Tíminn - 13.02.1940, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.02.1940, Blaðsíða 3
17. hlað TÍMITCN, firlgjndaglim 13. fehr. 1940 67 B Æ K U R A IV IV Á L L Frá vöggu til skóla, eftir Susan Isaacs. Þýtt af Símon Jóh. Ágústssyni. Útgefandi Þorsteinn M. Jónsson. Þaö gladdi mig, þegar mér barst þessi bók í hendur og ég sá nafn hennar: „Frá vöggu til skóla“. Gæti ekki skeð, að þarna væru leiðbeiningar fyrir ungu mæðurnar, sem svo oft eru í vanda staddar.þegarþeim hlotn- ast það vandasama og þýðingar- mikla hlutverk, að ala upp börnin sín. Sumir uppeldisfræð- ingar telja það, að svo mikils sé um það vert, hvernig uppeldi börnin fá fyrstu æfiárin, að á þeim séu örlög þeirra ráðin. Virðist það undrun sæta, hversu lítið er gert til þess að fræða ungar konur um þessa hluti og leiðbeina þeim við þetta ábyrgð- armikla starf. Höfundur þessarar bókar, frú Susan Isaacs, veitir forstöðu deild við Lundúnaháskóla, er hefir með höndum rannsóknir á sálarfræði barna. Má því vænta þess, að bókin hafi að geyma góðar leiðbeiningar og framsetning þeirra er mjög ein- föld og aðgengileg fyrir alla. Bók þessi hefir því hlotið miklar vinsældir meðal almennings, og vafalaust hjálpað margri ungri móðir, sem lesið hefir enska tungu, til að ala upp börn sín, bæði líkamlega og andlega. Og nú ætti hún ennfremur að geta hjálpað íslenzkum konum, þar sem hún hefir nú verið þýdd á íslenzku. Fyrsti kafli bókarinnar hljóð- ar um börn og fullorðna. Er þar minnzt á ýmsa árekstra, sem svo þráfaldlega koma fyrir milli þeirra fullorðnu og barnanna. Niðurlag þess kafla hljóðar þannig: „Aðalatriðið er að þroska hæfileikann til að setja okkur í spor barnsins, og skilja hugsunarhátt þess, og að hafa það jafnan hugfast, að bernskan er tími vaxtar og þroska. Við getum ekki verið börnunum nokkur stoð í erfiðleikum þeirra, nema að við þekkjum lögmál þau, sem vöxtur þeirra og þró- un hlítir.“ Annar kafli er um vöxt og þroska barnsins. Er þar leitast við að sýna fram á það, hverja þýðingu leikurinn hefir fyrir barnið. Það sé merki um and- lega heilbrigði þegar barnið leiki sér af sjálfsdáðum. Ef það geri það ekki, sé eitthvað bogið við heilsu þess. Þriðji kafli, um fyrsta æfiárið, er sérlega fróðlegur fyrir ungar mæður, gefur góðar bendingar um margt, sem barnið áhrærir, og samband þess við móðurina. Hve nauðsynlegt það er barninu að plagginu, þrátt fyrir leið- réttinguna. Það er þess vegna eðlilegt, að hann vill alls ekki verja efni og anda vantrausts- ins, og gerir enga tilraun til þess. Hann er að lokum svo ger- samlega fjarri því að vilja van- treysta menntamálaráði, að hann gerir ráð fyrir þeim mögu- leika, að álit og traust þessarar nefndar, sem hann stýrði fyrstu árin sem ópólitískur fulltrúi Framsóknarflokksins, geti vel farið vaxandi, svo að enn þyngri byrðar kunni að verða lagðar í framtíðinni á þær herð- ar, sem skáldin sjö virtust telja meir en ófæra'r til að standa undir gömlu klyfjunum. Þetta er alvara málsins. Ein- staka þingmenn hafa talið það niðurlæging fyrir Alþingi og Háskóla íslands, að hýrast í illa gerðu tvíbýli i hinu gamla þinghúsi. Þessir menn hafa beitt sér fyrir að háskólinn fengi myndarlegt þak yfir höf- uð kennara og nemenda. Sú framkvæmd Alþingis á að skapa meiri manndóm og dáð 1 Háskóla íslands heldur en lík- legt þótti að fóstrað yrði í for- dyri Alþingishússins. En um leið og Alþingi sinnti málum háskólans með framsýni og vel- vild, tryggði það löggjöfunum aukin og bætt starfsskilyrði. Og í áframhaldi þeirra aðgerða, er einlægur vilji hjá allmiklum hluta þingsins að losna við hinar óvirðulegu bitlingaveiðar og rík- issjóðsbetl, sem fram að þessu hefir verið rekið sem blómlegur atvinnuvegur í skjóli við það hugarfar, sem einkennir vini Afmæli. Guðrún Daníelsdóttir hús- freyja að Búð 1 Þykkvabæ varð fimmtug 10. þ. mán. Hún er ætt- uð frá Kaldárholti í Holtahreppi, hálfsystir Sigurðar heitins á Kolviðarhóli og þeirra systkina. Hinn 22. júní 1918 giftist hún Hafliða Guðmundssyni bónda í Búð og hafa þau hjón búið þar fyrirmyndarbúi síðan. Guðrún er þrekmikil prýðiskona, sem nýtur vinsemdar og virðingar allra sem henni kynnast. Dánardægnr. Nýlega er látin BorghUdur í Bjálmholti, kona Sigurðar bónda þar, er andaðist fyrir rúmlega tuttugu árum. Hún var dóttir Þórðar sterka Þórðarson- ar og Borghildar Brynjólfsdótt- ur konu hans, er um langt skeið bjuggu í Sumarliðabæ. Önnur börn þeirra Þórðar voru Sigurður bóndi í Sumar- liðabæ, dáinn fyrir aldarfjórð- ungi, Brynjólfur bóndi í Gölt í Grímsnesi, Tómas bóndi í Hamrahól og Ingibjörg yfir- setukona á Stokkseyri. Borghildur heitin var orðin gömul kona, rúmlega sjötug, og farin að heilsu og kröftum. Hún hafði innt æfistarf sitt allt af hendi í Holtunum, á aðeins tveimur bæjum. Þrjú börn henn- ar búa þar nú i sveitinni, Kristín kona Karls í Bjálmholti, Þór- hildur húsfreyja í Árbæ og Sig- urjón bóndi í Raftholti. Borghildur var meðalhá að vexti, svipmikil og myndarleg í framgöngu og vakti athygli þar sem hún fór. Hún mun hafa ver- ið ástrík móðir og eiginkona, naut vinsælda og hélzt vel á virðingu sinni tii hins síðasta. Hlg. að fá að liggja við brjóstið o. fl. Ýmsa ósiði, sem barnið kann að byrja á, sjúga fingurna, bíta, vera óhreinlátt, og hvernig helzt skal hamla á móti þessu. í fjórða kafla segir svo: „Flest- um mæðrum hættir við því að hjálpa börnum sínum of mikið. Með því hindrum við þau í því, að verða dugandi og sjálfstæð, bæði til sálar og líkama. Sum- part á þetta rót sína að rekja til óþolinmæði mæðranna og sum- part stafar þetta af því, að fáar mæður vita, hve nauðsynlegt það er að leyfa börnunum að bjarga sér upp á eigin spýtur.“ Ennfremur bendir sá kafli á ýmislegt, sem þarf að kenna barninu á öðru æfiári. Fimmti kaflinn er um þroska barnsins á aldrinum tveggja til grenj askyttanna. Nú er svo komið, að sá maðurinn, sem fyrstur gekk fram á ritvöllinn, af ónógri kynningu á aðstöðu Alþingis, er orðinn sammála þeim, sem bæði vilja sæmd Al- þingis og háskólans. Var þess og von um svo vel gerðan mann eins og Sigurður Nordal er, að hann tengdi ekki nafn sitt við mál, sem ekki þoldi opinbera gagnrýni fyrri opnum tjöldum. III. En fyrir utan hinn alvarlega kjarna málsins koma líka til greina nokkrir gamanþættir, sem ekki verður fyllilega geng- ið framhjá. Sigurður Nordal veit og við- urkénnir með þögninni, að bók Þorbergs Þórðarsonar um Esp- eranto og fleiri, sem gefnar voru út af sama forlagi, voru bæði ólesanlegar og óseljan- legar. Honum finnst ég halla réttu máli með því að telja hann bera ábyrgð á þessari út- gáfu. Hér er einmitt um nokkra ónákvæmni að ræða frá hans hálfu. Ég var svo fjarri því á þingi 1928, er ég bar fram frv. um menningarsjóð og mennta- málaráð, að hafa vantraust á bókfræðilegum hæfileikum hans, að ég gerði hann á tvenn- an hátt ábyrgan fyrir þeirri bókaútgáfu, sem þá átti að hefja. Hann var settur í sjálfa útgáfunefndina í löggjöf þess- ari, meðan hann var kenn- arl í íslenzkum fræðum við há- skólann. Hann var auk þess kosinn af Framsóknarmönnum í sjálft menntamálaráðið og var Hjolknrbrnsar Smíðum allar stærðir af mjólkurbrúsum og fötum. Tinhúð- um gamla mjólkurbrúsa o. fl. búsáhöld. Breiðfjörðs blikksmlðja og iliiluiðiiii. Laufásveg 4. Reykjavík. Sími 3492. sex ára. Bendir hann á þá miklu 3örf, sem barnið hefir á því, að 3VÍ sé útvegað nóg að starfa, sem sé við þeirra hæfi. Þeir full- orðnu mega þá ekki vera of kröfuharðir við þau, t. d. heimta að þau teikni fína og fallega stafi, eða saumi fín spor. Þar segir: „Það er áríðandi að gera sér ljóst, að hæfileikinn til að gera stórar hreyfingar þroskast fyrst, en miklu seinna nær barn- ið valdi á fingrunum og ná- kvæmum hreyfingum." Hér ræð- ir um forvitni barnanna, þörf þeirra á því að snerta alla hluti til þess að þekkja þá, og margt fleira. Bókin er yfirleitt þörf og góð fyrir ungar konur, og fyrir okk- ur, sem eldri erum, Tyfjar hún upp ýmislegt, sem við höfum áður reynt. Þessi bók gæti líka verið góð hjálp við kennslu í uppeldisfræði í húsmæðraskól- unum, með því að það yrði líka til þess, að margar ungar stúlk- ur eignuðust hana og geymdu hana þar til síðar meir. Mundi hún þá oft geta komið þeim að góðu gagni, þegar - þær standa andspænis þeim erfiðleikum, sem mæta hverri konu við upp- eldi barna sinna. J. S. L. formaður þess í nokkur ár. Peningarnir í útgáfuna komu til hans í menntamálaráð, en vald- ið yfir því hvað gefið var út, var honum falið með sögukenn- ara háskólans og íslenzkukenn- ara kennaraskólans. Ef hann fór ferð frá háskólanum mun hann sjálfur hafa ráðið vara- mann sinn og bar þá líka ábyrgð á honum. Sigurður Nordal ber þess vegna mjög glögglega á- byrgð á hinni umræddu útgáfu. Hann var þar tvígildur í ábyrgð og heiðri líkt og sá maður, sem sæmdur er með riddarakrossi Danafánamanna og Fálkaorð- unnar fyrir þjóðnýt störf. Sigurður Nordal jafnar því saman, að ég hafi stundum gert litið úr sérþekkingu manna eins og Níelsar Dungals, en kunni illa við að sjö skáld leiðbeini Al- þingi. Munurinn er sá, að þegar ég gagnrýni gerðir Níelsar Dun- gals, þá legg ég fram rök. Skáld- in sjö leiðbeindu án raka, og höfðu þau heldur ekki til, þegar fastlega var leitað eftir þeim. Mér er mikil ánægja að leggja fram rök til stuðn- ings skoðunum mínum á and- legri hæfni þessa samverka- manns, og að því er virðist, allnákomna félagsbróður Sig- urðar Nordal, með því að prenta upp úr Mbl. hina glöggu lýsingu Dungals á sníglum þeim, sem hann taldi fylla grasið í Deildar- tungu, en ummynduðust þess á milli í hættulegar sóttkveikjur í kindum Jóns Hannessonar. Mér finnst ekkert efamál, að þessi vísindi Dungals, sem bænd- ur, Alþingi og ríkisstjórn lögðu trúnað á, hafi orðið þjóðinni nokkuð dýr, og eigi eftir að verða það. Vegna þeirra var sleppt öll- um vörnum gegn sýkinni og hún hefir lagt undir sig hálft landið, og vofir yfir hinum hluta hins byggða lands eins og ferlegur óvættur. Sigurður Nordal veit, að Dun- gal gerði ítrekaðar tilraunir til að kljúfa háskólabygginguna í tvennt. Gera tvö smáhýsi, annað á Landspítalalóðinni fyrir læknaefnin, hitt við Melaveg fyrir lærisveina S. N. — Ég veit ekki nema um fáar tillögur, sem fram eru komnar í háskóla- málinu, sem sanna á jafn ótví- ræðan hátt og þessi, þá skoðun, sem S. N. gerir réttilega ráð fyr- ir að ég hafi á andlegri færni og menntun þessa umrædda manns. Níels Dungal hefir auk sinna daglegu vísindaiðkana lítillega fengizt við sögurannsóknir, og að einhverju leyti á ábyrgð byggingarnefndar Háskóla ís- lands. Ef þessi sagnfræði Dun- gals væri sönn og vísindaleg, myndu prófessorar háskólans ekki þurfa að ómaka sig til að vígja byggingu sér til handa í vor eða sumar. t stað þess myndi forstofa Alþingishússins enn verða um mörg ókomin ár há- tíðasalur þeirrar stofnunar, sem Sigurður Nordal hefir á margan hátt reynt að lyfta úr duftinu með andlegum yfirburðum sín- um, þó að húsakynni þau, sem hann starfaði I, væri lítilfjör- legri heldur en heppilegt er fyrir slíkar stofnanir. Ég vona, að þessi þrjú dæmi, sem hægt er að gera töluvert fyllri, ef ástæða er til, verði hin- um sjö skáldum nokkur leið- beining um það, að ég byrja ekki sókn á hendur mönnum eða stofnunum, líkt og þeir gerðu að nefnd þeirri, þar sem ég gegni nú formannsstarfinu, nema með því að geta lagt fram rök, sem að öllum jafnaði eru svo þung á metaskálunum, að einsýnt þykir um málalokin. Hin síðasta af hinum góðsömu gamanröksemdum S. N., er um kommúnistana. Þykir honum sem ég muni hefja þá til vegs og valda með andófi gegn þeim. Ég hygg, að þessi skoðun hans sé lítt grunduð. Kommún- isminn á íslandi er nú dauða- dæmd hreyfing. íslenzka þjóð- in þolir ekki að hafa innan sinna vébanda flokk, sem lætur menn í erlendu stórveldi stjórna opinberum gerðum sinum. Eftir framkomu þeirra í Póllandi og Finnlandsmálunum, er skoðun þeirra, sem fordæmdu kommún- ismann sem óhæfa stefnu, orð- in almannadómur. Alþingi hefir útskúfað þeim fulltrúum, sem þar eiga sæti. Þeir eru ekki virtir svars um nokkurt mál, og litið á þá sem skugga frá undir- heimum. Blöð þeirra fá engar auglýsingar. Prentsmiðjur landsins gerast tregar að lána þeim. Útgáfustarfsemi þeirra er vígð ósigri. Viðtökur þær, sem útgáfa menningarsjóðs fær nú um allt land, er í einu viður- kenning á þjóðnýtu starfi menntamálaráðs og fordæming á undirróðri kommúnista í bókagerð. Viðhorfið til kom- múnista er orðið á þann veg i landinu, að bækur, sem í sjálfu sér eru mjög nýtilegar, eins og úrvalið úr ljóðum Stephans G. Stephanssonar, er ekki keypt í fjölmörgum heimilum, ein- göngu af því menn vilja ekki hafa neitt til minningar um flokk Einars Olgeirssonar í hús- um sínum. Ég þykist þess fullviss, að svo fær maður sem S. N. er, mun sjá glögglega, að bæði alvaran og gamanið i þessu efni eru út- rædd mál, nema í léttum út- (Framh. á 4. siðu.J Húðiv og skinn. Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar HÚÐIR og SKINN, sem falla til á heimilum þeirra, ættu þeir að biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessum vörum I verð. — SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA selur NAUTGRIPAHÚÐIR, HROSSHÚÐIR, KÁLFSKINN, LAMBSKINN og SELSKINN til útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUR TIL SÚTUNAR. — NAUTGRIPA- HÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KÁLFSKINN er bezt að salta, en gera verður það strax að lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinnunum, bæði úr holdrosa og hári, áður en saltað er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrum, borgar sig. — ÚTBREIÐIÐ TÍMANN 140 Margaret Pedler: Laun þess liðna 137 sé einmitt vegna þess, að mér þykir orðið innilega vænt um Colin. Dick lét lif sitt fyrir hann. Hann hefir ávallt síðan verið mér kærari en venjulegur bróðir. Líf okkar er tvinnað saman, og líf hans er dapurlegt, að minnsta kosti stundum. Það er mitt hlutverk að létta honum byrðina svo sem mér er framast unnt.“ Nú minntist Elízabet þess, sem Colin hafði sagt við hana fyrlr skömmu siðan. Hún fann til óljóss kvíða, sem kom henni til þess að bera fram spurningu, er gat virzt grimmúðug í sínum einfaldleik: „Hvað myndir þú gera, ef — ef Colin giftist einhvern tíma?“ spurði hún. — Henni fannst að Jane yrði að fá ein- hverja aðvörun um þennan möguleika, sem hlyti að snerta hana illa, ef hann yrði að veruleika. Jane horfði íhugandi og alvarleg á hana. „Ef hann gengi að eiga hina réttu konu, — konu, sem hann elskaði og elsk- aði hann, — þá yrði ég innilega glöð.“ Að svo mæltu hvarf Jane á braut. Elízabet fann til gleði, djúprar en sorgblandinnar gleði. Það var svo auð- skilið, að Jane hafði skilyrðislaust helgað sig bróðurnum, með hinni fullkomnu sjálfsfórn þeirrar konu, sem ann og unnir. Henni hafði aldrei dottið i hug myndi vísa honum umsvifalaust burtu, eins og hann vitanlega verðskuldaði.“ Elizabet svaraði af djúpri og innilegri sannf æringu: „Engri konu, — engri almennilegri konu — getur fundizt það „frekja“ af karlmanni, að fella ástarhug til hennar. Þú átt að biðja hennar, Colin.“ Colin þagði dálitla stund, en svaraði svo með hægð. „Ef til vill geri ég það einhvern tíma.“ Samtalið féll niður, þar eð Jane kom inn með nokkur bréf, er höfðu komið með kveldpóstinum. En Elizabet gat ekki gleymt þessu samtali. Þetta skýrði fyrir henni .hvers vegna Colin var stundum svo bitur og þunglyndur. Einum eða tveimur dögum seinna datt henni dálítið í hug, í sam- bandi við þetta: Hvaða áhrif myndi það hafa á Jane, ef Colin herti upp hugann og kæmist að því, þegar á reyndi, að fötlun hans meinaði honum ekki þess „eina, sem skipti verulegu máli.“ Jane gaf sér oft tíma til þess að sitja hjá Elizabet og tala við hana, meðan hún mátti ekki yfirgefa legubekkinn. Þessi samtöl sköpuðu gagnkvæman skilning og trúnað, sem hefði þurft marga mánuði til að þróast, ef öðru vísi hefði staðið á.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.