari flutti ágætt, frumort kvæði. Á umræðufundum félagsins hafa margvísleg mál verið tekin til umræðu, meðal annars hita- veitumál Akureyrar. Félag ungra Framsóknar- manna á Akureyri tók í vor sem leið upp þá nýbreytni, að afla sér tekna með ræktun. Var fjór- um tunnum af kartöflum sáð i garðland, er Árni Bjarnarson bóndi í Mógili á Svalbarðsströnd lagði félaginu til. Var uppskeran síðan seld í haust með allmikl- um hagnaði. Félagsmenn unnu jarðvinnslu og sáningu í sjálf- boðavinnu. Gæti þessi aðferð Akureyringa ef til vill verið öðr- um félögum ungra Framsóknar- manna til fyrirmyndarar á vori komanda. Formaður Framsóknarfélags Akureyrar er Guðmundur Guð- laugsson forstjóri, en formaður F. U. F. á Akureyri er Barði Brynjólfsson málari. Kopar, aluminium og fleiri málmar keyptir í LANDSSMIÐJUNNI. 138 Margaret Pedler: Það var eitt af þessum samtölum, sem færði Elísabetu sanninn um hvers- konar bönd það voru, er tengdu syst- kinin saman. Eitt kveld voru þær tvær einar saman og þá sagði Jane henni hvernig dauða Dicks Fenton hefði borið að höndum. „Ég vildi að þú vissir þetta,“ sagði hún og brosti angurvært. „Þú ert orðin eitthvað svo nákomin okkur.“ „Ég vissi þetta áður,“ sagði Elizabet. „Jack læknir sagði mér þetta kveldið sem hann kom hérna, þegar þið voruð hvorugt heima, þið Colin.“ „Sagði Jack þér frá þessu,“ spurði Jane og leit undrandi á Elizabet. Eliza- bet óttaðist að henni kynni að mislíka það, að Jack hefði sagt frá þessu, ef hún misskildi tilgang hans með því. „Hann sagði alls ekki frá þessu sem neinu slúðri,“ flýtti hún sér að bæta við. „En, eins og þú veizt,“ hélt hún á- fram brosandi, — „þá ert þú æfinlega efst í huga hans, og hann getur ekki um annað talað en þig, ef hann hittir einhvern, sem getur tekið þátt í því með honum.“ Jane roðnaði eins og viðbrigðin skólatelpa. „Ég veit það,“ sagöi hún í hálfgerðu íáti. „Hann er líka alveg yndislegur. Laun þess liðna 139 En ég vildi að hann fengist til þess að líta í einhverja aðra átt.“ Elizabet hristl höfuðið. „Það gerir hann ekki,“ sagði hún af sannfæringu. „Ég er einhvern vegin alveg viss um það. Hann er ekki þann- ig gerður, að hann verði ástfanginn í einni konunni eftir aðra. Er, — er þér ómögulegt að endurgjalda tilfinningar hans, Jane?“ Elizabet spurði í einlægni. Henni þótti- innilega vænt um þau bæði, Jack og Jane, og stundum hafði hún orð- ið þess vör, að Jane fannst hún vera á- kaflega einmana. Elizabet óskaði þess af öllu hjarta, að hún vildi leyfa Jack, sem var öruggur og góður, að bæta henni þetta upp eftir megni. „Alveg ómögulegt,“ sagði Jane alvar- lega. Svo bætti hún við með glaðlegu brosi, sem samt gaf Elizabet, á dular- fullan hátt, hugmynd um öll hin ó- grátnu tár liðinna ára: „Ég er heldur ekki þannig gerð að ég verði ástfang- in í einum manninum eftir annan.“ „Nei,“ svaraði Elizabet. „Ég geri ráð fyrir að maður geti aldrei gleymt — til fulls.“ „Aldrei“, svaraði Jane. „Og ég get það allra kvenna sizt, þar sem Colin er alltaf fyrir augum mér, til þess að minna mig á hvílíkum hetjudauða Dick dó. Ég býst við,“ hélt hún áfram með hægð, „að það 1 "—“““•GAMLA BÍÓ~***"°****** Oíurvald ástarínnar (Den stora Kárleken) Sænsk kvikmynd. Aðalhlutverkin leika: TUTTA ROLF og | HAKON WESTERGREN. NÝJA BÍÓ o Pygmalíon Hið dásamlega leikrit eftir enska stórskáldið Bernard Shaw, sem ensk stórmynd, hefir tekizt svo vel, að hún er talin merkisviðburður í sögu kvikmyndalistarinn- ar. — Aðalhlutv. leika: LESLIE HOWARD og WENDY HILLER. Aðalfundur Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda verður settur í Kauppíngssalnum míðviku- dag, 14. febrúar kl. 5 e. hád. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir á skrifstofu féiagsins (Hafnarhúsið efsta^hæð) miðvikudag kl. 10—12.f Tryggíð heilsu og þrif sauðfénaðarins með því að láta hann alltaf eiga aðgang að saltl. Hentnga saitgjjöfin er S A L T S T EIMN ódýr og handhægur. Samband ísl. samvínnuíélaga Slmi 1080. Barnalefkföng: Dúkkur — Bangsar — Bílar — Boltar — Armbandsúr — Rólur — Dúkkuvagnar — Hálsfestar — Hringar — Hjólbörur — Boxarar — Nælur — Undrakíkirar — Sílófónar — Kubbar — Mublur — Eldhúsáhöld — Eldavélar — Straujárn — Þvottabretti — Spari- byssur — Flautur — Töskur — Radió — Dátar — Smíðatól — Spil ýmiskonar. — Kassar með ýmiskonar dót o. fl. K. EINARSSON & BJÐRNSSOR. «g»l ■■ II — II ■■ H ■■ II — 0 — n « t Til auglýsenda. Tíminn er gefinn út í fleiri eintökum en nokkurt annað blað á íslandi. Gildi álmennra auglýsinga er í hlutfalli við þann fjölda manna, er les þœr. Tíminn er öruggasta boðleiðin til flestra neytend- anna í landinu. — Þeir, sem vilja kynna vörur sínar sem flestum, auglýsa þœr þess vegna í Tímanum « |O4»04aMMUK>«æOsrfM<MaM4M<>«»O«MHWO«MO«»04MO«M4a»O«M«»O«»<>«»O«»0«M>«M>«M4»0«M( »

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.